LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. maí 202 2 . Mál nr. 10/2021 : A , B og C ( Magnús M. Norðdahl lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Útlendingur. Stjórnsýsla. Stjórnvaldsákvörðun. Rannsóknarregla. Börn. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Útdráttur A, B og C höfðuðu mál á hendur Í til að fá felldan úr gildi úrskurð K þess efnis að staðfesta ákvarðanir Ú um að synja þeim um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli 40. gr., sbr. 37. gr. laga nr. 80 /2016 um útlendinga eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í skilningi 74. gr. sömu laga. Þá tók málshöfðunin einnig til þess að ákvarðanir Ú yrðu felldar úr gildi. Landsréttur tók fram að ekki hefði verið þörf á því að krefjast ógildingar þeirra ákvarðana þar sem þær hefðu orðið efnislegur hluti úrskurðar K. Umsókn A, B og C um alþjóðlega vernd var byggð á frásögn A um að hún óttaðist fyrir sína hönd eða elstu dóttur sinnar blóðfórn í tengslum við valdatöku kvenöldungs í ættbálki hennar. Ekki var fallist á að rannsókn á máli A, B og C hefði verið svo áfátt að efni væri til að ógilda úrskurð Ú. Því var einnig hafnað að niðurstaða K um að synja þeim um alþjóðlega vernd væri óforsvaranleg þannig að ógildingu varðaði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsd óms um að lagt hefði verið viðhlítandi mat á hagsmuni barnanna B og C, sbr. 5. mgr. 37. laga nr. 80/2016, og að forsvaranlegar ályktanir hefðu verið dregnar af gögnum og upplýsingum í málinu. Hefði ekki verið sýnt fram á að úrskurður K væri haldinn annmörk um að efni eða formi sem varðað gæti ógildingu. Því var staðfestur héraðsdómur um sýknu Í af kröfum A, B og C. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj e nd ur skut u málinu til Landsréttar 11. janúar 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2020 í málinu nr. E - /2019 . 2 Áfrýjendur krefjast þess að ógiltur verði með dómi úrskurður kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 frá 25. júlí 2019 í stjórnsýslumáli nr. . Jafnframt er þess krafist að felldar verði úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar frá 8. maí 2019, þess efnis að hafna áfrýjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt því að synja þeim um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti úr hendi áfrýjanda, A , en til vara að málskostnaður fyrir Landsrétti verði látinn niður falla. Niðurstaða 4 Umsókn áfrýjenda um alþjóðlega vernd samkvæmt 1. eða 2. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga byggist á frásögn áfrýjanda, A , um að hún óttist að henni eða elstu dóttur hennar verði fórnað í tengslum við valdatöku kve nöldungs í ættbálki hennar í . Hvorki í skýrslu sem hún gaf hjá Útlendingastofnun né í framburði hennar fyrir dómi lýsti hún þó tilteknum atvikum, sem hún upplifði meðan hún bjó í heimalandi sínu, sem gátu gefið henni raunhæfa ástæðu til að ætla að slík ógn vofði yfir. Hún hefur heldur ekki vísað til þess að eitthvað hafi gerst, eftir að hún yfirgaf heimaland sitt fyrir um 12 árum, sem hafi gefið henni tilefni til að ætla að áfrýjendum stafaði hætta af öldungum í ættbálki hennar. 5 Í úrskurði kærunefndar er vísað til skýrslu kanadísku flóttamannastofnunarinnar frá 2017 þar sem ekki er talið útilokað að blóðfórnir kunni að eiga sér stað með leynd á dreifbýlum svæðum í tengslum við greftrun höfðingja. Þar er einnig vikið að einstökum málum þar sem grunur leikur á að manndráp hafi átt sér stað í einhvers konar helgiathöfnum. Almennt gefa þau gögn sem aflað var í tengslum við rannsókn Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála á frásögn áfrýjanda þó til kynna að slíkar helgiathafnir ættbálka séu afnu mdar auk þess sem blóðfórn manna sé refsiverð sem manndráp. 6 Áfrýjandi A kvaðst í viðtali hjá Útlendingastofnun vera frá þorpi rétt fyrir utan borgina sem er meðal þéttbýlustu svæða landsins. Hún kemur því ekki frá stað í þar sem talið er mögulegt s amkvæmt framangreindri skýrslu frá 2017 að blóðfórnir kunni að eiga sér stað með leynd. Þá er ekki að sjá í gögnum málsins nokkurt dæmi þess að slíkar helgiathafnir séu tengdar valdatöku kvenöldungs. 7 Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið, en að öðr u leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, er ekki á það fallist að rannsókn á máli áfrýjenda hafi verið svo áfátt að efni sé til að fallast á kröfu þeirra um ógildingu hins umdeilda úrskurðar. Þá er því hafnað að niðurstaða kærunefndar útlendinga mála um að synja þeim um 3 alþjóðlega vernd á grundvelli 1. og 2. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 sé óforsvaranleg þannig að ógildingu varði. 8 Öðrum málsástæðum áfrýjenda er hafnað með vísan til röksemda sem fram koma í héraðsdómi. Þá er niðurstaða hins áfrýja ða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað áfrýjenda staðfest. 9 Rétt er að taka fram að ekki var þörf á því að krefjast ógildingar ákvarðana Útlendingastofnunar 8. maí 2019, sem skotið var til kærunefndar útlendingamála, þar sem þær ákvarðanir urðu efnisl ega hluti úrskurðar kærunefndar 25. júlí 2019, sem staðfesti þær ákvarðanir, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í máli nr. 72/2011. 10 Eins og atvikum er háttað þykir rétt að málskostnaður milli aðila fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 12. nóvember 2020, höfðaði A , fyrir hönd sjálfrar sín og ólögráða barna sinna, B , fd. 2015, og C , fd. 201 7, hinn 5. september 2019 á hendur íslenska ríkinu. númer 367/2019 frá 25. júlí 2019 í stjórnsýslumáli númer , og að felldar verði úr gildi ákvarðanir Útlending astofnunar, dags. 8. maí 2019, þess efnis að hafna stefnanda og börnum hennar um alþjóðlega krafa stefnenda sú að krafist er málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnenda og málskostnaðar úr hendi stefnanda A . Þegar rætt er um stefnanda í eintölu í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir er átt við A , nema annað sé tekið fram, en átt er við hana og börn hennar tvö þegar rætt er um stefnendur í fleirtölu. I Málsatvik Stefnandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og börn sín tvö þann 15. júní 2018. Öll eru þau ríkisborgarar en komu hingað til lands frá þar sem stefnandi mun hafa d valist síðustu 10 árin fyrir komuna hingað til lands og alið þar börn sín. Í október 2018 ákvað Útlendingastofnun að taka mál fjölskyldunnar til efnismeðferðar í ljósi einstaklingsbundinna aðstæðna þeirra og viðkvæmrar stöðu, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Lá þó fyrir að stjórnvöld höfðu samþykkt að taka við stefnendum þar sem þau hefðu ótímabundið dvalarleyfi þar í landi. Stefnandi mætti til viðtals hjá Útlendingastofnun 28. mars 2019 ásamt talsmanni sínum. Með ákvörðunum, dags. 8. maí 2019, synjaði Útlendingastofnun umsóknum stefnenda um alþjóðlega vernd og einnig umsóknum þeirra um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Var kveðið á um að þeim skyldi vísað frá landinu eins fljótt og verða mætti, til heimalands síns eða an nars lands þar sem þau hefðu löglega heimild til dvalar. Var þeim veittur 15 daga frestur til að yfirgefa landið en tekið fram að kæra frestaði réttaráhrifum. 4 Í ákvörðun Útlendingastofnunar í máli stefnanda kemur fram að lagt var til grundvallar að hún væ ri einstæð tveggja barna móðir frá og var ekki dregið í efa að hún tilheyrði ættbálknum . Hins vegar taldi stofnunin ótrúverðugt að stefnandi og börn hennar væru í hættu á að sæta lífsfórn í heimalandi sínu. Var sá hluti frásagnar hennar því ekki la gður til grundvallar. Taldi stofnunin að stefnandi hefði ekki með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hún hefði ástæðuríkan ótta við ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016. Þá var það niðurstaða stofnunarinnar að stefnandi ætti ekki á hæt tu illa meðferð í heimalandi sínu. Var því hvorki talin ástæða til að verða við umsókn hennar um alþjóðlega vernd á grundvelli 1. né 2. mgr. 37. gr. sömu laga. Við skoðun á því hvort veita ætti stefnanda dvalarleyfi af mannúðarástæðum tók stofnunin fram varðandi heimilisofbeldi, sem stefnandi hefði greint frá að hún hefði sætt af hálfu eiginmanns síns og barnsföður, að þau atvik hefðu átt sér stað á . Þar sem umsókn hennar hefði verið tekin til efnismeðferðar tæki athugun stjórnvalda aðeins til aðstæðn a í heimaríki hennar. Ljóst væri að stefnandi hefði aðgang að heilbrigðisþjónustu í heimaríki sínu og jafnframt væri hún ekki í meðferð hér á landi sem óforsvaranlegt væri að rjúfa. Hefði stefnandi ekki sýnt fram á aðstæður sem næðu því alvarleikastigi að hún og börn hennar hefðu ríka þörf á vernd, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga nr. 80/2016. Þá væri það mat stofnunarinnar að endursending stefnanda til bryti ekki gegn 42. gr. laganna. Í ákvörðunum Útlendingastofnunar í málum barna stefnanda er vísað til 5. mgr. 37. gr. laga um útlendinga um að hafa skuli það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi og líta við það mat til öryggis þess, velferðar og félagslegs þroska. Fram kemur að vegna ungs aldurs barnanna hafi ekki verið tekin sjálfstæð viðtöl við þau, en v ísað er til framburðar stefnanda og niðurstöðu um umsókn hennar. Var það niðurstaða stofnunarinnar að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að þau fylgdu foreldri sínu (stefnanda) til . Ákvarðanir Útlendingastofnunar voru kærðar til kæru nefndar útlendingamála. Með úrskurði kærunefndar útlendingamála 25. júlí 2019 voru ákvarðanir stofnunarinnar í málum allra stefnenda staðfestar og lagt fyrir stefnendur að hverfa af landi brott. Var þeim veittur 30 daga frestur til þess að yfirgefa landið sjálfviljug. Í úrskurði kærunefndar útlendingamála um mál stefnenda allra kemur m.a. fram að stefnandi hafi ekki lýst atburðum frá dvöl hennar í heimaríki sínu sem teljist til ofsókna í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. la ganna. Í þeim gögnum sem kærunefnd hefði kynnt sér kæmi fram að blóðfórnir væru bannaðar samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það gætu blóðfórnir átt sér stað í leyni í samfélögum á dreifbýlum svæðum landsins. Þá bentu gögn til þess að öllum væri heimilt að nei ta foringjastöðu í ættbálki sínum. Við leit kærunefndar að upplýsingum um hefðir innan ættbálksins á veraldarvefnum, og þá einkum þar sem mannfórnir ættu að eiga sér stað, hefðu einungis fundist upplýsingar, s.s. í fréttum, blaðagreinum og fræðiritum, sem bentu til þess að blóðfórnir hefðu verið löngu afnumdar í samfélagi og að kærandi ætti ekki á hættu að verða fórnarlamb slíks á heimasvæði sínu, jafnframt því sem kærandi gæti neitað því að verða öldungur. Kærandi hefði ekki lagt fram eða vísað til gagna sem styddu við frásögn hennar af ofangreindu eða sem sýndu fram á að staða hennar og barna hennar væri önnur og verri en ofangreindar skýrslur bentu til. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að stjórnvöld í gætu ekki eða vildu ekki veita kæranda og b örnum hennar vernd, m.a. með því að ákæra eða refsa fyrir þær athafnir sem fælu í sér ofsóknir. Kærandi hefði því raunhæfan möguleika á því að leita ásjár stjórnvalda þar í landi, ef hún teldi sig þurfa á aðstoð þeirra að halda. Varðandi börnin kemur fra m í úrskurðinum að í stjórnarskrá , sem og í lögum um ríkisfang, komi fram að barn sem fæðist erlendis sé sjálfkrafa ríkisborgari ef annað hvort foreldri þess er . Af þessu megi ráða að börnin hafi ríkisborgararétt eins og móðir þeirra. Ö ll börn með ríkisborgararétt eigi rétt á menntun og taki skólaskylda til barna á aldrinum 4 - 15 ára. Þá eigi allir rétt á heilbrigðisþjónustu án endurgjalds á opinberum sjúkrahúsum. Stefnandi hafi greint frá því að hún eigi fjölskyldu í sem hún hefði dvalið hjá fram að 16 ára aldri. Með tilliti til gagna málsins var það mat kærunefndar að börnin hefðu aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu við endursendingu til . Þá ættu þau fjölskyldu í sem stefnandi hefði verið í sambandi við á meðan hún dvaldi á og yrði því gengið út frá að börnin gætu treyst á félagslegan stuðning skyldmenna sinna í . Komst kærunefndin að 5 sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun, þ.e. að stefnandi og börn hennar uppfylltu hvorki skilyrði til að teljast fl óttamenn, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, né að aðstæður þeirra væru þannig að þær féllu undir ákvæði 2. mgr. sömu lagagreinar. Þau ættu því ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi, sbr. 40. gr. laganna. Enn fremur fjallaði kærunefndin um það hvort ástæða væri til að veita stefnendum dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga út frá þeim félagslegu aðstæðum sem biðu þeirra í heimaríki þeirra. Vísaði kærunefnd til þess að í gögnum málsins kæmi fram að ste fnandi ætti m.a. ömmu og afa í heimaríki og að faðir hennar byggi á . Ýmsar umbætur hefðu orðið á félagslega kerfinu í og stæði stefnanda til boða að sækja um félagslega aðstoð þar í landi. Þá hefði hún ekki leitt að því líkur að hún og börn hennar myndu ekki njóta stuðnings fjölskyldu þeirra eða stjórnvalda í þyrftu þau á aðstoð að halda. Þá var vísað til þess að þau myndu hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu í heimaríki og að börnin myndu hafa aðgang að menntun, þegar þau hefðu aldur til. Í viðtö lum við stefnanda hefði ekki annað komið fram en að hún og börn hennar væru við góða líkamlega heilsu og þótt stefnandi hefði verið kvíðin og döpur og væri með einkenni áfallastreituröskunar þá hefði líðan hennar batnað umtalsvert eftir að hafa fengið viðe igandi stuðning frá félagsráðgjafa og sálfræðingi. Var það niðurstaða kærunefndar að stefnandi hefði ekki sýnt fram á aðstæður sem næðu því alvarleikastigi að hún og börn hennar hefðu ríka þörf á vernd líkt og kveðið væri á um í 1. mgr. 74. gr. laga um ú tlendinga. Einnig var tekið fram að við þetta mat hefði kærunefnd litið til hagsmuna barna kæranda í samræmi við 2. mgr. 10. gr. laga um útlendinga. Loks taldi kærunefnd að ákvæði 42. gr. laga um útlendinga stæði ekki í vegi fyrir endursendingu kæranda og barna hennar til heimaríkis. Kærunefnd staðfesti því ákvarðanir Útlendingastofnunar og lagði fyrir stefnanda og börn hennar að hverfa af landi brott. Var þeim veittur 30 daga frestur til að yfirgefa landið sjálfviljug. Með úrskurði 15. ágúst 2019 féll st kærunefndin á beiðni stefnenda um frestun réttaráhrifa úrskurðarins á meðan málið yrði borið fyrir dómstóla. Í úrskurðinum er tekið fram að ekki var fallist á þær málsástæður stefnenda að fjarvera þeirra frá landinu takmarkaði rétt þeirra til að fá endu rskoðun úrskurðarins hjá dómstólum og að njóta þar réttlátrar málsmeðferðar. Þá var tekið fram að athugasemdir stefnenda væru ekki þess eðlis að ástæða væri til að ætla að niðurstaða kærunefndar væri haldin annmarka sem leitt gæti til ógildingar úrskurðari ns. Hins vegar vísaði kærunefnd til þess að reglugerð um útlendinga hefði verið breytt í júlí 2019 vegna þrýstings um að heimila áframhaldandi dvöl tveggja afganskra fjölskyldna hér á landi. Tók nefndin fram að inngrip af þessu tagi væru ekki til þess fall in að skapa jafnræði á milli umsækjenda um alþjóðlega vernd og að ekki yrði ráðið að breytingar á viðmiðum hefðu enn fylgt. Það væri ekki hlutverk kærunefndar að túlka löggjöf og beita matskenndum heimildum sínum á hátt er fæli í sér strangari innflytjenda stefnu en æðsta framkvæmdavald á sviði útlendingamála teldi sig vera í aðstöðu til að fylgja eftir. Á meðan það ástand ríkti væri óheppilegt að framkvæma úrskurði kærunefndar í málum sem vörðuðu börn og telja mætti sambærileg að verulegu leyti þeim málum s em voru kveikjan að umræddri reglugerðarbreytingu, áður en dómur hefði gengið um réttmæti niðurstöðu kærunefndar í slíkum málum. Eins og atvikum væri háttað var því ákveðið að fallast á beiðni stefnenda um frestun réttaráhrifa. Við aðalmeðferð málsins g af stefnandi aðilaskýrslu, en engin vitni voru leidd fyrir dóminn. Verður vikið að framburði hennar eftir þörfum í niðurstöðukafla. II Málsástæður stefnenda Af hálfu stefnenda er byggt á því að úrskurður kærunefndar útlendingamála og ákvarðanir Útlendin gastofnunar brjóti í bága við 1. mgr. 41. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga vegna hættu sem að þeim steðji í . Vísað er til meginreglu þjóðaréttar um að óheimilt sé að senda fólk þangað sem líf og frelsi þess sé í hættu sem birtist meðal annars í 33. g r. samnings um réttarstöðu flóttamanna frá 1951. Vegna sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar þar í landi myndi það meðal annars fela í sér brot gegn 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu og 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. 6 Jafnframt byggir stefnandi á því að úrskurður kærunefndar útlendingamála og ákvarðanir Útlendingastofnunar brjóti í bága við meginreglur stjórnsýslurétt ar, einkum lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og rannsóknarregluna, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 80/2016. Mat kærunefndar á því hvort stefnandi teljist flóttamaður í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016, sem bygg ir á A - lið 1. gr. flóttamannasamningsins, sé efnislega rangt. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni við það mat sitt. Einungis sé litið til almennra aðstæðna í en ekki litið nægjanlega til einstaklingsbund inna aðstæðna stefnanda. Þau gögn sem Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála byggja á varpa einungis ljósi á aðstæður almennt en engu ljósi á aðstæður einstaklinga í sömu stöðu og stefnandi og börn hennar. Byggt sé á því að skortur á rannsókn má lsins á báðum stjórnsýslustigum feli í sér verulegan ágalla og varði ógildingu. Í 196. mgr. handbókarinnar um réttarstöðu flóttamanna frá 1979, útgefinni af Flóttamannstofnun Af þessu leiðir að þótt sönnunarbyrðin hvíli á umsækjanda þá er það sameiginleg skylda umsækjanda og viðkomandi stjórnvalds að komast að raun um staðreyndir málsins og að meta þær sem stjórnvaldsákvörðun sé, þ eim mun strangari kröfur verði að gera til rannsóknar á þeim atvikum er leiða til niðurstöðunnar. Stefnandi sé fædd og uppalin í þorpi er nefnist sem sé rétt fyrir utan borgina í suðurhluta . Þar hafi hún búið uns hún þurfti að flýja heimaríki sitt 16 ára að aldri. Hafi hún flúið til ásamt föður sínum, stjúpmóður og dóttur stjúpmóðurinnar en faðir hennar hafi verið búsettur á á þessum tíma. Stefnandi sé kristinnar trúar og tilheyri ] ættbálkinum í en flótta hennar megi einkum rekja til ættbálkahefða. Stefnandi hafi verið nauðbeygð til þess að flýja heimaríki sitt þar sem til hafi staðið að fórna henni. Í ættbálki stefnanda ríki skipulag í formi píramída þar sem karl - og kvenöldun gur séu efst á píramídanum. Elsta dóttir kvenöldungsins beri þá skyldu að vera næst móður sinni og sé alin upp með það að markmiði að taka við stöðu móður sinnar sem kvenöldungur. Hefðin sé sú að elstu dóttur tilvonandi kvenöldungs beri að fórna og því haf i átt að fórna stefnanda. Ömmu stefnanda hafi verið falið að taka að sér hlutverk kvenöldungs þar sem langamma hennar hefði verið kvenöldungur, en amma og móðir stefnanda hefðu báðar neitað að taka þátt í valdapíramída ættbálksins. Vegna þessa hafði amma stefnanda verið útskúfuð af fjölskylduheimilinu. Móðir stefnanda hafi heldur ekki viljað sinna þessu hlutverki og hafi hún því flúið þorpið þegar stefnandi var aðeins sex ára gömul. Fórnin fari fram með þeim hætti að viðkomandi stúlkubarn, sem eigi að fór na, sé sett í hásæti og æðar hennar skornar svo henni blæði út. Eftir andlát stúlkubarnsins sé líkami þess notaður í fórnarathöfn sem sé liður í hefð ættbálksins. Stefnandi telji að yfirvöld í geti ekki veitt henni nauðsynlega vernd enda skipti lö greglan sér ekki af hefðum ættbálka. Þá væri einnig ómögulegt fyrir stefnanda að flytja innanlands í þar sem ættbálkur hennar gæti auðveldlega fundið hana og börn hennar hvert sem hún færi í landinu. Þá nefnir stefnandi að hún hafi búið við mikið ofbe ldi eftir að hún flúði til , fyrst af hálfu stjúpmóður sinnar og síðar af hálfu eiginmanns. Af hálfu stefnenda er bent á að samkvæmt skýrslu kanadísku flóttamannastofnunarinnar sem vísað er til í úrskurði kærunefndar sé ekki einrómur meðal fræðimanna um það hvort blóðfórnir eigi sér enn stað í ættbálkasamfélagi . Sé vísað til þess að slíkar leynilegar blóðfórnir eigi sér einkum stað í suðurhluta . Samkvæmt sömu skýrslu sé ekki til staðar neitt öryggisnet fyrir einstaklinga sem vilja neita foringj astöðu í ættbálki sínum. Þannig sé ekki hægt að fullyrða um afleiðingar þess að hafna slíkri stöðu innan samfélagsins. Kærunefndin hafi eingöngu fjallað með almennum hætti um hefðir ættbálksins og lagaumgjörð landsins án þess að fjalla með rökstuddum og ít arlegum hætti um þær aðstæður sem bíða fjölskyldunnar í . Í greinargerð sinni fyrir kærunefnd útlendingamála hafi stefnandi gert margvíslegar athugasemdir við rannsókn og trúverðugleikamat Útlendingastofnunar. Stefnandi hafi verið skýr og trúverðug að öllu leyti, en stofnunin hafi gert lítið úr frásögn hennar og vísað til úreltra heimilda máli sínu til stuðnings. Öll meðferð málsins hjá kærunefnd útlendingamála sé einnig því marki brennd að brotnar hafi verið 7 meginreglur stjórnsýsluréttar og þá sérstakl ega rannsóknarreglan. Byggja stefnendur á því að brot gegn stjórnsýslureglum við málsmeðferð á máli þeirra feli í sér verulegan annmarka, bæði út frá almennum og sérstökum mælikvarða. Hefði mál þeirra verið nægjanlega upplýst megi allt eins vera að niðurst aðan hefði orðið önnur. Þá byggja stefnendur á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga þar sem ofsóknir í garð stefnanda megi rekja til trúarbragða hennar og aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi, þ.e. hópi kvenna, sbr. b - og d - lið 3 . mgr. 38. gr. laga um útlendinga. Í skýrslu Evrópuráðsins um kynbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd segir að konur geti m.a. orðið fyrir ofsóknum ef þær fylgja ekki þeirri félagslegu - , trúar - eða menningarlegu hegðun sem ætlast er til af þeim í samfélagi nu. Stefnandi hafi flúið heimaríki sitt til þess að losna undan hefðum ættbálksins þar sem hún eigi á hættu að verða fórnað vegna kyns hennar. Sá einstaklingur sem stýrir fórnarathöfninni sé eins konar æðsti prestur sem sjái anda liðinna. Af þeim sökum byggir stefnandi einnig á því að hún búi við ástæðuríkan ótta við ofsóknir af trúarlegum ástæðum. Stefnandi óttist öldungana í ættbálknum sínum sem muni án efa fórna henni, verði henni gert að snúa aftur til . Stefnandi geti ekki treyst á vernd yfirval da eða lögreglu þar sem þau skipti sér ekki af ættbálkamálum, sem talin séu einkamál fjölskyldunnar eða hvers ættbálks fyrir sig. Stefnandi telji að hún og börn hennar uppfylli einnig skilyrði 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Raunhæf ástæða sé til að ætla að þau eigi á hættu pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu verði þeim gert að snúa aftur til . Stefnandi kveðst hafa misst öll tengsl við ömmu sína þremur mánuðum eftir að hún kom til Íslands og viti ekki hvort hún sé lífs e ða liðin. Í öllu falli sé amma hennar ekki í stöðu til þess að styðja við einstæða móður með tvö ung börn enda hafi hún sjálf verið útskúfuð af fjölskylduheimilinu. Stefnandi eigi engan annan að í . Þannig geti kærunefnd útlendingamála ekki byggt á því að fjölskyldan geti treyst á félagslegan stuðning skyldmenna sinna í . Stjórnvöldum beri einnig að líta til þess að stefnandi hafi búið á í u.þ.b. 10 ár áður en hún kom til landsins. Börn hennar hafi því aldrei búið í . Verði stefnanda og börnum hennar gert að snúa aftur til heimaríkis telji þau að það brjóti gegn grundvallarreglu þjóðaréttar um non - refoulement , sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga, auk þess að slík ákvörðun brjóti í bága við 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár Íslands, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og einnig 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna. Stefnendur byggja á því að skilyrði séu einnig uppfyllt til þess að veita þeim dvalarleyfi á gru ndvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Vísað er til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum um útlendinga, þar sem fram komi að með erfiðum félagslegum aðstæðum sé m.a. átt við aðstæður kvenna sem ekki fella sig við kynhlutverk sem sé hefðbundið í heimaríki þeirra og eigi á hættu útskúfun eða ofbeldi við endurkomu. Með almennum aðstæðum sé m.a. vísað til alvarlegra aðstæðna í heimaríki og sé þar oft um að ræða viðvarandi mannréttindabrot í ríkinu eða þá aðstöð u að yfirvöld veiti þegnum sínum ekki vernd gegn ofbeldisbrotum eða glæpum. Stefnandi sé einstæð móðir. Félagslegar aðstæður hennar í yrðu mjög erfiðar þar sem hún muni hvorki fá aðstoð né stuðning frá yfirvöldum og framfærsla barna hennar verði ekki t ryggð þar í landi. Stefnandi hafi verið ung að aldri er hún flúði og börn hennar hafi aldrei komið þangað en samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum og ákvæðum almennra laga eigi að taka sérstakt tillit til barna, hvort sem um sé að ræða fylgdarlaus börn e ða önnur börn. Þannig komi til greina að minni kröfur yrðu gerðar til að börn nytu verndar og fengju dvalarleyfi á grundelli 74. gr. laga um útlendinga. Stefnendur byggja enn fremur á því að þau teljist til einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu, skv . 6. tl. 3. gr. laga nr. 80/2016 og beri stjórnvöldum skylda til að taka sérstakt tillit til þess. Ekki sé að sjá af ákvörðunum Útlendingastofnunar að það hafi verið gert eða hvernig það var gert, þótt tekið sé fram að það hafi verið gert. Í úrskurði kærun efndar útlendingamála sé hins vegar hvergi að finna neina umfjöllun um viðkvæma stöðu fjölskyldunnar og því ómögulegt að segja til um hvort nefndin hafi yfirhöfuð tekið tillit til þessa við úrlausn málsins, eins og skylt sé. Úrskurðurinn sé mjög innihaldsl ítill og ekki af honum að sjá að einstaklingsbundið mat hafi verið lagt á aðstæður stefnenda. Stefnandi hafi orðið fyrir miklu heimilisofbeldi á sem hafi haft skaðleg áhrif á andlega heilsu hennar og glími hún enn við afleiðingarnar. Börn hennar hafi þurft að horfa upp á föður þeirra beita 8 stefnanda ofbeldi og hafi eldra barnið sjálft mátt þola líkamlegt ofbeldi af hálfu föður síns á . Benda ste fnendur á að aðstæður þeirra hafi verið svo alvarlegar að Útlendingastofnun hafi ákveðið að taka mál fjölskyldunnar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2016, sbr. 17. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar. Um sé að ræða undantek ningarheimild sem sé notuð sparlega fyrir einstaklega alvarleg mál. Stefnandi hafi verið í sálfræðimeðferð og lagt fram vottorð sálfræðings um andlega líðan sína, dags. 18. júní 2019. Líðan stefnanda hafi batnað umtalsvert eftir að hafa fengið viðeigandi stuðning frá félagsráðgjafa og sálfræðingi hér á landi. Þannig væri það skaðlegt fyrir andlega heilsu hennar og fjölskyldunnar í heild sinni að rjúfa þá meðferð sem hafin er. Stefnendur byggja á því að líta beri til Samnings Evrópuráðsins um forvarnir o g baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, frá 11. maí 2011, sem fullgiltur hafi verið af hálfu Íslands í apríl 2018, við túlkun réttarheimilda sem lúta að máli þeirra og við meðferð umsókna um alþjóðlega vernd enda leggi samningurinn ríkar skyldur á herðar íslenskra stjórnvalda. Vísa stefnendur sérstaklega til 1., 2. og 3. mgr. 60. gr. og 2. mgr. 61. gr. samningsins, þar sem m.a. sé kveðið á um skyldu samningsaðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir, með lagasetningu eða öðrum hætti, til að trygg ja að viðurkennt verði að kynbundið ofbeldi gegn konum teljist ofsóknir í skilningi samningsins um réttarstöðu flóttamanna frá 1951, til að tryggja að túlkun á öllum forsendum samningsins taki mið af kynjasjónarmiðum, til að gæta kynjasjónarmiða í verklags - og viðmiðunarreglum og umsóknarferli fyrir hælisleit, og loks til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeir ra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Verði stefnanda og börnum hennar gert að snúa aftur til telji þau einnig að það brjóti gegn grundvallarreglu þjóðaréttar um n on - refoulement , sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga, auk þess að slíkt ákvörðun brjóti í bága við 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár Íslands, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og einnig 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna. Stefnendur byggja á því að breytingarreglugerð nr. 638/2019 á reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga sé ekki til þess fallin að skapa jafnræði á milli umsækjenda um alþjóðlega vernd þar sem henni fylgi ekki breytingar á þeim viðmiðum sem niðurstöður mála þeirra byggja á, eins og komi fram í úrskurði kærunefndar um beiðni stefnanda um frestun réttaráhrifa. Rétturinn til jafnrar meðferðar krefjist þess að allir einstaklingar séu jafnir fyrir lögum, án all s misréttis. Bann við mismunun eigi að tryggja að ólíkir einstaklingar í sömu aðstæðum standi jafnir frammi fyrir lögum og komið sé fram við þá á sama hátt, án tillits til sérkenna. Að mismuna börnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með slíku inngripi geti e kki staðist skoðun. Á því er byggt að þarna sé um ólögmæta og ómálaefnalega mismunun að ræða sem fari gegn jafnræðisreglunni í 65. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá vísa stefnendur til 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveld isins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. einnig Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, og byggja á því að það sé ekki börnunum fyrir bestu að snúa til með móður sinni þar sem þau hafa aldrei búið eða verið. Framfærsla þeirra þar sé ót rygg og þau myndu að öllum líkindum búa við verulega erfiðar félagslegar aðstæður. Þá eigi þau það á hættu að verða móðurlaus þar sem móðir þeirra hafi fulla ástæðu til að óttast að verða tekin af lífi í mannfórnarathöfn innan ættbálks hennar. Loks væri þa ð einnig ótæk niðurstaða að gera fjölskyldunni að snúa aftur til vegna aðstæðna móður þar í landi. Loks vísa stefnendur til Handbókar um réttarstöðu flóttamanna þar sem fram komi, á bls. 55 - 56, að í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem umsækjendur um a lþjóðlega vernd séu í, og hversu erfitt geti reynst að leggja fram sannanir, verði að gera minni kröfur til sönnunarfærslu en ella og oft að láta umsækjanda njóta vafans. 9 III Málsástæður stefnda Stefndi mótmælir í greinargerð öllum kröfum og málsás tæðum stefnenda, sem og því að gert hafi verið lítið úr frásögn stefnanda, eins og haldið sé fram í stefnu. Þegar komist sé að niðurstöðu um hvort umsækjandi um alþjóðlega vernd eigi rétt á vernd sé litið til ýmissa sjónarmiða og byggt á þeim gögnum sem l iggja fyrir. Fyrst og fremst sé það framburður umsækjanda um ástæður flótta frá heimaríki sem sé kjarni málsins. Litið sé til gagna sem umsækjandi leggi fram til stuðnings frásögn sinni, ef einhver eru, og þá sé jafnframt stuðst við skýrslur alþjóðlegra st ofnana og samtaka um aðstæður í heimaríki hans. Við mat á umsóknum um alþjóðlega vernd hafi Útlendingastofnun og kærunefnd jafnframt haft til hliðsjónar handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um málsmeðferð og viðmið við mat á umsókn um alþjóðlega vernd ( Handbook and Guidelines on Procedures and Criteria for Determining Refugee Status, Genf 2011). Stefndi vísar til 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og Alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna (einnig nefndur flóttamannasamningurinn) sem fullgiltur var af hálfu Íslands árið 1956. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 80/2016 komi fram að samkvæmt skilgreiningu í A - lið 1. gr. flóttamannasamningsins verði útlendingur að hafa raunverulega ástæðu til að óttast ofsóknir til að skilgreiningin eigi við um hann. Þá segi að ekki sé fyrir hendi samræmd alþjóðleg túlkun á flóttamannahugtakinu sem einstök lönd séu bundin af og því sé það hvers lands að taka afstöðu til þess hvort útlendingur teljist flóttamaður. Hins vegar hafi Fló ttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gefið út handbók þar sem leiðbeiningar séu um túlkun hugtaksins. Þótt ekki sé fyrir hendi einhlít túlkun á flóttamannahugtakinu hafi verið talið að mat á því hvort útlendingur teljist flóttamaður verði að hvíla á hlutlægu m grundvelli. Þannig megi sá sem hafi það mat á hendi ekki láta jákvæða eða neikvæða afstöðu til útlendings eða heimalands hans hafa áhrif á matið. Kjarni flóttamannahugtaksins felist í því að útlendingur hafi ástæðuríkan ótta við að verða ofsóttur og að o fsóknir verði raktar til kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópum eða stjórnmálaskoðana. Þótt umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli njóta vafans upp að ákveðnu marki, verði hann með rökstuddum hætti að leiða líkur að því að ha ns bíði ofsóknir í heimaríki. Frásögn umsækjanda um alþjóðlega vernd og önnur gögn um einstaklingsbundnar aðstæður hans verði því almennt að fá stuðning í hlutlægum og áreiðanlegum upplýsingum um heimaríki umsækjanda, stjórnvöld, stjórnarfar og löggjöf þes s. Þá sé jafnframt litið til sambærilegra upplýsinga um ástand, aðstöðu og verndarþörf þess hóps sem umsækjandi tilheyrir eða sé talinn tilheyra. Eins og sjá megi í ákvörðunum Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar í máli stefnenda, sé þar listi yfir helstu heimildir sem hafi verið rannsakaðar við meðferð máls þeirra. Um sé að ræða skýrslur frá stjórnvöldum í ýmsum ríkjum, alþjóðlegum samtökum og frjálsum félagasamtökum. Það sé alþjóðlega viðurkennt verklag í málum af þessu tagi að líta til slíkra skýrslna. Þá hafi þau gögn sem urðu til frá upphafi málsmeðferðar á umsókn stefnenda um alþjóðlega vernd verið rannsökuð. Stefnandi hafi notið aðstoðar talsmanns við málsmeðferðina á báðum stjórnsýslustigum sem lagt hafi fram greinargerðir fyrir hennar hö nd, þar sem málsástæðum og afstöðu stefnanda voru gerð nánari skil. Stefnandi hafi einnig fengið færi á að koma að gögnum og upplýsingum, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þrátt fyrir að framburður umsækjenda vegi að mörgu leyti þungt í málum þeirra þá sé það ekki ósanngjörn krafa að umsækjandi styðji frásögn sína gögnum, hvort sem það eru gögn sem varða hann persónulega eða önnur almenn gögn sem styðja frásögnina. Eins og fram komi í niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar þá hafi stefnandi A ekki lagt fram nein gögn eða vísað til gagna sem gætu stutt frásögn hennar um þá hættu sem hún telji sig vera í í heimaríki sínu. Stefnandi hafi haft tækifæri á báðum stjórnsýslustigum að vísa í og leggja fram gögn eða upplýsingar sem hún teldi styðja frá sögn sína. Í greinargerð sinni rekur stefndi efni ákvarðana Útlendingastofnunar og úrskurða kærunefndar útlendingamála og gerir rökstuðning þeirra þannig að sínum. Stefndi mótmælir þannig sérstaklega að stefnandi og börn hennar uppfylli skilyrði 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga og því að það myndi brjóta í bága 1. mgr. 42. gr. laganna, 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár Íslands, 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála 10 Evrópu, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og 33. gr. flót tamannasamnings Sameinuðu þjóðanna, ef stefnendum yrði gert að snúa aftur til heimaríkis. Þá sé ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 74. gr. laganna til veitingar dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Stefndi mótmælir því að annmarkar hafi verið á málsmeðferð stjó rnvalda og bendir á að órökstutt sé í stefnu hvaða mikilvægu upplýsingar, sem breytt hefðu getað niðurstöðu málsins, skorti inn í málið. Vegna málsástæðu stefnenda um að þau séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr.. 6. tl. 3. gr. laga nr. 80/2016, vísar s tefndi í almennan texta í ákvörðunum Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar um aðstæður í , þar sem fjallað er m.a. um heilbrigðis - og almannatryggingarkerfið í landinu. Í úrskurði kærunefndar sé sérstaklega tekið fram að á grundvelli sjúkratryggin garkerfis hafi grunnþjónusta, mæðravernd og geðheilbrigðisþjónusta verið gerð gjaldfrjáls. Þá sé þar að finna umfjöllun um félagslega kerfið í og áréttað að fjölskyldan muni hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu og að börn stefnanda muni hafa aðgang að me nntun þegar þau hafi aldur til. Megi sjá í umfjölluninni að kærunefnd hafi tekið afstöðu til stöðu stefnenda í heimaríki þeirra. Stefndi mótmælir sérstaklega málsástæðum um að það væri skaðlegt fyrir andlega heilsu stefnanda og fjölskyldunnar í heild að rjúfa þá meðferð sem hafin sé. Stefndi bendir á að í 36. gr. laga nr. 80/2016 sé aðeins fjallað um það hvort mál eigi að fá efnismeðferð. Varðandi málsástæður stefnenda er lúta að því að breytingarreglugerð nr. 638/2019 á reglugerð nr. 540/2017 um útlend inga sé ekki til þess fallin að skapa jafnræði á milli umsækjenda um alþjóðlega vernd, bendir stefndi á að ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 638/2019 feli í sér að Útlendingastofnun sé heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greinin fjalli um það hvenær taka eigi umsókn t il efnismeðferðar. Í því máli sem hér er til umfjöllunar hafi umsóknir stefnenda verið teknar til efnismeðferðar. Þessi málsástæða stefnanda feli aðeins í sér lögspurningu sem ekki eigi erindi varðandi það sakarefni sem til umfjöllunar sé í þessu dómsmáli . Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 verða dómstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem nauðsynlegt sé til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Stefnendur hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að bera þessa málsástæðu fram. Breytir engu umfjöllun kærunefndar útlendingamála í úrskurði nr. /2019 um reglugerð nr. 638/2019. Að auki bendir stefndi á að með framangreindum úrskurði kærunefndar útlendingamála hafi réttaráhrifum úrskurðar kærun efndar útlendingamála í máli stefnanda og barna hennar frá 25. júlí 2019, nr. /2019, verið frestað á meðan þau rækju mál sitt fyrir dómstólum. Ekki hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár, 11. gr. stjórnsýslulaga eða öðrum þeim réttarheimil dum sem stefnendur vísa til. Þá sé á það bent að ekkert sé fjallað um þetta atriði í ákvörðunum Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli nr. 367/2019. Stefndi mótmælir því að það sé ótæk niðurstaða að gera fjölskyldunni að snúa af tur til eftir að Útlendingastofnun hafi beitt 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2016, sbr. 17. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar. Sú málsástæða stefnenda að lögmætisregla stjórnsýsluréttar hafi verið brotin við meðferð málsins sé ekki rökstudd og sé henni mótmæ lt. Það sé mat stefnda, að öllu framanrituðu virtu, að tekin hafi verið efnislega rétt niðurstaða í máli stefnenda á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu sem og skýrslna og upplýsinga um aðstæður í heimaríki þeirra. Þá sé því vísað á bug að má lsmeðferð stjórnvalda hafi verið haldin annmörkum og að þau hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni. IV Niðurstaða Í framburði stefnanda fyrir dómi kom fram að í aðdraganda þess að hún yfirgaf heimili sitt hjá ömmu sinni og afa í og hélt til til að búa hjá föður sínum, 16 ára gömul, hafi þau þrjú búið við slæmar húsnæðisaðstæður, fátækt og útskúfun af hálfu þorpsbúa sem tengdist því að amma hennar hafði neitað að taka við valdastöðu sem kvenöldungur í ættbálknum og móðir hennar hafði flúið þá söm u skyldu 11 sem gangi í kvenlegg. Ekki varð af framburði hennar ráðið að amma hennar og afi hefðu ákveðið að koma henni úr landi vegna aðsteðjandi lífsógnandi aðstæðna, svo sem yfirvofandi hættu á að lífi hennar yrði fórnað vegna ættbálkahefða, a.m.k. lýsti h ún engum slíkum atvikum, heldur fyrst og fremst bágum félagslegum aðstæðum þeirra. Fram kom að alla vitneskju sína um hefðir ættbálksins hefði stefnandi frá ömmu sinni, þar á meðal um að höfðingi ættbálksins krefðist þess að stefnandi yrði sett á valda stól. Kvaðst hún ekki hafa haft samband við ömmu sína eftir komuna hingað til lands og ekki vita hvort hún væri lífs eða liðin. Amma hennar hefði fyrir brottför hennar til sagt henni að síðast hefði einhver setið á valdastól kvenöldungs tuttugu árum fy rr, þ.e. einhverjum árum áður en stefnandi fæddist. Þá kom fram að við andlát ömmunnar myndu völdin færast til ömmusystur hennar og hennar ættleggs, ef stefnandi hefði þá ekki enn sest á valdastól og varð ekki annað ráðið en að stefnandi teldi sig þá lausa allra mála. Aðspurð hvað hún óttaðist ef hún sneri aftur til með börn sín kvaðst stefnandi óttast um líf sitt og barnanna vegna ættbálkahefðanna, auk þess sem hún óttaðist þær félagslegu aðstæður sem þar biðu hennar og barnanna. Þá kom fram að stefnandi hefði flúið hingað til lands með börnin vegna ofbeldis sem hún hefði sætt á af hálfu eiginmanns síns og föður barnanna. Fram kom að eiginmaður hennar vissi ekki af dvöl þeirra hér á landi og að ófrágengin væru því mál þar í landi varðandi skilnað þeirra og forsjá barnanna. - - - Eins og fram er komið voru mál st efnenda tekin til efnismeðferðar að ákvörðun Útlendingastofnunar, enda þótt fyrir lægi að stjórnvöld hefðu samþykkt viðtöku þeirra og upplýst að þar í landi hefðu þau ótímabundið dvalarleyfi. Helgaðist sú ákvörðun af því að stefnandi og börn hennar vor u talin í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Má ætla að þar hafi mestu ráðið frásögn stefnanda um að hún hefði flúið ofbeldissamband við eiginmann sinn og sú staðreynd að hún var einstæð móðir með tvö ung börn. Athugun stjórnvalda hefur því réttilega snúið að að stæðum sem bíða þeirra í heimaríki þeirra, , snúi þau aftur þangað, en ekki að aðstæðum sem bíða kynnu þeirra á kysi stefnandi að snúa aftur þangað með börnin fremur en til heimaríkis. Málsástæður stefnenda eru raktar ítarlega í kafla II hér að f raman en við munnlegan málflutning af þeirra hálfu var einkum lögð áhersla á fernt. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á þá meginmálsástæðu stefnenda að rannsókn málsins hjá kærunefnd útlendingamála hafi verið ábótavant. Í því efni var við munnlegan málflutnin g fundið að því að kærunefnd hefði m.a. vísað til markaðsefnis minjagripaverslunar á netinu. Er dregið í efa að mat nefndarinnar á heimildum hafi verið forsvaranlegt. Meðal annars var bent á að fræðimenn séu ekki á einu máli um það hvort blóðfórnir tíðkist enn í . Hafnað var mati stjórnvalda á trúverðugleika stefnanda og bent á að stjórnvöld og dómstólar verði að taka mið af menningarmun og láta umsækjanda um alþjóðlega vernd njóta vafa. Í þessu efni lítur dómurinn til þess að ekki verði annað séð en að heildstætt og einstaklingsbundið mat á aðstæðum fjölskyldunnar hafi farið fram af hálfu bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar á ýmsum gögnum, skýrslum og upplýsingum, m.a. varðandi hefðir ættbálksins. Ekki verður séð að ið neinum úrslitum við það mat. Varðandi mat stjórnvalda á því hvort frásögn stefnanda um hættu á að verða fyrir blóðfórn teldist trúverðug, verður ekki séð að því mati sé áfátt að ótti hennar teljist ekki á rökum reistur. Fyrir dómi lýsti stefnandi engum atvikum sem bent gætu til þess að yfir henni hafi vofað blóðfórn er hún hélt til 16 ára gömul. Virðist ótti hennar við blóðfórn einkum byggður á frásögnum ömmu hennar um hefðir ættbálksins og þá væntanlega mestmegnis frásögnum sem stefnandi heyrði er h ún var barn að aldri. Þótt engin ástæða sé til að efa það að stefnandi beri í brjósti ótta um líf sitt, eins og hún segist gera, þá er ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að heildstæðu mati stjórnvalda á frásögn hennar og þeim gögnum sem aflað v ar um ástand í heimaríki hennar, meðal annars um ættbálkahefðir ættbálksins, sé áfátt. Í öðru lagi er fundið að því að ekki sjáist af úrlausnum stofnunarinnar og kæruefndar hvernig tekið hafi verið sérstakt tillit til viðkvæmrar stöðu stefnanda og ba rna hennar. Er vísað til þess heimilisofbeldis sem stefnandi og börn hennar hafi sætt á og gagna málsins um andlega líðan hennar. Eins og fyrr sagði var mál stefnanda og barna hennar tekið til efnismeðferðar með vísan til viðkvæmrar stöðu þeirra að þes su leyti. Af því leiðir að það eru aðstæður í heimaríki, en ekki á , sem réttilega koma 12 til skoðunar í þessu máli eins og áður sagði. Nægilega er ljóst af úrlausnum Útlendingastofnunar og kærunefndar að tekið var mið af fyrirliggjandi gögnum um einstakl ingsbundnar aðstæður stefnanda, m.a. af gögnum um andlega líðan hennar, við heildstætt mat á efni málsins. Í þriðja lagi er fundið að því mati stjórnvalda að skilyrðum 2. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga sé ekki fullnægt. Er fullyrt að stefnan di eigi á hættu að tapa lífi sínu í fórnarathöfn vegna ættbálkahefðar. Eins og fyrr sagði verður ekki séð að áfátt sé því mati stjórnvalda að ótti stefnanda við slíkt sé ekki á rökum reistur. Vísast til þess sem hér að framan segir, varðandi rannsókn málsi ns. Í fjórða lagi er lögð áhersla af hálfu stefnenda á að ekkert sjálfstætt mat hefði farið fram af hálfu Útlendingastofnunar og kæruefndar á hagsmunum barnanna, sbr. 5. mgr. 37. gr. laganna, heldur einungis gengið út frá því að það væri þeim fyrir best u að fylgja foreldri sínu, stefnanda. Nánar tiltekið var á það bent við munnlegan málflutning að stjórnvöld hefðu ekki aflað gagna varðandi börnin, s.s. frá leikskóla þeirra og var um tilefni til slíkrar rannsóknar vísað til þess sem fram kemur í vottorði sálfræðings um andlega líðan stefnanda, dags. 18. júní 2019. Í því vottorði kemur fram að börnin tvö hafi átt nokkuð erfitt til að byrja með og drengurinn sýnt umtalsverð merki um hegðunarvanda, en að bæði börnin hafi sýnt gífurlegar framfarir og mikið haf i dregið úr hegðunarvanda drengsins. Virðist sálfræðingurinn hafa þessar upplýsingar eftir stefnanda. Samkvæmt 5. mgr. 37. gr. laga um útlendinga skal við mat skv. 1. og 2. mgr. greinarinnar, í málum sem varða börn, fylgdarlaus sem önnur, hafa að leiðarlj ósi það sem er barninu fyrir bestu. Við mat á því hvað barni er fyrir bestu skal Útlendingastofnun líta til möguleika barns á fjölskyldusameiningu, öryggis þess, velferðar og félagslegs þroska, auk þess sem taka skal tillit til skoðana barnsins í samræmi v ið aldur þess og þroska. Í 5. mgr. er enn fremur tekið fram að við ákvörðun í máli er varðar hagsmuni barns skal Útlendingastofnun taka skriflega afstöðu til framangreindra atriða samkvæmt grein þessari og skal stofnunin eiga samráð við barnaverndaryfirvöl d við framkvæmd þessarar greinar. Ekki er útskýrt í greininni eða athugasemdum að baki henni hvernig því samráði skuli vera háttað. Í þessu efni er í fyrsta lagi til þess að líta að ekki verður annað séð en að lagt hafi verið mat á hagsmuni barnanna út frá framangreindum sjónarmiðum og hafi eitthvað á það vantað í ákvörðunum Útlendingastofnunar hafi verið bætt úr því í úrskurði kærunef ndar, þar sem m.a. er farið yfir það að börnin hafi eins og stefnandi ríkisborgararétt og muni þau hafa aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu í heimaríki, auk þess sem þar kemur fram að úrræði varðandi félagslega aðstoð séu tiltölulega nýtilkomin. Þ á verður ekki séð að sú ályktun kærunefndar að stefnandi og börn hennar eigi skyldmenni í heimaríki sem kunni að geta veitt þeim félagslegan stuðning sé röng. Í öðru lagi er til þess að líta að ekkert er fram komið í málinu um að börnin, annað hvort þeir ra eða bæði, glími við fatlanir, veikindi eða þroskaraskanir sem ástæða hefði verið til þess að upplýsa nánar um en gert var við málsmeðferð Útlendingastofnunar og kærunefndar. Á umsækjanda um alþjóðlega vernd hvíla skyldur til að aðstoða stjórnvöld við að upplýsa mál. Má ætla að stefnanda, sem naut aðstoðar talsmanns, hefði verið í lófa lagið að benda stjórnvöldum á það teldi hún einhver atvik eða aðstæður fyrir hendi varðandi börnin sem gerðu það að verkum að þörf væri á að afla upplýsinga frá leikskóla þ eirra hér á landi um þroska þeirra, hegðun, líðan eða annað. Verður ekki undir það tekið að framangreint vottorð sálfræðings stefnanda hafi gefið slíkt tilefni til gagnaöflunar af því tagi að rannsókn stjórnvalda verði talið verulega áfátt þar sem það var ekki gert. Með vísan til þess sem hér að framan hefur verið ritað verður að hafna öllum helstu málsástæðum stefnenda sem lúta að því að rannsókn og mati Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála á málinu hafi verið svo verulega áfátt, að brotið ha fi í bága við ákvæði laga um útlendinga, stjórnsýslureglur, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi rannsakað málið eins ítarlega og efni stóðu til, hvort heldur sem varðar einstaklingsbundnar aðstæður stefnenda eð a almennar aðstæður í heimaríki þeirra, og dregið forsvaranlegar ályktanir af gögnum og upplýsingum í málinu. Aðrar málsástæður sem í stefnu er að finna eru haldlausar, s.s. um að ótækt sé að gera stefnanda að snúa aftur til . Út á það ganga framangre indar úrlausnir stjórnvalda alls ekki þótt stefnandi sýnist enn hafa það val að snúa aftur með börnin til , þar sem þau hafa dvalarleyfi, fremur en til heimaríkis síns. Enn fremur er haldlaus málsástæða sem lýtur að breytingareglugerð nr. 638/2019, en h ún sýnist tekin 13 beint úr úrskurði kærunefndar vegna frestunar réttaráhrifa og hefur enga þýðingu að því er séð verður fyrir þær dómkröfur sem hafðar eru uppi í máli þessu. Samkvæmt öllu framanrituðu hefur ekki verið sýnt fram á að úrlausnir Útlendingasto fnunar og kærunefndar útlendingamála séu haldnar nokkrum þeim annmörkum að efni eða formi sem varðað gætu ógildingu þeirra. Verður því að sýkna stefnda, íslenska ríkið, af öllum dómkröfum sem stefnandi hefur uppi af hálfu sjálfrar sín og ólögráða barna sin na í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnendur njóta gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi útgefnu 8. október 2019. Samkvæmt 1. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 ber að greiða allan málskostnað stefnenda úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl, sem þykir hæfilega ákveðin eins og greinir í dómsorði. Við ákvörðun gjafsóknarþóknunar er samkvæmt dómvenju ekki tekið mið af virðisaukaskatti. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af öllum dómkröfum stefnenda, A , B og C , í máli þessu. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl, 1.000.000 króna.