LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 14. janúar 2022 Mál nr. 28/2022 : Ákæruvaldið (Anna Barbara Andradóttir , settur saksóknari ) gegn X (Erlendur Þór Gunnarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. janúar 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samdægurs . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. febrúar 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestu r. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2022 Dómkröfur til þriðjudagsins 8. febrúar 2022, kl. 16:00. Málsatvik Héraðssaksóknari hefur þann 16. desember 2021, gefið út ákæru á hendur ákærðu fyrir að hafa í félagi á árinu 2021 framið eftirtalin brot: I. Stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa dagana 17. 22. september, staðið að innflutn ingi á 3.979,89 g af kókaíni, sem hafði 61 - 76% styrkleika, ætluðum til söludreifingar hér á landi í kniefnin fundust falin í fjórum pakkningum í gólfi bifreiðarinnar við tollskoðun á Íslandi þann 20. september. Lögregla skipti út fíkniefnunum fyrir gerviefni og sóttu Ákærði Y settist í ökumannssæti bifreiðarinnar en ákærða X í framsæti bifreiðarinnar og ók ákærði Y bifreiðina og sótti gerviefnin sem v tvær pakkningar af gerviefni í bakpoka. Ákærða X var handtekin á heimili þeirra síðar sama dag. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Stórfellt f Reykjavík, haft í vörslum sínum 271,30 g af kókaíni, 5,58 g af vímuefninu MDMA og 1.424 stykki af vímuefninu MDMA, sem lögregla fann við húsleit. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa fimmtudaginn 23. september, á heimili n við húsleit. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/ 2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Fram hefur komið í skýrslutökum af ákærðu X að hún kannist við meintan innflutning skv. I. kafla ákæru og þá kannast hún einnig við fíkniefnin sem fundust við húsleitir skv. II. og III. kafla ákæru, kveður þau þó hafa ve rið í eigu ákærða Y. Ákærði Y hefur neitað að tjá sig hvað meint brot varðar. Málið var þingfest þann 7. janúar sl. og neituðu ákærðu bæði sök. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð málsins muni fara fram. Lagarök Ákærðu var gert að sæta g æsluvarðhaldi þann 23. september sl. á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 3 29. september sl. kl. 16 og einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, sbr. R - var með úrskurði Landsréttar í máli nr. 569/2021. Ákærðu var gert að sæta gæslu varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna 29. september sl. til 27. október sl., sbr. R - Landsréttar í máli nr. 575/2021. Ákærðu var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna þann 29. október sl. 23. nóv ember sl., sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. 640/2021. Þann 24. nóvember sl. var henni gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 16. desember sl., sbr. R - li nr. 716/2021 frá 26. nóvember sl. Þann 16. desember sl. var ákærðu gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 12. janúar 2022, sbr. R - Samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggur ákærða nú undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot og b rot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Framangreind brot þykja mjög alvarleg og geta varðað allt að 12 ára fangelsi. Þá er einnig lagt til grundvallar kröfu um gæsluvarðhald að um mikið magn hættulegra fíkniefna er að ræða. Með tilliti til almannahagsmuna þykir nauðsynlegt að ákærða sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar en telja verður að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís að jafn alvarlegu broti og ákærða, gangi laus áður en máli lýkur með dómi þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga eins og hún er sett fram. Niðurstaða Eins og rakið er í greinargerð Héraðssa ksóknara hefur ákærði sætt gæsluvarðhaldi frá 23. september sl., grunaður um að hafa framið brot sem talin eru varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga. Hefur gæsluvarðhald yfir ákærða byggst á því að hann sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi og að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Landsréttur hefur staðfest að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt, sbr. úrskurð réttarins í nr. 639/2021 í máli ákærð a. Ekkert er nú fram komið sem hnekkir þessu mati réttarins. Fram er komið að ákæra var gefin út á hendur ákærða hinn 16. desember sl. og var málið þingfest hinn 7. janúar sl. og aðalmeðferð hefur verið ákveðin 10. febrúar nk. Í ljósi þess sem hér hefur v erið rakið ber að fallast á kröfur Héraðssaksóknara eins og hún er sett fram. Ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Úrskurðarorð þriðjudagsins 8. febrúar 2022, kl. 16:00.