LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. febrúar 202 1 . Mál nr. 212/2019 : Ákæruvaldið (Einar Tryggvason saksóknari ) gegn Pétri Stanislav Karlssyni, (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Hafþóri Loga Hlynssyni, (Björgvin Jónsson lögmaður) Viktori Inga Jónassyni, (Björn Jóhannesson lögmaður) Sindra Þór Stefánssyni og (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Matthíasi Jóni Karlssyni (Jóhannes Ásgeirsson lögmaður) (Eyvindur S. Sólnes, lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Ákæra. Áfrýjun. Frávísunarkröfu hafnað . Þjófnaður. Tilraun. Hlutdeild. Samverknaður. Hegningarauki. Einkaréttarkrafa. Upptaka. Útdráttur P, H, V, S og M voru sakfelldir fyrir brot sem beindust að fyrirtækjum sem leituðu rafmyntar með sértækum tölvubúnaði á tímabilinu 5. desember 2017 til 16. janúar 2018. Í ákærulið I var S sakfelldur fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver Þ slf. og í gagnaver Æ ehf. og tekið þaðan í heimildarleysi tilgreindan tölvubúnað og fylgihluti hans og M var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti S. P var á hinn bóginn sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í brotum S og M samkvæmt þessum ákærulið. Í ákærulið III var S sakfelldur fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. og haft á brott með sér í heimildarleysi t ilgreindan tölvubúnað og fylgihluti hans og M var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti S. V var á hinn bóginn sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í brotum S og M samkvæmt þessum ákærulið. Í ákærulið IV voru S og V sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds þjó fnaðar með því að hafa í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver Æ ehf. en M var sýknaður af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið. Í ákærulið V voru S og M sakfelldir fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa í sameini ngu undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver A og tekið þaðan í heimildarleysi tilgreindan tölvubúnað og fylgibúnað hans og var P sakfelldur fyrir hlutdeild í broti þeirra. H og 2 V voru sýknaðir af sakargiftum samkvæmt á kærulið VI. Í ákærulið VII voru H og V sakfelldir fyrir hlutdeild í þeim verknaði sem greinir í ákærulið V. Þá var P sakfelldur fyrir fíkniefnabrot samkvæmt ákærulið IX með því að hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 14,34 grömm af kókaíni. Loks var M sakfelldur í ákærulið X fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rafstuðbyssu sem hann geymdi í bifreið sinni. Var refsing P ákveðin fangelsi í fimm mánuði, refsing H var ákveðin fangelsi í átta mánuði, refsing V var ákveðin fangelsi í átt a mánuði, refsing S var ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði og refsing M var ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Til frádráttar refsingu P, S og M kom tilgreint gæsluvarðhald sem þeir höfðu sætt, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar P var litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Refsing H var ákveðin sem hegningarauki við dóm Landsréttar 29. janúar 2021, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Þá var við ákvörðun refsingar H litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar V var litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar S var tekinn upp dómur 27. nóvember 2017 og h onum gerð refsing í einu lagi vegna beggja málanna, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar S var einnig litið til 2., 5., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Refsing M var ákveðin sem hegningara uki við dóm 4. desember 2020. Við ákvörðun refsingar M var einnig litið til 2., 5., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Ásmundur Helgason og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 8. mars 2019 í samræmi við yfirlýsingar ákærð u um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 17. janúar 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærðu Péturs Stanislav, Viktors Inga, Sindra Þórs og Matthíasar Jóns. Þá krefst ákæruvaldið þess aðallega að ákærði Hafþór Logi verði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem ho num er gefin að sök í ákærulið VII en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu hans. Einnig krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærðu verði þyngd. Loks krefst ákæruvaldið staðfestingar á ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna og rafstuðbyssu. 3 3 Ákærði Pétur Stanislav krefst þess aðallega að ákæruliðum I, II og V, sem beint er að honum, verði vísað frá dómi og honum gerð vægasta refsing sem lög leyfa vegna brots samkvæmt ákærulið IX. Til vara krefst hann sýknu af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið I, II og V. Að því frágengnu krefst ákærði þess að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og að hún verði bundin skilorði í heild eða að hluta. Verði ákærða gerð óskilorðsbundin refsing krefst hann þess að gæslu varðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar dæmdri refsingu. Loks krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu A ehf. verði vísað frá dómi, til vara krefst hann sýknu af kröfunni en að því frágengnu að krafan verði lækkuð. 4 Ákærði Hafþór Logi krefs t þess aðallega að öllum ákæruatriðum samkvæmt aðalkröfu ákæruvaldsins á hendur honum verði vísað frá dómi og að hann verði sýknaður af varakröfu ákæruvaldsins. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en að því frágengnu að refsing hans ve rði milduð. Loks krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu A ehf. verði vísað frá dómi, til vara krefst hann sýknu af kröfunni en að því frágengnu að krafan verði lækkuð. 5 Ákærði Viktor Ingi krefst þess aðallega að ákæruliðum III, IV og VII, sem beint er að honum, verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann sýknu en að því frágengnu að refsing hans verði milduð verulega og bundin skilorði að öllu leyti. Loks krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu A ehf. verði vísað frá dómi, til vara krefst han n sýknu af kröfunni en að því frágengnu að krafan verði stórlega lækkuð. 6 Ákærði Sindri Þór krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum I, II og IV og gerð væ gasta refsing sem lög leyfa vegna ákæruliða III og V en að því frágengnu krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar dæmdri refsingu. Loks krefst hann þess aðallega að einkarét tarkröfu A ehf. verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð. 7 Ákærði Matthías Jón krefst þess aðallega að ákæruliðum I, II, III, IV, VI, VII og X, sem beint er að honum, verði vísað frá dómi og að öðrum sakargiftum samkvæmt ákærulið V en þeim s em hann hefur játað, það er innbrot og stórfelldur þjófnaður, verði vísað frá dómi. Til vara krefst ákærði sýknu af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum I, II, III, IV, VI, VII og X, sem og ákærulið V umfram það sem ákærði hefur játað. Að því frágengnu krefst hann þess að refsing hans verði milduð verulega og að öllu leyti bundin skilorði. Loks krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu A ehf. verði vísað frá dómi, til vara krefst hann sýknu af kröfunni en að því frágengnu að krafan v erði stórlega lækkuð. 8 Einkaréttarkröfuhafi, A ehf., krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um einkaréttarkröfu hans. Þá krefst hann málskostnaðar óskipt úr hendi ákærðu fyrir Landsrétti. 4 Málsatvik og sönnunarfærsla 9 Atvikum málsins er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi og þar er með viðhlítandi hætti rakinn framburður ákærðu og vitna. Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur í hljóði og mynd af framburði ákærðu Matthíasar Jóns, Sindra Þórs og Viktors Inga fyrir héraðsdómi. Þá vo ru einnig spilaðar upptökur í hljóði og mynd af skýrslu meðákærða í héraði, X , og skýrslum vitnanna B , C , D og E fyrir héraðsdómi. Loks gáfu ákærðu Pétur Stanislav og Hafþór Logi viðbótarskýrslur. 10 Ákærði Pétur Stanislav kannaðist í viðbótarskýrslu sinni fyrir Landsrétti við að hafa verið farþegi í bifreið sem bróðir hans, ákærði Matthías Jón, ók norður til Akureyrar 6. desember 2017 og síðan til baka til Reykjavíkur. Hann kannaðist jafnframt við að ferð þeirra bræðra hefði verið á þeim sem mál þetta lyti að og neitaði hann að tjá sig frekar um það. Þá bar ákærði á þann veg að hann myndi ekki á hvers konar bifreið þeir hefðu verið umrætt sinn en fullyrti þó að bifreiðin hefði ekki ve rið hvít af gerðinni Ford Transit. Spurður nánar út í það hvernig hann gæti fullyrt þetta þegar hann segðist ekki muna hvers konar bifreið þeir bræður hefðu ekið norður, neitaði hann að tjá sig . Spurður um ástæður þess að sím anúmer hans hefði í byrjun janú ar 2018 tengst síma X svaraði ákærði á þann veg að hann hefði lánað ákærða Matthíasi Jóni síma sinn en kvaðst ekki hafa viljað segja frá því fyrr þar sem hann hefði óttast að koma bróður sínum í vandræði. 11 Ákærði Hafþór Logi lýsti því í viðbótarskýrslu sin ni fyrir Landsrétti að hann hefði verið á Spáni þegar þeir ákærði Sindri Þór áttu í Telegram - samskiptum aðfaranótt 14. janúar 2018. Hann staðfesti framburð sinn fyrir héraðsdómi og ítrekaði að hann hefði ekki haft mikinn áhuga á þessu samtali við Sindra Þó r, þótt hann hefði reynt að láta líta þannig út. Tók hann jafnframt fram að netsamband hefði ekki alltaf verið gott. Þá lýsti hann því að samskipti hans og Y hefðu að mestu leyti snúist um greiðslu ákærða á tryggingarfé fyrir hann í tengslum við húsakaup á Spáni og hvernig það yrði endurgreitt. Niðurstaða Kröfur ákærðu um frávísun málsins 12 Ákærð u byggja allir frávísunarkröfur sínar á því að verknaðarlýsing í ákæru uppfylli ekki skilyrði um skýrleika samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála. Ákærði Sindri Þór byggir einnig á því að brotið hafi verið á réttindum hans við rannsókn málsins. Trúnaðarsamband ákærða við verjanda hafi ekki verið virt, verjanda hafi verið meinað að vera viðstaddur myndsakbendingu og aðgengi að skjölum hafi verið mjög ábótavant. Ákærði Hafþór Logi byggir jafnframt á því að hann hafi aldrei verið yfirheyrður í þágu rannsóknar málsins hjá lögreglu áður en ákvörðun hafi verið tekin um að ákæra hann. 13 Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 er markmið rann sóknar að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð ar fyrir 5 dómi. Fram kemur í 2. mgr. sömu greinar að þ eir sem rannsak i sakamál skul i vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Þá er mælt fyrir um í 145. gr. laganna að þegar ákærandi hafi fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið athug i ha nn hvort sækja skuli sakborning til saka eða ekki. Telji hann það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis láti hann við svo búið standa en ella höfð i hann mál á hendur sakborningi . Ákæruvaldið hefur metið rannsókn málsins fullnægjandi og gögn málsins líkleg til sakfellis. Því hefur ítrekað verið slegið föstu í réttarframkvæmd að ákvörðun um útgáfu ákæru er á hendi ákæranda og geti sú ákvörðun almennt ekki sætt endurskoðun dómstóla. Reynist mat ákæranda rangt ber ákæruvaldið hallann af því með því að ákærðu verða sýknaðir af sakargiftum. Þá ber að reisa dóminn á sönnunargögnum sem færð eru fram við rekstur málsins fyrir dómi samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna. Þrátt fyrir ákvæði 54. gr. og 1. mgr. 61. gr. laga nr. 88/2008 verður í ljósi þess sem hér hefur verið rakið ekki fallist á að vísa beri málinu frá dómi hvað varðar ákærða Hafþór Loga af þeirri ástæðu að hann hafi ekki verið yfirheyrður hjá lögreglu við rannsókn málsins. 14 Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 skal ákærði lýsa yfir áf rýjun héraðsdóms í bréflegri tilkynningu til ríkissaksóknara þar sem meðal annars skal tekið fram í hvaða skyni sé áfrýjað og hverjar séu dómkröfur ákærða. Þegar áfrýjun er ráðin gefur ríkissaksóknari út áfrýjunarstefnu, en í henni skal greina hver áfrýi h éraðsdómi og nákvæmlega í hverju skyni það sé gert, sbr. c - lið 2. mgr. 201. gr. laga nr. 88/2008. 15 Í tilkynningu ákærða Sindra Þórs um áfrýjun , sem móttekin var af ríkissaksóknara 22. febrúar 2019, kemur fram að ákærði geri sömu kröfur og fyrir héraðsdómi, það er að hann verði ,,sýknaður af þeim ákæruliðum sem beindust gegn mér öðrum en ákærulið Þessi kröfugerð var síðan tekin upp í áfrýjunarstefnu 8. mars sama ár . Með tölvuskeyti 15. sama mánað ar sendi verjandi ákærða nýja tilkynningu um áfrýjun til ríkissaksóknara. Í tölvuskeytinu segir meðal annars að verjandi hafi ,,áður komið með einfalda tilkynningu um áfrýjun gr. laga nr. 88/2008 gerir ekki ráð fyrir að ákærði tilkynni á ný um áfrýjun eftir að áfrýjunarstefna hefur verið gefin út. Krafa ákærða um frávísun málsins kom fyrst fram í hinni nýju tilkynningu og var því of seint fram komin, sbr. dóm Hæstaréttar Ísland s 13. mars 2008 í máli nr. 30/2008. Þeir annmarkar sem ákærði Sindri Þór telur að séu á rannsókn málsins leiða ekki til frávísunar án kröfu. 16 Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er se m ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta . Eins og greinir í dómi Hæstaréttar Íslands 4. apríl 2014 í máli nr. 206/2014 h afa þessi fyrirmæli verið skýrð þannig að lýsing á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og 6 skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst bro tlegur við. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að með réttu verði ákærða talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Að þessu leyti verður ákæra að vera svo skýr að dómara sé kleift af henni einni að gera sér grein fy rir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi verði talin refsiverð. Samkvæmt þessu verður ákæran að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókninni svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru, enda verður ákærði ekki sakfelldur fyrir aðra heg ðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 17 Með fyrrnefndum dómi skýrði Hæstiréttur umrætt ákvæði nánar á eftirfarandi hátt: ,, Það veltur á atvikum máls og eðli brots hvaða kröfur verða gerðar samkvæmt framansögðu til skýrleika ákæru. Í sum um tilvikum er unnt að greina í ákæru ítarlega frá stað og stund brots og hvernig það er talið framið. Í öðrum tilvikum verður þessu ekki komið við með sama móti og á það meðal annars við þegar sú refsiverða háttsemi sem ákærða er gefin að sök er álitin fe last í fleiri hliðstæðum athöfnum í nánum tengslum í tíma og rúmi eða þegar samverknaður er um brot. Í slíkum tilvikum er óhjákvæmilegt að sakargiftum sé í ákæru lýst með almennari hætti en í öðrum tilvikum. Þótt þetta eigi sér trausta stoð í dómaframkvæmd verður allt að einu að gera svo ríka kröfu til skýrleika verknaðarlýsingarinnar að ákærða sé kleift að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi viðhlítandi vörnum, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 og a. lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evróp u, sbr. lög nr. 62/1994. 18 Í ákæru er sakargiftum á hendur hverjum ákærðu lýst með fremur almennum hætti. Allt að einu verður, meðal annars í ljósi eðlis þeirra brota sem ákært er fyrir, að líta svo á að ákæran uppfylli skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. lag a nr. 88/2008 um viðhlítandi verknaðarlýsingu, eins og ákvæðið hefur verið skýrt í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar. Ekki verður séð að lýsing ákæru á ætlaðri háttsemi ákærðu torveldi þeim að taka afstöðu til hennar og halda uppi vörnum. 19 Með vísan til alls f ramangreinds verður kröfum ákærðu um frávísun málsins frá héraðsdómi hafnað. Kröfur ákærðu um sýknu Fyrsti liður ákæru 20 Ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav er í fyrsta lið ákærunnar gefinn að sök stórfelldur þjófnaður með því að hafa í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver Þ slf., á Ásbrú í Reykjanesbæ og í gagnaver Æ ehf., á Ásbrú í Reykjanesbæ á tí mabilinu frá klukkan 20.20 hinn 5. desember 2017 til klukkan 9.00 hinn 6. desember 2017 og tekið þaðan í heimildarleysi nánar tilgreindan tölvubúnað og fylgihluti hans . Eru brot ákærðu heimfærð til 1. mgr., sbr. 2. mgr., 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu hafa neitað sök. 7 21 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Sindra Þórs samkvæmt þessum lið ákærunnar og heimfærslu háttsemi hans til refsiákvæða. 22 Í hinum áfrýjaða dómi er vísað til þe ss að það sem fram er komið í málinu , um ferð ákærðu Matthíasar Jóns og Péturs Stanislav til Akureyrar 6. desember 2017, vegi þungt til sönnunar á því að þá hafi ákærði Matthías verið að skila sendibifreið þeirri, sem fyrir liggur í gögnum málsins að ákærð i Sindri Þór tók á leigu, og koma þýfinu í skjól. Ákærðu Matthías Jón og Pétur Stanislav báru hins vegar báðir á þann veg fyrir héraðsdómi að þeir myndu ekki á hvaða bifreið þeir voru þegar þeir fóru norður og þá liggja engin frekari gögn fyrir í málinu se m sýna með óyggjandi hætti fram á hver sú bifreið var. Að þessu gættu verður sakfelling ákærðu Matthíasar Jóns og Péturs Stanislav samkvæmt þessum lið ákæru ekki reist á þessum grundvelli og þykir kki fá breytt þeirri niðurstöðu. 23 Aftur á móti liggja frammi í málinu rannsóknargögn sem sýna símasamskipti ákærðu Sindra Þórs og Matthíasar Jóns í aðdraganda þeirra brota sem þessi ákæruliður tekur til. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi bera gögnin m eð sér að símar ákærðu Sindra Þórs og Matthíasar Jóns voru á ferð á sama tíma frá Reykjavík að Ásbrú og aftur til baka aðfaranótt 3. desember 2017 í aðdraganda innbrotanna að og . Að þessum gögnum virtum sem og því sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi um að framburður ákærða Matthíasar Jóns hafi verið misvísandi að þessu leyti verður staðfest sú niðurstaða hans að fram sé komin næg sönnun aðildar hans að umræddum brotum ásamt ákærða Sindra Þór. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á að hann hafi tekið þátt í innbrotinu 6. desember 2017 og verður að líta á aðkomu hans sem hlutdeild í broti ákærða Sindra Þórs, sbr. 22. gr. laga nr. 19/1940. 24 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er s taðfest sú niðurstaða hans að ekki liggi fyrir í málinu óyggjandi gögn um beina aðild ákærða Péturs Stanislav að undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd þeirra brota sem hann er sakaður um í þessum lið ákærunnar. Ákærði var í héraði sakfelldur fyrir hlutd eild í brotum ákærðu Sindra Þórs og Matthíasar Jóns. Er í dómi héraðsdóms einkum vísað til þess að ákærði Pétur Stanislav hafi farið í ferð með ákærða Matthíasi Jóni til Akureyrar 6. desember 2017 héraðsdómur það eindregið benda til þess að ákærða Pétri Stanislav hefði verið kunnugt um að ferðin væri liður í ólöglegu athæfi ákærða Matthíasar Jóns og/eða ákærða Sindra Þórs. Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að ek ki liggi fyrir með nægilegri vissu hvort ferðin til Akureyrar hafi verið þáttur í því ólöglega athæfi sem ákært er fyrir. Engra frekari gagna nýtur við í málinu um aðkomu ákærða Péturs Stanislav að brotum samkvæmt þessum ákærulið. Að þessu gættu og gegn ne itun ákærða verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi tekist að færa fullnægjandi sönnur á að hann hafi gerst sekur um hlutdeild í brotum ákærðu Sindra Þórs og 8 Matthíasar Jóns svo sem hann var sakfelldur fyrir í hinum áfrýjaða dómi. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Annar liður ákæru 25 Á kærðu Sindr i Þór, Matthías Jón og Pét ur Stanislav voru sýknaðir í héraðsdómi af sakargiftum í öðrum lið ákærunnar. Ákæruvaldið fellir sig við þá niðurstöðu og sætir hún því ekki end urskoðun Landsréttar. Þriðji liður ákæru 26 Í þriðja lið ákæru eru ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón og Viktor Ingi ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. að í Borgarnesi, sem ákærðu Sindri Þór og Viktor Ingi framkvæmdu aðfaranótt 15. desember 2017 og höfðu á brott með sér, í heimildarleysi, nánar tilgreindan tölvubúnað og fylgihluti hans . Er háttsemi ákærðu talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 244. gr. laga n r. 19/1940. Ákærði Sindri Þór hefur játað aðild sína að inn brotinu og þjófnaðinum en neitar að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið. Ákærðu Matthías Jón og Viktor Ingi hafa neitað sakargiftum. 27 V itnið G , kunningi ákærða Sindra Þórs, greindi l ögreglu frá því við rannsókn málsins að hann hefði upplýst ákærða um það nokkru fyrir innbrotið að hafin væri bitcoin - námu vinnsla að í Borgarnesi. Þá bera rannsóknargögn með sér að ákærði ræddi við vitnið að kvöldi 2. desember 2017 um bitcoin og aflaði meðal annars upplýsinga veg að hann hefði heyrt af því. Þá spurði ákærði jafnframt hvort vitnið gæti séð hver orkunotkunin væri í húsnæðinu. Í samantekt á skýrslu vitnisins h já lögreglu kemur fram sú lýsing hans að ákærði Sindri Þór h afi sýnt mikinn áhuga á þessari bitcoin - námu og spurt að því hvar hún væri, hversu stór hún væri og hvort hún væri komin af stað. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi staðfesti vitnið að þeir ákærði S indri Þór hefðu rætt saman um bitcoin og að sett hefði verið upp gagnaver í húsnæði nu að . Þessi gögn renn a sterkum stoðum undir þær sakargiftir í ákæru að ákærði Sindri Þór hafi tekið þátt í undirbúningi og skipulagningu innbrotsins og lagt á ráðin um þau brot sem honum eru þar gefin að sök. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Sindra Þórs samkvæmt þessum lið ákærunnar og heimfærslu háttsemi hans til refsiákvæða. 28 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Matthíasar Jóns samkvæmt þriðja lið ákærunnar og heimfærslu háttsemi hans til refsiákvæða en þó þannig að þátttaka hans, eins og henni er lýst í héraðsdómi , verði metin sem hlutdeild í broti ákærða Sindra, sbr. 22. gr. laga nr. 19/1940. 29 Sakfelling ákærða Viktors Inga samkvæmt þessum ákærulið er í hinum áfrýjaða dómi einkum reist á því að framburður hans sé í heild ótrúverðugur. Þá er jafnframt vísað til þe ss að ljósmynd af vinstri úlnlið ökumanns bifreiðarinnar úr eftirlitsmyndavél 9 í Hvalfjarðargöngum, sem tekin var aðfaranótt 15. desember 2017, sýni sams konar húðflúr og armbands úr með leðuról og sést á framlagðri ljósmynd af vinstri úlnlið ákærða. Dóm arar málsins hafa skoðað og borið saman ljósmyndina og umrætt myndskeið úr Hvalfjarðargöngum. Myndskeiðið er stutt og að mati Landsréttar verður ekki með fullri vissu ráðið að þar sé um að ræða sama húðflúr og armbandsúr og s é st á framlagðri ljósmynd af ák ærða. Er því ekki unnt að byggja sakfellingu ákærða á samanburði á þessum gögnum. Þá verður hvorki talið að ófullnægjandi útskýringar ákærða Viktors Inga um ástæður þess að slökkt var á síma hans frá klukkan 18.00 að kvöldi 14. desember 2017 til klukkan 8. 00 morguninn eftir né framburður hans að öðru leyti nægi til sönnunar á aðkomu hans að framangreindu innbroti og þjófnaði . Engin önnur sönnunargögn liggja fyrir í málinu um að ild hans að þeim brotum sem hér um ræðir. Gegn neitun ákærða Viktors Inga og með vísan til alls framangreinds verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi tekist að færa fullnægjandi sönnur á að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessu m lið ákærunnar. Ákærði Viktor Ingi verður því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins samkvæmt þriðja lið ákærunnar. Fjórði liður ákæru 30 Ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Viktori Inga er í þessum lið ákærunnar gefin að sök tilraun til innbrots og þjófnaðar í g agnaver Æ ehf. að á Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 26. desember 2017 og er háttsemi þeirra heimfærð til 1. mgr., sbr. 2. mgr., 244. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. Ákærðu neita allir sök. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu Sindra Þórs og Viktors Inga og heimfærslu brota þeirra til refsiákvæða. Fimmti, sjötti og sjöundi liður ákæru 31 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi eru ákæruliðir V, VI og VII samtengdir og mynda eina samfellda heild í atburðarás og ætlaðri aðild tilgreindra manna hvers um sig að innbroti og þjófnaði í gagnaver A aðfaranótt 16. janúar 2018. Af þeim sökum þykir ekki óvarlegt að fjalla sameiginlega um þessa liði ákærunnar, svo sem þar er gert. 32 Í lið V í ákæru er ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav gefinn að sök stórfelldur þjófnaður með því að hafa í sameiningu og samvinnu við ákærðu Viktor Inga og Hafþór Loga sem og X , undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver A , á Ásbrú í Reykjanesbæ, á tímabilinu frá klukkan 3.00 til 5.00 aðfaranótt 16. janúar 2018 og tekið þaðan í heimildarleysi tölvubúnað og fylgihluti hans sem nánar er gerð grein fyrir í ákæruliðnum. Með hinum áf r ýjaða dómi var X sakfelldur fyr ir aðild sína að brotinu samkvæmt ákærulið VI en hann hefur ekki áfrýjað þeim dómi og er því ekki aðili að málinu hér fyrir Landsrétti. 33 Ákærðu Sindri Þór og Matthías Jón játuðu fyrir dómi að hafa framið innbrot og þjófnað svo sem þeim er gefið að sök í ák ærulið V en neituðu sakargiftum sem lúta 10 að því að þeir hafi í sameiningu með tilg reindum mönnum undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt brotin. Ákærðu Pétur Stanislav, Viktor Ingi og Hafþór Logi neita sök samkvæmt þessum lið um ákærunnar. 34 Framlögð rannsóknar gögn, þar á meðal gögn úr síma ákærða Sindra Þórs og haldlögð teikning, er sýnir aðstæður á vettvangi brots samkvæmt þessum ákærulið og fannst í gallabuxum hans, gefa ótvírætt til kynna að aðild hans að þjófnaðarbroti þessu er rétt lýst í ákæru. Þá sýna gö gn um símanotkun Matthíasar Jóns og notkun á greiðslukorti að hann var í Reykjanesbæ í þó nokkur skipti að kvöld - og næturlagi dagana fyrir innbrotið, sem hann hefur játað að hafa framið, án þess að hann hafi gefið trúverðugar skýringar á þeim ferðum. Þá e r hans getið í Telegram - samskiptum sem ákærði Sindri Þór sendi ákærða Hafþóri Loga 14. janúar 2018 um aðstæður á vettvangi brotsins sem framið var tveimur dögum síðar, eins og nánar verður vikið að. Matthías tók einnig fram í skýrslu sinni í héraði að hann hefði hitt X A - aðdraganda innbrotsins. Með hliðsjón af þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu Sindra Þórs og Matthíasar Jóns samkvæmt sakargiftum í lið V í ákæru. Eru brot þeirra þar rétt heimfærð til refsiákvæða. 35 Hvorki ákærði Sindri Þór né ákærði Matthías Jón könnuðust við að ákærði Pétur Stanislav hefði tekið þátt í innbrotinu 16. janúar 2018 með þeim. Samkvæmt símagögnum virðist sem þrjú símanúm er hafi verið í notkun nálægt vettvangi þegar innbrotið var framið. Lögregla taldi líklegast að ákærði Pétur Stanislav hefði notað eitt þeirra en því hefur hann neitað. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem taka af vafa um að ákærði hafi verið í þeim sím a sa mskiptum sem lýst er að hafi farið fram milli aðila um nóttina. Verður sakfelling ákærða Péturs Stanislav því ekki reist á þeim gögnum. Að þessu gættu verður að telja ósannað að ákærði Pétur Stanislav hafi tekið þátt í innbrotinu 16. janúar 2018 ásamt ákærðu Sindra Þór og Matthíasi Jóni. 36 Ákærði Pétur Stanislav neitar því jafnframt að hafa farið að Ásbrú í aðdraganda innbrotsins, rætt við eða hitt X eða komið með nokkrum hætti að undirbúningi eða skipulagningu brot sins . Svo sem ra kið er í hinum áfrýjaða dómi sýna gögn málsins samskipti dagana 6., 8. og 9. janúar 2018 milli síma ákærða Péturs Stanislav og síma X sem sakfelldur var í héraðsdómi fyrir hlutdeild í brot i samkvæmt þessum ákærulið. Ákærði gat engar haldbærar skýringar gefið á þessum samskiptum í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi en við skýrslugjöf í Landsrétti kannaðist hann aftur á móti við að hafa stundum lánað ákærða Matthíasi Jóni síma sinn . Fæ r sá framburður stoð í framburði þess síðarnefnda fyrir héraðsdómi um að ve l geti verið að hann hafi notað símtæki ákærða Péturs Stanislav í samskiptum sínum við X . 37 Í hinum áfrýjaða dómi eru rakin orðaskipti milli ákærðu Sindra Þórs og Hafþórs Loga í Telegram - samskiptum aðfaranótt 14. janúar 2018 í aðdraganda innbrotsins. Fyrir héraðsdómi kannaðist ákærði Sindri Þór við að samskiptin hefðu átt sér stað með þeim hætti sem þar er lýst. Spurður að því fyrir héraðsdómi hvort ákærðu Pétur Stanislav 11 og Matthías Jón væru Matti og Pétur sem þar er vísað til neitaði hann að tjá sig um það . Ákærði Hafþór Logi lýsti samskiptunum þannig að á kærð i Sindr i Þór h efði verið að segja sér frá fyrirhuguðu innbroti en aftur á móti hefði hann sjálfur sýnt samtalinu mjög lítinn áhuga. Engar frekari skýringar á þessum samskiptum hafa komið fram og er það mat réttarins að leggja verði til grundvallar að átt sé við ákærðu Matthías Jón og Pétur Stanislav, enda er ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að þar hafi verið rætt um einhverja aðra. Af þeim sökum verður lagt til grundvallar að þarna sé lýst að hluta til aðkomu ákærð a Péturs Stanislav að undirbúningi þess brots sem ákæruliðurinn lýtur að. Með vísan til framlagðra gagna og þess sem rakið er hér að framan verður að telja það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Pétur Stanislav hafi tekið þátt í því að undirbúa, leggja á ráðin um og skipuleggja það brot sem ákært er fyrir í þessum lið ákæru. Verður hann því sakfelldur fyrir hlutdeild í því broti sem ákært er fyrir samkvæmt ákærulið V að því er lýtur að undirbúningi og skipulagningu þess. Verður háttsemi hans heimfærð til 1. mgr. , sbr. 2. mgr. 244. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. l aga nr. 19/1940. 38 Eins og áður greinir eru í hinum áfrýjaða dómi rakin orðaskipti milli ákærðu Sindra Þórs og Hafþórs Loga í framangreindum Telegram - samskiptum . Þegar litið er til efnis þeirra þykja skýringar ákærðu á þann veg sem lýst er hér að framan ótrúverðugar. V erða samskiptin ekki skilin öðruvísi en svo að í þeim hafi falist ráðagerð um innbrotið og undirbúningur þess, auk þess sem líta verður svo á að í orðum ákærða Haf hafi falist hvatning þess síðarnefnda til að fremja brotið . Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærð a Hafþór i Log a hafi verið fullkunnugt um áform annarra ákærðu um innbrotið. Þá liggur fyrir að ákærði Viktor 14. janúar 2018 í a ðdraganda innbrotsins. Gat honum ekki dulist að ætlunin væri að nota búnaðinn í tengslum við innbrot. Fallist er á það með héraðsdómi að þátttaka þessara ákærðu verði virt sem hlutdeild í þeim verknaði sem lýst er í ákærulið V , svo sem þeim er gefið að sök í ákæru, og verður sú háttsemi þeirra því heimfærð til 1. mgr. , sbr. 2. mgr. 244. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 39 Samkvæmt verknaðarlýsingu liðar VI í ákæru var áðurgreindum X gefið að sök að haf a framið stórfellt þjófnaðarbrot í sameiningu og samvinnu við alla ákærðu þessa Landsréttarmáls. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að sýkna beri ákærðu Viktor Inga og Hafþór Loga af sakargiftum samkvæmt þessum á kærulið. Níundi liður ákæru 40 Í þessum ákærulið er ákærða Pétri Stanislav gefið að sök fíkniefnalagabrot svo sem þar er nánar lýst. Ákærði hefur játað sakargiftir og mótmælir ekki kröfu ákæruvaldsins um upptöku tilgreindra fíkniefna. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er 12 staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Péturs Stanislav samkvæmt ákærulið IX en háttsemi hans er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Tíundi liður ákæru 41 Svo sem rakið er í héraðsdómi fannst rafstuðbyssa í bifreið ákærða Matthíasar Jóns 1. febrúar 2018. Hann kannaðist við að eiga hana en sagði að hún gæfi ekki rafstuð og að hann hefði einungis notað hana sem vasaljós. Af þeim sökum neitaði hann því að hann hefði gerst sekur um vopnalagabrot, svo sem hann er sakaður um, en heimilaði allt að einu upptöku á byssunni. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða Matthíasar Jóns fyrir vopnalagabrot og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákvörðun refsingar og fleira 42 Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir því að öll brot ákærðu samkvæmt ákæruliðum I - VIII beinast a ð fyrirtækjum sem leituðu rafmyntar með sértækum tölvubúnaði og áttu þau sér stað á stuttu tímabili, eða frá 5. desember 2017 til 16. janúar 2018. Er þar um að ræða samfellda hrinu vel skipulagðra og undirbúinna afbrota. Ákærðu hafa verið sakfelldir fyrir aðild sína að brotunum með þeim hætti sem að framan er lýst og hafa allir unnið sér til refsingar. Fallast ber á það með héraðsdómi að við rannsókn málsins hafi ákærðu reynt að dylja slóð sína og villa um fyrir lögreglu. Þá er komið fram í málinu að ekki hefur enn verið upplýst hvað varð um þýfið. B rot in eru stórfelld bæði vegna verðmætis þess sem stolið var og vegna þeirrar aðferðar sem beitt var vi ð undirbúning og framkvæmd brotanna og í aðdraganda þeirra. Þá voru þau framin af mörgum ákærðu í sameiningu þótt aðild þeirra hafi verið verkskipt . Að þessu gættu kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsingu ákærðu. 43 Ákærði Sindri Þór Stefánsson hefur h ér að framan verið sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot og innbrot í húsnæði fjögur ra fyrirtækja er leituðu rafmyntar sem og tilraun til þjófnaðar í húsnæði eins þeirra samkvæmt ákæruliðum I, III, IV og V . Sakaferli ákærða er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Hann var dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember 2017, þar af voru 10 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Sá dómur var hegningarauki við skilorðsdóm sem hann hlaut 31. mars sama ár vegna brota gegn sömu lögum. Er staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að með vísan til ákvæða 60. gr., sbr. 77. gr., laga nr. 19/1940 verði fyrrnefndur dómur nú tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi vegna beggja málanna. Við ákvörðun refsingar er litið til 2., 5., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 og 2. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt þessu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Samkvæmt 76. gr. laga nr. 19/1940 skal draga frá þeirri refsingu að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákær ði sætti undir rannsókn málsins. Er þar um að ræða gæsluvarðhald sem hann sætti í fangelsum íslenska ríkisins frá 18. desember 2017 til og með 21. sama mánaðar og frá 2. febrúar 2018 til og með 17. apríl sama ár . Þá ber jafnframt að draga frá dæmdri refsiv ist 13 ákærða gæsluvarðhald sem framlögð gögn bera með sér að hann sætti á vegum hollenskra yfirvalda í tengslum við framsalsbeiðni íslenskra yfirvalda frá 22. apríl 2018 til 4. maí sama ár. 44 Ákærði Matthías Jón Karlsson hefur samkvæmt framangreindu verið sakfelldur fyrir aðild að stórfelldum þjófnaðarbrotum samkvæmt ákæruliðum I, III og V, þar af fyrir hlutdeild samkvæmt ákæruliðum I og III . Þá hefur hann verið sakfelldur fyrir vopnalagabrot samkvæmt ákærulið X. Samkvæmt framlögðu sakavottorði var ákærði dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og peningaþvætti 4. desember 2020. Því verður refsing hans nú ákveðin sem hegningarauki, sbr. 78. gr. laga nr. 19/194 0. Við ákvörðun refsingar er litið til 2., 5., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 og 2. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt þessu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Samkvæmt 76. gr. laga nr. 19/1940 skal draga frá þeir ri refsingu að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði Matthías Jón sætti undir rannsókn málsins frá 17. desember 2017 til og með 21. sama mánaðar og frá 2. febrúar 2018 til 19. mars sama ár . Loks er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um upptöku rafst uðbyssu í eigu ákærða . 45 Ákærði Pétur Stanislav Karlsson hefur samkvæmt framangreindu verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot samkvæmt ákærulið IX, sem hann játaði, og hlutdeild í stórfelldu þjófnaðarbroti í samvinnu við aðra ákærðu samkvæmt ákærulið V. F allist er á með héraðsdómi að upplýsingar úr sakavottorði ákærða hafi ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar er litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Að þessu virtu er refsing ákærða Pét urs Stanislav hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði. Samkvæmt 76. gr. sömu laga skal draga frá þeirri refsingu að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði Pétur Stanislav sætti undir rannsókn málsins frá 2. til 5. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 201 8. Loks er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um uppt öku á 14,34 g af kókaíni. 46 Ákærði Viktor Ingi Jónasson h efur samkvæmt framangreindu verið sakfelldur fyrir tilraun til stórfellds þjófnaðarbrots í samvinnu við aðra ákærðu samkvæmt ákærulið IV og j afnframt hlutdeild í stórfelldu þjófnaðarbroti í samvinnu við aðra ákærðu samkvæmt ákæruliðum V og VII. Fallist er á með héraðsdómi að upplýsingar úr sakavottorði ákærða hafi ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar er litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Að þessu virtu er refsing ákærða Viktors Inga hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. 47 Samkvæmt áðurgreindu hefur ákærði Hafþór Logi Hlynsson verið fundinn sekur um hlutdeild í stórfelld u þjófnaðarbroti í samvinnu við aðra ákærðu samkvæmt ákæruliðum V og VII. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi á ákærði að baki töluverðan sakaferil sem nær aftur til ársins 2003. Síðast var hann með dómi Landsréttar 29. janúar á þessu ári dæmdur í 20 má naða fangelsi fyrir peningaþvætti en áfrýjað var dómi héraðsdóms 23. nóvember 2018. Með dómi Landsréttar var sex 14 mánaða skilorðsbundin fangelsisrefsing, sem honum hafði áður verið gerð með dómi héraðsdóms 12. janúar 2018 fyrir brot gegn ýmsum sérrefsilögum , tekin upp og honum gerð refsing í einu lagi. Þau brot sem ákærði Hafþór Logi er nú sakfelldur fyrir voru framin 16. janúar 2018 eða fyrir þann tíma er hann var dæmdur 23. nóvember 2018 og því verður refsing hans nú ákveðin sem hegningarauki, sbr. 78. gr. laga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar er litið til 2., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. sömu laga og 2. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt þessu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. 48 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærðu gert að gr eiða óskipt einkaréttarkröfuhafa, A ehf., skaðabætur að fjárhæð 33.683.472 krónur með tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum, auk málskostnaðar. Fyrir Landsrétti krefst einkaréttarkröfuhafi þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að kröfum ákærðu um f rávísun verði hafnað. Í ljósi alls framangreinds er hafnað kröfum ákærðu um frávísun skaðabótakröfunnar. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um greiðslu skaðabóta. 49 Ákvæði héraðsdóms um upptökukröfur og sakarkostnað ve rð a staðfest. 50 Ákærðu verða dæmdir til að greiða óskipt málskostnað fyrir Landsrétti vegna einkaréttarkröfunnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008, svo sem segir í dómsorði. 51 Ákærðu verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin má lsvarnarlaun verjenda sinna, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Pétur Stanislav Karlsson, sæti fangelsi í fimm mánuði . Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 2. til 5. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 2018. Ákærði, Hafþór Logi Hlynsson, sæti fangelsi í átta mánuði . Ákærði, Viktor Ingi Jónasson, sæti fangelsi í átta mánuði . Ákærði, Sindri Þór Stefánsson, sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18. desember 2017 til 21. sama mánaðar, frá 2. febrúar 2018 til 17. apríl sama ár og frá 22. apríl 2018 til 4. maí sama ár . Ákærði, Matthías Jón Karlsson, sæti fangelsi í 15 mánuði . Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 17. desember 2017 til 21. sama mánaðar og frá 2. febrúar 2018 til 19. mars sama ár . Ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu, upptö kukröfur og sakarkostnað verð a staðfest. Ákærðu greiði óskipt A ehf. 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 15 Ákærði, Pétur Stanislav, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 2.356.000 krónur. Ákærði, Hafþór Logi, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 2.356.000 krónur. Ákærði, Viktor Ingi, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Jóhannessonar lögmanns, 2.945.000 krónur. Ákærði, Sindri Þór, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 3.298.400 krónur. Ákærði, Matthías Jón, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Ásgeirssonar lögmanns, 2.945.000 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað fyrir Landsrétti, 642.007 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 17. janúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 7. desember 2018, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru 5. júlí 2018 á hendur Hafþóri Loga Hlynssyni, kt. , , Hafnarfirði, X , kt. , , Reykjanesbæ, Y , kt. , , Hafnarfirði, Matthíasi Jóni Karlssy ni, kt. , , Reykjavík, Pétri Stanislav Karlssyni, kt. , , Reykjavík, Sindra Þór Stefánssyni, kt. , , Reykjavík, og Viktori Inga Jónassyni, kt. , ávana - og fí kniefni og vopnalögum; I. (008 - 2017 - 17821) Gegn ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav, fyrir stórfelldan þjófnað, með því að hafa, í sameiningu, undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver Þ slf., , 235 Ásbrú, Reykjanesbæ og í gagnaver Æ ehf, , Ásbrú, Reykjanesbæ á tímabilinu frá kl. 20:20, þann 5. desember 2017 til kl. 09:00 þann 6. desember 2017, og tekið þaðan í heimildarleysi tölvubúnað og fylgihluti hans, úr gagnaveri Þ slf., alls 600 stk. s kjákort, 100 stk. aflgjafa, 100 stk. móðurborð, 100 stk. minniskubba og 100 stk. örgjörva og úr gagnaveri Æ ehf., alls 21 stk. örgjörva, 216 stk. skjákort, 21 stk. móðurborð, 35 stk. aflgjafa, 260 stk. riser kapla, 45 stk. bitmain L3+, 4 stk. bitmain S9, 4 0 stk. bitmain D3, 5 stk. inosillicon A5, 124 stk. psu (spenna), samtals muni að verðmæti kr. 42.590.501, - . Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. (008 - 2017 - 17821) Gegn ákærðu Sindra Þór, Mat thíasi Jóni og Pétri Stanislav fyrir tilraun til stórfellds þjófnaðar, með því að hafa, í sameiningu, undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver Æ ehf, , Ásbrú, Reykjanesbæ, á tímabilinu frá 05. desember 2017 til 10. desember 201 7 og reynt að fara í heimildarleysi inn í húsnæðið í því skyni að hafa þaðan á brott tölvubúnað og fylgihluti hans. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. III. (313 - 2017 - 32951) Gegn ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Viktori Inga, fyrir stórfelldan þjófnað, með því að hafa, í sameiningu, undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. að í Borgarnesi, sem ákærðu Sindri Þór og Viktor In gi framkvæmdu, aðfaranótt 15. desember 2017, og 16 höfðu á brott með sér, í heimildarleysi, tölvubúnað og fylgihluti hans, alls 28 stk. bitmain, samtals muni að verðmæti kr. 6.010.067, - , samtals tjón að áætluðu verðmæti kr. 14.364.067, - . Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. (008 - 2017 - 18837) Gegn ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Viktori Inga fyrir tilraun til stórfellds þjófnaðar, með því að hafa, í sameiningu, undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver Æ ehf, , Ásbrú, Reykjanesbæ, aðfaranótt 26. desember 2017 þar sem einn þeirra fór í heimildarleysi inn í húsnæðið í því skyni að hafa þaðan á brott tölvubúnað og fylgihluti hans, en ákærðu hurfu á brott þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. V. (008 - 2018 - 827) Gegn ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav fyrir s tórfelldan þjófnað, með því að hafa, í sameiningu og í samvinnu við ákærðu Viktor Inga, Hafþór Loga og X , undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, á tímabilinu 03:00 - 05:00 aðfaranótt 16. janú ar 2018, en ákærðu tóku þaðan í heimildarleysi tölvubúnað og fylgihluti hans, alls 225 stk. BitCoin Antminer S9 14Th tölvur og 225 stk. BitCoin APW3++ aflgjafar, samtals muni að áætluðu verðmæti kr. 46.857.452, - , samtals tjón að áætluðu verðmæti kr. 78.140 .951, - . Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI. (008 - 2018 - 827) Gegn ákærða X , aðallega fyrir stórfelldan þjófnað en til vara fyrir hlutdeild í stórfelldum þjófnaði, fyrir að hafa, í sameiningu og í samvinnu við ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav, sbr. ákærulið V. og Hafþór Loga og Viktor Inga, sbr. ákærulið VII, un dirbúið og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, sbr. ákæruliði V. og VII., með því að láta meðákærðu í té öryggisupplýsingar um gagnaverið ásamt öryggiskóða, sem hann bjó yfir sem starfsmaður öryggisfyrirtækisins sem annaðist öryggi gagnaversins, en öryggiskóði var notaður til að taka af öryggiskerfi í gagnaverinu þegar innbrot og þjófnaður var framkvæmdur í gagnaverinu á tímabilinu 03:00 - 05:00 aðfaranótt 16. janúar 2018, en jafnframt fyrir að hafa látið ákærðu Sindra Þór, Mat thíasi Jóni og Pétri Stanislav í té fatnað merktum öryggisfyrirtækinu til að íklæðast við innbrotið og þjófnaðinn. Telst þessi háttsemi ákærða aðallega varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1., sbr. 2. mgr . 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII. (008 - 2018 - 827) Gegn ákærðu Viktori Inga og Hafþóri Loga, aðallega fyrir stórfelldan þjófnað, fyrir að hafa í sameiningu og í samvinnu við ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón, Pétu r Stanislav og X , sbr ákæruliði V. og VI., en til vara fyrir hlutdeild í brotum þeirra sbr. framangreinda ákæruliði, aðallega með því að hafa í sameiningu og samvinnu undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ sem ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav framkvæmdu á tímabilinu 03:00 - 05:00 aðfaranótt 16. janúar 2018, og tóku þaðan tölvubúnað og fylgihluti hans, alls 225 stk. BitCoin Antminer S9 14Th tölvur og 225 stk. BitCoin APW3+ + aflgjafar, samtals muni að áætluðu verðmæti kr. 46.857.452, - , samtals tjón að áætluðu verðmæti kr. 78.140.951, - . Til vara fyrir að hafa í orði, verki og með fortölum, hvatt til og stutt ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav, við undirbúning, skipulagningu og framkvæmd framangreinds innbrots í gagnaver A . Telst þessi háttsemi ákærðu aðallega varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940. 17 VIII. (008 - 2018 - 827) Gegn ákærða Y , aðallega fyrir hlutdeild en til vara fyrir eftirfarandi hlutdeild, í innbroti og þjófnaði í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, aðfaranótt 16. janúar sl., sbr. ákæruliði V. - VII., sem ákærðu Si ndri Þór, Matthías Jón, Pétur Stanislav framkvæmdu í félagi við ákærðu Viktor Inga, Hafþór Loga og X , með því að útvega og koma á samskiptum milli ákærðu Hafþórs Loga og Matthíasar Jóns við ákærða X og með þeirri háttsemi sinni aðstoðað meðákærðu við framk væmd verknaðarins og haldið við ólöglegum afleiðingum brotsins. Telst þessi háttsemi ákærða aðallega varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til vara við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IX. Gegn ákærða Pétri Stanislav, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, þann 1. febrúar 2018, haft í vörslum sínum, á heimili sínu, , Reykjavík, 14,34 g af kókaíni, sem lögregla fann við húsleit greint sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr . 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. X. Gegn ákærða Matthíasi Jóni, fyrir vopnalagabrot, með því að hafa, þann 1. febrúar 2018, haft í vörslum sínum, án leyfis, rafstuðbyssu, sem hann geymdi í í bifreið sinni, og lögreglan fann við leit í bifreiðin ni fyrir utan lögreglustöðina Hverfisgötu 113 - 115, Reykjavík greint sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 21. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. 1. mgr. 36. gr. sömu laga Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk ofangreind fíkniefni, 14,34 g af kókaíni, sbr. ákærulið IX., skv. heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 2 33/2001. Jafnframt er þess krafist að haldlögð rafstuðbyssa, sbr. ákærulið X., verði gerð upptæk, sbr. heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Einkaréttarkrafa: Í máli sbr. ákærulið V. - VIII. krefst A , kt. , , Reykjavík skaðabóta á hendur ákærðu, samtals að fjárhæð kr. 78.140.951, - sem hér segir: 1. Kr. 46.857.452, - ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum, skv. 1. m gr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. 2. Kr. 31.283.499, ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum, sk v. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst ADC málskostnaðar fyrir héraðsdómi að mati dómsins eða skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu skv. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr . Við upphaf aðalmeðferðar málsins játaði ákærði Sindri Þór sök samkvæmt III. ákærulið, að því leyti að hafa farið inn í gagnaver Ö ehf. að , Borgarnesi, en neitaði því að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið. Einnig játaði hann sök samkvæmt V. ákærulið, en neitaði því einnig að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið. Hann viðurkenndi þó hlutdeild í framkvæmd þess. Að öðru leyti neitar hann sök og hafnar bótakröfu. Ákærði Matthías Jón játaði einnig sök samkvæmt V. á kærulið, en neitaði því að hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrotið. Að öðru leyti neitar hann sök og hafnar bótakröfu. Ákærði Pétur Stanislav játaði sök samkvæmt IX. ákærulið, en neitaði öðrum sakargiftum. Við sama tækifæri óskaði einkaréttarkröfuhafi e ftir því að leiðrétta kröfu sína með eftirfarandi bókun: 18 skv. eftirfarandi liðum: 1. Að ákærðu í málinu verði gert að greiða kröfuhafa kr. 33.683.572 í s kaðabætur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðs ludags. 2. Að ákærðu í málinu verði gert að greiða kröfuhafa kr. 22.488.093 í skaðabætur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu skv. 176. gr. laga um me ðferð sakamála nr. Málsatvik Á tímabilinu frá 5. desember 2017 til 16. janúar 2018 var brotist inn í fjögur gagnaver hér á landi, sem Ásbrú í Reykjanesbæ, en eitt í Borgarnesi. Í öllum tilvikum var miklu magni búnaðar stolið og nemur tjónið umtalsverðum fjárhæðum. Að auki var tvívegis gerð tilraun til innbrots í fimmta gagnaverið, sem einnig er til húsa á Ásbrú. Lögreglan telur að ákærðu í máli þessu eigi aðild að innbrotunum, en í mismiklum mæli þó. Meðal gagna málsins eru ítarlegar greinargerðir lögreglumanna sem rannsökuðu mál þessi, annars vegar lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, en hins vegar lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Sam kvæmt þeim og öðrum rannsóknargögnum eru málsatvik í megindráttum sem hér segir: Innbrot og þjófnaður að og , Ásbrú, Reykjanesbæ, og tilraun til innbrots að , sbr. I. og II. ákærulið. Hinn 6. desember 2017 var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynn t um innbrot í tvö samliggjandi gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, annars vegar í gagnaver Þ slf. að , en hins vegar í gagnaver Æ ehf. að . Talið var að innbrotin hafi verið framin á tímabilinu frá kl. 20:20 5. desember til kl. 09:00 6. desember og að f arið hefði verið inn í húsin um lofttúðugöt á hliðum þeirra. Stolið var miklu magni af tölvubúnaði, skjákortum og Æ ehf. lögreglunni að einnig hefði verið reynt að fara i nn í gagnaver fyrirtækisins að á Ásbrú. Þar hefði verið búið að líma fyrir skynjara í þeim hluta hússins sem reynt hafði verið að fara inn í, auk þess sem reynt hafði verið að draga út nagla á plötu sem negld hafði verið fyrir gat á vegg hússins. Ákæ rðu neita aðild að brotum þessum. Nokkru eftir innbrotin að og ræddi lögreglan við vitni sem hafði upplýst starfsmann Securitas um að hann hefði heyrt einhvern tala um að hafa séð tvo menn í dökkum fötum skipta um númeraplötur á bílaleigubíl frá . Sjálft sagðist vitnið hafa tekið eftir aðila á stórum, hvítum sendibíl og hafi sá fylgst með gagnaverinu í nokkra daga. Ekki mundi vitnið þó hvort það var fyrir eða eftir innbrotin. Í kjölfarið hafði lögreglan samband við bílaleiguna á Akureyri og kom þá í ljós að ákærði Sindri hafði þar leigt hvíta Ford Transit Custom sendibifreið 4. desember 2017 og var henni skilað þangað aftur 7. desember 2017. Á leigutímanum hafði bifreiðinni verið ekið um 1.300 km. Sams konar bifreið sást í akstri í eftirlits myndavél í nágrenni innbrotavettvangs, nánar tiltekið á , aðfaranótt 6. desember 2017 kl. 04:59, og var henni þá ekið í stefnu frá gagnaverunum. Meðal gagna málsins er upplýsingaskýrsla frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að 6. de sember 2017 hafi aðili tilkynnt lögreglunni í Hafnarfirði um að skráningarnúmerum hafi verið stolið af þremur bifreiðum í eigu við Selhellu í Hafnarfirði aðfaranótt 5. desember 2017. Með skýrslunni fylgja ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum bílaleigunnar og sjást þar menn koma á tveimur bifreiðum kl. 02:55 og stela skráningarnúmerum. Önnur bifreiðin er hvít sendiferðabifreið, merkt bílaleigunni . Í sömu 19 upplýsingaskýrslu segir að 5. desember kl. 05:06 hafi aðili hringt í Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglu stjóra og tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við iðnaðarhúsnæðið að á Ásbrú, en tilkynnandi bjó á þessum tíma í iðnaðarhúsnæðinu. Kvaðst hann hafa vaknað við umgang utan við húsið og þá séð að búið var að bakka hvítri sendibifreið, merktri bílaleigun ni , upp að dyrum hússins. Í bifreiðinni hafi verið tveir aðilar og hafi þeir eitthvað verið að vesenast aftan við bifreiðina. Hafi hann heyrt hljóð eins og verið væri að rífa límband og því hafi hann grunað að þeir væru að skipta um númeraplötur. Skömm u síðar hafi komið fólksbifreið og út úr henni hafi stigið einn aðili. Tilkynnandi gat þess að aðilarnir hafi verið að fylgjast með gagnaverunum við og hafi hann grunað að þeir væru að undirbúa þar innbrot, en á sama tíma hafi öryggisvörður frá Securit as verið þar og hafi þeir einnig fylgst með honum úr fjarlægð. Sagði tilkynnandi að skráningarnúmer hvítu sendibifreiðarinnar hafi verið og fólksbifreiðarinnar . Skráningarnúmerin sem stolið var fyrr um nóttina í Hafnarfirði voru , og . Innbrot og þjófnaður í gagnaver Ö ehf., Borgarnesi, sbr. III. ákærulið. Að morgni 15. desember 2017 var lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt um þjófnað á bitcoin - tölvubúnaði úr húsnæði Ö ehf. að í Borgarnesi. Stolið var 28 bitcoin - vélum, kassa af skják ortum og PC - stjórntölvu, samtals að verðmæti 5 6 milljónir króna. Talið var að farið hefði verið inn í húsið um opnanlegan glugga og var stormjárn þar brotið. Á gólfi hússins fundust ný dekkjaför. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni fyrirtækisins hófs t starfsemi í húsinu 9. desember 2017 og hafði það því aðeins starfað í 6 daga. Samkvæmt tölvukerfi hússins var fyrsta bitcoin - vélin tekin úr sambandi um kl. 02:30 um nóttina og 5 mínútum síðar höfðu þær allar verið teknar úr sambandi. Vitnið G greindi lög reglu frá því að hafa í samtali við ákærða Sindra Þór um mánaðamótin nóvember/desember sagt honum frá því að hafin væri bitcoin - vinnsla í húsinu að í Borgarnesi, en vitnið hafði unnið við tengingu heimtaugar að húsinu. Sindri mun hafa þráspurt vitnið u m allt sem viðkom starfseminni og fékk nákvæmar upplýsingar um hvar vinnslan færi fram í húsinu. Síðdegis 14. desember 2017 keypti ákærði Matthías sendibifreiðina . Samkvæmt skýrslu sem tekin var af seljanda bifreiðarinnar kom Matthías í fylgd annars m anns á bifreiðinni , og telur lögreglan að sá hafi verið ákærði Viktor Ingi. Síðarnefnda bifreiðin var bílaleigubifreið í eigu ehf., en Viktor Ingi hafði þá sem starfsmaður bílaleigunnar aðgang að bílum bílaleigunnar. Matthías greiddi 80.000 krónur fyrir sendibifreiðina og var skráður eigandi hennar frá þeim tíma. Í skýrslu sinni hjá lögreglunni sagðist Matthías hafa keypt bifreiðina fyrir annan aðila, en vildi ekki greina frá því hver sá væri. Eftir kaupin kvaðst hann hafa ekið bifreiðinni að bílapl ani við Dalsskóla í Reykjavík, sett lyklana undir framsætið og skilið hana eftir á bílastæðinu fyrir annan aðila, en neitaði að tjá sig um hver sá væri. Hann neitaði því að ákærði Viktor Ingi hefði verið með honum þegar gengið var frá kaupum á bifreiðinni, en sagði að það hefði verið Pétur, bróðir hans. Telur lögreglan að sendibifreiðin hafi gagngert verið keypt í þeim tilgangi að nota hana við innbrotið í Borgarnesi. Samkvæmt ljósmyndum úr eftirlitsmyndavél við gjaldskýli Hvalfjarðarganga greiddi ákærði Si ndri veggjaldið um göngin kl. 01:15:48 aðfaranótt 15. desember 2017 og var þá á norðurleið. Ók hann hvítri bifreið með númerinu , en daginn áður hafði hann komið á sömu bifreið til Reykjavíkur. Aðeins 6 sekúndum á eftir honum kom sendibifreiðin að g jaldskýlinu. Ekki sést í andlit ökumanns, en þegar ökumaðurinn greiðir veggjaldið sést húðflúr, leðuról og úr á vinstri úlnlið hans. Lögreglan telur að þar hafi verið á ferð Viktor Ingi og styður þá tilgátu við framlagðar ljósmyndir af honum við annað tæki færi. Um kl. 02:05 sömu nótt var báðum áðurnefndum bifreiðum ekið inn á bílaplan Olís í Borgarnesi og var eldsneyti tekið á sendibifreiðina. Í eftirlitsmyndavél sjást báðar bifreiðarnar koma þangað og fara þaðan samtímis kl. 02:12. Nokkru síðar sjást þær aftur í eftirlitsmyndavél þar sem þeim er ekið inn úr suðri. Um 18 mínútum síðar er sendibifreiðinni ekið frá , en bifreiðin sést ekki fara frá , og telur lögreglan að ákærði Sindri hafi því ekið til norðurs. Ákærði Matthías var handteki nn síðdegis 16. desember 2017 og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. sama mánaðar. Neitaði hann aðild að innbrotinu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa fengið boð á Messenger/Snapchat um að ná í aðila upp á Kjalarnes rétt fyrir kl. 04:08, en nei taði að upplýsa um nafn þess aðila. Hafi hann sótt þennan aðila og ekið honum að stað nálægt heimili sínu, þar sem viðkomandi geymdi bifreið sína. 20 Ákærði Sindri var handtekinn daginn eftir, 17. desember, og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. sama mánaðar . Við yfirheyrslu hjá lögreglu neitaði hann aðild að innbrotinu. Sérstaklega spurður um sendibifreiðina og ökumann hennar sagðist hann hafa hitt ökumanninn sunnan við Hvalfjarðargöng og hafi sá verið útlendingur, Lithái eða Pólverji, og hafi hann beðið um lán fyrir eldsneyti á sendibifreiðina. Hafi þeir ekið að Olís í Borgarnesi, þar sem Sindri hafi lánað honum fyrir eldsneyti. Lögreglan telur að ökumaður hafi eftir innbrotið ekið bifreiðinni frá Borgarnesi til suðurs og annaðhvort skilið hana efti r í felum eða annar aðili tekið við akstrinum á Kjalarnesi, en bifreiðin mun ekki hafa farið um Hvalfjarðargöng. Fannst hún í Kópavogi 22. desember 2017 og var þá haldlögð. Þrátt fyrir ítarlega leit lögreglu á og í bifreiðinni fundust hvorki nothæf fingraf ör né DNA - sýni sem tengt gátu ákærðu við notkun bifreiðarinnar. Samanburður var einnig gerður á hjólförum bifreiðarinnar og þeim hjólförum sem fundust á gólfi hússins að , og var niðurstaða lögreglunnar að ekki var hægt að útiloka að um sömu hjólför vær i að ræða, en ekki var heldur hægt að slá því föstu. Eftir rannsókn lögreglunnar var bifreiðin afhent eiganda hennar, ákærða Matthíasi, og fór hann beint með hana til eyðingar. Eins og áður segir játaði Sindri Þór aðild sína að umræddu innbroti og þjófnað i við upphaf aðalmeðferðar málsins. Aðrir ákærðu, Matthías Jón og Viktor Ingi, neita hins vegar allri aðild að verknaðinum. Tilraun til innbrots og þjófnaðar í gagnaver að , Ásbrú, sbr. IV. ákærulið. Aðfaranótt 26. desember 2017 var tilraun gerð til innbrots í gagnaver Æ ehf. að á Ásbrú. Á suðausturhlið hússins var búið að skera gat á segldúk sem þar hafði verið komið fyrir yfir gluggastæði og voru ummerki á gluggapósti um að reynt hefði verið að s penna upp laust gluggafag. Á gluggapóstinum lá skrúfjárn. Fyrir innan gluggann er gangur eftir endilöngu húsinu, en hurð er gegnt glugganum, og er gagnaverið þar fyrir innan. Þjófavarnarkerfi hússins mun hafa farið í gang þegar hurðin var opnuð. Utan á hú sinu að eru tvær eftirlitsmyndavélar. Kl. 04:07 sést hvar jepplingi er ekið suður og stoppar við gatnamót . Út úr bifreiðinni stíga tveir menn og virðist annar þeirra koma úr farþegasæti við hlið ökumanns, en hinn vinstra megin úr farþegasæti, a ftan við ökumann. Ganga þeir að suðurhlið hússins, brasa þar eitthvað í þrjár mínútur, en ganga síðan aftur að bifreiðinni. Bifreiðinni er síðan ekið á brott. Kl. 04:52 er gráum Nissan - pallbíl, með hestakerru í eftirdragi, ekið inn á og lagt við húsveg ginn þar sem mennirnir tveir höfðu skömmu áður verið. Tveir menn stíga út úr bifreiðinni og fer annar þeirra inn í húsið á meðan hinn bíður fyrir utan og opnar afturhlerann á hestakerrunni. Skyndilega virðist fát koma á þann sem bíður fyrir utan og sést sá sem fór inn í húsið koma á mikilli ferð út um gluggaopið og stökkva inn í bifreiðina. Afturhleranum á hestakerrunni er lokað og ekið í burtu með kerruna í eftirdragi. Sams konar hestakerra fannst yfirgefin og tóm á Ásbrú 27. desember 2017, við gatnamót Kl ettatraðar/Ferjutraðar, og kom í ljós að henni hafði verið stolið af kerrustæði Fáks við Víðidal í Reykjavík eftir 17. desember 2017. Athugun lögreglu á ljósmyndum af áðurnefndum Nissan - pallbíl leiddi til þess að tekin var skýrsla af H , ákærða Sindra, og kvaðst hann hafa lánað Sindra slíkan bíl einhvern tíma í desember til búslóðaflutninga, en Sindri hefði sagt honum að hann vantaði bíl með dráttarkrók. Eiginkona H staðfesti að H hefði lánað Sindra bílinn að kvöldi 25. desember 2017 og skilað honum dagi nn eftir, 26. desember. Samkvæmt yfirliti um símanotkun Sindra má sjá að sími hans tengdist ítrekað endurvarpa fjarskiptakerfis á Breiðbraut á Ásbrú á tímabilinu frá kl. 04:01 til 04:33 aðfaranótt 26. desember 2017. Þá liggja einnig fyrir úttektarfærslur af bankareikningi hans kl. 01:21 á Ferstiklu og á N1við Háaleiti í Reykjavík kl. 02:07 sömu nótt. Staðfest er með ljósmynd úr eftirlitsmyndavél í Hvalfjarðargöngum, sem tekin er kl. 07:02 að morgni 26. desember, að Sindri ekur Nissan - pallbíl og er þá á nor ðurleið. Úttektir vegna viðskipta hans í Borgarnesi, á Blönduósi og á Akureyri staðfesta jafnframt ferðalag hans til Akureyrar þann sama dag. Allir ákærðu neita aðild að þessu broti. Innbrot og þjófnaður í gagnaver A að , Ásbrú, sbr. ákæruliði V - VI II. Aðfaranótt 16. janúar 2018, á milli kl. 03:00 og 05:00, var brotist inn í gagnaver A við á Ásbrú og þaðan stolið miklu magni af tölvubúnaði og fylgihlutum. Þegar myndeftirlitskerfi hússins var skoðað mátti sjá tvo aðila koma akandi inn á afgirt svæði í hvítri flutningabifreið, merktri Bílaleigu , og óku þeir meðfram grunni nýbyggingar sem þar er. Virtust þeir vita hvar eftirlitsmyndavélarnar voru og sást því aldrei 21 í andlit þeirra né skráningarnúmer bifreiðarinnar. Annar þeirra hleypur að inngangi hússins, fer þar inn og slær inn öryggiskóða til að aftengja öryggiskerfi hússins, en öryggisk óðinn var notaður af starfsmönnum til þess að aftengja öryggiskerfið í reglulegum vaktferðum þeirra. Að þessu loknu hlupu innbrotsaðilar að suðurhlið hússins. Var þar farið inn í bygginguna um loftrist sem hafði verið losuð. Haft var samband við Bílal eigu og taldi framkvæmdastjóri fyrirtækisins mjög líklegt að áðurnefnd sendibifreið væri í eigu fyrirtækisins. Væri hún af gerðinni Ford Transit, en tvær slíkar hefðu verið í útleigu á þessum tíma, önnur í langtímaleigu hjá , en hin í leigu hjá Matt híasi Jóni Karlssyni. Sú bifreið hefði verið leigð út 14. janúar, rétt fyrir kl. 17:00 og átti að skila henni næsta dag kl. 17:00. Henni hefði þó ekki verið skilað fyrr en á milli kl. 07:00 og 08:00 þann 16. janúar og hafði þá verið ekið 113 km. Ákærði Sin dri Þór pantaði bifreiðina í útibúi bílaleigunnar á Akureyri og greiddi fyrir leigu hennar með greiðslukorti sínu, en ákærði Matthías mun hafa sótt hana í Reykjavík. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að eftir þessar upplýsingar, svo og í ljósi þess að sams konar tölvubúnaði var stolið í Borgarnesi nokkru áður, hafi lögreglu grunað að ákærðu Sindri Þór og Matthías Jón ættu einnig aðild að þessu innbroti. Þar sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum á húsi gagnavers A báru með sér að innbrotsaðilarnir væru kun nugir staðháttum og hefðu upplýsingar um öryggismyndavélar, öryggiskerfi hússins, aðgangskóða að öryggiskerfinu og skipulag vaktferða öryggisvarða, auk þess sem einn innbrotsaðilanna var íklæddur flík merktri , vaknaði grunur um aðild fyrrverandi eða st arfandi öryggisvarðar hjá að innbrotinu. Þá hafði sömu nótt verið stungið á hjólbarða bifreiðar vakthafandi öryggisvarðar við heimili hans í Reykjanesbæ, en bifreiðin var ómerkt bílaleigubifreið. Lögreglan aflaði því upplýsinga um öryggisverði fyrirtæk isins, eftirlitsferðir þeirra og skipulag vaktferða. Í ljós kom að vakthafandi öryggisvörður umrædda nótt var I og hafði hann farið síðustu eftirlitsferð um húsið kl. 22:19 að kvöldi 15. janúar 2018, en verkferlar gerðu ráð fyrir að öryggisvörður færi um b ygginguna á þriggja tíma fresti, í fimm skipti á sólarhring. Gaf hann þá skýringu að hann hefði veikst skyndilega eftir síðustu eftirlitsferð, farið heim og lagst fyrir og sofnað og sofið fram á morgun. Um morguninn hefði hann uppgötvað að búið var að stin ga göt á öll dekk vaktbifreiðarinnar. Við rannsókn lögreglu kom einnig í ljós að hafði á árinu 2014 hætt að nota flíkur með þeim merkingum sem sáust á flík eins þeirra sem braust inn og sást í eftirlitsmyndavél. Jafnframt var upplýst að aðgangskóði hús sins hafði verið sá sami frá 1. janúar 2014 og höfðu 20 öryggisverðir fengið upplýsingar um öryggiskóðann frá þeim tíma. Eini starfsmaðurinn sem hafði starfað hjá lengur en frá árinu 2014, og því bæði fengið upplýsingar um öryggiskóðann og flík frá fyr irtækinu með sams konar merkingum og sást á einum innbrotsaðilanum, reyndist ákærði X . Með úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness 18. og 27. janúar 2018 var lögreglunni veitt heimild til að hlusta og afla upplýsinga um símtöl í og úr símum ákærðu Sindra Þórs, Mat thíasar Jóns, Péturs Stanislav og X , auk I . Í ljós komu margvísleg símasamskipti milli ákærðu Sindra, Matthíasar og Péturs, en einnig nokkur samskipti milli ákærðu X og Péturs á tímabilinu frá 6. til 9. janúar 2018. Að fengnum þeim upplýsingum vaknaði grun ur um að ákærði X hefði veitt innbrotsaðilum upplýsingar um öryggismyndavélar, öryggiskerfi og innra skipulag gagnavers A . Var hann handtekinn 31. janúar 2018 og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni greindi X frá því að hringt hefði verið í síma hans úr óskráðu símanúmeri að kvöldi 27. eða 28. desember 2017 og hafi óþekktur aðili spurt hann hvort hann héti X og starfaði hjá . Hafi viðmælandi hans spurt hvort hann gæti veitt upplýsingar um gagnaver á Suðurnes jum, en hann kvaðst hafa neitað því. Ekki sagðist X hafa velt símtalinu fyrir sér fyrr en að kvöldi 6. janúar 2018, en þá hafi tveir aðilar tekið á móti honum þar sem hann var að leggja bifreið sinni utan við heimili sitt. Hafi þeir lagt hart að honum að k oma með þeim inn í bifreið sem þar var, Mözdu - jeppling, dökkrauðan eða dökkbrúnan. Þegar viðmælandinn í símanum verið kallaður Haffi og kvaðst X hafa talið að hann væri skipuleggjandinn, enda hefði hann sagt hinum fyrir verkum. Jafnframt sagðist X hafa þekkt rödd viðmælandans sem þá sömu og átti við hann samtal í lok desember 2017. X sagði að aðilarnir í bifreiðinni hafi gengið hart að honum, með hótunum um ofb eldi, ef hann gæfi þeim ekki upplýsingar um skipulag og öryggiskerfi gagnaversins. Hafi hann verið skelfingu lostinn og því sagt þeim að byggingarnar væru með öryggiskerfi, öryggismyndavélum og hreyfiskynjurum, auk þess sem farnar væru reglulegar vaktferði r um þær. Þá viðurkenndi hann að hafa 22 sagt þeim að hurðir á byggingunum væru lélegar. Hins vegar neitaði hann því að hafa látið þá hafa öryggiskóða að öryggiskerfinu og að hafa afhent þeim flík sem merkt var . Einnig neitaði hann því að hafa veitt þeim upplýsingar um aðra vaktmenn . X greindi lögreglu einnig frá því að þessir aðilar hefðu aftur hitt hann að máli að kvöldlagi 8. og 10. janúar 2018, en þá gert boð á undan sér með því að hringja í hann úr símanúmerinu . Í fyrra skiptið hafi þeir verið hinir sömu og 6. janúar, en í síðara skiptið hafi aðeins tveir þeirra verið í bifreiðinni. Sagðist hann ekki þekkja umrædda aðila, en lýsti ökumanninum sem hávöxnum með mikið hár, og hafi sá verið klæddur í úlpu með hermannamunstri. Annar hafi verið þreki nn og vöðvastæltur með snöggklippt hár og talað íslensku með pólskum hreim. Ekki gat hann lýst þriðja aðilanum, en sá hefði setið í farþegasætinu að framan, en hann sjálfur í aftursætinu aftan við hann. X sagði enn fremur að þessir menn hefðu viljað að han n reyndi að fá skiptivakt. Þá kvaðst hann hafa heyrt þá tala um það sín á milli að setja GPS - tæki (tracker) á vaktbifreið . Í myndsakbendinu 7. febrúar 2018 endurþekkti X Sindra Þór sem ökumann Mözdu - jepplingsins. Við rannsókn lögreglu á síma ákærða X k om fram að hringt var í hann úr símanúmerinu þann 6. og 8. janúar 2018, án þess að hann svaraði, en þetta er símanúmer ákærða Péturs Stanislav. X hringdi til baka skömmu eftir síðari hringinguna og sagði að þá hafi honum verið sagt að þeir kæmu aftur s einna um kvöldið til að fá betri upplýsingar. Hringt var í hann úr sama símanúmeri 9. janúar og hafi honum þá verið sagt að þeir kæmu aftur næsta kvöld og færu yfir þetta aftur. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að X hafi síðar upplýst um að hann hafi látið þessa menn hafa allar upplýsingar, eins og t.d. hvar myndavélar væru, um þjófavarnarkerfið og hvernig eftirlitinu væri háttað. Við yfirheyrslu lögreglunnar kvaðst ákærði X þekkja mann að nafni Y . Hefði Y hringt tvisvar í hann 6. janúar 2018 og spurt hvort X gæti hitt hann, en hann neitað því. Lögreglan yfirheyrði Y í lok júní síðastliðinn og greindi hann frá því að í desember 2017 hefði hann fengið símhringingar úr símanúmeri sem hann kannaðist ekki við og lét því hjá líða að svara. Síðar hefði hann f engið skilaboð frá aðila sem hann skuldaði peninga vegna fíkniefnaviðskipta, og hafi þau hljóðað um að hann skyldi svara þeim aðila sem væri að hringja í hann. Sagðist hann hafa komist að því að Matthías Jón Karlsson ætti símanúmerið sem hann hefði ekki sv arað. Ekki kvaðst hann þekkja Matthías, en taldi að hann væri Lithái sem talaði íslensku með hreim. Hafi Matthías beðið sig um að koma honum í samband við einhvern öryggisvörð, án þess að hann fengi upplýsingar um hvers vegna. Kvaðst Y ekki hafa sinnt þessu þar sem hann þekkti engan slíkan. Í byrjun janúar síðastliðinn hefði þessi sami aðili farið að ganga harðar að honum og því kvaðst hann hafa sett sig í samband við ákærða X , sem hann vissi að starfaði sem öryggisvörður. Hefði hann því hringt í X 6. janúar og spurt hvort hann mætti koma honum í samband við aðila sem vildi komast í samband við öryggisvörð, og að hann gæti hagnast á því. Hefði X tekið því vel og hafi þeir mælt sér mót á bifreiðaplani við Sambíóin á Álfabakka. Þar kvaðst Y hafa rétt X síma sinn út um glugga bifreiðar sinnar og hafi ákærði Matthías verið í símanum. Ekki kvaðst Y hafa heyrt hvað þeim X fór á milli í samtali þeirra. hefur staðfest að ákærði X hafi verið á bifreið fyrirtækisins við Sambíóin umræddan dag. Y viðurkenndi að hafa skuldað ákærða Hafþóri Loga peninga vegna fíkniefna, en neitaði að svara því hvort Hafþór Logi hafi verið sá sem fyrirskipaði honum að svara símhringingum frá Matthíasi. Sindri Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav voru handteknir 31. j anúar 2018 og úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir. Við húsleit lögreglu á heimili tengdaforeldra ákærða Sindra Þórs fundust gallabuxur í hans eigu. Í buxnavasa fannst bílaleigusamningur við bílaleigu á Akureyri, þar sem Sindri var skráður leiguta ki og greiðandi að Mazda CX5 jepplingi. Var bifreiðin afhent leigutaka á Akureyri 8. janúar 2018 kl. 16:46 og skilað á sama stað 11. janúar kl. 08:28. Hafði bifreiðinni þá verið ekið 1.575 km. Í sömu gallabuxum fannst einnig lítill miði með handskrifaðri t eikningu sem reyndist vera innanhússafstöðuteikning af gagnaveri A að í Reykjanesbæ. Ákærði X neitaði því að hafa gert þá teikningu eða afhent hana innbrotsaðilum. Hann neitaði því einnig að hafa fengið greitt fyrir þær upplýsingar sem hann lét þeim í té. Við húsleit á dvalarstað ákærða Matthíasar fundust tveir jakkar í hermannalit. Í öðrum þeirra fannst bílalaleigusamningur frá Bílaleigu um leigu Matthíasar á sendibifreiðinni 14. janúar 2018, með skiladagsetningu 15. janúar. Eins og áður hefur komið fram greiddi ákærði Sindri fyrir leiguafnotin og var bifreiðinni skilað í útibú bílaleigunnar í Reykjavík að morgni 16. janúar. Samkvæmt myndbandsupptöku úr 23 öryggismyndavél við Vat nagarða í Reykjavík sést sendibifreiðinni ekið inn á bifreiðastæði við Vatnagarða kl. 04:53 aðfaranótt 16. janúar í fylgd tveggja fólksbifreiða, annars vegar grárri Skoda station bifreið, og hins vegar ljósri fólksbifreið. Skoda - bifreiðin mun vera sams kon ar bifreið og ákærði Matthías á. Við leit í þeirri bifreið fann lögreglan rafstuðbyssu í eigu Matthíasar og kvaðst hann hafa keypt hana á netinu fyrir einu til tveimur árum, en taldi hana nú ónýta. Við handtöku lagði lögreglan hald á síma þeirra Sindra, M atthíasar og Péturs. Við skoðun á símagögnum og 15. janúar 2018, og telur lögreglan þau samskipti sýna að þeir hafi verið að undirbúa áðurnefnt innbrot í gagnaver A . Jafnframt telur lögreglan að sími ákærða Péturs Stanislav hafi verið á innbrotsvettvangi aðfaranótt 16. janúar. Bæði ákærði Hafþór Logi og Viktor Ingi voru á þessum tíma hins vegar staddir á Spáni. Fram er komið að ákærðu Sindri Þór og Matthí as Jón hafa viðurkennt aðild að umræddu innbroti og þjófnaði, en báðir neituðu undirbúningi þess og skipulagningu. Aðrir ákærðu, Pétur Stanislav, X , Hafþór Logi, Viktor Ingi og Y , neita hins vegar allri aðild að brotinu, sem og hlutdeild í því. Framburður fyrir dómi Ákærði Matthías Jón Karlsson kvaðst vera vinur og í miklum samskiptum við meðákærðu, Sindra, Hafþór, Viktor og Pétur, sem væri bróðir hans. Hins vegar þekkti hann ekki ákærða X , en sagðist þó hafa talað við hann. Ekki sagðist hann heldur þekkja ákærða Y og myndi ekki eftir neinum samskiptum við hann. Spurður um samskipti við Sindra, Hafþór, Viktor og Pétur í nóvember og desember 2017 sagðist ákærði ekki muna sérstaklega eftir þe im, en taldi að samskipti þeirra á tímabilinu sem brotin voru framin hafi bara verið svipuð og venjulega. Ákærði sagðist einu sinni hafa leigt bílaleigubíl, í janúar 2018, en sagðist aldrei hafa notað eða keypt - veski. Þó sagðist innbrot í húsnæði A aðfaranótt 16. janúar 2018, sem hann hefði þegar játað. Þá sagðist hann hafa farið til Reykjanesbæjar tvo daga fyrir innbrotið, þ.e. 14. - 16. janúar, en neitaði að tjá sig um hverjir voru þá með honum. Ákærði mundi eftir því að hafa ekið til Akureyrar 6. d esember 2017 og til baka til Reykjavíkur 7. desember og hafi bróðir hans, Pétur, farið með honum. Sagði hann þá ferð vera ótengda þessu máli, en tók hann hafi hitt aðra ákærðu í þeirri ferð. Ákærði viðurkenndi að hafa keypt bláa Transporter - sendibifreið 14. desember 2017 og skráð hana á sitt nafn fyrir meðákærða Sindra. Hafi bíllinn kostað 80.000 krónur sem hann hafi millifært inn á reikning seljanda . Ekki vildi hann tjá sig um hver hefði millifært peningana á hans reikning. Sagði hann að meðákærði Viktor hefði komið með sér að skoða bílinn því að hann væri kunnáttumaður um bíla. Síðan sagðist hann hafa sótt Pétur, bróður sinn, og hafi þeir farið með bílinn upp í Grafarholt og skilið hann þar eftir við Dalsskóla, með lyklana undir sætinu. Hafi hann verið beðinn um það, en neitaði að tjá sig þegar hann var spurður hver hefði beðið hann um það. Ákærði viðurkenndi einnig að hafa ekið upp á Kjalarnes aðfar anótt 15. desember og kvaðst hafa sótt vin sinn þangað, en neitaði að tjá sig um hver sá væri eða tilefni þess. Hafi það aðeins verið vinargreiði. Hann neitaði því að sá vinur hefði verið á bláu Transporter - sendibifreiðinni. Aðspurður hvort hann hafi farið þangað aftur daginn eftir sagðist ákærði ekki muna það. Þegar honum var tjáð að samkvæmt upplýsingum lögreglu hafi hann verið á Kjalarnesi í hádeginu 15. desember sagðist hann ekki muna eftir því. Ákærði var einnig að því spurður hvort hann slökkti oft á símanum sínum og sagðist hann ekki muna það, þó kæmi það fyrir því að mikið væri hringt í hann. Helst væru það þá vinir sem hringdu til að spjalla. Kvaðst hann hafa notað sinn eigin síma 14. desember 2017. Þá sagðist ákærði aðeins nota eitt símanúmer, en s agðist ekki vita eða muna hvort hann hefði notað önnur númer. Ákærði neitaði því að hafa verið við í Reykjanesbæ aðfaranótt 26. desember 2017 og sagðist ekki muna eftir símtali við meðákærða Sindra þá nótt. Sagðist hann hafa verið heima hjá sér á jólad ag og jóladagskvöld. 24 Ákærði var þessu næst spurður um þátttöku hans í innbroti í gagnaver A aðfaranótt 16. janúar 2018. Sagðist hann hafa verið í vondum málum fjárhagslega og félagslega eftir handtöku og gæsluvarðhald í afi honum verið boðið að taka þátt í innbrotinu. Hafi hann átt að fá tvær milljónir fyrir það. Ekki kvaðst hann vita hver hafi skipulagt innbrotið og neitaði að tjá sig um hver hefði boðið honum þátttöku í því og gefið honum fyrirmæli um hlutverk sitt. Eng u að síður sagði hann að ákærði X að öryggiskerfinu og jakka merktan . Sagðist ákærði hafa hitt X einu sinni eða tvisvar, eða kannski oftar, líklega 8. o g 10. janúar 2018, og þá í tengslum við skipulagningu innbrotsins. Hafi þeir hist í bíl og hafi X verið að upplýsa þá um aðstæður í og við gagnaverið. Ekki vildi ákærði segja frá því hverjir aðrir hafi þá verið í bílnum. Sérstaklega spurður hvort meðákærðu Pétur og Sindri hafi verið með honum í bílnum umrætt sinn sagðist hann ekki vilja tjá sig um það, en neitaði því síðar að Pétur hafi verið þar. Ekki sagðist hann heldur vita til þess að þeir hafi verið í samskiptum við X . Hins vegar neitaði hann því að ha fa hótað X ofbeldi. Ákærði sagði að hlutverk sitt í innbrotinu hafi verið að skoða aðstæður og fylgjast með umferð í nágrenni við gagnaverið dagana 14. og 15. janúar og hafi X sagt honum að gera það. Spurður hvort bróðir hans, Pétur, hafi verið með honum við gagnaverið aðfaranótt 14. janúar, neitaði ákærði að tjá sig. Ákærði sagðist einnig hafa leigt sendibifreiðina og komið henni á staðinn. Kvaðst hann hafa farið á undan hinum tveimur og brotið lás á hliðinu og opnað það. Síðan hafi hann lauslega losað lo ftrist á húsinu svo að hann kæmist þar seinna inn. Að því búnu sagðist hann hafa farið út í bíl og náð í kúbein og klætt sig í jakkann frá , sem hann hafði fengið frá X , farið að hurðinni við aðalinnganginn, stimplað inn öryggiskóðann til vinstri við hu rðina, farið út aftur og lokað hurðinni á eftir sér og gefið þeim sem var á bílnum merki um að hann mætti koma. Síðan hafi hann farið inn um loftristina, aftengt tölvurnar og borið þær út. Á meðan hafi hinir tveir staðið fyrir utan og hlaðið tölvunum í bíl inn. Aðspurður hvernig hann hafi opnað hurðina sagði ákærði að það hafi reynst auðvelt, hann hafi rétt notað kúbeinið til þess, en þó án þess að hann hafi þurft að brjóta hana. Hann hafi auðveldlega getað lokað henni á eftir. Eftir þetta hafi einhver tekið við bílnum og ekið honum á einhvern stað í Keflavík þar sem hann var skilinn eftir. Þegar ákærði var spurður hvort hann hafi sjálfur ekið bifreiðinni sagðist hann halda það. Þá sagði hann einnig síðar aðspurður að verið gæti að hann hafi ekið bifreiðinni til Reykjavíkur, en mundi ekki hvert. Annar aðili hefði hins vegar tekið við henni þegar þangað var komið, en ekki vildi ákærði segja hver. Hann sagðist jafnframt ekkert vita hvað orðið hefði um tölvurnar og hafi hann ekki séð þær síðan. Ekki kvaðst ákærði muna hvenær X afhenti honum jakkann frá , en sagði að það hafi verið í eina skiptið sem hann fór heim til X . Kvaðst hann halda að kærasta X hafi þá verið heima, en hann hafi staðið í forstofunni. Ekki vildi hann greina frá því hverjir aðrir hefðu tekið þátt í innbrotinu og þjófnaðinum með honum, en sagði að þeir hafi verið þrír, að honum sjálfum meðtöldum. Hann neitaði því að Pétur, bróðir hans, hafi þar átt hlut að máli. Jafnframt neitaði hann því að ákærði Hafþór Logi hafi átt aðild að innbrotinu, hvo rki með skipulagningu, fortölum, Ákærði Matthías sagðist ekkert þekkja ákærða Y , en hann kannaðist við að hafa heyrt nafn hans í tengslum við þetta mál. Sagðis t hann heldur ekki muna eftir því að hafa átt samskipti við hann. Sérstaklega aðspurður hvort Y hefði komið honum í samband við X sagðist ákærði ekki muna það, en einhvern veginn hefði hann þó komist í samband við hann. Hann neitaði því hins vegar að hafa þrýst á Y um að koma sér í samband við X . Þá sagðist hann ekki muna hvort hann hafi á þessum tíma verið í miklum samskiptum við Hafþór, Sindra, Pétur og Viktor. Hann viðurkenndi að hafa notað annan síma en sinn eigin við innbrotið aðfaranótt 16. janúar og í aðdraganda þess, en sagðist ekki muna númer hans. Þá mundi hann eftir því að ekki verið notaður við innbrotið, hann hafi að vísu beðið um að hann yrði tengdur, en einhverra hluta vegna sett slíkan búnað undir bíl öryggisvarðarins, en sagði að X hefði upplýst um hvaða bíll væri vaktbíll í umrætt sinn. Hann sagðist þó hvorki muna hvernig vaktbíllinn var, né hvort hann hafi verið merktur eða ómerktur. Þá neitaði hann því að hafa stungið á dekk vaktbílsins og sagðist ekki vita hver hefði gert það. 25 Á kærði sagðist nokkuð lengi hafa verið reiður út í Sindra eftir að hafa verið handtekinn og og verið tekjulaus. Sindri hafi þá rætt við hann um að hjálpa A - málinu áður en gengið yrði frá því. Nokkru síðar hafi honum verið boðin þátttaka í því innbroti. Spurður hvort X h afi átt frumkvæði að samskiptum við hann um þátttöku hans í því innbroti neitaði ákærði því. Ekki kannaðist ákærði við að hafa verið með Sindra á Ásbrú í Reykjanesbæ dagana fyrir fyrsta innbrotið samkvæmt ákæru, sem framið var 6. desember 2017, en tók fra m að vel gæti þó verið að hann hafi þá verið í Reykjanesbæ, enda byggi þar góður vinur hans. Þá neitaði hann því að hafa tekið þátt í því innbroti, svo og að hafa á sama tíma eða síðar reynt að brjótast inn í gagnaver Æ ehf. að . Einnig neitaði hann því að hafa átt aðild að innbroti í gagnaver Ö ehf. í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember sama ár. Ákærði Matthías var að því spurður hvers vegna hann hafi fyrir dómi aðeins sagt frá aðild ákærða X í máli þessu, en neiti að tjá sig um þátt annarra ákærðu, o g sagði ákærði að það væri vegna þess að X hafi ranglega haldið því fram að hann hafi hótað honum, konu hans og börnum ofbeldi. Ákærði var loks spurður um rafbyssu sem fannst við leit lögreglu í bíl hans 1. febrúar 2018, sbr. ákærulið X. Sagðist hann haf a átt hana lengi, en aldrei notað hana sem slíka þar sem hún gæfi ekki rafstuð. Hins vegar sagðist hann hafa notað hana sem vasaljós. Kvaðst hann heimila upptöku á rafbyssunni. Ákærði Pétur Stanislav Karlsson sagðist vera vinur meðákærðu, Hafþórs, Sindra og Viktors, en Matthías væri bróðir hans. Sagðist hann ekki þekkja aðra ákærðu, X og Y , og minntist þess ekki að hafa talað við þá. Aðspurður kvaðst hann ekki minnast þess að hafa komið á Reykjanes í desember 2017 og janúar 2018. Sagðist hann líklega hafa verið heima hjá sér eða að vinna á tímabilinu frá 4. til 7. desember 2017, en tók fram að hann myndi það þó ekki. Hann viðurkenndi þó að hafa farið með Matthíasi, bróður sínum, til Akureyrar 6. desember 2017, en sagðist ekki vilja tjá sig frekar um þá ferð því að hann væri haldinn . Hann neitaði aðild að innbroti í gagnaver Þ slf. og Æ ehf. á tímabilinu frá 5. til 6. desember 2017 , sbr. I. ákærulið, svo og tilraun til innbrots í gagnaver Æ ehf. á tímabilinu frá 5. til 10. desember sama ár, sbr. II. ákærulið, og endurtók að hann minntist þess ekki að hafa verið á Reykjanesi þessa daga. Ekki sagðist hann heldur geta sagt að hann hafi verið í samskiptum við aðra ákærðu vegna þeirra innbrota. Ákærði Pétur neitaði því aðspurður að hafa hringt í X . Þegar borið var undir hann að fyrir lægi í gögnum málsins að hringt hefði verið nokkrum sinnum úr síma hans í X sagðist hann ekkert vita um það. Ekki kvaðst hann vita til þess að einhver annar hafi notað síma hans, en þó gæti það verið, án þess að hann vissi hver það væri. Þá neitaði hann því að hafa verið á Ásbrú að kvöldi 9. janúar og aðfaranótt 10. janúar sl. og að hafa þá hitt ákærða X , en sagðist líklega hafa verið heima hjá sér, en tók engu að síður fram að hann myndi það ekki. Svaraði hann á sömu lund þegar hann var að því spurður hvar hann hefði verið að kvöldi 6. og 8. janúar sl. Ákærði kvaðst ekki vilja tjá sig þegar honum var kynnt a ð í lögregluskýrslu væri haft eftir ákærða X að þrír aðilar hafi hitt hann tvisvar eða þrisvar í Keflavík og hafi einn þeirra verið sá sem hringdi í hann úr símanúmerinu , sem væri hans símanúmer. Sagðist ákærði ekki nota annað Á sama hátt og áður sagðist ákærði líklega hafa verið heima hjá sér aðfaranótt 14. janúar 2018. Þegar honum voru kynnt skilaboð frá ákærða Sindra til ákærða Hafþórs aðfaranótt 14. janúar 2018 þar sem Sindri utaf þeim en pétur heldur það.. labbandi hinum m egin við girðinguna meðfram húsunum.. sagði þeim að fara að framqan næst og hlusta vel hvenær það fer i gang ef það fer, því það er lika leiðin sem verður notuð. rt kannast við þau og neitaði að hafa verið á þessum stað. Jafnframt sagði hann að hvorki Sindri né Matthías hafi verið þar og tók fram að hann kysi að tjá sig ekki frekar um þetta. Þá neitaði hann því að hafa brotist inn í gagnaver A aðfaranótt 16. janúar sl. Ákærði var loks spurður hvar hann hefði verið að kvöldi 14. desember 2017 og svaraði hann enn á sama hátt og áður, að líklega hafi hann verið heima hjá sér. Þegar honum var tjáð að Matthías, bróðir hans, 26 hefði borið um að hann hefði farið með honum a ð sækja bíl, sem Matthías keypti þann dag, neitaði hann að tjá sig. Ákærði Hafþór Logi Hlynsson kvaðst þekkja alla meðákærðu nema X . Ákærða Y sagðist hann þekkja lítillega en öðrum ákærðu lýsti hann sem góðum vinum sínum sem ættu samskipti allan sólarhri nginn og lánuðu hver öðrum peninga ef svo bæri undir. Sagði hann að einhverjir í hópnum kölluðu hann dvalið í Taílandi. Spurður um samskipti hans og á kærða Y sagði ákærði að Y hafi skuldað honum peninga þar sem hann hefði lagt fram tryggingu fyrir húsi sem Y ætlaði að kaupa á Spáni. Hafi hann gengið eftir því að Y endurgreiddi honum peningana. Hann neitaði því að hafa beðið Y um að útvega sér tengingu v ið öryggisvörð eða beðið einhvern annan um slíkt. Jafnframt neitaði hann því að hafa átt einhver samskipti við ákærða X og kvaðst ekki vita hvort aðrir ákærðu, Matthías eða Pétur, hafi átt við hann samskipti. Ákærði sagðist hafa verið á Spáni 8. janúar 20 18. Ekki mundi hann hvað hann hafi verið að gera að kvöldi 9. og 10. janúar, en taldi líklegt að hann hafi bara verið sofandi. Spurður um 50 mínútna samtal hans og ákærða Sindra að kvöldi 10. janúar sagðist ákærði ekki muna efni þess, en taldi að það hefði bara verið venjulegt spjall. Ekki sagðist hann vita hvort Sindri, Matthías eða Pétur hafi þá verið í Reykjanesbæ. sett það í sína eigin símaskrá við númer hans. Hann neitaði því að hafa heyrt samtal við ákærða X 8. eða 9. janúar 2018 og kvaðst aldrei hafa talað við hann. Vel gæti þó verið að hann hafi verið í einhverjum samskiptum við Sindra, en neitaði því að hafa á sama tíma verið í samskiptum við Matthías eða Pétur. Þá kvaðst hann ekki vita hvort Sindri hafi átt samskipti við X . Ákærði sagðist minnast þess að hafa átt samskipti við Sindra 14. janúar sl. og hafi hann þá lánað honum fyrir bensíni. Verið gæti þó að hann hafi bent Sindra á að tala við ákærða Viktor um lánið, en hann kvaðst hafa vitað að Viktor ætti peninga á banka. Ek ki mundi ákærði hvort hann hafi á sama tíma verið að tala við ákærða Matthías. Ekki mundi hann heldur eftir öðrum samskiptum við Matthías þann dag. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir ljósmynd frá Sindra sem sýnir tækjasal gagnavers, en tók fram að han n hafi nú séð þessa ljósmynd. Á sínum tíma hafi hann hins vegar ekki opnað myndina og kvaðst ekki vita hvenær hún var send honum eða hvers vegna. Þegar borin voru undir ákærða gögn er sýna samskipti hans og Sindra vegna ljósmyndarinnar sagðist hann ekki mu na um hvað þeir hafi verið að ræða. Spurður um fjölmörg símasamskipti við Sindra 15. janúar 2018 sagði ákærði að þeir ættu mikil samskipti sín á milli alla daga. Hann var einnig spurður um símasamskipti milli hans og Sindra aðfaranótt 14. janúar sl., þar - og Pétur séu á staðnum, og sagði ákærði að hann hafi sjálfur ekki sent þessi skilaboð og hafi hann sýnt þeim lítinn áhuga. Undir ákærða voru þá borin gögn er sýna freka ri samskipti milli hans og Sindra frá sama tíma, þar sem Sindri segir m.a. að kerfið hafi farið í gang, og sagðist ákærði ekki muna eftir þessu, en eit peningavandræðum á þessum tíma. Ákærði neitaði því að hafa skipulagt, hvatt til eða á annan hátt tekið þátt í innbrotinu og þjófnaðinum í gagnaver A . Ák ærði Sindri Þór Stefánsson sagðist hafa starfað sem sjálfstæður verktaki við forritun, en byggi nú á Spáni. Allir meðákærðu væru vinir hans, að X undanskildum. Þá sagðist hann kannast við ákærða Y og vitnið G . - veski og hafi hann keypt það sumarið 2017, en sagðist ekki muna hvar það væri. Hann taldi sig hafa þekkingu yfir meðallagi á bitcoin, enda tölvunarfræðingur. Ákærði viðurkenndi að hafa verið á Reykjanesi í de sember 2017 og janúar 2018, en kvaðst ekki geta gert grein fyrir því með hverjum hann hafi verið þar. Spurður um símnotkun á þeim tíma sagði hann að verið gæti að hann hafi notað mörg símtæki og símanúmer. Þá sagði hann að verið gæti að hann hafi tengst 27 sem svo sendi upplýsingar í síma ákærða. Ákærði kvaðst ekki muna mikið eftir ferðum sínum og gat litlu svarað um hvar hann hefði verið á tilteknum dögum í desember á síðasta ári. Hann sagðist hafa búið á Akurey ri á árinu 2017 og komið reglulega til Reykjavíkur á þeim tíma vegna viðskiptavina. Aðspurður hvort hann og ákærði Viktor hafi verið saman 2. til 7. desember 2017 sagðist hann ekki muna það. Ekki mundi hann heldur eftir því að hafa verið á Reykjanesi 2. ti l 3. desember og aðfaranótt 4. desember það ár, né heldur að hafa farið til Akureyrar þá nótt. Þá sagðist hann ekki muna eftir því að hafa leigt sendiferðabíl á Akureyri 4. desember 2017, þrátt fyrir fyrirliggjandi bílaleigusamning þess efnis. Aðspurður s agðist ákærði ekki muna hvar hann var staddur aðfaranótt 5. desember 2017, né hvort ákærðu Matthías og Viktor hafi verið með honum á Ásbrúarsvæðinu að kvöldi 2. og 3. sama mánaðar. Ekki mundi hann heldur eftir því hvar hann var staddur að kvöldi 5. og aðfa ranótt 6. desember, né að hafa þá komið að Selhellu í Hafnarfirði. Hann neitaði því að hafa brotist inn í gagnaverin að og á Ásbrú á tímabilinu frá 5. til 6. desember, svo og að hafa reynt að brjótast inn að . Yfirleitt sagðist ákærði aka um Hv alfjarðargöng á ferðum sínum milli Reykjavíkur og Akureyrar, en fyrir komi þó að hann aki um Hvalfjörð. Ekki sagðist hann muna eftir að hafa verslað í Ferstiklu að morgni 6. desember 2017. Spurður um samskipti við ákærðu Matthías og Pétur á þessum tíma sag ði ákærði þau hafa verið með venjubundnum hætti. Þá sagði hann ólíklegt að hann hafi hitt þá bræður þegar þeir óku til Akureyrar 6. desember. Spurður um aðdraganda innbrots í gagnaver Ö ehf. í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember 2017 sagðist ákærði hafa f engið upplýsingar hjá kunningja sínum, vitninu G , þess efnis að verið væri að setja þar upp gagnaver. Hafi ákærði farið með þær upplýsingar til annarrar manneskju, sem hann vildi ekki nafngreina, að sótt bílinn þangað og þeir hist einhvers staðar á Esjumelum, þaðan sem þeir óku í samfloti upp í Borgarnes. Sagðist ákærði ekki þekkja þann sem ók sen dibílnum. Neitaði hann því að sá hafi verið ákærði Viktor, og sagði að það hafi ekki verið Íslendingur. Eftir innbrotið sagðist ákærði hafa ekið norður Reykholtsdal og þaðan norður til Akureyrar, en sendibílnum hafi verið ekið í átt til Reykjavíkur og hafi hann ekki séð þann bíl aftur. Sagði ákærði að aðeins tveir hafi staðið að innbrotinu, hann sjálfur og ökumaður sendibílsins. Nánar spurður hvernig hann hafi staðið að innbrotinu í gagnaverið sagðist ákærði hafa stolið stiga sem var við húsið, reist hann u pp að glugga vinstra megin við innkeyrsludyrnar, brotið þar upp gluggann og hoppað niður á gólfið þegar inn var komið. Ákærði viðurkenndi að hafa fengið pallbifreið bróður síns lánaða að kvöldi annars í jólum 2017 og sagðist hafa verið að flytja hluta a f búslóð sinni í geymslu á Ásbrúarsvæðinu í Keflavík. Neitaði hann að greina frá því hvar sú geymsla væri. Einnig neitaði hann því að hafa hengt hestakerru í dráttarkrók á bifreiðinni. Þá kvaðst hann ekki minnast þess að ákærðu Matthías, Pétur eða Viktor h afi verið með honum í umrætt sinn. Þegar ákærða var kynnt að samkvæmt símagögnum hafi hann, ásamt ákærða Viktori, verið staddur á Ásbrúarsvæðinu milli kl. 03.30 og 05:30 aðfaranótt 26. desember 2017, sagðist ákærði viðurkenna að hann hafi sjálfur verið á s væðinu, en sagðist ekki vita hvort Viktor hafi líka verið þar. Ákærða var þá kynnt að fyrir lægju gögn úr eftirlitsmyndavélum þar sem sjá megi jeppling nema staðar á og tvo menn stíga út úr bifreiðinni, og kvaðst hann hvorki kannast við að hafa verið þ ar á ferð, né að hafa ekið þar um með hestakerru í eftirdragi. Undir hann voru borin nokkur símanúmer og kvaðst hann ekki kannast við að hafa notað þau umrædda nótt. Ákærði kvaðst lítil samskipti hafa átt við ákærða X . Þeir hafi þó hist ein u sinni til þris var og hafi X A - málið hans. Neitaði hann að segja til um hver hefði verið með honum í þau skipti. Jafnframt neitaði hann því að hafa hótað X . Taldi hann að X lét hann fá teikninguna. Líkt og áður vildi ákærði ekki gefa upp hver sá maður væri. Ákærði sagði einnig að X hefði veitt honum upplýsingar um öryggiskerfin í húsinu og að ferðir öryggisvarða, s.s. hvernig þeir gengju í kringum húsið o.s.frv. Sérstaklega spurður kvaðst ákærði ekki vera í neinum samskiptum við 28 ákærða Y , en sagðist þó hafa hitt hann hjá Hafþóri á Spáni, í tengslum við flutning Y þangað. Hann neitaði því að haf a þrýst á Y um að útvega sér öryggisvörð. A 16. janúar 2018. Hins vegar kvaðst hann ekkert geta tjáð sig um dagana fyrir innbrotið, þ.e. frá 8. janúar og áfram, sökum þess að hann myndi e X janúar sagði hann það vera ákærða X og hefði X hringt í hann á þeim tíma. Í kjölfarið hefði hann sett X í símaskrá símtækisins. Þá kvaðst ákærði hafa verið í telegram - samskiptum við X . Hins vegar kvaðst hann ekki muna eftir telegram - samskiptum við X aðfaranótt 14. janúar, þar sem rætt var um hreyfiskynjara. Þó kvað ákærði það vel geta verið, hann neiti því ekki. Þá sagði ákærði einnig að vel gæti verið að hann hafi á sama tíma verið í telegram - samskiptum við Matthías um að setja burner - síma í gang. Ákærði viðurkenndi X hafði sagt þeim að væri á vakt, en ekkert hefði orðið af þeim áformum. Hafi það verið ástæða þess að hann hafi þurft að koma suður. kannist ekki við samskipti við hann um það. Spurður um samskipti sín við ákærða Hafþór, þar sem rætt - og Matta og Pétur, sagðist ákærði Sindri aðeins hafa verið að upplýsa Hafþór um sína hagi og verkefni sitt og að eitthvað gott væri að fara í gang fyrir hann. Aðspurður hvað það þýddi að eitthvað gott væri að fara í gang, svaraði ákærði því þannig að hann væri að fá pening fyrir verkefnið, 50.000 evrur. Þá sagði ákærði - X , en neitaði að tjá sig um hverjir væru Matti og Pétur. Ákærði viðurkenndi að hafa leigt stóra sendibílinn, , en Matthí as hafi verið skráður sem aukabílstjóri. Þar sem hann hafi sjálfur ekki verið á staðnum hafi einhver beðið Matthías um að sækja bílinn. Sagði ákærði að sínu hlutverki hafi átt að vera lokið á þessum tíma, en það hafi breyst og honum sagt að koma suður því að allt væri í rugli. Vildi hann ekki tjá sig um hver hafi beðið hann um að fara suður. Þá kvaðst hann ekki muna eftir telegram - samskiptum við Viktor á leiðinni suður, þar sem rætt var Ákærði kvaðst lítið muna eftir dögunum 14. og 15. janúar 2018. Hins vegar myndi hann eftir innbrotinu sjálfu og aðdraganda þess. Hlutverk hans hafi verið að fylgjast með bíl , en sá bíll hafi verið kyrrstæður allan tímann. Ekki sagðist hann muna eftir því að bíllinn hafi verið ómerktur bílaleigubíll, en tald i að hann hafi væntanlega vitað það vegna upplýsinga frá X . Neitaði hann því að hafa stungið á dekk bílsins. Aðspurður um hverjir aðrir voru á svæðinu sagði ákærði að hann hafi bara vitað af Matthíasi. Eftir innbrotið og þjófnaðinn sagðist ákærði hafa séð sendibílinn aka eftir Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur, en sjálfur kvaðst hann hafa ekið fram úr honum og síðan beint norður. Hann neitaði því að hafa ekið að Sundahöfn umrædda nótt. Þegar ákærða voru sýndar ljósmyndir úr eftirlitsmyndavél við Sundagar ða sagði ákærði að vel gæti verið að hann hafi sótt Matthías þangað, en sagðist á hinn bóginn ekki hafa séð sendibílinn þar. Hafþór hafi verið í símanum þegar rætt var við ákærða X í aðdraganda innbrotsins í húsnæði A . Þá kvaðst hann ekki muna eftir 50 mínútna samtali við ákærða Hafþór á sama tíma og ákærði X hans. Þá kannaðist hann heldur ekki við óvenjumikil samskipti við ákærða Hafþór á þessum tím a. Ákærði var þessu næst spurður um ljósmynd, sem tekin var inni í gagnaverinu og send Hafþóri. Sagðist hann hafa fengið þessa ljósmynd senda frá X , en minntist þess ekki að hafa sent Hafþóri hana. Hafi hann gert það taldi hann það hafa verið fyrir mistök. Ákærði viðurkenndi að hafa verið að leita að iðnaðarhúsnæði til leigu á Hofsósi í janúar 2018 og hafi í samskiptum við leigusala kynnt sig sem F . Sagðist hann hafa ætlað húsnæðið til kannabisræktunar, en Ákærði sagðist hvorki hafa skipulagt innbrotið í gagnaverið í Borgarnesi né í A að í Reykjanesbæ, en sagði að sér hefði verið sagt til verka. Kvaðst hann hafa komist í kynni við skipuleggjandann þegar hann var að leita að fjárfesti er - ng til 29 að setja í þetta, en vildi vera með. Nánar aðspurður hvernig hann hafi komist í samband við þennan - vera síma með öðru kerfi, og því ekki hægt að h lera hann. Ákærði kvaðst vera hræddur við þennan einstakling og taldi afleiðingar þess að segja til hans mun verri en afleiðingar þess að verða dæmdur. Ítrekað aðspurður hvort hann væri að taka á sig sök fyrir annan eða aðra aðila neitaði ákærði því. Ákærði Viktor Ingi Jónasson kvaðst vera vinur meðákærðu, Sindra, Hafþórs, Matthíasar og Péturs, en ekki sagðist hann þekkja ákærðu X og Y . Aðspurður sagðist hann stundum hafa komið allt að tvisvar sinnum á dag til Reykjaness í desember 2017 vegna vinnu sin nar hjá bílaleigu, en bílaeigan hafi bæði verið með útibú í Reykjavík og á Reykjanesi. Hafi hann hætt í vinnunni 27. eða 28. desember og þá flutt til Spánar. símanúmerið , né að hafa sent sms - skeyti í það númer úr gamla vinnusímanúmeri sínu, . Hann verið að nota þá. Ekki mundi ákærði eftir því hvort hann og Sindri hafi verið saman dagana 2. til 7. desember 2017. Þá sagðist hann ekki minnast þess að hafa farið með Sindra á Reykjanes aðfaranótt 4. desember það ár. Spurður um skýringu á því að sími hans og Sindra hafi verið á sama tíma á Ásbrúarsvæði þessa nótt frá kl. 00:30 til kl. 02:00, og síðan ferðast saman til Reykjavíkur, sagðist ákærði ekki geta skýrt það, en gat sér þess til að Sindri hefði komið til hans í vinnuna og þeir farið saman í bæinn. Ekki mundi ákærði heldur hvar hann var aðfaranótt 5. desember 2017. Hins vegar kvaðst hann minnast þess að hafa skoðað bíl með Matthíasi sem hann var að kaupa fyrir vin sinn 14. desember. Kvaðst hann aðeins hafa skutlað Matthíasi, en sjálfur hafi hann farið í vinnuna eftir það og unnið fram eftir kvöldi. Að því búnu hafi hann farið til vinkonu sinnar og gist þar. Neitaði hann því að hafa látið Matthías hafa peninga til að greiða fyrir bílinn og sagðist ekki muna hvað hefði orðið um 100.000 krónur sem hann tók út úr banka í tveimur færslum 13. og 14. desember. Ákærði sagðist aldrei hafa slökkt á vinnusíma sínum, en gat ekki útskýrt hvers vegna slökkt var á símanum frá kl. 18:00 að kvöldi 14. desember til 08:00 að morgni 15. desember. Neitaði hann því að hafa farið upp í Borgarnes aðfaranótt 15. desember svo og að hafa farið í gegnum Hvalfjarðargöng þá nótt og síðar haft samskipti við Matthías. Sagði hann að ljósmynd sem lægi fyrir í málinu, og sýndi mann með húðflúr og leðuról á vinstri handlegg greiða veggjaldið, væri ekki af honu m. Sjálfur væri hann hins vegar með húðflúr á báðum handleggjum. Neitaði hann því að Matthías hafi sótt hann upp á Kjalarnes þessa sömu nótt. Aðspurður sagðist ákærði örugglega hafa verið heima með fjölskyldunni eða að vinna að kvöldi jóladags og annan í jólum 2017. Líklega hafi hann þó farið í Reykjanesbæ, en neitaði því að hafa farið þangað með Sindra, Matthíasi eða Pétri. Spurður um jeppling, sem sást í eftirlitsmyndavél aka um aðfaranótt 26. desember og tvo menn koma út úr bílnum, sagðist ákærði ek kert kannast við það og neitaði því að hafa verið þar á ferð. Þá kvaðst hann ekki kunna skýringar á því hvers vegna símar þeirra Sindra hafi báðir verið við Grænás í Reykjanesbæ á tímabilinu frá kl. 03:30 til 05:30, en gat sér þess til að hann hafi verið þ arna á vegum vinnunnar. Þá kvaðst hann ekki vita hvers vegna sími hans og Sindra hafi ferðast saman frá Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar sömu nótt. Ákærði X gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann kvaðst ekki þekkja ákærðu og hafi engin samskipti átt við þá, að Sindra undanskildum, sem hann kynntist í aðdraganda innbrotsins í gagnaver A . Þó kvaðst hann þekkja ákærða Y , en hann sé sambýlismaður fyrrverandi eiginkonu hans. Spurður um upphaf samskipta hans og meðákærðu sagði ákærði að fyrst hefði ókunnugur maður haf t símasamband við hann í lok desember 2017 og spurt hvort hann héti X og væri öryggisvörður. Síðan hefði ákærði Y hringt í hann, en hann ekki svarað því símtali. Y hefði þó hringt aftur og suðað í honum um að hitta hann. Hafi þeir hist 6. janúar 2018 og hafi Y sagt að hann gæti útvegað honum peninga ef hann veitti upplýsingar um gagnaver A á Ásbrú. Kvaðst ákærði hafa hafnað því boði. Stuttu síðar hafi ákærði Sindri o g tveir menn beðið eftir honum í dökkum Mazda - jepplingi fyrir utan heimili hans. Kvaðst hann ekki þekkja aðra en Sindra, og tók 30 fram að hinir tveir væru ekki ákærðir í máli þessu. Annar þeirra, sá sem sat við hlið hans í aftursætinu, hafi verið snoðaður og talað íslensku með austur - evrópskum hreim. Hafi sá hótað honum ef hann léti þeim ekki í té allar upplýsingar um gagnaverið og kvaðst hann hafa talið hann höfuðpaurinn. Hinn aðilinn hafi setið í framsætinu og verið með derhúfu. Hafi þeir hitt hann tvisvar eða þrisvar að nóttu til og hafi þeir alltaf verið á sama bílnum og þrír saman. Hafi þeir keyrt um með honum í u.þ.b. 20 mínútur. Sagðist ákærði aðeins hafa gefið þeim almennar upplýsingar, s.s. að svæðið væri vaktað, það væri mikið af öryggismyndavélum, þ jófavarnarkerfi, brunaviðviðvörunarkerfi og hvernig vaktferðum væri háttað. Hins vegar neitaði hann því að hafa veitt þeim upplýsingar um að bíll öryggisvarðar væri bilaður og að ómerkt bílaleigubifreið væri notuð í staðinn. Þeir hafi komist að því sjálfir eftir öðrum leiðum. Einnig neitaði hann því að hafa veitt þeim upplýsingar um öryggiskóðann að gagnaverinu og látið þá hafa fatnað, eða að hafa haft milligöngu um að þeir fengju þær upplýsingar. Sagði ákærði það rangt hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum a ð hann væri sá eini sem ætti gamlan fatnað og vissi kóðann. Sagði hann að fatnaðurinn hafi ekki verið skráður og því væri ekki til neitt bókhald um hann. Til að mynda hefði hann sjálfur látið eftirmann sinn fá klæðnað. Þá sagði ákærði að fleiri en 10 manns vissu um kóðann og benti á að á lista lögreglunnar væru ekki starfsmenn stjórnstöðvarinnar. Fram kom í máli ákærða að í eitt skiptið, sennilega í annað skiptið sem hann hitti mennina í Mazda - ærði var í bílnum. Sagðist hann hafa séð hafi þ ó komið með tillögur og verið ráðgefandi, en sagt að þeir þyrftu að finna út úr þessu sjálfir. Hafi hann heyrt Sindra kalla viðmælandann Haffa. Ákærði sagðist einnig hafa heyrt aðilana tala um að nota ætti GPS - búnað á bíl , líklega til þess að vita hvar hún væri á meðan brotist væri inn. Aðspurður hvort rödd Ákærði kvaðst ekki kannast við ákærða Pétur og neitaði því að hafa nokkru sinni talað við hann. Spur ður um símtöl úr símanúmeri Péturs til hans, , sagðist hann muna eftir því að þrisvar sinnum hefði verið hringt í hann, en mundi ekki úr hvaða símanúmeri. Sagði hann að í öll skiptin hefði viðmælandinn verið sá sami. Ekki sagðist ákærði heldur hafa hitt ákærða Matthías, þrátt fyrir að Matthías hafi greint frá því að hafa hitt hann og ákærði hafi hjá lögreglunni lýst úlpu í eigu Matthíasar. Þá neitaði hann því að Matthías hafi komið heim til hans og náð í fatnað merktan . Spurður um ástæðu þess að haf a ekki við yfirheyrslu greint lögreglunni frá þætti hins snoðaða erlenda aðila, sem sat við hlið hans í bílnum og hótaði honum, sagði ákærði að hann hefði fyrst núna áttað sig á því að líklega hafi sá verið höfuðpaurinn. Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa þorað að tilkynna málið til lögreglunnar og sagði skýringuna vera þá að hann bæri ekki mikið traust til hennar þar sem hún hefði ekki staðið sig vel í ofbeldis - og hótunarmálum. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa sagt lögreglunni satt eftir handtöku hans þar sem hann hefði verið í geðshræringu og ekki vitað hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi svo ákveðið að segja satt, því að það væri betra. Ákærði viðurkenndi að hafa nokkrum sinnum rætt við ákærða Sindra á telegram að frumkvæði Sindra. Hann kvað Sindra hafa sagt sér að eyða öllum samskiptum og hafi hann gert það. Ákærði kvaðst muna óljóst eftir þeim skilaboðum sem send voru til hans, en hann kannist við þau. Þó sagðist hann aldrei hafa þetta hafa verið spurningu um hvort hann kæmist inn í gagnaverið fyrir innbrotið til að afla frekari upplýsinga. Hann hafi ekki getað það nema einhver væri veikur og því hefði hann ekki tekið aukavakt. Þá hefði Sindri einnig spurt hvort hreyfiskynjari vær i tengdur ljósunum eða kerfinu, en hann hafi ekki vitað svarið við því. Aðspurður sagðist ákærði hafa starfað sem öryggisvörður á höfuðborgarsvæðinu, en stundum hafi hann tekið aukavaktir á Reykjanesi, þ. á m. 3. og 4. janúar 2018, en tók fram að það hafi verið áður en haft var samband við hann vegna fyrirhugaðs innbrots í gagnaver A . Sagðist hann hvorki muna öryggiskóðann þar né hafi hann vitað hvenær til stóð að brjótast þar inn. Aðspurður sagðist ákærði þekkja vitnið I og hafi þeir verið vinnufélagar. Ha fi hann ekki vitað að I hafi verið á vakt þegar innbrotið var framið, né að vaktmaður hafi þá haft bílaleigubifreið til umráða í 31 staðinn fyrir merkta bifreið. Taldi hann að meðákærðu hefðu aflað sér upplýsinga um það annars staðar frá. Ákærði neitaði því að hafa teiknað þá afstöðumynd af gagnaverinu sem fannst síðar í buxnavasa ákærða Sindra. Einnig neitaði hann því að hafa fengið greitt fyrir þær upplýsingar sem hann lét í té. Ákærði Y kvaðst lengi hafa þekkt ákærða Hafþór Loga, en ákærða Sindra kannaðis t hann við frá Akureyri. Ekki sagðist hann þekkja ákærðu Viktor, Pétur eða Matthías, en hann þekkti X . Ákærði viðurkenndi að hafa verið í miklum samskiptum við ákærða Hafþór í nóvember og desember 2017, en það hafi verið vegna fyrirhugaðra íbúðarkaupa han s á Spáni. Kvaðst hann hafa skuldað Hafþóri peninga vegna fasteignaviðskiptanna, 800.000 krónur, en jafnframt hafi hann skuldað öðrum aðila vegna fíkniefnaviðskipta. Vildi hann ekki tjá sig um þann aðila. Spurður um símasamskipti við X sagði ákærði að hringt hefði verið í sig úr telegram og honum sagt að hann gæti losnað við vexti af fíkniefnaskuldinni ef hann kæmi viðkomandi í samband við öryggisvörð. Neitaði ákærði því að Hafþór hafi verið viðmælandi hans og kvaðst ekki vita hver það v ar né símanúmer þess aðila. Það hefði þó ekki verið Íslendingur. Ekki kvaðst ákærði geta framvísað þessum símasamskiptum þar sem hann væri kominn með nýjan síma. Ákærði kvaðst í framhaldi af þessu hafa hringt í ákærða X og spurt hvort hann gæti talað við e inn mann og gæti hann mögulega hagnast á því. Hefði X samþykkt það og þeir síðan hist í Mjóddinni þar sem hann lét X hafa síma sinn með hinn aðilann á línunni. Ekki sagðist hann hafa heyrt hvað þeim fór á milli. Sérstaklega spurður hvort viðmælandi X hafi verið ákærði Matthías sagðist ákærði ekki vita það. Hins vegar sagðist hann hafa flett upp símanúmerinu sem hringt hafi verið úr í síma hans um mánaðamótin desember/janúar og hafi ákærði Matthías verið skráður fyrir því. Hann hafi þó ekki svarað því símanú meri. Ekki sagðist hafa gefið þeim manni upp síma númerið hjá X og hafi það verið í gegnum telegram. Aðspurður sagðist hann ekki hafa þorað að tilkynna lögreglunni um þetta, enda hafi honum verið hótað líkamsmeiðingum ef hann yrði ekki við erindinu. Þá kvaðst hann ekkert hafa vitað um málið fyrr en það ko m upp í fjölmiðlum. Vitnið J , forsvarsmaður Æ ehf. að á Ásbrú, sagði að fyrirtækið hefði hafið starfsemi sumarið 2014, en á árinu 2017 hefði það verið að taka í notkun bygginguna sem varð vettvangur brotsins 5. til 6. desember 2017 og tilraunar til in nbrots 26. desember sama ár. Sagði hann að búnaðurinn sem stolið var í desemberbyrjun hefði verið splunkunýr og legið í kössum á gólfinu. Kvaðst hann ekki hafa haft neinn grunaðan, en þó hafi hann haft efasemdir um starfsmenn frá Austur - Evrópu, en þeir höf ðu ekki starfað jafn lengi og aðrir. Við nánari skoðun hafi þó ekkert komið í ljós um aðild þeirra. Vitnið K , starfsmaður Þ slf. að á Ásbrú, kvaðst hafa mætt til vinnu morguninn eftir innbrotið 6. desember 2017. Hafi hann í fyrstu ekki áttað sig á að búið væri að brjótast inn þar sem engin ummerki hafi verið á svæðinu. Síðar hafi hann tekið eftir því að allt var horfið. Sagði vitnið að gagnaverið hafi í raun verið óvarið, en gat hafi verið á vegg hússins og hafi plata verið sett fyrir það, án þess þó a ð hún hafi sérstaklega verið fest. Taldi hann að þjófarnir hefðu vitað allt um aðstæður, enda hefðu engin ummerki sést á húsnæðinu. Líklegast hefðu þeir skriðið inn um gatið þar sem allt annað var læst. Sagði hann að gat þetta hafi verið um 30x50 cm og að grannvaxinn maður gæti mögulega komist inn um það. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vart við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu fyrir innbrotið. Vitnið L , eigandi Þ slf., sagði að búnaðurinn sem stolið var á tímabilinu frá 5. til 6. desember 2017 hefði aðeins verið í húsnæðinu í 1 - 2 daga. Var hann enn í umbúðum en búið að koma honum fyrir í hillum. Sagði hann að enginn hafi legið undir grun um þjófnaðinn og að tjónið hafi verið umtalsvert. Þá hefði starfsemi fyrirtækisins orðið fyrir tjóni, auk þess sem uppbyg ging fyrirtækisins hefði tafist í um þrjá mánuði. Vitnið M , eigandi gagnavers Ö ehf., í Borgarnesi, sagði að öryggisráðstafanir hafi ekki verið mjög miklar á þeim tíma þegar tölvunum var stolið, aðfaranótt 15. desember 2017. Húsið hafi þó verið rammgert og gluggar í mikilli hæð frá jörðu, og kvaðst hún ekki vita hvernig þjófarnir komust inn. Sagði hún en gan hafa legið undir grun vegna málsins. 32 Vitnið I öryggisvörður sagðist hafa starfað hjá í þrjú ár og hafi fatnaður fyrirtækisins ekki breyst á þeim tíma. Spurður um fyrirkomulag eftirlitsins sagði hann að fara ætti 4 - 5 eftirlitsferðir á nóttu og gang a um svæðið og húsið. Hafi hann farið síðustu vaktferðina að gagnaverinu um tíuleytið að kvöldi 15. janúar 2018 og hafi hann þá ekki orðið var við neinar mannaferðir þar. Hann sagðist hafa verið veikur í um 5 daga fyrir þennan dag, en vegna manneklu hefði hann orðið við beiðni yfirmanns um að mæta til vinnu, þrátt fyrir að hann væri enn svolítið veikur. Eftir vaktferðina sagðist I hafa verið orðinn það slappur að hann hafi ákveðið að fara heim á salernið. Að því loknu hafi hann lagst fyrir og sofnað, og ekk i vaknað fyrr um en um sjöleytið um morguninn. Þegar hann kom út í bílinn um morguninn hafi hann veitt því athygli að sprungið var á öllum dekkjum bílsins, en bíllinn var bílaleigubíll þar sem merktur bíll var á verkstæði. Ekki sagðist vitnið hafa or ðið þess vart að verið væri að fylgjast með honum eða ferðum hans dagana fyrir innbrotið. Þó sagðist hann minnast þess að nokkru fyrir innbrotið hafi hann og kona hans orðið vör við mannaferðir í kringum heimilið. Sérstaklega mundi hann eftir einu tilviki þar sem hundurinn á heimilinu urraði um miðja nótt og þegar hann kom fram hafi svaladyrnar á heimilinu verið opnar. Ekki kvaðst vitnið hafa séð neina menn í þessi skipti. Aðspurður sagði I að bæði þyrfti kóða og kort til að komast inn í gagnaverið. Sagði hann að kortið hefði verið geymt í vaktbílnum og að það hafi verið í bílnum morguninn eftir innbrotið. Taldi hann að ákærði X hefði kunnað kóðann utan að, en kvaðst þó ekki geta sagt það með vissu. Vitnið C kvaðst þekkja ákærða Viktor og hafi þeir unnið saman hjá bílaleigu Bernhard, en ekki í sömu deild. Viktor hefði aðallega unnið í útibúi fyrirtækisins í Reykjavík og hefði a ðalstarf hans verið að skipuleggja útleigu bifreiða. R eglulegur vinnutími hans hafi verið frá kl. 09:00 til kl. 18:00, en þó hefði komið fyrir að hann þurfti að vinna fram eftir og snemma morguns. Vitnið N , barnsmóðir og kærasta ákærða X , kvaðst ekki hafa orðið vör við neinar breytingar í fari ákærða í desember 2017 eða janúar 2018. Ekki kvaðst hún heldur hafa veitt athygli nei num hringingum til hans, né mundi hún eftir því að einhver hefði komið í heimsókn sem hún þekkti ekki. Þá mundi hún ekki eftir því að X hefði farið út að kvöldi til í byrjun janúar 2018. Aðspurð sagði hún að X hefði átt föt frá , a.m.k. þrennar buxur, t vær skyrtur og einn renndan regnjakka, en ekki hafði hún orðið þess vör að eitthvað af þeim hefði horfið af heimilinu. Hún neitaði því að einhver ókunnugur maður hefði komið á heimilið til þess að sækja flík af honum. Þá sagðist hún heldur ekki hafa séð á heimilinu sams konar jakka og aðili var í við innbrot og þjófnað í gagnaver A . Vitnið D kvaðst hafa keypt bláan sendibíl af gerðinni Volkswagen Transporter í lok desember 2017. Bíllinn hafi verið auglýstur til sölu á samfélagsmiðlum og hafi einhver eldri maður verið seljandinn. Sagðist vitnið ekki hafa verið búinn að skrá bílinn á sitt nafn þegar lögreglan haldlagði bílinn, en pappírarnir hafi þá verið í bílnum. Aðspurt kvaðst vitnið vera með húðflúr á báðum handleggjum og sýndi það í dómsal. Vitnið G k vaðst þekkja ákærðu Sindra Þór og Hafþór Loga og hafa kynnst þeim í gegnum sameiginlega vini fyrir fjölda ára. Þeir hefðu ekki mikil samskipti lengur, en tók fram að hann og Sindri hefðu þó stundað nám í tölvunarfræði fyrir nokkrum árum. Eftir það hefðu þe ir stundum rætt saman um tölvutengda hluti. Aðspurt sagðist vitnið ekki hafa heyrt í Sindra frá því í desember 2017 þegar hann hringdi í Sindra til - rafm ynt í kjölfar þess að koma átti upp gagnaveri í Borgarnesi, en hann vann þá fyrir að því að leggja heimtaug að gagnaverinu. Ekki sagðist hann minnast þess að hafa rætt sérstaklega um þetta gagnaver við Sindra, en mundi þó ekki nákvæmlega hvað þeim fór á milli. Hann kannaðist við að hafa sent Sindra skilaboð með upplýsingum um heimilisfang gagnaversins, en neitaði því aðspurður að hafa veitt honum upplýsingar um hvernig væri best að komast inn í húsið, eða hver orkunotkun þess væri. Vitnið B sagðist hafa þekkt ákærða Viktor í tvö ár, þau væru góðir vinir og hafi hann oft gist heima hjá henni. Aðspurð hvort þau hafi hist 14. og 15. desember 2017 sagði vitnið að ákærði hefði gist hjá henni 33 báðar næturnar. Kvaðst hún muna eftir því að hann hafi komið til hen nar um miðnætti aðfaranótt 15. desember. Fram kom í máli vitnisins að hún hafi ekki búist við því að þurfa að gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi ákærða Viktors hefði haft samband við hana fyrir viku og beðið hana um það. Vitnið O sagðist hafa átt bláan Volkswagen Transporter sendibíl með númerinu . Hafi hann auglýst bílinn til sölu á Bland.is eða Facebook og hafi tveir strákar komið og skoðað hann og keypt samdægurs. Ekki kvaðst hann muna hvernig þeir litu út. Aðspurt hvers vegna vitnið hafi tekið ni ður bílnúmer á þeim bíl sem þeir komu á, sagði vitnið það hafa verið eðlilegar varúðarráðstafanir. Þá sagði vitnið þá hafa viljað greiða með peningum, en hann hafi viljað að þetta færi í gegnum bankann og hafi þeir fallist á það. Vitnið E lögreglumaður sagði að ákærði Viktor hefði verið grunaður um aðild að innbrotinu í gagnaver Ö ehf. í Borgarnesi, þegar í ljós kom að hann hefði farið með ákærða Matthíasi að kaupa sendibifreiðina sem notuð var í innbrotinu. Jafnframt hefði aðili sést á upptöku í Hvalfja rðargöngum með sams konar húðflúr, leðuról og úr og ákærði Viktor bæri. Auk þess hefði verið horft til þess að ákærði Matthías hafi sagt í yfirheyrslu að hann hafi skutlað einhverjum af Kjalarnesi. Vitnið P , starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á hö fuðborgarsvæðinu, kvaðst hafa séð um að kortleggja notkun síma í málinu. Aðspurt hvort eitthvað sérstakt hefði komið fram við greiningu á símanotkun í þessu máli sagði vitnið að vakið hefði athygli að notkun persónulegra númera hefði verið hætt á tilteknum brotastarfsemi, enda langt gengið til að hylja slóð aðila. Þá sagði vitnið að engin erlend númer hafi komið fram í símagögnum, að undanskildum erlendum þjónustunúmeru m, en þau hafi þá tengst notkun erlendra samskiptamiðla, t.d. Facebook. Vitnið var þessu næst spurt um punkta og staðsetningu turna í framlögðum símagögnum. Sagði hann að hver punktur í gögnunum sýndi þann turn sem síminn tengdist hverju sinni og gripi tu rninn þann síma sem best væri fyrir sambandið hverju sinni. Oftast hefði það með fjarlægð að gera, en einnig gæti eitthvað skyggt á turninn í loftlínu. Þá gripi næsti turn símann. Hvorki punktarnir né turnarnir væru valdir af honum né nokkrum öðrum, heldu r kæmu punktarnir frá fjarskiptafyrirtækjunum. Væru þetta hrá gögn um kortahnit og hafi hlutverk hans verið það eitt að setja punktana á kort. Vitnið kvað símagögn ekki geta staðsett aðila með 100% nákvæmni, en því fleiri punkta og mastur sem unnið sé með því meiri væri nákvæmnin. Aðspurt um símanúmer sem lögreglan kvað ákærða Pétur hafa notað aðfaranótt 16. janúar 2018 sagði vitnið að það væri ályktun lögreglu að ákærði Pétur hefði notað það símanúmer. Byggðist sú ályktun á símanúmerum annarra ákærðu og f erðum þeirra. Þessar ályktanir væru þó ekki byggðar á hörðum sönnunargögnum. Þá staðfesti vitnið það sem fram kemur í framlagðri skýrslu þess að engin notkun hafi n hafi átt sér stað með símtækinu, hvorki símtöl né sms - boð. Sé slökkt á símanum greinist símtækið hins vegar ekki í gögnum. Vitnið Q lögreglumaður var fyrst spurður um þann hlut sem fannst við leit í bifreið ákærða Matthíasar. Sagði hann hlutinn með tvenns konar virkni; annars vegar sem vasaljós, en hins vegar gefi hann rafstuð og flokkist því sem vopn, sem óheimilt sé að selja hér á landi. Sagði han n ljóst að hluturinn gæfi rafstuð. Vitnið sagði aðspurt að nöfn nokkurra erlendra aðila hafi komið upp við rannsókn málsins og nefndi nafn vitnisins D í því sambandi. Málið hefði einnig haft tengingu við Spán og sagði vitnið að öllum steinum hefði verið velt við. Nefndi hann m.a. að gerð hefði verið húsleit hjá aðila í Vestmannaeyjum. Vitnið var því næst spurt um bíl sem sást í öryggismyndavél við aðfaranótt 26. desember 2017, og sagði vitnið að lögreglan hefði talið að þar hefði Honda CR - V verið á ferð, en þó gæti það hugsanlega hafa verið Nissan X - Trail, enda báðar tegundirnar með afturljós hátt uppi. Þá var vitnið spurt um símtal sem ákærði X hélt fram að hefði átt sér stað í lok desember 2017, og kvaðst hann ekki hafa fundið neitt til að styðj a það. Hann sagðist þó ekki geta útilokað að hringt hefði verið í X úr leyninúmeri. 34 hafi bent til þess að Pétur ætti númerið, s.s. staðsetning númersins, samskipti þess við símanúmer annarra grunaðra og ferðir þeirra. Vitnið kvað ákærða X aldrei hafa játað að hafa afhent jakka , né að hafa upplýst um öryggiskóðann, en bætti við að samkvæmt upplýsingum frá væri hann eini starfandi starfsmaðurinn sem hefði sta rfað frá þeim tíma er slíkum fatnaði var úthlutað. Þá kvað vitnið símtæki X hafa verið stillt þannig að það eyddi öllum gögnum jafnóðum og af þeim sökum hafi ekkert legið fyrir um telegram - samskipti X fyrr en símtæki Sindra var haldlagt. Með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skoruðust eftirtaldir aðilar undan því að gefa vitnaskýrslu: R , ákærða Sindra, S , ákærða Péturs Stanislav, T , ákærða Matthíasar, og H , ákærða Sindra. Niðurstaða Samkvæmt ákæruliðum I - eftir rafmynt og áttu þau sér stað á stuttu tímabili, eða frá 5. desember 2017 til 16. janúar 2018. Á Ásbrú í Reykjanesbæ var brotist inn í þrjú gagnaver, en ei tt í Borgarnesi. Að auki var tvívegis gerð tilraun til innbrots í fimmta gagnaverið, sem einnig er til húsa á Ásbrú. Í málinu eru sjö einstaklingar ákærðir, en fimm þeirra tilheyra vinahópi sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af ákærðu Sindra Þór Stefánssyni, Hafþóri Loga Hlynssyni, Matthíasi Jóni Karlssyni, Pétri Stanislav Karlssyni og Viktori Inga Jónassyni. Af gögnum málsins og framburði þeirra fyrir dómi verður ráðið að tengsl þeirra eru sterk og samskipti mikil og náin. Ákærði Hafþór Logi hefur búið á Spáni frá desemberlokum 2017, en ákærði Viktor Ingi flutti þangað 27. eða 28. desember 2017. Þá mun ákærði Sindri Þór einnig vera fluttur til Spánar. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði Sindri sé höfuðpaurinn og skipuleggjandi í ö llum innbrotunum og hafi hann fengið aðra ákærðu til liðs við sig á þann hátt sem lýst er í hverjum ákærulið. Þá telur ákæruvaldið skýringar ákærða Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt Þvert á móti telur ákæruvaldið að gögn málsins bendi eindregið til þess að tölvunarfræðingurinn, ákærði Sindri, hafi um langt skeið undirbúið innbrotin, skipulagt þau í þaula og fe ngið hverjum og einum meðákærðu ákveðið hlutverk í framkvæmd þeirra. Bendir ákæruvaldið í því efni á að aflað var upplýsinga um aðstæður og staðhætti í aðdraganda hvers innbrots, notaður var fjöldi símtækja og símanúmera sem reglulega var skipt um, keypt v oru GPS - staðsetningartæki (trackerar) sem ætlunin var að koma fyrir á vaktbifreiðum, leigðar voru tvær sendibifreiðar, skipt um númer á annarri þeirra en rætt um að afmá merkingar af hinni, auk þess sem keypt var sendibifreið og hún notuð við innbrot í gag naver Ö ehf. í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember 2017, en henni eytt nokkrum dögum síðar. Þá var öryggisvörður á Suðurnesjum fenginn til að veita mikilsverðar upplýsingar um staðhætti, vaktferðir og öryggisbúnað í og við gagnaver A á Ásbrú í aðdraganda i nnbrots þar. Þykir ákæruvaldinu augljóst að allt hafi þetta verið gert í þeim tilgangi að hylja slóð brotanna og villa um fyrir lögreglu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu neituðu ákærðu Sindri, Matthías, Pétur og Viktor sök. Þá neituðu þeir ítrekað að tjá sig, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, báru ýmist við minnisleysi eða gáfu villandi og sumpart fjarstæðukennd svör, en nefndu oft og tíðum einhverja ónafngreinda erlenda aðila sem ýmist áttu að hafa undirbúið og skipulagt brotin eða staðið að þeim. Aldrei nefnd u þeir hins vegar nöfn annarra félaga sinna, þótt fyrir lægju óyggjandi rannsóknargögn lögreglu um samverknað tveggja eða fleiri þeirra að hverju broti. Þrátt fyrir umfangsmikla leit lögreglu hefur þýfið úr þessum innbrotum ekki fundist. Við rannsókn málsi ns kom ekkert fram sem bent gat til þess að einhverjir aðrir aðilar, og þá utan hins nána vinahóps ákærðu, hafi staðið að þeim brotum sem hér er fjallað um, að undanskildum ákærðu X og Y , en síðar verður fjallað um þátt þeirra. Meðal gagna málsins eru ítarlegar skýrslur lögreglu um notkun síma og símtækja allra sakborninga. Af þeim má sjá staðsetningu símanúmera hverju sinni út frá tengingum þeirra við fjarskiptamöstur. Rannsakað var sérstaklega hvort símar sakborninga voru í nág renni við vettvang innbrotanna um það leyti sem brotist 35 var inn hverju sinni og hvernig símar þeirra ferðuðust í aðdraganda og kjölfar hvers brots, auk annarra atriða sem tengdust innbrotunum. Hafa gögn þessi verulega þýðingu við úrlausn málsins. Eins og fram er komið játaði ákærði Sindri fyrir dómi innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember 2017 og í gagnaver A á Ásbrú aðfaranótt 16. janúar 2018, en kvaðst ekki vita hvað orðið hefði um þýfið. Sú fullyrðing hans fær þó vart s taðist, þótt ekki væri nema vegna þess að fyrir dómi - sagði hann að evrur, og átti þá við innbrot og þjóf nað í gagnaver A . Ákærði Matthías, sem einnig játaði aðild sína að innbroti og þjófnaði í síðarnefnda gagnaverið, sagðist heldur ekki vita hvað orðið hefði um tölvurnar, og það þótt hann hefði átt að fá tvær milljónir króna fyrir verkið. Báðir neituðu því engu að síður að hafa skipulagt innbrotin. Krefjast þeir vægustu refsingar sem lög leyfa. Við sama tækifæri játaði ákærði Pétur fíkniefnalagabrot það sem hann er sakaður um í IX. ákærulið og krefst vægustu refsingar. Að öðru leyti neita allir ákærðu sakarg iftum og krefjast sýknu. Verði þeir engu að síður sakfelldir krefjast þeir vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Þá krefjast þeir þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, en til vara að hún verði verulega lækkuð. Allir krefjast ákærðu málsvarnarla una úr ríkissjóði. Ákæruliðir I og II Samkvæmt fyrri ákæruliðnum eru ákærðu Sindri, Matthías og Pétur sakaðir um stórfelldan þjófnað, með því að hafa í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í tvö samliggjandi gagnav er að og á Ásbrú, Reykjanesbæ, á tímabilinu frá kl. 20:20 þann 5. desember til kl. 09:00 þann 6. desember 2017, og tekið þaðan í heimildarleysi tölvubúnað, skjákort og fylgihluti til il innbrots og þjófnaðar í sama skyni í gagnaver að á Ásbrú á tímabilinu frá 5. til 10. desember sama ár. Þar hafði verið límt fyrir skynjara í þeim hluta hússins sem reynt hafði verið að fara inn í, auk þess sem reynt hafði verið að draga út nagla á p lötu sem negld hafði verið fyrir gat á vegg hússins. - iðurkenndi hann að hafa verið á Reykjanesi í desember 2017 og janúar 2018, en kvaðst ekki geta gert grein fyrir því með hverjum hann hafi verið þar, né hvar hann hefði verið á tilteknum dögum þann tíma. Sagðist hann oft hafa þurft að koma til Reykjavíkur o g á Reykjanes árið 2017 vegna viðskiptavina. Þá sagðist hann ekki muna eftir því að hafa leigt sendiferðabifreið á Akureyri 4. desember það ár, þrátt fyrir að fyrir lægi bílaleigusamningur þess efnis, né að hafa komið að Selhellu í Hafnarfirði í því skyni að stela þar bílnúmeraplötum. Spurður um samskipti við ákærðu Matthías og Pétur á þessum tíma sagði hann að þau hafi verið með venjubundnum hætti, en taldi ólíklegt að hann hafi hitt þá bræður þegar þeir óku til Akureyrar 6. desember. Ákærði Matthías sagð ist fyrir dómi ekki muna eftir því að hafa verið með Sindra á Ásbrú í Reykjanesbæ dagana fyrir innbrotin, en tók þó fram að vel gæti verið að hann hafi þá verið í Reykjanesbæ, enda byggi þar góður vinur hans. Hann neitaði á hinn bóginn allri aðild að þessu m brotum. Hið sama gerði bróðir hans, ákærði Pétur, en hann kvaðst ekki minnast þess að hafa komið á Reykjanes í desember 2017 eða í janúar 2018. Sagðist hann líklega hafa verið heima hjá sér frá 4. til 7. desember 2017, en viðurkenndi engu að síður að haf a ekið með Matthíasi, bróður sínum, til Akureyrar 6. desember. Ekki vildi hann tjá sig um það ferðalag ekið með Pétri til Akureyrar 6. desember og til baka til Reykjavíkur 7. desember. Á sama hátt og Pétur vildi hann ekki greina frá í hvaða erindum þeir bræður voru og notaði sömu orð og bróðir hans, að ferðin hafi ifreiðinni sem Sindri tók á leigu á Akureyri 4. desember 2017. Þá telur ákæruvaldið að ákærði Sindri hafi einnig ekið til Akureyrar 6. desember, en samkvæmt bankayfirliti verslaði hann í Ferstiklu í Hvalfirði kl. 07:54 að morgni þess dags. Sagðist hann þó ekki muna eftir því. Eins og áður greinir hefur ákærði Sindri viðurkennt að hafa verið á Reykjanesi í desember 2017, en kvaðst ekki muna einstakar dagsetningar í þeim mánuði, né með hverjum hann var þá. Samkvæmt 36 fyrirliggjandi rannsóknargögnum á notkun s íma hans má þó ráða að hann hafi verið í Reykjavík og á Reykjanesi, nánar tiltekið á Ásbrú, 2. og 3. desember, og þá í samskiptum bæði við ákærða Matthías og Viktor Inga. Þannig má sjá að símar Sindra og Matthíasar ferðast saman frá Reykjavík að Ásbrú að k völdi 2. desember og eru þar frá kl.01:15 til 02:11 aðfaranótt 3. desember, en fara þá til baka til Reykjavíkur. Aðfaranótt 4. desember ferðast síðan símar Sindra og Viktors Inga sömu leið, frá Reykjavík að Ásbrú og til baka um klukkustund síðar. Um sama l Samkvæmt fyrirliggjandi bílaleigusamningi er ljóst að ákærði Sindri leigði sendibifreið hjá bílaleigunni á Akureyri 4. desember 2017. Hjá lögreglu sagðist hann hafa verið að flytja búsló ð sína til Reykjavíkur þar sem hann væri að flytja til Spánar, en vildi þó ekki upplýsa um hvar búslóðin væri niðurkomin í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hann hins vegar ekki muna eftir því að hafa leigt bifreiðina. Fyrir vikið er framburður hans einkar ótr úverðugur og ekki með nokkru móti unnt að byggja á honum. Áður er fram komið að sams konar bifreið sást við Selhellu í Hafnarfirði aðfaranótt 5. desember þar sem bílnúmerum var stolið, en jafnframt sást til hennar við iðnaðarhúsnæði að á Ásbrú. Þá sást sams konar bifreið í akstri í eftirlitsmyndavél í nágrenni innbrotavettvangs, nánar tiltekið á Klettatröð, aðfaranótt 6. desember 2017 kl. 04:59, og var henni þá ekið í stefnu frá gagnaverunum. Þykir dóminum augljóst og án nokkurs vafa að ákærði Sindri ha fi verið þar á ferð og hafi hann skipulagt og staðið að innbroti í áðurnefnd gagnaver að og . Í ljósi samskipta hans og ákærða Matthíasar í aðdraganda brotanna, misvísandi og mótsagnakennds framburðar þeirra, en ekki síst ferðalags bræðranna, Matthí asar og Péturs, til Akureyrar 6. desember, sem að ákærða Matthíasar að umræddum brotum, ásamt ákærða Sindra. Er það álit dómsins að í þeirri ferð hafi Matthías verið að skila sendibifreiðinni til bílaleigunnar, koma þýfinu í skjól og ljúka þannig fullframningu brotanna. Verða ákærðu Sindri og Matthías sakfelldir fyrir þá háttsemi sem greinir í I. ákærulið og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæm t ákæru byggir ákæruvaldið á því að ákærði Pétur hafi einnig átt aðild að brotum þessum. Þótt svör hans fyrir dómi um veru hans í desember 2017 og janúar 2018 og símasamskipti hans við meðákærðu í janúar hafi á ýmsa lund verið ósannfærandi, verður ekki fra mhjá því horft að engin óyggjandi gögn liggja fyrir um beina aðild hans að undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd þeirra brota sem hann er hér sakaður um. Á hinn bóginn liggur fyrir að hann ók með Matthíasi, bróður sínum, til Akureyrar 6. desember og var sú verið kunnugt um að ferðin væri liður í ólöglegu athæfi bróður síns og/eða ákærða Sindra. Þótt ákæruvaldið hafi í þessum ákærulið byggt á því að verknaður allra ákærðu yrði virtur að jöfnu, og háttsemi þeirra því einungis talin varða við 1., sbr. 2., mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður ákærði Pétur þó, með vísan til 4. málsliðar 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála, hér aðeins sakfelldur fyrir hlutdeild í brotum ákærðu Sindra og Matthíasar, sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður ekki séð að vörn hans hafi af þessum sökum að neinu leyti verið áfátt. Að því er varðar II. ákærulið ný tur ekki við neinna gagna sem stutt geta við meinta tilraun ákærðu til innbrots í gagnaver Æ ehf. að á tímabilinu frá 5. til 10. desember 2017. Þótt dómurinn hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi sem í I. ákær ulið greinir verður ekki af því einu sú ályktun dregin að þeir hafi einnig gerst sekir um það brot sem lýst er í II. ákærulið. Telst því ósannað að ákærðu eigi aðild að því broti og verða þeir sýknaðir af þeim ákærulið. Ákæruliður III Í þessum ákærulið er u ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón og Viktor Ingi sakaðir um innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. að í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember 2017. Ákærði Sindri hefur þegar játað aðild sína að brotinu, en neitar því að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið. Matthías Jón og Viktor Ingi neita hins vegar sakargiftum. Frásögn ákærða Sindra af undi rbúningi innbrotsins, samskiptum hans við ónafngreindan aðila, sem hefði er með miklum ólíkindablæ, enda engum gögnum studd. Þykir dóminum augljós t að hann fari þar með ósannindi. Frásögn ákærða Matthíasar er sama marki brennd. Þannig átti hann í erfiðleikum með að greina 37 frá aðild sinni að fjármögnun og kaupum á umræddri sendibifreið, fyrir hvern hún hafi verið keypt og í hvaða tilgangi. Þá neitaði hann að tjá sig um hver hefði beðið hann um að setja lykla bifreiðarinnar undir framsætið og þá hvers vegna, og síðast en ekki síst hver sá vinur var sem hann sótti upp á Esjumela síðla nætur 15. desember 2017 og ástæðu þess. Framburður ákærða Viktors þyk ir einnig ótrúverðugur. Í því sambandi er minnt á að hann sagðist fyrir dómi aldrei slökkva á vinnusíma sínum, en gat ekki útskýrt hvers vegna slökkt var á símanum frá kl. 18:00 að kvöldi 14. desember til kl. 08:00 að morgni 15. desember. Þegar hann var sp urður um ljósmynd, sem liggur fyrir í málinu og sýnir húðflúr, leðuról og úr á vinstri úlnlið ökumanns , er hann greiðir veggjaldið í Hvalfjarðargöngum, sagði hann að myndin væri ekki af honum. Meðal rannsóknargagna er hins vegar ljósmynd af Viktori Ing a, tekin af Facebook, svo og ljósmynd sem lögreglan tók af vinstri úlnlið hans undir rannsókn málsins. Við samanburð þeirra ljósmynda og ljósmyndar, sem tekin var af vinstri úlnlið ökumanns bifreiðarinnar LR - 538 aðfaranótt 15. desember 2017, þykir dóminum hafið yfir skynsamlegan vafa að ökumaður bifreiðarinnar umrætt sinn hafi verið ákærði Viktor Ingi, vinur ákærða Sindra. Framburður vinkonu ákærða Viktors, um að hann hafi gist hjá henni umrædda nótt, breytir hér engu um, enda ekki studd fullnægjandi gögnum . Samkvæmt því sem að framan er rakið þykir sannað að ákærði Sindri hafi undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í ofangreint gagnaver og fengið til liðs við sig í þeim tilgangi ákærðu Matthías og Viktor. Þrátt fyrir að ekki ligg i fyrir sönnun um aðild ákærða Matthíasar að sjálfu innbrotinu og þjófnaðinum, verður hlutverk hans, eins og því er lýst hér að framan, engu að síður virt sem samverknaður og augljós og nauðsynlegur þáttur í fullframningu verknaðarins. Samkvæmt því verða þ eir allir sakfelldir fyrir þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður IV Samkvæmt þessum ákærulið eru ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón og Viktori Ingi sakaðir um tilraun til innbrots og þjófnaðar í gagnaver Æ ehf. að á Ásbrú, aðfaranótt 26. desember 2017. Á suðausturhlið hússins hafði verið skorið gat á segldúk sem þar hafði verið komið fyrir yfir gluggastæði og voru ummerki á gluggapósti um að reynt hefði verið að spenna upp laust gluggafag. Þá lá skrúf járn á gluggapóstinum. Þegar einn innbrotsaðila fór inn í húsnæðið fór þjófavarnarkerfi í gang og hurfu aðilar á brott. Ákærðu neita allir aðild að þessu broti. Fyrir dómi viðurkenndi ákærði Sindri að hafa fengið pallbifreið bróður síns lánaða að kvöldi a nnars í jólum 2017 og kvaðst enn hafa verið að flytja hluta af búslóð sinni til geymslu, en nú á Ásbrúarsvæðið í Reykjanesbæ. Sem fyrr neitaði hann að upplýsa hvar sú geymsla væri. Einnig neitaði hann því að hafa fest hestakerru í dráttarkrók á bifreiðinni og kvaðst ekki kannast við að hafa ekið um Heiðartröð með slíka kerru í eftirdragi aðfaranótt 26. desember. Hins vegar viðurkenndi hann að hafa verið á Ásbrúarsvæðinu milli kl. 03:30 og 05:30 þá nótt, en sagðist ekki vita hvort ákærði Viktor hafi einnig v erið staddur þar á sama tíma. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir af Nissan - pallbíl í eigu H , bróður ákærða Sindra, sem teknar voru af lögreglunni undir rannsókn málsins. Við skoðun þeirra og samanburð við þann pallbíl, sem sést í eftirlitsmyndavél við gagnaver Æ ehf. aðfaranótt 26. desember, þykir dóminum augljóst að þar er um sama bíl að ræða. Þá þykir skýring ákærða Sindra á tilgangi ferðar hans til Reykjanesbæjar ótrúverðug, og hefur hann heldur ekki á nokkurn hátt reynt að renna stoðum undir hana. Samkvæmt því og öðrum fyrirliggjandi gögnum þykir dóminum sannað að Sindri Þór hafi gerst sekur um tilraun til innbrots og þjófnaðar í umrætt gagnaver aðfaranótt 26. desember 2017. Fyrir dómi bar Viktor Ingi að hann hefði verið heima hjá fjölskyldunni eða að vinna að kvöldi jóladags og annan í jólum 2017. Þó kvaðst hann líklega hafa farið til Reykjan esbæjar, en neitaði því að hafa farið þangað með Sindra, Matthíasi eða Pétri. Ekki kvaðst hann kunna skýringu á því hvers vegna símar þeirra Sindra hafi báðir verið við Grænás í Reykjanesbæ á tímabilinu frá kl. 03:30 til 05:30 aðfaranótt 26. desember, en g at sér þess til að hafa verið þarna á vegum vinnunnar. Ekki sagðist hann heldur vita hvers vegna símar þeirra tveggja ferðuðust saman frá Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar sömu nótt. Þá neitaði hann því að hafa ekið jepplingi um umrædda nótt, og kvaðst hvo rki kannast við þá bifreið né þá sem stigu út úr henni og gengu að gagnaverinu. Ákæruvaldið byggir hins vegar á því að ákærði Viktor hafi verið ökumaður þessa jepplings, 38 sem sé af gerðinni Honda CR - V, en hjá lögreglu sagðist hann hafa verið að vinna hjá bí laleigunni Icecarrental í desember 2017, og því hafi hann haft aðgang að Hondu - bifreiðum, m.a. Hondu CR - V. Þótt umræddum jepplingi svipi mjög til sambærilegrar gerðar og jepplings af gerðinni Honda CR - V er ekki unnt að kveða upp úr um tegund bifreiðarinna r hér. Hins vegar telur dómurinn ótrúverðugan framburð ákærða Viktors, þess efnis að hann hafi líklega verið í Reykjanesbæ umrædda nótt á vegum vinnunnar. Er þá einkum haft í huga að samkvæmt framburði vitnisins C fyrir dómi, en hann er fyrrverandi starfsf élagi ákærða hjá bílaleigu Bernhard, vann ákærði aðallega í útibúi fyrirtækisins í Reykjavík og var reglulegur vinnutími hans frá kl. 09:00 til kl. 18:00. Þá liggja fyrir símagögn um nánast samfelld samskipti hans og ákærða Sindra, alls 34 að tölu, frá mið nætti umrædda nótt og allt til kl. 05:45 að morgni. Í ljósi þessa þykir dóminum sannað að ákærði Viktor hafi átt aðild að því broti sem í ákærunni greinir, ásamt ákærða Sindra. Ákæruvaldið telur ótrúverðuga þá skýringu ákærða Matthíasar að hann hafi verið heima hjá sér aðfaranótt 26. desember 2017 og muni heldur ekki eftir símtali við Sindra þá nótt. Byggir ákæruvaldið á því að Matthías hafi einnig átt aðild að tilraun til innbrots og þjófnaðar í umrætt gagnaver. Áður er þess getið að á myndskeiði úr eftir litsmyndavél við gagnaverið má sjá tvo menn stíga út úr jepplingi sem lagt var skammt frá gagnaverinu kl. 04:07 þessa nótt. Annar þeirra fer út að framan hægra megin, en hinn að aftan vinstra megin, og ganga þeir saman að húsinu. Ekki verður séð að ökumaðu r fari út úr bifreiðinni og má því ætla að um þrjá menn hafi verið að ræða. Þegar Nissan - pallbílnum er hins vegar ekið að gagnaverinu nokkru síðar með hestakerruna í eftirdragi sjást aðeins tveir menn, annar þeirra stendur við hestakerruna, en hinn fer inn í húsið. Að undanskildu stuttu símtali ákærða Sindra við ákærða Matthías kl. 02:09 aðfaranótt 26. desember 2017 liggja engin gögn fyrir sem ótvírætt sýna fram á aðild Matthíasar að þeim verknaði sem lýst er í þessum ákærulið. Þykir aðild hans því ósönnuð og verður hann sýknaður af þeirri háttsemi sem þar er lýst. Á hinn bóginn verða ákærðu Sindri Þór og Viktor Ingi sakfelldir fyrir tilraun til innbrots og þjófnaðar í umrætt gagnaver. Er háttsemi þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliðir V, VI og V II Þar sem þessir ákæruliðir eru samtengdir og mynda eina samfellda heild í atburðarás og ætlaðri aðild hvers ákærðu að innbroti og þjófnaði í gagnaver A aðfaranótt 16. janúar 2018, verður hér fjallað sameiginlega um þá. Samkvæmt ákærulið V eru Sindri Þó þjófnað, með því að hafa í sameiningu og samvinnu við ákærðu Viktor Inga, Hafþór Loga og X , undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, á tímabilinu frá kl. 03:00 til 05:00 aðfaranótt 16. janúar 2018, en ákærðu tóku þaðan í heimildarleysi tölvubúnað og fylgihluti hans, alls 225 stk. BitCoin Antminer S9 14 Th tölvur og 225 stk. BitCoin APW3++ aflgjafar, samtals muni að áætluðu verðmæti kr. 46.857.452, - , samtals tjón að áætluðu verðmæti kr. 78.140.951, - Fyrir dómi játuðu Sindri Þór og Matthías Jón sök, en neituðu hins vegar skipulagningu og undirbúningi verknaðarins. Ákærði Pétur Stanilsav neitaði aðild að verknaðinum. Aðrir ákærðu, Viktor Ingi, Hafþór Logi og X , sem tilgreindir eru sem samverkamenn í þessum ákærulið, hafa allir neitað sök. Þar sem þrír síðastgreindu aðilar eru jafnframt ákærðir sem aðalmenn í brotinu samkvæmt VI. og VII. á kærulið, verður fjallað um þátt þeirra síðar. Fyrir dómi bar ákærði Matthías að þrír aðilar hefðu staðið að áðurnefndu innbroti, hann sjálfur og ákærði Sindri, auk þess þriðja sem hann neitaði að nafngreina. Sérstaklega spurður neitaði hann því að sá hef ði verið bróðir hans, ákærði Pétur. Hins vegar gaf hann greinargóða lýsingu á hlutverki sínu í aðdraganda innbrotsins og við framkvæmd þess, svo og ferð þeirra þriggja til Reykjavíkur að því loknu. Ekki kvaðst hann þó vita hver hefði skipulagt innbrotið og neitaði að tjá sig um hver hefði boðið honum þátttöku í því og gefið honum fyrirmæli um hlutverk sitt. Fram kom þó í máli hans að eftir honum á þann möguleik a að taka þátt í fyrirhuguðu innbroti í A . Nokkru síðar hefði honum verið boðin þátttaka í því. Þrátt fyrir framanritað sagði ákærði Matthías að ákærði X hefði stjórnað öllu, hann hefði ryggiskerfinu og jakka merktan . 39 Hefði hann hitt X í bíl einu sinni eða tvisvar, en kannski oftar, líklega 8. og 10. janúar 2018, og þá í tengslum við skipulagningu innbrotsins. Sérstaklega spurður hvort X hefði átt frumkvæði að samskiptum við hann um þ átttöku hans í innbrotinu neitaði hann því þó. Ákærði Sindri neitaði einnig að segja til þriðja aðilans sem tók þátt í innbrotinu, en tjáði sig um hlutverk sitt við framkvæmd þess og samskipti við ákærða X í aðdraganda þess. Ákærði Pétur sagðist fyrir dóm i eiga síma með númerinu og kvaðst ekki vita til þess að einhver annar hafi notað þann síma. Hann neitaði því að hafa hringt nokkrum sinnum í síma ákærða X og síðar rætt við hann á tímabilinu 6. til 9. janúar 2018, þrátt fyrir gögn þess efnis, og sagði st ekkert vita um það. Hann neitaði því einnig að hafa verið á Ásbrú að kvöldi 9. janúar og aðfaranótt 10. sama mánaðar og þá hitt ákærða X , en sagði eins og oft áður að líklega hafi hann verið heima hjá sér. Sömuleiðis neitaði hann því að hafa verið á Ásb rú aðfaranótt 14. janúar og gaf enn þau svör að líklega hafi hann þá bara verið heima hjá sér. Þegar hann var spurður út í eftirfarandi skilaboð frá Sindra til ákærða Hafþórs aðfaranótt 40m.. matti veit ekki hvort kerfið hafi farið i gang utaf þeim en petur heldur það.. labbandi hinumegin við girðinguna meðfram husunum .. sagði þeim að fara næst og hlusta vel hvenær það fer i gang ef það fer, því það er lika leiðin sem verður notuð. Þei kannast við þau og ítrekaði að hann hefði ekki verið á þessum stað. Engu að síður sagði hann að hvorki Sindri né Matthías hafi verið þar, en bætti við að hann kys i að tjá sig ekki frekar um þetta. Með engu móti er unnt að leggja trúnað á ofangreindan framburð ákærða Péturs, enda liggja fyrir ótvíræð gögn, ekki aðeins þau sem hér hafa verið rakin, heldur einnig önnur símagögn sem tengja hann við meðákærðu, Sindra og Matthías, en einnig ákærða X , og taka af allan vafa um þátt hans í undirbúningi og framkvæmd innbrotsins og þjófnaðar í áðurnefnt gagnaver. Þá ber þess og að gæta að ákærði Pétur er hluti af þeim vinahópi sem allir fimm ákærðu gátu um fyrir dómi og nefn dur er hér að framan. Aðrir í þeim hópi eru ákærðu Sindri, Matthías, Viktor og Hafþór Logi, en tveir hinna síðastgreindu voru á Spáni á þeim tíma sem innbrotið í A var framið. Í ljósi alls þessa þykir aðild ákærða Péturs að áðurnefndu innbroti hafin yfir skynsamlegan vafa. Varðar háttsemi hans og ákærðu Sindra og Matthíasar við 1., sbr. 2., mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í VI. ákærulið er X ákærð ur fyrir fyrir að hafa, í sameiningu og í samvinnu við ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav, sbr. ákærulið V og Hafþór Loga og Viktor Inga, sbr. ákærulið VII, undirbúið og skipulagt innbrot og þjófnað í ga gnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, sbr. ákæruliði V. og VII., með því að láta meðákærðu í té öryggisupplýsingar um gagnaverið ásamt öryggiskóða, sem hann bjó yfir sem starfsmaður öryggisfyrirtækisins sem annaðist öryggi gagnaversins, en öryggiskóði var notaður til að taka af öryggiskerfi í gagnaverinu þegar innbrot og þjófnaður var framkvæmdur í gagnaverinu á tímabilinu 03:00 - 05:00 aðfaranótt 16. janúar 2018, en jafnframt fyrir að hafa látið ákærðu Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Eins og fram er komið neitar ákærði X sök. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann engu að síður öryggiskerfi, öryggismyndavélum og hreyfiskynjurum, hurðir þeirra væru lélegar, að farnar væru reglulegar vaktferðir um byggingarnar, auk þess sem hann upplýsti hvar myndavélar væru. Fyrir dómi sagðist hann á hinn bóginn aðeins hafa gefið þeim almennar upplýsingar, s.s. um að svæðið væri vaktað og mikið væri þar af öryggismyndavélum, um þjófavarnar - og brunaviðvörunarkerfi og hvernig vaktferðum væri háttað. Bæði hjá lögreglu og fyrir dómi neitaði hann því að h afa gefið upplýsingar um öryggiskóðann að öryggiskerfinu, svo og að hafa látið í té flík, merkta . Einnig neitaði hann því að hafa teiknað eða afhent aðilum þá afstöðumynd af gagnaverinu, sem síðar fannst í buxnavasa ákærða Sindra. Í málinu er að finn a fjölda símagagna sem staðfesta samskipti ákærða X og ákærðu Sindra og Péturs í aðdraganda innbrotsins, en einnig samskipti hans og ákærða Y , sbr. VIII. ákærulið. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir símasamskiptum X og ákærða Péturs. Þá viðurkenndi Sindri fyrir dómi að hafa rætt símleiðis við X að kvöldi 9. janúar og síðar að hafa átt við hann telegram - samskipti. Spurður sérstaklega 40 um slík samskipti við X aðfaranótt 14. janúar, þar sem rætt var um hreyfiskynjara, kvaðst Sindri ekki muna eftir þeim, en tók þó fram að vel gæti verið að þau hafi átt sér stað. Í öllum þessum samskiptum var ákærði X X X viðurkenndi einnig fyrir dómi að hafa nokkrum X kæmist inn í gagnaverið til að afla frekari upplýsinga. Einnig hafi Sindri spurt hvort hreyfiskynjari væri tengdur ljósunum eða kerfinu, en ekki sagðist X hafa vitað svarið við því. Það svar virðist þó ekki sannleikanum samkvæmt þar sem fram kemur í samskiptum ákærðu Sindra og Hafþórs Loga aðfaranótt 14. janúar, þar sem þeir ræða um að kerfið hafi farið í gang þegar ákærðu Matthías og Pétur fóru að lóð gagnaversins, að hann, þ.e Eins og fram er komið hefur ákærði X ætíð neitað því að hafa látið ákærðu, Sindra, Matthíasi eða Pétri, í té upplýsingar um öryggiskóða gagnaversins, teikningu þá er síðar fannst í buxnavasa ákærða Sindra, svo og flík sem merkt var og ákærði Matthías klæddist við innbrotið. Sindri sagðist hins vegar fyrir dómi hafa fengið teikninguna frá X og Matthías kvaðst bæði hafa fengið öryggiskóðann og flíkina frá honum. Bætti Matthías við að X hefði í raun stjórnað öllu og ýtt á þá um að fara í þetta, enda hafi hann Matthías einnig hafa hitt ákærða X einu sinni eða tvisvar, en kannski oftar, í bíl utan við heimili hans, auk þess sem hann sagðist einu sinni hafa farið heim til hans í því skyni að sækja jakkann frá . Bætti Matthías við að líklega hafi kærasta X þá v erið heima, en hann hafi komið í forstofuna. Þegar litið er heildstætt á málsatvik, gögn þess og framburð ákærðu og vitnisins N , barnsmóður og kærustu ákærða X , er það álit dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á að X hafi látið ákærðu í té aðrar upplýsingar en þær sem hann hefur þegar gengist við. Ljóst er engu að síður að þær upplýsingar komu ákærðu að góðum notum við skipulagningu og undirbúning innbrotsins. Ekki liggur fyrir hvað ákærða X gekk til með því að veita þ essar upplýsingar, en hann neitaði því að hafa fengið greitt fyrir liðsinni sitt. Hins vegar sagðist hann hafa óttast ákærðu þegar þeir hittu hann að máli, en taldi þó enga ástæðu til að greina yfirmönnum sínum eða lögreglu frá erindi þeirra. Vekur það nok kra furðu, en bendir til þess að hann hafi af fúsum og frjálsum vilja veitt atbeina sinn. Ekkert styður þó þá staðhæfingu ákærða Matthíasar að X hafi í raun stjórnað öllu og ýtt á ákærðu um innbrotið og þjófnaðinn. Að öllu ofanrituðu virtu, en einnig þegar til þess er litið að framburður ákærða X um atvik málsins þykir í nokkrum atriðum ótrúverðugur og að hluta til mótsagnakenndur, er það niðurstaða dómsins að sakfella beri ákærða X fyrir þá háttsemi sem hann er sakaður um. Í ljósi þess takmarkaða hlutverks sem hann hafði í undirbúningi verknaðarins verður brot hans virt sem hlutdeild í þeim brotum ákærðu Sindra, Matthíasar og Péturs, sem þeir hafa þegar verið sakfelldir fyrir samkvæmt V. ákærulið. Varðar háttsemi hans við 1., sbr. 2., mgr. 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. fyrir að hafa í sameiningu og í samvinnu við ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón, Pétur Stanislav og X , sbr. ákæruliði V. og VI., en til vara fyrir hlutdeild í brotum þeirra sbr. framangreinda ákæruliði, aðallega með því að hafa í sameiningu og samvinnu undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ sem ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav framkvæmdu á tímabilinu 03:00 - 05:00 aðfaranótt 16. janúar 2018, og tóku þaðan tölvubúnað og fylgihluti hans, alls 225 stk. BitCoin Antminer S9 14Th tölvur og 225 stk. BitCoin APW3++ aflgjafar, samtals muni að áætluðu verðmæti kr. 46.857.452, - , samtals tjón að áætluðu verðmæti kr. 78.140.951, - . Til vara fyrir að hafa í orði, verki og með fortölum, hvatt til og stutt ákærðu Sindra Þór, Matthías Jón og Pétur Stanislav, við undirb úning, skipulagningu og framkvæmd framangreinds innbrots í gagnaver A Fram er komið að á þeim tíma sem ákærðu Sindri, Matthías og Pétur brutust inn í oftnefnt gagnaver A aðfaranótt 16. janúar 2018 bjuggu ákærðu Viktor Ingi og Hafþór Logi á Spáni. Af síma gögnum, sem liggja fyrir í málinu, má þó ráða að bæði Viktor Ingi og Hafþór Logi áttu í töluverðum samskiptum við ákærðu Sindra og Matthías í aðdraganda innbrotsins. Þannig má m.a. sjá að ákærði Hafþór Logi og Sindri áttu um 50 mínútna samtal að kvöldi 10. janúar 2018. Ákærði Sindri kvaðst þó ekkert muna eftir því 41 samtali, en ákærði Hafþór kvaðst ekki muna efni samtalsins, en taldi að það hefði bara verið spjall. Vert er að nefna að ákærði X bar um það hjá lögreglu og fyrir dómi að í eitt skiptið er hann ko m í bílinn, sem innbrotsaðilar höfðu komið á að heimili hans, hefði hann heyrt ákærða Sindra ræða við mann sem hann kallaði Haffa og hafi hann talið hann vera skipuleggjandann, enda hafi sá verið að segja þeim fyrir verkum. skráður í símanúmeraskrá ákærða Sindra. Fyrir dómi sagði ákærði X sagt að hann væri erlendis og gæti því ekki séð fyrir sér hvernig ætti að framkvæma þetta. Hann hafi þó komið með tillögur og verið ráðgefandi, en sagt að þeir þyrftu sjálfir að finna út úr þessu. Sérstaklega eru athyglisverð samskipti milli ákærðu Hafþórs og Sindra aðfaranótt 14. janúar 2018, en þau liggja fyrir í endurriti. Þar ræða þ eir um að kerfið hafi farið í gang og eiga þar við öryggiskerfi gagnaversins, en á þeim tíma voru ákærðu Matthías og Pétur að kanna þar aðstæður eins og áður er rakið. Þegar Sindri segir að kerfið hafi farið í gang þótt þeir hafi ekki verið komnir inn á ló ðina segir Hafþór: - upplýsa Hafþór um sína hagi og verkefni sitt, og að eitthvað gott væri að fara í gang fyrir hann. Ákærði Hafþór var einn ig spurður um hið sama og sagðist hann ekki muna eftir þeim, en myndi þó eftir því að á þessum tíma verið í peningavandræðum. Auk ofanritaðs er í gögn um málsins að finna ljósmynd, sem tekin var inn um lúgu á umræddu gagnaveri, og sýnir hún m.a. hillur eftir endilöngum tækjasal hússins. Virðast hillurnar fullar af tölvubúnaði sem tengdur er rafmagni. Mynd þessi fannst í síma Sindra og hafði hún verið sen d ákærða Hafþóri að kvöldi 15. janúar 2018. Sindri sagði fyrir dómi að ákærði X hefði sent sér ljósmyndina, en samkvæmt rannsóknargögnum var hún tekin á síma Sindra. Þegar ákærði Hafþór var spurður um myndina sagðist hann ekki muna eftir henni, enda hefði hann ekki opnað hana. Í gögnum málsins er þó að finna Loks ber hér að nefna samskipti milli ákær ða Viktors Inga og Sindra að kvöldi 14. janúar 2018, en fram er komið var ætlunin að nota hann til að fylgjast með vaktbifreið öryggisvarða. Af þeim sams kiptum virðist þó mega ráða að einhverjir tæknilegir örðugleikar hafi komið í veg fyrir tengingu, enda sögðu báðir Samkvæmt framansögðu þykir enginn vafi leika á því að ákærðu Hafþóri Loga og Viktori Inga hafi verið fullkunnugt um þau áform ákærðu Sindra, Matthíasar og Péturs að brjótast inn í gagnaver A , og veittu þeir báðir ákærða Sindra ráð og liðsinni við undirbúning og skipulagningu brotsins. Verður þátttak a þeirra virt sem hlutdeild í þeim verknaði sem lýst er í V. ákærulið og varðar háttsemi þeirra við 1., sbr. 2., mgr. 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr., hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt verknaðarlýsingu VI. ákæruliðar er ákærði X talinn hafa framið þ að brot sem þar greinir í sameiningu og samvinnu við ákærðu Sindra, Matthías, Pétur, Hafþór Loga og Viktor Inga. Þar sem engin gögn liggja hins vegar fyrir um samskipti milli ákærðu Hafþórs Loga og Viktors Inga annars vegar, og ákærða X hins vegar, verður ekki séð að ákærðu Hafþór og Viktor hafi átt aðild að því broti, þannig að virt verði þeim til sakar. VIII. ákæruliður Í þessum ákærulið er Y yrir hlutdeild en til vara fyrir eftirfarandi hlutdeild, í innbroti og þjófnaði í gagnaver A , , Ásbrú, Reykjanesbæ, aðfaranótt 16. janúar sl., sbr. ákæruliði V. - VII., sem ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón, Pétur Stanislav framkvæmdu í félagi við ákærðu Viktor Inga, 42 Hafþór Loga og X , með því að útvega og koma á samskiptum milli ákærðu Hafþórs Log a og Matthíasar Jóns við ákærða X og með þeirri háttsemi sinni aðstoðað meðákærðu við framkvæmd verknaðarins og Við skýrslutöku hjá lögreglu 28. júní 2018 greindi ákærði Y frá því að hringt hefði verið í hann í b yrjun desember 2017 úr símanúmeri sem hann kannaðist ekki við. Hefði hann því ekki svarað. Nokkru síðar hefði skyldi svara þeim sem var að reyna að ná í ha nn. Í kjölfarið kvaðst hann hafa flett upp númeri þess sem hafði hringt og reyndist eigandi þess vera ákærði Matthías Jón. Hafi hann því hringt í Matthías og hafi hann lagt hart að Y að koma honum í samband við einhvern öryggisvörð á Suðurnesjum. Í fyrstu sagðist Y ekki hafa orðið við beiðninni, en á endanum hafi hann gefið Matthíasi upp símanúmerið hjá ákærða X . Y sagðist ekki hafa vitað hvers vegna viðmælandi hans vildi ná sambandi við X , en hann hafi grunað það þegar hann frétti síðar af handtöku X . Aðsp urður hvort ákærði Hafþór Logi hefði sent honum áðurnefnd skilaboð, þess efnis að hann skyldi svara þeim sem var að reyna að ná símasambandi við hann, neitaði hann því. Hins vegar sagðist hann á þessum tíma hafa skuldað Hafþóri Loga tæpar tvær milljónir ve gna fíkniefna, og taldi það því ekki tilviljun að hann hefði verið beðinn um að koma á sambandi við einhvern öryggisvörð. Í sömu yfirheyrslu sagðist ákærði Y hafa hringt í X og spurt hann hvort hann vildi tala við menn, og gæti hann haft ávinning af því. X hafi fallist á það og þeir tveir hafi síðan hist á bílaplaninu við Sambíóin að Álfabakka 6. janúar 2018. Kvaðst Y hafa afhent X símann og hafi X rætt við þann sem í símanum var. Eftir það sagði Y að afskiptum sínum af þessu máli hafi verið lokið. Framburður ákærða Y fyrir dómi er nokkurn veginn samhljóða og í skýrslu hans hjá lögreglu. Þar sagðist hann þó aðeins hafa skuldað Hafþóri Loga peninga vegna fasteignakaupa á Spáni, um 800.000 krónur, en sagðist jafnframt hafa skuldað öðrum aðila vegna fík niefnaviðskipta. Ekki vildi hann greina frá nafni þess aðila. Þá sagðist hann ekki vita hver var viðmælandi hans og ákærða X þegar hann rétti X símann á bílaplaninu við Sambíóin. Sérstaklega aðspurður sagðist Y ekki vita hvers vegna hann var beðinn um að ú tvega hann grunað að það væri í ólöglegum tilgangi. Þá játaði hann því að hafa gefið þeim sem í hann hringdi upp símanúmerið hjá X Aðspurður kvaðst hann ekki hafa þorað að tilkynna lögreglunni um þetta og bætti við að honum hefði verið hótað líkamsmeiðingum ef hann yrði ekki við erindinu. Loks gat hann þess að hann hefði ekki vitað um málið fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sa mkvæmt því sem að ofan er rakið er sannað að ákærði Y kom ákærða Matthíasi í samband við öryggisvörðinn, ákærða X , þótt honum hlyti að hafa verið ljóst að það væri í ólöglegum tilgangi, eins og raunin varð. Þrátt fyrir það taldi hann ekki ástæðu til að til kynna lögreglunni um málið. Með liðsinni sínu, sem dómurinn álítur að hafi verið nauðsynlegur þáttur í undirbúningi og skipulagningu innbrotsins í gagnaver A , hefur ákærði Y gerst sekur um hlutdeild í þeim verknaði. Telst háttsemi hans varða við 1., sbr. 2 ., mgr. 244. gr., sbr. 1. og 4. mgr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IX. ákæruliður Eins og áður er fram komið hefur ákærði Pétur Stanislav gengist við því fíkniefnalagabroti sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið. Jafnframt hefur hann fallist á upptöku tilgreindra fíkniefna. Þar sem ekki er ástæða til að draga í efa að játning hans sé sannleikanum samkvæm er látið nægja að skírskota til ákæru um málsatvik, sbr. 164. gr. og 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Er því sa nnað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í þessum lið greinir og er þar rétt færð til refsiákvæða. X. ákæruliður Við leit lögreglu í bifreið ákærða Matthíasar 1. febrúar 2018 fannst rafstuðbyssa, sem hann kvaðst eiga. Sagðist hann lengi hafa á tt hana en aldrei notað hana sem slíka, enda gæfi hún ekki rafstuð. Hins vegar hefði hann notað hana sem vasaljós. Hann heimilaði upptöku á byssunni, en neitaði því af framangreindum ástæðum að hafa gerst sekur um vopnalagabrot, eins og hann er ákærður fyr ir samkvæmt þessum ákærulið. Vitnið U lögreglumaður var fyrir dómi spurður um ofangreinda rafstuðbyssu. Sagði hann að hlutur þessi hefði tvenns konar virkni; annars vegar sem vasaljós, en hins vegar gæfi hann rafstuð og flokkaðist því sem 43 vopn, sem óheimilt væri að selja hér á landi. Sagði hann ljóst að hluturinn gæfi rafstuð, kveikti á honum fyrir dómi og sagðist greina það á því hljóði sem hluturinn gæfi frá sér. Með vísan til þessa, sbr. og e - lið 1. mgr. 2. gr. vopnalaga nr. 16/1998, þykir sannað að ákærði Matthías hafi gerst sekur um vopnalagabrot það sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið. Er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt öllu framanrituðu er það niðurstaða dómsins að ákærði Sindri Þór Stefánsson hafi verið hö fuðpaurinn í þeirri brotahrinu sem lýst er í ákæru og varðar innbrot og þjófnað í gagnaver sem hýstu til þess liðsinnis annarra ákærðu, svo se m lýst er í hverjum ákærulið. Teljast brot þessi stórfelld, ekki einungis vegna þess verðmætis sem stolið var hverju sinni, heldur einnig vegna þeirrar aðferðar sem viðhöfð var við undirbúning og í aðdraganda þeirra. Þá voru brotin hverju sinni framin af m örgum ákærðu í sameiningu og reyndu þeir til hins ýtrasta að hylja slóð sína og villa um fyrir lögreglu. Augljóst þykir einnig að allir hafi þeir sammælst um að veita lögreglu engar upplýsingar og aldrei að nefna samverkamenn. Hafa allir ákærðu unnið sér t il refsingar. Ákærði Sindri Þór Stefánsson er fæddur í ágúst 1986 og á að baki töluverðan sakaferil, sem nær allt til ársins 2005. Á þeim tíma hefur hann m.a. fjórum sinnum hlotið dóm fyrir auðgunarbrot, auk nokkurra dóma fyrir brot á umferðarlögum og lög um um ávana - og fíkniefni. Hinn 27. nóvember 2017 var hann í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af voru 10 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára, fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni. Sá dómur var hegningarauki við skilor ðsdóm frá 31. mars sama ár vegna brota á sömu lögum. Í samræmi við ákvæði 60. gr., sbr. 77. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður fyrrnefndur dómur nú tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi vegna beggja málanna. Eins og fyrr segir játaði ákærði innbrot og þjófnað í gagnaver Ö ehf. í Borgarnesi og í gagnaver A að Ásbrú, sbr. ákæruliði III og V, en neitaði undirbúningi og skipulagningu þeirra. Verður hann sakfelldur fyrir þau brot, en í ljósi þess sem áður er rakið þykir neitun hans á undirbúningi og skipulagningu þeirra að engu hafandi. Þá verður hann einnig sakfelldur fyrir þau brot sem lýst er í ákæruliðum I og IV, en sýknaður af þeim verknaði sem lýst er í II. ákærulið. Við ákvörðun refsingar ber að taka tillit t il játningar ákærða, svo og þess að hann hefur verið sýknaður af síðastnefnda ákæruliðnum. Að öllu þessu gættu, en jafnframt með hliðsjón af 2., 5., 6., 7., 8. og 9. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Til frádráttar refsivist kemur að fullri dagatölu sá tími sem hann sætti gæsluvarðhaldi undir rannsókn málsins, frá 18. til 22. desember 2017 og frá 2. febrúar til 26. apríl 2018. Ákærði Matthías Jón Karlsson er fæddur í júní 1992 og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í máli þessu telst sönnuð aðild hans sem aðalmanns í þeim brotum sem lýst er í ákæruliðum I, III og V, en brot samkvæmt síðastnefnda liðnum játaði han n fyrir dómi. Hann viðurkenndi þó ekki að hafa undirbúið og skipulagt það brot. Af framanrituðu þykir þó ljóst að hann tók fullan þátt í undirbúningi þess og skipulagningu, ásamt ákærðu Sindra og Pétri. Verður hann sakfelldur fyrir brot þessi, auk vopnalag abrots samkvæmt X. ákærulið. Hins vegar verður hann sýknaður af þeim brotum sem lýst er í II. og IV. lið ákæru. Með hliðsjón af ofansögðu, og vísan til 2., 5., 6., 7., 8. og 9. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, þykir refs ing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Þá verður með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga gerð upptæk rafstuðbyssa í eigu hans, sbr. X. ákærulið. Til frádráttar refsivist ákærða kemur að fullri dagatölu sá tími sem hann sætti gæsluvarðha ldi undir rannsókn málsins, frá 17. til 20. desember 2017 og frá 2. febrúar til 19. mars 2018. Ákærði Pétur Stanislav Karlsson er fæddur í október árið 1993. Samkvæmt framlögðu sakvottorði hans gekkst hann undir sektargreiðslu vegna þjófnaðarbrots árið 20 10, og hefur það brot ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Í málinu telst sönnuð aðild hans sem aðalmanns í broti samkvæmt V. ákærulið og sem hlutdeildarmanns í því broti sem lýst er í I. ákærulið. Þá verður hann sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, sbr. IX. ákærulið, en það brot játaði hann fyrir dómi. Á sama hátt og ákærðu Sindri og Matthías verður hann einnig sýknaður af þeim verknaði sem lýst er í II. ákærulið. Samkvæmt ofanrituðu, og með vísan til 2., 5., 6., 44 7., 8. og 9. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar refsivist ákærða kemur að fullri dagatölu sá tími sem hann sætti gæsluvarðhaldi undir rannsókn málsins, frá 2. til 5. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 2018. Í samræmi við 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, verður ákærði einnig dæmdur til að sæta upptöku á 14,34 g af kókaíni, sbr. ákærulið IX. Ákærði Viktor Ingi Jónasso n er fæddur í febrúar 1994. Samkvæmt framlögðu sakavottorði gekkst hann undir sektargreiðslu árið 2013 vegna brota á lögum um ávana - og fíkniefni, auk brota á áfengislögum og tollalögum. Brot þessi hafa ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans nú. Í máli þessu telst sönnuð aðild hans sem aðalmanns í þeim brotum sem lýst er í ákæruliðum III og IV, en sem hlutdeildarmanns í þeim verknaði sem lýst er í V. ákærulið, sbr. VII. ákærulið. Með vísan til þessa, og þegar hliðsjón er höfð af 2., 5., 6., 7., 8. og 9. tölul ið 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Ákærði Hafþór Logi Hlynsson er fæddur í júlí 1987 og á að baki töluverðan sakaferil, allt til ársins 2003, en á þeim tíma hefur hann all s hlotið 13 refsidóma. Var síðasti dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 23. nóvember 2018 og hlaut hann þá 12 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Samkvæmt því sem rakið er undir VII. lið ákærunnar telst sönnuð hlutdeild hans í innbroti og þjófnað i í gagnaver A , sbr. V. ákærulið, og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til sakaferils hans, en einnig höfð hliðsjón af áðurnefndum ákvæðum 1. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber, í samræmi vi ð fyrirmæli 78. gr. sömu laga, að dæma honum nú hegningarauka við fyrrnefndan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Að þessu gættu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Ákærði X er fæddur 1988. Sakaferill hans samkvæmt framlögðu sakavott orði hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans nú. Í máli þessu hefur hann verið fundinn sekur um hlutdeild í innbroti og þjófnaði í gagnaver A samkvæmt V. lið ákærunnar, sbr. VI. ákærulið, og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi. Við ákvörðun refsing ar hans ber að líta til þess að með háttsemi sinni braut hann gróflega trúnað gagnvart vinnuveitanda sínum og skeytti í engu um afleiðingar brotsins. Sem fyrr verður og höfð hliðsjón af 1. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfil ega ákveðin fangelsi í 15 mánuði, en af henni skulu 12 mánuðir bundnir skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Til frádráttar refsivist kemur að fullri dagatölu sá tími sem hann sætti gæsluvarðhaldi, frá 1. til 22. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 2 018. Ákærði Y er fæddur árið 1981 og hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í máli þessu hefur hann verið fundinn sekur um hlutdeild í oftnefndu innbroti og þjófnaði í gagnaver A eins og rakið er undir ákærulið VIII. Með því hefur hann unnið sér til refsingar. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Í ljósi atvika málsins, og að því gættu að hlutverk ákærða takmarkaðist við það eitt að koma innbrotsaðilum í samband við öryggisvörð, þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti eins og nánar greinir í dómsorði. Í máli þessu krefst brotaþoli, A , skaðabóta úr hendi ákærðu vegna þess tjóns sem hlaust af innbroti og þjófnaði ákærðu í húsnæði A að , Ásbrú, Reykjanesbæ, aðfaranótt 16. janúa r 2018. Nemur krafan samtals 56.171.565 krónum, en eins og áður getur var krafan leiðrétt og lækkuð við upphaf aðalmeðferðar málsins. Byggist krafan á almennum reglum skaðabótaréttar, auk þess sem vísað er til 1. mgr. 172. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þá krefst brotþoli málskostnaðar að mati dómsins. Allir ákærðu mótmæla kröfunni og krefjast þess að henni verði vísað frá dómi, en til vara að hún verði verulega lækkuð. Samkvæmt framsalssamningi, sem liggur fyrir í málinu og dagsettur er 22. maí 2018, framseldi W ehf. kröfu þessa til A ehf., en við munnlegan flutning málsins kom fram að fyrrnefnda félagið hefði átt þann tölvubúnað og fylgihluti sem stolið var á umræddum tíma. Eftir þjófnaðinn ákvað síðarnefnda félagið, brotaþoli í máli þessu, að b æta fyrrnefnda félaginu það tjón sem félagið varð fyrir, gegn framsali kröfunnar á hendur ákærðu. Samkvæmt því er brotaþoli, A ehf., réttur aðili að kröfunni. Krafa þessi er annars vegar vegna munatjóns, að fjárhæð 33.683.472 krónur, og miðast við enduröfl unarverð þess búnaðar sem stolið var, auk flutningskostnaðar. Hins vegar er krafist bóta vegna 45 tekjumissis þann tíma sem tók að koma upp nýjum búnaði í stað þess sem stolið var, og er sú krafa að fjárhæð 22.488.093 krónur. Með kröfu brotaþola fylgja reikni ngar vegna kaupa á nýjum búnaði og fylgihlutum, auk flutningskostnaðar. Þá fylgir einnig yfirlit vegna tekjumissis, en það yfirlit var tekið saman af brotaþola. Ljóst er að ákærðu hafa bakað sér bótaábyrgð með því að brjótast inn í gagnaver A og fjarlægja þaðan tölvubúnað og fylgihluti í eigu kröfuhafa, en hlutir þessir hafa ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit lögreglu. Ákærðu, sem allir áttu aðild að þjófnaðinum, verða því dæmdir óskipt til greiðslu skaðabóta vegna munatjóns brotaþola, alls að fjárhæð 3 3.683.472 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018 til 10. október sama ár, en frá þeim degi dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðsludags. Krafa brotaþola vegna tekjumissis þykir hins vegar vanreifuð, enda ekki studd öðrum gögnum en áðurnefndu yfirliti brotaþola sjálfs. Af þeirri ástæðu verður þeim hluta kröfu brotaþola vísað frá dómi. Ákærðu verða á hinn bóginn dæmdir óskipt til greiðslu málskostnaðar lögm anns brotaþola, 450.000 króna. Samkvæmt framlögðu yfirliti nemur sakarkostnaður lögreglu vegna rannsóknar á brotum ákærðu samkvæmt ákæruliðum V - VII, þ.e. Sindra Þórs, Matthíasar Jóns, Péturs Stanislav, Hafþórs Loga, Viktors Inga og X , alls 14.586.805 krón um, og gerir ákæruvaldið kröfu um að ákærðu verði dæmdir til greiðslu þess kostnaðar. Eins og rakið hefur verið hér að framan tóku allir þessir ákærðu þátt í þeim brotum sem hér um ræðir og hafa þeir allir verið sakfelldir fyrir þá þátttöku. Með vísan til 2. mgr. 236. gr. laga nr. 88/2008 verða þeir dæmdir óskipt til greiðslu þeirrar fjárhæðar. Þá verða ákærðu í samræmi við úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. sömu laga dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna skipaðra verjenda sinna, sem ákvörðuð er u með virðisaukaskatti í dómsorði, auk útlagðs kostnaðar og ferðakostnaðar. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði Sindri Þór Stefánsson sæti fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Til frádráttar refsivist hans kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 18. til 22. desember 2017 og frá 2. febrúar til 26. apríl 2018. Ákærði Matthías Jón Karlsson sæt i fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Til frádráttar refsivist hans kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. til 20. desember 2017 og frá 2. febrúar til 19. mars 2018. Upptæk er gerð til ríkissjóðs rafstuðbyssa í eigu ákærða. Ákærði Pétu r Stanislav Karlsson sæti fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar refsivist hans kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 2. til 5. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 2018. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 14,34 g af kókaíni í eigu ákærða. Á kærði Viktor Ingi Jónasson sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði Hafþór Logi Hlynsson sæti fangelsi í 20 mánuði. Ákærði X sæti fangelsi í 15 mánuði, en fresta skal fullnustu 12 mánaða af refsivist hans og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðning u dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádráttar refsivist ákærða kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 1. til 22. febrúar 2018 og frá 13. til 16. mars 2018. Ákærði Y sæti fange lsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu greiði óskipt brotaþola, A ehf., 33.683. 472 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 16. janúar 2018 til 10. október sama ár, en frá þeim degi dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðsludags, auk máls kostnaðar að fjárhæð 450.000 krónur. Ákærðu Sindri Þór, Matthías Jón, Pétur Stanislav, Hafþór Logi, Viktor Ingi og X greiði óskipt allan sakarkostnað lögreglu, alls 14.586.805 krónur. 46 Ákærði Sindri Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgi ls Þorgilssonar lögmanns, 9.275.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins, 75.208 krónur, og ferðakostnaðar hans, 72.160 krónur. Ákærði Matthías Jón greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, 7.863.000 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 87.101 krónu. Ákærði Pétur Stanislav greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 5.481.000 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 66.000 krónur. Ákærði Viktor Ingi greiði málsvarnalaun ski paðs verjanda síns, Áslaugar Láru Lárusdóttur lögmanns, 6.324.000 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 106.260 krónur. Ákærði Hafþór Logi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 3.162.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins að fjárhæð 22.429 krónur. Ákærði X greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 5.481.000 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 175.560 krónur. Ákærði Y greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V. Thordersen lögmanns, 3.478.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar lögmannsins, 22.429 krónur, og ferðakostnaðar hans, 33.000 krónur.