LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. apríl 2022. Mál nr. 369/2021 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) ( Lúðvík Bergvinsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Börn. Barnaverndarlagabrot. Sönnun. Ákæra. Miskabætur. Refsiákvörðun. Útdráttur X var sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn A á tímabilinu 2005 til 2014, frá því að hún var fimm ára þar til hún varð um fimmtán ára. Í dómi Landsréttar var rakið að A bæri u m þá háttsemi sem X var gefin að sök en hann neitaði öllum sakargiftum. Lyktir málsins réðust því af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar A annars vegar og X hins vegar. Framburður A var metinn mjög trúverðugur og fékk stoð í ýmsum óbeinum sön nunargögnum, einkum framburði vitna fyrir héraðsdómi og vottorðum og vætti sálfræðinga. Að sama skapi voru fyrir hendi atriði sem drógu úr trúverðugleika framburðar ákærða. Var framburður A því lagður til grundvallar og staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dó ms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, gegn neitun X, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greindi í ákæru. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að þó talið væri sannað að X hafi margsinnis brotið gegn A lægju takmarkaðar uppl ýsingar fyrir um nákvæman fjölda brotanna og yrði X að njóta þess vafa sem uppi var í þeim efnum. Auk þess var litið til þess að sakfellingin tók til skemmra tímabils en greindi í ákæru. X hefði ekki áður unnið sér til refsingar og óútskýrðar tafir orðið á rannsókn málsins. Á hinn bóginn hafi brot X verið gróf, ítrekuð og framin á löngu tímabili sem stóð yfir stóran hluta af barnæsku A. Brotin beindust að brýnum hagsmunum hennar, voru framin af nánum fjölskyldumeðlimi sem hafði algjöra yfirburðarstöðu gagnv art henni og á heimilum þar sem A átti að eiga öruggt athvarf og skjól. Þá bæru gögn málsins með sér að brotin hefðu valdið A miklu tjóni. Brotavilji X hafi verið einbeittur og hann ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Að þessu gættu og að teknu tilliti til dómaframkvæmdar þótti refsing X hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár og hann dæmdur til að greiða A þær miskabætur sem hún krafðist. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 12. maí 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 1. október sama ár. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 29. apríl 2021 í máli nu nr. S - /2020 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök en til vara að refsing verði milduð. Ákærði krefst þess jafnframt að einkaréttarkröf u brotaþola verði vísað frá dómi en til vara krefst hann sýknu. Að því frágengnu krefst ákærði þess að einkaréttakrafa brotaþola verði lækkuð. 4 Brotaþoli, A , krefst staðfestingar héraðsdóms um einkaréttarkröfu sína. 5 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 6 Í málinu eru ákærða gefin að sök kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart brotaþola á árabilinu 2003 til 2014, frá því að hún var um fjögurra ára þar til hún var um fimmtán ára, í , með þeim hætti sem nánar greinir í þremur ákæruliðum. Í fy rsta sinni, á heimili föður hans og móður og á heimili brotaþola, beitt brotaþola ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni og þannig haft vi ð hana önnur kynferðismök en samræði með því að fara með fingur í leggöng hennar, sleikja kynfæri hennar og láta hana veita sér munnmök og að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín, og fróa sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í öðrum ákærulið er honum gefið að sök hafa í eitt skipti í bifreið sinni sagt við brotaþola að hún þyrfti að koma í sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Í þriðja ákærulið er honum gefið blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Er h áttsemin í fyrsta ákærulið talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en háttsemin í öðrum og þriðja ákærulið við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 7 Af hálfu ákærða hafa verið gerðar athugasemdir við að lýsingin í ákæru sé óskýr og geri honum örðugt fyrir um varnir. Í dómaframkvæmd hafa fyrirmæli c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verið skýrð svo að lýsing á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða refsiverðu háttsemi hann sé sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann sé talinn hafa brotið. Ekki megi vera slík tvímæli á því hverjar sakargiftirnar séu að ákæ rða verði ekki með réttu talið fært að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum gegn þeim. Það getur ráðist af brotategund og eðli brots hversu miklar kröfur verða gerðar til nákvæmni 3 í lýsingu á einstökum þáttum verknaðar, svo sem hvaða háttsemi ákæra n lýtur að, lýsingu á fjölda brota og hverju broti fyrir sig, ef ákært er í einu lagi vegna fleiri en eins samkynja brots, verknaðarstað og verknaðarstund. Þó verður að gera þær kröfur til ákæru að hún endurspegli sem best þá háttsemi ákærða sem rannsókn e r talin hafa leitt í ljós. Í sumum tegundum sakamála, svo sem málum vegna brota í nánu sambandi og kynferðisbrota gegn börnum, getur ætluð refsiverð háttsemi verið af ýmsum toga og staðið lengi yfir þannig að erfitt er og jafnvel útilokað fyrir brotaþola a ð greina á milli einstakra tilvika og staðsetja þau eða tímasetja nákvæmlega, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021. 8 Í málinu eru ákærða gefin að sök endurtekin kynferðisbrot gegn barni á löngu tímabili en af frásögn brotaþ ola er erfitt að greina á milli einstakra tilvika og staðsetja þau eða tímasetja nákvæmlega. Ákæran endurspeglar þá háttsemi ákærða sem rannsókn var talin hafa leitt í ljós og ekki verður séð að þar hafi vantað mikilvæg atriði sem upplýsingar lágu fyrir um , sbr. til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar. Verður að telja ákæruna nægilega skýra til að ákærða hafi verið ljóst hvaða refsiverðu háttsemi honum væri gefin að sök og verið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim. Á hinn b óginn verður að þess þó að það verði talið hafa haft áhrif á vörn ákærða, en verjandi hans lagði réttilega til 9 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun við urlaga við broti, sbr. 109. gr. sömu laga. Í máli þessu ber brotaþoli um þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru en ákærði neitar öllum sakargiftum. Ráðast lyktir málsins af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar brotaþola annars vegar og ákærða hins vegar. Við þetta mat geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, einnig haft þýðingu að því marki sem unnt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. Samkvæmt 115. gr. laga nr. 88/2008 skal dómari, við mat á s önnunargildi og trúverðugleika framburðar ákærða, meðal annars huga að ástandi og hegðun hans og stöðugleika í frásögn, og við mat á sönnunargildi vitnisburðar skal dómari meðal annars huga að ástandi og hegðun vitnis við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrle ika í svörum og samræmi í frásögn, sbr. 126. gr. sömu laga. 10 Framburður brotaþola hefur verið stöðugur og samræmi verið í frásögn hennar um þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru og um önnur meginatriði málsins. Við skýrslugjöf fyrir dómi var hún be rsýnilega varfærin og vildi ekki fullyrða um neitt sem hún ekki mundi. Þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að greina frá nákvæmum fjölda og tímasetningu atburða var hún býsna nákvæm um höfuðatriði þeirrar háttsemi sem ákærða er gefin að sök og tilgreindi í sumum tilvikum aukaatriði tengd atburðunum. Virtist hún einlæg í frásögn sinni og metur rétturinn framburð hennar mjög trúverðugan. Frásögn brotaþola fær stoð í ýmsum óbeinum sönnunargögnum, einkum framburði vitna fyrir 4 héraðsdómi sem ítarlega er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Í fyrsta lagi styðja fjölmörg vitni lýsingu brotaþola á þeim samgangi sem var milli ákærða og brotaþola á heimili ömmu og afa brotaþola, heimilum ákærða og heimili brotaþola, sem veitt gat færi á þeim brotum sem ákært er fyrir. Þannig er sannað að brotaþoli hafi dvalið mikið á heimili ömmu sinnar og afa, sem eru foreldrar ákærða, einkum vegna tengsla hennar við ömmu sína, sem var sjúklingur, en ákærði bar fyrir dómi að móðir sín hefði sofið mikið vegna þess á seinni hluta ákærutímabilsi ns. Þá virðist óumdeilt að ákærði hafi vanið komur sínar á heimili foreldra sinna og raunar búið þar tímabundið, auk þess sem lýsing brotaþola á efri hæð hússins, þar sem meðal annars var tölva sem brotaþoli notaði í nokkrum mæli, virðist óumdeild. Ennfrem ur liggur fyrir að brotaþoli var mikið á heimili ákærða, sem var á fleiri en einum stað yfir ákærutímabilið, en ákærði hefur sjálfur lýst því að hún hafi sótt mikið í heimilið og gætt barna hans um tíma. Foreldrar og vinkonur brotaþola báru einnig um barna gæslu brotaþola á heimilinu. B bar meðal annars að brotaþoli hefði alltaf verið að passa, vitnið hefði oft verið með henni í því og ákærði oft verið heima á meðan. C bar einnig að hún og brotaþoli hefðu passað mikið fyrir ákærða og hann hafi yfirleitt komi ð heim á undan eiginkonu sinni. Þá bar D að brotaþoli hafi oft passað heima hjá ákærða auk þess sem fyrir liggja Messenger - samskipti milli ákærða og brotaþola frá júlí 2012 um greiðslu vegna barnagæslu. Loks liggur fyrir að ákærði var nokkuð á heimili brot aþola og bjó þar meðal annars í tvær til þrjár vikur að eigin sögn. 11 Í öðru lagi báru mörg vitni að brotaþoli hefði forðast að vera ein með ákærða. Þannig bar móðir hennar, E , að brotaþoli hefði forðast ákærða og alltaf viljað fá vinkonu með sér er hún fór að passa hjá honum. C kvað sömuleiðis brotaþola alltaf hafa viljað hafa einhvern með sér er hún fór til ákærða til að passa eða hjá honum, þannig að hún færi ekki þangað ein. Brotaþoli hefði oft grátbeðið vitnið um að koma með. F bar einnig að brotaþol i hefði grátbeðið sig um að koma með sér er hún fór til ákærða í því skyni að . Þá bar móðir C , G , að brotaþoli hefði mjög mikið reynt að fá C til að koma og vera með sér er hún fór að passa hjá ákærða, svo að hún væri ekki ein, og hefði jafnvel grátið til þess að reyna að fá C til að koma með sér. 12 Í þriðja lagi koma fram lýsingar í framburði vitna á hegðun og andlegri líðan brotaþola áður en hún bar sakir á ákærða sem styðja við framburð hennar. Þannig lýsti B æskuvinkona hennar að brotaþoli hefði teki ð upp á skrýtnum leikjum, sem vitnið lýsti sem kynferðislegum, og brotaþola hafi þótt eðlilegir en vinkonunum ekki. Þá báru móðir brotaþola, vinkonur hennar og mæður sumra þeirra um mikla breytingu á brotaþola í kringum 13 ára aldur. Hún hafi verið á undan vinkonum sínum með allt, þar á meðal kynlíf og neyslu áfengis, liðið illa og gengið sífellt verr í skóla. Orðaði F það meðal annars svo H kvað hana ha fa skaðað sjálfa sig á tímabili. Fyrir liggur læknisvottorð frá Heilsugæslunni þar sem fram kemur að brotaþoli hafi komið þangað í júlí 2015, er hún var 15 ára, rætt um andlega vanlíðan í tvö ár og í kjölfarið byrjað að taka þunglyndislyf. Þá liggur fyrir greinargerð skólastjóra Grunnskóla þar sem fram kemur að brotaþola hafi hra kað mjög í námi í , ástundun hríðversnað og hún virkað mjög óhamingjusöm. 5 I , umsjónarkennari brotaþola í , bar hjá lögreglu og skýrði nánar fyrir dómi að hún hefði fundið á sér að eitthvað væri að angra brotaþola án þess að geta sagt til um hvað það væri. Þá greindi J , móðir vinkonu brotaþola, frá því að hún hefði gengið á brotaþola fyrir fermingaraldur og spurt hvort eitthvað hefði komið upp á. Henni hefði verið farið að gruna ýmislegt og því hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart er brotaþoli sagði he nni frá þessu árið 2017. Loks báru fleiri en ein vinkona brotaþola um að hún hefði að nokkru leyti sagt frá kynferðisofbeldinu árið 2015, án þess að nefna ákærða. Þannig bar F að á árinu 2015 hefði brotaþoli brotnað niður í partýi á og vitnið tekið han a afsíðis og spurt hvað hefði gerst. Brotaþoli hafi sagt að hún hefði verið misnotuð af frænda sínum sem byggi en síðan ekkert viljað ræða það frekar. C bar einnig að brotaþoli hefði byrjað að segja frá þessu þegar þær voru í kringum 15 ára, liðið rosa lega illa og grátið mikið en ekki nefnt ákærða heldur alltaf sagt að gerandinn væri frændi sinn . H bar ennfremur á sama veg. 13 Í fjórða lagi bera skýrslur vitna með sér að brotaþola hafi reynst mjög erfitt að segja frá árið 2017, liðið þá mjög illa auk þess sem hún hafi sýnt reiði gagnvart ákærða án þess að nokkuð liggi fyrir um að eitthvað annað hafi komið upp á milli þeirra eða í fjölskyldunni. Þannig lýsti móðir brotaþola, E , því að brotaþola hefði liðið hræðilega er hún greindi henni frá þessu, hágrá tið og varla getað talað. Þá hafi hún rifið símann af sér er hún hringdi til X F kvað það hafa verið brotaþola mjög erfitt að segja frá og að hún hefði verið mjög brotin. G kvað brotaþola hafa hágrátið í fanginu á sér þegar hún var að segja frá þessu og C kvað bara eitt og eitt orð hafa komið upp úr henni og mjög erfitt hefði verið að skilja hana. Þá bar D að brotaþoli hefði komið hágrátandi til sín, sagt henni allt og liðið mjög illa, auk þess sem J ba r að þetta hefði verið mjög erfitt fyrir brotaþola. Þá bar eiginkona ákærða, K , að viku eftir að málið kom upp hafi brotaþoli verið mjög ölvuð fyrir utan heimili þeirra, hent hjóli og eggjum í bíl þeirra og öskrað að ákærði skyldi biðjast fyrirgefningar. L oks verður að telja samræmi í meginatriðum í lýsingu brotaþola á atburðum og lýsingu vitna á því sem brotaþoli sagði þeim, þótt ljóst sé að brotaþoli hafi greint vitnunum misítarlega frá. 14 Í fimmta lagi liggja fyrir vottorð og framburður tveggja sálfræðinga sem hittu brotaþola oft og tengja líðan hennar við kynferðisofbeldi. Í vottorði L , sem gefið var út eftir níu viðtöl við brotaþola, segir að viðtölin hafi leitt í ljós fjölmörg vandamál sem þekkt séu meðal þeirra sem sætt hafi kynferðislegri misnotkun í l angan tíma. Fyrir dómi kvaðst L , sem þá hægt að feika, ég get sagt það, þú ve ist, það sem var í gangi, grátur og tár og reiðin og roði M , sem hafði hitt brotaþola sex sinnum er aðalmeðferð fór fram í héraði, segir að brotaþoli hafi uppfyllt greiningarskilmerki allra þátta áfallastreituröskunar samkvæmt grein ingarviðmiðum DSM - 5 og að kynferðisbrotin sem brotaþoli hafi greint frá hafi mikil áhrif á líðan hennar í dag. Fyrir dómi kvaðst M rekja áfallastreituröskunina til kynferðisofbeldisins sem brotaþoli hafi lýst og kvað hana hafa verið mjög skýra í lýsingum. Mjög erfitt hafi verið fyrir hana að fara inn í minningar sínar og hún hafi fengið skýrar martraðir um kynferðisofbeldið. 6 15 Í frambu rði sínum fyrir dómi bar brotaþoli að í fyrsta skiptið sem ákærði braut á henni hafi hún verið þriggja, að verða fjögurra ára, og verið í leik á vefnum leikjanet.is. Brotaþoli varð fjögurra ára í 2003 en samkvæmt gögnum sem ákæruvaldið hefur lagt fyrir Lan dsrétt opnaði nefndur vefur ekki fyrr en í apríl 2005, þegar brotaþoli var fimm ára. Af þessu er ljóst að framburður brotaþola um að hún hafi verið tæplega fjögurra ára í leik á vefnum leikjanet.is getur ekki verið réttur og leiðir þetta til vafa um hvort upphaf ákærutímabilsins sé rétt. Að mati réttarins dregur þetta á hinn bóginn ekki að öðru leyti úr trúverðugleika framburðar brotaþola. Í því sambandi er til þess að líta að brotaþoli var að rifja upp minningar barns, sem var afar ungt að árum, auk þess s em þetta atriði varðar nákvæma tímasetningu á upphafi ákærutímabilsins en ekki lýsingu á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök yfir mjög langt tímabil. Þá breytir þetta engu um það sem að framan er rakið um það sem styður lýsingu brotaþola á þeirri há ttsemi. 16 Framburður ákærða hefur verið stöðugur um að hann hafi ekki viðhaft neina þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er að mestu leyti innbyrðis samræmi í frásögn hans. Fyrir dómi sló hann þó að nokkru leyti úr og í varðandi samskipti sín við brotaþ ola, sagði annars vegar að samskipti hefðu ekki verið mikil þeirra á milli en hins vegar að brotaþoli hafi sótt mikið í hann og fjölskyldu hans og verið tíður gestur. Framburður ákærða litaðist annars af áherslu á að hann hefði ekki haft möguleika á að fre mja þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið einn með brotaþola, sagði hana ekki hafa verið beðna um að passa nema á árinu 2012, að hann hefði ekkert verið heima, að kona hans hafi verið heimavinnandi stóran hluta tímans og komið fyrr heim ef hún var að vinna. Þá kannaðist hann ekki við að brotaþoli og vinkonur hennar hefðu verið að passa og var búin að vinna klukkan 4 á daginn og é g var búinn að vinna klukkan 7, 5 eða 7, þannig framburði eiginkonu ákærða, K , sem bar að brotaþoli hefði ekki passað mikið fyrir þau og hún þá almennt verið heima. Við m at á sönnunargildi framburðar vitnisins er óhjákvæmilegt að líta til þess að hún er eiginkona ákærða, auk þess sem framburður hjónanna um þessi atriði er í ósamræmi við framburð fjölmargra vitna. Þannig báru mörg vitni um barnagæslu brotaþola á heimili ákæ rða, þar á meðal með vinkonum sínum, auk þess sem sum þeirra nefndu veru ákærða þar. Þannig bar B líkt og fyrr greinir, að brotaþoli hefði alltaf verið að passa hjá ákærða, hún hefði oft verið með henni í því og ákærði oft verið heima á meðan, auk þess sem C bar að hún og brotaþoli hefðu mikið passað fyrir ákærða og hann hafi yfirleitt komið heim á undan eiginkonu sinni. Er þessi áhersla ákærða á að hann hafi ekki verið í færi til að fremja brotin, með frásögn um atriði sem eru í ósamræmi við önnur gögn mál sins, til þess fallin að draga úr trúverðugleika framburðar hans. Verður enda að telja sannað, sbr. það sem nánar greinir í mgr. 11 að framan, að samgangur á milli ákærða og brotaþola hafi verið með þeim hætti að fullt færi hafi verið á þeim brotum sem ákæ rt er fyrir. 17 Líkt og að framan er rakið metur rétturinn framburð brotaþola mjög trúverðugan og hann fær talsverðan stuðning í öðrum fyrirliggjandi gögnum og í reynd málsgögnum sem heild. 7 Að sama skapi eru fyrir hendi atriði sem draga úr trúverðugleika fr amburðar ákærða. Samkvæmt þessu og mati dómenda, samkvæmt 115. og 126. gr. laga nr. 88/2008, á framburðum ákærða annars vegar og brotaþola hins vegar telur rétturinn framburð brotaþola mun trúverðugri en framburð ákærða, að hann sé stöðugur og skýr um þau atriði sem máli skipta og fái nægilegan stuðning í öðrum gögnum til að hann verði lagður til grundvallar sakfellingu. Því verður talið hafið yfir skynsamlegan vafa, gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru, þó þannig að tímabil brotanna hafi verið frá 2005 til 2014. Á það við um alla ákæruliði, enda er framburður brotaþola í heild lagður til grundvallar. 18 Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur samkvæmt fyrsta ákærulið fyrir að hafa í fjölda skipta á tímabilinu 2005 ti l 2014 , á heimili ákærða hverju sinni, heimili föður hans og móður og á heimili brotaþola beitt hana ólögmætri nauðung í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni og þannig haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að fara með fingur í leggöng hennar, sleikja kynfæri hennar og láta hana veita sér munnmök og að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín, og fróa sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Verða brotin heimfærð til 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007, sem tóku gildi 4. apríl 2007, og 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, þó þannig að brot ákærða hefðu einvörðungu verið færð u ndir síðarnefndu greinina fyrir gildistöku laga nr. 61/2007. Þá verður ákærði sakfelldur samkvæmt öðrum og þriðja ákærulið fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með því að hafa í eitt skipti í bifre ið sinni sagt við brotaþola að hún þyrfti að koma í heimsókn þegar hann væri einn heima svo hann gæti 19 Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að þótt rétturinn telji sannað að ákær ði hafi margsinnis brotið gegn brotaþola eru fyrir hendi takmarkaðar upplýsingar um nákvæman fjölda brotanna og verður ákærði að njóta þess vafa sem uppi er í þeim efnum. Auk þess verður að líta til þess sem áður greinir um að sakfellingin tekur til skemmr a tímabils en í ákæru greinir. Ennfremur hefur ákærði samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður unnið sér til refsingar, auk þess sem tafir urðu á rannsókn málsins sem ákærða verður ekki um kennt og ekki hafa verið skýrðar. Óhjákvæmilegt er að líta til þes sa við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn voru brot ákærða gróf, ítrekuð og framin á löngu tímabili sem stóð yfir stóran hluta af barnæsku brotaþola. Þau beindust að brýnum hagsmunum hennar, voru framin af nánum fjölskyldumeðlimi sem hafði algjöra yfirburða stöðu gagnvart henni og á heimilum þar sem hún átti að eiga öruggt athvarf og skjól. Þá bera gögn málsins með sér að brotin hafi valdið henni miklu tjóni. Brotavilji ákærða var einbeittur og hann á sér engar málsbætur. Með vísan til 1., 2., 3., 6. og 7. tö luliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og a - liðar 195. gr. almennra hegningarlaga, sem og þess sem að framan er rakið og dómaframkvæmdar, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fimm ár. 8 20 Í brotum ákærða fólst ólögmæt meingerð gegn brotaþola og verður honum því ge rt að greiða henni miskabætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun á fjárhæð bóta ber samkvæmt lögskýringargögnum meðal annars að hafa í huga umfang tjóns og sök tjónvalds. Séu börn fórnarlömb kynferðisbrota ber að líta ti l þess hversu alvarlegar afleiðingar brots eru fyrir þau, svo og til eðlis verknaðarins, hve lengi misnotkunin hefur staðið og hvort um misnotkun fjölskyldu - eða trúnaðartengsla er að ræða. Með vísan til þessara sjónarmiða og þess sem áður er rakið í tengs lum við ákvörðun refsingar verður bótakrafa brotaþola tekin til greina að fullu. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um einkaréttarkröfu hennar. Þá verður ákvæði hans um sakarkostnað staðfest. 21 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fimm ár. Ákvæði hins áfrýjaða dóms skulu að öðru leyti vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 2.302.443 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 1.674.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns, 558.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 29. apríl 2021 Mál þetta er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, dags. 24. september 2020, á hendur X , kennitala , Svíþjóð A kennitala , frá því að hún var um fjögurra ára þar til hún var um fimmtán ára, eða á tímabilinu frá 2003 til 2014, í , sem hér nánar greinir: 1. Með því að hafa í fjölda ótilgreindra skipta, á þáverandi heimilum ákærða, heimili föður hans og móður að og á heimili A að , beitt A ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni og þannig haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að fara með fingur í leggöng hennar, sleikja kynfæri hennar og láta hana veita sér munnmök og m eð því að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfærin sín, og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. 2. Með því að hafa í eitt skipti í bifreið ákærða sagt við A að hún þyrfti að koma í heimsókn þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega og með þeim hætti sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. 3. Með því að hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt A klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. 9 Teljast brot ákærða samkvæmt 1. ákærulið varða við 1. mgr. 194. gr., 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot samkvæmt 2. og 3. ákærulið við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, auk vaxta ssamkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. júní 2017 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa er kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr . 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum Ákærði neitar sök og h afnar bótakröfu. Aðalmeðferð fór fram 10. mars 2021 og var málið dómtekið að henni lokinni. Fyrir dómsuppkvaðningu var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær kröfur sem að ofan greinir. Af hálfu brotaþola eru gerðar sömu kröfur og í ákæru greinir að því gættu að krafist er þóknun fyrir skipaðan réttargæslumann brotaþola. Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds og frávísunar einkaréttarkröfu. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og lækkunar á dæmdum bótum. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda, sem greiðist úr ríkissjóði að hluta til eða öllu leyti. Málavextir Samkvæmt rannsóknargögnum hófst mál þetta með því að fimmtudaginn 15. júní 2017 kom N , faðir brotaþol a, á lögreglustöðina í og tilkynnti að um síðustu helgi hafi brotaþoli sagt honum og móður sinni að ákærði hafi misnotað hana kynferðislega frá því hún var 3 - 4 ára og þar til hún varð 13 ára. Ákærði er móðurbróðir brotaþola. Hafi komið fram hjá brotaþola að síðasta skiptið hafi verið þegar hún var 13 ára en þá hafi hún verið að passa barn fyrir hann. Hafi brotaþoli fyrst sagt móður sinni frá misnotkuninni en síðan rætt þetta við þau bæði. Hún hafi ekki lýst neinu í smáatriðum, en honum hafi skilist að allt hafi verið gert nema samræði. Kvaðst N ekki vita hvar þessi misnotkun hafi átt sér stað, en taldi að hugsanlega hafi hluti hennar farið fram á heimili hans, en ákærði hafi búið þar í skamman tíma. Skýrði N frá því að móðir br otaþola, E , hafi haft samband við ákærða og spurt hann út í þetta, en hann hafi alfarið neitað þessum ásökunum. Kvaðst N myndu ræða betur við dóttur sína um hvort hún treysti sér til að gefa skýrslu hjá lögreglu um þetta. Við rannsókn málsins voru teknar f ramburðarskýrslur af ákærða, brotaþola og ýmsum vitnum. Verður efni þeirra ekki rakið hér, en í framburði ákærða kom fram að hann neitaði alfarið að hafa misnotað brotaþola kynferðislega, en brotaþoli bar hins vegar að ákærði hefði um margra ára skeið brot ið á henni kynferðislega á ýmsan máta og lýsti því nánar. Við rannsókn lögreglu var aflað ýmissa gagna. Í vottorði Barnahúss, dags. 1. mars 2018, undirritað af L sálfræðingi, kemur fram að frá 2. ágúst 2017 hafi brotaþoli sótt alls 9 einstaklingsviðtöl ti l L vegna kynferðisbrota af hálfu ákærða. Í mati á líðan brotaþola hafi komið fram einkenni kvíða, streitu og áfallastreituröskunar. Hún taki þunglyndislyf og hafi gert í nokkur ár. Þá segir að hún hafi hætt í námi vegna vanlíðunar. Svör hennar á matslistu m séu í samræmi við það sem hafi komið fram í viðtölum og í samtölum við móður hennar. Í niðurstöðukafla vottorðsins segir að viðtölin hafi leitt 10 í ljós fjölmörg vandamál sem þekkt séu meðal þeirra sem sætt hafi kynferðislegri misnotkun í langan tíma. Brot aþoli sé kvíðin og óörugg með sjálfa sig og hafi verið á þunglyndislyfjum í nokkur ár sökum vanlíðunar. Hún segist lengi hafa hugsað um að segja frá kynferðisofbeldinu en óttast afleiðingarnar. Sjálfsmat brotaþola sé lágt og henni finnist líkami sinn vera ljótur og skítugur vegna þessara atburða. Algengt sé meðal þolenda kynferðisofbeldis að hafa skekkta mynd af sjálfum sér og sjáist þetta vel hjá brotaþola. Brotaþoli hafi einkenni kvíða og áfallastreitu og hafi afar lítið sjálfstraust og hafi þetta alvarle g áhrif á þátttöku hennar í daglegu lífi, m.a. sé hún hætt í skóla. Þá hafi hún greint frá erfiðleikum með svefn. Langvarandi kynferðisofbeldi geti haft mikil áhrif á tilfinningalegan og persónulegan þroska barna. Samkvæmt frásögn brotaþola hafi hún komist í kynni við kynferðislega hegðun löngu áður en hún hafi haft þroska til að takast á við slíkt. Þrátt fyrir að brotaþola gangi vel í viðtölum megi gera ráð fyrir að afleiðingar kynferðisofbeldis muni fylgja henni áfram. Í ljósi þess að brotaþoli hafi grein t frá alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu frænda síns, sem hafi staðið yfir um árabil, megi ætla að afleiðingarnar séu mjög alvarlegar. Meðferð sé hvergi nærri lokið og muni brotaþoli halda áfram í viðtölum hjá L um óákveðinn tíma. Í lokaskýrslu L , dags. 12. ágúst 2019, segir að frá 2. ágúst 2017 til 6. júlí 2018 hafi brotaþoli sótt alls 16 einstaklingsviðtöl til L . Í vottorði Heilsugæslunnar í , dags. 19. nóvember 2019, segir að brotaþoli hafi komið á heilsugæsluna 27. júlí 2015 vegna óskýrðrar andleg rar vanlíðunar og hafi hún skýrt frá því að finna fyrir kvíða, depurð og stressi. Hafi henni verið ávísað lyfið vegna þess. Kemur fram að hún hafi verið meira og minna á því lyfi frá árinu 2015. Ekkert kemur fram um kynferðisbrot í vottorðinu. Þá ligg ja fyrir gögn frá Grunnskólanum , þar sem fram kemur að brotaþola hafi hrakað mjög í námi í og ástundun hafi hríðversnað. Í 10. bekk hafi hún verið í uppreisn ef svo megi segja, sinnt náminu lítið og mætt lítið í íþróttir og sund. Hún hafi verið mjö g áhugalaus, mikið í símanum og hafi klæðnaður og fas breyst. Hún hafi verið farin að klæða sig djarflegra, farin að svara kennurum með skætingi, virkað mjög óhamingjusöm og sjaldan verið glöð í skólanum. Í rannsóknargögnum er vottorð Þjóðskrár um að brota þoli hafi allan þann tíma sem tiltekinn er í ákæru átt lögheimili að í . Þá er þar að finna vottorð Þjóðskrár þar sem segir að frá 1. janúar 2003 til 15. október 2006 hafi ákærði haft lögheimili að í , frá 15. október 2006 til 1. nóvember 201 1 að í og frá 1. nóvember 2011 til 27. september 2018 að í , en frá 27. september 2018 hafi lögheimili hans verið í Svíþjóð. Við rannsókn málsins var lagt hald á 2 fartölvur og 1 harðan disk í eigu ákærða. Við rannsókn á þeim munum fannst ek kert efni sem sýndi kynferðislega misnotkun á börnum. Við dómsmeðferð málsins var lagt fram vottorð M sálfræðings, dags. 10. desember 2020, þar sem fram kemur að brotaþoli hafi komið til hennar 4. september 2020 og hafi komið til hennar í 4 viðtöl. Í greiningarviðtali hafi brotaþoli sagt frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu móðurbróðu r síns frá 3 - 4 ára aldri til 13 - 14 ára. Við nánari athugun hafi komið í ljós að hún uppfyllti greiningarskilmerki á öllum þáttum áfallastreituröskunar. Kynferðisbrotin hafi mikil áhrif á líðan hennar í dag. Hún fái reglulega martraðir sem tengist misnotkun kynferðisofbeldið. Meðferð við áfallastreituröskun sé hafin en ekki sé unnt að áætla hve mörg viðtöl hún muni þurfa, en áætlað sé að hún verði áfram í viðtölum hjá M . Þá hafa verið lögð fram rafræn samskipti ákærða og brotaþola frá árunum 2012, 2014 og 2017, en þar kemur ekkert fram um þessi málefni, en m.a. rætt um hvenær ákærði geti . Ekki liggur fyrir hvort þau hafi átt önnur rafræn samskipti. Ekki eru efni til að gera fr ekari grein fyrir rannsókn málsins eða málavöxtum að öðru leyti. Framburður fyrir dómi Ákærði kom fyrir dóminn í gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd og skýrði frá því að tengsl hans og brotaþola séu þau að hún sé systurdóttir ákærða. Samskipti þeirra hafi verið engin eða nánast engin. Hún 11 hafi þó sótt mikið á heimili hans, en hann hafi verið í fullri vinnu og mjög sjaldan heima. Hún hafi verið að koma mikið á heimili hans á að giska frá árinu 2007. Kona ákærða hafi komið frá á heimilið í byrjun árs 2007 með son þeirra og brotaþoli hafi sótt mikið í að vera með þeim og passa drenginn . Fyrir þennan tíma hafi þau hist af og til s.s. heima hjá henni eða foreldrum ákærða. Ágætt samband hafi verið milli ákærða og systur hans á þessum tíma. Aðspurður kvaðst ákærði hafa búið á í á árinu 2003. Hann hafi svo kynnst konu sinni árið 2004 og farið til í júlí 2004 og verið í 3 vikur. Eftir heimkomuna hafi hann farið í að gera upp húsið sitt á . Mestur tími hans eftir að hann kom frá hafi farið í þetta þangað til hann hafi farið aftur þangað seinna sama ár. Þá kannaðist ákærði við að hafa tímabundið verið búsettur hjá foreldrum sínum á tímabundið árið 2005 eða 2006, en þá hafi hans hús verið óíbúðarhæft vegna viðgerða. Aðspurður hvort brotaþoli hafi einhvern tíma verið ein með ákærða kvaðst ákærði ekki muna eftir því. Aðspurður um hvort brotaþoli hafi verið að passa fyrir hann kvaðst ákærði kannast við það. Þau hafi beðið hana um pössun á árinu 2012, en fyrir þann tíma hafi brotaþoli stundum komið heim til þeirra og sagst vera að passa, en hún hafi ekki verið beðin um það. Þegar brotaþoli hafi verið á heimilinu og sagst vera að passa hafi kona ákærða verið heima, en hún hafi ekki verið í vinnu fyrstu árin eftir að hafa flust til Íslands. Þetta hafi þá verið á árinu 2007. Ákærði kvaðst ekki vita hvort vinkonur brotaþola hafi verið með henni þegar þetta var, en hann hafi sjálfur ekki verið heima. Vel geti þó verið að hann hafi verið heima einhvern tíma um helgi þegar þetta hafi gerst, en hann muni ekki eftir því. Á þessum tíma, þ.e. 2007, hafi ákærði verið að vinna hjá . Hann haf i unnið þar í 10 ár. Fyrir þann tíma hafi hann unnið á vöktum í . Árin 2003 og 2004 hafi hann unnið hjá sem . Árið 2005 hafi hann hafið störf hjá og verið í og unnið á nóttunni og við . Þar hafi hann verið þangað til hann hafi fari ð til að því er hann minni í júlí 2005 og verið úti í 5 mánuði. Þá kvaðst ákærði hafa unnið sem og hafi haft á heimili sínu á á árinu 2007. hafi verið í einu herbergi á heimilinu. Aðspurður um samband sitt við brotaþola eftir því sem árin líða kvað ákærði að hann hafi ekki leitað eftir samskiptum við hana og samskiptin hafi ekki verið mikil. Kvaðst ekki hafa tekið eftir því að hún hafi á þessum tíma farið að hegða sér á annan veg gagnvart honum. Áður en þetta mál hafi komið upp hafi ek kert sérstakt komið upp á milli þeirra svo hann viti til. Ekki heldur á milli ákærða og systur hans, þ.e. móður brotaþola. Sérstaklega aðspurður um þá háttsemi sem lýst er í ákæru neitaði ákærði því öllu saman. Kvað að vel gæti verið að hann hafi einhvern tíma verið með henni einni í bíl, en hann muni ekki til þess. Kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið brotaþola og vinkonu hennar heim eftir að þær hafi verið að passa heima hjá honum. Kvaðst neita að það hafi gerst. Neitaði að hafa sýnt brotaþola myndir sem g ætu verið túlkaðar sem klám. Kvaðst hvorki hafa séð eða snert kynfæri hennar og hún hafi hvorki séð né snert kynfæri hans. Hann hafi aldrei kysst hana. Ekki fróað sér í hennar viðurvist. Aðspurður um hvenær hann hafi farið í meðferð kvað ákærði það fyrst hafa verið á árinu 2001 og svo aftur árið 2007. Eftir fyrri meðferðina hafi hann verið edrú fram að áramótum 2004/2005 á , en eftir seinni meðferðina hafi hann verið edrú í 7 ár. Áður en hann fór í meðferð 2007 hafi hann drukkið um helgar og verið á kaf i í fíkniefnum, aðallega hassi. Svo leiðrétti ákærði sig og kvaðst ekki hafa farið í meðferð 2001 og 2007, heldur hafi það verið 1991 og 1997. Hann hafi verið edrú til áramóta 2004/2005. Hann hafi þá fallið þá um áramótin á . Hann hafi farið út sirka í nóvember og verið fram í febrúar/mars 2005. Hann hafi ekki farið í meðferð eftir þetta. Þegar konan hans hafi komið til Íslands hafi hann farið aftur í starf og náð nokkuð góðum tíma í nokkur ár. Þetta hafi verið 2007 - 2008. Hann hafi dottið í það í tví gang stuttu eftir að hún kom, en fljótlega eftir það farið aftur í . Aðspurður um hvort ákærði hafi verið í þannig ástandi vegna neyslu eða drykkju að hann muni ekki eftir aðstæðum eða tilvikum, eftir fallið 2004/2005, kvað ákærði að það hafi ekki veri ð. Hann hafi ekki verið í fíkniefnaneyslu þarna, að frátöldum nokkrum skiptum 2013 - 2014, en annars hafi það bara verið áfengi. Hann hafi á þessum tíma stundum verið að drekka heima hjá sér. 12 Aðspurður um fyrra hjónaband sitt og skilnað kvaðst ákærði minna a ð sá skilnaður hafi orðið 2002 eða 2003, en kvaðst ekki klár á því. Spurður um ástæðu fyrir skilnaðinum kvaðst ákærði hafa haldið fram hjá. Aðspurður kvaðst ákærði kannast við að á efri hæðinni hjá foreldrum hans á hafi verið tölva. Kvaðst ákærði ekki vita hvort brotaþoli eða aðrir krakkar hafi verið að nota þessa tölvu, en sér finnist ótrúlegt að þau hafi fengið að vera eftirlitslaus í tölvunni 3 - 4 ára gömul. Kvaðst ekki muna eftir að hafa verið með brotaþola í þessari tölvu, hvorki við að hjálpa henn i við tölvuna eða annað. Kvaðst ekki muna hvort ruslafata hafi verið hjá tölvunni. Þá var ákærði spurður hvort hann hafi einhvern tíma verið einn með brotaþola á sinni og kannaðist hann ekki við það. Tók jafnframt fram að konan hans hafi yfirleitt veri ð heima þegar hann hafi verið að enda hafi þetta verið gert í aukavinnu. Ákærði lýsti því að hafa fengið veður af þessum ásökunum þannig að systir hans hafi hringt í hann og sagt að brotaþoli væri að bera þessar sakir á hann. Kvaðst ekki muna orðrétt nú hvað systir hans hafi sagt í þessu sambandi. Hann hafi farið í sjokk við þetta. Hann hafi ekki talað við hana eftir þetta og ekki óskað eftir upplýsingum eða neinu um hvernig á þessum ásökunum stæði. Hann hafi hvorki rætt þetta við systur sína né brotaþ ola eftir þetta. Aðspurður hvort ákærði hafi einhvern tíma verið einn með brotaþola að kvaðst hann ekki minnast þess. Ekki heldur á . Kvaðst almennt ekki muna til þess að hafa verið einn með brotaþola á einhverju af heimilum sínum. Í upphafi þess t ímabils sem lýst er í ákæru kvaðst ákærði hafa búið á . Hann hafi svo kynnst konu sinni á árinu 2004 og dvalið hjá henni í tvígang í 3 vikur í senn það ár. Samhliða þessu hafi hann verið að gera upp hús sitt á og búið þá tímabundið á 2005. Það h afi kannski verið 2 - 3 mánuðir og svo hafi hann flutt aftur á . Þar hafi hann búið til 2006 sirka, en eftir það hafi hann verið á flakki milli Íslands og . Í einhverjar vikur eftir heimkomu þaðan á árinu 2006 hafi hann búið hjá systur sinni og svo flutt þaðan á . Hann hafi búið hjá systur sinni einhverjar vikur, kannski 2 - 3. Hann hafi svo flutt á 7 á árinu 2012 og svo hafi þau flutt til 2017 og v erið þar í 8 mánuði og svo flutt til Svíþjóðar þar sem hann hafi búið síðan. Aðspurður kvaðst ákærði hafa verið í fullri vinnu á því tímabili sem greinir í ákæru, að frátöldum einum mánuði á árinu 2006 og þá hafi hann farið að . Að öðru leyti hafi hann verið í fullu starfi og oftast í 2 störfum. Þá kvað ákærði að konan hans hafi flutt til Íslands í janúar . Þá hafi sonur þeirra verið tæplega ára. Þau hafi eignast fleiri börn seinna, Næsta barn hafi fæðst þeim í október árið . Þá hafi konan hans , E , verið heimavinnandi og verið það til 2010 eða 2011, en kvaðst ekki muna það til fulls. Á þessum tíma hafi brotaþoli stundum komið til þeirra með vinkonum sínum og sagst vera að fara að passa, en hún hafi aldrei verið beðin um það enda ástæðulaust með heimavinnandi móður. Brotaþoli hafi sótt mikið í heimilið þegar þau hafi búið á . Aðspurður um útprentuð messenger samskipti við brotaþola kvað ákærði að samskipti þeirra hafi verið góð. Kvaðst ekki vita hve gömul brotaþoli hafi verið þegar hann hafi fyrst verið að hana, en hann hafi . Engin óeðlileg samskipti hafi átt sér stað. með samþykki foreldra hennar. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa neinar skýringar á því hvers vegna þessar alvarlegu sakir væru bornar á hann. Það eina sem honum haf i dottið í hug sé að helgina áður hafi hann verið mjög ölvaður á og kallað fyrrverandi kærastann hennar barnaníðing. Sé hafi ekki dottið önnur skýring í hug. Þetta hafi verið viku áður en hann hafi heyrt af þessum ásökunum. Þá kvað ákærði aðspurður að tölva á heimili foreldra hans á hafi ekki staðið opin fyrir gesti og gangandi. Ákærði hafi stundum fengið að nota hana, en þá hafi faðir hans slegið inn lykilorð til að aflæsa tölvunni. Ákærði hafi aldrei vitað lykilorðið. Þá kvað ákærði að faðir hans búi enn á , en móðir hans hafi látist á árinu . Þau hafi bæði verið búsett á . Móðir ákærða hafi eflaust einhvern tíma verið að passa 13 brotaþola. Móðir ákærða hafi alltaf verið heima, en kvaðst ekki muna hvenær faðir hans hafi hætt að vinna. Kvaðst ekki muna eftir neinu tilviki þar sem hann hafi verið einn með brotaþola á . Þá kannaðist ákærði við að móðir hans hafi á þessum tíma verið sjúklingur. Kannaðist við að a.m.k. seinni hluta þessa tíma hafi móðir hans sofið mikið vegna veikinda sinna. Að spurður kvað ákærði að móðir hans hafi vel komist upp á efri hæðina og gert það. Aðspurður um framburð vinkvenna brotaþola hjá lögreglu um að ákærði hafi oft verið heima meðan þær hafi verið að passa kvaðst ákærði ekki kannast við það, enda verið í fullri vinnu. Um það að þegar ákærði hafi skutlað vinkonu brotaþola heim eftir að þær hafi verið að passa og að brotaþoli hafi ekki viljað vera með honum í bíl og þær því komið báðar með í bílnum kvaðst ákærði ekki muna eftir því og ekki skilja hví hann hefði átt að vera að skutla þeim heim, enda búið skammt frá. Kannaðist ekki við að vinkona brotaþola hafi komið með henni að passa fyrir þau, eða a.m.k. hafi hann ekki vitað neitt um það enda konan alltaf búin að vinna á undan honum. Kvaðst ekki muna eftir tilviki þar sem hann hafi verið heima og brotaþoli verið á heimilinu með vinkonum sínum að passa. Þá kvaðst ákærði aðspurður aldrei hafa haft kynferðislegan áhuga á börnum. Aðspurður um framburð vitnisins N , föður brotaþola, hjá lögreglu um samtal við O fyrrveran di konu ákærða þar sem fram hafi komið að hún hafi komið að ákærða í spjalli við unga stúlku í tölvunni og hann verið að fróa sér á meðan kvaðst ákærði á þessum tíma, skömmu fyrir skilnað sinn og O , hafa verið að ræða við konur á netinu og verið að leita a ð öðru sambandi. Hann hafi þannig kynnst núverandi konu sinni í gegnum tölvu. Forritið hafi heitið Yahoo messenger. Kvaðst hins vegar ekki hafa verið að spjalla á þennan hátt við stúlku á aldrinum 12 - 13 ára. Hann hafi yfirleitt vitað aldur þeirra kvenna se m hann hafi rætt við á þennan hátt. Kannaðist ekki við að hafa verið að fróa sér á meðan slík samtöl hafi átt sér stað. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að ekkert hafi komið upp á, en að hann hafi verið að hugsa um hvort hann hafi verið í einhver jum aðstæðum þar sem svona hlutir gætu hafa gerst kvaðst ákærði muna eftir þessu. Kvaðst hafa þurft að hugsa sig um hvort hann hafi verið í slíkum aðstæðum. Hann hafi þó ekki þurft neitt að hugsa sig um hvort hann hafi verið í einhverjum aðstæðum þar sem svona gæti hafa átt sér stað með brotaþola. Hann hafi bara þurft að hugsa sig um hvar hann hafi verið og hvað hann hafi verið að gera á hvaða tíma. Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði aldrei hafa dottið í hug önnur skýring á þessum áburði en sú sem hann hafi á ður nefnt varðandi kærasta brotaþola. Aldrei hafi komið upp neitt slæmt eða neikvætt í samskiptum hans við brotaþola og hann aldrei orðið var við að hún bæri til hans neinn kala eða neitt slíkt. Þvert á móti hafi brotaþoli sótt í að koma á heimili hans. Brotaþoli A gaf skýrslu við aðalmeðferð og skýrði frá því að þetta hafi byrjað þegar hún var tæplega 4 ára. Hún hafi verið uppi í tölvu hjá ömmu og afa og hafi ákærði byrjað að strjúka á henni bakið og hafi svo unnið sig niður í klof hennar. Þetta hafi far ið að vera reglulegt eftir þetta við öll tækifæri sem ákærði hafi haft. Eiginlega í hvert sinn sem hún hafi verið hjá ömmu sinni þegar ákærði hafi verið þar líka. Heima hjá henni og heima hjá honum sjálfum. Þetta hafi hætt þegar hún hafi verið tæplega 14 á ra gömul. Aðspurð um upphafið að þessari háttsemi, þegar hún hafi aðeins verið 3 ára gömul, og hvernig hún muni að þetta hafi gerst á þeim aldri, s.s. hvort hún tengi þetta við eitthvað tiltekið kvað hún svo ekki vera. Hún einfaldlega muni að þetta hafi g erst og hún hafi verið á þessum tiltekna aldri þá. Kvaðst alveg viss um þetta. Kvaðst ekki muna á hvaða árstíma þetta hafi verið. Fyrsta atvikið hafi verið þegar hún var í tölvunni heima hjá ömmu og afa, á efri hæðinni. Kvaðst hafa verið í tölvuleik á leik janet.is og kvaðst muna í hvaða leik. Þetta hafi verið leikur þar sem spilarinn sé í hlutverki gríss og sé að hoppa og ná einhverjum peningum. Ekki hafi verið neinn að aðstoða hana við að fara í tölvuna, en hún hafi alveg kunnað það sjálf. Tölvan hafi yfir leitt verið opin og nægilegt að ýta á bilslána til að opna hana. Hún hafi verið ein á efri hæðinni og ákærði hafi bara komið. Hann hafi ekki talað neitt sérstakt en sagt að enginn mætti vita þetta. Eftir að hafa strokið henni um bakið hafi hann farið inn á klof hennar, inn fyrir nærbuxur. Þetta hafi ekki tekið langan tíma í minningunni en hún hafi frosið og ekki vitað neitt hvort þetta væri rétt eða rangt. Svo hafi þetta verið búið og þetta hafi svo gerst aftur og aftur og meira og meira. Í þetta fyrsta sin n hafi ákærði ekki farið með fingur inn í leggöng. Hann hafi ekki verið að gera 14 neitt annað í þetta sinn. Þetta hafi svo bara endað með því að hann hafi hætt og farið niður. Þegar hann hafi hætt hafi hann sagt að enginn mætti vita þetta. Aðspurð hvað þett a hafi gerst oft eftir þetta, t.d. yfir mánaðartímabil kvaðst brotaþoli ekki vita hversu oft þetta hafi gerst í svona langan tíma. Aðspurð hvort þetta hafi gerst oft í mánuði, oft í viku eða oft á ári kvað brotaþoli að þetta hafi gerst alltaf þegar ákærði hafi haft tækifæri til þess, en hún geti ekki sagt hversu oft. Aðspurð hvort hún muni eftir öðru tilteknu tilviki sem hún geti lýst kvaðst hún geta það þegar hún var orðin eldri, en þá hafi hún líka vitað að þetta væri rangt. Þá hafi ákærði t.d. einu sinni skutlað Ó vinkonu hennar heim og farið svo hringinn um og farið inn á hana og sagt við hana að hún þyrfti að koma heim til hans einhvern tíma þegar konan hans væri ekki heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þarna muni hún hafa verið 12 - 13 ára. Þær hafi verið að passa þá fyrir ákærða. Ó hafi búið í og það sé hinu megin í bænum miðað við heimili ákærða. Ástæða þess að brotaþoli hafi líka verið í bílnum hafi verið sú að Ó hafi viljað það. Fyrst hafi ákærði skutlað Ó heim og farið svo hringinn k ringum , en það hafi ekki verið leiðin heim. Ákærði hafi ekki stoppað, en hægt á sér og svo hafi komið bíll á móti þeim og þá hafi hann hætt. Þegar ákærði hafi hægt á akstrinum hafi hann verið inn á henni. Hún hafi ekki sagt neitt. Hún hafi verið í fram sætinu. Hún hafi verið í buxum og hann hafi farið inn fyrir buxur og nærbuxur og inn á kynfærin. Hann hafi ekki þurft að hneppa frá en þetta hafi verið buxur með engri hneppu. Hann hafi bæði strokið og nuddað utan á kynfærin og inn í þau. Hann hafi spurt h vort henni þætti þetta gott. Þetta hafi ekki staðið lengi. Á meðan þetta hafi átt sér stað hafi ákærði sagt að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar konan væri ekki heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Hún hafi ekki svarað þessu neitt. Hann hafi svo hætt þegar hinn bíllinn hafi komið og ekið henni heim. Brotaþoli kvaðst ekki hafa sagt neinum frá þessu. Aðspurð hvort hún gæti greint frá tilteknu tilviki á milli þessara tveggja atvika, þ.e. þegar hún var 3 - 4 ára og 12 - 13 ára kvaðst brotaþoli e iga erfitt með að greina tiltekin atvik, en þetta renni allt saman svolítið saman bara. Á þessu tímabili hafi þetta verið svipað. Hann hafi verið að koma við hana eða láta hana leika við sig. Aðspurð hvar ákærði hafi verið að koma við hana svaraði brotaþol i því til að hann hafi verið að koma við píkuna á henni. Innanklæða. Hann hafi bæði verið að snerta utan á kynfærin og inn í þau meira og minna í öll skiptin. Hann hafi líka verið að troða tungunni á sér ofan í kok á henni. Þetta hafi þó ekki verið alltaf. Kvaðst ekki muna hvenær það hafi gerst í fyrsta sinn, en það hafi gerst oft. Ákærði hafi sagt henni að snerta sig sjálfan, nánar tiltekið typpið á honum. Það hafi gerst oft. Hann hafi þá girt niður um sig og sagt henni að leika við sig og sleikja sig. Þet ta hafi í raun verið munnmök og hann hafi látið hana gera það. Þetta hafi oftast gerst heima hjá ömmu hennar og afa enda hafi hún verið þar mjög mikið sem barn. Þetta hafi alltaf verið uppi hjá tölvunni. Þar hafi verið stóll við tölvuna og hún hafi yfirlei tt setið á honum, en stundum hafi ákærði setið. Þegar hann hafi girt niður um sig og látið hana leika við sig og sleikja sig þá hafi hann setið á stólnum. Þá hafi hún verið á gólfinu fyrir framan hann og neðan. Aðspurð um munnmök, hvort ákærði hafi haft mu nnmök við hana þá kvað hún svo vera. Þá hafi hún verið í svefnsófa sem hafi verið á efri hæðinni hjá ömmu og afa. Þá hafi hann lagt hana á svefnsófann. Þá hafi það gerst þannig að ákærði hafi tekið hana úr fötunum og sagt henni að gera þetta eða hitt, legg jast eða setjast. Hún hafi bara gert það sem henni var sagt og ekki vitað að þetta væri rangt. Amman og afinn hafi iðulega verið heima þegar þetta var, en þau hafi þá verið niðri. Amman hafi verið orðin léleg til heilsunnar og eiginlega aldrei farið upp af þeim sökum. Kvaðst ekki vita hvort einhver hafi einhvern tíma orðið þess var að eitthvað einkennilegt væri að eiga sér stað á efri hæðinni, a.m.k. ekki amma hennar. Amman hafi verið besti vinur hennar og hún hafi verið mikið hjá henni. Aðspurð hvað ákærði hafi verið að gera þarna kvaðst brotaþoli ekki vita það. Foreldrar hennar hafi ekki verið þarna þegar hún hafi verið hjá ömmu sinni, en henni hafi verið skutlað þangað. Hún hafi ekki beint verið þarna í pössun en bara viljað vera hjá ömmu sinni. Aðspurð um samskipti hennar við ákærða og tengsl hennar í gegnum árin kvað brotaþoli hann bara vera móðurbróður sinn og hann hafi oft verið hjá þeim, t.d. um áramótin. Dagsdaglega hafi ekki verið samskipti milli þeirra. Samband þeirra hafi verið gott að því hún ha fi haldið og hún hafi oft hitt hann, m.a. hafi hann oft komið í heimsókn á hennar heimili. 15 Aðspurð um aðra staði þar sem þetta hafi gerst kvað brotaþoli að ákærði hafi búið fyrir neðan hina ömmu sína á á tímabili. Þetta hafi líka átt sér stað þar. Þá hafi hún verið þar hjá ömmu sinni og hafi hún oft farið þangað niður með bróður sínum. Þegar hún hafi verið svona 13 ára hafi hún hætt að vilja koma til ákærða. Þá hafi þetta líka gerst heima hjá ákærða og heima hjá henni sjálfri. Aðspurð um tilvik sem ha fi gerst heima hjá henni sjálfri kvað brotaþoli að ákærði hafi búið á heimili hennar í smá tíma og ef enginn var heima þá hafi þetta gerst. Einu sinni hafi hún verið úti að leika með B vinkonu sinni og þær hafi farið inn til hennar og þá hafi ákærði verið að horfa á klám og þær hafi hlaupið út. Svo hafi B farið heim að borða og þá hafi þetta gerst. Hann hafi í þessu tilfelli komið við kynfæri hennar innanklæða. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi orðið var við þær þegar þær hafi séð hann vera að horfa á klám. Þær hafi bara hlaupið út og hann hafi ekki sagt neitt. Aðspurð hvernig klám hélt brotaþoli að það hafi bara verið venjulegt klám með karli og konu en þær hafi bara séð þetta í augnablik. Aðspurð um það sem fram kemur í framburði brotaþola hjá lögreg lu að ákærði hafi verið að sýna henni klám kvað brotaþoli að það hafi bara verið í tölvunni hjá ömmu og afa og hann hafi bara sýnt henni þetta og þetta hafi verið venjulegt klám. Hún hafi verið uppi og hann sýnt henni þetta. Þetta hafi bara verið fólk að r íða. Kvaðst ekki muna til þess að hann hafi sagt neitt í þessu sambandi. Aðspurð um kvað hún að það hafi ákærði og það hafi gerst heima hjá honum á . Hún hafi þó ekki verið ein með ákærða heima hjá honum þegar hún hafi verið að . Þá hafi vink ona hennar verið með henni. Þær hafi fengið sér og hún hafi líka beðið vinkonu sína að koma með sér í af því að hún hafi ekki viljað fara ein til hans. Hún hafi aldrei farið ein til hans í . Aðspurð hvort ákærði hafi fengið sáðlát kvað brotaþoli það vera. Um það hversu oft kvað hún það hafa verið oft. Það hafi verið svört og hvít ruslafata fyrir neðan tölvuna sem hann hafi oft fengið sáðlát í. Einu sinni hafi hann sett það í nærbuxurnar hennar þannig að hún hafi logið því að hún þyrfti að fara að pissa. Um það nánar að fá sáðlát í ruslafötuna kvað hún það bæði hafa verið í pappír og beint í fötuna. Þegar ákærði hafi verið að fá sáðlát hafi hann ekki verið að koma við hana rétt á meðan, en hún h afi þá bara setið þarna. Hún hafi ekki verið að fróa honum þegar hann hafi fengið sáðlát, það hafi hann séð um sjálfur. Þetta hafi þá verið í kjölfar þess að hann hafi verið að koma við hana. Aðspurð hvort hún hafi sagt frá þessu áður en hún hafi opnað á þetta vorið 2017 kvaðst brotaþoli ekki hafa gert það. Hún hafi svo sagt frá þessu, en þau hafi verið uppi og þar hafi verið strákur sem hafi nauðgað vinkonu hennar og brotaþoli hafi hugsað fyrst hún getur það þá get ég það líka, en svo hafi hún ekki ge tað það ein og þessi vinkona hennar hafi hjálpað henni. Brotaþola hafi fundist vera kominn tími til og ekki getað hugsað sér að lifa svona lengur. Þetta hafi verið B vinkona hennar. Aðspurð hvort eitthvað hafi komið upp á milli þeirra eða slest upp á frænd skapinn kvað brotaþoli það ekki hafa verið svo. Kvaðst ekki heldur vita til þess að eitthvað hafi komið upp á milli ákærða og móður brotaþola áður en hún hafi sagt frá þessu. Móðir hennar og ákærði hafi alltaf verið mjög góðir vinir. Aðspurð um vottorð sá lfræðings Barnahúss þar sem fram komi að hún hafi skrifað áfallasögu sína kvaðst brotaþoli ekki muna hvað hún hafi skrifað en muna eftir því að hafa gert þetta og leyst alls kyns verkefni í því sambandi. Áfallasöguna hafi hún skrifað heima hjá sér eftir þv í sem hana minni. Aðspurð um framburð vinkvenna brotaþola hjá lögreglu um að hún hafi verið búin að nefna misnotkun kvað brotaþoli að hún hafi reynt það en hún hafi aldrei sagt frá þessu samt. Hún hafi ekki þorað að segja hver þetta væri og svo hafi hún v erið svo hrædd við að segja frá þessu vegna þess að móðir hennar hafi verið nýbúin að missa . Aðspurð um að hafa ekki þorað að segja frá kvað brotaþoli það bæði hafa verið af hræðslu við ákærða og líka að fá á sig skömmina, þó hún viti í dag að hún eigi ekki skömmina sjálf. Henni hafi þótt óþægilegt að segja frá þessu vegna móður sinnar og ekki viljað að henni liði illa vegna þessa. Brotaþoli kvað þetta hafa hætt þegar hún hafi verið svona 14 - 15 ára á árinu 2013 sennilega. Aðspurð um síðasta skiptið kva ðst hún muna að hún hafi verið heima hjá ákærða og hún hafi verið með dömubindi. Hann 16 hafi farið með hendina inn fyrir buxur hennar og farið svo bara beint út. Þetta hafi verið heima hjá ákærða á . Þarna minni hana að hún hafi verið 14 - 15 ára. Kvaðst ek ki muna hvenær ársins þetta hafi verið. Þetta hafi verið rétt hjá útidyrum. Aðdragandinn að því að hann hafi stungið hendi niður í buxur hennar hafi ekki verið neinn. Ákærði hafi notað hvert tækifæri og hafi t.d. gripið í hana ef hún hafi gengið fram hjá h onum. Aðspurð vegna læknisvottorðs um að hafa fengið uppáskrifað þunglyndislyf á árinu 2015 staðfesti brotaþoli að hafa fengið slík lyf, en líðan hennar eftir þetta hafi verið mjög slæm. Hún hafi þarna verið orðin eldri og gert sér grein fyrir að þetta vær i rangt og hafi móðir hennar margsinnis sagt henni að ef einhver gerði svoleiðis við hana þá væri það rangt. Eftir að brotin hættu hafi hún ekki verið neitt að vinna í sínum málum þannig að líðan hennar hafi orðið verri og verri. Á þeim tíma sem brotin haf i staðið yfir hafi henni ekki liðið vel, en ekki gert sér grein fyrir því framan af, vegna aldurs, að þetta væri rangt. Þegar hún hafi svo áttað sig á því þá hafi henni fundist þetta vera sér að kenna, en hún geri sér nú grein fyrir að það sé ekki svo. Hún hafi fundið fyrir mikilli skömm. Aðspurð hvenær brotaþoli muni fyrst eftir að ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar kvaðst brotaþoli halda að það hafi verið í þriðja skiptið. Það hafi verið á . Þarna hafi hún verið á sama aldri og í fyrsta skiptið. Um það hversu oft ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um. Þá kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um hvenær það hafi gerst í síðasta skipti að hann hafi sett fingur í leggöng. Aðspurð hvort þetta hafi gerst 20, 100 eða 1000 sinnum kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um hve oft þetta hafi gerst. Þetta hafi gerst á , en líka heima hjá ákærða, bæði á og líka á . Aðspurð um hvenær ákærði hafi byrjað að sleikja kynfæri hennar kvað brotaþoli það hafa verið á svip uðum aldri og tímabili og hann hafi byrjað að setja fingur í leggöng hennar, þ.e. þegar hún hafi verið 3 - 4 ára. Þetta hafi gerst á , en brotaþoli taldi að sú háttsemi að sleikja kynfæri hennar hafi aðeins átt sér stað þar. Kvaðst brotaþoli ekki gera sér grein fyrir um hve mörg skipti væri að ræða. Brotaþoli kvaðst ekki geta sagt til um hve gömul hún hafi verið þegar ákærði hafi hætt að sleikja á henni kynfærin. Aðspurð um þau tilvik að ákærði hafi látið hana veita sér munnmök kvað brotaþoli að það hafi fyrst gerst á . Það hafi líka gerst á og . Um það hve gömul hún hafi verið þegar þetta hafi fyrst gerst kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um. Þetta hafi þó ekki verið þegar hún hafi verið 3 - 4 ára, en hún hafi verið orðin aðeins eldri þegar þett a hafi gerst fyrst. Kvaðst ekki geta sagt til um hve gömul hún hafi verið, enda renni þetta allt mikið saman. Um hvenær það hafi síðast gerst að ákærði hafi látið hana veita sér munnmök kvaðst brotaþoli halda að þá hafi hún verið 12 ára. Það hafi verið á [ ef hún muni rétt. Kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um fjölda þessara skipta, ekki frekar en um fjölda þeirra skipta sem ákærði hafi misnotað hana. Um þau tilvik að ákærði hafi snert og nuddað kynfæri brotaþola kvað hún að það hafi fyrst gerst á þ egar hún hafi verið 3 - 4 ára gömul. Um það hversu oft þetta hafi gerst kvaðst brotaþoli ekki geta sagt, en það hafi verið allt of oft. Um tíðni þessarar háttsemi, þ.e. hvort þetta hafi verið 1 sinni í mánuði, 1 sinni í viku, 2 - 3 sinnum í mánuði, kvað brotaþ oli það eiginlega bara hafa farið eftir því hversu oft hún hafi hitt ákærða. Síðasta skiptið hafi verið á þegar hún hafi verið 13 - 14 ára. Þessi brot hafi þannig fyrst átt sér stað á , eitthvað heima hjá henni og svo á og . Kvaðst ekki geta sa gt til um hvort þetta hafi gerst heima hjá ákærða á , en hún muni að hann hafi búið þar. Um það hvenær ákærði hafi fyrst kysst brotaþola tungukossi kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um og ekki heldur hvenær það hafi gerst síðast. Þetta hafi gerst á ö llum þessum stöðum. Um fjölda skipta kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um. Aðspurð um það hvenær ákærði hafi fyrst látið hana snerta kynfæri sín kvað brotaþoli það hafa gerst á . Hann hafi þá sest í stólinn og girt niður um sig og sagt sér að leika vi ð typpið á sér. Þetta hafi verið seinna en fyrstu skiptin, en hún geti ekki munað hve gömul hún hafi verið þá. Um það hversu oft þetta hafi gerst kvað brotaþoli að það hafi verið mjög oft. Kvaðst minna að þetta hafi síðast gerst á . Þessi háttsemi hafi gerst á öllum þessum heimilum. 17 Um það að ákærði hafi fróað sjálfum sér kvaðst brotaþoli muna hvenær það hafi gerst fyrst. Það hafi verið í fyrsta sinn sem hann hafi fengið sáðlát, sem hafi verið í þriðja skipti sem hann hafi misnotað hana. Þá hafi ákærði k lárað sig í ruslafötuna. Þá hafi hún verið 3 - 4 ára. Um það hversu oft þetta hafi gerst kvað brotaþoli að það hafi verið mjög oft. Þetta hafi ekki bara gerst á heldur líka á . Þetta hafi ekki gerst eftir að ákærði bjó á . Að því gefnu að ákærði ha fi búið á árin 2006 til 2012 þá geti passað að þetta hafi verið á því tímabili. Aðspurð hvernig brotaþoli muni eða viti að hún hafi verið 3 ára gömul þegar þessi atvik hafi byrjað kvað brotaþoli að það sé vegna þess að hún muni eftir þessu. Kvaðst ítre kað aðspurð muna að þetta hafi byrjað þegar hún hafi verið 3 - 4 ára gömul. Hún hafi orðið 4 ára gömul 2003 en hún viti ekki nákvæmlega hvenær á árinu 2003 þetta hafi byrjað. Aðspurð um samskipti sín við ákærða eftir að þessu hafi lokið á árinu 2014 og hvort þau hafi verið eðlileg kvað brotaþoli að hún hafi bara látið eins og allt væri eðlilegt. Hún hafi verið í samskiptum við ákærða, sem móðurbróður sinn, allt til þess tíma að hún hafi sagt frá þessu. Hann hafi t.d. oft komið í heimsókn á heimili hennar . Um það hvort þau hafi átt önnur samskipti á þessum tíma, s.s. með skilaboðum eða öðru kvað brotaþoli að það hafi ekki verið þannig séð. Ákærði hafi hringt í hana kl. 4 um nótt og spurt hana um snapchatið hennar. Þá kannaðist brotaþoli við að á milli þeir ra hafi verið einhver messenger samskipti, en kvaðst ekki muna hvers efnis þau hafi verið. Það hafi verið tengt því þegar hún hafi farið í . Það hafi verið henni erfitt að fara til hans , en hún hafi fengið 1000 spurningar um hvers vegna hún færi ekk i bara til hans og þess vegna hafi hún látið sig hafa það af því að hún hafi ekki verið tilbúin að segja frá misnotkuninni. Aðspurð kvaðst brotaþoli minna að núverandi eiginkona ákærða hafi komið til landsins þegar sonur þeirra hafi verið . Um það hvort eiginkonan hafi verið mikið heima við kvað brotaþoli að hún hafi átt við hlið í einhvern smá tíma. Misnotkunin á heimili ákærða hafi átt sér stað þegar eiginkona hans hafi ekki verið heima við, eða verið í tölvunni. Aðspurð hvort brotaþoli gæ ti tímasett nánar einstök brot kvaðst hún ekki geta gert það, en þetta væri mjög langt tímabil og fari allt saman þannig að hún geti ekki tímasett þetta nánar, en hún hafi lokað þetta inni í mörg ár. Aðspurð nánar um það sem greinir í ákærulið 2 kvaðst bro taþoli ekki geta tímasett það nánar en að hún hafi verið 13 ára. Þó muni hún að dimmt hafi verið úti, þannig að þetta muni hafa verið að kvöldlagi. Um það sem greinir í ákærulið 3 kvað brotaþoli að þetta hafi verið myndskeið, en ekki ljósmyndir. Kvaðst ekki geta sagt til um fjölda skipta og á hvaða tímabili. Þetta hafi gerst á en brotaþoli kvaðst ekki muna til þess að þetta hafi gerst annars staða r. Aðspurð um það þegar ákærði hafi látið hana snerta á sér kynfærin og hvað hafi falist í því lýsti brotaþoli því að hún hafi ekki vitað hvað hún hafi verið að gera þannig að ákærði hafi sýnt henni hvernig hún ætti að bera sig að. Hann hafi líka sagt henn i að sleikja hann meðan hann hafi verið í tölvunni. Stundum hafi hann sagt líka kvað hún að hann hafi látið hana rúnka sér. Um það hvernig hann hafi látið hana sleikja á sér liminn og hvort hann hafi látið liminn upp í hana, kvað brotaþoli að hún hafi sleikt liminn með tungunni. Aðspurð hvort brotaþoli hafi á þessu langa tímabili reynt að forðast að hitta ákærða, koma heim til hans eða umgangast hann, kvað hún að það hafi hún gert þegar hún hafi verið orðin eldri. Það hafi byrjað þegar hún hafi verið 13 ára. Þegar hún hafi verið t.d. 10 eða 12 ára hafi hún alveg farið heim til ákærða. Um það hvernig það hafi komið til að hún væri að passa fyrir ákærða kvað brotaþoli að það hafi verið þannig að ákærði og konan hans hafi spurt móður hennar hvort brotaþoli gæti passað, að því er brotaþoli hélt. Henni hafi þótt og þyki vænt um þessi frændsystkini sín og ekkert þótt að því að passa þau. Hún hafi samt sem áðu r átt von á því að eitthvað svona gæti gerst. Hún hafi ekki talað um það við móður sína hvort hún gæti sleppt því að passa, en hún hafi sem minnst reynt að fara ekki ein og ekki oft farið ein. Stundum hafi hún þó verið ein. Aðspurð, vegna orðalags í ákærul ið 2, hvort ákærði hafi einhvern tíma reynt eða beðið um að hafa við hana samfarir kvað brotaþoli að það hafi ekki verið, ekki fyrr en 18 þarna. Aðspurð um sáðlát sem lýst er í ákærulið 1 og hvort sæðið hafi einhvern tíma farið á hana sjálfa kvað brotaþoli að það hafi verið. Í eitt skipti hafi ákærði sett sæðið í nærbuxur hennar, en annars bara í ruslið. Þetta sé eina skiptið sem hún muni eftir að sæðið hafi farið á hana. Brotaþoli kannaðist við að þegar þetta hafi átt sér stað hafi hún a.m.k. í einhverjum til fellum verið ber að neðan, en kvaðst ekki halda að hún hafi þá líka verið ber að ofan. Ákærði hafi samt ekkert alltaf klætt hana úr, heldur oft bara farið með hendi niður í buxur hennar. Í einhverjum tilfellum hafi hann dregið buxur hennar niður að hnjám. Það hafi ýmist verið þannig að hún hafi setið eða hann. Hún hafi í einhverjum tilfellum verið liggjandi í svefnsófanum á , en hann hafi þá ekki verið liggjandi heldur verið á hnjánum á gólfinu, en sófinn hafi verið uppreistur sem sófi en ekki sem rúm. Á kærði hafi þannig ekki legið með henni. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli muna eftir síðasta skiptinu þegar ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar. Það hafi verið á , en hún gæti ekki sagt til um hve gömul hún hafi verið. Þá kvað brotaþoli að eftir þet ta hafi henni verið erfitt að hafa við ákærða samskipti sem á yfirborðinu litu eðlilega út. Þá kvaðst hún ekki sjálf hafa beðið um að passa fyrir ákærða og konu hans og ekki farið til þeirra að eigin frumkvæði til að passa. Hún hafi samt farið þangað að ei gin frumkvæði til að hitta frændsystkini sín. Þá kannaðist brotaþoli við að þessi atvik hafi líka átt sér stað á heimili ákærða þó konan hans væri heima. Það hafi verið misjafnt hve langan tíma þetta hafi tekið í hvert sinn, stundum bara einhverjar sekúndu r en stundum einhverjar mínútur. Þetta hafi bara tekið eins langan tíma og ákærði hafi haft eða getað. Ekki kvaðst brotaþoli halda að einhver hafi nokkurn tíma komið að þessu. Aðspurð kannaðist brotaþoli við að hafa átt kærasta áður en hún hafi sagt frá þe ssu vorið 2017, en þá hafi verið langt liðið frá því þau hafi hætt saman. Um það hvort kærastinn og ákærði hafi haft einhver samskipti kvað brotaþoli að hann hafi verið hjá þeim um áramótin. Eftir að þau hættu saman viti hún ekki til þess að þeir hafi átt einhver samskipti. Kannaðist ekki við að hafa heyrt um að þeir hafi talað saman rétt áður en hún hafi sagt frá þessu og nánar aðspurð kannaðist brotaþoli ekki við að hafa heyrt um að þeir hafi hist stuttu áður og ákærði þá kallað fyrrverandi kærastann barn aníðing. Aðspurð um þann framburð ákærða að ekkert af þessu hafi gerst og að hann hafi verið að vinna mjög mikið á þessum árum, kvaðst brotaþoli ekki vita hvers vegna hann hafi verið heima við, en í eitt sinn hafi vinkona hennar verið með henni og þau hafi bæði átt að vera farin að vinna og brotaþoli hafi átt að passa, en ákærði hafi samt verið heima og ekki farið í vinnu. Hún hafi spurt hvers vegna hann væri ekki farinn í vinnu og hann svarað því til að hann væri veikur. Hún hafi spurt hvers vegna hún væri þá að passa. Um það að ákærði hafi ekki kannast við að vinkonur brotaþola hafi verið að koma með henni til að passa, kvað brotaþoli að það hafi samt oft verið þannig. Ekki kvaðst brotaþoli hafa orðið þess vör að ákærði væri ölvaður þegar hann hafi misnota ð hana, eða verið að drekka. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli fyrst hafa sagt F vinkonu sinni frá þessu, en áður hafi hún reynt að segja frá þessu, en aldrei sagt þó hver þetta væri. Þær tilraunir hafi verið þannig að hún hafi tveimur árum áður sagt F að hún hafi orðið fyrir misnotkun og F hafi reynt að fá hana til að segja sér hver það hafi verið, en hún hafi ekki sagt frá því fyrr en vorið 2017. Aðspurð kannaðist brotaþoli við þann framburð sinn hjá lögreglu að þegar hún hafi verið í 1. bekk hafi hún sagt H vinkonu sinni að ákærði hafi komið við pjölluna á henni. Á þessum tíma hafi hún í raun ekki verið að segja frá því sem gerst hafi enda þá ekki verið búin að átta sig á því að þetta væri rangt. Hún hafi þá nafngreint ákærða. Aðspurð hvernig þetta ha fi hætt kvaðst brotaþoli hafa farið minna til ákærða og sennilega bara verið orðin of fullorðin fyrir hann. Hún hafi upplifað þetta þannig og að áhugi hans á henni hafi dofnað þegar hún hafi ekki lengur verið krakki. Vitnið E , móðir brotaþola og systir ákæ rða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa fengið vitneskju um þetta þegar þær hafi verið á tónleikum í á . Brotaþoli hafi fyrst sagt bróður sínum að segja mér að hún hafi verið m F vinkona 19 Hafi vitnið tekið brotaþola með sér inn í bíl með vinkonu vitnisins og brotaþoli hafi sagt vitninu að hún hafi veri ð misnotuð af ákærða. Fyrst hafi vitninu dottið í hug að brotaþoli hafi verið misnotuð af föður vitnisins af því að á hann hafi verið bornar slíkar sakir. En brotaþoli hafi sagt að það hafi ekki verið, það hafi alltaf allir haldið að afi væri að gera henni eitthvað en það hafi alltaf verið ákærði. Hafi vitnið ekið áfram og í geðshræringu hringt í ákærða að brotaþoli hafi verið að segja sér að hann hafi misnotað hana í öll þessi ár og beðið hann um að segja sér bara sannleikann. Hafi ákærði verið drukkinn í X segðu sannleikann viðbjóðurinn þinn vitnið komist að þessu. Vitnið hafi ekki talað meira við ákærða þarna og slökkt á símanum og farið heim og þær sagt föður brotaþola þetta og hann orðið reiður og helst viljað fara heim til ákærða og fara í hann. Í þetta sinn hafi ákærði ekki fengið frekari upplýsingar um þetta og þau systkinin hafi aldrei talað saman eftir þetta. Það hafi verið mjög óvenjulegt að hann skyldi ekki tala við hana eftir þetta. Þau hafi verið mjög tengd og stutt milli þeirra í aldri og þau farið saman gegnum súrt og sætt. Kvaðst vitnið telja að væri ákærði saklaus þá hefði hann komið strax heim til hennar og spurt hana hvað væri í gangi og hvað brotaþoli væri að segja. Mikill samgangur hafi verið milli heimilanna. Brotaþoli hafi verið mikið hjá foreldrum vitnisins sínum alveg frá því hún var lítil. Brotaþoli hafi verið mikil ömmustelpa. Á þeim árum sem greinir í ákæru hafi brotaþoli verið mikið hjá ömmu sinni. Hún hafi líka verið hjá föðurforeldrum sínum, sem hafi búið á og hafi ákærði búið þar í kjallaranum. Br otaþoli hafi líka verið á heimili ákærða og verið að passa þar. Hafi vitnið tekið eftir því að brotaþoli hafi þá alltaf viljað hafa vinkonu sína með sér. Hún hafi verið að passa þegar ákærði og kona hans hafi verið í vinnu. Brotaþoli hafi sagt sér eftir á að ákærði hafi oft verið heima líka og komið snemma úr vinnu til að eiga við brotaþola. Vitnið gat ekki fullyrt hvenær brotaþoli hafi byrjað að passa fyrir ákærða og konu hans. Vitnið kvað að ákærði hafi ekki verið í neinum sérstökum samskiptum við brotaþo la, en hann hafi komið í heimsókn og spjallað við þau, en ekkert sérstaklega við brotaþola. Vitnið kvaðst hafa orðið þess vör að brotaþoli vildi forðast ákærða. Vitnið hafi ekki viljað að barnabarn hennar væri hjá ákærða, vegna þess að einu sinni hafi þau verið að tala við K konu ákærða í vefmyndavél og þá hafi K verið ófrísk og grátandi vegna þess að ákærði væri blindfullur og leiðinlegur við sig og sagt við sig að hann hefði frekar viljað sofa hjá systur hennar en henni sjálfri, en systirin hafi verið mik lu yngri en K . Þetta hafi K sagt. Vitnið hafi einhvern veginn ekki viljað trúa þessu en vitnið hafi samt haft þetta í vitund sinni og ekki viljað senda litlu telpuna, barnabarn sitt, í pössun þangað. Hafi vitnið jafnframt gætt þess að ákærði væri ekki einn með brotaþola þegar hann hafi búið á heimili þeirra. Hún hafi heldur ekki sent brotaþola eina í pössun til ákærða. Þetta samtal við K hafi væntanlega verið þegar hún hafi verið ófrísk að syni þeirra sem hafi fæðst á árinu . Þetta hafi hún aldrei rætt v ið ákærða, en hún hafi samt verið búin að bera undir hann það sem O , fyrrverandi kona ákærða, hafi sagt henni, en ákærði hafi bara sagt að O væri geðveik og ekkert að marka hana. O hafi sagt vitninu að ákærði væri með barnagirnd og að hún hafi komið að hon um í tölvunni að fróa sér fyrir framan 11 ára gamalt barn. Þetta hafi O sagt vitninu þegar þau hafi verið að skilja á árinu 2003 að því er vitnið minnti. Hafi O sagt að hún hafi farið í tölvuna og séð fullt af stelpum og náð sambandi við eina stelpuna sem ákærði hafi verið að tala við og sagt henni hvað ákærði væri gamall og að hann væri ekki 12 ára. Þegar vitnið hafi borið þetta á ákærða hafi hann sagt O geðveika og ekkert að marka hana. Eftir að þetta mál hafi komið upp hafi vitnið aftur talað við O sem h afi sagt henni alla söguna. Hafi O sagt að hún hafi gengið inn á ákærða að fróa sér yfir 11 ára gamalli stelpu og hafi ákærði orðið geðveikur þegar hún hafi komið að honum. Eftir það hafi hún orðið fyrir hótunum af hans hálfu og hann hafi látið hlera hana á . Hafi O sagt að hún hafi verið hrædd við ákærða. Þá lýsti vitnið því að brotaþoli hafi hágrátið þegar hún hafi sagt vitninu frá þessu og varla getað talað. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi ekki viljað segja vitninu frá þessu af því að þetta væri bróð ir vitnisins og hún vildi ekki rústa fjölskyldunni. Vitnið hafi margsagt brotaþola og bróður hennar að ef einhver kæmi við einkastaðina þeirra þá yrðu þau að segja henni það því að sú manneskja þyrfti þá að fá hjálp. Vitnið kvaðst ekki áður hafa séð brotaþ ola í slíku uppnámi. Aðspurð hvort vitnið hafi orðið vör við breytta hegðun hjá brotaþola kvaðst vitninu ekki hafa fundist það þegar þetta stóð yfir, en eftir á að hyggja þá hafi orðið mikil breyting á henni. Brotaþoli hafi þannig byrjað að klæða sig öðru vísi þegar hún hafi verið um 12 - 13 ára og farið að sýna meira hold. Þannig hafi brotaþoli 20 nánast verið á brjóstunum í myndatökum fyrir facebook eftir að hún hafi verið byrjuð að fá brjóst. Bræðrum hennar hafi ofboðið myndirnar og hafi vitnið látið brotaþo la taka myndirnar út. Brotaþoli hafi verið farin að sýna kynhegðun meðan hún hafi enn verið barn. Þá hafi vitnið orðið vör við vanlíðan hjá brotaþola eftir þetta, hún hafi t.d. ekki unnið í hálft ár og ekki komið sér út og verið með mikinn kvíða. Vanlíðan hafi verið hjá brotaþola gegnum árin og vitnið farið með hana til læknis og hún fengið kvíðalyf. Í skólanum hafi brotaþola gengið verr og verr eftir því sem hún eltist. Aðspurð kvaðst vitnið aldrei hafa orðið þess vör að brotaþoli væri ósannsögul eða væri að búa til sögur. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa orðið þess vör að stuttu áður en brotaþoli sagði frá þessu að þá hafi komið eitthvað upp á milli vitnisins og ákærða eða brotaþola og ákærða. Samskiptin við ákærða og samgangur milli heimilanna hafi verið v enjulegur og eðlilegur allt til þess að brotaþoli hafi sagt frá þessu. Síðan hafi vitnið hins vegar ekki heyrt í ákærða. Aðspurð kvað vitnið að N , maður vitnisins og faðir brotaþola, hafi ekki farið til ákærða eða hringt í hann og hafi vitnið stoppað hann í því. Kvaðst ekki vita til þess að hann hafi haft samband við ákærða. Vitnið hafi sagt ákærða í símann að hann skyldi læsa útidyrunum svo að N kæmi ekki og dræpi hann. Vitnið N , faðir brotaþola og mágur ákærða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt þá hafi þetta byrjað þegar brotaþoli var 3 - 4 ára gömul og staðið þangað til hún var 13 ára. Tækifærin til þess hafi verið óheyrilega mörg. Í ein 4 ár hafi vitnið unnið og aðeins komið heim um helgar. Hluta þess tíma hafi ákærði búið á heimili þeirra og haft þá ærin tækifæri. Brotaþoli hafi sagt sér frá því tímabili sem þetta hafi staðið yfir. Hún hafi ekki sagt sér frá smáatriðum í þessu sambandi. Mikill samgangur hafi verið og ákærði hafi unnið hjá vitninu í mörg ár við hellulagnir. Alveg frá því að vitnið hafi farið í sambúð við systur ákærða hafi hann verið mjög viðloðandi heimili þeirra. Vitnið hafi ekki sjálfur verið oft á heimili ákærða, en brotaþoli hafi passað fyrir ákærða og konu hans. Um samskipti o g samband brotaþola og ákærða kvaðst vitnið ekki hafa lesið neitt slíkt út úr þeim, enda ekki dottið neitt slíkt í hug. Eftir á að hyggja séu margar vísbendingar um alla hegðun ákærða gegnum tíðina, en ekki þó um þeirra samskipti en frekar um kynferðislega brenglun ákærða, bæði sem vitnið hafi heyrt frá vinum ákærða og fyrrum eiginkonu hans. Líka frá mönnum sem ákærði hafi látið njósna um fyrrverandi eiginkonu sína og mönnum sem ákærði hafi fengið til að hreinsa fyrir sig tölvur. Ekki síður þegar ákærði haf i verið úti á með núverandi eiginkonu sinni sem hafi bara verið barn þá. Hafi núverandi eiginkona lýst því að ákærði hafi reynt að lokka ungar systur upp í rúm til sín. Aðspurður kvaðst vitnið hafa orðið var við breytta hegðun brotaþola gegnum árin. S amskipti þeirra hafi breyst mikið eftir að brotaþoli hafi farið á gelgjuskeið, mögulega líka vegna þess að þá hafi vitnið verið að vinna , en annars hafi þau verið mjög náin. Í skóla hafi brotaþola ekki gengið mjög vel, einkum seinni hlutann. Kvaðst þó ekki geta sagt til um hvenær sú breyting hafi orðið að brotaþola hafi farið að ganga verr í skóla. Vitnið F , vinkona brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því brotaþoli muni hafa sagt henni frá þessu fyrst af öllum. Það hafi verið á árið 2017. Þar hafi brotaþoli séð strák sem hafi gert vitninu mein og þá hafi brotaþoli séð hvað vitnið væri sterk og hafi þá viljað segja vitninu frá þessu svo hún gæti sagt frá þessu fyrir brotaþola. Hafi brotaþola sjálfri þótt svo erfitt að segja fr á þessu og því viljað fá liðsinni vitnisins við þetta. Brotaþoli hafi lýst því stuttu eftir á í hverju misnotkunin hafi falist. Brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi misnotað sig í mörg ár. Hún hafi lýst því að hann hafi verið að káfa á henni og segja eitthva ð við hana sem maður segi ekki við börn. Brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi notað dónaleg orð og talað um kynfæri og verið að snerta hana á fullu. Það sé langt síðan og vitnið muni þetta ekki orði til orðs. Brotaþoli hafi lýst því að ákærði hafi verið að snerta hana innan á lærinu og á kynfærum. Bara líkamann hennar. Hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi komið við pjölluna á henni. Hafi komið fram að hann hafi verið að strjúka henni þar og líka farið þangað inn. Þá lýsti vitnið því að áður en vitnið hafi vitað af þessu hafi brotaþoli iðulega verið spurð hvers vegna hún færi ekki til ákærða, en þekkt sé að brotaþoli elski . Brotaþoli hafi grátbeðið sig um að koma með sér til ákærða og hafi vitninu þótt það mjög skrítið og spurt hvers vegna hún fæ ri ekki bara ein og sagt að 21 hún nennti ekki að sitja þarna með henni allan tímann og horfa á brotaþola . Á endanum hafi vitnið fallist á að koma með brotaþola að . Eftir að brotaþoli hafi svo sagt frá þessu hafi runnið upp ljós fyrir vitninu að brota þoli hafi ekki þorað að fara ein til hans. Vitnið hafi líka vitað til þess að ákærði hafi hringt í brotaþola kl. 4 um nótt. Þá hafi líka runnið upp ljós fyrir vitninu í sambandi við hvernig brotaþoli hafi verið farin að hegða sér, t.d. að klæða sig druslul ega og verið eins og henni væri bara sama um sig og líkama sinn. Þessi breyting hafi orðið á brotaþola kannski mest þegar hún hafi verið 14 - 15 ára. Vitnið tók fram að þær hafi byrjað að vera vinkonur eftir að misnotkunin hafi hætt. Brotaþoli hafi ekki gefi ð neinar skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki getað hugsað sér að fara ein í til ákærða þó hann væri frændi hennar. Vitnið kvaðst aðspurð muna að hafa gefið skýrslu um þetta hjá lögreglu, en muna lítið eftir því. Aðspurð hvort brotaþoli hafi lýs t því að hafa þurft sjálf að gera eitthvað við ákærða kvað vitnið að það hafi verið. Minnti að brotaþoli hafi talað um að ákærði vildi að hún káfaði á typpinu á honum. Kvaðst ekki minnast þess að hjá brotaþola hafi komið fram eitthvað um sáðlát. Nánar aðs purð hvenær brotaþoli hafi fyrst sagt vitninu þetta lýsti vitnið því að hún hafi sagt sér þetta á árinu 2017. En á árinu 2015 hafi brotaþoli lýst því að hafa verið misnotuð. Þá hafi þær verið að tala saman og vitnið hafi sagt brotaþola frá eigin misnotkun og þá hafi brotaþoli sagt frá því að hún hafi sjálf verið misnotuð. Hafi brotaþoli sagt að það hafi verið maður sem byggi og að vitnið vissi ekkert hver það væri, en svo hafi hún ekki viljað tala um það meira. Vitnið hafi reynt að fá meiri upplýsingar um þetta hjá brotaþola, en hún hafi ekki viljað ræða þetta frekar. Brotaþoli hafi ekki lýst því nánar en bara sagt að hún hafi verið misnotuð af frænda sínum . Nánar aðspurð hvað brotaþoli hafi sagt vitninu vorið 2017 þegar hún hafi sagt henni nánar frá þessu eftir í , kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi misnotað hana í mörg ár frá því að hún hafi verið 3 eða 4 ára, hann hafi káfað á kynfærum hennar og væri alltaf í lærunum á henni og að hann hafi beðið hana um að snerta typpið á sér . Þetta sé það sem hún muni best. Brotaþoli hafi grátið og verið mjög brotin þegar hún hafi verið að segja sér þetta. Hafi verið henni mjög erfitt að segja frá þessu vegna þess að ákærði hafi alltaf sagt henni að hún mætti ekki segja þetta neinum. Aðspurð um það þegar brotaþoli hafi talað um þetta á árinu 2015 kvað vitnið að þær hafi verið á og verið í partýi og einhverjar samræður hafi verið um svona mál. Þá hafi vitnið séð brotaþola brotna niður og tekið hana til hliðar og spurt hvað hafi gerst fyrir hana. Þá hafi brotaþoli sagt henni þetta og vitnið hafi spurt hver brotaþoli sagt að hann byggi . Hafi brotaþoli sagt að vitnið þekkti ekki vi ðkomandi og ekki viljað tala um þetta meira. Vitnið hafi oft eftir þetta boðið brotaþola að hlusta á hana frekar með þetta, en brotaþoli alltaf sagt að það skipti ekki máli. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu þar sem vitnið bar að brotaþoli hafi sagt a ð þegar ákærði hafi haft sáðlát þá hafi hann sett það í fötu og líka sett smá á hana, kvaðst vitnið ráma í þetta og að eitthvað hafi komið fram um sæði. Nánar aðspurð um það þegar vitnið hafi farið með brotaþola í hjá ákærða kvað vitnið að það hafi ge rst heima hjá ákærða. Kvað vitnið að þetta hafi verið rétt fyrir ofan , en mundi ekki heiti götunnar. Kvaðst ekki muna hvaða ár þetta hafi verið. Húsið hafi verið á 2 hæðum. Vitnið hafi einu sinni farið með brotaþola einni þegar hún hafi grátbeðið sig a ð koma með, en líka þegar sú þriðja hafi verið með. Aðspurð hvort brotaþoli hafi lýst því við hvaða tækifæri þessi atvik hafi átt sér stað, kvaðst vitnið halda að þetta hafi verið oftast þegar ákærði hafi beðið brotaþola að passa fyrir sig. Vitnið kvaðst a ldrei hafa passað með henni, en það hafi verið áður en vinskapur þeirra varð náinn. Vitnið G , móðir C vinkonu brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa vitað af því þegar þetta hafi komið upp og þegar hún hafi horft til baka þá hafi þetta ekki komið henni á óvart. Þá hafi hún fattað sumt af hegðun brotaþola sem hún hafi ekki skilið áður. Til dæmis þegar brotaþoli hafi verið að fara 22 að passa hjá ákærða þá hafi hún mjög mikið reynt að fá C til að koma með sér til að vera ekki ein. Hafi brotaþoli jafnvel grátið til að fá C með sér að passa. C hafi oft verið að passa með brotaþola og þegar það hafi verið hvað mest hafi þær verið á aldrinum 9 - 10 ára og upp í 13 - 14 ára. Brotaþoli hafi ekki viljað passa ein og alltaf viljað hafa einhvern með sér og yfirleitt C . Brotaþoli hafi sagt vitninu að ákærði hafi misnotað sig, en hún hafi ekki lýst því í smáatriðum. Hún hafi hágrátið í fangi vitnisins þegar hún hafi verið að segja frá þessu, en þetta hafi verið skömmu eftir að hafa sagt frá þessu. Nánar aðspurð um breytta hegðun brotaþola kvaðst vitnið hafa fundist brotaþoli fara of mikið í að sýna sig kynferðislega s.s. að vera í flegnum bolum og þannig. Þarna hafi brotaþoli kannski verið 13 - 14 ára. Brotaþoli hafi gengið áberandi lengra í þessu en jafnöldrur hennar. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu um að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi verið að káfa á henni og strjúka henni og nefnt myndir í tölvu, kvað vitnið að brotaþoli hafi nefnt að ákærði hafi tekið af henni myndir og að hún hafi séð myndir hjá honum. Kyn ferðislegar myndir af ungum stelpum. Þá tók vitnið fram að C dóttir hennar hefði brotnað niður viku fyrir aðalmeðferð og sagt að ákærði hefði reynt að fá sig til að gera eitthvað en að hún hefði alltaf náð að hlaupa út. Vitnið B , vinkona brotaþola, kom fy rir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hún og brotaþoli hafi verið bestu vinkonur frá því þær voru mjög ungar, ásamt D , en svo seinna hafi brotaþoli fjarlægst þær upp úr þurru og farið að leita eitthvað annað. Þær hafi verið bestu vinkonur í mörg ár, en svo kannski árið 2014, eða mögulega fyrr, hafi brotaþoli farið að sækja í aðrar stelpur og þá kannski í stelpur sem hafi lent í svipaðri reynslu, en þessu hafi þær ekki gert sér grein fyrir á þessum tíma. Þetta og fleira hafi runnið upp fyrir þeim v inkonum eftir að brotaþoli hafi skýrt frá því sem fyrir hana hafi komið. Brotaþoli hafi allt í einu byrjað að fara aðra leið en þær hinar æskuvinkonurnar, t.d. hafi hún byrjað að drekka áfengi og lifa kynlífi fyrr en þær hinar. Þessar breytingar á vinahópi hafi byrjað snemma, en svo með drykkju og annað hafi farið að koma breytingar í 6. eða 7. bekk á að giska. Aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt henni frá reynslu sinni sennilega árið 2015 frekar en 2014. Fyrst hafi brotaþoli talað við D vinkonu þeir ra. Fyrst hafi brotaþoli verið að djamma og hringt í vitnið þar sem hún hafi bara verið heima við. Vitnið hafi ekki áttað sig á að símtalið væri mikilvægt og beðið brotaþola um að hringja í sig á eftir. Þá hafi brotaþoli farið heim til D vinkonu þeirra og sagt henni frá þessu öllu. Svo hafi D sagt vitninu frá þessu og þær hafi fengið brotaþola til að segja móður sinni frá þessu. Þetta hafi verið árið 2015 að því er vitnið minnti, en kvaðst þó ekki vera með ártalið á hreinu. Á þessum tíma hafi þær ekki verið mikið að hanga saman, en verið samt vinkonur og séu það enn, þó þær hittist ekki mikið. Þetta hafi ekki verið löngu áður en brotaþoli hafi sagt móður sinni frá þessu. Nánar aðspurð um ártalið og að brotaþoli hafi sagt móður sinni þetta á árinu 2017 kvaðst vitnið halda að þetta hafi verið 2017, en hún sé alveg óviss um ártalið. Þær hafi verið í framhaldsskóla þegar þetta var, en árið 2015 hafi þær verið í 10. bekk. Þetta hafi verið stuttu áður en að brotaþoli hafi sagt móður sinni þetta. Aðspurð hvað brotaþ oli hafi sagt kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt D þetta fyrst og fremst, en D hafi sagt vitninu að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi verið að misnota brotaþola. Ekki hafi komið fram miklar lýsingar á því. Vitnið kvaðst oft hafa verið með brotaþola þegar hún hafi verið að passa fyrir ákærða og brotaþoli hafi verið rosalega mikið á heimili ákærða. Þá hafi ákærði oft verið heima. Hann hafi þá átt heima á og seinna á . Þær hafi verið mjög mikið á báðum stöðum. Brotaþoli hafi mjög oft verið að passa hjá ákærða, en þau hafi samt oft verið heima, eða ákærði fyrst og fremst. Þær hafi ekki verið að spá mikið í að vera að passa en ákærði væri samt heima, enda þær þá verið ungar og að leika sér. Aðspurð hvort vitnið hafi orðið vör við eitthvað skrítið þegar hú n hafi verið með brotaþola á heimili ákærða kvað vitnið að brotaþoli hafi allt í einu verið komin með einhverja skrítna leiki sem tengdust einhverju kynferðislegu og skrítnu, sem brotaþoli hafi viljað að þær tækju þátt í og sem brotaþola hafi fundist mjög eðlilegt en þeim hafi þótt mjög skrítið. Nánar aðspurð lýsti vitnið því að brotaþoli hafi sagt að beygja sig niður og þá ætti að sjást í rassinn. Vitnið kvaðst eiginlega hafa blokkað minningar um þetta af því að þetta hafi verið svo óþægilegt. Vitnið kvaðs t aðspurð ekki muna eftir einhverju einkennilegu í fari ákærða á þessum tíma. Einu sinni hafi þær ætlað að bregða honum og þá hafi hann verið að horfa á klám inni í herbergi og þeim hafi bara fundist það fyndið og hlaupið út. Vitnið kvaðst 23 ekki geta lýst h vernig klám það hafi verið. Vitnið minnti að ákærði hafi orðið var við þær, en þær hafi hlaupið beint út. Vitnið C , vinkona brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hún og brotaþoli hafi orðið bestu vinkonur á aldrinum 7 - 9 ára eða svo og séu enn vinkonur. Þær hafi verið á djamminu þegar brotaþoli hafi fyrst byrjað að segja frá þessu. Brotaþola hafi liðið illa og verið drukkin og það eina sem hún hafi átið og grátið. Þetta hafi verið þegar þær hafi verið í kringum 15 - 16 ára gamlar að því er vitnið minnti. Brotaþoli hafi ekki sagt meira og ekki nefnt ákærða í þessu sambandi. Eftir þetta kvöld hafi þetta komið upp meira og meira. Þá hafi brotaþoli farið a ð opna sig aðeins meira. Hafi brotaþoli talað meira um hvað hann hafi gert henni og hvað þetta hafi verið í langan tíma og hún hafi ekki þorað að segja frá þessu. Aðspurð hverju brotaþoli hafi verið að lýsa kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt að hann hafi v erið að misnota hana í mörg ár. Kvaðst vitnið ekki muna hvernig brotaþoli hafi lýst þessu nákvæmlega, en alltaf þegar hún hafi komið þangað hafi hann byrjað að strjúka á henni lærin og hún hafi aldrei geta komið ein til hans því þá hafi alltaf verið eitthv að. Aðspurð kvaðst vitnið hafa orðið vör við mjög mikla breytingu á brotaþola. Brotaþoli hafi mjög oft þurft að passa þarna og hún hafi grátbeðið vitnið um að koma með sér og það hafi verið rosalegt mál fyrir brotaþola að fara ein til ákærða að passa. Hafi brotaþoli alltaf viljað hafa einhvern með sér. Hún hafi stundum þurft að vera ein og stundum hafi sú sem var með brotaþola þurft að fara heim. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við að ákærði væri á heimilinu þegar þær hafi verið að passa, en hann hafi yfi rleitt verið þegar þær fóru og hann hafi yfirleitt komið heim á undan, en vitnið kvaðst ekki muna þetta mjög vel. Þetta hafi yfirleitt verið að degi til. Aðspurð hvort brotaþoli hafi lýst einhverju meiru en að ákærði hafi strokið á henni lærin kvað vitnið að brotaþoli hafi líka talað um að hann hafi byrjað að strjúka á henni lærin og svo hafi hann farið alla leið og misnotað hana bara. Brotaþoli hafi bara lýst því að hann hafi bara nauðgað henni og snert hana alls staðar og tekið hana úr öllum fötunum og sí ðan bara riðið henni. Nánar aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt að hann hafi riðið henni. Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi látið hana snerta líkama hans og hann hafi tekið á henni hendurnar. Þær hafi alltaf verið í glasi þegar þær hafi talað u m þetta. Brotaþoli hafi ekki getað talað um þetta edrú, en alltaf þegar þær hafi verið í glasi hafi komið smá meira. Enn aðspurð hvort brotaþoli hafi lýst því að um hafi verið að ræða samfarir kvaðst vitnið muna eftir einu skipti þar sem brotaþoli hafi sa gt það. Vitnið kvaðst muna eftir að hafa farið með brotaþola að hjá ákærða og brotaþoli hafi alls ekki viljað fara ein í . Þegar vitnið hafi farið til ákærða í þá hafi hún alls ekki viljað fara ein heldur. Vitnið kannaðist við að brotaþoli hafi lengi vel sagt að sá sem hafi misnotað hana hafi verið frændi hennar af því hún hafi ekki viljað segja hver þetta væri í raun og veru. Vitnið kvaðst ekki hafa verið sjálf mikið í beinum samskiptum við ákærða án brotaþola, en þó hafi hún farið 2 - 3 sinnu m ein til að passa hjá honum þar sem brotaþoli hafi ekki komist. Um það hvort vitnið hafi orðið vör við óeðlilega hegðun hjá ákærða kvaðst vitnið hafa fundist hann ofboðslega óþægilegur og kvaðst muna eftir a.m.k. einu skipti þar sem henni hafi fundist ein s og hann væri að fara að reyna eitthvað og þá hafi hún bara farið. Þá hafi hún verið að passa og ákærði verið að koma heimt þegar hún hafi verið að klára að passa. Hafi ákærði verið óþægilega nálægt henni og henni fundist hann koma nær og nær lærum hennar og hún hafi orðið hrædd og farið. Vitnið kvaðst ekki muna hve gömul hún hafi þá verið. Framan af hafi brotaþoli alltaf talað um óþekktan frænda , en svo þegar hún hafi opnað sig með þetta þá hafi hún sagt að allt sem hún hafi talað um hafi alltaf verið um ákærða en ekki einhvern frænda . Eftir að þær hafi byrjað að drekka og brotaþoli byrjað að opna sig þá hafi hún orðið allt önnur og aumari. Þær vinkonurnar hafi marg oft sagt brotaþola að hún þyrfti að segja foreldrum sínum þetta og fá einhverja aðs toð, en það hafi brotaþoli ekki þorað að gera. Vitnið D , vinkona brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hún og brotaþoli séu æskuvinkonur frá því í leikskóla, en þær hangi ekki mikið saman nú orðið. Vitnið kvað að brotaþoli hafi k omið til hennar, sennilega árið 2016 eða 2017 og sagt henni hvað hafi gerst. Brotaþoli hafi verið á djamminu og verið full, en vitnið hafi bara verið heima hjá sér. Brotaþoli hafi komið hágrenjandi til vitnisins og sagt allt, en vitnið kvaðst muna lítið hv að það hafi verið. Hún hafi sagt að þetta hafi verið X frændi sinn. Vitnið kvaðst ekki vita hvort brotaþoli hafi þá verið búin að segja einhverjum öðrum þetta, en hélt að það væri ekki. Vissi ekki hvort hún hafi verið búin að segja móður sinni þetta. Nánar tiltekið hverju brotaþoli hafi lýst fyrir vitninu um misnotkun kvað vitnið ekki muna þetta orðrétt, en það hafi verið alls konar og síðan brotaþoli var lítil og verið í 24 nokkur ár. Brotaþoli hafi lýst því að ákærði hafi verið að gera alls konar hluti við hana og hann að láta hana gera öfugt. Vitni kvaðst ekki muna í hverju þetta hafi falist nákvæmlega til að geta fullyrt um það. Þetta hafi verið kynferðislegt. Aðspurð kvaðst vitnið hafa orðið vör við breytta hegðun brotaþola og hún hafi fjarlægst vinkonur sínar og leitað í félagsskap annarra vina. Brotaþoli ha fi verið að drífa sig að byrja að drekka og fara á annan stað sem þær hinar vinkonurnar hafi ekki verið á. Þær hafi enn bara verið að leika sér. Þetta geti hafa verið árið 2012 eða þar um bil. Hegðun brotaþola og breytingar á henni hafi verið á annan veg e n allra annarra í árganginum. Þegar brotaþoli hafi komið til vitnisins og sagt henni frá þessu hafi henni liðið mjög illa. Vitnið kvaðst alls ekki hafa orðið vör við að brotaþoli væri gjörn á að ýkja eða segja sögur og tók fram að hún tryði henni 100%. Vi tnið kannaðist við að hafa verið að passa með brotaþola heima hjá ákærða. Það hafi verið á . Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa orðið vör við neitt einkennilegt en hún hafi verið svo lítil að hún hafi ekki verið að pæla í því. Vitnið kvaðst aðspurð m una eftir atviki þegar þær hafi verið að passa hjá ákærða og hafi ætlað að fara að bregða honum. Vitnið hafi ekki farið inn og verið fyrir aftan brotaþola og aðra stúlku og ekki séð, en þær hafi komið aftur og verið hlæjandi og þær hafi sagt að hann hafi verið að horfa á klám. Þetta muni hafa verið á og tölvan hafi verið í einu herberginu, en vitnið kvaðst ekki muna hvar það herbergi hafi verið. Vitnið M kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið umsjónarkennari brotaþola í be kk og hafi jafnframt kennt henni á þeim tíma. Fyrr hafi hún ekki þekkt til hennar. Brotaþoli hafi ekki rætt við sig um þetta mál. Vitnið hafi bara heyrt um þetta úti í bæ eftir að hún hafi verið að kenna henni. Aðspurð um hegðun brotaþola kvað vitnið að hú n hafi alltaf virkað sem ljúf og góð stelpa. Hún hafi svolítið dregið sig til hlés og verið út úr hóp. Verið áhugalaus í skóla og síðasta árið hafi mæting ekki verið góð. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu að hafa fundist eins og eitthvað væri að hjá br otaþola án þess að átta sig á því hvað það væri, kvað vitnið að brotaþoli hafi verið lokuð og ekki glöð. Hafi vitninu fundist eins og líðan brotaþola væri ekki góð. Vitnið H gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd. Skýrði vitn ið frá því að hún og brotaþoli séu æskuvinkonur og hafi þekkst lengi. Kvað vitnið að brotaþoli hafi bara sagt henni að hann hafi misnotað hana. Brotaþoli hafi sagt sér þetta um sumarið 2017. Nánar aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi m isnotað sig um árabil. Nokkrum árum áður, sennilega 2015, hafi brotaþoli sagt vitninu að hún hafi verið misnotuð af frænda sínum, en ekki sagt hver það væri. Hins vegar hafi hún sagt hver það væri þegar hún hafi sagt frá á árinu 2017. Brotaþoli hafi sagt a ð ákærði hafi verið að snerta sig fyrir framan hana og snerta hana kynferðislega og sent henni óviðeigandi skilaboð og boðið henni í heimsókn. Hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi snert á henni kynfærin og snert sjálfan sig líka. Þá hafi brotaþoli líka talað um munnmök í þessu sambandi. Aðspurð kvað vitnið að klár breyting hafi orðið á brotaþola þannig að hún hafi sýnt óöryggi, byrjað að drekka og skaða sig. Hún hafi breyst rosalega. Þessar breytingar hafi byrjað kannski í 7. eða 8. bekk eða svo. Nánar aðspur ð um munnmök kvað vitnið að brotaþoli hafi lýst því að ákærði hafi viljað að hún setti typpið á honum í munn sér. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að brotaþoli hafi lýst munnmökum í hina áttina. Þá kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi sýnt henni kynfærin á sér og snert þau. Áður en brotaþoli hafi komið út með þetta hafi hún ekki gefið svo nánar lýsingar, en aðeins sagt að hún hafi verið misnotuð af ónefndum frænda. Vitnið L sálfræðingur gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd. Vitnið staðfesti vottorð sitt um brotaþola. Vitnið kvað að brotaþoli hafi verið hjá henni í viðtölum frá ágúst 2017 til byrjun júlí 2018. Þegar vitnið hafi ritað vottorðið hafi brotaþoli komið 9 sinnum til vitnisins, en hún hafi svo komið alls í 16 skipti. Síðasta viðtalið hafi verið 6. júlí 2018. Í byrjun meðferðar hafi brotaþoli verið nýbúin að segja frá misnotkuninni eftir að hafa byrgt hana inni í mörg ár. Í byrjun hafi hún verið lokuð en svo hafi myndast traust og hún hafi opnast með þetta. H Hafi brotaþoli greint frá einkennum kvíða og áfallastreituröskunar s.s endurtek num minningum og forðun. Hún hafi ekki greint frá þunglyndiseinkennum, en hún hafi verið á þunglyndislyfjum. Hafi brotaþoli haft neikvætt viðhorf gagnvart sjálfri sér og þótt hún skítug og ógeðsleg vegna þess sem hún hafi orðið fyrir og vegna þess að þetta hafi verið maður sem hún hafi þekkt og treyst. Hafi brotaþoli verið mjög reið gagnvart ákærða um tíma. Brotaþola hafi liðið betur í lok meðferðarinnar og þær ákveðið að gera hlé á henni og sammælst um að brotaþoli hefði aftur samband ef hún vildi og þyrft i, en það hafi hún ekki gert og vitnið lokað málinu. Ekkert annað í sögu 25 brotaþola gæti skýrt þessa líðan hennar. Lýsingar brotaþola hafi verið mjög grófar og þetta hafi verið langvarandi kynferðisofbeldi. Öll einkenni brotaþola hafi tengst þessu. Brotaþol i hafi haft líkamleg einkenni streitu vegna þessa, s.s. höfuðverk og bakverki. Þá greindi vitnið frá því að skv. reynslu vitnisins af störfum sínum í Barnahúsi sé ekki óalgengt að börn skýri frá slíkri misnotkun löngu eftir að hún hafi átt sér stað. Það te ngist skömm og sektarkennd. Þá nefndi vitnið að brotaþoli hafi sagt frá því að þegar hún var 14 ára hafi ákærði komið við kynfæri hennar í bíl þegar hann hafi verið aka vinkonu hennar heim og sagt að hún þyrfti að koma til hans í heimsókn svo að hann gæti riðið henni almennilega. Þetta hafi verið eitt af þeim atriðum sem hafi staðið upp úr í minningum brotaþola. Brotaþoli hafi verið skýr í frásögn sinni og vitnið hafi ekki fengið tilfinningu um að hún væri að ýkja. nkenni sem hún hafi lýst. Nánar aðspurð kvaðst vitnið hafa greint brotaþola með áfallastreituröskun vegna þessara atburða. Aðspurð af verjanda kannaðist vitnið ekki við ótilteknar bandarískar rannsóknir um möguleika þess að gera sér upp einkenni áfallastre ituröskunar. Vitnið M sálfræðingur gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd. Vitnið kannaðist við vottorð sitt og skýrði frá því að brotaþoli hafi komið til vitnisins í 6 skipti, þar af 3 fjarviðtöl. Tilefnið hafi verið kyn ferðisofbeldi sem brotaþoli hafi orðið fyrir frá 3 - 4 ára aldri til 13 - 14 ára. Vitnið kvaðst hafa greint brotaþola með áfallastreituröskun og hafi hún verið með talsverð einkenni hennar og uppfyllt öll greiningarmerki. Áfallastreituröskunin verði rakin þess a kynferðisofbeldis, en brotaþoli hafi ekki greint frá neinum öðrum áföllum. Brotaþoli sé enn í meðferð hjá vitninu. Vitnið kvað að brotaþoli hafi rætt þessa atburði og verið mjög skýr í lýsingum sínum á þessu. Minningarnar sem hún hafi greint frá séu mjög skýrar. Brotaþola hafi reynst mjög erfitt að fara inn í þær, en það hafi gengið vel að vinna með þær. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa gert sérstaka rannsókn á því hvort brotaþoli hafi verið að gera sér upp einkenni áfallastreituröskunar. Almennt sé það ek ki gert, en í tilfelli brotaþola hafi ekkert verið sem bent gæti til þess að það væri tilfellið hjá henni. Vitnið J gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað, en þó án þess að hún sæist í mynd. Vitnið skýrði frá því að brotaþoli væri æskuvinkona H dóttur vitnisins og hafi vitnið þekkt brotaþola frá barnæsku. Vitnið kvað að brotaþoli hafi sagt sér frá þessu á árinu 2017 og í sjálfu sér hafi þessi tíðindi ekki komið vitninu á óvart, en vitnið hafi verið farið að gruna ýmislegt. Nánar aðspurð kvað vit nið að hegðun og líðan brotaþola hafi verið með þeim hætti, en vitnið hafi sjálf verið beitt kynferðisofbeldi sem barn þannig að hún þekki til slíks. Brotaþoli hafi rætt við sig um þetta að því er vitnið minnti um páska 2017. Þá hafi hún talað um ákærða. V itnið kvaðst halda að þá hafi brotaþoli verið búin að segja H dóttur vitnisins frá þessu. Nánar aðspurð um breytingar á líðan og hegðun brotaþola kvaðst vitnið minna að það hafi mest verið í kringum fermingaraldur. Vitnið kvaðst minna að hafa spurt dóttur sína hvort brotaþoli hafi lent í einhverju, en hún hafi þá ekki vitað um það en samt grunað það. Þessi breytta hegðun brotaþola hafi t.d. lýst sér í því að hún hafi farið að mála sig mikið og klæða sig ögrandi. Jafnframt hafi brotaþoli verið þunglynd og of salega misjöfn í skapi. Hafi vitnið fundið að brotaþoli var óhamingjusöm og með lélega sjálfsmynd. Aðspurð kvaðst vitnið ekki vera menntuð á sviði sálfræði, en hún hafi aftur á móti unnið mikið fyrir Stígamót. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu um að ha fa gengið á brotaþola þegar hún var 11 - 12 ára og spurt hvort eitthvað hafi komið upp á, kvaðst vitnið muna eftir þessu, en á þessum tíma hafi vitninu verið byrjað að finnast breytingar á líðan brotaþola sem hafi svo bara aukist á fermingaraldrinum. Nánar a ðspurð kvaðst vitnið ekki vera viss um tímasetninguna, þ.e. hvort samtalið við brotaþola hafi átt sér stað um páskana 2017 eða í annan tíma. Í þessu samtali hafi brotaþoli sagt hver þetta hafi verið. Brotaþoli hafi lýst snertingum og ýmsu. Hafi brotaþoli t alað um að ákærði hafi verið að strjúka brotaþola og sýna henni á sér kynfærin þegar hún hafi verið lítil. Þá kvaðst vitnið muna að brotaþoli hafi talað um atvik þegar hún hafi farið til ákærða í og þá hafi gerst eitthvað meira, en það hafi ekki verið farið nánar í það. Þetta hafi verið brotaþola erfitt og vitnið kvaðst ekki í vafa um sannleiksgildi frásagnarinnar. Vitnið O , fyrrverandi eiginkona ákærða, gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd. Skýrði hún frá því að hafa sk ilið við ákærða 2003. Aðspurð um tilvik sem hafi komið upp fyrir skilnaðinn kvaðst vitnið kannast við það. Aðafaranótt 31. desember 2002 hafi vitnið gengið fram á ákærða í tölvunni um miðja nótt og hafi tölvuskjárinn snúið að svefnherbergishurðinni og þegar vitnið hafi séð þá hafi fáklædd stúlka, á að giska 10 - 12 ára, verið á skjánum og ákærði hafi verið að rúnka sér. Hafi vitnið orðið fyrir 26 gífurlegu áfalli og hafi ákærði bara lokað tölvunni og farið að sofa, en vitnið hafi setið frammi það sem eftir l ifði nætur. Í tölvunni hafi verið 2 aðgangar og hafi annar verið almennur, en hinn aðgangurinn hafi aðeins verið aðgengilegur fyrir ákærða. Vitnið hafi áður ekkert skipt sér af því, en þegar hún hafi aftur komið til sjálfrar sín hafi hún farið í tölvuna og fyrir einhverja slembilukku hafi hún rambað á rétt lykilorð fyrir einkaaðgang ákærða í tölvuna og farið inn á hann. Þar hafi blasað við mjög framandi aðgangur og þar hafi verið spjallþræðir bæði fyrir fullorðna og börn. Þarna hafi verið mikið af allskonar klámsíðum og brúðarlistum. Vitnið hafi ekki náð að opna allt, en þó náð að opna eina möppu þar sem hafi verið sögur og sagan sem hún hafi lesið hafi verið mjög grafísk um sifjaspell og barnanauðgun og á meðan hún hafi verið þarna að skoða þá hafi opnast s pjallgluggi á einum af þessum spjallþráðum og stúlkan, sem vitnið hafi séð á skjánum í upphafi, hafi birst og spurt hvort hann væri kominn aftur. Þetta hafi farið fram á ensku og hafi stúlkan verið stödd í Ameríku. Vitnið hafi frosið í smástund en ákveðið að svara sem ákærði. Í samtali vitnisins við stúlkuna hafi komið fram að stúlkan hafi haldið að hún væri að tala við 12 ára dreng og ástæðan fyrir því að stúlkan hafi ekki séð hann í mynd hafi verið að videokameran heima hjá vitninu hafi snúið niður á gólf og hafi ákærði sagt að hann væri of feiminn til að vera í mynd. Vitnið hafi sagt stúlkunni hvers kyns væri, að hún væri ekki að tala við 12 ára dreng heldur fullorðinn mann og að hún væri eiginkona hans og væri að komast að þessu. Þá hafi stúlkan sagt að hún væri 11 ára. Hafi stúlkan orðið fyrir miklu áfalli við að heyra þetta. Þarna hafi svo tekið við mjög erfiðir mánuðir af samskiptum og hótunum og allskyns erfiðleikum. Ákærði hafi kennt sonum vitnisins um að hafa opnað einhverjar síður með klámstelpum, sem hafi ekki verið rétt. Vitnið hafi reynt að ræða þetta við ákærða, en hann hafi ekki talið þetta alvarlegt vegna þess að þetta væri ekki raunverulegt vegna þess að þetta væri bara í gegnum tölvuskjáinn. Vitnið hafi sagt ákærða að ef hann fengi ekki hjál p þá væri aðeins tímaspursmál hvenær hann tæki þetta inn í raunheima. Vitnið hafi svo farið og talað við lögmann, sem hafi ekki viljað taka mál hennar að sér, og P . Vitnið hafi reynt að láta vita um þetta, en verið undir hótunum frá ákærða. Vitnið kva ðst hafa látið lögreglu hafa sms samskipti sín við ákærða og í nokkrum tilvikum kallað lögreglu til þegar ákærði hafi verið fyrir utan heimili hennar eftir að hún hafi verið flutt frá ákærða. Þá kvaðst vitnið hafa fundið dagbók ákærða þar sem m.a. hafi ver ið ritað að hann þyrfti að fara að hætta þessu og að þetta væri orðið hættulegt. Vitnið K , eiginkona ákærða, gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað með hljóði og mynd. Skýrði hún frá því að hafa kynnst ákærða í apríl árið 2004. Hann hafi ko mið til hennar á það ár og þau hafi svo gift sig 2004. Hún hafi svo komið til Íslands í janúar 2007. Þá hafi þau verið búin að eignast son sem hafi verið að verða ára. Þau hafi búið á í . Annað barn hafi svo fæðst þeim 2007. Þegar þa u hafi búið á hafi hún verið heimavinnandi og verið heimavinnandi þangað til seinna barnið hafi verið og byrjað í leikskóla. Vitnið kvaðst þekkja brotaþola. Brotaþoli hafi ekki verið að passa fyrir þau, en hún hafi bara komið í heimsókn með vinkonu m sínum og hafi þóst vera að passa fyrir þau, en vitnið hafi alltaf verið heima og ekki þurft neina barnapössun. Brotaþoli hafi ekki verið beðin um að passa börnin. Eina skiptið sem vitnið muni eftir að brotaþoli hafi verið beðin um að passa fyrir þau hafi verið á árinu 2012 þegar dóttir vitnisins hafi verið í sumarfríi á leikskólanum og vitnið þá verið að vinna á . Vitnið kannaðist við hvaða ásakanir væru bornar á ákærða og kvaðst aldrei hafa lagt trúnað á þær. Hún hafi aldrei orðið vör við óeðlileg sam skipti milli brotaþola og ákærða, en brotaþoli hafi mikið verið að spyrja um . Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa átt samskipti við móður brotaþola eftir að mál þetta hafi komið upp og hafi ekki verið í neinum samskiptum við hana og hennar fólk síðan. Þau muni aldrei tala við þetta fólk framar. Viku eftir að málið kom upp hafi brotaþoli verið blindfull fyrir utan heimili þeirra og kastað eggjum og lamið reiðhjóli utan í bíl þeirra og öskrað að ákærði skyldi biðjast fyrirgefningar. Aðspurð um það hvort eitth vað hafi komið upp á í samskiptum sem hafi getað skýrt það að brotaþoli bæri þessar sakir á ákærða kvað vitnið að einhvern tíma í maí mánuði hafi brotaþoli beðið um og hafi ákærði og þann 28. maí hafi brotaþoli sagt að hún myndi sækja peninga fyrir og 12. júní hafi hún svo byrjað með þessar ásakanir. Vitnið kvaðst ekki kannast við að hafa verið í sambandi við móður brotaþola vegna einhvers í sambandi við ákærða og yngri systur vitnisins. Ákærði óskaði eftir að gefa aftur skýrslu og kvaðst a ðspurður ekki kannast við þau samskipti sem vitnið C hafði lýst. Einu samskiptin sem hann hafi átt við hana hafi verið að . Þá kannaðist ákærði ekki við að C og vitnið B hafi verið að passa heima hjá honum með brotaþola. Kvaðst ekki muna til þess að hún hafi yfirhöfuð 27 nokkurn tíma verið að passa hjá þeim. Þá kannaðist ákærði ekki við frásagnir vitna um að hann hafi verið heima við á daginn. Hann hafi verið í vinnu frá kl. 8 á morgnana til 7 á kvöldin á þessum tíma. Svo hafi hann árið 2007 byrjað störf hjá R í sem og ekkert getað farið frá. Hann hafi verið með stórt verkefni sem hann hafi þurft að stjórna. Þá kannaðist ákærði ekki við það atvik sem lýst hafi verið þ egar hann hafi átt að vera að skoða klám í tölvu og brotaþoli séð það ásamt vinkonum sínum, enda hafi húsið alltaf verið læst og enginn hefði getað læðst þangað inn, hvorki á né . Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við þær breytingar sem hafi veri ð lýst á brotaþola í kringum fermingaraldurinn, en á þeim tíma hafi hún byrjað að drekka og það gæti hafa haft áhrif, . Þá var ákærði spurður um framburð vitnisins O . Um skilnaðinn kvað ákærði að þau hafi farið saman til sýslumanns og rætt sín á milli a ð fá strax lögskilnað með því að hann gengist við hjúskaparbroti með samskiptum við konur á internetinu. Hann hafi talað við konur á netinu og þau hafi verið ósammála um það og honum hafi ekki fundist það vera framhjáhald að vera að tala við konur á netinu . Það hafi hins vegar aldrei snúist um einhverjar ungar stelpur eða börn. Kannaðist ekki við að hafa verið að ræða við börn á þessum spjallþráðum og O hafi aldrei borið á hann slíkar sakir. Þá kannaðist ákærði við að hafa haldið dagbók þegar hann var óvirk ur alkóhólisti, en þar hafi ekkert verið um eitthvað sem O hafi verið að lýsa. Þá kannaðist ákærði ekki við neitt áreiti af sinni hálfu gagnvart O og hann hafi þvert á móti talið að þau hafi skilið í ágætis sátt. Forsendur og niðurstöður Í máli þessu eru ákærða gefin að sök kynferðisbrot gagnvart brotaþola og er brotunum lýst í þremur liðum ákæru eins og að ofan greinir. Ákærði hefur alfarið neitað sök og ekki kannast við neitt af því sem lýst er í ákærunni, en um þetta hefur brotaþoli borið og hefur hún lýst ætluðum brotum bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Eðli málsins samkvæmt eru yfirleitt engin vitni að brotum eins og þeim sem mál þetta fjallar um. Þá er sjaldnast til að dreifa líkamlegum áverkum eða öðrum beinum sönnunargögnum. Við úrlausn sl íks máls þarf að leggja mat á framburð ákærða, brotaþola og annarra vitna, sem og leggja mat á önnur gögn s.s. gögn um andlega líðan brotaþola. Að mati dómsins hefur brotaþoli verið einlæg og ýkjulaus í framburði sínum. Hún hefur lýst rækilega þeim brotum sem greinir í ákæru og eru ekki missagnir eða mótsagnir í framburði hennar. Hefur hún lýst all ítarlega tilteknum atvikum í þessu sambandi, sem og aukaatriðum þegar atvik hafi gerst, s.s. því að ákærði hafi iðulega látið sæði í ruslafötuna heima hjá ömmu h ennar og afa, en það hafi þó einu sinni farið á hana. Þá er framburður hennar, bæði fyrir dómi sem og hjá lögreglu, í samræmi við það sem fram hefur komið hjá vitnum, bæði að því leyti sem hún hefur sagt frá ætluðum brotum, en jafnframt um önnur atriði s.s . það að hún hafi iðulega verið að gæta barna heima hjá ákærða, hvort sem það var að hennar frumkvæði eða eftir beiðni um það, sem og t.d. það að hún hafi ávallt viljað að einhver væri með henni að passa börn og að hún hafi ekki fyrir nokkurn mun getað hug sað sér að fara ein hjá ákærða. Í framburði ákærða er samræmi innbyrðis um flest, en ekki er hins vegar samræmi í framburði hans og vitna í málinu um ýmis atriði. Þannig hefur ákærði borið að hann kannist ekki við að brotaþoli hafi verið að gæta barna á heimili hans og enn síður hefur hann kannast við að hann hafi þá verið heima, en hann hefur mikið gert úr því að hann hafi ávallt verið í vinnu og þannig í raun aldrei haft tækifæri til að fremja þau brot sem brotaþoli hefur borið um og lýst er í ákæru. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við framburði vitna í málinu, að frátalinni eiginkonu ákærða. Ýmis vitni hafa lýst því að brotaþoli hafi mjög oft verið að passa börn heima hjá ákærða og þá hafa vitni líka lýst því að iðulega hafi ákærði verið heima við þegar brotaþoli og vinkonur hennar hafi verið þar. Að mati dómsins skiptir ekki sérstöku máli hvort brotaþoli var að gæta barna á heimili ákærða að eigin frumkvæði eða hvort hún var beðin um það, en telja verður fullsannað í málinu að brotaþoli hafi iðuleg a og mikið verið á heimili ákærða og að ákærði hafi þá sjálfur oft verið heima við, þrátt fyrir að hann kannist ekki við að svo hafi verið. Þá hefur ákærði lýst því að hann kannist ekki við að á unglingsárum, upp úr fermingu eða svo, hafi orðið verulegar b reytingar á hegðun og líðan brotaþola, en um það hafa mörg vitni borið og er enginn vafí á að svo hafi verið. Hefur ákærði þvert á móti aðeins nefnt í þessu sambandi að á þessum tíma hafi brotaþoli byrjað að drekka áfengi . 28 Fyrir liggur að brotaþoli hef ur sagt ýmsum vinkonum sínum, foreldrum sínum og foreldrum vina sinna frá þeim brotum sem hún hefur skýrt frá fyrir dómi og hjá lögreglu. Var hún raunar byrjuð að gera tilraunir til að segja frá þessu nokkrum árum áður en hún steig á endanum fram og skýrði frá þessu fullum fetum. Þá hefur hún jafnframt sagt frá þessu í viðtölum hjá sálfræðingum. Hafa þessi vitni komið fyrir dóm og lýst því að brotaþoli hafi sagt þeim frá brotum ákærða og í hverju þau voru fólgin. Í öllum meginatriðum er samræmi á milli þess sem brotaþoli hefur borið um og þess sem vitni hafa haft eftir henni. Hefur komið fram að þau vitni sem hún hefur skýrt frá þessu hafa lagt trúnað á frásögn hennar og hafa þau vitni talið frásögn hennar í fullu samræmi við þær breytingar sem þau merktu á brotaþola upp úr fermingu og á unglingsárum. Hefur sömuleiðis ekkert komið fram í málinu um að brotaþoli eigi til að ýkja eða segja ósannar sögur. Þvert á móti hefur komið fram að slíkt kannist vitni ekki við í fari hennar. Í málinu hefur komið fram að bro taþoli hefur verið í viðtölum og til meðferðar hjá 2 sálfræðingum. Annars vegar L í Barnahúsi og hins vegar M hjá . Hjá þeim báðum kemur fram að brotaþoli hefur verið greind með áfallastreituröskun sem verði ekki rakin til annars en þeirra kynferðisbrot a sem hún hefur lýst af hálfu ákærða. Þá hefur jafnframt komið fram hjá þessum sérfræðingum að brotaþoli hafi verið að stríða við mikinn kvíða, endurupplifanir og aðra andlega vanlíðan sem tengist beint þeim brotum sem hún hefur lýst. Þá kom fram hjá vitni nu L að hún teldi útilokað að brotaþoli hefði getað gert sér upp þessi einkenni. Hjá vitninu M kom fram að ekkert hefði gefið tilefni til þess að ætla að brotaþoli væri að gera sér upp þessi einkenni. Framburður og vottorð téðra sálfræðinga er í fullkomnu samræmi við framburð þeirra vitna sem standa nærri brotaþola og sem hafa rækilega lýst andlegri vanlíðan brotaþola, frávikum hennar í hegðun samanborið við jafnaldra, sem og áralöngum tilraunum hennar til að segja frá þeirri misnotkun sem hún hefur nú lýs t af hálfu ákærða. Er það mat dómsins að framburður allra þessara vitna sé trúverðugur og er ekkert sérstakt fram komið í málinu sem rýrir gildi hans, þrátt fyrir framburð ákærða sjálfs um að hann hafi ekki orðið var við breytingar á líðan brotaþola. Ekker t hefur komið fram í málinu sem geti skýrt andlega vanlíðan brotaþola og þær breytingar á henni sem upplýst er um, annað en ætluð kynferðisbrot ákærða gagnvart henni. Hjá ákærða og brotaþola, sem og fjölskyldu þeirra, s.s. móður brotaþola, sem jafnframt er systir ákærða, hefur komið fram að ekki hafi neitt sérstakt komið upp á í samskiptum ákærða og brotaþola, eða fjölskyldu hennar, sem gæti hafa gefið henni tilefni til að bera rangar sakir á ákærða. Hefur þvert á móti komið fram að samskipti milli ákærða o g fjölskyldu brotaþola, og þar með hennar sjálfrar, hafi öll verið með ágætum og lýsti vitni E , móðir brotaþola og systir ákærða, því að þau systkinin hafi verið náin, mjög tengd og stutt á milli þeirra í aldri. Er þannig ekkert í málinu sem gefur tilefni til að ætla að brotaþoli hafi haft tilefni til slíks framburðar væri hann ekki réttur. Kvaðst ákærði ekki hafa nokkrar skýringar á framburði brotaþola, nema ef vera skyldi að honum og fyrrverandi kærasta brotaþola hafi orðið sundurorða skömmu áður en brota þoli steig fram með frásögn sína. Að mati dómsins er þessi skýring fráleit, en þess er að geta að brotaþoli sjálf kvaðst aldrei hafa heyrt af þessu. Hjá ákærða, sem og móður brotaþola og öðrum fjölskyldumeðlimum, s.s móður hennar, hefur komið fram að efti r að móðir brotaþola hringdi í ákærða um kvöldið eða nóttina þegar brotaþoli hafði sagt henni frá ætlaðri misnotkun, hafi ákærði aldrei rætt við fjölskyldu hennar eða spurst nánar fyrir um það í hverju ásakanirnar væru fólgnar eða hvað lægi þar að baki, þr átt fyrir að samskipti milli þessa fólks hafi áður verið tíð, náin og áfallalaus. Að mati dómsins eru þessi viðbrögð ákærða fallin til þess að renna stoðum undir málatilbúnað ákæruvaldsins, en ætla mætti að saklaus maður tæki slíkum ásökunum ekki þegjandi, en geta ber þess hér að móðir brotaþola bar ekki á ákærða sakir í símtalinu en spurði hann aðeins um þetta. Hjá vitninu K , eiginkonu ákærða, kom fram fyrir dómi að nokkrum dögum eftir að brotaþoli hafi stigið fram með ásakanir sínar hafi brotaþoli verið m jög ölvuð fyrir utan heimili hennar og ákærða, kastað eggjum og lamið reiðhjóli í bíl þeirra og öskrað að ákærði skyldi biðjast fyrirgefningar. Að mati dómsins rennir þetta stoðum undir það að framburður brotaþola um misgjörðir ákærða gegn henni séu sannar , enda ekkert fram komið um að hún hafi borið þungan hug til hans af öðrum orsökum. Þetta vitni gat heldur ekki gefið neina haldbæra skýringu á því hvers vegna brotaþoli hafi hagað sér með þessum hætti fyrir utan heimili þeirra umrætt sinn. Þá komu ekki 29 fr am hjá henni neinar mögulegar skýringar á því hvers vegna brotaþoli ætti að hafa borið slíkar sakir á ákærða væru þær ekki sannar. Að öllu framansögðu virtu þykir vera hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um alla þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða, en rétt er að geta þess að hluti þeirra brota sem lýst er í ákærulið I varðaði við 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á þeim tíma sem þau voru framin. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði unnið sér til refsingar, en skv. framlögðu sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Brot ákærða voru mjög gróf og framin á löngu tímabili, sem náði nánast yfir alla barnæsku brotaþola og beindust því að gríðarlega mikilsverðum hagsmunum hennar. Brotin beindust að nánum fjölskyldumeðlim og átti brotaþoli að geta borið traust til ákærða, en í stað þess brást ákærði algerlega trausti brotaþola og fjölskyldu hennar og misnotaði hann sér bernsku hennar og getuleysi af þe im sökum til að segja frá misgjörðum hans í hennar garð, en ákærði hafði algera yfirburðastöðu í samskiptum sínum við brotaþola. Þá voru brotin að hluta til framin heima hjá brotaþola sjálfri og heima hjá ömmu hennar og afa þar sem hún átti að eiga öruggt athvarf og skjól. Verður ekki betur séð en að brotavilji ákærða hafi verið mikill og einbeittur. Ákærði á sér engar málsbætur. Að öllu þessu virtu er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 6 ár, sem kemur ekki til nokkurra álita að skilorðsbinda að neinu leyti . Í brotum ákærða felst mikill miski í garð brotaþola. Hefur ákærði bakað sér miskabótaábyrgð gagnvart henni sbr. b lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að virtum hinum alvarlegu og grófu brotum ákærða, sem stóðu yfir í um áratug, sem og hinum al varlegu og miklu afleiðingum sem þau hafa haft fyrir brotaþola, þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola kr. 2.500.000 í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði, en bótakrafan var kynnt verjanda ákærða þann 8. október 2020. Samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, en skv. yfirliti rannsakara nam útlagður kostnaður við rannsókn kr. 88.470 og ber ákærða að greiða hann. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs v erjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, kr. 3.021.570 að virðisaukaskatti meðtöldum, en jafnframt aksturs og ferðakostnað verjandans, kr. 87.800. Þá greiði ákærði jafnframt þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, kr . 868.620 að meðtöldum virðisaukaskatti. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 6 ár. Ákærði greiði A kr. 2.500.000 í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. júní 2017 til 8. nóvember 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði gre iði allan sakarkostnað, alls kr. 4.066.460, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, kr. 3.021.570 að virðisaukaskatti meðtöldum, og jafnframt þ.m.t. aksturs og ferðakostnaður verjandans, kr. 87.800, og jafnframt þ.m .t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, kr. 868.620 að meðtöldum virðisaukaskatti . 30