LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 2. október 2020. Mál nr. 190/2019 : Íslenska ríkið ( Edda Björk Andradóttir lögmaður, Andri Andrason lögmaður, 2. prófmál ) gegn Sjálfseignarstofnunin ni Gríms tunguheiði /Hau kagilsheiði og Sjálfseignastofnuninni Auðkúluheiði ( Sigurður Jónsson lögmaður) og gagnsök Lykilorð Eignarréttur. Afréttur. Fasteign. Þjóðlenda. Hefð. Gjafsókn. Útdráttur SGH og SA höfðuðu mál gegn Í og kröfðust þess að fellt yrði úr gildi ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar um að landsvæðið Fors æludalskvíslar væri þjóðlenda með nánar tilgreindum merkjum, en í afréttareign SGH og SA. Reistu SGH og SA kröfu sína á því að landið væri háð beinum eignarrétti þeirra. Héraðsdómur sýknaði Í af aðal - og varakröfu SGH og SA en tók til greina aðra varakröfu þeirra sem byggðist á því að hluti landsvæðisins með tilgreindum merkjum hefði verið útmældur til þess að tilheyra nýbýlinu Réttarhóli. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að ekki yrði ráðið af Landnámu hversu langt upp til fjalla landnám á þessu svæði hefði náð. Lýsingar í sögulegum heimildum gæfu sterkar vísbendingar um að menn hafi ekki talið að allt svæðið væri háð einkaeignarrétti eigenda jarðanna Forsæludals og Þórormstungu. Tvær lögfestur frá 1806 og 1809 um merki jarðanna sem einnig tóku til merk ja Forsæludalskvísla og skráning merkja jarðanna í landamerkjaskrá árið 1890 voru ekki taldar sanna beinan eignarrétt eigenda jarðanna. Þá taldi Landsréttur að staðhættir, gróðurfar og fjarlægð svæðisins frá byggð styddu ekki að allt svæðið hefði verið und irorpið beinum eignarrétti frá öndverðu. Benti rétturinn á að utan búsetu Björns Eysteinssonar á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum á árunum 1886 - 1890 væri ekki að finna neinar sögulegar heimildir um að búið hefði verið í Forsæludalskvíslum eða að landsvæðið hafi verið nýtt til almennra búsnytja frá heimalöndum jarðanna. Staðfesti Landsréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um að sýkna Í af aðal - og varakröfu SGH og SA. Landsréttur rakti ítarlega heimildir um stofnun Björns á nýbýli að Réttarhóli á grundvelli þá sem vilja upp taka eyði - sem mælt var fyrir um í 6. gr. tilskipunarinnar. Í greininni væri þess ekki getið hver 2 sýslumanns auk þess sem hann og a mtmaður hefðu báðir haft undir höndum byggingarbréfið og þeim því fullkunnugt um stofnun nýbýlisins að Réttarhóli. Hafnaði Landsréttur því að vanhöld á þinglýsingu hefðu leitt til þess að ekki hefði stofnast til einkaeignarréttar Björns á því landi sem önn ur varakrafa SGH og SA tók til. Þar sem SGH og SA leiddu rétt sinn af réttindum Björns var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um aðra varakröfu þeirra. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 13. mars 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra 14. febrúar 2019 í málinu nr. E - 29/2015 . 2 Aðalá f rýjandi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum gagnáfrýjenda. Þá krefst hann aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti en til vara að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. 3 Gagnáfrýjendur áfrýjuðu málinu til Landsréttar fyrir sitt leyti 10. maí 2019. Í aðalsök krefjast gagnáfrýjendur sýknu af kröfum aðaláfrýjanda. Gagnáfrýjendur kref ja st þess aðallega í gagnsök að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar frá 19. desemb er 2014 í máli nr. 2/2013, Húnavatnshreppur, að því leyti er varðar Forsæludalskvíslar, landnúmer 217644, það er eftirtalin úrskurðarorð: ,,Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að landsvæði það sem nefnt hefur verið Forsæludalskvíslar, svo sem það er afmar kað hér á eftir, sé þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Upphafspunktur er í Vatnsdalsá á móts við Svínavatnslækjarós. Þaðan er dregin bein lína austur í há Bótarfell. Úr Bótarfelli er farið til austur, yfir Eyjavatn, í vörðu austan megin við Mjóavatnslæk. Þaðan er farið suðaustur í Fellakvísl þar sem Kolkukvísl fellur í hana. Þá er Fellakvísl fylgt til upptaka og þaðan er dregin bein lína til suðvesturs í norðurenda Búrfjallahala. Úr Búrfjallahala er farið til norðvestur s í upptök Ströngukvíslar og henni fylgt þar til hún rennur í Vatnsdalsá við Stórakrók og ræður þá Vatnsdalsá í upphafspunkt við 4 Til vara krefjast gagnáfrýjendur þess að ofangreindur úrskurður óbyggðanefndar verði felldur úr gildi, að því er varðar þann hluta af landi Forsæludalskvísla, landnúmer 217644, sem liggur norðan og vestan línu sem dregin er frá upptökum Fellakvíslar austanvert við Öldur beina leið í upptök Ströngukvíslar, og þar með viðurkenndur fullkominn eignarrét tur gagnáfrýjenda að landi Forsæludalskvísla norðan ofangreindrar línu. 3 5 Þá krefjast gagnáfrýjendur málskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem þeim hefur verið veitt. 6 Dómendur fóru á vettvang 21. ágúst 2020 ásamt lögmönnum aðila og fulltrúum gagnáfrýjend a. Vettvangsgangan hófst við Kolkustíflu þaðan sem riðið var að Réttarhóli. Síðan var haldið að Áfangafelli og þaðan ekið suður Kjöl yfir Seyðisá að Hveravöllum og Þjófadölum og lauk vettvangsgöngunni á Fjórðungsöldu. Málsatvik og sönnunarfærsla 7 Samkvæmt á kvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta ákvað óbyggðanefnd 21. febrúar 2008 að taka til meðferðar tiltekið landsvæði á Norðvesturlandi. Óbyggðanefnd bárust kröfur aðal áfrýjanda 2. júlí 2012 , sem vörðuðu al lt svæðið, og birti hún þær samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 ásamt því að skora á þá, sem teldu þar til eignarréttinda, að lýsa kröfum sínum. Fjölmargar kröfur og athugasemdir bárust nefndinni og ákvað hún að fjalla um svæðið í f jórum aðskildum má lum. Eitt þeirra var mál nr. 2 /20 13 , sem náði til Húnavatnshrepps . Málið tók meðal annars til landsvæðisins Forsæludalskvísla , sem liggur á milli Auðkúluheiðar að austan og Grímstunguheiðar að vestan, sem gagnáfrýjendur k ö ll u ð u til eignarréttar yfir en aða l áfrýjandi taldi vera þjóðlendu. 8 Í úrskurði óbyggðanefndar í málinu 1 9. desember 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að landsvæðið Forsæludalskvíslar væri þjóðlenda samkvæmt 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr. laga nr. 58/1998 Uppha fspunktur er í Vatnsdalsá á móts við Svínavatnslækjarós. Þaðan er dregin bein lína austur í há Bótarfell. Úr Bótarfelli er farið til austur s , yfir Eyjavatn, í vörðu austan megin við Mjóavatnslæk. Þaðan er farið suðaustur í Fellakvísl þar sem Kolkukvísl fel lur í hana. Þá er Fellakvísl fylgt til upptaka og þaðan er dregin bein lína til suðvesturs í norðurenda Búrfjallahala. Úr Búrfjallahala er farið til norðvesturs í upptök Ströngukvíslar og henni fylgt þar til hún rennur í Vatnsdalsá við Stórakrók og ræður þ á Vatnsdalsá í upphafspunkt við Svínavatnslækjarós. Í úrskurðinum var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að sama landsvæði væri í afréttareign gagnáfrýjenda, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c - lið 7. gr. laga nr. 58/1998, sem njóta veiðiréttar í ám og vötnum sam kvæmt 5. gr. sömu laga, sbr. II. kafla laga nr. 61/2006 um lax - og silungsveiði . 9 Gagnáfrýjendur höfð uðu mál þetta 21. júlí 2015 og er óumdeilt að það hafi verið gert innan þess frests sem um ræðir í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. Fyrir héraðsdómi kröfðu st gagnáfrýjendur þess aðallega að úrskurður óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi. Til vara kröfðust þeir þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi að hluta, að því er varðar þann hluta af landi Forsæludalskvísla, landnúmer 217644, sem liggur norðan og vestan línu sem dregin er frá upptökum Fellakvíslar austanvert við Öldur beina leið í upptök Ströngukvíslar , og þar með viðurkenndur fullkominn eignarréttur gagnáfrýjenda að landi Forsæludalskvísla norðan framangreindrar línu. Með annarri varakröfu kröfðust gagnáfrýjendur þess að nefndur úrskurður 4 óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi að hluta, að því er varðar þann hluta af landi Forsæludalskvísla , landnúmer 217644, sem liggur norðan og austan línu sem dregin er úr Áfangafelli til Stóra steins við Miðkvísl og fylgir síðan Miðkvísl til Vatnsdalsár , og þar með viðurkenndur fullkominn eignarréttur stefnenda að landi Forsæludalskvísla norðan og vestan nefndrar línu . Að því frágengnu kr öfðus t þeir þess að viðurkennt yrði að þeir ættu einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu, án endurgjalds, á öllu því svæði Forsæludalskvísla sem úrskurðað var þjóðl enda. Með hinum áfrýjaða dómi var önnur varakrafa gagnáfrýjenda fyrir héraðsdómi tekin til greina en öðrum kröfum hafnað. 10 Í málinu er ekki ágreiningur um mörk hins umdeilda svæðis eða þau mörk sem kröfugerð gagnáfrýjenda byggist á að því marki sem fallist yrði á forsendur kröfugerðarinnar. Þá eru aðilar sammála um þá niðurstöðu óbyggðanefndar að svæðið teljist að minnsta kosti í afréttareign gagnáfrýjenda ef ekki er fallist á kröfur þeirra um beinan eignarrétt. 11 Í hinum áfrýjaða dómi er málavöxtum ítarlega lýst og er ekki ágreiningur á milli málsaðila um þá lýsingu. Þá er í dóminum farið ítarlega yfir þær sögulegu heimildir sem óbyggðanefnd hafði tekið saman um svæðið við málsmeðferðina fyrir nefndinni og gögn sem málsaðilar hafa lagt fram í málinu. Í heimil dum hefur landsvæðið Forsæludalskvíslar eða hlutar þess einnig verið kallað Dalskvíslarland, Dalskvíslar, Dalsheiði, Dalsbót og Kvíslarland. Elsta heimildin um svæðið er dómur frá árinu 1536 þar sem tekin var fyrir ákæra vegna þess að menn vildu ekki reka lömb á Dalsheiði. Svo sem nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi og úrskurði óbyggðanefndar bera sögulegar heimildir með sér að Forsæludalskvíslar hafi almennt verið tilgreindar sem afréttar - eða heiðarland sem tilheyrði jörðinni Forsæludal og síðar einnig Þ órormstungu að hluta og hafi verið nýttar til beitar og annarra takmarkaðra nota svo sem grastekju og hrísrifs. Í heimildunum kemur meðal annars fram að nokkrar deilur hafi verið á milli eigenda Forsæludalskvísla og annarra bænda um rétt og skyldu til uppr ekstrar á heiðina svo og um heimildir til grastekju og hrísrifs. Ekki er að finna í sögulegum heimildum merki um búsetu eða aðrar almennar búsnytjar í Forsæludalskvíslum ef undan er skilin búseta Björns Eysteinssonar á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum á áru num 1886 til 1890 en hann átti áður jarðirnar Forsæludal og Þórormstungu eins og nánar verður rakið hér á eftir. Í hinum áfrýjaða dómi var fallist á aðra varakröfu gagnáfrýjenda á þeim grundvelli að í raun hafi verið stofnað til nýbýlis á Réttarhóli auk þe ss sem landið væri vel gróið og hefði að öllum líkindum um aldir tilheyrt jörðinni Forsæludal. Væri landið því undirorpið beinum eignarrétti. Óbyggðanefnd hafði á hinn bóginn talið að vanhöld Björns Eysteinssonar á þinglýsingu byggingarbréfs fyrir nýbýlið að Réttarhóli leiddu til þess að ekki væri unnt að viðurkenna að til fullnaðrar nýbýlastofnunar hefði komið í samræmi við - jarðir eða óbygð pláz n). Samkvæmt því væri ósannað að til 5 eignarréttar hefði stofnast yfir þeim hluta Forsæludalskvísla sem nýbýlið að Réttarhóli átti að taka til. 12 Í úrskurði óbyggðanefndar kemur fram að samkvæmt heimildum hafi þeir Björn Guðmundsson bóndi í Þóro r mstungu og B rynjólfur Brynjólfsson bóndi í Forsæludal birt auglýsingu í blaðinu Norðra 28. febrúar 1858 sem hljóðaði svo: Vegna þess að vjer, ráðendur heiðarlandsins Dalskvísla sem að stærð og gæðum er álitið nægilegt fyrir 8 10 býli höfum að engu verið sæmdir me ð borgun fyrir þann afarfjölda sauðfjár og stóðhrossa sem af báðumegin aðliggjandi heiðum hefur yfirtroðið þær , þá bjóðum vjer nú hverjum sem girnist nýbýli, að koma sem fyrst og semja við oss um byggingu í nefndum Dalskvíslum, sem orðið getur næstum ósl itin byggð frá Vatnsdalnum; og til merkis um, að menn ei þurfa að fráfælast þetta, þá gjörum vjer vitanlegt, að 2 dugandismenn hjer í grenndinni sem þekkja landið, hafa þegar tjáð sig mjög viljuga til þessa fyrirtækis 15. september 1858 hafi bir s t ö nnur auglýsing sem Brynjólfur skrifar einn undir. Í auglýsingunni sagði : Áhrærandi auglýsinguna í 6. ári Norð r a, bls. 16. um að byggja í heiðarlandinu Dalskvíslum, gjöri jeg þeim vitanlegt, sem hafa sent oss brjefleg eða munnleg orð um vilja sinn í þess u, og jafnframt þeim, sem framvegis kunna að vilja aðhyllast það boðna, að eigendur kjósa heldur að selja landið á leigu með sem aðgengilegustum skilmálum, en að afhenda það til eignar, jafnvel þó jeg eigandi 5/9 hluta þess, tjái mig ekki öldungis óviljuga n til þess, móti álitlegri borgun 13 Svo sem rakið er í hinum áfrýjað a dómi og úrskurði óbyggðanefndar kemur fram í heimildum að Björn Eysteinsson hafi árið 1882 eignast Forsæludal ásamt 5/9 hlutum Dalskvísla en sá hluti Dalskvíslaland s virðist hafa verið sel dur með sérstökum gerningi. Skömmu síðar eignaðist Björn einnig þá 4/9 hluta Dalskvísla sem tilheyrðu Þórormstungu. Hinn 8. október 1886 hafi hann auglýst Forsæludal til sölu í blaðinu H únavatnssýslu er til sölu, að undanskildu afrjettarlandinu Hvíslum. Kaupandi getur fengið jörðina til ábúðar í næstu fardögum. Hver sem kynni að vilja kaupa jörðina er Af au g lýsingunni má ráða að Björn hafi á þessum tíma verið fluttur að Réttarhóli . 14 Jafnframt kemur fram í hinum áfrýjaða dómi og úrskurði óbyggðanefndar að Björn Eysteinsson hafi selt Hannes i Þorvarðars yni jörðina Forsæludal upp í skuldir 12. apríl 1887 . Í samni ngnum segi meðal annars : [ J ]eg Hannes Þorvarðarson tek hjer með brjefi þessu á móti jörðinni Forsæludal í Vatnsdal að dýrleika 28 ½ hndr. sem með brjefi af 9. febrúar 1883 hefir staðið í veði til mín mót skuldarupphæð 2958 krónum, eins og hún nú kemur fyr ir í næstkomandi fardögum með 2 kúgildum að húsum sem tjeðri jörð fylgdi samkvæmt afsalsbrjefi af 10. april 1882. Jörðin Forsæludalur er þannig með brjefi þessu afhent velnefndum Hannesi að fráskildu Hvíslalandi, sem með sjerstöku afsalsbrjefi af 14. janúa r 1882 er selt og afhent nefndum Birni Eysteinssyni, með þeim skilmálum að jeg Björn Eysteinsson lofa hjermeð að greiða velnefndum Hannesi Þorvarðarsyni 200 (tvö hundruð) krónur sem greiðist að nokru 6 leyti með fjárhúsum sem standa á jörðunni, eptir óvilhal lra manna mati, en það sem ekki þannig greiðist af tjeðri upphæð borgist fyrir árslok 1888. Ennfremur lofa jeg Björn Eysteinsson að greiða ársrentu 4% af 2958 krónum eða að upphæð 118 (hundrað og átján) krónur í peningum á næstkomandi hausti 1887. Sömuleið is er hjermeð áskilið að samþykkt að Forsæludalsábúandi hafi framvegis sem hingað til fullan rjett til að reka lömb sín á Hvíslaland fyrir vestan Miðhvísl. 15 Í gögnum málsins kemur fram að Björn Eysteinsson hafi 12. febrúar 1887 skrifað amtmanni bréf og gre in t honum frá því að hann h e fði keypt jörðina Forsæludal nokkrum árum áður og þá um leið heiðarlandið Dalskvíslar sem ligg i á milli Auðkúluheiðar og Grímstunguheiðar. Í bréfinu er því lýst að hann hafi gefið næstu hreppum kost á að leigja Dalskvíslar sem a fréttarland en sumir hreppar hafi ekki viljað greiða fyrir það. Hann hafi þá tekið ákvörðun um að leigja Forsæludal öðrum en flutt sjálfur í Dalskvíslar og byggt þar bæ að Réttarhóli. Í bréfinu segir að á landi þessu h afi aldrei fyrr byggð verið svo menn v iti. Björn upplýsir amtmann um að ekki sé um að ræða land sem nokkur annar, hvorki einstaklingur né almenningur, eigni sér. Þar sem landið sé skýlaus eign Björns telji hann óþarfa og ekki eiga við sínar aðstæður að auglýsa þá áætlun sína að taka þar upp ný býli. Hann biður því amtmann að hlutast til um að hann hljóti þau réttindi og hlunnindi sem nýbýlatilskipunin frá 15. apríl 1776 veiti honum eins fljótt og auðið er. 16 Amtmaður skrifaði sýslumanni bréf 14. apríl 1887 , greindi honum frá áformum Björns og leit aði umsagnar hans um það hvort auglýsa þyrfti fyrirhugaða stofnun nýbýlis eða hvort byggð Björns í Dalskvíslum ætti e f til vill að skoðast sem afbýli samkvæmt rentukammerbréfi frá 26. febrúar 1842. Í svar bréfi til amtmanns 8. nóvember 1887 segir sýslumaður : Dalskvíslar hafa í ómunatíð verið óbyggt heiðarland, notað til uppreksturs, og tilheyrandi jörðunum Forsæludal og Þórormstungu, en afmarkað frá heimalöndum jarða þessara, og er það þannig selt Birni Eysteinssyni með ákveðnum ummerkjum allt í kring; þó h jer sje því ekki að ræða um nýbýli, þar sem byggð hefir lagst í eyði í ómunatíð (sbr. tilskipun 15. april 1776, 5. gr.) svo að hin fyrirskipaða auglýsing um upptekning nýbýlisins samkv. 4. gr. tjéðrar tilskipunar mætti burtfalla, þá virðist eigi að síður s lík auglýsing ekki vera nauðsynleg eða viðeigandi, þar sem hjer er spurning um afmarkað heiðarland, er nýlega hefir verið selt sækjanda undan tveim jörðum, sem frjáls og átölulaus eign jarða þessara. Hvað því næst það atriði snertir hvort byggð sækjanda í Dalskvíslum eigi megi öllu fremur álítast afbýli, þá fæ jeg ekki sjeð að svo verði álitið, með því þetta umrædda heiðarland hefir alls ekki verið notað frá jörðum þeim, sem það lá undir, nema til uppreksturs, og jarðir þessar halda landsnytjum sínum óskert um að öllu, svo dýrleiki þeirra og leigumáli hlýtur að haldast óbreyttur, þótt heiðarland þetta sje undan þeim selt. 17 Amtmaður svaraði bréfi sýslumanns 3. janúar 1888 og óskaði eftir því að Birni Eysteinssyni yrði tilkynnt að ekki væri unnt að verða við be iðni hans um að fá að taka upp nýbýli án þess að birta áður auglýsingu samkvæmt nýbýlatilskipuninni þótt hann 7 sje eigandi heiðarlands eða afrjettarlands þess, sem spursmál er um, og það sje selt undan áðurnefndum jörðum með ákveðnum ummerkjum, með því hje r er eigi spursmál um nýbýli, þar sem byggð hefir legið í eyði frá ómunatíð, heldur um afrjettarland, sem bæði ábúendur nefndra jarða og sveitarfjelög þau, sem sækjandinn segist áður hafa leigt eða reynt til að leigja afrjettarlandið, kynni að þykjast hafa nokkurt tilkall til, sbr. tilsk. 15. apríl 1776, 4. gr. 18 Sýslumaður tilkynnti Birni um þessa niðurstöðu amtmanns honum til athugunar og eftirbreytni með bréfi dagsettu 13. febrúar 1888. Í framhaldinu gaf Björn út auglýsingu sem lesin var upp í landsyfirdómi 19. mars 1888 . Í henni sagði : Jeg undirskrifaður gjöri kunnugt, að jeg hefi tekið upp nýbýli á eignarlandi mínu Dalskvíslum milli Auðkúluheiðar og Grímstunguheiðar, og hefi eg þegar farið þess á leit, að mjer verði veitt þau rjettindi og hlunnindi, sem tilsk. 15. apríl 1776 ákveður. Ef nokkur kynni að þykjast eiga tilkall til þessa lands, skora jeg á hann að lýsa tilkalli sínu fyrir amtmanninum yfir norður - og austur - amtinu, innan 4 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, sem einnig verður lesin í landsyfirdóminum. Sýslumaður skrifaði amtmanni 6. ágúst 1888 og tilkynnti honum að Björn Eysteinsson á Réttarhóli h e fði afhent sér auglýsingu um upptekt nýbýlis í Dalskvíslum með áritun um að hún hefði verið lesin í yfirdóminum . 19 Í bréfi 17. október 1888 fyrirskipaði amtmaður sýslumanni að annast áreið á Dalskvíslar vegna nýbýlis Björns Eysteinssonar. Í bréfinu kemur fram að Björn hafi óskað eftir að sér verði útvísað land til nýbýlis í svonefndum Dalskvíslum, sem er heiðarland og upprekstra rland milli Auðkúluheiðar og Grímstunguheiðar, og sem hefir tilheyrt eignarjörð hans Forsæludal og jörðinni Þórormstungu 20 Með bréfi 21. ágúst 1889 skipaði sýslumaður fjóra menn til að vera áreiðar - og matsmenn vegna kröfu Björns um stofnun nýbýlis. Hinn 26. ágúst 1889 var gerð áreið á heiðar - og uppreks trarlandið Dalskvíslar vegna upptöku nýbýlis að Réttarhóli. Í ágúst var sýslumaður í Húnavatnssýslu Lárus Blöndal staddur að b ýlinu Rjettarhóli í Dalskvíslum sem samkvæmt skipunarbrjefi amtmannsins í Norður og Austuramtinu dags. 17. október f. á. ásamt fjórum tilkvöddum áreiðar og matsmönnum, þeim bændunum Birni Sigfússyni í Grímstungu, Birni Guðmundssyni á Marðarnúpi, Gísla Guðl augssyni í Forsæludal og Guðmundi Þorsteinssyni í Holti, til þess eptir fyrirmælum í tilskipun 15. apríl 1776 að gjöra áreið á heiðar og upprekstrarlandið Dalskvíslar, sem áður tilheyrði jörðunum Þórormstungu og Forsæludal, en sem bóndinn Björn Eysteinsson á Rjettarhóli hefur keypt af eigendum tjeðra jarða og að undangengnum lögformlegum undirbúningi hefir óskað að upptaka sem nýbýli. Þess er að geta, að sýslumaður hefur með nægum fyrirvara boðað til áreiðargjörðar þessarar, eigendur og umráðamenn jarða þei rra, sem liggja að Dalskvísla landi, þá bændurna Bjarna Snæbjarnarson í Þórormstungu, Hannes Þorvarðarson á Haukagili, og prestinn sjera Stefán Jónsson á Auðkúlu, sem allir eru persónulega mættir. Bóndinn Björn Eysteinsson var og persónulega viðstaddur, og sýndi heimildarskjal sitt eða 8 afsalsbrjef fyrir Dalskvíslum, dags. 14. janúar 1882. Eptir að hinir tilkvöddu áreiðarmenn höfðu unnið hinn lögboðna eið, var gjörð áreið á áðurnefnt Dalskvíslaland. Enginn hefur gjört eignar tilkall til lands þessa annar en Björn bóndi Eysteinsson og enginn hafið mómæli gegn útvísunargjörðinni. Þar sem Dalskvíslaland alls ekki hefur verið notað nje verður notað frá jörðunum Þórormstungu og Forsæludal, er það samhuga álit sýslumanns og áreiðarmanna, að jarðir þessar, þrátt fyr ir afsal lands þessa, og útvísun á því til nýbýlis, haldi landsnytjum sínum óskertum þannig að jafnmikil áhöfn geti eptir sem áður framfleytst á þeim og leigumálinn verið hinn sami, jafnvel þótt hugsanlegt væri, að dýrleiki jarða þessara kynni við nýtt jar ðamat að lækka lítið eitt (í notum þess að jörðunum báru fjallatollar nokkrir fyrir upprekstra í Dalskvíslalandi, en fjallatollar þessir hafa ekki goldizt um langan tíma. Samkvæmt fyrrgreindu afsalsbrjefi fyrir Dalskvíslalandi eru merki þess: að utan yfir Bótarfjall vestur að Vatnsdalsá, til austurs yfir Eyjavatn utan til austur á reiðgötur, þaðan til suðurs sem vötn að draga til Vatnsdalsár, að vestan ræður Vatnsdalsá og Strangakvísl. Sýslumaður og hinir tilkvöddu áreiðarmenn gjörðu þá ályktun að af hinu a fsalaða Dalskvíslalandi skyldi bóndanum Birni Eysteinssyni útvísað nýbýlisland með þessum ummerkjum: að austan ræður sjónhendíng frá svokallaðri Karittingatjörn (Karyrlingatjörn) í krókinn á Fellakvísl vestanvert þar sem Kolkukvísl fellur í hana; úr því ræ ður Fellakvísl til upptaka, en þaðan sjónhending í norðari Búrfjallahala, að sunnan sjónhending frá Fellakvísl um Áfangafell til Stóra - steins við Miðkvísl; að vestan ræður Miðkvísl til Vatnsdalsár, og þaðan Vatnsdalsá út á móts við Bótarfjall, að utan (nor ðan) eru merkin: úr Vatnsdalsá yfir Bótarfjall til austurs yfir Eyjavatn utan til, austur á reiðgötur. Það skal sjerstaklega tekið fram, að presturinn sjera Stefán Jónsson er, sem umráðamaður Auðkúluheiðar samþykkur ummerkjum nýbýlislandsins að austan. Ver ður þannig óúthlutað til nýbýlis af Dalskvíslalandi svæðið frá Áfangafelli, fram á svokallaðar Öldur, sem er mjög ófrjótt land og landið milli Miðkvíslar og Ströngukvíslar, sem jarðirnar Forsæludalur og Þórormstunga hafa frían upprekstur í. Nýbýlislandið e r öldótt heiðarland með víðlendum móa - og melbungum, og allstórum ljósastarar og brokflám, sem víða eru allgóðar til slægna; málnytuhagar eru góðir. Til hlunninda má telja nokkra silungsveiði og hæga grasatekju. Er svo áreiðar - og matsgjörð þessari hjermeð lokið og til staðfestu undirrituð af hlutaðeigendum. 21 Í framhald i af gerðinni sendi sýslumaður amtmanni 7. október 1889 afrit úr dómsmálabók sýslunnar af skoðunar - og útvísunargjörðinni vegna nýbýlisins Réttarhóls auk reiknings vegna kostnaðar. Amtmaður skrifaði sýslumanni aftur 17. október 1889 og sendi nýbyggjarabréf sem hann bað sýslumann um að afhenda Birni Eysteinssyni. Efni þess hefur varðveist í skjalasafni Norður - og austuramts með Havsteen, amtmaður yfir Norður - og Aus turamtinu r. af dbr. [strikað yfir: Gjörir] Kunngjörir: að með því Björn Eysteinsson, samkvæmt tilsk. 15. april 1776, hefir með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Húnavatnssýslu með fjórum tilkvöddum, óvilhöllum mönnum, 26. ágúst þ.á., feng ið útvísað land til nýbýlis í svonefndum Dalskvíslum eða Kvíslalandi, með þessum 9 ummerkjum: Að austan ræður sjónhending frá svokallaðri Karittlingatjörn (Karyrtlingatjörn) í krókinn í Fellakvísl vestanvert, þar sem Kolkukvísl [strikað yfir: rennur, fellur ofan línu] fellur í hana; úr því [því, tvítekið] ræður Fellakvísl til upptaka, en þaðan sjónhending í norðari Búrfjalla hala; að sunnan sjónhending frá Fellakvísl um Áfangafell til Stórasteins við Miðkvísl; að vestan ræður Miðkvísl til Vatnsdalsár og þaðan Vatnsdalsá [strikað yfir: fyrir yfir] út á móts við Bótarfjall; að utan (norðan) [strikað yfir: eru merkin:] úr Vatnsdalsá yfir Bótarfjall til austurs yfir Eyjavatn utan til, austur í reiðgötur, [strikað yfir: Er úthlutað til nýbýlis af Dalskvíslalandi sv æðið frá Áfangafelli framá svokallaðar Øldur og landið milli Miðkvíslar og Ströngukvíslar.] þá veitist nefndum Birni Eysteinssyni hjermeð nýbyggjararjettur yfir hinu tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilski pun [strikað yfir: eru] eru heimilaðar. [strikað yfir: þó að óskertum rjetti sjerhvers annars manns ef sannaður verður] . nýbyggjarabréfið svo áfram til Björns með bréfi dagsettu 29. október 1889 en frumrit þess hefur ekki fundist. 22 Í málin u liggur fyrir eftirrit af kaupsamningi 24. nóvember 1890 sem finna má í bréfasafni Sýslumannsins á Blönduósi það ár þar sem Svínavatns - , Torfalækjar - , Ás - og Sveinsstaðahrepp ar kaupa Dalskvíslaland af Birni Eysteinssyni en undir samninginn skrifar Erlendu r Eysteinsson á Beinakeldu sem umboðsmaður Björns . Í samningnum segir : 1. Jeg Erlendur Eysteinsson sel ofannefndum sveitarfjelögum í Svínavatns, Torfalækjar, Áss og Sveinsstaðahreppum hið svokallaða Dalskvíslaland í Áshreppi með öllum rjettindum og skyldu m sem landsparti þessum fylgir, eins og jeg hefi keypt hann nefnilega: að Forsæludalur og Þórormstunga eigi frían upprekstur á geldfje sitt, að undanteknu stóði. Viðir í húsum eru ekki með í kaupinu. 2. Kaupverðið er 1200 tólf hundruð krónur og greið ist það mjer á næsta vori um leið og jeg flyt burtu, sem verða skal 14 maí næstkomandi. 3. Seljandi skal gefa kaupanda afsalsbrjef strax og kaupverð er greitt. 4. Kostnað þann sem leiðir af kaupgjörningi þessum skal kaupandi greiða en seljandi svarar til l agariptinga. 5. Kaupendur ganga að þessum kaupum uppá væntanlegt samþykki hreppsbúa, og sýslunefndar. 23 Gagnáfrýjendur leiða rétt sinn til hins umdeilda landsvæðis til framangreindra hreppa en óumdeilt er að þeir hafi fengið Forsældalskvíslar framseldar til sín. Málsástæður aðila Málsástæður aðal áfrýjanda 24 Aðalá frýjand i byggir kröfur sínar aðallega á því að Forsæludalskvíslar í heild séu utan eignarlanda og teljist þjóðlenda, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 58/ 1998, svo sem óbyggðanefnd úrskurðaði. 25 Vísar aðaláfrýjandi til þess að sögulegar heimildir styðji ekki að landið hafi verið numið í heild. Hafi beinn eignarréttur stofnast yfir hluta af landinu með námi hafi hann fallið niður og svæðið þá verið tekið til a nnarra takmarkaðra nota síðar. Þá er byggt á því að í sögulegum heimildum komi ekki annað fram en að landið hafi verið 10 nýtt sem afréttur og verið aðgreint frá jörðunum Forsæludal og Þórormstungu. Lögfestur og landamerkjabréf um mörk Forsæludalskvísla sanni ekki beinan eignarrétt að landinu enda hafi nýting svæðisins verið takmörkuð við beit og önnur takmörkuð not. Þá hafi ekki stofnast til beins eignarréttar yfir hluta svæðisins þar sem stofnun nýbýlis hafi ekki verið fullnuð vegna vanhalda á þinglýsingu by ggingarbréfs. Þá hafi gagnáfrýjendur ekki sannað að þeir hafi haft óslitið eignarhald á landinu þannig að þeir hafi hefðað fullan eignarrétt eða fengið eignarrétt að því á grundvelli viðskiptavenju. Málsástæður gagnáfrýjenda 26 Gagnáfrýjendur reisa kröfur sí nar á því að beinn eignarréttur hafi stofnast að Forsæludalskvíslum fyrir nám í öndverðu. Þessu til stuðnings vísa þeir til stofnskjals 28. október 2008 en að baki því liggi landamerkjabréf Forsæludals og Þórormstungu 29. júlí 1890, útskiptingarafsals/kaup samnings 24. nóvember 1890 og þinglýstra landamerkjabréfa aðliggjandi jarða. Sá sem vefengi þinglýstar eignarheimildir beri sönnunarbyrði fyrir því að þær heimildir séu ekki réttar. Athugasemdalaus þinglýsing eignarheimilda feli í sér viðkenningu á eignarr éttindum gagnáfrýjenda. Ekki sé unnt að hafna beinum eignarrétti á þeim grunni að landið hafi oft verið nefnt afréttur enda liggi fyrir að eigendur hafi haft öll eignarráð landsins á sinni hendi og innheimt tolla vegna beitar búfjár annarra bænda. 27 Þá er byggt á því að beinn eigna r réttur hafi stofnast fyrir hefð vegna óslitins eignarhald s um langan tíma og venjuréttur styðji eignarhald gagnáfrýjenda auk þess sem réttur stefnda til að vefengja þann eignarrétt sé niður fallinn fyrir sakir fyrningar og tómlæt is . Einnig vísa gagnáfrýjendur til almennra reglna um ítaksrétt og meginreglna um traustfang og tómlæti. Loks standi engin rök til þess að miða við að námi jarðarinnar Forsæludals hafi lokið við þau mörk sem ákveðin voru löngu seinna þegar Forsæludalskvísl ar voru seldar frá jörðunum. Engin náttúruleg skil séu þar á landsvæðinu auk þess sem Forsæludalskvíslar séu mjög grösugt svæði. 28 Þá byggja gagnáfrýjendur kröfur sínar á því að lögleg stofnun lögbýlis á Réttarhóli staðfesti í öllu falli beinan eignarrétt að því svæði sem önnur varakrafan þeirra í héraði tekur til. Niðurstaða 29 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi verður ekki ráðið af Landnámu hversu langt til fjalla landnám Friðmundar í Forsæludal hafi náð í öndverðu. Í þeim sögulegu heimildum sem liggja f yrir í málinu er Forsæludalskvísla almennt getið sem afréttar eða heiðarlands sem notað hafi verið til beitar og annarra takmarkaðra nota svo sem grastekju og hrísrifs. Þá eru Forsæludalskvíslar að jafnaði aðgreindar frá jörðunum Forsæludal og Þórormstungu í heimildum. Þessar lýsingar gefa sterkar vísbendingar um að menn hafi ekki talið að allt svæðið væri háð einkaeignarrétti eigenda jarðanna Forsæludals og Þórormstungu, sbr. 1. gr. laga nr. 58/1998. Fallist er á það með héraðsdómi að tvær lögfestur Bjarna Steindórssonar 1806 og 1809 um merki jarðanna 11 Forsæludals og Þórormstungu sem einnig tóku til merkja Forsæludalskvísla sanni ekki beinan eignarrétt eigenda jarðanna enda sé þar um að ræða einhliða yfirlýsingar hans. Hið sama gildir um skráningu merkja jar ðanna Forsæludals og Þórormstungu í landamerkjaskrá 28. júlí 1890 enda er þar sérstaklega tekið fram að jarðirnar eigi fjárupprekstur í Dalskvíslar. Þá styðja staðhættir, gróðurfar og fjarlægð svæðisins frá byggð ekki að allt svæðið hafi verið undirorpið b einum eignarrétti frá öndverðu. Utan búsetu Björns Eysteinssonar á Réttarhóli er ekki að finna neinar sögulegar heimildir um að búið hafi verið í Forsæludalskvíslum eða að það landsvæði hafi verið nýtt til almennra búsnytja frá heimalöndum jarðanna. 30 Með v ísan til þess sem að framan er rakið og þess að gagnáfrýjendur hafi ekki fært fram fullnægjandi gögn eða röksemdir fyrir málsástæðum sínum, þar með talið þeim að þeir hafi vegna óslitins eignarhalds um langan tíma hefðað landið eða unnið rétt á grundvelli viðskiptavenju, verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna beri aðaláfrýjanda af aðalkröfu gagnáfrýjenda. Varakrafa gagnáfrýjenda byggist á sömu málsástæðum og aðalkrafan og verður aðaláfrýjandi því með sömu rökum sýknaður af henni. 31 Kemur þá til u mfjöllunar krafa aðaláfrýjanda um að niðurstöðu héraðsdóms skuli hrundið og aðaláfrýjandi sýknaður af annarri varakröfu gagnáfrýjenda í héraði. Ekki er um það deilt í málinu að þau mörk sem tilgreind voru í annarri varakröfu gagnáfrýjenda í héraði séu í sa mræmi við þau mörk sem ákveðin voru í áreið sýslumanns og tilkvaddra matsmanna 26. ágúst 1889. 32 Áður er rakið að aðrar sögulegar heimilir en um stofnun nýbýlis að Réttarhóli bendi ekki til þess að Forsæludalskvíslar hafi verið undirorpnar beinum eignarrét ti eigenda Forsæludals og Þórormstungu eða annarra aðila. Í gögnum málsins kemur þó fram að Björn Eysteinsson taldi Forsæludalskvíslar að fullu eign sína og taldi hann óþarft að auglýsa fyrirætlun sína um stofnun nýbýlis. Þrátt fyrir þetta sjónarmið Björns segir í - eða heiðarland og var áreiðin og útgáfa byggingarbréfs gerð á grundvelli 4. g r. nýbýlatilskipunarinnar frá 15. apríl 1776 þar sem mælt er fyrir um stofnun nýbýlis í afréttaralmenningum og óbyggðum plássum fyrir ofan byggðir. Um meðferð máls við stofnun nýbýlis á grundvelli þeirrar greinar giltu almennt ákvæði 1. og 2. gr. tilskipun arinnar. 33 Fyrir liggur að Björn Eysteinsson auglýsti fyrirhugaða stofnun nýbýlis að Réttarhóli eins og áskilið var í 4. gr., sbr. 1. gr. nýbýlatilskipunarinnar. Í 4. gr. hennar var einnig 1. og 2. gr. tilskipunarinnar kvað á um en þangað skyldi stefna eigendum og ábúendum gr. tilskipunarinnar í sér að sýslumaður og fjórir sérstaklega til þess kvaddir menn 12 kallaður áreið eða áreiðargjörð. Teldi einhver sem mættur væri við áreiðina a ð sinni 34 Í dómsmálabók H únavatnssýslu 26. ágúst 1889 kemur fram að við áreiðina þann dag hafi enginn annar en Björn gert tilkall til Dalskvíslalands og enginn mótmælt Dalskvíslalandi, sem samsvarar því landi sem önnur varakrafa gagnáfrýjanda í héraði tekur til, og því lýst að áreiðar - og matsgjörðinni sé lokið. 35 Í 6. gr. nýbýlatilskipunarinnar var mælt fyrir um aðgerðir sem framkvæma skyldi í kjölfar þess að áreiðargjörð lauk með útvísun nýbýlis með tilteknum landamerkjum á í allan máta skal 36 Fyrir liggur að sýslumaður sendi amtmanni endurrit af áreiðargjörðinni og að amtmaður sendi sýslumanni 17. október 1889 byggingarbréf sem hann óskaði eftir að yrði afhent Birni Eysteinssy ni. Þá kemur fram í gögnum málsins að sýslumaður hafi með bréfi 29. sama mánaðar sent byggingarbréfið áfram til Björns samkvæmt áðurgreindum fyrirmælum amtmanns. Frumrit byggingarbréfsins liggur ekki fyrir í málinu en leggja verður til grundvallar að byggi ngarbréfið sem gefið var út til Björns hafi að efni til verið í samræmi við endurrit sem er að finna í skjalasafni amtmanns og áður er getið. 37 sem mælt var fyrir um í 6. g r. nýbýlatilskipunarinnar. Í greininni er þess ekki getið um að byggingarbréfinu skuli þinglýst. Ljóst er af ákvæði 6. gr. að gerður var greinarmunur á útgáfu byggingarbr áreiðin var á höndum sýslumannsins og þeirra matsmanna sem hann kvaddi til og að 38 Á þeim tíma sem áreiðargerðin fór fram og byggingarbréfið var gefið út var í gildi tilskipun um afsalsbréf og pantsetningar á Íslandi frá 24. apríl 1833. Í 2. og 3. gr. tilskipunarinnar er mælt fyrir um að ef skjal hljóðar upp á afhendingu fasteignar eigi vera hið árlega manntalsþing. Í 4 . gr. tilskipunarinnar kemur fram að réttarverkun þinglýsingar gagnvart þriðja manni reiknist almennt frá þinglýsingardegi . Af ákvæðinu má ráða að þinglýsingu skjals um afhendingu eignar hafi fyrst og fremst verið ætlað að verja rétt eiganda gagnvart þriðja manni. 13 39 Í úrskurði óbyggðanefndar og hinum áfrýjaða dómi er á því byggt að Birni hafi verið skylt að láta þinglýsa byggingarbréfinu samkvæmt báðum tilskipunum. Svo sem rakið er að framan var ekki mælt fyrir um það í nýbýlistilskipuninni að nýbýlingi hefði borið skylda til þess að þinglýsa byggingarbréfi til þess að fullkomna stofnun nýbýlis heldur bóginn fyrir að ef nýbýlingur hefði viljað tryggja eignarrétt sinn á nýbýlinu gagnvart þriðja manni hefði hann getað óskað eftir því að byggingarbréfinu yrði lýst á þingi eins og öðrum skjölum um afhendingu eignar. Fyrir liggur að áreiðargerðin og þar með amtmaður höfðu báðir haft undir höndum byggingarbréfið sem gefið var út til Björns. Embættismönnunum var því fullkunnugt um gilda stofnun nýbýlisins að Réttarhóli. Ekki verður úr því skori engar upplýsingar fyrir um það í málinu. Þegar framangreint er haft í huga og það markmið þinglýsingar að tryggja eignarrétt gagnvart þriðja manni verður því hafnað að vanhöld á þinglýsingu ha fi leitt til þess að ekki hafi stofnast til einkaeignarréttar Björns á umræddu landi samkvæmt nýbýlatilskipuninni. Gagnvart aðaláfrýjanda verður því að miða við að nýbýli hafi stofnast og Björn þannig eignast einkaeignarrétt að því svæði sem önnur varakraf a gagnáfrýjenda í héraði tekur til, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 58/1998. 40 Með vísan til þess að gagnáfrýjendur leiða rétt sinn af réttindum Björns Eysteinssonar verður kröfu aðaláfrýjanda um sýknu af annarri varakröfu gagnáfrýjenda í héraði hafnað. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. 41 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. U m gjafsóknarkostnað gagnáfrýjenda fyrir Landsrétti fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjenda, þar með talin málflutningsþóknun Sigurðar Jónssonar lögmanns 1.200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 14. febrúar 2019 I Mál þetta var höfðað 21. júní 2015 og tekið til dóms 21. desember 2018. Stefnendur eru sjálfseignarstofnunin Auðkúluheiði, Stóra - Búrfelli, Húnavatnshreppi og sjálfseignarstofnunin Grímstunguheiði/Haukagilsheiði, Hólabaki, Húnavatnshreppi. Stefndi er íslenska ríkið, Vegmúla 3, Reykjavík. 14 Dómkröfur Stefnendur krefjast þess aðallega að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar frá 19. desember 2014 í máli nr. 2/2013, hvað varðar Forsæludalskvíslar, landnúmer 217644, þ.e. eftirfarandi úrskurðarorð: óbyggðanefndar að landsvæði það sem nefnt hefur verið Forsæludalskvíslar, svo sem það er afmarkað hér á eftir, sé þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr. laga nr. 58/1998.: Upphafspunktur er í Vatnsdalsá á móts við Svínavatnslækjarós, Þaðan er dregin bein lína í austur í há Bótarfell. Úr Bótarfelli er farið til austurs, yfir Eyjavatn, í vörðu austan megin við Mjóavatnslæk. Þaðan er farið suðaustur í Fellakvísl þar sem Kolkukvísl fellur í hana. Þá er Fellakvísl fylgt til upptaka og þaðan er d regin bein lína til suðvesturs í norðurenda Búrfjallahala. Úr Búrfjallahala er farið til norðvesturs í upptök Ströngukvíslar og henni fylgt þar til hún rennur í Vatnsdalsá við Stórakrók og ræður þá Vatnsdalsá Til va ra krefjast stefnendur þess að nefndur úrskurður óbyggðanefndar verði felldur úr gildi að hluta, þ.e. að því er varðar þann hluta af landi Forsæludalskvísla, landnúmer 217644, sem liggur norðan og vestan línu sem dregin er frá upptökum Fellakvíslar austanv ert við Öldur beina leið í upptök Ströngukvíslar og þar með viðurkenndur fullkominn eignarréttur stefnenda að landi Forsæludalskvísla norðan framangreindrar línu sem dregin er upp á uppdrætti óbyggðanefndar sem er meðal gagna málsins. Til þrautavara krefja st stefnendur þess að nefndur úrskurður óbyggðanefndar verði felldur úr gildi að hluta, þ.e. að því er varðar þann hluta af landi Forsæludalskvísla, landnúmer 217644, sem liggur norðan og austan línu sem dregin er úr Áfangafelli til Stóra steins við Miðkví sl og fylgir síðan Miðkvísl til Vatnsdalsár og þar með viðurkenndur fullkominn eignarréttur stefnenda að landi Forsæludalskvísla norðan og austan nefndrar línu sem dregin er upp á uppdrætti óbyggðanefndar sem er meðal gagna málsins. Verði ekki fallist á a ðal - eða varakröfur stefnenda krefjast þeir þess að viðurkennt verði að þeir eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu, án endurgjalds, á öllu því svæði Forsæludalskvísla sem úrskurðað var þjóðle nda. Loks krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi þeirra en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. II Atvik máls Samkvæmt 7. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármálaráðherra, dagsettu 21. febrúar 2008, tilkynnti óbyggðanefnd þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar tiltekið landsvæði á Norðve sturlandi, sbr. 8., 11. og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Landsvæði þetta, hið níunda í röðinni hjá óbyggðanefnd, tók til Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps vestan Blöndu, Húnaþing s vestra, Borgarbyggðar (að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi), Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Óbyggðanefnd ákvað í október 2008 að breyta fyrirhugaðri röð næstu svæða á þann veg að taka svæði 7 norður til umfjöllunar á un dan svæði 8 og einnig að skipta svæði 8 í tvennt. Landsvæðið sem tekið var til umfjöllunar í úrskurði nefndarinnar eftir þessar breytingar nefndist Norðvesturland (8 norður). Landsvæðið Norðvesturland afmarkast svo: Að vestan ræður Hrútafjarðará sem fylgt er að sýslumörkum Húnavatnssýslu og Mýra - og Borgarfjarðarsýslu á Arnarvatnsheiði. Sýslumörkum er fylgt austur að sýslumörkum Árnessýslu og er þeim einnig fylgt til austurs í Blöndu. Blöndu er fylgt norður að norðurm örkum fyrrum 15 Bólstaðarhlíðarhrepps og er þeim fylgt austur að norðurmörkum fyrrum Seyluhrepps og þeim fylgt austur í Héraðsvötn. Héraðsvötnum er svo fylgt til ósa. Að norðan afmarkast svæðið af hafi. Fjármálaráðherra var upphaflega veittur frestur til 31. júlí 2009 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á þessu svæði, væri um slíkar kröfur að ræða. Vegna ákvæða í lögum nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum var fjármálaráðherra tilkynnt að óbyggðanefnd myndi ekki taka til meðferðar ný svæði né fjármálaráðhe rra lýsa kröfum ríkis um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. Hafði þetta í för með sér að fyrri ákvörðun óbyggðanefndar, um að veita íslenska ríkinu kröfulýsingarfrest til 31. júlí 2009, var úr gildi fallin. Þann 23. júní 2011 var fjármálaráð herra tilkynnt að óbyggðanefnd tæki Norðvesturland aftur til meðferðar og honum veittur frestur til 9. janúar 2012 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á þessu svæði, væri um slíkar kröfur að ræða. Sýslumönnum og fyrirsvarsmönnum viðkomandi sveitarfélaga, þ.e. Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, var tilkynnt um ákvörðun óbyggðanefndar og gerð grein fyrir framhaldinu. Kröfulýsingarfrestur fjármálaráðherra var fyrst fram lengdur til 31. mars 2012 og síðar til 30. júní sama árs. Kröfulýsingar stefnda um þjóðlendur á Norðvesturlandi bárust óbyggðanefnd 2. júlí 2012. Hinn 5. júlí sama ár birtist tilkynning í Lögbirtingablaðinu um málsmeðferð á svæðinu og útdráttur úr þjóðlend ukröfum stefnda ásamt uppdrætti í samræmi við ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 og skorað á þá, sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem féll innan svæðisins, að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd eigi síðar en 7. janúar 2013 en sá frestur var síðar framlengdur fram í febrúar. Jafnframt kom fram að yfirlýsingu um kröfugerð yrði þinglýst á fasteignir sem skráðar væru í þinglýsingabók og málið varðaði. Kröfur stefnanda voru síðan gerðar aðgengilegar á skrifstofum sýslumanna á Sauðárkróki og Bl önduósi, skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga, auk heimasíðu og á skrifstofu óbyggðanefndar. Þá var málið kynnt í fjölmiðlum. Gefið var út yfirlit yfir allar lýstar kröfur og þær færðar inn á uppdrátt. Lögboðin kynning fór fram með því að yfirlit og uppdrá ttur lágu frammi á skrifstofum sýslumanna á Sauðárkróki og Blönduósi svo og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og á heimasíðu og skrifstofu óbyggðanefndar. Athugasemdafrestur var til 22. maí 2013. Engar athugasemdir bárust óbyggðanefnd fyrir lok frests ins. Stefndi lagði fram kröfulýsingar um þjóðlendur á svæðinu í einum hluta en á móti bárust 16 kröfulýsingar ýmissa aðila, sem sumar sköruðst eða náðu til fleiri en eins landsvæðis. Óbyggðanefnd fjallaði um landsvæði það sem hér er til umfjöllunar, þ.e. F orsæludalskvíslar, í máli nefndarinnar nr. 2/2013. Ekki er um það deilt að stefnandi höfðaði mál þetta innan þess frests sem gefinn er skv. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. III Afmörkun og saga Forsæludalskvísla. Landsvæði það sem hér er deilt um liggur milli Auðkúluheiðar að austan og Grímstunguheiðar að vestan auk landsvæðis í Borgarbyggð sem liggur að sunnanverðum vesturmörkum svæðisins, norðan svæðisins er Dalsland sem áður tilheyrði jörðinni Forsæludal og að sunnan er Langjökull. Í heimildum er sv æðið eða hlutar þess einnig kallað Dalskvíslarland, Dalskvíslar, Dalsheiði, Dalsbót og Kvíslarland. Elsta heimildin um svæðið er frá 1536 en þá útnefndi Páll Grímsson sýslumaður sex menn í dóm vegna kæru Ljóts Arngrímssonar, sem var bóndi í Forsæludal, ve gna þess að bændur og almúgi vildu ekki reka lömb á Dalsheiði, milli Giljár og Gljúfurár. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skylt væri að reka á Dalsheiði og greiða tolla fyrir. Á árinu 1542 seldi séra Gunnlaugur Arngrímsson séra Birni Jónssyni tíu hu ndruð í jörðinni Forsæludal til fullrar eignar og með öllum þeim gögnum og gæðum sem jörðinni fylgdu. Í ágústmánuði á sama ári afsalaði Ljótur Arngrímsson öllu tilkalli sínu til jarðarinnar Forsæludals til séra Björns Jónssonar. Í september 1552 er Forsælu dalur talinn upp meðal jarðeigna séra Björns Jónssonar sem þá var látinn. 16 Konungur tók síðan undir sig allar jarðeignir Jóns Arasonar Hólabiskups og sona hans en Björn var einn þeirra. Forsæludalur varð þar með hluti af jarðaumboði konungs sem kallaðist Va tnsdalsjarðir. Í október 1583 gekk dómur Jóns Jónssonar lögmanns um rekstra á Forsæludals - og Kúluheiðar. Í dóminum kemst lögmaðurinn að þeirri niðurstöðu varðandi Dalsheiði að tollar af heiðinni tilheyri konungsjörðinni Forsæludal. Með dóminum var öllum mönnum í Vatnsdalshreppum gert skylt að halda uppi rekstrum sínum og reka á þær afréttir sem að fornu hefur verið og gjalda venjulega tolla til þeirra sem afréttina eiga en ella greiða sektir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur fram að Fors æludalur sé í konungseign og hefur að fornu rekið mestur hluti Vatnsdals, og galst tollur fyrir, lamb af hverjum rekstri, til ábúanda. Nú í margt ár - Hákonarsonar var upprekstur úr allri þessari sveit millum Gljú furár og Giljár í Forsæludalsland, þar sem kallað er Dalsbót, nema af fáeinum bæjum í Fremra Vatnsdalshrepp, sem ráku á Grímstunguheiði. En því lagðist af sú afrjett á Dalsbót, að fjárgöngur voru úr máta erfiðar og er síðan enginn viss afrjettur sveitarinn Bjarni Steindórsson í Þórormstungu keypti Forsæludal þegar Vatnsdalsjarðir voru boðnar upp 10. júlí 1804. Í aprílmánuði 1806 lögfesti Bjarni Steindórsson eignarjörð sína Þórormstungu en af lögfestunni verður ekki annað ráðið en að hún taki einnig til Forsæludals. Lögfestan var lesin upp fyrir þingsrétti að Breiðabólstað 25. apríl sama ár og að Tindum 20. júní 1808 og er svohljóðandi: Jeg undirskrifadr Logfeste hér med Eignar Jord mína, Þórormstúngu, liggjandi í Grímstúngu Kirkju Sókn og Vatnsdal innann Húnavatns Sýsslu. Logfeste eg tjedrar Jardar Tún og Eingjar, Hollt og Haga, Votn og Veidistadi og allar Landsnytjar, sem henne fylgt hafa og fylgja eiga med réttu, til þessara ummmerkja, er adrir menn eiga í móti mér, nefnel ega: Millum Mardarnúps og Þórormstúngu skilr Land Túnguár forni farvegr, sem hverfr ad nordannverdum Síkislæk þeim, er Mislíngr heitir og kémr í vatnsdalsá fyri nordann Mislíngstánga, rædr sídann Tunguá allt til Úlfkels upptaka, þadann eptir midjum fridmun darhofda, sidann í Austr qvísl hjá Kólkahól, þadann í Upptok á fellaqvísl og so beinleides til Jokla. Ad Vestann verdu rædr Vatnsdalsá framm ad Merkedæli í Sunnuhlíd, er liggr framannverdt vid Túnguklif og so uppá Hálsinn, eptir því sem hallar frá á bádar Hendr, eptir þeim gotum, sem liggja á há - Hálsinum, og sídann á þær gotr, er liggja framm á millum Hallarvatna, sidann Réttsýni í Eyjarvatnsbúngu og þadann beint eptir Heidumm framm til Jokla. Logfeste eg bæde ad Ordfullu og Logmáli réttu, fyrirbjódandi hve rjum Manne, ad yrkja, beita, edr brúka, ellegar sér ad nytja, utann mitt sje leyfi til, undir vidliggjandi Sektir. Skal þessi mín logfesta gylda um nærstu Tólf Mánude, sem laga Skjal fyrir Þórormstúngu Landi og, ef eingi átelr á þeim Tíma, þá æfennlega upp þadann, hverri til fullkomins Kraptar og Stadfestu er mitt nafn og Signet ad Þórorms túngu þann 12ta Aprilis 1806. Við upplestur lögfestunnar að Tindum var henni mótmælt vegna Auðkúluheiðar með eftirfarandi hætti: en ad því leiti mótmælt, sem logfestan ge ngur uppá Audkúlu Heidi, til Kólkuhóls, eptir því sem Audkúlu skjol tiltaka, ad Audkúla egi frá Kárittinga Tjörn og í austustu qvísl, mendan hún fellur rétt, þad Prestinum Séra Jóni Jónssyni á Audkúlu, hvorju Bjarni aptur mótsegir, svosem hann vill ega frá Kárittinga Tjörn eptir því sem votn að haga til austustu qvíslar. Á manntalsþingi sem haldið var að Breiðabólstað 17. júní 1807 var lesin upp kvörtun Bjarna Steindórssonar á Þórormstungu vegna átroðnings á Dalskvíslum, af fé sem rekið var á Auðkúlu - og Gr ímstunguheiðar. Í dómabók sýslunnar er kvörtunin skráð og þá kemur þar fram eftirfarandi niðurstaða: Lamba upprekstre á ofannnefndar 2r heidar, edur Grim stungna - og Audkulu - heidar frá 4m nærliggiande hreppum Aass, Sveinstada, Torvalækiar og Svinavatns, hvör dómur þá, vegna timanna margbreitilega asigkomulags kann, sem hvör önnur politie Lög lika ad vera underorpinn umbreitingu, þess heldur, sem þeir tiltak a eckert um roskins edur géldfiár upprekstur á ofannefndar heidar, hvar til þær [þær, ofan línu] 17 þó ad undannfornu hafa brukadar verid, og þess vegna ad líkum mátt fleyta stærre og annars fjár þunga, Enn nefndir dómar hafa nockurntjma rad fyrir giördt; hva r vid bætiz, ad þessi réttur gétur ecke sjed, ad þad sie edur skule nockrum vera fyrirmunad, ad nota sér eign sína til brukunar, uppá löglegann máta, allraheldst ef þad, sem i nærverande tilfelle, ecke er mögulegt ad gyrda fyrir þackkarlausa enn þó gagnlau sa brukun ennar sömu af ödrum, so kunna fyrrgreindir dómar Réttskildir og i Sameiningu vid tídarinnar ásigkomulag, ecke ad hrinda Biarna frá, að telia i þetta sér til heyrande landzplátz á móti Audkulu - og Grimstungna - afréttar plátzsum, ad þvj ádur skodud u, hvad margt fie umgétnar Qvisler bera kinnu móti hinum heidunum, ellegar þá eftir jnnbyrdis Samkomulage vid hvertvegge hlutadeigendur, þá hann i þessu tilfelle þó ber ad nntalsþingi að Tindum 20. júní 1808 og þá var dómurinn lesinn upp á manntalsþingi, sem fram fór að Breiðabólstað 26. maí 1815. Hinn 5. maí 1809 lögfesti Bjarni Steindórsson eignarjarðir sínar Þórormstungu og Forsæludal. Lögfesta þessi var upplesin fyrir þi ngsrétti að Breiðabólstað dagana 15. og 26. maí 1809, 5. maí 1819 og 17. maí 1824. Þá var hún og lesin að Tindum 15. júní 1809. Lögfestan er svohljóðandi: Logfesta fyrir Þorormstúngu og Forsæludal pro 1809 Jeg underskrifadur Logfesti Hérmed Eignar Jarder m ínar Þorormstúngu og Forsæludal, Bádar liggjandi, i Grímstúngu Kirkiu Sókn i Vatnsdal, innann Húnavatns sijsslu. Logfesti eg tiedra Jarda land sameiginnliga, sem filger Tún og Eingiar, Holt, og Haga, Vötn og Veidistadi, og allar landsnitiar, sem her tiltek numm Jördumm filgt hafa, filgia ber, og filgia eiga med réttu, til þessara ummmerkia, er adrir Menn eiga í móti mér. Nefniliga ad austannverdu skilur áenn, sem nefnist Túnguá, land í millumm, Mardarnúps og Þórormstúngu, eptir fornumm farveg, sem firir nokk rum Árumm, er af Grióti sumstadar uppfilltur, enn þó siáannligur, hvor farvegur, liggur útí Vatnsdalsá, firir austann Mislíngstánga. Tunguá rædur framm til Úlfkélls upptaka, eptir midiumm Fridmundar Höfda. Þadann, i austustu Qvísl, eptir sem vötn ad draga, framm til Jökla. Ad vestannverdu rædur Vatnsdalsá framm ad Merkidæli i Sunnhlijd, er liggur framan verdt vid Tunguklif, og svo uppá Hálsin, eptir þvi sem hallar frá á bádar hendur, eptir þeim götumm sem liggia á há Hálsinum, J millumm Torfustada og Forsæl udals, af Hálsinumm ofann í Vatnsdalsa, eptir þvi sem Grímstúngu Máldagar tiltaka. Rædur svo Vatnsdalsá, til sinna upptaka, fram til Jökla ad undannteknu þvi sem Hiáleigunni Dalkoti ber med Réttu ad lögumm. Lögfesti jeg bædi ad ordfullu, og lögmáli Réttu, firirbiódandi hveriumm Manni ad yrkia, Beita edur Brúka, ellegar sier ad nytia utann mitt mitt sié Lof, edur leifi til, innann gre[i]ndra merkia, under vidliggiandi Laga sektir. Þessi Lögfesta er bigd, á fornumm og nijumm skiölumm, sem eg hefi i Höndumm, s amt Hefd og Brúkun. Vilie nokkur þessa mína Lögfestu áfría, hann hinn sami, hver hellst vera kann, óska jeg þad giöri hér strax istad, og leggi vid fimtarstefnu annars þénar hún mér, sem fullkomid lagaskial og stadfestist med minni hönd og hiá þrikktu sign eti. Þórormstúngu þann 5ta Mii 1809. Biarne Steindorsson. Bjarni Steindórsson kvartaði, á manntalsþingi að Breiðabólstað 30. maí 1810, undan skaða sem - Giljá var haldinn lögréttur 23. júní sama ár en tilefnið var kvörtun þriggja manna, þar á meðal Bjarna Steindórssonar sem kvartaði undan óheimilli notkun manna á Dalskvíslum. Á mannt alsþingi að Breiðabólstað 28. maí 1811 var lesin ályktun sýslumanns þar sem ákvarðaður var tollur fyrir grastekju á annarra lóð og fyrir aðra notkun annars lands, sérstaklega fyrir Dalskvíslar sem var eign Bjarna Steindórssonar í Þórormstungu. Af þessu til politie ályktun sýslumans S. Snorrasonar af 23. Jun. f. a., hvar vid áqvardadur er Tollur fyri grasatekju á annara lód, sérílagi þar sem fjarlægt liggur Eigendunum, 1½ al. í landaurum edur þeirra virdi í peníngu m fyrir hvörjar 4 tunnur grasa, en fyri adra notkun annars lands beint fylgdt landslögunum og þeirra Undir lok marsmánaðar 1820 ráðstafaði Bjarni Steind órsson jörðum sínum Þórormstungu og Forsæludal ásamt Dalskoti með eftirfarandi hætti: 19 hverjum sem girnist nýbýli, að koma sem fyrst og semja við oss um byggingu í nefndum Dalskvíslum, sem orðið getur næstum óslitin byggð frá Vatnsdalnum; og til merkis um, að menn ei þurfa að fráfælast þetta, þá gjörum vjer vitanlegt, að 2 dugandismenn hjer í grenndinni sem þekkja landið, hafa þegar tjáð sig mjög viljuga til þessa fyrirtækis, [...] Síðar sama ár birtist auglýsing frá nefndum Brynjólfi í sama blaði þar sem hann lýsir þv í að hann vilji láta þá vita sem haft höfðu samband við hann vegna fyrri auglýsingarinnar að eigendur landsins kjósi heldur að leigja það en selja. Brynjólfur tekur þó fram að hann sé enn viljugur til að selja sinn hlut gegn álitlegri borgun. Á manntalsþin gi að Tindum sem haldið var 28. júní 1864 var þinglýst banni gegn brúkun á Dalskvíslarlandi. Ekki er getið um inntak bannsins en það fært í dómabók sýslunnar með þessum hætti: Um miðjan desember 1864 seldi Brynjólfur Brynjólfsson Jóni Skúlasyni í Haukagili Forsæludal gæðum, eignum og ítökum á vatni og landi, sem þessari jarðeign m eð réttu tilheyra og þar á meðal 5/9 Hinn 20. apríl 1874 tóku Svínavatns - , Torfalækjar - , Sveinsstaða - og Áshreppar Dalskvíslar á leigu af eigendum Þórormstungu og Forsæludals. Samningurinn var skráður í dómabók Húnava tnssýslu og í honum kemur fram að hann sé gerður vegna þess að eigendur og umráðamenn afréttarlandsins hafi í mörg ár ekki notið neinna fjallatolla fyrir átroðning þann og usla sem verður af afréttarpeningi hreppanna sem rekinn er á heiðar þær sem liggja a ð Dalskvíslum. Þykir rétt að úr þessu verði bætt þannig að eigendurnir fái nokkuð fyrir sitt. Samkvæmt samningnum áttu eigendur og umráðamenn Dalskvísla að fá 24 ríkisdali í leigu á ári en þeir áttu á móti að greiða kostnað við hreinsun og grenjavinnslu á landinu. Samningurinn var gerður við tvo af nefndum hreppum með fyrirvara um samþykki hinna tveggja en hreppstjórar þeirra mættu ekki til fundarins. Á árinu 1882 eignaðist Björn Eysteinsson Forsæludal ásamt 5/9 hlutum Dalskvísla en Dalskvíslaland virðist hafa verið selt með sérstökum gerningi. Skömmu síðar eignaðist Björn einnig þá 4/9 hluta Dalskvísla sem tilheyrðu Þórormstungu. Björn Eysteinsson auglýsti Forsæludal til sölu í blaðinu Vatnsdal í Húnavatnssýslu er til sölu, að undanskildu afrjettarlandinu Hvíslum. Kaupandi getur fengið jörðina til ábúðar í næstu fardögum. Hver sem kynni að vilja kaupa jörðina er beðinn að snúa sjer til Björns Eysteinssonar á Af aulýsingunni má sjá að Björn er á þessum tíma fluttur að Réttarhóli í Dalskvíslum en hann mun hafa flutt þangað 1886. Í apríl 1887 gerðu Björn Eysteinsson og Hannes Þorvarðarson með sér samning sem lesinn var upp fyrir manntalsþingsrétt að Ási og færðu r í afsals - og veðmálabók Húnavatnssýslu 9. júlí 1887. Samningurinn hljóðar svo: [...] jeg Hannes Þorvarðarson tek hjer með brjefi þessu á móti jörðinni Forsæludal í Vatnsdal að dýrleika 28 ½ hndr. sem með brjefi af 9. febrúar 1883 hefir staðið í veði til mín mót skuldarupphæð 2958 krónum, eins og hún nú kemur fyrir í næstkomandi fardögum með 2 kúgildum að húsum sem tjeðri jörð fylgdi samkvæmt afsalsbrjefi af 10. april 1882. Jörðin Forsæludalur er þannig með brjefi þessu afhent velnefndum Hannesi að fráskil du Hvíslalandi, sem með sjerstöku afsalsbrjefi af 14. janúar 1882 er selt og afhent nefndum Birni Eysteinssyni, með þeim skilmálum að jeg Björn Eysteinsson lofa hjermeð að greiða velnefndum Hannesi Þorvarðarsyni 200 (tvö hundruð) krónur sem greiðist að nok ru leyti með fjárhúsum sem standa á jörðunni, eptir óvilhallra manna mati, en það sem ekki þannig greiðist af tjeðri upphæð borgist fyrir árslok 1888. Ennfremur lofa jeg Björn Eysteinsson að greiða ársrentu 4% af 2958 krónum eða að upphæð 118 (hundrað og á tján) krónur í peningum á næstkomandi hausti 1887. Sömuleiðis er hjermeð áskilið að samþykkt að Forsæludalsábúandi hafi framvegis sem hingað til fullan rjett til að reka lömb sín á Hvíslaland fyrir vestan Miðhvísl. Björn Eysteinsson skrifaði amtmanni bréf 12. febrúar 1887. Í bréfinu greinir hann frá kaupum sínum á Forsæludal og heiðarlandinu Dalskvíslum. Tók hann fram að heiðarlandið væri ekki notað frá 20 Forsæludal sökum fjarlægðar auk þess sem notkun þess þaðan væri óþörf þar sem landrými væri nægjanlegt he ima við. Hann hafi gefið hreppunum kost á að leigja landið en þeir hafi ekki viljað greiða fyrir það en hann hafi þó fengið lítilfjörlega þóknun frá tveimur þeirra. Hann geti því ekki lengur unað við að eiga landið, sem bæði er gott og víðlent, en hafa af því byrði en jafnframt vita til þess að landið liggi undir ágangi afréttarpenings. Hann hafi leigt Forsæludal öðrum en sjálfur flutt búferlum í Dalskvíslar og byggt þar bæ sem hann nefni Réttarhól. Í bréfinu upplýsir Björn amtmann um að hann eigi þetta la nd og enginn annar geri tilkall til þess. Telur hann því óþarfa að auglýsa áætlun sína um að taka þar upp nýbýli. Biður hann amtmann um að hlutast til um að hann hljóti þau hlunnindi og réttindi sem nýbýlatilskipunin frá 1776 veiti honum eins fljótt og auð ið er. Amtmaður brást við bréfi Björns með því að rita sýslumanni bréf 18. apríl 1887. Amtmaður spyr sýslumann hvort byggð Björns ætti e.t.v. heldur að skoða sem afbýli samkvæmt rentukammerbréfi frá 26. febrúar 1842. Sýslumaður var seinn til svara og rita ði amtmaður honum á ný 31. október 1887 og óskaði eftir umsögn um nýbýlastofnunina. Í svarbréfi sýslumanns 8. nóvember 1887 segir m.a.: [...] Dalskvíslar hafa í ómunatíð verið óbyggt heiðarland, notað til uppreksturs, og tilheyrandi jörðunum Forsæludal og Þórormstungu, en afmarkað frá heimalöndum jarða þessara, og er það þannig selt Birni Eysteinssyni með ákveðnum ummerkjum allt í kring; þó hjer sje því ekki að ræða um nýbýli, þar sem byggð hefir lagst í eyði í ómunatíð (sbr. tilskipun 15. april 1776, 5. gr .) svo að hin fyrirskipaða auglýsing um upptekning nýbýlisins samkv. 4. gr. tjéðrar tilskipunar mætti burtfalla, þá virðist eigi að síður slík auglýsing ekki vera nauðsynleg eða viðeigandi, þar sem hjer er spurning um afmarkað heiðarland, er nýlega hefir v erið selt sækjanda undan tveim jörðum, sem frjáls og átölulaus eign jarða þessara. Hvað þvínæst það atriði snertir hvort byggð sækjanda í Dalskvíslum eigi megi öllu fremur álítast afbýli, þá fæ jeg ekki sjeð að svo verði álitið, með því þetta umrædda heiða rland hefir alls ekki verið notað frá jörðum þeim, sem það lá undir, nema til uppreksturs, og jarðir þessar halda landsnytjum sínum óskertum að öllu, svo dýrleiki þeirra og leigumáli hlýtur að haldast óbreyttur, þótt heiðarland þetta sje undan þeim selt. A mtmaður svaraði bréfi sýslumanns 3. janúar 1888 og fer þess á leit að Birni verði tilkynnt að ekki sé unnt að verða við beiðni hans þótt hann sé eigandi heiðarlandsins og það hafi verið selt undan Forsæludal og Þórormstungu með ákveðnum ummerkjum því að hé r sé ekki spursmál um nýbýli þar sem byggð hefur verið í eyði frá ómunatíð heldur afréttarland sem ábúendur nefndra jarða og sveitarfélög kunni að hafa nokkurt tilkall til, sbr. 4. gr. tilskipunar frá 15. apríl 1776. Amtmaður segir jafnframt að því fylgi h vorki mikill kostnaður né fyrirhöfn fyrir Björn að fylgja þessu formsatriði. Eftir að Björn hafi fengið auglýsingu birta sé ekkert því til fyrirstöðu að amtmaður hlutist til um að sýslumaður ásamt tilkvöddum mönnum ríði á umrætt land. Í framhaldinu kynnti sýslumaður Birni niðurstöðu amtmanns. Björn gerði síðan það sem fyrir hann var lagt og var svohljóðandi auglýsing lesin upp í landsyfirdómi 19. mars 1888: Jeg undirskrifaður gjöri kunnugt, að jeg hefi tekið upp nýbýli á eignarlandi mínu Dalskvíslum milli A uðkúluheiðar og Grímstunguheiðar, og hefi eg þegar farið þess á leit, að mjer verði veitt þau rjettindi og hlunnindi, sem tilsk. 15. apríl 1776 ákveður. Ef nokkur kynni að þykjast eiga tilkall til þessa lands, skora jeg á hann að lýsa tilkalli sínu fyrir a mtmanninum yfir norður - og austur - amtinu, innan 4 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, sem einnig verður lesin í landsyfirdóminum. Rjettarhóli í Dalskvíslum, 2. marz 1888 Með bréfi dagsettu 6. ágúst 1888 fyrirskipaði amtmaður sýslumanni að annast áre ið á Dalskvíslar vegna stofnunar nýbýlis Björns Eysteinssonar þar. Í bréfi amtmanns er greint frá því að Björn hafi óskað eftir því að honum verði útvísað landi til stofnunar nýbýlis. Landið er sagt hafa tilheyrt Forsæludal og Þórormstungu en talið að Björ n hafi keypt það með sérstökum ummerkjum. Björn hafi látið auglýsa í landsyfirrétti og birta auglýsinguna en enginn hafi komið fram með eignartilkall til landsins. Amtmaður skikkar síðan sýslumanninn í Húnavatnssýslu ásamt fjórum valinkunnum og óvilhöllum mönnum til að gera áreið á landið og eftir löglegan undirbúning gera ályktun um það hvort land þetta skuli útvísað til nýbýlis eftir fyrirmælum sem tilskipun 15. apríl 1776 inniheldur, sér í lagi 1. - 4. gr. og 6. og 7. gr. tilskipunarinnar. Í framhaldi af þ essu skipaði sýslumaður fjóra nafngreinda menn til að vera áreiðar - og matsmenn vegna áreiðar sem fara átti fram 26. ágúst 1889. Áreiðarmenn mættu að Réttarhóli þann dag og 21 unnu eið að því að vinna verk sitt eftir bestu vitund. Áreiðin fór fram og um hana er ritað í dómabók með eftirfarandi hætti: Ár 1889 mánudaginn hinn 26. ágúst var sýslumaður í Húnavatnssýslu Lárus Blöndal staddur að býlinu Rjettarhóli í Dalskvíslum sem samkvæmt skipunarbrjefi amtmannsins í Norður og Austuramtinu dags. 17. október f. á. ásamt fjórum tilkvöddum áreiðar og matsmönnum, þeim bændunum Birni Sigfússyni í Grímstungu, Birni Guðmundssyni á Marðarnúpi, Gísla Guðlaugssyni í Forsæludal og Guðmundi Þorsteinssyni í Holti, til þess eptir fyrirmælum í tilskipun 15. apríl 1776 að gjöra ár eið á heiðar og upprekstrarlandið Dalskvíslar, sem áður tilheyrði jörðunum Þórormstungu og Forsæludal, en sem bóndinn Björn Eysteinsson á Rjettarhóli hefur keypt af eigendum tjeðra jarða og að undangengnum lögformlegum undirbúningi hefir óskað að upptaka s em nýbýli. Þess er að geta, að sýslumaður hefur með nægum fyrirvara boðað til áreiðargjörðar þessarar, eigendur og umráðamenn jarða þeirra, sem liggja að Dalskvísla landi, þá bændurna Bjarna Snæbjarnarson í Þórormstungu, Hannes Þorvarðarson á Haukagili, og prestinn sjera Stefán Jónsson á Auðkúlu, sem allir eru persónulega mættir. Bóndinn Björn Eysteinsson var og persónulega viðstaddur, og sýndi heimildarskjal sitt eða afsalsbrjef fyrir Dalskvíslum, dags. 14. janúar 1882. Eptir að hinir tilkvöddu áreiðarmenn höfðu unnið hinn lögboðna eið, var gjörð áreið á áðurnefnt Dalskvíslaland. Enginn hefur gjört eignar tilkall til lands þessa annar en Björn bóndi Eysteinsson og enginn hafið mómæli gegn útvísunargjörðinni. Þar sem Dalskvíslaland alls ekki hefur verið nota ð nje verður notað frá jörðunum Þórormstungu og Forsæludal, er það samhuga álit sýslumanns og áreiðarmanna, að jarðir þessar, þrátt fyrir afsal lands þessa, og útvísun á því til nýbýlis, haldi landsnytjum sínum óskertum þannig að jafnmikil áhöfn geti eptir sem áður framfleytst á þeim og leigumálinn verið hinn sami, jafnvel þótt hugsanlegt væri, að dýrleiki jarða þessara kynni við nýtt jarðamat að lækka lítið eitt (í notum þess að jörðunum báru fjallatollar nokkrir fyrir upprekstra í Dalskvíslalandi, en fjal latollar þessir hafa ekki goldizt um langan tíma. Samkvæmt fyrrgreindu afsalsbrjefi fyrir Dalskvíslalandi eru merki þess: að utan yfir Bótarfjall vestur að Vatnsdalsá, til austurs yfir Eyjavatn utan til austur á reiðgötur, þaðan til suðurs sem vötn að drag a til Vatnsdalsár, að vestan ræður Vatnsdalsá og Strangakvísl. Sýslumaður og hinir tilkvöddu áreiðarmenn gjörðu þá ályktun að af hinu afsalaða Dalskvíslalandi skyldi bóndanum Birni Eysteinssyni útvísað nýbýlisland með þessum ummerkjum: að austan ræður sjón hendíng frá svokallaðri Karittingatjörn (Karyrlingatjörn) í krókinn á Fellakvísl vestanvert þar sem Kolkukvísl fellur í hana; úr því ræður Fellakvísl til upptaka, en þaðan sjónhending í norðari Búrfjallahala, að sunnan sjónhending frá Fellakvísl um Áfangaf ell til Stóra - steins við Miðkvísl; að vestan ræður Miðkvísl til Vatnsdalsár, og þaðan Vatnsdalsá út á móts við Bótarfjall, að utan (norðan) eru merkin: úr Vatnsdalsá yfir Bótarfjall til austurs yfir Eyjavatn utan til, austur á reiðgötur. Það skal sjerstakl ega tekið fram, að presturinn sjera Stefán Jónsson er, sem umráðamaður Auðkúluheiðar samþykkur ummerkjum nýbýlislandsins að austan. Verður þannig óúthlutað til nýbýlis af Dalskvíslalandi svæðið frá Áfangafelli, fram á svokallaðar Öldur, sem er mjög ófrjótt land og landið milli Miðkvíslar og Ströngukvíslar, sem jarðirnar Forsæludalur og Þórormstunga hafa frían upprekstur í. Nýbýlislandið er öldótt heiðarland með víðlendum móa - og melbungum, og allstórum ljósastarar og brokflám, sem víða eru allgóðar til slæg na; málnytuhagar eru góðir. Til hlunninda má telja nokkra silungsveiði og hæga grasatekju. Er svo áreiðar - og matsgjörð þessari hjermeð lokið og til staðfestu undirrituð af hlutaðeigendum. Sýslumaður sendi amtmanni endurrit þingbókarinnar og skrifaði amtma ður sýslumanni bréf 17. október 1889 og sendi með nýbyggingarbréf sem hann bað sýslumann um að afhenda Birni. Nýbyggingarbréfið er svohljóðandi: Julíus Havsteen, amtmaður yfir Norður - og Austuramtinu r. af dbr. [strikað yfir: Gjörir] Kunngjörir: að með þv í Björn Eysteinsson, samkvæmt tilsk. 15. april 1776, hefir með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Húnavatnssýslu með fjórum tilkvöddum, óvilhöllum mönnum, 26. ágúst þ.á., fengið útvísað land til nýbýlis í svonefndum Dalskvíslum eða Kvíslala ndi, með þessum ummerkjum: Að austan ræður sjónhending frá svokallaðri 22 Karittlingatjörn (Karyrtlingatjörn) í krókinn í Fellakvísl vestanvert, þar sem Kolkukvísl [strikað yfir: rennur, fellur ofan línu] fellur í hana; úr því [því, tvítekið] ræður Fellakvísl til upptaka, en þaðan sjónhending í norðari Búrfjalla hala; að sunnan sjónhending frá Fellakvísl um Áfangafell til Stórasteins við Miðkvísl; að vestan ræður Miðkvísl til Vatnsdalsár og þaðan Vatnsdalsá [strikað yfir: fyrir yfir] út á móts við Bótarfjall; að utan (norðan) [strikað yfir: eru merkin:] úr Vatnsdalsá yfir Bótarfjall til austurs yfir Eyjavatn utan til, austur í reiðgötur, [strikað yfir: Er úthlutað til nýbýlis af Dalskvíslalandi svæðið frá Áfangafelli framá svokallaðar Øldur og landið milli Miðk víslar og Ströngukvíslar.] þá veitist nefndum Birni Eysteinssyni hjermeð nýbyggjararjettur yfir hinu tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilskipun [strikað yfir: eru] eru heimilaðar. [strikað yfir: þó að óske rtum rjetti sjerhvers annars manns ef sannaður verður] Sýslumaður sendi Birni Eysteinssyni nýbyggingarbréfið 29. október 1889. Hinn 24. nóvember 1890 selur Erlendur Eysteinsson sem umboðsmaður Björns bróður síns fjórum hreppum Dalskvíslarland og var um söl una gerður svofelldur kaupsamningur: 1. Jeg Erlendur Eysteinsson sel ofannefndum sveitarfjelögum í Svínavatns, Torfalækjar, Áss og Sveinsstaðahreppum hið svokallaða Dalskvíslaland í Áshreppi með öllum rjettindum og skyldum sem landsparti þessum fylgir, ein s og jeg hefi keypt hann nefnilega: að Forsæludalur og Þórormstunga eigi frían upprekstur á geldfje sitt, að undanteknu stóði. Viðir í húsum eru ekki með í kaupinu. 2. Kaupverðið er 1200 tólf hundruð krónur og greiðist það mjer á næsta vori um leið og jeg flyt burtu, sem verða skal 14 maí næstkomandi. 3. Seljandi skal gefa kaupanda afsalsbrjef strax og kaupverð er greitt. 4. Kostnað þann sem leiðir af kaupgjörningi þessum skal kaupandi greiða en seljandi svarar til lagariptinga. 5. Kaupendur ganga að þessum kaupum uppá væntanlegt samþykki hreppsbúa, og sýslunefndar Í bréfi sem ritað er til sýslumanns fyrir hönd Svínavatnshrepps vegna kaupa á Dalskvíslarlandi 3. janúar 1891 kemur fram að eigandi landsins, Björn Eysteinsson, hafi búið þar í nokkur ár en hreppsbúum viðist búsetan skaðleg fyrir þá sem nota afréttina sem liggja að Kvíslarlandi á báðar hliðar vegna ónæðis sem afréttarpeningurinn verður fyrir af ábúandanum, sem eins og vonlegt er ver land sitt fyrir honum. Telja þeir þetta ónæði geta átt þá tt í verri fjárheimtum liðin haust og þá verði féð vænna ef það fær að vera á afréttinni ónæðislaust. Í bréfinu er lagt til að upprekstrarfélögin sem reka á Auðkúlu - og Grímstunguheiðar kaupi Kvíslarlandið og búskapur leggist þá þar niður og vissa yrði fen gin fyrir því að þar yrði ekki reist byggð framar. Stjórnarráð Íslands sendi öllum sýslumönnum landsins bréf 29. desember 1919 þar sem þeir voru beðnir um að skila skýrslu um þau svæði í sýslum þeirra sem töldust vera almenningar svo og um afréttarlönd se m hafi sannanlega tilheyrt eða tilheyri nú nokkru lögbýli. Bogi Brynjólfsson sýslumaður svaraði erindinu með bréfi dagsettu 28. apríl 1920. Í því kemur fram að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi aflað sér sé ekkert slíkt svæði að finna í sýslunni nema Almenningur á Skagaheiði. Í frumvarpi til reglugjörðar um notkun afrétta í Húnavatnssýslu kemur fram að níu nafngreindir bæir í Torfalækjarhreppi eigi upprekstur í Forsæludalskvíslar og þá skuli fimm nafngreindir bæir í Áshreppi einnig eiga þangað upprekstur. Í ritinu Göngur og réttir II frá árinu 1949 er greint frá upprekstri Ás - og Sveinsstaðahreppa á afréttarlönd suður af Vatnsdal: Suður af Vatnsdal eru góð og víðlend afréttarlönd, sem Ás - og Sveinsstaðahreppar eiga sameiginlega upprekstur á. Þes si sameiginlegu réttindi kallast Upprekstrarfélag Grímstunguheiðar. Auk hins sameiginlega afréttarlands fylgja stór heimalönd, er ná til hálsa og heiða, ýmsum jörðum fremst í Vatnsdal. [...] Þótt afréttarlöndin séu venjulega kölluð Grímstunguheiði, voru þau áður heimalönd ýmissa jarða. Austast eru Forsæludalskvíslar, sem fyrr voru heimalönd Forsæludals, en 1891 voru Kvíslar seldar upprekstrarfélagi Auðkúluheiðar og Grímstunguheiðar, sem á nú fjórða hluta landsins. Þar 23 eru ágæt beitarlönd, einkum fyrir hro ss. Árið 1866 [svo] byggði Björn Eysteinsson, síðar bóndi í Grímstungu, býlið Réttarholt [svo] í Kvíslum. Bjó hann þar í 5 ár, og græddist vel fé. Er þar nærtækt til veiðifanga, bæði silungs og fugla, og landkostir ágætir. Björn var annálaður fyrir ratvísi og leitarferðir. Verður hans nánar getið síðar. Vestanvert við Forsæludalskvíslar er Grímstunguheiði og Lambatungur, sem fylgdu henni hálfar. Vatnsdalsá skilur Kvíslar og Grímstunguheiði, en Bríkarkvísl Grímstunguheiði og Lambatungur. Vestast er Haukagils heiði. Henni fylgdu hálfar Lambatungur. Álftaskálará skilur Lambatungur og Haukagilsheiði. Merki milli Víðidalstunguheiðar og Haukagilsheiðar er lína, sem horfir frá Fremrihlíðarklettum að Bláfelli á Stórasandi. Fyrr á tímum voru heiðalönd þessi eign samne fndra jarða. Höfðu þá flestir búendur upprekstur á Grímstunguheiði og guldu Grímstungupresti og síðar Undirfellspresti, beitartoll, sem kallaðist fjallatollur. Varð það haustlamb frá hverjum búanda, sem fé átti. Var skattur þessi oft misvel af hendi leystu r, og ekki laust við, að til óánægju drægi milli bænda og presta um greiðsluna. Í lok aprílmánaðar 1960 gerðu eigendur Forsæludals og upprekstrarfélög Auðkúlu - og Grímstunguheiða með sér samning um uppsetningu og viðhald girðingar milli heimalands Forsælud als og sem gamla varnargirðingin liggur úr Vatnsdalsá á móti Svínavatnslækjarósi suður og austur yfir Bót austur í Friðmundarvatn vestara. Á girðingu nni séu þrjú hlið: eitt við Vatnsdalsá, annað á há Bót og það þriðja á Konráð Eggertsson og Pétur Ólafsson tóku saman skrá yfir afrétti fyrir Ás - og Sveinstaðahreppa og er hún dagsett 4. maí 1981. Þar kemur fram að Upprekstrarfélag Auðkúluheiðar eigi Dalskvíslar að ¾ hlutum og Upprekstrarfélag Ás - og Sveinsstaðarhreppa eigi ¼ hlut. Í skránni er merkjum Dalskvísla lýst til hennar upptaka. Svo bein lína frá Vatnsdalsá, móts við Svínavatnslækjarós, í vörðu á há Bótarfelli . Þaðan austur um norðanvert Eyjavatn, miðja vegu frá tanga þeim er gengur lengst í suður fyrir austan vík þá er Túnalækur fellur úr og Hinn 26. ágúst 1985 var gerð svohljóðandi landamerkjaskrá fyrir Dal kvíslar: Að norðan: Úr Vatnsdalsá, móts við Svínavatnslækjarós, ræður bein lína í vörðu í há Bótarfelli. Þaðan austur um norðanvert Eyjavatn, miðja vegu frá tanga þeim sem gengur lengst í suður fyrir austan vík þá er Túnalækur fellur úr og hólma sem eru í vatninu, alla leið austur í Káryrðlingatjörn og er það hornmerki að norðan og austan. Að austan: Úr Káryrðlingatjörn ræður sjónhending í Fellakvísl, þar sem Kolkukvísl fellur í hana. Þá ræður Fellakvísl til upptaka og þaðan bein lína í norðurenda Langjöku ls og er það hornmerki að austan og sunnan. Að sunnan: Fjórðungsmörk ráða, en þau eru: Úr norðurenda Langjökuls ræður bein lína i Lyklafell. Úr Lyklafelli ræður sjónhending, fyrir norðan Álftavötn og Fljótadrög, í Réttarvatnstanga. Að vestan: Úr fjórðung smörkum ræður bein lína til upptaka Ströngukvíslar. Síðan ræður Strangakvísl til Vatnsdalsár. Þá ræður Vatnsdalsá alla leið til móts við Svínavatnslækjarós og er það hornmerki að vestan og norðan. Eigendur Dalskvísla samþykktu landamerkjaskrána og rituðu o ddvitar Ás - , Sveinsstaða - , Svínavatns - og Torfalækjarhreppa undir hana. Sama gerðu eigendur og forsvarsmenn þeirra jarða og heiðarlanda sem land áttu að Dalskvíslum. III Málsástæður og lagarök Af hálfu stefnenda er á því byggt að hið umþrætta landsvæði ha fi verið numið í öndverðu og sá eignarréttur sem þá skapaðist hafi ekki fallið niður. Stefnandi vísar til þinglýsts landamerkjabréfs Forsæludals frá 29. júlí 1890, útskiptingarafsals - /kaupsamnings frá 24. nóvember 1890 og þinglýstra landamerkjabréfa aðligg jandi jarða. 24 Stefnendur vísa kröfum sínum til stuðnings einnig til þess að fullur hefðartími sé liðinn frá því að nefndu landamerkjabréfi og útskiptingarafsali var þinglýst og frá því tímamarki hafi ekki aðrir notað landið með nokkrum hætti en eigendur þes s, sem farið hafa með öll hefðbundin eignarréttindi yfir svæðinu og bannað öðrum not þess. Raunar hafi öll nýting þrætusvæðisins verið háð leyfi frá eigendum þess. Stefnendur byggja á því að sá sem vefengir þinglýstar eignarheimildir beri sönnunarbyrði fy rir staðhæfingu sinni. Stefnendur vísa til þess að eignarheimildir þeirra hafi frá upphafi verið taldar gildar í viðskiptum manna á milli og því reisi þeir kröfu sína einnig á viðskiptavenju. Grundvallarregla um réttaröryggi í viðskiptum geri kröfu um trau st og festu í lögskiptum. Þannig verði að vera unnt að treysta lagalegri þýðingu gagna um lögskipti manna og lögaðila varðandi ráðstöfun auðlinda á svæði því sem deilt er um í málinu. Gildi þeirra gagna sem sýni eignarrétt stefnenda eigi sér örugga stoð í venjurétti sem reistur er á fastmótuðum viðhorfum og viðskiptavenjum. Hvað þetta varðar vísa stefnendur sérstaklega til þess sem fram kemur í athugasemdum við 5. gr. þjóðlendulaga. Þá skipti hér einnig miklu að stefnendur hafa um langt skeið gengið út frá því að merkjum sé rétt lýst og að eigendur aðliggjandi svæða hafi virt og viðurkennt þau merki. Stefnendur benda á að ríkisvaldið hafi í aldanna rás ítrekað viðurkennt að svæðið sé háð eignarrétti þeirra og raunar ekki haldið öðru fram. Þetta megi m.a. r áða af því að öllum heimildarskjölum eigenda Forsæludalskvísla hafi verið þinglýst án athugasemda og þau aldrei vefengd. Með þessari háttsemi hafi stefndi glatað rétti sínum til að hafa uppi vefengingarkröfu nú sökum fyrningar og tómlætis. Þá vísa stefnend ur til almennra reglna um ítaksrétt og stofnun ítaka, meginreglna um traustfang og tómlæti. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi sérstaklega litið til þessa í úrlausnum sínum varðandi eignarrétt og litið til þess hvaða væntingar einstaklingar máttu hafa um eig narhald sitt þegar litið er til athafna eða athafnaleysis ríkisvalds gagnvart réttindum landeigenda. Einnig vísa stefnendur til lýsinga Landnámu á landnámi í Húnaþingi en Landnáma hafi verið túlkuð þannig að hún styðji við beinan eignarrétt. Í þessu samban di benda stefnendur á dóma Hæstaréttar Íslands sem birtir eru í dómasafni réttarins fyrir árin 1960, bls. 726, og 1994, bls. 2228. Auk þess hafi óbyggðanefnd komist að sömu niðurstöðu í almennum niðurstöðum sínum. Að mati stefnenda verður einnig að líta til þess að innan kröfusvæðisins eru leifar og tóftir mannvirkja sem styðja gamlar heimildir um búsetu þar og landið því af þeim sökum beinum eignarrétti háð. Um þetta benda stefnendur á örnefnaskrár en þar komi fram að í Forsæludalskvíslum hafi verið reis t nýbýlið Réttarhóll. Stefnendur halda því fram að þótt landið hafi einkum verið nýtt til beitar gefi það ekki til kynna að það hafi einungis verið numið til slíkrar notkunar eða einhvers konar takmarkaðra nota. Þvert á móti hafi eigendur svæðisins haft ö ll eignarráð þess, nýtt það og haft af því tekjur. Heimamenn túlki orðið afréttur sem beitiland jarðarinnar. Slík lönd sem í eðli sínu geti flokkast sem afréttarlönd í víðustu merkingu þess orðs séu fullkomin eignarlönd enda viðurkennt af fræðimönnum að sv o geti verið. Að mati stefnenda dregur óbyggðanefnd suðurmörk Forsæludals með óeðlilegum hætti. Línan sé dregin nákvæmlega þar sem mörkin voru ákveðin þegar land Forsæludals var selt til upprekstrarfélaga. Engin skil séu í landinu á þessum stað og með ólíkindum að landnámi til suðurs hafi lokið nákvæmlega þar sem markalínan var dregin hundruðum ára síðar þegar suðurhluti landsins var seldur upprekstrarfélögum. Gögn málsins st yðji ekki á nokkurn hátt að landnámi til suðurs hafi lokið þarna og þá séu engin landfræðileg rök sem leitt geti til þeirrar niðurstöðu. Afréttarlöndin, þ.e. lönd Forsæludalskvísla, Grímstunguheiðar, Haukagilsheiðar og Lambatungna, eru suðurhlutar bújarðar sem gengið hafi kaupum og sölum. Varðandi varakröfu sína byggja stefnendur á því að við landnám hafi land Forsæludals að minnsta kosti náð suður á Öldur. Þessa megi finna stað í eldri heimildarskjölum sem rakin eru í úrskurði óbyggðanefndar. Þrautavara krafa byggist á því að landið sem liggur norðan og austan línu sem dregin er frá Áfangafelli til Stóra steins við Miðkvísl og fylgir síðan Miðkvísl til Vatnsdalsár hafi verið útmælt til þess að tilheyra nýbýlinu Réttarhóli með áreið á landið 26. ágúst 1889 . Við áreiðina hafi skýrt komið fram að til nýbýlisins falli eignarland sem áður hafi tilheyrt Forsæludal og Þórormstungu. 25 Hvað lagarök varðar vísa stefnendur til 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins og 65. gr. hennar um jafnræði. Jafnf ramt vísa stefnendur til meginreglna stjórnsýsluréttar um málsmeðferð, laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda þjóðlenda og afrétta nr. 58/1998, til laga um hefð nr. 46/1905, laga um afréttarmál og fjallskil nr. 6/1986, laga um mannréttindasáttmál a Evrópu nr. 62/1994, til sáttmálans sjálfs og viðauka við hann, sérstaklega 1. gr. 1. viðauka. Einnig til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 11. gr. laganna og til laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Hvað málskostnað varðar vísa s tefnendur til 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Af hálfu stefnda er á því byggt að Forsæludalskvíslar séu svæði utan eignarlanda og telist því þjóðlenda í skilningi 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998. Stefndi telur ljóst að af heimildum v erði ekki annað ráðið en að hið umþrætta landsvæði hafi aldei verið undirorpið beinum eignarrétti og nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti. Sönnunarbyrði hvíli á stefnendum að sýna fram á beinan eignarrétt sinn en það hafi þeim ekki tekist. Stefndi v ísar til þess að úrskurður óbyggðanefndar sé byggður á umfangsmikilli upplýsingaöflun og rannsóknum. Niðurstaðan nefndarinnar sé fengin eftir kerfisbundna leit að gögnum, skjölum frá aðilum málsins og skýrslum sem gefnar voru fyrir nefndinni. Óbyggðanefnd hafi síðan komist að þeirri niðurstöðu að við gildistöku þjólendulaga hafi þrætusvæðið talist til afrétta samkvæmt þeirri eignarréttarlegu flokkun lands sem almennt var miðað við fram til gildistöku þjóðlendulaga. Í því sambandi hafi nefndin vísað til kaup a Svínavatns - , Torfalækjar - , Ás - og Sveinsstaðahreppa á Forsæludalskvíslum með kaupsamningi, dagsettum 24. nóvember 1890, og nýtingar svæðisins á þeim grundvelli. Niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú að ekki hafi verið sýnt fram á að Forsæludalskvíslar væ ru eignarland, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti. Stefndi gerir því forsendur og niðurstöðu óbyggðanefndar að sínum til stuðnings kröfu sinni um sýknu auk þeirra málsástæðna sem hann færir fram í greinargerð sinni. Stefndi telur að af Landn ámu verði engar afdráttarlausar ályktanir dregnar um landnám á þrætusvæðinu og því sé ósannað að það hafi verið numið í öndverðu. Því verði ekki ráðið hversu langt upp til fjalla og inn til lands landnám náði og vísar hann í þessu sambandi t.d. til dóms Hæ staréttar Íslands í máli nr. 350/2011. Að teknu tilliti til staðhátta og fjarlægða telur stefndi ólíklegt að svæðið hafi verið numið í heild. Vera kunni að hluti svæðisins, einkum norðari hlutinn, hafi verið numinn en vafi um þetta aukist eftir því sem len gra er komið inn til landsins. Hvað sem landnámi líður liggi ekkert fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þannig kann að hafa verið stofnað til á svæðinu. Sá beini eignarréttur hafi því fallið niður og svæðið í kjölfarið tekið ti l takmarkaðra nota annarra. Af hálfu stefnda er því haldið fram að ekki sé unnt að líta til þeirra heimilda sem stefnendur vísa til um nám í öndverðu enda hafi bæði verið gerð landamerkjabréf fyrir jarðir og annars konar réttindasvæði, auk þess hafi afsöl og sambærileg skjöl ekki þýðingu varðandi stofnun beins eignarréttar í öndverðu. Líta verði til þess að stefnandi segist byggja á þinglýstum landamerkjabréfum aðliggjandi jarða án þess að leggja slík bréf fram. Máli sínu til stuðnings vísar stefndi einnig til þess að Forsæludalskvíslar hafi verið aðskildar frá jörðinni Forsæludal og álitnar sérstakt svæði sem allt frá fornu fari hafi verið nýtt til sumarbeitar eða annarra takmarkaðra nota en slík nýting stofni ekki beinan eignarrétt. Skammvinn búseta að Ré ttarhóli fái þessu ekki breytt. Forsæludalskvíslar hafi því ekki tilheyrt jörðinni Forsæludal með sama hætti og annað land hennar heldur hafi þær haft aðra eignarréttarlega stöðu. Af elstu heimildum, sem ná aftur til 15. aldar, megi ráða að Forsæludalskvís lar hafi heyrt undir Forsæludal sem hafi verið sérstök jörð. Yfirleitt hafi kvíslanna ekki verið getið sérstaklega eða hitt að vísað sé til þeirra sem afréttar Forsæludals eða með öðrum sérstökum hætti. Sem dæmi vísar stefndi til dóms Jóns lögmanns Jónsson vísað er í afrétt jarðarinnar Forsæludals í Forsæludalskvíslum. Stefndi bendir á að elsta heimildin fyrir landamerkjum Forsæludal skvísla sé lögfesta frá árinu 1806 en hana gerði Bjarni Steindórsson í Þórormstungu. Bjarni átti á þessum tíma jarðirnar Þórormstungu og Forsæludal og lýsti lögfestan landamerkjum beggja jarðanna án sérstakrar aðgreiningar og án þess að Forsæludalur eða Fo rsæludalskvíslar séu sérstaklega tilgreindar. Þremur árum síðar lögfesti Bjarni sameiginlega jarðir sínar Þórormstungu og Forsæludal og lýsir merkjum jarðanna sameiginlega og án aðgreiningar og þá lýsir hann einnig Forsæludalskvíslum án þess að tilgreina þ ær sérstaklega. Stefndi telur 26 að lögfestur þessar styðji ekki kröfu stefnenda um beinan eignarrétt á svæðinu enda sé þar lýst merkjum tveggja sjálfstæðra jarða og Forsæludalskvísla án þess að gerð sé aðgreining á svæðunum. Því verði af lögfestunum ekki dre gin ályktun um það hvort litið hafi verið á Forsæludalskvíslar sem hluta af Forsæludal eða sjálfstæða einingu. Einnig verði að horfa til þess að í lögfestunum fólust yfirlýsingar um óbein eignarréttindi á því svæði sem lýsing þeirra tók til. Loks verði hva ð lögfesturnar varðar að horfa til þess að þær eru ekki í samræmi við lýsingar eldri heimilda á svæðinu. Stefndi heldur því fram að af ráðstöfun Bjarna Steindórssonar á Forsæludalskvíslum á árinu 1820, þannig að 4/9 hlutar kvíslanna skyldu tilheyra áðurn efndum eignarjörðum hans og 1/9 Dalkoti, megi ráða að hann hafi ekki verið að ráðstafa eignarlandi heldur svæði sem háð væri takmörkuðum réttindum hans. Í þessu sambandi vísar stefndi einnig til sameiginlegrar lögfestu Auðkúluheiðar, Þórormstungu - og Forsæ ludalslands, Grímstungu - og Haukagilsheiða frá 16. júní 1820. Í jarðamati frá 1849 komi fram sérstök lýsing á merkjum afréttarlandsins Forsæludalskvísla og þær aðgreindar frá Forsæludal. Þá sé tekið fram í kaupbréfi frá 1864, þegar Brynjólfur Brynjólfsson selur Forsæludal, að með í kaupunum fylgi 5/9 hlutar úr heiðarlandinu Dalskvíslum. Af hálfu stefnda er á því byggt að Björn Eysteinsson, sem eignaðist Forsæludal 1882 ásamt hluta jarðarinnar í Forsæludalskvíslum og síðar einnig hluta Þórormstungu, hafi ekk i getað selt þeim fjórum hreppum sem stefnendur leiða rétt sinn frá meiri réttindi en hann átti. Í áreiðarskjali sem útbúið var 1889 í tengslum við flutning Björns að Réttarhóli sé merkjum býlisins lýst sem og því svæði innan Forsæludalskvísla sem ekki sky ldi tilheyra býlinu. Af gögnum í tengslum við áreiðina megi ráða að gengið hafi verið út frá því að Forsæludalskvíslar væru heiðar - og upprekstrarland, óbyggt í ómunatíð. Stefndi heldur því fram að þegar Björn Eysteinsson seldi hreppunum Forsæludalskvíslar í nóvember 1890 bendi orðalag og framsetning kaupsamningsins, sem og samskipti í aðdraganda hans, til þess að Björn hafi verið að selja og hrepparnir að kaupa afréttareign fremur en fullkomið eignarland. Í þessu sambandi bendir stefndi á dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 247/1994, 66/1996, 294/2010, 411/2012 og 413/2012. Einnig verði að meta efnislegt innihald lögskiptanna á grundvelli þeirrar meginreglu íslensks réttar að sá sem telur til eignarréttinda yfir landi verði að færa fram fullnægjandi heimil dir fyrir tilkalli sínu og að sá sem afsalar landi geti ekki veitt viðtakandanum víðtækari heimildir en hann sjálfur átti. Þá hafi kaupsamningurinn ekki getað vakið væntingar hjá kaupendunum um að þeir væru að eignast annað og meira en afnotaréttindi þau s em seljandinn hafði að landinu. Stefndi bendir á að sama ár og kaupsamningurinn um kaup hreppanna á Forsæludalskvíslum var undirritaður hafi verið gerð landamerkjabréf fyrir Forsæludal og Þórormstungu. Á þessum landamerkjabréfum geti stefnendur ekki byggt neinn rétt enda í þeim eingöngu vísað til þess að bæirnir eigi upprekstur í Dalskvíslar. Horfa verði til þess að frá öndverðu hafi borið að afmarka landsvæði hverrar jarðar með landamerkjum. Nefnd landamerkjabréf fyrir Forsæludal og Þórormstungu og skortur á landamerkjabréfi fyrir Forsæludalskvíslar bendi til þess að landsvæðið hafi talist og teljist enn utan eignarlanda. Hér skipti ekki máli að landamerkjabréfunum var þinglýst enda í þeim eingöngu lýst óbeinum eignarréttindum. Stefnandi vísar jafnframt til samnings um uppsetningu og viðhald girðingar milli heimalands Forsæludals og afréttarinnar sem gerður var á árinu 1960. Sá samningur gefur að mati stefnda ekki til kynna að Forsæludalskvíslar hafi verið undirorpnar beinum eignarrétti eða að svo hafi verið litið á. Stefndi byggir á því að heimildir þær sem fyrir liggja í málinu eigi það sameiginlegt að yfirleitt sé fjallað sérstaklega um Forsæludalskvíslar og vísað til þeirra sem afréttar eða afréttarlands aðskildar frá öðru landi jarðarinnar Forsæludals. Þ ví sé þrætusvæðið þjóðlenda í afréttareigu stefnenda enda sú niðurstaða í samræmi við niðurstöður hjá dómstólum í sambærilegum málum. Hvað búsetu á Réttarhóli á árunum 1886 - 1890 varðar þá liggi fyrir að Björn Eysteinsson hafi hlutast til um að fá þau rétt indi og hlunnindi sem nýbýlatilskipunin frá 15. apríl 1776 myndi veita honum. Auglýsing um upptöku nýbýlis hafi réttilega verið birt og þá hafi farið fram áreið á landið vegna upptöku nýbýlisins. Birni hafi í framhaldinu verið útvísað nýbýlislandi með tilt eknum landamerkjum. Heimildir bendi einnig, að því er virðist, til þess að Björn hafi fengið byggingarbréf fyrir stofnun nýbýlisins. Það bréf hafi hins vegar ekki fundist og engar heimildir séu um þinglýsingu þess en samkvæmt tilskipuninni hafi verið skylt að þinglýsa slíkum bréfum og hvíldi skylda til þinglýsingarinnar á Birni sjálfum. Slíka skyldu hafi einnig verið að finna í tilskipun frá 24. apríl 1833 um afsalsbréf og pantsetningar á Íslandi. Stefndi 27 heldur því af þessum sökum fram að ekki hafi komið t il fullnaðrar nýbýlastofnunar á Réttarhóli í samræmi við ákvæði nýbýlatilskipunarinnar sem breytt gat eignarréttarlegri stöðu þess svæðis sem lýst er í áreiðarskjalinu. Hin ófullkomna stofnun nýbýlis á Réttarhóli geti því ekki stutt dómkröfur stefnenda og þá sérstaklega þrautavarakröfu þeirra sem grundvallist á stofnun nýbýlisins. Af hálfu stefnda er því hafnað að skilyrði eignarhefðar séu til staðar í máli þessu og vísar hann til áðurrakinna sjónarmiða varðandi nýtingu landsins, staðhætti og eldri heimild ir. Skammvinn búseta hafi verið á Réttarhóli en engin önnur gögn séu til um heilsársbúsetu á þrætusvæðinu. Í málinu liggi ekkert fyrir um að umráðum svæðisins hafi nokkru sinni eftir hina skammvinnu búsetu á Réttarhóli verið þannig háttað að þau geti hafa fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Því hafi beinn eignarréttur að Forsæludalskvíslum ekki getað stofnast fyrir hefð eftir gildistöku nefndra laga, hvorki samkvæmt almennu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna né sérregl u sem fram kemur í 12. gr. laganna. Vekur stefnandi sérstaka athygli á því að fyrir gildistöku hefðarlaga var ekki unnt að stofna til eignarréttar að fasteign á grundvelli hefðar og vísar hann í þeim efnum til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 379/2009. Þá liggi fyrir fjöldi dóma Hæstaréttar Íslands þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hefðbundin afréttarnot duga ekki ein og sér til að hefða beinan eignarrétt að afréttum eða öðrum svæðum utan landamerkja jarða og vísar hann í dæmaskyni til dóma Hæstaréttar í málum nr. 7/1955, nr. 199/1978, nr. 66/1996 og nr. 67/1996. Stefndi segir málsástæðu stefnenda um venju ekki eiga við rök að styðjast. Stefndi vísar til þess sem áður er rakið um hefð og að viðskiptavenja ein og sér nægi ekki til stofnunar be ins eignarréttar. Stefndi mótmælir því að líta beri til þeirrar meginreglu að sá sem vefengir þinglýstar eignarheimildir beri sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni enda liggi ekki fyrir þinglýst eignarheimild stefnenda að Forsæludalskvíslum. Auk þess sem l andamerkjabréf fyrir Forsæludal og Þórormstungu vísa eingöngu til þess að jarðirnar eigi upprekstur á Dalskvíslar og benda því ekki til þess að svæðið sé eignarland. Stefndi kveður ríkisvaldið ekki hafa viðurkennt að þrætusvæðið sé háð beinum eignarrétti og vísan stefnenda til athugasemdalausra þinglýsingar skjala komi þeim ekki að gagni. Fyrir utan það sem áður hefur verið bent á að þinglýst skjöl styðji í raun ekki beinan eignarrétt að Forsæludalskvíslum verði að horfa til þess að fyrir gildistöku þjóðle ndulaga hafi enginn getað haldið uppi vörnum fyrir eigendalaust svæði. Í öllum tilvikum verði að sýna fram á hvernig til beins eignarréttar var stofnað í öndverðu. Stefndi byggir á því að stefnendur verði að sanna þann beina eignarrétt sem þeir segjast eig a og í því sambandi hafi enga þýðingu þótt gengið hafi verið út frá því að merkjum landsvæðisins sé rétt lýst. Hvað varakröfur stefnenda varðar er það mat stefnda að þær kunni að vera vanreifaðar og því geti verið rétt að vísa þeim frá dómi án kröfu en í stefnu sé ekki gerð grein fyrir málsástæðum stefnenda hvað þessar kröfur varðar. Þá bendir stefndi á að ekki verði séð að stefnendur hafi gert þessar kröfur fyrir óbyggðanefnd, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998 og 1. mgr. 14. gr. sömu laga. Í þessu sam bandi vísar stefndi til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 24/2014. Hvað lagarök varðar vísar stefndi til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda og afrétta nr. 58/1998, laga um hefð nr. 14/1905, laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/19 86 og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig til almennra reglna eignarréttar, þar á meðal reglna um nám, töku og óslitin not, meginreglna um eignarráð fasteignaeigenda, sem og almennra reglna samninga - og kröfuréttar. Þá vísar stefnandi og til ýmissa reglna G rágásar og Jónsbókar er lúta að eignarrétti. Krafa um málskostnað úr hendi stefnenda er aðallega reist á 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV Niðurstaða Í máli þessu krefjast stefnendur þess að úrskurður óbyggðanefndar varðandi landsvæði það sem kallað hefur verið Forsæludalskvíslar verði felldur úr gildi og gera stefnendur kröfu um að viðurkenndur verði beinn eignarréttur þeirra á svæðinu. Ekki er ágreini ngur milli aðila um afmörkun svæðisins. Af Landnámu verður ekki ráðið hversu langt upp til fjalla landnám á þessu svæði náði og verða engar afdráttarlausar ályktanir dregnar af frásögnum sem þar er að finna. Þegar horft er til staðhátta, fjarlægða frá sjó og aðliggjandi jarða verður þó að telja líklegt að svæðið hafi a.m.k. verið numið að hluta. Líkt og endranær verður við mat á eignarréttarlegri stöðu svæðisins að skoða hvernig það birtist í sögulegum heimildum. Almennt skiptir miklu máli hvort landsvæði sé eða hafi verið jörð eða hluti af jörð 28 samkvæmt fyrirliggjandi heimildum. Þar skiptir miklu hvort landamerkjabréf hafi verið gert fyrir svæðið en slík bréf hafa bæði verið gerð fyrir einstakar jarðir og annars konar réttindasvæði, svo sem ítök og afrétti . Þá kann að vera að merkjum landsvæða sé lýst í máldögum, vísitasíum og lögfestum. Óumdeilt er að við gildistöku þjóðlendulaga hafði hið umþrætta svæði stöðu afréttar samkvæmt þeirri eignarréttarlegu flokkun lands sem almennt var miðað við fram til 1998. Hins vegar ræður sú flokkun ekki úrslitum um það hvort svæðið var háð beinum eignarrétti eða ekki. Verður því að ákveða hvort landið var áður háð beinum eignarrétti og þá sem hluti jarðarinnar Forsæludals. Sögu Forsæludalskvísla og heimilda um þær eru ger ð skil hér að framan og af þeim má ráða að þeirra er víða getið sem hluta Forsæludals, gjarnan með þeim hætti að jörðinni fylgi afréttar - eða heiðarland. Líkt og áður er getið verður af Landnámu ekki ráðið hvort landsvæðið var numið í öndverðu. Elsta heimi ld um Forsæludalskvíslar er dómur frá 1536 en tilefni hans var kæra vegna þess að bændur vildu ekki reka fé sitt á Dalsheiði og ekki greiða toll. Dæmt var að skylt væri að reka á heiðina og greiða toll. Árið 1583 gekk aftur dómur um rekstur á Dalsheiði og þar kveðið á um að tollar af rekstri á heiðina tilheyrðu Forsæludal sem þá var í eigu konungs og hluti svokallaðra Vatnsdalsjarða. Forsæludalur var síðan í eigu konungs í um 250 ár en Bjarni Steindórsson í Þórormstungu eignaðist Forsæludal þegar Vatnsdals jarðir voru boðnar upp 1804 og átti hann þá báðar jarðirnar. Bjarni lögfesti á árinu 1806 eignarjörð sína Þórormstungu en ekki verður annað ráðið en að lögfestan taki einnig til Forsæludals og Forsæludalskvísla án nokkurrar aðgreiningar. Þremur árum síðar lögfesti Bjarni báðar jarðir sínar og lýsir merkjum þeirra og Forsæludalskvísla án þess að greint sé á milli jarðanna eða Forsæludalskvísla heldur er öllu svæðinu lýst sem einni heild. Lögfestur Bjarna eru einu heimildirnar sem lýsa merkjum Forsæludalskvís la og verður við það að miða, líkt og gert var í úrskurði óbyggðanefndar, að þær hafi náð suður að upptökum Fellakvíslar að austanverðu og að upptökum Ströngukvíslar að vestanverðu. Bjarni Steindórsson kvartaði á manntalsþingi 1810 yfir skaða sem hann sagð i heiðarland sitt, Kvíslar, verða fyrir af fólki sem fari til grasa. Á næsta ári var lesin ályktun sýslumanns á manntalsþingi þar sem ákveðinn var tollur fyrir grastekju og aðra notkun á landareign Bjarna, kallað Dalskvíslar. Snemma árs 1820 skipti Bjarni síðan heiðarlandinu sem tilheyrði jörðum hans, kallað Dalskvíslir, milli jarða sinna þannig að 4/9 hlutar tilheyrðu Þórormstungu og 5/9 hlutar Forsæludal og Dalkoti. Ekki er vikið að merkjum jarðanna í þessum gerningi. Á árinu 1857 auglýsa Björn Guðmundss on í Þórormstungu og Brynjólfur Brynjólfsson heiðarlandið Dalskvíslar til sölu til upptöku nýbýlis. Ári síðar auglýsir Brynjólfur í nafni þeirra beggja að þeir kjósi frekar að leigja landið en selja. Björn Eysteinsson eignaðist Forsæludal og þá 5/9 hluta h eiðarlandsins sem fylgdu jörðinni árið 1882. Seinna keypti hann svo 4/9 hluta Þórormstungu í Forsæludalskvíslum. Enn síðar seldi hann Forsæludal en hélt öllu heiðarlandinu eftir. Af gögnum málsins má ráða að gert var sérstakt afsal fyrir Forsæludalskvíslar , dagsett 14. janúar 1882. Það skjal hefur hins vegar ekki fundist og ekki heldur afsalið sem Björn gaf út þegar hann seldi Forsæludal. Af þessum sökum liggur ekki fyrir hvort eða með hvaða hætti merkjum Forsæludalskvísla var lýst í afsalinu til Björns. Áð ur er vikið að því að elstu heimildir fyrir lýsingu merkja Forsæludalskvísla eru tvær lögfestur Bjarna Steindórssonar frá 1806 og 1809 og verður við úrlausn málsins lagt til grundvallar að merki Forsæludalskvísla séu þau sem þar er lýst og reynir því á hva ða eignarréttarlegt tilkall verði byggt á lögfestunum. Fyrir liggur að dómstólar og óbyggðanefnd hafa lagt minna upp úr lögfestum en landamerkjabréfum jarða, sem sönnunargagna um tilvist beins eignarréttar. Í máli þessu er til staðar landamerkjabréf frá 19 85 sem byggist að því er best verður séð á lýsingu landamerkja eins og þeim er lýst í lögfestunum hvað varðar merki Forsæludalskvísla að austan, vestan og sunnan. Að mati dómsins hefur landamerkjabréf þetta lítið vægi við úrlausn málsins. Við mat á því hvo rt lögfestur Bjarna Steindórssonar geti ráðið úrslitum um eignarréttarlega stöðu þrætusvæðisins verður að skoða þau atriði sem styðja innihald þeirra. Í heimildum er Forsæludalskvísla oftast getið sem afréttar eða heiðarlands sem nýtt hafi verið til beitar , grastekju og annarra takmarkaðra nota enda var land sem þetta ekki nýtt til annars fyrr á öldum. Þegar horft er til þess hversu langt til suðurs 29 upp á hálendið svæðið nær verður að telja harla ólíklegt að það hafi allt verið numið í öndverðu. Áður er vik ið að því að takmarkaða lýsingu á landnámi á svæðinu er að finna í Landnámu en þar er því lýst að Friðmundur hafi numið Forsæludal en ekkert um það ritað hversu langt inn til landsins landnámið náði. Loks verður af lögfestunum ráðið að í þeim er verið að l ýsa óbeinum eignarréttindum innan merkja þeirra. Að teknu tilliti til þessa svo og atriða eins og staðhátta, gróðurfars og fjarlægðar frá byggð er það niðurstaða dómsins að lögfestur Bjarna Steindórssonar og síðar landamerkjabréf á þeim reist veiti ekki næ ga sönnun fyrir beinum eignarrétti stefnenda að öllu þrætusvæðinu og verður aðalkrafa þeirra ekki tekin til greina á þeim grunni að stefnendur hafi fært fram sönnun fyrir beinum eignarréttindum sínum. Stefnendur byggja einnig á því að þeir hafi eignast lan dið fyrir hefð. Ekkert liggur fyrir í málinu um að umráðum þrætusvæðisins hafi verið þannig háttað að stefnendur hafi fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Verður því ekki fallist á með stefnendum að stofnast hafi beinn eignarréttur þeirra fyrir hefð eftir gildistöku nefndra laga, hvorki samkvæmt almennu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna né sérreglu 12. gr. laganna. Í þessu sambandi ber og að vísa til þess að fyrir liggur fjöldi dóma Hæstaréttar Íslands þar sem því er s legið föstu að hefðbundin afréttarnot, sumarbeit og önnur takmörkuð notkun, dugi ekki ein og sér til að hefða beinan eignarrétt að afréttum eða öðrum svæðum utan landamerkja jarða. Þá leiða sjónarmið stefnenda um venju ekki til annarrar niðurstöðu. Hvað va rðar varakröfur stefnenda þá er að því vikið í greinargerð stefnda að rétt kunni að vera að vísa þeim frá dómi án kröfu og í því sambandi vísað til þess að á skorti að vísað sé til málsástæðna þeim til stuðnings og þá hafi stefnendur ekki haft þessar kröfu r uppi fyrir óbyggðanefnd. Að mati dómsins liggur ljóst fyrir að varakröfur stefnenda rúmast innan kröfugerðar þeirra og ljóst að þær eru byggðar á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa þeirra. Þrautavarakrafan er síðan að auki studd við búsetu á Réttarhóli og sto fnun nýbýlis þar. Dómurinn telur ekki ástæðu til að vísa þessum kröfum frá dómi án kröfu enda verður ekki séð að þær séu svo óskýrar eða órökstuddar að stefndi hafi átt erfitt með að verjast þeim. Varakröfu stefnenda er hafnað með sömu rökum og aðalkröfu þeirra enda hún reist á sömu málsástæðum og aðalkrafan. Þrautavarakrafa stefnenda er, að frátöldum sömu sjónarmiðum og aðalkrafa, reist á því að á Réttarhóli hafi verið stofnað nýbýli með ákveðnum landamerkjum sem krafa þeirra tekur mið af. Svæðið sem þess i varakrafa miðast við er nyrst á þrætusvæðinu og afmarkast af línu sem dregin er úr Áfangafelli í Stóra stein við Miðkvísl og Miðkvísl síðan fylgt þar til hún fellur í Vatnsdalsá. Krafan er dregin inn á kort sem er meðal gagna málsins og þar má sjá að aus turmörkin miðast við Fellakvísl. Við vettvangsferð mátti glögglega sjá að svæðið er í dag vel grasi gróið. Að framan er því lýst hvernig það kom til að Björn Eysteinsson flutti að Réttarhóli og reisti sér bæ og bjó þar frá 1886 til 1890. Stefndi hefur ger t þau rök sem fram koma í úrskurði óbyggðanefndar varðandi stofnun nýbýlis að Réttarhóli að sínum. Þar er vísað til þess að gögn bendi til þess að af bréfaskriftum sýslumanns og amtmanns verði ráðið að verið væri að stofna nýbýli á grundvelli 4. gr. nýbýla tilskipunarinnar, sem átti við um stofnun nýbýla í afréttarlöndum en ekki í eignarlöndum annarra. Björn Eysteinsson keypti á sínum tíma, 14. janúar 1882, Forsæludalskvíslar sem eftir það tilheyrðu ekki Forsæludal og Þórormstungu líkt og þær höfðu gert. Að tilskipan amtmanns var haldin áreið á Réttarhól sem fram fór 26. ágúst 1889. Þar framvísaði Björn heimildarskjali sínu til landsins. Við áreiðina var Birni úthlutað landi til upptöku nýbýlisins Réttarhóls og miðast þrautavarakrafa stefnanda við merkjalýsin gu nýbýlisins í áreiðarskjalinu. Nýbyggingarbréf var gefið út sama ár en það skjal hefur ekki fundist frekar en heimildarskjal Björns. Hins vegar verður að ganga út frá því að þessi skjöl hafi verið útbúin. Þá hafa ekki fundist heimildir um að byggingarbré finu hafi verið þinglýst en slíkt var skylt samkvæmt 6. gr. nýbýlatilskipunarinnar. Á þeim tíma sem byggingarbréfið var gefið út var einnig í gildi tilskipun frá 24. apríl 1833 um afsalsbréf og pantsetningar á Íslandi. Samkvæmt þeirri tilskipun bar að láta þinglýsa skjali sem þessu. Skylda til þinglýsingar skjalsins hvíldi samkvæmt báðum tilskipunum á Birni. Af hálfu stefnda er á því byggt að vegna þess að skjalinu var ekki þinglýst séu ekki efni til að viðurkenna fullnaða stofnun nýbýlis á Réttarhóli og þ ví geti stefnendur ekki gert eignarréttarlegt tilkall til landsins á grunni stofnunar nýbýlis þar. Við úrlausn á þrautavarakröfu stefnenda má horfa til þess að í raun var stofnað nýbýli á Réttarhóli með tilgreindum landamerkjum þrátt fyrir að allar líkur séu á því að til fullnaðrar stofnunar, í skilningi 30 nýbýlatilskipunarinnar, hafi ekki komið þar sem byggingarbréfi var ekki þinglýst. Byggingarbréfið hefur ekki fundist en hverju er um að kenna liggur ekki fyrir. Gögn málsins benda til þess sýslumaður hafi, með bréfi dagsettu 29. október 1889, sent Birni byggingarbréfið en hvort eða hvenær það barst honum er óvitað. Hins vegar liggur fyrir að rétt rúmu ári eftir að sýslumaður sendi Birni bréfið seldi hann fjórum nafngreindum hreppum Dalskvíslarland og var þv í einungis eitt manntalsþing til þinglýsingar á milli þess að bréfið var sent Birni þar til hann seldi landið. Eftir söluna var ástæðulaust fyrir Björn að hlutast til um þinglýsingu byggingarbréfs. Að teknu tilliti til þess sem að framan er rakið, þess að landið sem Birni var úthlutað er í beinu framhaldi af landi Forsæludals en merkjum þess er oftast lýst þannig en ekki sem sérstöku svæði, ásamt því að það er og var vel gróið og hefur að öllum líkindum um aldir tilheyrt Forsæludal, er það mat dómsins að r étt sé að fallast á þrautavarakröfu stefnenda þannig að innan þeirra marka sem þar er lýst sé landsvæði í eigu stefnenda og enga þjóðlendu þar að finna. Í þessu sambandi má einnig horfa til þess að óbyggðanefnd dregur norðurmörk afréttarlandsins, að því er virðist og án sérstaks rökstuðnings, eftir því hvernig suðurmörk Forsæludals eru ákveðin í landamerkjabréfi fyrir jörðina frá 1890. Ætla verður að í landamerkjabréfinu hafi suðurmörkin verið ákveðin eins og þeim var lýst í kaupbréfi Björns Eysteinssonar þ egar hann keypti eða hélt Kvíslarlandi eftir þegar hann seldi Forsæludal. Kröfu stefnenda um einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu án endurgjalds á öllu þrætusvæðinu ber að hafna. Slíkum kröfum h efur ítrekað verið hafnað með dómum Hæstaréttar Íslands auk þess sem stefnendur hafa ekki með nokkrum hætti sýnt fram á að þeir eigi þau réttindi sem þeir gera kröfu til. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnendur nutu gjafsóknar og greiðist allu r gjafsóknarkostnaður þeirra úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefnenda, Sigurðar Jónssonar lögmanns. Með hliðsjón af umfangi málsins þykir þóknun lögmannsins hæfilega ákveðin 2.480.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu stefnda flutti mál þetta Indriði Þorkelsson lögmaður. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála. Dómsorð: Felldur er úr gildi úrskurður óbyggðanefndar 19. desember 2014 í máli nr. 2/2013 að því er varðar mörk eignarlanda og þjóðlendu innan Forsæludalskvísla sem afmarkast af línu sem dregin er úr Áfangafelli til Stóra steins við Miðkvísl, síðan er Miðkvísl fylgt til Vatnsda lsár. Að austan ræður Auðkúluheiði. Viðurkennt er að landsvæði þetta sé háð beinum eignarrétti stefnenda, sjálfeignarstofnunarinnar Auðkúluheiði og sjálfseignarstofnunarinnar Grímstunguheiði/Haukagilsheiði. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkost naður stefnenda, þar með talin 2.480.000 króna málflutningsþóknun Sigurðar Jónssonar lögmanns þeirra, greiðist úr ríkissjóði.