LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. nóvember 2022. Mál nr. 308/2021 : Stilling hf . ( Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður ) gegn þrotabúi Fashion Group ehf. ( Svanhvít Axelsdóttir lögmaður) Lykilorð Verksamningur. Aukaverk. Skuldajöfnuður. Tafabætur. Tómlæti. Útdráttur Þb. F ehf. krafði S hf. um greiðslu eftirstöðva samningsfjárhæðar samkvæmt verksamningi milli aðila auk greiðslu sem það taldi sig eiga rétt á fyrir ýmis auka - og viðbótarverk sem unnin hefðu verið í tengslum við verkið. S hf. hafði uppi gagnkr öfur á hendur þb. F ehf. til skuldajöfnunar vegna útlagðs kostnaðar sem hann taldi sig eiga rétt á vegna ólokinna verka sem F ehf. hefði átt að vinna samkvæmt verksamningnum sem og bóta vegna tafa sem höfðu orðið á verkinu. Í dómi Landsréttar kom fram að í málatilbúnaði S hf. hefði ekki verið gerð grein fyrir því til hvaða tafa á verkinu væri vísað, á hvaða tímabili tafirnar hefðu orðið og fjárhæð kröfunnar ekki verið sundurliðuð með hliðsjón af því, en tafir á verkinu hefðu ekki verið að öllu leyti raktar til atvika er vörðuðu F ehf. Þá yrði ekki annað ráðið en að formlegri kröfu um tafabætur hefði fyrst verið beint til F ehf. þegar nær átta mánuðir voru liðnir frá því að F ehf. tilkynnti S hf. um verklok. Var því talið að S hf. hefði sýnt af sér tómlæti me ð því að tilkynna ekki, þá þegar hann taldi tilefni til, að hann hygðist krefjast tafabóta samkvæmt verksamningnum. Var S hf. gert að greiða þb. F ehf. tilgreinda fjárhæð sem nam eftirstöðvum fjárhæðar verksamnings þeirra auk þess sem fallist var á kröfu þ b. F ehf. um greiðslu fyrir tiltekið aukaverk. Á hinn bóginn féllst Landsréttur á að S hf. gæti nýtt til skuldajöfnunar kröfu um greiðslu útlagðs kostnaðar samkvæmt fjórum reikningum, þar sem um hefði verið að ræða verk sem F ehf. hefði borið að vinna í sa mræmi við verksamning aðila, auk áður dæmds málskostnaðar. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir og Ásmundur Ingvarsson verkfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu t il Landsréttar 11. maí 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2021 í málinu nr. E - 2310/2019 . 2 2 Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi kref st staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Málsatvikum er ítarlega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram tók stefndi að sér að reisa stálgrindarhús fyrir áfrýjanda með verksamningi 8. september 2017. Um var að ræða fastverðssamning og skyldi fjárhæð hans reiknuð miðað við gengi evru og krónu á greiðsludegi eftir nánar tilgreindu fyrirkomulagi. Áfrýjandi hefur ekki greitt alla samningsfjárhæðina og höfðaði stefndi mál þetta til innheimtu eftirstöðva. Að auki krafði stefndi áfrýjanda í héraðsdóm sstefnu um greiðslu sem hann taldi sig eiga rétt á fyrir ýmis auka - og viðbótarverk sem unnin hefðu verið í tengslum við verkið. Áfrýjandi hefur hafnað öllum kröfum stefnda og vefengir útreikninga hans á eftirstöðvum samningsfjárhæðarinnar. Í greinargerð s inni fyrir héraðsdómi gerði hann jafnframt gagnkröfu á hendur stefnda til skuldajafnaðar vegna útlagðs kostnaðar sem hann taldi sig eiga rétt á vegna ólokinna verka sem stefndi hafi átt að vinna samkvæmt samningnum, sem og dagsekta og málskostnaðar vegna f yrri málareksturs milli aðila. 5 Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjanda gert að greiða stefnda eftirstöðvar samningsfjárhæðarinnar að fjárhæð 14.769.907 krónur, auk dráttarvaxta. Að auki var fallist á kröfu stefnda um greiðslu að fjárhæð 1.598.368 krónur fyrir tiltekið aukaverk sem laut að breytingum á stálgrind hússins sem stefndi tók að sér að reisa. Áfrýjandi var á hinn bóginn sýknaður af kröfum stefnda um greiðslu fyrir önnur auka - og viðbótarverk. Þá var talið að áfrýjandi gæti nýtt áður dæmdan málsko stnað milli aðila að fjárhæð 300.000 krónur til skuldajöfnunar við kröfur stefnda en ekki var fallist á aðrar kröfur áfrýjanda um skuldajöfnuð. Stefndi unir niðurstöðu héraðsdóms en áfrýjandi heldur framangreindum kröfum sínum til streitu hér fyrir dómi. 6 S vo sem að framan greinir hefur áfrýjandi gert athugasemdir við útreikning stefnda á eftirstöðvum samningsfjárhæðarinnar. Stefndi telur eftirstöðvar samningsfjárhæðarinnar nema 14.769.907 krónum en áfrýjandi kveður þann útreikning rangan og að auki vanreifa ðan. 7 Stefndi gerði áfrýjanda reikning 25. júlí 2018 að fjárhæð 34.333.295 krónur. Sú fjárhæð var ekki sundurliðuð í reikningnum og takmarkaðar skýringar á henni að finna að öðru leyti en því að hún ber með sér að vera að meðtöldum virðisaukaskatti. Með br éfi lögmanns áfrýjanda 9. ágúst 2018 var reikningnum mótmælt á þeirri forsendu að ómögulegt væri að gera sér grein fyrir því hvers væri verið að krefjast. Gerðar voru ýmsar athugasemdir við reikninginn en þess jafnframt getið að áfrýjandi hefði þegar greit t stefnda 110.127.341 krónu af tilboði hans að fjárhæð 124.897.248 krónur. Beðið væri lokaúttektar á húsinu og því ekki tímabært að gefa út lokareikning fyrir verkinu. Var reikningnum því hafnað. 3 8 Með bréfi lögmanns áfrýjanda til stefnda 21. mars 2019 var vísað til fyrri samskipta aðila um uppgjör og er þar að finna útreikning áfrýjanda á eftirstöðvum samningsfjárhæðarinnar. Samkvæmt því sem þar kemur fram taldi áfrýjandi eftirstöðvar þeirrar fjárhæðar nema 13.592.565 krónum. Eins og reikningsgerð stefnda var háttað verður sú fjárhæð lögð til grundvallar í málinu, enda er hún viðurkennd af hálfu áfrýjanda. Auk þess verður, með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, fallist á þá niðurstöðu að stefndi eigi rétt á greiðslu að fjárhæð 1.598.696 krónur fyrir au kaverk sem laut að breytingum á stálgrind hússins. 9 Áfrýjandi hefur uppi gagnkröfur á hendur stefnda til skuldajöfnunar vegna útlagðs kostnaðar og dagsekta. Með hinum áfrýjaða dómi var sem fyrr segir fallist á að hann gæti nýtt áður dæmdan málskostnað að f járhæð 300.000 krónur til skuldajöfnunar og unir stefndi þeirri niðurstöðu. 10 Krafa áfrýjanda um greiðslu vegna útlagðs kostnaðar að fjárhæð 1.101.504 krónur er byggð á grein 4.4.8 í ÍST 30:2012 þar sem sagði að ef verktaki bætti ekki úr göllum á verki inna n tilgreindra tímamarka væri verkkaupa heimilt að láta gera það á hans kostnað. Stefndi tilkynnti áfrýjanda um verklok 25. júlí 2018 og fór lokaúttekt fram 23. næsta mánaðar. Í fundargerð um lokaúttekt á verkinu var fært til bókar að ljúka yrði vinnu við t ilgreind hönnunargögn auk nokkurra frágangsverka. Er fallist á það með áfrýjanda að um var að ræða verk sem stefnda bar að vinna í samræmi við verksamning aðila. Stefndi varð ekki við áskorunum áfrýjanda um úrbætur að þessu leyti og krefur áfrýjandi hann u m greiðslu útlagðs kostnaðar vegna vinnu við að ljúka verkinu. Áfrýjandi hefur lagt fram fjóra reikninga til grundvallar kröfu sinni frá nafngreindum hönnunar - og verktakafyrirtækjum og er þar í öllum tilvikum tilgreint það verk sem unnið var. Verður falli st á að áfrýjandi geti nýtt kröfu um greiðslu útlagðs kostnaðar samkvæmt þessum reikningum, samtals að fjárhæð 929.810 krónur, til skuldajöfnunar í málinu. Áfrýjandi hefur einnig lagt fram drög að reikningi að fjárhæð 171.694 krónur, vegna ótilgreinds verk s, en ekki er unnt að fallast á að stefnda beri að greiða kröfu áfrýjanda byggða á því gagni. 11 Krafa áfrýjanda um tafabætur að fjárhæð 12.371.991 krónu er reist á 6. gr. verksamnings aðila og nemur hún 10% samningsfjárhæðarinnar, sem var hámarksupphæð tafa bóta samkvæmt því ákvæði. Í málatilbúnaði áfrýjanda er ekki gerð grein fyrir því til hvaða tafa krafan vísar, á hvaða tímabili þær tafir hafi orðið og fjárhæð hennar ekki sundurliðuð með hliðsjón af því, en eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi sýna gög n málsins að tafir á verkinu verða ekki að öllu leyti raktar til atvika sem varða stefnda. Þá er til þess að líta að áfrýjanda bar að tilkynna stefnda tafarlaust þegar hann taldi fram komið tilefni til að krefja hann um tafabætur. Gögn málsins bera með sér að slíkt hafi borið á góma í samskiptum aðila um lokaúttekt á verkinu og uppgjör. Þannig kom fram í fundargerð tæknilegs ráðgjafa áfrýjanda 14. mars 2018, sem barst fyrirsvarsmanni stefnda með tölvupósti 19. sama mánaðar, að egna tímaáætlana, dagsekta og annarra atriða er varða 4 annað ráðið en að formlegri kröfu um tafabætur hafi fyrst verið beint til stefnda með bréfi lögmanns áfrýjanda 21. mar s 2019 en þá voru nær átta mánuðir liðnir frá því að stefndi tilkynnti áfrýjanda um verklok. Verður að telja að áfrýjandi hafi sýnt af sér tómlæti með því að tilkynna ekki, þá þegar hann taldi tilefni til, að hann hygðist krefjast tafabóta samkvæmt verksam ningnum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 664/2016. Samkvæmt framangreindu verður kröfu áfrýjanda um tafabætur hafnað. 12 Með vísan til þess sem að framan er rakið verður fallist á kröfu stefnda um að áfrýjanda verði gert að greiða eftirstöðvar fjárhæðar verksamnings þeirra frá 8. september 2017 og viðbótarverk sem unnið var vegna breytinga á stálgrind hússins sem stefndi tók að sér að reisa. Þá er það niðurstaða dómsins að áfrýjandi eigi rétt á greiðslu úr hendi stefnda vegna útlagðs kostnaðar við að ljúka verkinu, sem komi til skuldajöfnunar við kröfu stefnda, auk þess sem hið sama á við um málskostnað vegna fyrra dómsmáls milli aðila. Verður áfrýjanda gert að greiða stefnda samtals 13.961.451 krónu ( 13.592.565+1.598.696 - 929. 810 - 300.000 ) auk dráttarvaxta. Svo sem að framan greinir gerði stefndi áfrýjanda reikning 25. júlí 2018 fyrir eftirstöðvum samningsfjárhæðarinnar og aukaverkum en fjárhæð kröfunnar var þar lítt reifuð. Var reikningnum hafnað með bréfi lögmanns áfrýjanda 9. næsta mánaðar og stefndi hefur síðar fallið frá ýmsum af þeim kröfum. Í ljósi þessara atvika þykir rétt að miða upphaf dráttarvaxta af fjárkröfu stefnda við þann dag er mál þetta var höfðað í héraði, það er 20. maí 2019 , sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/20 01 um vexti og verðtryggingu. 13 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, Stilling hf., greiði stefnda, þrotabúi Fashion ehf., 13.961.451 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. maí 2019 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 1.800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, má nudaginn 19. apríl 2021 Þetta mál, sem var tekið til dóms 9. mars 2021, höfðar þrotabú Fashion Group ehf., kt. 420407 - 0840, með stefnu birtri 20. maí 2019, á hendur Still ingu hf., kt. 630269 - 0169, Kletthálsi 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðalle ga að stefnda verði gert að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 40.080.592 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 25. júlí 2018 til greiðsludags en til vara frá 23. ágúst 2018 til greiðsludags, en til þrautavara frá uppkvaðningu dóms til greiðsludags. 5 Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 14.982.314 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 25. júlí 2018 til greiðsludags en til vara frá 23. ágúst 2018 til greiðsludags, en til þrautavara frá uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. Málsatvik Stefnandi er þrotabú verktakafyrirtækis sem framleiddi, hannaði og setti upp stál grind ar hús. Með samningi, dags. 8. september 2017, tók stefnandi að sér að fram leiða og setja upp stálgrindarviðbyggingu við starfsstöð stefnda að Kletthálsi 5 í Reykja vík, samkvæmt teikningum frá teiknistofunni Strikið, dags. 19. júlí 2017. Efni samningsins Samkvæmt 1. gr. samningsins, skyldi stefnandi upp færa hönnun frá árinu 2003, framleiða og setja upp stálgrind (burðarkerfi við bygg ingar) ásamt nauð syn legum festingum og te ngingum við þá byggingu sem fyrir var. Hann skyldi fram leiða og setja upp allar utanhúsklæðningar; framleiða og setja upp alla glugga og hurðir, þar með talið þakglugga og innkeyrsluhurðir; fram leiða og setja upp þak með þak rennum og þakstömum; og færa þáverandi gafl vegg úr módullínu 4 yfir í módullínu 5. Stefn andi átti að sjá um alla burð ar þolshönnun, bæði fyrir sökkla og botn plötu sem og fyrir stál grind, auk þess að sjá um alla lagnahönnun fyrir utan raf lagna hönnun og loft ræsti hönnun skv. 1. gr. samn ings. Samkvæmt samningnum skyldi stefndi hins vegar leggja til aðaluppdrætti bygg ingarinnar, tilbúinn steyptan grunn, þar með talið sökkla og botnplötu, með til búnum og inn steyptum sökkulboltafestingum frá stefn anda. Stefndi skyldi slétta j arð vegs fyllingu innan og utan við grunn og slétta keyrslu hæfa fyllingu á lóð. Hann átti að vera búinn að steypa sökkla og botnplötu fyrir reis ingu stálgrindar sem átti að hefjast 6. nóv ember 2017, skv. 5. gr. samningsins. Í ákvæðinu segir einnig að þa ð sé hlut verk bygg ingarstjóra að samræma verkþætti. Til þess að vinna steypuvinnuna hafði stefndi ráðið verktakann Alefli. Sá verk taki var jafnframt byggingarstjóri verksins og átti því að samræma verkþætti. Stefndi hafði einnig tæknilegan ráðgjafa, b ygg - ingar verkfræðing, sem bar fyrir dómi að hann hefði þó ekki talið sig hafa neins konar boðvald og kvaðst hann ekki hafa haft eftirlit með verkinu. Verk þætti skyldi vinna samkvæmt tímatöflu verksins í öðrum við auka við samn ing inn en verk taki átti að skila full unnu verki 15. febrúar 2018. Samkvæmt 3. gr. er samningurinn fastverðssamningur í evrum og að hluta í krónum. Heimilt var að greiða heildarfjárhæð samningsins í krónum miðað við gengi Arion banka á greiðsludegi. Heildarupphæð við undirrit un nam 786.234,99 evrum með virð is aukaskatti og 26.617.998 íslenskum krónum. Stefndi átti að greiða fyrir efni og upp setningu skv. framvindu og efnislista í fyrsta og öðrum viðauka með samn ingnum. Í 6. gr. samningsins var kveðið á um févíti/dagsektir skilaði verktaki ekki verk inu skv. 5. gr. Heildarfjárhæð dagsekta skyldi aldrei nema hærri fjárhæð en 10% af samn ings upphæð. Í ákvæðinu er tekið fram að það gildi ekki verði tafir af völdum ann arra verk taka á vegum stefnda. Samkvæmt 2. gr. samn - ingsi ns gilda ÍST 30:2012, almennir útboðs - og samningsskilmálar um verk fram kvæmdir, að öðru leyti um verkið og réttarsamband stefnanda og stefnda. tilfellum innan þriggja daga frá afhendingu á efni inn á byggingarstað og í verklok upp setn Verksamningnum fylgdu sex fylgiskjöl eða viðaukar. Í fyrsta viðauka, til boði stefn anda í verkið, 6 var verð grund völlur verksins. Þar voru tilgreind eininga verð og ma gn tölur fyrir alla verkliði og efni sem stefnandi bar ábyrgð á. Í til boðinu voru 62 verk liðir. Í tilboðinu voru einnig í ónúmeruðum liðum nokkur f vantar kostnaðarliði og einingaverð, þá skal reikna þá liði sem viðbótarverk/ auka Framvinda verksins Samkvæmt 1. gr. verksamningsins skyldi stefnandi afhenda verkkaupa allar teikn ingar sem kvæmda , árit aðar, innan þriggja vikna frá undirritun samnings. Ritað var undir samninginn 8. september 2017 og átti stefnandi því að afhenda þær eigi síðar en 29. september 2017. Tæpri viku síðar, með tölvuskeyti 5. október 2017, staðfesti stefndi að allar ve rk fræði teikningar undir ritaðar af við kom andi hönnuði lægju fyrir fyrir vegna verks ins. Í bréfinu kom fram að teikningarnar væru áritaðar af arkitekt og komnar inn til bygg ingar full trúa. Eins og áður greinir átti stefndi að steypa sökkla og hafði ráðið verktakann Alefli til þess. Stefnandi átti að útvega sökkulbolta og afhenda þá 10. októ ber 2017. Af gögnum verður ekki ráðið að tafir hafi orðið á því. Alefli átti að vera búinn að steypa sökkla og botnplötu fyrir reis ingu stál grindar sem hefjast átti 6. nóv ember 2017, skv. 5. gr. samningsins. Samkvæmt fram lögðum gögnum áttuðu starfsmenn Aleflis sig á því föstu dag inn 17. nóv em ber að boltarnir væru um 10 cm lengri en þeir ættu að vera. Fyrstu bolt arnir bár ust Alefli í réttri lengd miðviku - dag inn 22. nóv em ber og höfðu þeir fengið þá alla í réttri lengd 24. nóvember. Loka vinnan við uppsteypu sökkla, þ.e.a.s. kant mót og til tekt var ekki unnin fyrr en tveimur vikum síðar, 8. desember. Fyrirsvarsmaður stefnanda ritaði tæknilegum ráðgjaf a stefnda 5. desember og til kynnti að stálið í grindina væri að koma með skipi og óskaði eftir því að fá að geyma stálið á lóð inni að Kletthálsi 5 og þyrfti hún þá að hafa verið jöfnuð. Hann þyrfti jafnvel að fá að geyma eitthvað af stálinu inni í grunni num. Í tölvuskeyti frá Alefli 8. desember segir að vinnu við steypta sökkulveggi og hnalla sé að ljúka og fylling að sökklum að hefjast. Síðan er tekið fram að þar eð það líti út fyrir frost meira og minna næstu tvær vikur leggi Alefli til nýja verktilhög un. Sam kvæmt henni skyldi beðið með að leggja lagnir undir botnplötuna og fín jafna undir plötuna. Vonast var til að því yrði lokið mánudaginn 11. desember en ekki væri þó hægt að lofa því. Í þessari nýju verktilhögun voru ekki settar neinar dagsetninga r um verklok. Sama dag, 8. desember, samþykkti fyrirsvarsmaður stefnanda breytta verk tilhögun. Í henni fólst að áður ákveðinni röð verka var breytt. Í stað þess að hefja reisingu stál grind arinnar eftir að botn platan hefði verið lögð þurfti stefn andi að reisa stál burð ar virkið á sökkla og sökkulbolta án botnplötu en þó þannig að gert yrði ráð fyrir rými til þess að steypa plötuna í síðar, í stað þess að reisa burðar virkið beint ofan á steypta botn plötu sem næði út fyrir veggklæðningar að neðan eins og til boð stefnanda gerði ráð fyrir, sbr. fyrsta viðauka með verksamningi. Tæknilegur ráðgjafi stefnda bar fyrir dómi að það væri betra að steypa botn plöt una eftir að húsið hefði verið reist því þá væri hún undir þaki og við þær aðstæður yrðu gæði vé lslípunarinnar meiri. Verkstaðurinn mun hafa staðið stefnanda til reiðu 12. desember. Með tölvu skeyti 19. desember 2017 tilkynnti stefnandi stefnda að hann teldi sig eiga rétt til fram lengingar verktíma í samræmi við gr. 5.2.3 í ÍST 30:2012 og tilgrein di þann fjölda daga sem hann taldi verkið hafa tafist af völdum verktaka sem stefndi bæri ábyrgð á. Með tölvuskeyti 19. desember, sem var ítrekað 27. desember 2017, óskaði tækni legur ráðgjafi stefnda, sem var þó ekki byggingarstjóri á verkinu, eftir ný rri tíma áætlun frá stefnanda til þess að skipu - leggja mætti og samræma verkþætti. Í skeytinu var fall ist á það að verkið væri tals vert á eftir áætlun en hann teldi að hluta þeirrar seink unar mætti rekja til stefnanda. Hann hafnaði því að verk tím inn y rði framlengdur. Stefnandi hóf uppsetningu stálgrindar hússins 4. janúar 2018. Því verki var lokið eigi síðar en 14. mars 2018. Samkvæmt fund ar gerð af fundi á verkstað þann dag ósk aði stefnandi eftir því að gengið yrði í það verk að ljúka botn plötunni. Hann sagð ist geta unnið að klæðningu utanhúss samhliða því að hún yrði 7 steypt. Talið var að það tæki Alefli þrjár vikur að ljúka jarðlögnum undir botn plötu og steypa hana en það gæti ráðist af veðri. Stefnandi taldi að öllum verk þáttum utanhús s yrði lokið í apríl og þá gæti hann hafið vinnu við verkþætti innanhúss. Alefli lauk ekki steypu vinnu við botn plötu hússins fyrr en 9. maí 2018. Þá hófst þurrk un ar tími steyp unnar sem er tvær vikur. Þegar platan var nægjanlega hörðnuð gat stefnandi fyrst hafið vinnu innanhúss svo sem að færa innvegg úr módúl línu 4 í módúllínu 5. Að sögn stefnanda vann hann á verktíma jafnframt ýmis aukaverk, ýmist að beiðni stefnda eða vegna ann marka á samþykktum stálteikningum frá árinu 2003 hjá bygg ingar ful l trú anum í Reykja vík sem stefnandi átti að fylgja í hönnunaruppfærslu sinni og að útvega skv. samn ingi. Til dæmis hafi reynst nauðsynlegt að breyta inn akst urs dyrum og hanna þær til samræmis við inn keyrsludyr í því húsi stefnda sem fyrir var. Þegar stefnandi hafði lokið verkinu tilkynnti hann stefnda það með tölvuskeyti 25. júlí og boðaði til loka úttektar 31. júlí 2018 í samræmi við 10. gr. samn ings ins. Að sögn stefnanda miðar hann afhendingu hússins við þessa tilkynningu. Erfiðlega gekk að finna tíma fyrir lokaúttekt vegna sumarleyfa framkvæmdastjóra stefnda og tækni legs ráðgjafa hans. Stefnandi sendi stefnda reikning nr. 42 dagsettan 25. júlí 2018 og krafðist greiðslu 34.333.295 króna. Þar af nam uppgjör samningsins 14.982.314 kr. en það sem út af stóð var kostnaður sem stefnandi taldi sig eiga rétt á vegna viðbótar - og auka verka svo og tafa. Að sögn stefnanda tók fjár hæð þessa reiknings mið af afslætti sem hann vildi gefa stefnda í þeirri von að geta lokið uppgjöri án ágreinings, sem hann ótt að ist að stefndi myndi stofna til. Stefn andi áskildi sér rétt til ýtrustu kröfu gerðar síðar. Með tölvupósti 28. júlí mótmælti þáverandi lögmaður stefnda því að tíma bært væri að krefjast uppgjörsgreiðslu því verkinu væri ekki lokið og áskildi ste fnda rétt til þess að mótmæla reikningi nr. 42. Tæpum tveimur vikum síðar, 9. ágúst, gerði þáver andi lög maður stefnda ítarlegri athugasemdir við reikn - ing inn. Í lok bréfs ins segir að til boð stefn anda hafi numið 124.897.248 krónum. Af þeirri fjár hæð hafi stefndi þegar greitt 110.127.341 krónu. Í bréfinu var hvorki minnst á dag sektir né lýst yfir skulda jöfnun. Stefnandi svaraði stefnda með bréfi, dags. 15. ágúst 2018 og mótmælti athuga semdum stefnda við auka - og viðbótar verkum. Lokaúttekt á verk inu fór fram á verkstað 23. ágúst 2018. Samkvæmt fundar gerð af þeim fundi var ólokið fimm þáttum tengdum teikningum. Af verk þáttum átti eftir að setja upp hurðapumpur á göngu - hurðir, að fjar lægja boltafestingar sem til heyrðu gafl vegg sem hafði verið f luttur, að fjarlægja rusl af lóð og afhenda lykla að göngu hurðum. Stefnandi höfðaði mál á hendur stefnda til greiðslu reikningsins með birtingu stefnu 14. september 2018 sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. september. Þáverandi lögmaður st efnda ritaði lögmanni stefnanda bréf 19. september 2018. Þar var vísað til bréfsins frá 24. ágúst og fyrri mótmæli áréttuð þar eð stefnandi hefði ekki enn efnt verksamninginn því þeim atriðum sem voru tilgreind í fundargerð 23. ágúst væri ekki enn lokið. Með tölvuskeyti 1. nóvember 2018 tilkynnti tæknilegur ráðgjafi stefnda að raf virkjar á vegum stefnda væru búnir að leggja raflagnir fyrir hurðamótora. Stefn andi gæti því látið ljúka því verki að stilla mótorana. Dómsmálinu sem stefnandi höfðaði 14. se ptember 2018 var vísað frá að kröfu stefnda með úrskurði 31. janúar 2019. Sáttatilraunir í kjölfarið báru ekki árangur. Fyrir svarsmenn félaganna skiptust á tölvuskeytum af því til efni. Í einu slíku, 8. mars 2019, segir fyrirsvarsmaður stefnda að draga þu rfi frá kröfum stefn anda 12.000.000 kr. dag sektir. Þáverandi lögmaður stefnda ritaði stefnanda bréf 21. mars 2019 þar sem fram kom að hann teldi stefnda ekki skulda stefnanda neitt heldur væri málinu öfugt farið. Í því bréfi var talinn upp útlagður kos tn - aður stefnda vegna ólokinna verka stefn anda og einnig lýst yfir því að stefndi ætti rétt á dagsektum úr hendi stefnanda sem næmu 10% af verksamningi. Hann teldi heildarverð verksamn ings ins í íslenskum krónum vera 123.719.914 kr. Þar af hafi stefndi g reitt 110.127.341 kr. Þetta mál var, eins og áður segir, höfðað með stefnu birtri 20. maí 2019. Bú Fashion Group ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðs dóms Reykja ness 9. janúar 2020 og tók þrotabúið þá við 8 aðild málsins. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi gerir tvær kröfur. Hann krefst aðallega þess sem hann telur fullar efndir heild ar verks ins með viðbótar - og aukaverkum. Til vara krefst hann greiðslu eftir stöðva fast verðs verksamningsins, sem sé í raun krafa um efndir in natura. Stefnandi byggir fyrst og fremst á því að hann hafi uppfyllt þær skyldur sem á honum hvíli samkvæmt samningi við stefnda, auk þess að hafa unnið þau viðbótar - og auka verk sem stefndi óskaði eftir og voru nauðsynleg til þess að ljúka verkinu. Hann eigi því rétt á fullum efndum hvors tveggja. Hann hafi afhent stefnda viðbygginguna full kláraða og tilbúna til notkunar 31. júlí 2018. Stefndi hafi ekki bent á neina galla á verk inu sem geti hindrað eðli lega nýt ingu húss ins. Um aðalkröfu Fjárh æð aðalkröfu nemi eftirstöðvum fjárhæðar skv. 3. gr. samningsins að við bættum viðbótar - og aukaverkum skv. skýringarliðum E, F, G, H og I og 25b, 25, 27, 39 og 44 á lokauppgjörsskjali stefnanda, samtals að fjárhæð 25.098.278 kr. Heildarfjárhæð aðalkröfu nemi því 40.080.592 kr. sem sundurliðast þannig: Eftirstöðvar fastverðs verksamnings 14.982.314 kr. 25: F liður Roof light system external insulation 62m 25b. F liður Roof edge wood materials and strops 27: Internal Wool sandwichpanel 39: B liður Extra container for Roof light system 44: Viðbótarverk vegna gaflglugga og gaflhurðar 500.000 kr. Viðbótartímavinna við uppsetningu án steyptrar plötu 7.262.060 kr. Viðaukagisting og fæði fyrir fimm menn í 48 daga 967.200 kr. Viðauka kranaleiga og leiga á öðrum lyftum í 48 daga 11.844.480 kr. Breytingar á stálgrind, skv. reikningi frá Stálgæðum ehf. 1.598.696 kr. Smákranar ehf., vegnakrana við uppsetningu á innivegg 1.028.610 kr. Samtals (miðað við gengi 125,7) 40.080.592 kr. Aðalkrafa stefnanda byggist á því að hann eigi rétt á að fá fulla greiðslu skv. 3. gr. verksamnings og öll viðbótar - og aukaverk greidd að fullu úr hendi stefnda. Það leiði af almennum reglum kröfuréttar sem og gr. 3.6.2 í ÍST - 30. Aðal krafa stefn anda bygg ist á aukaverkum og viðbótarverkum í skilningi ÍST - 30 en skv. gr. 1.2.19 séu við bót ar verk allar breytingar sem verkkaupi geri á verkinu, eftir að verk samn ingur sé kom inn á. Samkvæmt gr. 1.2.5 í ÍST - 30 sé au kaverk skilgreint sem verk sem sé óhjá kvæmi legt að framkvæma til þess að unnt sé að ljúka verki en sé hvorki getið í verk lýs ingu né magntöluskrá. Stefnandi hafi í einu og öllu unnið verkið samkvæmt samþykktum teikningum og fyrir mælum stefnda. Stefna ndi telji stefnda verða að bera allan halla af frá vikum frá upphaflegri verklýsingu enda hafi allar breytingar farið fram á ábyrgð stefnda sem verk kaupa og að hans beiðni. Ætíð þegar komið hafi upp atvik er vörð uðu breyt ingu eða viðbót á verk inu hafi stefnandi haft sam band við stefnda með tölvu skeyti og bent honum á viðkomandi atvik, kallað eftir við brögðum og bent á mögu legar lausnir eins og greint sé í lýsingu málsatvika. Stefndi hafi sam þykkt allar breyt ingar og viðbætur á fundum á verkstað en da sé ekki hægt að halda verk inu áfram öðru vísi. Samkvæmt lokauppgjörsskjali stefnanda hafi aukaverk fallið til undir eftir far andi verk liðum: 25: F liður Roof light system external insulation 62m 25b: F liður Roof edge wood materials and strops 27: Internal Wool sandwich panel 100 mm El - 60/342 m2+nýtt efni 34,79 39: B liður Extra container for Roof light system 9 Viðbótarverk, þ.e. ný verk sem ekki teljist aukaverk undir upphaflegum verk liðum 1 - 62, séu eftirfarandi (færð sem skýringarliðir E, F, G, H, I og 25b., 25, 27, 39, og 44 í lokauppgjörsskjali): Viðbótarstálhönnun vegna Múrbúðarinnar. Gaflgluggi á gafli og gaflhurð Viðbótartímavinna undirverktaka við uppsetningu á húsi án steyptrar plötu Viðbótargisting, fæði og ferðir, 5 menn í 48 daga Viðau kakranaleiga og og leiga á öðrum lyftum Breytingar á stálgrind í fimm vinnuhurðagötum, samkvæmt reikningi frá Stál gæðum ehf. Viðbótarkranaleiga og leiga á lyftum vegna tafa stefnda á verktíma í 48 daga. Smákranar, sér rafmagnsdrifinn krani við uppsetningu á innivegg að beiðni stefnda, vegna mengunar inn í verslun Stillingar Stefnandi byggi á því að breytingar á verkáætlun og tilhögun verksins vegna van efnda stefnda hafi valdið honum stórauknum kostnaði sem stefnandi eigi rétt á að fá greiddan úr hendi s tefnda. Stefnandi vísar til þess að á verk tím anum hafi hann verið beðinn að breyta stál ramma dyra og hanna þær til samræmis við inn keyrsludyr í því húsi stefnda sem fyrir var. Þær hafi ekki verið í samræmi við stað festa stál burð ar þols hönnun frá árinu 2003 heldur hafi stefndi breytt þeim án þess að breyta burðar - þols hönnun hjá bygg ingar full trúa. Af þeim sökum hafi hönnun stefn anda tekið mið af eldri stál burð ar þols - hönnun en ekki breytingunni. Misræmið hafi ekki upp götv ast fyrr en við upp setn ingu stál grindar húss ins. Stefn andi hafi til kynnt stefnda þetta jafn óðum og hafi stefnda verið gerð grein fyrir kostnaði vegna þessarar breyt ingar með tölvu skeyti 9. mars 2018. Tafir á afhendingu verkstaðarins hafi valdið því að fimm manna v innuhópur, sem var kominn frá Lettlandi til þess að vinna við uppsetningu stálvirkisins, hafi ekki getað hafið vinnu sína á umsömdum tíma. Stefnandi hafi eftir sem áður þurft að standa straum af dvöl þeirra, bæði fæði og uppihaldi, þá daga sem hann hafi ek ki getað nýtt þá í verkið eða önnur verk, alls 48 daga. Kostnaður stefnanda vegna þessa sé 967.200 kr. og sé þá miðað við 1.750 kr. á dag á mann án vsk. vegna gistingar en 1.500 kr. á dag á mann án vsk. vegna fæðis. Breytingar á verkáætlun sem byggingars tjóri hafi tilkynnt 8. desember 2017 hafi kallað á aðra vinnu tilhögun sem hafi fyrst og fremst falist í auk inni vinnu eins og framlagðar vinnu skýrslur sýni. Aukalegar vinnustundir vegna þessa hafi verið alls 901 og hafi stefn andi greitt 6.500 kr. án vs k. á tímann, samtals 7.262.060 kr. með vsk. Gjaldskrá stefnanda samkvæmt samningslið 62 vegna aukaverka sé svofelld: 1.750 kr. vegna gistingar á dag á mann án vsk. 1.500 kr. vegna fæðis á dag á mann án vsk. Tímagjald aukaverka o fyrir verkamenn 3.500 kr. á n vsk. o fyrir iðnaðarmenn 6.500 kr. án vsk. o fyrir kranavinnu 19.900 kr. án vsk. Vegna tafa á verkinu af hálfu stefnda hafi kranar og lyftur stefnanda verið mun lengri tíma á verkstað en stefnandi gerði ráð fyrir í tilboði sínu. Viðbótartími vegna þessa ha fi numið 48 dögum og miðist leiga við 10 tíma á hvern dag, samtals 480 tímar á 24.676 kr. með vsk., alls kr. 11.844.480 með vsk. Þá hefði stefn andi þurft að leigja sérstakan rafmagnskrana að beiðni stefnda við færslu inn veggjar frá línu 4 til línu 5 en tilboð hans hefði miðað við að nýta olíu knú inn lyft ara í eigu stefn anda. Stefnandi byggi á því að tafir á verkinu séu alfarið á ábyrgð stefnda þar eð hann hafi ekki getað afhent verkstað, hvorki á réttum tíma né í því ástandi sem samn ingur kveði á um. Tafir sem stefndi beri ábyrgð á hafi orðið bæði í upphafi, þegar stefn andi átti að fá verk stað afhentan í lok árs 2017, og aftur í apríl 2018, þegar stefn andi hefði þurft að reka á eftir því að stefndi hæfist handa við að steypa botnplötu 10 húss ins. Stefnandi hafi til kynnt stefnda um framlengingu á verk tíma í desember 2017 þegar tafir verktaka á vegum stefnda hafi legið fyrir og stefndi ósk aði eftir því að stefn andi sam þykkti nýja verk áætlun og verk tilhögun. Þetta hafi hann gert í samræmi við gr. 5.2.3 ÍST - 30. Það haggi ekki rétti stefnanda þótt hann kynni að hafa sam þykkt breytta verk áætlun í verki enda leysi slíkt samþykki samn ings aðila ekki undan skyldum sam kvæmt verk samn ingi skv. gr. 3.3.2 ÍST - 30. Tafirnar hafi meðal ann ars bakað s tefn anda stóraukinn kostnað sem hann hafi áskilið sér rétt til þess að krefja stefnda um. Verkinu sé að fullu lokið og stefndi skuldbundinn til þess að greiða fyrir það. Þær mótbárur stefnda að verkinu sé ekki lokið styðjist ekki við rök enda standi ekk ert því í vegi að stefndi nýti húsið á eðlilegan hátt. Stefndi verði að sýna fram á annað. Þá byggi stefnandi einnig á því að stefndi hafi tafið lokauppgjör verksins með fyrir slætti og undanbrögðum og staðið því í vegi að lokauppgjör færi fram. Verk sam n ing num sé því í raun ekki lokið heldur sé hann enn opinn þar eð stefndi hafi neitað að mæta á loka uppgjörsfund eða nokkurn annan fund eftir lokaúttekt 23. ágúst 2018. Af þeim sökum hafi til dæmis ekki verið hægt að ganga endanlega frá verklokaskjali ti l þess að loka samn ingnum. Stefnandi hafi ítrekað reynt að fá stefnda til þess að ganga til fundar í þessu skyni en án árangurs, síðast í mars 2019 eins og tölvu skeyti milli aðila sýni. Um varakröfu Varakrafa stefnanda byggist á því að hann eigi að lá gmarki að fá greitt fyrir verkið samkvæmt 3. gr. verksamnings, án aukaverka. Stefndi hafi sam þykkt og undir ritað samn inginn og sé því skuldbundinn til þess að efna hann, þar með talið að greiða sam þykkt fastverð. Stefnandi hafi upp fyllt samn ings skyl dur sínar og eigi því rétt á því end ur gjaldi sem stefndi samþykkti. Stefnandi byggi varakröfu sína á öllum sömu máls ástæðum og laga rökum og færðar séu fram fyrir aðalkröfu, eftir því sem við eigi. Fjárhæð varakröfu stefnanda miðist við fast verð að f rá dregnum innborgunum stefnda. Fastverð hafi numið 786.234,99 evrum með virðisaukaskatti og 26.617.998 íslenskum krónum og skuli miða við gengi Arion banka á greiðsludegi. Miðað við gengi Arion banka 23. ágúst 2018 nemi fast verð samn ingsins 125.209.655 kr. Sú geng isviðmiðun sé stefnda veru lega hagstæð. Stefndi hafi greitt inn á verkið 110.127.341 kr. og því nemi eftir stöðvar fast verðs samn ingsins 14.982.314 kr. sem sé fjár hæð varakröfu stefnanda. Samkvæmt venju og meginreglu verktakaréttar beri ve rkkaupa að greiða fyrir þann hluta verksins sem hafi verið unninn. Þannig geti stefndi ekki haldið eftir greiðslu fyrir þá hluta verksins sem sannanlega hafi verið unnir þótt ágrein ingur kunni að standa um önnur atriði, svo sem aukaverk eða lokauppgjör. Þ essi regla birt ist einnig í gr. 5.1.4 og 5.1.6 í ÍST 30:2012. Í fyrrnefnda ákvæðinu komi fram sú meg in regla verktakaréttar að greiða beri fyrir verk eftir framvindu þess nema um annað hafi verið samið. Í síðarnefnda ákvæðinu segi að þótt ágrein ingur ve rði um fjár hæð reikn ings heimili það verkkaupa ekki að neita greiðslu á þeim hluta sem sé ekki umdeildur. Aðal skylda stefnanda samkvæmt verksamningi hafi verið að reisa við bygg ingu við Klett háls 5 og það hafi stefnandi gert. Hann eigi því skýlausan r étt til greiðslu fyrir húsið enda hamli ekkert eðlilegri nýtingu þess. Stefnda hafi verið send innheimtuviðvörun 11. ágúst 2018 og aftur 8. mars 2019. Stefnandi telji að frekari inn heimtu til raunir muni ekki bera árangur og því sé nauðsynlegt að höfða mál. Hann verði að fá dóm til þess að geta full n ustað kröfu sína gagnvart stefnda. Um dráttarvaxtakröfu Dráttarvaxtakrafa stefnanda bæði í aðal - og varakröfu miðist við útgáfu reikn ings nr. 42, 25. júlí 2018. Þá hafi stefnandi krafist greiðslu samkvæmt 3. gr. verk samn ings, sbr. annan viðauka, sem sé varakrafa hans. Stefnandi hafi samhliða krafist loka upp gjörs sem miðaðist við afslátt en þó með fyrirvara og áskilnaði um frek ari kröfu síðar. Stefndi hafi því þá þegar getað gert upp verkið og kröfurnar á því tíma marki, að minnsta kosti hvað varðar umsamda samningsgreiðslu skv. 3. gr. samn ings ins. Stefn andi telur því rétt að miða upphaf dráttarvaxta við 25. júlí 2018. Til vara byggi hann á því að dráttarvextir miðist við lokaúttekt verksins sem fór fram 23. ágúst 2018 en til þrauta vara við uppkvaðningu dóms. 11 Um kröfu stefnda um tafabætur Stefnandi hafnar mögulegum kröfum stefnda um tafabætur sem órökstuddum og of seint fram komnum. Tafir á verkinu hafi alfarið verið á ábyrgð stefnda og af hans völdum, einkum vegna tafa við jarðvegsvinnu í grunni hússins og við að steypa sökkla í grunni og botnplötu. Stefnanda verði ekki kennt um neinar tafir á verkinu, þvert á móti hafi stefnandi þurft að reka á eftir stefnda við framkvæmdir til þess að ha lda verkinu gangandi. Sú skylda hvíli á þeim sem hyggist bera fyrir sig vanefndaúrræði samkvæmt megin reglu kröfuréttar að koma þeirri kröfu sinni á framfæri við gagnaðila án ástæðu lauss dráttar. Hafi gagnaðilinn augljósa og brýna hagsmuni af því að fá vitn eskju um það hvort og hvernig viðkomandi aðili hyggist bera fyrir sig vanefnd. Stefndi hafi ekki gert kröfu eða sent tilkynningu um beitingu tafabóta án ástæðu lauss dráttar þrátt fyrir næg tilefni. Líta beri til atvika málsins í heild, hvernig verkin u hafi miðað, sam skipta aðila og ekki síst hvort stefnandi hafi mátt ætla að frávik frá afhend ingardegi væru honum að meinalausu með hliðsjón af áskilnaði hans um lengdan afhend ing ar tíma og töfum á verkinu af hálfu stefnda. Að þessu leyti veg ist hags munir aðila á, annars vegar hags munir verktaka af að krefjast framlengingar og verk kaupa af að krefjast tafabóta. Stefn andi hafi mátt treysta því miðað við málsatvik að stefndi myndi ekki beita tafa bóta úrræði samningsins úr því hann hafði ekki minnst á þau áður en verki lauk. Stefndi hafi haft fullt tilefni til þess að tilkynna stefnanda hefði hann það í hyggju, ekki síst í ljósi þess að stefnandi tilkynnti um rétt til fram leng ingar og gerði athuga semdir við tafir af völdum stefnda. Málsástæður o g lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að í verksamningi aðila, dags. 8. september 2017, hafi stefn andi tekið að sér bæði fram leiðslu, hönnun og uppsetningu stálgrindar, sbr. 1. gr. Hann hafi því borið ábyrgð á því hvernig verkið var unnið og að hönnu n væri full nægj andi. Að sama skapi hafi hann borið ábyrgð á því verði sem hann kynnti stefnda við samn ings gerð ina, í fyrsta viðauka við verksamninginn, og að það endurspeglaði endan legan kostnað miðað við þá hönnun sem stefnandi sjálfur bar ábyrgð á. Í 3. gr. verksamningsins segi að magntölur séu fastar sem og einingar verð. Því sé alfarið rangt að stefnandi hafi getað breytt verði og magntölum á verk tíma, allt á kostnað stefnda og að aðrar og breyttar völlu Samkvæmt staðlinum ÍST 30:2012, sem gildi um verksamning aðila, megi verk taki ekki vinna nein auka - eða viðbótarverk nema samkvæmt staðfestum fyrir mælum verk kaupa, sbr. gr. 3.6.5. Stefndi hafi ekki gefið stefna nda staðfest fyrir mæli um að víkja skyldi frá verksamningi, stefnda til kostnaðarauka, enda hafi stefn andi ekki lagt fram nein gögn um slíkt. Hafi stefnandi orðið fyrir við bótar kostn aði eins og hann haldi fram, umfram það sem hann sjálfur áætlaði á gr und velli eigin hönn unar, geti stefndi ekki borið ábyrgð á því. Þegar af þessum sökum sé mót mælt öllum kröfum stefn anda um greiðslur fyrir aukaverk, sem hafi ýmist komið til vegna hönn un ar galla eða mis taka sem stefnandi beri sjálfur ábyrgð á og/eða áttu að vera innifalin í verk inu sam kvæmt samningi aðila. Af þessum sökum sé alfarið mótmælt aðalkröfu stefnanda, sem feli í sér kröfur um viðbótargreiðslur, umfram samningsverð, vegna tilgreindra aukaverka og breyt inga á magntölum. Vegna tafa sem h afi orðið á frágangi byggingarlóðar og botnplötu þurfi fyrst að árétta að stefnandi hafi skuldbundið sig samkvæmt 1. gr. verksamnings til þess að afhenda verkkaupa allar teikningar sem byggingaryfirvöld krefjist vegna fram kvæmda leyfis, árit aðar, innan þ riggja vikna frá undirritun samnings. Ritað hafi verið undir samninginn 8. september 2017 og hafi stefnandi því átt að afhenda þessar teikn ingar eigi síðar en 29. september 2017. Þessar teikningar hafi stefnandi fyrst afhent stefnda 5. okt ó ber 2017, eða einni viku of seint. Þær hafi þar að auki verið ófull nægj andi að mati byggingarfulltrúa og því hafi þurft að lagfæra þær. Lag færðar teikn ingar hafi stefnandi loks afhent 12. október 2017 eða tveimur vikum síðar en verk samn ingur áskildi. Þessar teikn ingar hafi verið forsenda fram kvæmdaleyfis og þar með forsenda þess að hægt væri að hefja nokkrar aðgerðir á bygg ingarstað. 12 Stefnandi hafi einnig skuldbundið sig með 1. gr. verksamnings til þess að afhenda stefnda sökkul - bolta eigi síðar en 10. október 2017, en þeir hafi þurft að vera til tækir áður en hægt væri að hefja steypuvinnu á sökklum. Sökkulboltarnir hafi hins vegar ekki komið á verkstað fyrr en 17. nóvember 2017 og hafi þá ekki verið í sam ræmi við teikn ingar. Nauðsynlegt hafi verið að lagfær a sökkulboltana, og hafi fyrstu lag færðu boltarnir komið á verk stað 22. nóvember 2017. Þá fyrst hafi stefndi getað hafið steypu - vinnu á sökkl inum. Tafir sem hafi orðið á því að hefjast mætti handa við að steypa sökk ul inn hafi því alfarið verið á ábyrg ð stefn anda. Vegna þeirra tafa sem urðu á steypuvinnu á sökkli hafi verið ákveðið, í sam ráði aðila, að bíða með að steypa botnplötu. Sú leið hafi einkum verið farin að und ir lagi stefn anda sjálfs og vegna hagsmuna hans, þar eð honum hafi legið á að k oma bygg ingarefni á verkstað. Eftir því sem stefndi komist næst hafi það bygg ing ar efni komið til landsins og beint á verk stað 11. desember 2017, en þann sama dag hafi stefndi afhent stefnanda verkstað. Með þessu hafi stefnandi samþykkt fyrir sitt leyt i að steypu vinnu á botn plötu yrði ekki lokið áður en hafið var að reisa stál grind ina, en stefn andi hafi einnig samþykkt það með tölvuskeyti 8. desember 2017. Stefndi hafi þegar gert athuga semdir við kröfu stefnanda um framlengingu verk tíma með töl vuskeyti 27. desember 2017. Í því hafi stefndi tekið fram að hann teldi stefnanda bera ábyrgð á töfum og að hann hafnaði því að stefn andi ætti rétt á leng ingu verktíma og tafakostnaði. Þótt stefnandi hafi fengið verkstað afhentan 11. desember 2017 hafi hann ekki hafið verkið fyrr en 4. janúar 2018, og hvorki gert athugasemdir né sett fyrirvara um hækkun á samn ings verði vegna þeirra tafa sem urðu samkvæmt framansögðu, enda í beinu samhengi við hans eigin vanefndir. Stefnandi hafi ekki þá, frekar en ann ars, upp lýst um nein auka verk sem vinna þyrfti vegna tafanna. Hann hafi ekki heldur fengið stað fest fyrir mæli um að vinna nein slík aukaverk, eins og gr. 3.6.5 í ÍST 30:2012 áskilji. Því hafi stefndi, sem verk kaupi, hvorki fengið tilefni né tækifæri til þess að bregð ast við neinu slíku eða takmarka fyrir sitt leyti aukinn kostnað. Stefndi mót mæli því einnig sem ósönnuðu að stefnandi hafi orðið fyrir raunverulegum auka kostn aði vegna þess ara tafa, umfram þann kostnað sem hann hefði hvort eð er þurf t að bera vegna verks ins þótt það hefði verið unnið á þeim tíma sem upphaflega var gert ráð fyrir í verk - samningi aðila. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem styðji þá forsendu mála tilbúnaðar hans. Verkfundur hafi verið haldinn á verkstað 14. ma rs 2018. Á honum hafi stefn andi til kynnt stefnda að reisingu stálgrindar væri lokið og að hægt væri að hefja vinnu við að ljúka botnplötu og að það yrði ekki verkinu til trafala þótt unnið væri í því sam hliða klæðningarvinnu. Á sama fundi hafi komið fra m að stefnandi teldi að hann yrði út apríl 2018 að ljúka verkþáttum utanhúss. Þess vegna mótmæli stefndi sem ósann aðri þeirri stað hæfingu stefnanda að steypuvinna á botnplötu hafi tafið verkið. Verk taki á vegum stefnda hafi þegar í stað hafið vinnu við að steypa botnplötu, sem var lokið 9. maí 2018. Stefndi mótmæli því einnig sem röngu að stefnandi hafi boðað til lokaúttektar með tölvu skeyti 25. júlí 2018. Hið rétta sé að í því tölvu skeyti hafi stefnandi beðið um fund vegna lokauppgjörs. Hann hafi al drei boðað til loka úttektar, eins og honum hafi verið uppálagt í verksamningi aðila. Stefndi hafi boð að til loka út tekt ar innar sem fram fór 23. ágúst 2018. Samkvæmt öllu framansögðu sé ljóst að allar tafir sem urðu á verkinu frá því sem lagt var upp með í verksamningi hafi alfarið verið á ábyrgð stefnanda og því mót mælt að stefndi eigi að bera af því nokkurn aukakostnað eða tjón. Ekki verði heldur komist hjá því að benda á að kröfur stefnanda um greiðslur fyrir svo kölluð aukaverk séu enn veruleg a vanreifaðar. Fyrra máli stefnanda hafi verið vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar með úrskurði dags. 31. janúar 2019. Í rök stuðn ingi þess úrskurðar hafi verið tekið fram að ekki yrði skýrt ráðið af stefnu hvernig fjárkröfur stefnanda væru fundnar og hver væri grundvöllur þeirra. Þannig væri til að mynda óljóst á hvaða grunni krafist væri greiðslna fyrir við bótar verk. Að mati stefnda hafi ekki verið bætt úr þessum annmörkum nema að tak mörk uðu leyti í þess ari síðari málsókn. Fjárhæðir séu enn á rei ki, óútskýrðar og ósannaðar. Að mati stefnda kunni þetta með réttu að eiga að leiða til frávísunar málsins án kröfu. Í öllu falli megi telja ljóst að stefnandi hafi ekki með nokkru móti sannað að grund völlur sé fyrir kröfum hans um greiðslu vegna aukaverk a. 13 Í þessu samhengi þurfi einnig að árétta að stefnandi hafi ekki krafist við bót ar greiðslna fyrr en með reikningi dags. 25. júlí 2018, eða rúmum fjórum mán uðum eftir að hann lauk við að reisa stálgrindina. Stefndi telji í öllu falli að mögu legar krö fur stefn anda um greiðslur fyrir aukaverk séu fallnar niður fyrir tóm læti séu þær á annað borð til. Að auki hafi þær fjárhæðir sem stefnandi telji sig eiga rétt á breyst ítrekað frá því að framangreindur reikningur var gefinn út, án við hlít andi útskýr inga. Stefndi mót mæli því fjár - hæðum meintra krafna stefn anda vegna aukaverka, sem vanreifuðum og ósönnuðum. Vegna varakröfu stefnanda um greiðslu eftirstöðva fastverðs samkvæmt 3. gr. verk samn ings vísi stefndi til þess að stefnandi hafi ekki lokið verkinu í samræmi við verk samn ing inn og eigi því ekki kröfu um greiðslu eftirstöðva. Lokaúttekt á verk inu hafi farið fram 23. ágúst 2018. Á þeim fundi hafi fulltrúa stefnanda verið greint frá þeim atriðum sem stefnandi hefði ekki lokið, og honum hafði ítrekað verið bent á, svo og að stefndi myndi leita eftir verði frá öðrum í að ljúka þeirri vinnu og skulda jafna þeim kostn aði við uppgjör við stefnanda. Þá hafi verið ljóst að þeir und ir verk takar sem stefnandi hafði fengið til að sinna tilteknum frá gangs verkum vildu ekki lengur vinna fyrir hann, en voru auðfáanlegir til að vinna sömu verk ef stefndi greiddi reikn inginn. Stefnandi hafi fengið 10 daga frest til þess að lag færa önnur atriði, sem hafi komið í ljós við þessa sömu loka úttekt að væri ól okið eða sem stefndi hafði gert ítrek aðar athuga semdir við áður. Stefnandi hafi ekki lokið öllum þeim lag fær ingum innan frests ins. Stefndi hafi því þurft að bera viðbótarkostnað vegna þeirra. Þar eð stefn andi hafi ekki lokið verkinu mótmæli stefndi þ ví að stefnandi eigi kröfu um greiðslu eftir stöðva fast verðs samkvæmt verksamningi. Stefndi geri athugasemdir við útreikning stefnanda á eftirstöðvum fastverðs og mót mæli honum sem ósönnuðum. Það sé rétt að stefndi hafi greitt 110.127.341 kr. Sam kvæ mt samningnum skyldi greitt fyrir áfanga A og áfanga B í evrum, en fyrir efni og uppsetningu í íslenskum krónum. Allir reikn ingar hafi hingað til verið greiddir í íslenskum krónum. Samkvæmt 3. gr. verk samn ings hafi verið heimilt að greiða fyrir verk lið i í evrum í íslenskum krónum og skyldi þá miða við gengi Arion banka á greiðslu degi. Stefndi mót mæli þess vegna þeirri aðferð stefnanda að reikna evru fjár hæðir í heild sinni yfir í íslenskar krónur á gengi dags ins þegar lokaúttekt fór fram, óháð þeim greiðslum sem höfðu þegar verið inntar af hendi og óháð þeirri niðurstöðu loka úttektar að þá hafi verk inu raunar ekki verið lokið, og gera kröfu um mismuninn í íslenskum krónum. Því sé verulega van reifað hjá stefnanda að sú fjárhæð sem hann krefst til v ara sé í raun sú fjár hæð sem eftir standi af fastverði verk samn ings ins. Af því verði stefn andi að bera hall ann. Leiði sú vanreifun ekki til frávísunar vara kröfu stefn anda án kröfu telji stefndi óhjákvæmilegt að hann verði sýknaður af varakröfunni þ ar eð ekki sé komin fram lögfull sönnun fyrir réttri fjárhæð. Stefnanda hafi verið tilkynnt um þann kostnað sem stefndi hafi þurft að bera til þess að láta sjálfur ljúka verkinu, fyrst með bréfi dags. 19. september 2019 og aftur með bréfi dags. 21. mars 2019. Auk þessa hafi stefndi krafist dag sekta sem féllu til vegna tafa sem urðu á afhendingu verksins í samræmi við 6. gr. verk samnings aðila og máls kostnaðar sem stefnandi var dæmdur til að greiða stefnda sam kvæmt úrskurði héraðs dóms frá 31. janúar 2 019. Verði talið að stefnandi hafi yfir höfuð eign ast kröfu til greiðslu eftirstöðva kaup verðs geri stefndi gagnkröfu til skulda jöfn unar vegna útlagðs kostnaðar, sbr. gr. 4.4.8 í ÍST 30:2012, dagsekta og máls kostn - aðar sem nemi liðist þannig: ur . 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, og sund 13.773.495 kr., sbr Útlagður kostn. verkkaupa vegna ólokinna verka verktaka: S. Saga ehf. 198.400 kr. S. Saga ehf. 337.280 kr. Refskegg v/boltaherslu 101.330 kr. Alefli v/úttektar á boltaherslum 171.694 kr. Maggi og Daði, sögun á boltum 292.800 kr. Samtals 1.101.504 kr. Dagsektir 10% þak á verksamningi 12.371.991 kr. 14 Málskostnaður skv. úrskurði Héraðsdóms 300.000 kr. Kröfum stefnanda um dráttarvexti af stefnufjárhæðum í aðal - og varakröfu mót mæli stefndi sem algjörlega vanreifuðum. Dráttarvaxtakrafa sem miðist við útgáfu reikn ings dags. 25. júlí 2018 geti ekki staðist. Þegar hafi verið fjallað um það að kröfur stefnanda hafi á því stigi og síðar verði algjörlega vanreifaðar, sbr . úrskurð Héraðs dóms Reykjavíkur dags. 31. janúar 2019. Krafa um dráttarvexti geti ekki heldur mið ast við dagsetningu lokaúttektar, enda hafi í þeirri úttekt komið í ljós að stefnandi hefði ekki lokið verkinu í samræmi við samning svo sem að framan er re ifað. Niðurstaða Félagið Fashion Group ehf. reisti stálgrindarhús fyrir stefnda á grundvelli svo kall aðs fastverðs - samn ings, dags. 8. september 2017. Stefndi hefur ekki greitt alla samn ingsfjárhæðina. Af þeim sökum höfðaði stefn andi þetta mál. Efti rstöðvar samn ings fjárhæðarinnar svara til varakröfu hans en með aðal - kröfu sinni bætti hann við auka - og við bótarverkum sem hann taldi sig eiga rétt á að fá greitt fyrir. Eftir að málið var höfðað var bú Fashion Group tekið til gjald þrotaskipta og tók það við aðild máls ins til sóknar. Fyrirsvarsmaður Fashion Group ehf. gaf skýrslu fyrir dómi, sem og tæknilegur ráð gjafi stefnda. Stefnandi leit svo á að hann hefði lokið verkinu og sendi stefnda og tækni legum ráðgjafa hans tölvuskeyti 25. júlí 201 8 þar sem hann boðaði til loka út tektar og upp gjörsfundar á verkstað að Klett hálsi 5, einum til tveimur dögum síðar og bað þá að velja fundartíma. Vegna sumarleyfa varð ekki af loka út tekt fyrr en mánuði síðar, 23. ágúst. Sam kvæmt fundargerð þess fund ar var húsið fyllilega hæft til notk unar. Tækni legur ráðgjafi bar fyrir dómi að það hefðu verið gerðar mjög fáar athugasemdir við vinnu gæði Stefnandi hefur því uppfyllt þá samningsskyldu sína að afhenda st efnda bygg ing una sem hann skyldi reisa. Í samræmi við samninginn ber stefnda því að öllu óbreyttu að inna sína skyldu af hendi og greiða eftir stöðvar samningsverðsins. Samningurinn var bæði í krónum og evrum. Meðal annars af þeim sökum greinir málsað ila á um hver sé fjárhæð eftirstöðvanna. Stefnandi krefst 14.982.314 kr. Í bréfi sem þáverandi lögmaður stefnda ritaði stefnanda, 9. ágúst 2018, segir að til boð stefn anda hafi numið 124.897.248 krónum. Af þeirri fjárhæð hafi stefndi þegar greitt 110.127. 341 krónu. Af þessu má ráða að eftirstöðvarnar hafi, að mati stefnda, numið (124.897.248 110.127.341) 14.769.907 kr. Við þá viðurkenningu telst stefndi bund inn og ber því við úrlausn málsins að miða við þessa fjárhæð, enda hafa engin hald bær rök komið fram af hálfu stefnda sem gætu leitt til annarrar niðurstöðu. Stefndi telur sér ekki skylt að greiða þá fjárhæð þar eð hann eigi hærri kröfu á hendur stefnanda sem hann geti nýtt til skuldajöfnunar við kröfu stefnanda. Stefndi til greinir í fyrsta lagi að hann hafi þurft að leggja út 1.101.504 kr. til þess að ljúka þeim verkum sem var ólokið 23. ágúst 2018 þegar lokaúttekt stefnda fór fram. Stefndi hefur lagt fram reikninga fyrir þessum verkum. Þeir eru þó allir haldnir þeim ágalla að engum þeirra fylg ir vinnuskýrsla. Ekki er heldur greint frá því hvernig þessi verk tengjast meintum óloknum verkum stefnanda við hús bygg ing una. Gegn mót mælum stefnanda telur dómurinn því að stefndi geti ekki nýtt þessa reikn inga til skulda jöfnunar við fjárkröfu stefn anda. Stefndi byggir einnig á því að hann eigi fjárkröfu á hendur stefnanda vegna tafa á verkinu sem nemi 12.371.991 kr. Samkvæmt 5. gr. samningsins hafi verkinu átt að vera lokið 15. febrúar 2018 en því sé í reynd ekki lokið. Tafir hafi hlotist af því að stefn andi hafi afhent teikningar of seint svo og sökkulbolta, sem hafi þar að auki ekki verið í réttri lengd. Auk þess sem hann hefði ekki hafið reisingu hússins fyrr en 4. janúar 2018. 15 Gögn málsins sýna að tafir á verkinu verða ekki að öllu leyti ra ktar til atvika sem stefnandi ber ábyrgð á heldur koma þar einnig við sögu atvik sem telja verður á ábyrgð steypuverktakans Aleflis, sem var bæði yfirverkstjóri á staðnum og lög form legur byggingarstjóri verksins. Samkvæmt gögnum málsins krafðist stefnd i ekki tafabóta fyrr en löngu eftir að stefn andi taldi sig hafa lokið verkinu. Meðal gagna málsins eru ekki neinar fundar gerðir byggingarstjóra og ekki verður séð að hann hafi yfirhöfuð haldið neina verk fundi. Verður stefnanda ekki gert að bera hallann af þessu verklagi. Tæknilegur ráðgjafi stefnda ritaði skjal sem hann nefnir fundargerð 14. mars 2018. Í henni segir að halda þurfi sérstakan fund vegna tímaáætlana, dagsekta og annarra atriða varðandi verk lok. Fyrirsvarsmaður stefnanda kannaðist ekki vi ð að þetta hefði verið rætt og hafn aði því að honum hefði verið send fundargerð þar sem þetta hefði verið bókað. Í mál inu liggur ekki fyrir að fundargerðin hafi verið send honum. Auk þess staðfesti tækni legur ráðgjafi stefnda fyrir dómi að það hefði ald rei verið haldinn fundur síðar til þess að ræða tíma áætlanir, dagsektir eða önnur atriði varð andi verklok. Í bréfi sem þáverandi lögmaður stefnda ritaði stefnda 9. ágúst 2018 er hvorki minnst á tafa bætur né skuldajöfnuð. Í bréfi sem lögmaðurinn ritaði stefnda 19. sept em ber 2018 er engu að síður áréttuð krafa frá 9. ágúst um skuldajöfnuð og tafa bætur. Í síð ara bréf inu er hins vegar að hvorugu vikið frekar heldur skorað á stefn anda að ljúka verk inu innan sjö daga frá dagsetningu bréfsins. Það va r ekki fyrr en með bréfi lögmanns síns 21. mars 2019 að stefndi krafð ist tafa bóta. Þá krafðist hann dagsekta sem næmu 10% af samningsverðinu en þak tafa bóta miðaðist við það hlutfall. Stefndi til greindi ekki frá hvaða degi hann teldi þá daga sem verkið hefði tafist en sagði einungis að tafir á verkinu væru svo miklar að þær ættu í raun að vera langtum hærri en þakið samkvæmt verk samn ingi. Dómurinn telur að stefnandi hafi með tölvupósti 25. júlí 2018 tilkynnt stefnda um verklok með því að boða til lo kaúttektar. Það var ekki fyrr en átta mánuðum síðar sem stefndi byggði á því að hann ætti rétt á tafabótum. Hafi stefndi yfirhöfuð átt rétt til tafabóta telur dómurinn að hann hafi glatað þeim rétti með tómlæti sínu við að halda þeim rétti til haga. Dómu rinn telur því að stefndi eigi ekki rétt til tafabóta úr hendi stefnanda sem hann geti nýtt til skulda jöfn unar við kröfu hans. Hins vegar er fallist á að stefndi geti nýtt málskostnað sem honum var dæmdur úr hendi stefnanda 31. janúar 2019 í máli nr. E - 2930/2018, 300.000 kr., til skulda jöfnunar. Réttur stefnanda til greiðslna fyrir viðbótar - og aukaverk Eftir stendur það álitaefni hvort stefnandi eigi rétt á greiðslum fyrir auka - og við bótar verk. Stefndi hafnar því að hann hafi óskað eftir nokkrum auka - eða viðbótarverkum frá stefnanda. Hann byggir á því að stefnandi hafi tekið að sér alverk. Magntölur, útfærsla og verklag sé því á hans ábyrgð. Samkvæmt verksamningnum átti stefndi að sjá um jarðvinnu, leggja jarð vegs lagnir, steypa sökkla og botnplötu. Hann sá einnig um raflagnir og loftræstingu. Að auki réð hann arkitektinn og bygg ing - arstjórann. Dómurinn getur því ekki fallist á að verk samningurinn sé alverks samn ingur. Samkvæmt 3. gr. er hann hins vegar fast verðs samningur þannig að einingarverð og magn á að vera fast. Í samningnum er engu að síður svohljóðandi ákvæði, sem stefnandi kallar F - skýr ing ar ákvæði: ing ar verð, þá skal reikna þá liði sem við bót ar verk/ í samn aði stefndi. Dómurinn telur að þessi ákvæði verði ekki virt að vettugi. Engu að síður telur dóm urinn, að liðir sem sjá mátti fyrir fram að væru nauð synlegir en tilb oðsgjafa yfir sáust ein fald lega, verði ekki sam þykktir á grund - velli þessara ákvæða nema sérstök rök standi til þess. Aukaverk Roof light system external insulation 62 m (25 F) 16 Fyrirsvarsmaður stefnanda bar fyrir dómi að í þessum lið væri átt við ein angrun utan á veggi þakglugga sem stendur upp úr þakinu. Það hafi einfaldlega gleymst að gera ráð fyrir einangrun á veggjum þessa glugga. Að mati dómsins á verktaka, sem er vanur að gera tilboð í reisingu stálgrindar húss og hafði fyrsta hluta hússi ns sem fyrirmynd, ekki að yfirsjást atriði eins og þetta þegar hann gerir tilboð í viðbygginguna. Því fellst dómurinn ekki á að þetta komist að sem auka verk á grundvelli ákvæðisins. Í tilboðsskjalinu er greiðsluliður fyrir þakglugga í lið 57. Hans er þ ví getið í magn töluskránni. Eðlilegt hefði verið að hafa einangrun í þeim lið við gerð til boðsins. Því er ekki heldur unnt að fallast á þetta aukaverk á grundvelli gr. 1.2.5 í ÍST 30. Roof edge wood materials and strops (25b F) Fyrirsvarsmaður stefna nda bar fyrir dómi að þetta væri timbur undir klæðn ingu á þakkantinum sem hefði gleymst að gera ráð fyrir þegar magnskráin var búin til, sem og fest ingar sem þurfti til að festa þær við þakplöturnar sem voru úr stáli. Að mati dómsins á vönum verktaka e kki að yfirsjást atriði eins og þetta þegar hann gerir tilboð í viðbyggingu. Því fellst dómurinn ekki á að þetta komist að sem auka verk á grundvelli skýringarákvæðis F. Í tilboðsskjalinu er greiðsluliður fyrir þakkant í lið 46. Hans er því getið í magn tölu skránni. Eðlilegt hefði verið að hafa timbrið í þakkantinum í þeim lið við gerð til boðs. Því er ekki heldur unnt að fallast á þetta sem aukaverk á grundvelli gr. 1.2.5 í ÍST 30. Internal wool sandwich panel (27) Fyrirsvarsmaður stefnda bar fyri r dómi að í þessu aukaverki væri tilgreind ein angrun fyrir eldþolna innveggi. Það hefði komið fram á óformlegum fundi með fyrir svars manni stefnda að þegar inn - vegg ur inn yrði færður úr línu fjögur í línu fimm myndi svo mikið af þessari einangrun skemma st að það yrði að kaupa svolitla ein angrun aukalega. Fyrirsvarsmaður stefnda hefði óskað eftir því að fyrirsvarsmaður stefn anda keypti viðbótarefni til þess að veggurinn yrði vel einangraður. Ekkert magn sé fært á þennan lið í til boð inu því ekki hafi v erið fyrirséð að þetta þyrfti. Gögn málsins sýna ekki að fyrirsvarsmaður stefnda hafi óskað eftir þessu við bót ar efni. Auk þess eru í tilboði stefnanda tveir liðir fyrir ýmislegt ófyrirséð og jafn framt hefði tilboðsgjafi átt að sjá fyrir að eitthvað a f þessari einangrun kynni að skemm ast við flutning innveggjarins. Þessi liður verður því að teljast vanmat tilboðs gjafa sem verður ekki samþykkt á grundvelli skýringarákvæðis F. Extra container for roof light system (39 B) Fyrirsvarsmaður stefnanda bar fyrir dómi að þegar samningurinn hefði verið gerður hefði ekki verið búið að ákveða hvernig efnið yrði flutt til landsins. Annars vegar hefði verið mögulegt að flytja það í gámum eða hins vegar, flytja allt í einu með stóru skipi. Þeir hafi valið að f lytja efnið með stóru skipi. Þakglugginn hafi hins vegar komið frá öðru landi og úr annarri átt. Því hafi verið ákveðið að flytja hann til landsins með sér gámi. Í samningnum sé ákvæði sem heimili verktaka að breyta flutnings kostn aði þegar nauð syn krefj i. Ekki liggur annað fyrir en að það hafi verið vitað frá upphafi að glugginn kæmi ekki frá sama landi og stálgrindin og klæðningin. Það hafi því verið fyrir sjá an legt að hann yrði ekki fluttur með þeim heldur sjálfstætt. Því hefði verið hægt að gera r áð fyrir þessum þætti í tilboðinu. Viðbótarverk Viðbótarverk vegna gaflglugga og gaflhurðar Fyrirsvarsmaður stefnanda bar fyrir dómi að Múrbúðin hefði tekið viðbygging una sem þeir voru að reisa á leigu og hafi beðið um að settur yrði gluggi og hurð á aust ur hlið hennar. Óskað hafi verið eftir því að stefnandi sæi um það. Þetta hafi staðið til þegar skrifað var undir samninginn en ekki hafi legið fyrir hvernig eigendur Múr búð ar innar hefðu viljað hafa glugga og hurð. 17 Í tilboði stefnanda, í 44. lið búðin. Fellur út andi keypti alla stálhönnun af stálvirkishönnuðum sem eru tilgreindir í verk samn ingnum. Til sönnunar þeim kostnaði s em hann segist hafa haft af þessum verk lið hefur hann ekki fært neina reikninga frá þeim. Umfang þessa liðar er því ósannað. Viðbótartímavinna við uppsetningu án steyptrar plötu Stefnandi byggir á því að breytingar á verkáætlun sem byggingarstjóri ha fi til kynnt 8. desember 2017 hafi kallað á aðra vinnu tilhögun. Framlagðar vinnuskýrslur sýni að v erkið hafi reynst tíma frekara við það að grindin var reist áður en botn platan var steypt og hann hafi þurft að klæða húsið á sama tíma og unnið var við bot n plöt una. Hann eigi rétt á viðbótargreiðslu af þeim sökum. Til þess að dóminum væri kleift að fallast á þessa kröfu gegn mótmælum stefnda hefði stefn andi þurft að leggja fram mat óháðs aðila á því, annars vegar hversu margar vinnustundir hefði tekið a ð reisa húsið hefði það verið reist eftir að botnplatan hafði verið steypt og hins vegar hversu margar vinnustundir tók að reisa húsið með því að botnplötuna vantaði og að hún var steypt á sama tíma og húsið var klætt. Slík matsgerð liggur ekki fyrir og ve rður því að telja fjárhæð þessarar kröfu ósannaða. Fæði og húsnæði fyrir fimm menn í 48 daga Stefnandi byggir á því að tafir á afhendingu verk stað ar ins hafi valdið því að fimm manna vinnuhópur, sem var kominn frá Lettlandi til þess að vinna við up p setn ingu stálvirkisins, hafi ekki getað hafið vinnu sína á umsömdum tíma. Stefnandi hafi eftir sem áður þurfti að standa straum af dvöl þeirra, bæði fæði og uppi haldi, þá daga sem hann hafi ekki getað nýtt þá í verkið eða önnur verk, alls 48 daga. Þe ssi krafa stefnanda er alls ósönnuð og framvinda verksins sýnir ekki að hún eigi rétt á sér. Stefnandi fékk verkstaðinn afhentan 12. desember 2017 og sama dag flutti hann stálið inn á lóðina. Engu að síður hófst hann ekki handa við verkið fyrr en 4. janúar 2018. Í verksamningnum segir að Emimar Ltd. Latvija sjái um uppsetningu á verk stað undir stjórn verktaka. Stefnandi hefur ekki lagt fram neinn reikning frá þeim und ir verktaka sem færir sönnur á þessa viðbótarkröfu stefnanda. Réttmæti hennar er því ó sannað. Kranaleiga og leiga á öðrum lyftum í 48 daga Stefnandi hefur fært sömu rök fyrir því að kranar og lyftur hans hafi verið 48 dögum lengur á verkstað en hann gerði ráð fyrir í tilboði sínu. Til sönnunar þessari kröfu hefur hann þó ekkert fært f ram. Hann hefur ekki sýnt fram á að ekki hefði verið unnt að nýta þessi tæki til annarra verka á meðan sá dráttur varð á verkinu sem stefndi ber ábyrgð á. Þessi viðbótarkrafa telst einnig ósönnuð. Smákranar vegna uppsetningar á innivegg Að mati dómsins átti stefnandi að gera sér grein fyrir því frá upphafi að hann gæti ekki notað krana sem gengi fyrir díselolíu við vinnu inni í rými þar sem fólk væri að störfum. Dómurinn telur að það sé því á hans ábyrgð hafi hann orðið fyrir auka kostn aði við það að s já það ekki fyrir og þurfa að útvega krana sem gengi fyrir raf magni. Breytingar á stálgrind samkvæmt reikningi frá Stálgæðum Stefnandi reisti ekki fyrra húsið, sem þetta hús er viðbygging við, heldur flutti inn efnið í það. Hann ritaði fyrirsvarsmann i stefnda 30. janúar 2018 og gerði grein fyrir því að stálgrindinni, sem hann hefði afhent HSH árið 2003, hefði verið breytt umhverfis vinnuhurðir. Þessi breyting hefði verið gerð til þess að opna mætti iðnað ar hurðir alveg upp að þaki. Allar hurðir sem s tefnandi hefði pantað hefðu miðað við teikningar frá árinu 2003, en á þeim hefðu ekki verið breytingar sem gerðar voru síðar umhverfis hurðirnar. Hann lýsti því að fjarlægja þyrfti stóra bitann yfir hurð þess að hu rðirnar kæmust upp með veggnum. Fyrir svarsmaður stefnda óskaði eftir áætlun á kostnaði við verkið og fyrirsvarsmaður stefn anda aflaði þeirrar áætlunar samdægurs og framsendi hana fyrirsvarsmanni 18 stefnda og tæknilegum ráðgjafa. Hvorki verður séð að fyrirs varsmaður stefnda né tækni legur ráðgjafi hafi hafnað því tilboði eða yfirhöfuð mótmælt því að gengið yrði frá hurðunum eins og gert var í fyrri byggingunni. Stefnandi lagði fram reikning frá Stál gæðum þar sem því er ítarlega lýst hvernig fimm dyrum (hurð agötum) á Kletthálsi 5 hafi verið breytt í febrúar 2018. Dómurinn telur að stefnandi hafi sýnt nægjanlega fram á að þetta verk hafi verið unnið með sam - þykki stefnda, svo og að fjárhæð þess sé nægjanlega sönnuð. Það er því niðurstaða dómsins að stefna ndi eigi rétt til eftirstöðva fastverðs samn ings ins og að við ákvörðun fjárhæðar eftirstöðvanna skuli leggja til grundvallar fjár hæð sem stefndi viðurkenndi í bréfi til stefnanda 9. ágúst 2018. Dómurinn telur stefn anda einungis hafa sýnt fram á réttmæt i eins af þeim auka - og viðbótarverkum sem hann hefur krafist greiðslu fyrir. Dómurinn telur stefnda hafa glatað hugsanlegri kröfu um tafabætur sakir tómlætis en telur hann geta nýtt áður dæmdan málskostnað til skulda jöfnunar við kröfu stefnanda. Fjárhæði rnar sundurliðast þannig: Eftirstöðvar fastverðs samningsins 14.769.907 kr. Aukaverk: breyting á stálgrind 1.598.696 kr. Viðurkenndar eftirstöðvar kröfu stefnanda 16.368.603 kr. Skuldajöfnun stefnda: málskostnaður 31. janúar 2019 300.000 kr. Samanlögð skuld stefnda við stefnanda 16.068.603 kr. Til grundvallar fjárkröfu stefnanda liggur reikningur hans nr. 42 sem hann gaf út 25. júlí 2018. Hann krefst dráttarvaxta frá þeim degi. Samkvæmt 10. grein verksamningsins skyldi lokaúttekt verkkaupa fara fram innan þriggja daga frá verklokum. Fyrirsvarsmaður stefnanda tilkynnti um lokaúttekt með tölvupósti 25. júlí 2018. Vegna sumarleyfa fyrirsvarsmanna stefnda og tækni legs ráð gjafa fór lokaúttekt ekki fram fyrr en 23. ágúst 2018. Samkvæmt 4. gr. verk samn ings ins skyldu greiðslur innlends kostnaðar greiðast innan tveggja vikna frá framlagningu samþykktra reikninga. Með vísan til þessa ákvæðis telur dómurinn að ekki sé unnt að fallast á dráttarvexti frá því reikningurinn var gefinn út. Samkvæmt þ eim tveggja vikna greiðslufresti sem um var samið fellst dóm ur inn á að stefnda beri að greiða stefnanda dráttarvexti frá 8. ágúst 2018. Vegna þessarar niðurstöðu verður, með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að dæma stefnda til þess að greið a stefnanda málskostnað. Með tilliti til umfangs málsins þykir málflutningsþóknun, að meðtöldum virðisaukaskatti, hæfilega ákveðin 1.500.000 kr. Ingiríður Lúðvíksdóttir og Arnaldur Hjartarson héraðsdómarar ásamt Krist birni Búasyni byggingarverkfræðingi kveða upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Stilling hf., greiði stefnanda, þrotabúi Fashion Group ehf., 16.368.603 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 8. ágúst 2018 til 31. janúar 2019 en með dráttarvöxtum af 16.068.603 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.500.000 í málskostnað og er virðisaukaskattur þá með talinn .