LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. janúar 2022 Mál nr. 712/2021 : Björgólfur Thor Björgólfsson (Reimar Pétursson lögmaður) gegn Vogun hf. og ( Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður ) Halldóri Kristmannssyni (enginn ) Lykilorð Kærumál. Dómsuppkvaðning . Ómerking úrskurðar héraðsdóms. Útdráttur Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings að nýju þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úrskurðu r Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Símon Sigvaldason og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. nóvember 2021. Greinargerð varnaraðila, Vogunar hf., barst réttinum 13. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2021 í málinu nr. E - 3326/2016 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðili, Halldór Kristmannsson, yrði kvaddur fyrir dóm sem vörslumaður skjala, sbr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og skyldaður til að leggja fram greinargerð sína í héraðsdómsmáli nr. E - 1916/2021 fyrir lagt fram í umræddu máli og vísað til í opinberri yfirlýsingu 30. júní 2021. Með úrskurðinum var fallist á þann hluta varakröfu sóknaraðila sem laut að dómskjali nr. 39 í máli nr. E - 1916/2021 og varnaraðil anum Halldóri gert skylt að afhenda sóknaraðila það. Þá var hafnað kröfu sóknaraðila um að varnaraðilanum Halldóri yrði gert skylt að leggja fram dómskjöl nr. 35 - 38 og nr. 40 í sama máli. Kæruheimild er í d - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. 2 Sóknaraði li krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka kröfu sóknaraðila um afhendingu gagna til löglegrar úrlausnar. Til vara krefst sóknaraðili þess að varnaraðilanum Halldóri verði gert að 2 afhenda fyrir d ómi skjöl sem hann hefur lagt fram sem dómskjöl nr. 28, 35 - 38 og 40 í máli nr. E - 1916/2021 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila sem láta málið til sín taka fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili, Vogun hf., krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 4 Varnaraðili, Halldór Kristmannsson, hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Í 2. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið á um að úrskurð sk uli kveða upp þegar í stað í þinghaldi ef unnt er, en að öðrum kosti svo fljótt sem verða má. Málið var tekið til úrskurðar í héraði að loknum munnlegum málflutningi 8. október 2021. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 9. nóvember sama ár. Samkvæmt þessu leið lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var lagt í úrskurð dómara þar til úrskurður var kveðinn upp. Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 bar vegna þessa dráttar að flytja málið á ný nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Má lið var ekki flutt að nýju. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var bókað í þingbók að sótt væri þing af hálfu beggja aðila. Hvorki var bókað að aðilar væru sammála um að flutningur málsins á ný væri óþarfur né lágu fyrir skriflegar yfirlýsingar frá lögm önnum aðila um að þeir teldu ekki þörf á endurflutningi málsins. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný. 6 Kærumálskostnaður úrskurðast ekki . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2021 1 Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 24. september 2021, höfða ði Vogun hf., Miðsandi, Hvalfjarðarsveit, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, með stefnu birtri 26. október 2016, á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni, 55 Clarendon Road, London, W11 4JD, Bretlandi, til greiðslu skaðabóta. 2 Sóknaraðili, stefndi í málinu sjálfu, krefst þess, í þessum þætti málsins, að Halldór Kristmannsson, kt. [...] , Sunnuflöt 48, Garðabæ, verði kvaddur fyrir dóminn sem vörslumaður skjala, sbr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og skyldaður til að leggja fram (a) greinargerð vörsluma nns í héraðsdómsmálinu í Reykjavík nr. E - hann hafi lagt fram í umræddu máli og vísað til í opinberri yfirlýsingu 30. júní 2021. Til vara krefst sóknaraðili þess að framangreindur vörslumaður verði skyldaður til að leggja fram dómskjöl nr. 35 40 í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum. 3 3 Varnaraðili, Halldór Kristmannsson, vörslumaður ofangreindra skjala, krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hrundið og að honum verði ekki gert skylt að afhenda þ au skjöl sem krafist er að hann afhendi, að undanskildu dómskjali nr. 39 í máli nr. E - 1916/2021. 4 Stefnandi málsins hefur kosið að láta málið til sín taka og telst því einnig vera varnaraðili í málinu. Krefst hann þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Málsatvik 5 Í þinghaldi í málinu þann 14. september 2021, sem var fyrsta fyrirtaka eftir að úrskurður Landsréttar frá 9. september 2021, í máli nr. 358/2021, lá fyrir, varðandi mál Málsóknarfélags hluthafa Landsbanka Íslands gegn sóknaraðila, sem rekið er sa mhliða máli þessu hér fyrir dóminum, lagði sóknaraðili fram ljósrit af frétt frá 30. júní 2021, sem birtist á vefsvæði Ríkisútvarpsins, www.ruv.is. Með fréttinni var birt yfirlýsing frá varnaraðilanum Halldóri. Kom þar meðal annars fram að Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, hefði falið lykilstjórnendum fyrirtækisins, þ.á m. Árna Harðarsyni aðstoðarforstjóra og Þór Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbanka Íslands og Straumi, ásamt Halldóri sjálfum, að undirbúa og leiða hópmálsók n gegn sóknaraðila. Málsóknin hefði verið gerð í nafni fyrrum hluthafa Landsbankans, þrátt fyrir að Alvogen, Alvotech, eða Róbert sjálfur, hefðu aldrei verið hluthafar í bankanum. Í yfirlýsingu varnaraðila kom einnig fram að Þór Kristjánsson, fyrrum bankar áðsmaður í Landsbanka Íslands, hefði verið ráðinn til Alvogen á árinu 2010, gagngert til að afhenda upplýsingar sem nýst gætu í fyrirhugaðri málsókn. Hann hefði leitt málið síðastliðin 11 ár fyrir hönd Róberts. Í frétt Ríkisútvarpsins og yfirlýsingu varnar aðila kom enn fremur fram að Halldór hefði afhent tugi tölvupósta og annarra dómskjala með greinargerð sinni til héraðsdóms, í máli sem Alvogen hefði höfðað á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem bæri málsnúmerið E - 1916/2021. Samkvæmt yfirlýsingu varnaraðila staðfesta þessi gögn ofangreinda málavexti og sýna hvernig Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech hafi haft fulla stjórn á umræddri hópmálsókn. 6 Samhliða því að leggja fram áðurnefnda frétt Ríkisútvarpsins og yfirlýsingu varnaraðila, í þinghaldi þann 14. september 2021, boðaði lögmaður sóknaraðila að sóknaraðili hygðist óska eftir því að fá framangreind gögn afhent til framlagningar í málinu. 7 Sóknaraðili krafðist þess við fyrirtöku málsins þann 21. september 2021 að varnaraðilinn Halld ór yrði kvaddur fyrir dóminn, sem vörslumaður skjala, sbr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og skyldaður til að leggja fram (a) greinargerð sína í héraðsdómsmálinu nr. E - lagt fram í umræddu máli og vísað til í opinberri yfirlýsingu sinni 30. júní 2021. Lagði lögmaður sóknaraðila enn fremur fram afrit af tölvubréfasendingum milli hans og lögmanns varnaraðilans Halldórs, þar sem því var hafnað af hálfu varnaraðila að verða v ið áskorun sóknaraðila um að afhenda umrædd skjöl. 8 Framangreindri kröfu sóknaraðila var í áðurnefndu þinghaldi 21. september 2021 andmælt af hálfu stefnanda málsins, sem einnig hefur tekið til varna. 9 Boðað var til nýrrar fyrirtöku þann 24. september 2021 til að fjalla um beiðni sóknaraðila og afstöðu varnaraðila. Í því þinghaldi setti lögmaður sóknaraðila fram varakröfu af hálfu sóknaraðila, þess efnis að krafa hans um afhendingu gagna, undir b - lið hé r að framan, tæki til dómskjala nr. 35 40 í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum. Í sama þinghaldi gerði lögmaður varnaraðilans Halldórs almenna 4 grein fyrir dómskjölum 35 40 í ofangreindu máli. Þá staðfesti hann að umrædd skjöl styddu þá málavaxtalýsingu sem finna mætti í opinberri yfirlýsingu varnaraðila frá 30. júní 2021. Um væri að ræða dómskjöl sem hvert og eitt innihéldi fleiri en eitt skjal eða viðhengi. Nánar tiltekið væri um að ræða tölvupósta milli starfsmanna Alvogen - samstæðunnar og í einhverjum tilvikum til lögmanna, minnisblöð innan úr Landsbanka Íslands, skýrslur um útlánaáhættur, minnisblöð varðandi Samson, minnisblað frá PWC og frá Fjármálaeftirliti, svo og gögn sem staðfestu aðkomu Þórs Kristjánssonar að málinu. Í fyrirtökunni var einnig up plýst að stefnandi málsins hefði í upphafi átt aðild að hópmálsókn á hendur sóknaraðila, en síðar klofið sig út úr henni og höfðað sjálfstætt mál. 10 Við munnlegan flutning um kröfu sóknaraðila, sem fram fór 8. október 2021, lagði lögmaður stefnanda fram tölv upóst frá lögmanni Alvogen í máli nr. E - 1916/2021, þar sem lögmaðurinn gerði stuttlega grein fyrir málinu og efni þeirra skjala sem krafa sóknaraðila lýtur að. Í tölvupóstinum segir essi framlagning sé ekki míns, eins og tölvupóstar starfsmanna h ans og úr netfangi í hans eigu, séu lögð fram í dómsmáli milli ótengdra aðila og varðar á engan hátt umbjóðanda minn. Tel ég eðlilegt að dómari veiti umbjóðanda mínum rétt á að taka afstöðu til þess áður en úrræði skv. 68. gr. laga nr. 91/1991 er beitt gag nvart 11 Lögmaður varnaraðilans Halldórs gerði nokkuð ítarlega grein fyrir þeim skjölum sem liggja að baki dómskjölum nr. 35 40 í máli nr. E - 1916/2021 við munnlegan flutning um kröfu sóknaraðila þann 8. október 2021, en neðangreind frásögn af skjölunum er byggð á lýsingu lögmannsins á umræddum skjölum: Dómskjal 28 er greinargerð varnaraðilans Halldórs í máli nr. E - 1916/2021, sem Alvogen hefur höfðað á hendur honum. Samkvæmt varnaraðila er í þessu dómskjali lýst ýmsum atvikum er varða réttarsamb and varnaraðila við Alvogen - samstæðuna. Í greinargerðinni sé, í málsgreinum 8 13, fjallað um þau skjöl, sem krafa sóknaraðila lúti að, þ.e. dómskjöl nr. 35 40. Þar sé fjallað um hvernig starfsmenn Alvogen hafi staðið fyrir fjölmiðlaumfjöllun og dómsmálum á hendur sóknaraðila, með aðstoð gagna sem Þór Kristjánsson hafi útvegað, m.a. innan úr Landsbanka Íslands og Straumi fjárfestingabanka. Gögnunum sé lýst og þau tengd við starfsmenn Alvogen. Þá sé lýst gervinetföngum og dulnefnum, sem nefndur Þór og varnara ðilinn Halldór hafi nýtt í þessu verkefni. Verði talið að trúnaður ríki um dómskjöl nr. 35 - 40 kunni einnig að ríkja trúnaður um þessa umfjöllun. Þá ríki trúnaður um greinargerðina að öðru leyti. Dómskjal 35 er í raun tvö skjöl samkvæmt lögmanni varnaraðil a. Annars vegar er um að ræða útprentun af Linkedin - síðu varnaraðila, þar sem fram komi að hann og Þór Kristjánsson hafi verið samstarfsmenn hjá Alvogen frá janúar 2010. Hins vegar sé um að ræða tölvupóstkeðju með tveimur tölvupóstum á milli varnaraðila og Þórs. Tölvupóstsamskiptin séu frá 13. nóvember 2011 og þeir hafi notað Alvogen - netföng sín. Í fyrri póstinum biðji varnaraðili Þór að senda sér ákveðin gögn sem tengist Landsbanka Íslands, eins og t.d. lista yfir 100 stærstu áhættur og kaupréttarlista. Þó r svari og biðji varnaraðila að nota ekki þetta tölvupóstfang. Dómskjal nr. 36 kveður varnaraðilinn Halldór að varði tölvupóstsamskipti á milli b.egilsson@gmail.com, sem varnaraðili kveður vera netfang sem hann hafi stofnað til að leka upplýsingum í fjölmi ðla, og starfsemi@gmail.com, sem hafi a.m.k. á þessum tíma verið netfang nafngreinds blaðamanns. Efni tölvupóstanna varði minnisblað um stöðu íslensku krónunnar. Í tölvupóstinum biðji blaðamaðurinn um að fá sent netfang Þórs og hafi varnaraðili sent honum einkanetfang Þórs, Thor.Kristjansson@simnet.is, frá b.egilsson@gmail.com. Jafnframt sé lagður fram 5 í dómskjalinu tölvupóstur frá umræddum blaðamanni frá netfanginu starfsemi@gmail.com, dags. 3. nóvember 2010, þar sem blaðamaðurinn sendi fyrirspurn til Þórs Kristjánssonar, á netfangið Dómskjal nr. 37 segir varnaraðilinn Halldór að sé safn fjölda tölvupósta: Bls. 1, tölvupóstur frá [A1] til varnaraðilans Halldórs, dags. 8. september 2010, í gegnum Alvogen - netföng. Tilgreint efni sé á að tjá sig um BTB. Bls. 2 4, tölvupóstur frá b.egilsson@gmail.com til [NN1], dags. 11. september 6, tölvupóstur frá [NN2], frá netfanginu hengi, sem beri heitið áskorun. Bls. 7 2011, til [NN1], vegna nýrrar auglýsi heldur fram að sé eitt af dulnefnum Þórs Kristjánssonar, dags. 26. október 2011, til varna raðila sjálfs, sendur á Alvogen - vupóstkeðja með tveimur tölvupóstum á milli varnaraðila og Þórs Kristjánssonar, í gegnum Alvogen - netföng þeirra, dags. 19. desember 2011. u nikos.muller@gmail.com, sem varnaraðili heldur fram að sé eitt af dulnefnum Þórs Kristjánssonar. Efni tölvupóstsins lýsi viðhengi, sem sé excel - skjal sem fylgi með póstinum. Excel - skjalið virðist sýna eignarhald Landsbanka Íslands, annars vegar miðað við árið 2006 og síðan miðað við árið 2008. Bls. 14 18, tölvupóstur frá Þór Kristjánssyni, dags. 29. september 2010, frá netfanginu thor.kristjansson@simnet.is, sent á Alvogen - netfang varnaraðila. Tilgreint efni póstsins sé n póstinum fylgi glærukynning varðandi sóknaraðila, [NN3] og [NN4] sem fjárfesta. Bls. 19 22, tölvupóstsamskipti á milli varnaraðila annars vegar, í gegnum Alvogen - netfang hans, og nafngreindrar lögmannsstofu hins vegar, á tímabilinu 10. desember 2010 til 25. janúar 2011, varðandi álit frá lögmannastofunni um hugsanlega málsókn gegn sóknaraðila. Bls. 24, tölvupóstur, dags. 19. október 2011, sendur frá Alvogen - netfangi Þórs Kristjánssonar á Alvogen - netfang varnaraðila, þar sem Þór segist hafa verið að dæla g ögnum á [NN5] þann daginn. Bls. 25 35, jon.s.gunnarsson@gmail.com, sendur á Alvogen - nt skeyti, sem sent hafi verið á netfang lögmanns. Bls. 36, jon.s.gunnarsson@gmail.com á Alvogen - fjal lað stuttlega um ýmis fylgiskjöl, en aðeins eitt þeirra fylgi, þ.e. minnisblað frá Samson eignarhaldsfélagi, dags. 25. október 2005, um fund þess félags með Moody´s. Bls. 42, tölvupóstur, dags. 9. nóvember 2012, frá [A1] til varnaraðilans Halldórs og [A2], í gegnum Alvogen - netföng [NN7], með vangaveltum um kostnað, væntanlega í tengslum við málaferli. Bls. 43, tölvupóstur, dags. 18. október 2013, frá varnaraðilanum Halldóri til [A2], í gegnum Alvogen - netföng þeirra. Tilgreint Kristjánssonar, varnaraðilans Halldórs og [A1]. Bls. 44, tölvupóstur, dags. 20. nóvember 20 13, frá tölvupóstinum virðist vera vísað til kostnaðar vegna málaferla. Bls. 45 56, tölvupóstsamskipti þann 20. júlí 2014, á milli lögmanna annars vegar og varna raðilans Halldórs hins vegar, en afrit sent á [A1], þar sem fjallað sé um hugsanlegan fund með lögmönnum. Sent á Alvogen - netföng varnaraðila og [A1]. Bls. 46, tölvupóstsamskipti á milli [A1], varnaraðilans Halldórs og [A2] þann 28. nóvember 2014, þar sem f jallað sé lauslega um fjármögnun hópmálsóknar. Bls. 47, tölvupóstsamskipti á milli 6 varnaraðila og [A1], með afriti á [A2], þann 1. desember 2014, í gegnum Alvogen - netföng þeirra. Fjallað um áætlanir og hvort [NN5] eigi að vera til staðar í umræðum. Bls. 48 , tölvupóstsamskipti á milli varnaraðila og lögmanna þann 9. mars 2015, þar sem fjallað sé um hugsanlega aðkomu annarra með tölvupóstinum. Bls. 49, tölvupóstur frá [A2] frá 16. mars 2015, með efninu [NN5], þar sem óskað sé eftir upplýsingum um stöðu málaferla. Bls. 50, tölvupóstsamskipti á milli [A1], [A2] og varnara ðilans Halldórs þann 27. nóvember 2014, með afriti á Þór Kristjánsson, allt í gegnum Alvogen - netföng viðkomandi. Umfjöllunarefnið sé bók sem var u.þ.b. að koma út og hvenær [NN5] fari af stað. Dómskjal nr. 38 er safn tölvupósta og skjala, eftir því sem va rnaraðilinn Halldór segir, en gerð er stuttlega grein fyrir hverju skjali fyrir sig hér á eftir: Bls. 1 3, tölvupóstur, dags. 29. september 2010, lvu - engda aðila í sóknaraðila. Tölvupósturinn beri með sér að tvö fylgiskjöl fylgi með honum og séu þau lögð fram með póstinum. Annars vegar sé um að ræða minnisblað og gögn um lánveitingar til Samsons og nafngreinds félags, en hins ve gar sé um að ræða excel - skjal, sem samkvæmt efni sínu sé unnið upp úr Rannsóknarskýrslu Alþingis og árshlutauppgjöri Straums. Bls. 12, tölvupóstur frá [A2] til varnaraðilans Halldórs, í gegnum Alvogen - netföng þeirra, þar sem hugleiðingar komi fram um að se nda frétt á [NN7] um afskriftir sóknaraðila í Landsbankanum. Bls. 13 að viðhengi fylgi, sem beri heitið Burðarási. Bls. 15 Viðhengið sé lagt fram með póstinum og sé um að ræða tvo tölvupósta senda frá [NN8], annars vegar tölvupóst, dags. 10. febrúar 2007, sendan á [NN4]@landsbankinn.is, Thor Bjorgo lfsson, [NN9] og Thor Kristjansson, og hins vegar tölvupóst, dags. 5. janúar 2007, sendan á [NN4]@landsbankinn.is, Thor Kristjansson og Thor Bjorgolfsson, með afriti á [NN9] og [NN10]. Bls. 18 23, tölvupóstur frá fjármálamarkað hugleiðingum um framhald fjölmiðlaumfjöllunar og sáttameðferðar. Bls. 25 35, tölvup óstur frá fjallað um [NN11] og fyrirgreiðslu hennar og tengdra aðila frá Landsbankanum. Með fylgi ýmis viðhengi, þ.m.t. merkt trúnaðarskjöl frá Landsbanka Ísla nds um annars vegar 100 stærstu áhættuskuldbindingar bankans þann 31. mars 2007 og hins vegar 50 stærstu áhættuskuldbindingar frá sama tíma. Þá fylgi einnig yfirlit yfir 100 stærstu áhættuskuldbindingar bankans miðað við 31. mars 2008. Bls. 36 40, tölvupós stu thor.kristjansson@simnet.is, dags. 4. febrúar 2011, til [A3] og varnaraðilan s Halldórs, með afriti á 7 [A2], allt í gegnum Alvogen - Landsbanka Íslands 50, tölvupóstur frá sé fjallað um tengsl BTB og Actavis og rök bankans fyrir því að þessir aðilar teljist aðskildar áhættur. Bls. 51, tölvupóstsamskipti þann 27. ágúst 2011 á milli [A2], Þórs Kristjánssonar og varnaraðila og með samriti til [A1], þar sem fjallað sé um fjölmiðlaumfjöllu n, m.a. vegna hópmálsóknar. Öll samskiptin í gegnum Alvogen - netföng. Bls. 52, tölvupóstsamskipti á milli [NN13], [A2] og varnaraðilans Halldórs, þar sem fjallað sé um fyrirhugaða fjölmiðlaumfjöllun. Bls. 53 55, þessa. Kristjánssonar, varnaraðilans Halldórs og [A1], allt í gegnum A lvogen - netföng. Pósturinn hafi að geyma hugleiðingar um samband sóknaraðila við Landsbankann. Bls. 57 59, sömu samskipti og á bls. 53 55. Bls. 60 72, bréf FME til Landsbanka Íslands, dags. 22. mars 2007, en fylgigögn vanti. Bls. 73, tölvupóstur frá [A2] fr á Alvogen - netfangi hans til [NN13], með afriti á varnaraðila, þ.e. sent á Alvogen - netfang hans. Í tölvupóstinum sé fjallað um málaferli og neitun slitastjórnar LÍ við því að afhenda gögn. Bls. 74 á milli [A1] og varnaraðila, í gegnum Alvogen - netföng þeirra, en að auki sé einn póstur sendur frá [A1] á [NN16]. Sé í þessum gögnum fjallað um gögn og hvort senda eigi þau á [NN13] og hvort ræða eigi við hann. Bls. 79, tölvupóstur frá [A2], dags. 13. febrúar 2015, á [A1], varnaraðilann Halldór og 86, ýmis tölvupósts amskipti á milli [A2] 13. 16. febrúar 2015. Allt sent í gegnum Alvogen - netföng. Fjallað sé um gagnaöflun og leka til fjölmiðla, að því er virðist tengdan só knaraðila. Bls. 87 89, tölvupóstkeðja á tímabilinu frá 16. febrúar 2015 til 16. mars 2015 á milli varnaraðila, [A2], [A1] og Þórs Kristjánssonar, þar sem fjallað sé um fjölmiðlaumfjöllun um sóknaraðila, allt í gegnum Alvogen - netföng. Bls. 90 117, tölvupóst ur frá Landsbanka Íslands, m.a. um tengsl sóknaraðila við aðra lántakendur Landsbanka Íslands, ásamt þýðingum. Bls. 118 o.fl., en honum fylgi einnig minnisblað um þessi tengsl, ásamt gögnum um tiltekið félag. Bls. 123, tölvupóstsamskipti á janúar, beri með sér að fjöldi fylgigagna séu hjálögð en þau séu ekki lögð fram. Dómskjal 39 felur samkvæmt varnaraðila í sér aragrúa af blaðagreinum er varða sóknaraðila og tengda aðila, sem varnaraðili heldur fram að séu afrakstur fjölmiðlaherferðar gegn sóknaraðila og þeim aðilum sem taldir séu honum tengdir. 8 Dómskjal 40 hefu r samkvæmt lögmanni varnaraðila að geyma tölvupóstsamskipti, dags. 12. 13. febrúar 2013, þar sem varnaraðili, Þór Kristjánsson, [A2], [A3] og [A1] eigi í samskiptum. Umfjöllunarefnið sé [NN4] og sóknaraðili. Helstu sjónarmið sóknaraðila 12 Sóknaraðili byggir beiðni sína á 68. gr. laga nr. 91/1991. Telur hann að öll skilyrði þeirrar greinar séu uppfyllt til að varnaraðilinn Halldór verði kvaddur fyrir dóm og skyldaður til að leggja umbeðin skjöl fram. Vísar sóknaraðili til þess að varnaraðili hafi lýst því yfir opinberlega að hann hafi umrædd gögn undir höndum. Þau geti nýst sóknaraðila í vörn sinni í máli stefnanda gegn honum, þar sem meðal annars sé á því byggt að kröfur stefnanda séu fyrndar. Gögnin kunni að varpa ljósi á það hvenær stefnan di hafi mátt vita um tjón sitt og þann sem hann telji að beri ábyrgð á því tjóni, sbr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. 13 Sóknaraðili vísar sömuleiðis til þess að varnaraðilinn Halldór hafi lýst því yfir opinberlega að hann búi yfir gögnu m, sem varpað geti ljósi á það hvernig háttað var vitneskju forvígismanna málaferla á hendur sóknaraðila um atvik mála, allt frá árinu 2010, hvaðan hún var sótt og á hvaða forsendum. Því hafi sömuleiðis verið lýst í greinargerð í öðru máli. Sannað sé með o pinberri yfirlýsingu varnaraðila að gögnin séu til og að þau lúti að tilteknu efni. Gögnin hafi sömuleiðis verið lögð fram í dómi og því ætti að vera vandalaust fyrir varnaraðila að taka þau saman og afhenda þau. 14 Sóknaraðili fellst ekki á það með varnarað ilanum Halldóri að hann geti neitað að afhenda gögnin á trúnaður ríki um innihald þeirra, enda hafi varnaraðili þegar lýst meginefni skjalanna í opinberri yfirl ýsingu og lagt þau fram í dómi. Afhending gagnanna raski lítt lögmætum hagsmunum varnaraðila eða annarra. Afhending þeirra styðjist hins vegar við ríka hagsmuni sóknaraðila, sem felist í því að upplýsa til hlítar atvik dómsmála á hendur honum. Hagsmunir só knaraðila virðist til muna ríkari en þeir hagsmunir sem varnaraðili vísi til. 15 Sóknaraðili telur óþarft að fjalla um hvert og eitt skjal, en gögnin í heild sinni sýni að Þór Kristjánsson, sem hafi setið í stjórn Landsbanka Íslands og fleiri félaga, hafi vei tt óheftan aðgang að gögnum í hans vörslum, allt frá árinu 2010. Hann hafi sömuleiðis afhent gögnin svo að unnt væri að undirbúa mál gegn sóknaraðila. Hin umbeðnu skjöl opinberi sömuleiðis misræmi í frásögn Þórs varðandi aðdraganda þessa máls. Sóknaraðili telur fráleitt að skjölin séu ótilgreind, enda hafi lögmaður varnaraðilans Halldórs gert ítarlega grein fyrir þeim við fyrirtöku málsins. 16 Sóknaraðili vísar til þess að Alvogen hafi ekki borið fyrir sig trúnað hvað varðar tölvupósta, sem sendir hafi verið úr eða í ótengd netföng, jafnvel undir gervinöfnum. Treysti menn sér ekki til að koma fram undir nafni geti þeir ekki heldur borið við trúnaði um þau samskipti sín. Loks fellst sóknaraðili ekki á að trúnaður ríki um samskipti varnaraðilans Halldórs eða ann arra við lögmenn lögmannsstofunnar Landslaga, þar sem ákvæði b - liðar 2. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eigi ekki við eins og hér hátti til. Helstu sjónarmið varnaraðilans Halldórs 17 Varnaraðilinn Halldór Kristmannsson, vörslumaður umræ ddra skjala, sem afþakkaði að leggja fram skriflega greinargerð vegna kröfu sóknaraðila, kveðst ekki reiðubúinn til að verða við áskorun sóknaraðila um afhendingu skjalanna, þar sem því sé meðal annars haldið fram í máli Alvogen á hendur honum, máli nr. E - 1916/2021 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hafi rofið trúnað 9 gagnvart því félagi, meðal annars með því að hitta sóknaraðila sjálfan vegna meintrar óvildar hans í garð forstjóra Alvogen. 18 Varnaraðili gerir sér ekki grein fyrir því að hvaða leyti gögnin geti haft þýðingu í þessu máli. Varnaraðili kveðst hins vegar fullviss um að ef hann afhendir sóknaraðila gögnin, þá verði reynt að nota það gegn honum, almennt og í framangreindu máli Alvogen gegn honum. Honum sé mikið í mun að tryggja að hann brjóti ekk i hugsanlegar trúnaðarskyldur sínar gagnvart fyrrum vinnuveitanda. Hann geti því ekki látið gögnin af hendi, þar sem trúnaður kunni að gilda um þau. Helstu sjónarmið stefnanda 19 Stefnandi málsins byggir andmæli sín gegn framkominni beiðni á því að verið sé a ð gera kröfu um framlagningu á greinargerð í öðru ótengdu máli, sem ekkert sönnunargildi hafi í því máli sem hér sé til meðferðar. Stefnandi vísar til þess að gerð sé krafa um framlagningu á ótilgreindum gögnum sem ekki hafi verið lýst nánar, né heldur úts kýrt hvað skjölin eigi að upplýsa um, en gögnin hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Beiðni sóknaraðila sé því tilhæfulaus og hafi þann eina tilgang að þyrla upp ryki og afvegaleiða málið. Þau skjöl sem krafist sé afhendingar á innihaldi ýmist upplýsingar s em þegar hafi verið lagðar fram í málinu eða teljist þýðingarlausar fyrir það. 20 Stefnandi byggir einnig á því að krafa sóknaraðila uppfylli ekki áskilnað 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 hvað varði skýrleika, þar sem heimildir aðila til að óska eftir gögnum frá þriðja aðila takmarkist við tiltekið skjal eða skjöl. Hagsmuna sóknaraðila sé auk þess nægilega gætt með möguleika hans til að kalla viðkomandi til sem vitni við aðalmeðferð málsins, sbr. 1. mgr. 51.gr. laga nr. 91/1991. 21 Stefnand i vísar sömuleiðis til þess að kröfugerð sóknaraðila sé ekki í samræmi við dómaframkvæmd. Fyrir liggi, meðal annars, að sum þeirra skjala sem krafist sé afhendingar á séu nú þegar í höndum stefnanda. Sóknaraðili geti ekki gert kröfu um að þriðji maður verð i knúinn til að leggja fram skjöl, sem þegar séu í höndum gagnaðila hans. Sóknaraðili hafi ekki beint áskorun til stefnanda um afhendingu skjalanna. Geri hann það hins vegar, og stefnandi verði ekki við kröfu um framlagningu skjalanna, geti dómari skýrt þa ð svo að hann samþykki frásögn sóknaraðila um efni þeirra, sbr. 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Þriðji maður verði hins vegar ekki knúinn til að afhenda með úrskurði skjöl sem ekki sé hægt að knýja stefnanda sjálfan til að leggja fram. 22 Stefnandi mótmælir því að málinu verði frestað frekar, búið hafi verið að taka frá tíma til aðalmeðferðar og ítrekaðir frestir veittir til gagnaöflunar. Málið hafi verið í gangi frá 2016 og nægur tími gefist til að ljúka gagnaöflun. Engu breyti þó umrædd ar upplýsingar hafi fyrst legið fyrir í júní 2021. Nægur tími hafi verið til að bregðast við með viðeigandi hætti og ljúka gagnaöflun, meðal annars í þinghaldi þann 14. september 2021. 23 Loks segir stefnandi það vera hugarburð varnaraðilans Halldórs að gerv inetföng hafi verið notuð við afhendingu gagna. Engin staðfesting liggi fyrir um slíkt. Þá liggi fyrir að lögmannsstofan Landslög hafi samið lögfræðiálit á árinu 2010. Ekki þurfi að koma á óvart þó lögmenn stofunnar hafi móttekið eða búið yfir upplýsingum í því samhengi. Niðurstaða 24 Í máli þessu deila aðilar um hvort fullnægt sé skilyrðum 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að þriðji aðili verði kvaddur fyrir dóm og skyldaður til að afhenda tilgreind skjöl. Í því samh engi er ágreiningur um hvort beiðni sóknaraðila sé nægilega afmörkuð og 10 skýr, hvort þau skjöl sem krafist er afhendingar á geti haft sönnunargildi í málinu, hvort hagsmuna sóknaraðila sé nægilega gætt með möguleikum hans til að leiða vitni í málinu, hvort ákvæði 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 standi því í vegi að skjölin verði afhent og hvort varnaraðilinn Halldór sé mögulega bundinn trúnaði um efni þeirra skjala sem krafist er afhendingar á. Þá er því haldið fram að krafa sóknaraðila s é of seint fram komin. Krafa sóknaraðila ekki of seint fram komin 25 Hvað varðar sjónarmið stefnanda um að krafa sóknaraðila sé of seint fram komin, búið sé að taka frá tíma til aðalmeðferðar og nægur tími og tækifæri hafi gefist fyrir sóknaraðila til að ljúka gagnaöflun fyrr, þá getur dómurinn ekki fallist á að hafna beri beiðni sóknaraðila á þessum forsendum. Aðilar hafa ekki lýst því yfir að þeir hafi lokið öflun sýnilegra sönnunargagna í málinu, sbr. 5. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, og þótt til hagræðingar hafi verið rætt um tiltekinn tíma fyrir aðalmeðferð málsins, þá hefur það ávallt verið með þeim fyrirvara að málið yrði tilbúið til flutnings þegar þar að kæmi. 26 Eins er til þess að líta að þær upplýsingar sem krafa sóknaraðila byggir á virðast fyrst hafa legið fyrir þann 30. júní 2021. Lögmaður sóknaraðila greindi au k þess frá fyrirætlunum sóknaraðila varðandi nefnda gagnaöflun í fyrstu fyrirtöku eftir að úrskurður Landsréttar frá 9. september 2021, í máli nr. 358/2021, lá fyrir, en undirliggjandi mál í því máli er rekið samhliða þessu máli hér fyrir dóminum. Beiðni s óknaraðila um atbeina dómsins var svo lögð fram við fyrirtöku málsins viku síðar. Ekki er því hægt að fallast á að krafa sóknaraðila hafi komið of seint fram, eða að henni verði ekki komið að á þessu stigi málsins. Um lagagrunninn 27 Ákvæði laga nr. 91/1991 e ru meðal annars reist á þeim meginreglum að aðilar í einkamáli hafi forræði, hvor eða hver um sig, á sinni sönnunarfærslu og að þeir geti lagt fram sönnunargögn, sem þeir ýmist hafa þegar í sínum höndum eða afla frá öðrum undir rekstri málsins. Nú er skjal í vörslum manns, sem er ekki aðili að máli og getur þá aðili krafist þess að fá það afhent til framlagningar í máli, ef vörslumanni skjalsins er skylt að afhenda það aðilanum án tillits til málsins, eða efni skjalsins er slíkt að vörslumanni sé skylt að b era vitni um það í málinu, sbr. 3. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991. Aðili sem krefst skjals samkvæmt þessari grein ber sönnunarbyrði fyrir því að skjalið sé til og í vörslum þess sem hann heldur fram, sbr. 4. mgr. sömu greinar. 28 Verði vörslumaður skjals ekki við kröfu aðila um að láta það af hendi getur aðili lagt skriflega beiðni fyrir dómara um að vörslumaður verði skyldaður með úrskurði til að afhenda skjalið fyrir dómi. Telji dómari ekki útilokað að skjalið hafi þýðingu í málinu kveður hann aðila og vörsl umann fyrir dóm og gefur þeim kost á að tjá sig um beiðnina, sbr. 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Að því loknu kveður dómari upp úrskurð ef með þarf um skyldu vörslumanns til að afhenda skjalið, sbr. þó 69. gr. sömu laga. 29 Samkvæmt framansögðu þurfa ákve ðin skilyrði að vera uppfyllt svo að unnt sé að fallast á beiðni aðila um að vörslumaður skjals verði kvaddur fyrir dóm og skyldaður til að afhenda skjal fyrir dómi. Að virtum atvikum málsins eru þau skilyrði meðal annars, (a) að um sé að ræða tiltekið skj al, (b) sem sé þegar til og (c) í höndum vörslumanns. Skjalið þarf auk þess (d) að hafa þýðingu í málinu þannig að vörslumanni væri skylt að bera vitni um skjalið, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991. 30 Af 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/19 91 má sömuleiðis ráða að ekki sé hægt að þvinga gagnaðila í einkamáli til að leggja fram skjal, sem hann hann hefur í vörslum sínum en vill ekki leggja 11 fram. Verði gagnaðili hins vegar ekki við áskorun um að leggja fram skjal, sem hann sannarlega hefur í v örslum sínum, og mótaðili hans á rétt til skjalsins án tillits til málsins, eða efni skjalsins er slíkt að gagnaðila væri skylt að bera vitni um það ef hann væri ekki aðili að málinu, þá getur dómari skýrt það svo að hann samþykki frásögn áskoranda um efni skjalsins, sbr. þó 69. gr. sömu laga. 31 Af dómaframkvæmd má enn fremur ráða að séu aðstæður með þeim hætti að gagnaðili í einkamáli og þriðji maður hafi undir höndum sama skjal, sem mótaðili krefst aðgangs að, þá verði hann að láta nægja að beina áskorun u m framlagningu skjalsins til gagnaðila, á grundvelli 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991, en geti ekki jafnframt freistað þess að fá þriðja mann skyldaðan til að láta skjalið af hendi, á grundvelli 3. mgr. sömu greinar, sbr. 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Má í þessu sambandi meðal annars vitna til dóms Hæstaréttar frá 21. mars 2017, í máli nr. 147/2017. Um skjölin sem krafist er afhendingar á 32 Efni þeirra skjala sem sóknaraðili krefst aðgangs að er í senn margþætt og fjölbreytilegt, eins og sést af framangr eindri upptalningu og lýsingu á skjölunum. Þau dómskjöl í máli nr. E - 1916/2021, dómskjöl nr. 35 40, sem krafa sóknaraðila lýtur að, eru flest hver samsett úr fleiri en einu skjali, auk þess sem sumum skjalanna fylgja viðhengi. Skjölin eru mörg hver yfirgri psmikil og ólík, bæði að efni til og stofni. 33 Sum skjalanna, sem krafist er afhendingar á, virðast við fyrstu sýn tengja stjórnendur og starfsmenn Alvogen við undirbúning að málaferlum gegn sóknaraðila, þ.á m. varnaraðilann Halldór og Þór Kristjánsson, sem gegndi áður trúnaðarstörfum fyrir Landsbanka Íslands og fleiri fyrirtæki. Önnur skjöl varða fyrst og fremst þriðju aðila, sem enga aðkomu hafa að þessu máli, svo að séð verði. Flest skjalanna virðast með einum eða öðrum hætti tengjast starfsemi Landsbanka Íslands á tímabilinu fyrir 7. október 2008, en þann dag var stjórnun bankans tekin yfir af Fjármálaeftirlitinu. 34 Skjölin virðast aðallega hafa að geyma tölvupósta, sem ýmist voru sendir frá eða í netfang viðkomandi hjá Alvogen, eða frá eða í önnur netföng s em tengjast því fyrirtæki ekki með nokkrum hætti, svo að séð verði. Heldur varnaraðilinn Halldór því fram að í sumum tilvikum hafi gervinöfn og netföng verið notuð, en hann og Þór Kristjánsson hafi átt í samskiptum undir leyninöfnum og jafnvel sent tölvupó sta og gögn til lögmanna. Tölvupóstarnir virðast ýmist vera á milli stjórnenda og starfsmanna Alvogen sjálfra, eða þá við blaðamenn eða lögmenn, eftir því sem varnaraðilinn Halldór segir. Sum þeirra fylgiskjala sem fylgja tölvupóstunum virðast eiga rætur a ð rekja til Landsbanka Íslands en önnur eiga sér annan uppruna. Um málsástæður aðila 35 Aðila greinir á um hvort beiðni sóknaraðila sé nægilega afmörkuð til að um sé að ræða tilvísun til tiltekins skjals. Óumdeilt er hins vegar að varnaraðilinn Halldór hefur þegar undir höndum greinargerð sína í máli nr. E - 1916/2021, sem er dómskjal nr. 28 í því máli, og dómskjöl nr. 35 40, svo og vísað til í opinberri yfirlýsingu 30. júní 2021. 36 Verður samkvæmt framansögðu að telja að sóknaraðili hafi fullnægt skyldu sinni samkvæmt 4. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 um sönnun þess að skjalið sé til og í vörslum þess sem hann heldur fram, enda hefur öðru ekki verið borið við. Eftir stendur spurningin um það hvort krafa sóknaraðila beinist að tilteknu skjali en ekki ótilgreindu safni skjala, eins og stefnandi heldur fram. Síðast en ekki síst stendur eftir spurningin um það hvort þau skjöl sem krafist h efur verið afhendingar á og lýst hefur verið hér 12 að framan hafi þýðingu í málinu, þannig að varnaraðilanum Halldóri væri skylt að bera vitni um skjölin og efni þeirra fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991, þar með talið hvort efni einstakra skj ala sé þannig að varnaraðili teljist bundinn trúnaði um efnið. 37 Almennt hefur verið við það miðað að aðilar dómsmáls geti ekki á grundvelli framangreindra ákvæða laga um meðferð einkamála fengið vörsluaðila, sem ekki er aðili máls, skyldaðan til að afhend a sér ótilgreind gögn, sem aðeins er vísað til undir sameiginlegu heiti með tilliti til tegundar þeirra, eða ætlaðs efnis, og enn síður til að búa slík gögn til. Má í þessu samhengi meðal annars vitna til dóms Hæstaréttar frá 13. mars 2017, í máli nr. 43/2 017. 38 Enginn vafi er á því, að mati dómsins, að tilvísun sóknaraðila til greinargerðar vörslumanns í máli nr. E - 1916/2021 telst tilvísun til tiltekins skjals í skilningi framangreindra lagaákvæða. Þá hefur varnaraðilinn Halldór fallist á að afhenda sóknara ðila þau skjöl sem lögð hafa verið fram í ofangreindu máli undir númerinu 39. Meiri vafi ríkir um önnur skjöl, sem krafist er afhendingar á, þ.e. dómskjöl nr. 35 38 og dómskjal nr. 40 í umræddu máli og skjöl sem lögð hafa verið fram undir þeim númerum. 39 Hvað varðar þýðingu umræddra skjala fyrir það mál sem hér er til meðferðar og hvort vörslumanni væri skylt að bera vitni um skjölin af þeim sökum, sbr. 3. mgr. 46. gr., 1. mgr. 51. gr., 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991, þá er til þess að líta að sóknaraðili byggir beiðni sína einkum á því að í málinu geti meðal annars reynt á það hvort ætlaðar kröfur varnaraðila séu fyrndar. Orðrétt segir í t jón sitt og þann sem þeir byggja á að beri ábyrgð, sbr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu 40 Eins og áður segir benda sum þeirra skjala sem krafist er afhendingar á til þess að nafngreindir aðilar, þ.á m. varnaraðilinn Halldór sjálfur, hafi unnið að undirbúningi málaferla gegn sóknaraðila allt frá árinu 2010. Ekki hefur hins vegar verið sýnt fram á hvernig þessir aðilar tengjast stefnanda sérstaklega, að öðru leyti en því að svo virðist sem undirbúningsvinna varnaraðilans Halldórs og samstar fsmanna hans hafi miðað að því að hefja málsókn fyrrum hluthafa Landsbanka Íslands gegn sóknaraðila. Stefnandi hafi svarað kalli um að vera með í slíkri málsókn í upphafi, en síðar dregið sig út úr hópnum og höfðað sjálfstætt mál á hendur sóknaraðila. Þá h afi sama lögmannsstofa komið að undirbúningsaðgerðum málaferla á hendur sóknaraðila og máli stefnanda á hendur honum. 41 varnaraðilinn Halldór hefur lagt fram í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum, sem dómskjöl nr. 35 40 í því máli, án þess að gera nákvæma grein fyrir hverju og einu skjali og hvernig það geti haft þýðingu í því máli sem hér er til meðferðar. Er svo að sk ilja að sóknaraðili telji að skjölin í heild geti varpað ljósi á það hvenær í tíma stefnandi hafi búið yfir nægilegum upplýsingum um ætlað tjón sitt og hverjum sé þar um að kenna, þannig að hann gæti höfðað mál á hendur viðkomandi. 42 Dómurinn getur ekki fal list á það með sóknaraðila að framangreind afmörkun sé fullnægjandi samkvæmt 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991, eins og hér stendur á, heldur verður að gera þá kröfu til sóknaraðila að hann tilgreini sérstaklega þau skjöl sem varnaraðilin n Halldór hefur undir höndum og sóknaraðili telur að geti haft þýðingu í þessu samhengi. Þá verður jafnframt að gera þá kröfu til sóknaraðila að hann skýri sérstaklega með hvaða hætti það geti verið, í hverju og einu 13 tilviki fyrir sig. Ekki nægir í því sam hengi að vitna til gagnanna í heild, með þeirri almennu staðhæfingu að þau geti eftir atvikum varpað ljósi á upphafstíma fyrningar í málinu. 43 Eins og áður segir er efni skjalanna ólíkt, tilurð þeirra sömuleiðis, sum þeirra voru send eða móttekin í gegnum netföng fyrrum vinnuveitanda varnaraðilans Halldórs en önnur ekki, sum skjalanna virðast tengjast sóknaraðila beint en önnur ekki, sum skjalanna kunna að innihalda samskipti lögmanna við umbjóðendur sína o.s.frv. Vegna þess hversu margbrotin og ólík skjöli n eru innbyrðis er ekki hægt að leggja almennt mat á gögnin og þýðingu þeirra fyrir málið. Á sama hátt er ekki hægt að komast að niðurstöðu um það hvort varnaraðilanum Halldóri væri skylt að bera vitni um efni skjals, eða hvort hann sé bundinn trúnaði um e fni þess, nema hvert og eitt skjal verði skoðað. 44 Nánari afmörkun og greining á þeim skjölum sem sóknaraðili telur að geti haft þýðingu í máli þessu er með öðrum orðum forsenda þess að dómurinn geti lagt mat á það hvort varnaraðilanum Halldóri væri skylt a ð bera vitni um hlutaðeigandi skjal í málinu, sbr. 1. mgr. 51. gr. og 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991, svo og hvort varnaraðili geti verið bundinn trúnaði um efni skjalsins, sbr. t.a.m. b - og d - liði 1. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991, eða eftir atvikum aðra stafliði þeirrar málsgreinar. Slíkt mat verður sem samsett eru úr mörgum skjölum. 45 Nánari afmörkun og greining á þeim skjölum sem sóknaraðili telur að geti haft þýðingu í máli þessu er sömuleiðis forsenda þess að dómurinn geti tekið afstöðu til þeirrar málsástæðu stefnanda að sóknaraðili geti ekki krafist þess að þriðji maður afhendi skjöl, sem þegar eru í höndum gagnaðila hans, sbr. annars vegar 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 68. gr. og hins vegar 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. 46 Að þessu virtu og öðru sem rakið hefur verið hér að framan, svo og að teknu tilliti til þess hvernig krafa sóknaraðila er fram sett, verður ekki talið að sóknaraði li hafi fært viðhlítandi rök fyrir því að þau skjöl sem hann krefst afhendingar á, þ.e. skjöl sem hafa verið lögð fram sem dómskjöl nr. 35 - 38 og nr. 40 í máli nr. E - 1916/2021, geti haft þýðingu fyrir það mál sem hér er til meðferðar, sbr. 3. mgr. 46. gr., 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Brestur þegar af þeirri ástæðu skilyrði til að fallast á kröfu hans um að varnaraðilinn Halldór verði skyldaður til að afhenda sóknaraðila þessi skjöl til framlagningar í þessu máli. 47 Ólíkt því sem á við um dómskjöl nr. 35 38 og nr. 40 í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum hefur sóknaraðili krafist þess sérstaklega að varnaraðilinn Halldór leggi fram greinargerð sína í máli nr. E - 1916/2021, sem er óumdeilanlega tiltekið skjal, sem dómurinn getur tekið afstöðu til á grundvelli 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Þá hefur varnaraðili samþykkt að afhenda dómskjal nr. 39 eins og áður segir. 48 Fram kom af hálfu lögmanns varnaraðila að meginefni greinargerðarinnar væri þess eðlis að um trúnaðarmál væri að ræða á milli hans og fyrrum vinnuveitanda hans. Í greinargerðinni væri auk þess að finna almenna lýsingu á efni dómskjala nr. 35 40 í máli nr. E - 1916/2021, en ekki væri útilokað að trúnaður ríkti um hluta þeirrar lýsingar. Hvað sem því líður fær dómurinn ekki séð að greinargerð varnaraðila í óskyldu máli, á milli óskyldra aðila, geti haft sönnunargildi í því máli sem hér er til meðferðar. Eru þeg ar af þeirri ástæðu ekki forsendur til að varnaraðili verði skyldaður til að afhenda 14 sóknaraðila greinargerðina til framlagningar í máli þessu, sbr. 3. mgr. 46. gr., 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. 49 Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan er aðal - og varakröfum sóknaraðila hafnað, að öðru leyti en því að fallist er á að varnaraðilinn Halldór afhendi sóknaraðila skjöl sem hann hefur lagt fram í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum, sem dómskjal nr. 39 í því máli, enda er því ekki mótmælt af hálfu varnaraðilans Halldórs. 50 Af hálfu sóknaraðila flutti málið Reimar Pétursson lögmaður. 51 Af hálfu varnaraðilans Halldórs flutti málið Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður. 52 Af hálfu stefnanda flutti málið Jóhannes Bjarni Björnsson lö gmaður. 53 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að varnaraðili, Halldór Kristmannsson, verði kvaddur fyrir dóminn sem vörslumaður skjala, sbr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og skyldaður til að leggja fram (a) greinargerð sína í héraðsdómsmáli nr. E - hafi lagt fram í umræddu máli og vísað til í o pinberri yfirlýsingu 30. júní 2021. Fallist er á þann hluta varakröfu sóknaraðila sem lýtur að dómskjali nr. 39 í máli nr. E - 1916/2021 og varnaraðilanum Halldóri gert skylt að afhenda sóknaraðila skjöl sem hann hefur lagt fram í máli nr. E - 1916/2021 hér fyrir dóminum, sem dómskjal nr. 39 í því máli. Hafnað er varakröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert skylt að leggja fram dómskjöl nr. 35 38 og nr. 40 í máli nr. E - 1916/2021 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.