LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. maí 2022. Mál nr. 11/2021 : Nordic Luxury ehf. ( Magnús Guðlaugsson lögmaður ) gegn Sintija Divra ( Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður) Lykilorð Fæðingarorlof. Uppsögn. Skaðabætur. Útdráttur S var ráðin til starfa hjá N ehf. 8. apríl 2019 án þess að gerður væri við hana skriflegur ráðningarsamningur. Henni var sagt upp 27. júní 2019. Fyrir uppsögnina hafði S upplýst stjórnarformann N ehf. um að hún væri þunguð. Deildu málsaðilar um það hvort N ehf. hefði með uppsögninni brotið gegn 30. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof. Í dómi Landsréttar kom fram að uppfyllt hefðu verið skilyrði þess ákvæðis um tilkynningu þungunar til vinnuveitanda. Enginn rökstuðningur hefði fylgt uppsögn S og því hefði hún farið gegn 30. gr. laga nr. 95/2000 sem varðaði skaðabótaskyldu samkvæmt 31. gr. sömu laga. Var N ehf. dæmt til að greiða S bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem námu launum fram að fæðingu barns auk bóta sem námu þriggja mánaða l aunum í uppsagnarfresti. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Arnfríður Einarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 11. janúar 2021 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 5. nóvember 2020 í málinu nr. E - 853/2020 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefndu en til vara að kröfur hennar verði st órlega lækkaðar. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum málsins er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Með honum var fallist á kröfu stefndu um greiðslu skaðabóta úr hendi áfrýjanda vegna ólögmætrar uppsagnar stefndu sem námu launum fram að fæðingu barns hennar, auk bóta sem námu þriggja mánaða 2 launum á uppsagn arfresti. Enginn ágreiningur er með aðilum um tölulegan útreikning stefndu á kröfu sinni. 5 Af hálfu áfrýjanda voru lagðar fram fyrir Landsrétti yfirlýsingar fyrirsvarsmanns áfrýjanda, Marinu Safonovu, og vitnanna Tracy Leigh Cantrell, Martynu Önnu Zapart, H elgu K. Óskarsdóttur, Ingibjargar Hlínardóttur, Katerinu Eremeevu, Nataliu Panchenko og Liubov Gorlovu. Fyrirsvarsmaðurinn og vitnin gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í Landsrétti. Áfrýjandi lagði einnig fram námsefni fyrir nýja starfsmenn sem hefja stö rf hjá félaginu. Þá lagði stefnda fram þrjú meðmælabréf. Niðurstaða 6 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi hóf stefnda störf hjá áfrýjanda 8. apríl 2019 án þess að gerður væri við hana skriflegur ráðningarsamningur. Lýtur deila málsaðila að því hvort áfrý jandi hafi brotið gegn ákvæðum 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof með því að segja stefndu upp störfum með uppsagnarbréfi 27. júní 2019. 7 Í framangreindri 30. gr. laga nr. 95/2000 eru ákvæði sem fela í sér vernd gegn uppsögnum við þær a ðstæður sem þar er lýst. Samkvæmt lagagreininni er óheimilt að segja þungaðri konu upp störfum nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Samkvæmt 31. gr. laganna varðar það skaðabótaskyldu ef vinnuveitandi brýtur gegn ákvæðum laganna. Hinn 1. janúar 2021 tóku gildi ný lög um fæðingar - og foreldraorlof nr. 144/2020 og eru 50. og 51. gr. þeirra sama efnis og ákvæði fyrrgreindra 30. og 31. gr. laga nr. 95/2000. 8 Óumdeilt er að stefnda var þunguð þegar henni var sagt upp störfum og þá er jafnframt ágreiningslaust að stefnda upplýsti stjórnarformann áfrýjanda um að svo væri áður en til uppsagnar hennar kom. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi er ekki mælt fyrir um það í 30. gr. laga nr. 95/2000 að tilkynning star fsmanns um þungun skuli vera skrifleg. Verður því lagt til grundvallar að uppfyllt séu ákvæði lagagreinarinnar um tilkynningu þungunar til vinnuveitanda. 9 Orðalag fyrrgreinds uppsagnarbréfs 27. júní 2019 verður ekki skilið á annan veg en þann, að með því hafi áfrýjandi sagt stefndu upp störfum með einnar viku uppsagnarfresti. Engan rökstuðning er að finna í bréfinu um ástæður uppsagnarinnar, svo sem mælt er fyrir um í framangreindu lagaákvæði. Af gögnum málsins verður ráðið að þær ástæður, sem áfrýjandi kv eður hafa legið til grundvallar uppsögninni og hann telur vera gildar ástæður uppsagnar í skilningi framangreinds lagaákvæðis, voru fyrst hafðar uppi í bréfi lögmanns áfrýjanda til VR 10. september 2019. 10 Samkvæmt framangreindu liggur fyrir í málinu að stef nda var barnshafandi þegar henni var sagt upp störfum hjá áfrýjanda 27. júní 2019 og að hún hafði áður en til uppsagnarinnar kom tilkynnt áfrýjanda um að svo væri. Í lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 95/2000 segir að til þess að ákvæði 30. gr. nái tilgangi sínum sé nauðsynlegt að vinnuveitanda verði gert skylt að láta skriflegan 3 rökstuðning fylgja uppsögn. Sem fyrr greinir fylgdi enginn rökstuðningur uppsögninni. Fór uppsögnin því gegn ákvæði 30. gr. þágildandi laga nr. 95/2000 sem varð ar skaðabótaskyldu samkvæmt 31. gr. sömu laga. Svo sem áður er getið er ekki ágreiningur með aðilum um tölulegan útreikning stefndu á kröfu hennar. Þegar af framangreindum ástæðum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. Koma því ekki til skoðunar að rar málsástæður sem áfrýjandi hefur teflt fram til stuðnings dómkröfum sínum. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður jafnframt staðfest niðurstaða hans um greiðslu málskostnaðar í héraði. 11 Eftir framangreindum úrslitum verður áfrýjanda gert að gr eiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Nordic Luxury ehf., greiði stefndu, Sintija Divra, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 5. nóvember 2020 Með stefnu þingfestri 25. mars 2020 höfðaði Sintija Divra, kt. , Hamrahlíð 39, 105 Reykjavík, mál á hendur Nordic Luxury ehf., kt. , Austurhrauni 3, 210 Garðabæ. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda laun og orlof að fjárhæð kr. 6.386.500, - ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2019 til 1. september 2019 af kr. 395.200, - og frá þeim degi af kr. 915.200, - til 1. október 2019 og frá þeim degi af kr. 1.435.200, - til 1. nóvember 2019 og frá þeim degi af kr. 1.955.200, - til 1. desember 2019 og frá þeim degi af kr. 2.475.200, - til 1. janúar 2020 og frá þeim degi af kr. 2.995.200, - til 1. febrúar 2020 og frá þeim degi af kr. 3.515.200, - til 1. mars 2020 og frá þeim degi af kr. 3.619.200, - til 1. september 2020 og frá þeim degi af kr. 4.049.600, - til 1. október 2020 og frá þeim degi af kr. 4.587.600, - til 1. nóvember 2020 og frá þeim degi af kr. 5.125.600, - til 1. desember 2020 og frá þeim degi af kr. 6.386. 500, - til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar en til vara lækkunar á dómkröfum. Fór aðalmeðferð málsins fram þann 26. október sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Málavextir eru þeir að stefnandi hóf störf hjá stefnda 8. apríl 2019 í fullu starfi til reynslu í þrjá mánuði. Voru umsamin laun 520.000 krónur á mánuði. Samkvæmt frásögn stefnanda upplýsti hún fyrirsvarsmann stefnda, Halldór Kristjánsson, þann 14. júní 2019 um að hún væri ófrísk. Var það staðfest af fyrirsvarsmanni stefnda fyrir dóminum. Þann 27. júní 2019 var stefnanda sagt upp störfum af starfsmanni stefnda með uppsagnarbréfi og var uppsagnarfrestur ein vika. Í framhaldi leitaði stefnandi ti l VR sem mótmælti uppsögninni þann 3. júlí 2019 á grundvelli þess að óheimilt væri að segja þunguðum konum upp störfum með vísan til 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingarorlof. Í uppsagnarbréfinu, sem liggur fyrir í göngum málsins, segir að þriggja mánaða ráðningu sé að ljúka og uppsagnarfrestur sé ein vika. Stefnandi staðfestir móttöku uppsagnarbréfsins með undirritun sinni. 4 Í gögnum málsins liggur fyrir bréf dagsett 3. júlí 2019 frá VR til stefnda þar sem uppsögninni er mótmælt. Þá liggur fyrir bréf VR til stefnda dagsett 21. ágúst 2019 þar sem stefndi er krafinn um greiðslu launa fyrir hönd stefnanda. Þann 10. september 2019 ítrekar lögmaður stefnanda kröfu hennar á hendur stefnda. Þann sama dag mótmælti lögmaður stefnda launakröfu stefnanda í bréfi til VR. Með bréfi, dagsettu 1. október 2019 til lögmanns stefnanda, mótmælti lögmaður stefnda launakröfu stefnanda og kvað uppsögnina stafa af því að stefnandi hafi ekki valdið starfi sínu. Var stefna birt stefnda þann 18. mars 2020. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því að hún hafi hafið störf hjá stefnda þann 8. apríl 2019 í fullu starfi. Umsamin laun hafi verið 520.000 krónur á mánuði. Þann 14. júní 2019 hafi stefnandi upplýst fyrirsvarsmann stefnda, Halldór Kristjánsson, um að hún v æri ófrísk. Þann 27. júní 2019 hafi stefnanda verið sagt upp störfum af Maríönnu Sofanova, starfsmanni stefnda, með uppsagnarbréfi og hafi uppsagnarfrestur verið ein vika. Stefnandi kveðst hafa gert Maríönnu grein fyrir að hún hefði upplýst Halldór um að h ún væri ófrísk og spurt hvort hún vissi af því að það væri verið að segja henni upp störfum. Hún sagði svo vera og vildi ekki falla frá uppsögn. Stefnandi byggir kröfu sína á 30. gr. laga nr. 95/2000 þar sem segi að óheimilt sé að segja upp þungaðri konu og foreldri í fæðingarorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skuli þá fylgja rökstuðningur. Stefndi hafi ekki rökstutt að gildar ástæður séu fyrir hendi. Það að stefnandi hafi ekki staðið sig í starfi sem réttlæti uppsögn sé harðlega mótmælt. Stefna ndi hafi haft mikla starfsreynslu við bókanir og hafði fengið góð meðmæli. Þá hafi aldrei verið gerð athugasemd við störf stefnanda á starfstímanum. Staðhæfingar um að hún hafi ekki staðið sig í starfi eigi því ekki við nein rök að styðjast. Rétt sé að get a þess að engu máli skipti hve lengi starfsmaður hefur gegnt starfi sínu eða hvort hann sé á fyrstu þremur mánuðum í starfi, samanber Hæstaréttardóm nr. 61/2004. Sönnunarbyrðin hvílir á stefnda um að aðrar ástæður en að stefnandi hafi tilkynnt um þungun ha fi verið ástæða uppsagnar. Þá byggir stefnandi á því að hún njóti réttarverndar skv. fæðingarorlofslögum gagnvart uppsögn eftir að hafa tilkynnt um þungun enda hafi því aldrei verið mótmælt. Stefnandi gerir kröfu um bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem ne mi launum fram að fæðingu barns auk bóta sem nemi þriggja mánaða launum í uppsagnarfresti. Barnið hafi fæðst 17. febrúar 2020 og eigi stefnandi kröfu til launa fram að fæðingu og þriggja mánaða uppsagnarfrest frá næstu mánaðamótum að telja, en uppsagnarfre stur sé þrír mánuðir eftir sex mánaða starf skv. gr. 12.1 í kjarasamningi VR og SA. Stefnandi eigi því rétt til launa, til töku fæðingarorlofs ásamt uppsagnarfresti. Samkvæmt launaseðli í júní hafi verið greidd laun, 1,24 eining, og var 0,24 eining greidd af launum vegna júlí 2019. Eftirstöðvar júlí 2019 séu því 395.200 krónur. Þá sé gerð krafa um 520.000 króna mánaðarlaun fyrir ágúst, september, október, nóvember og desember 2019. Einnig sé gerð krafa um 520.000 krónur vegna janúar 2020 og 20% hlutfall af launum vegna febrúar 2020 að fjárhæð 104.000 krónur (520.000, - x 20%) auk 10,17% orlofs að fjárhæð 368.073 krónur (3.619.200, - x 10,17%), þ.e. til og með 6. febrúar 2020. Samkvæmt kjarasamningi VR og SA áttu laun stefnanda að hækka frá 1. apríl 2019 um 1 8.000 krónur. Hækka því mánaðarlaun í 538.000 krónur. Að sex mánuðum liðnum ætti stefnandi rétt á að koma aftur til starfa þann 17. ágúst 2020 og sé gerð krafa um 80% hlutfall af launum í ágúst 2020 eða alls að fjárhæð 430.400 krónur ( 538.000, - x 80%) auk 10,17% orlofs að fjárhæð kr. 43.772, - (430.400, - x 10 ,17%). Kjarasamningsbundinn uppsagnarfrestur stefnanda séu því september, október og nóvember 2020. Gerð sé krafa um 538.000 krónur á mánuði á uppsagnarfresti auk orlofs, 10,17%, eða 164.144 krónur (1.614.000, - x 10,17%). Þá eigi stefnandi rétt til hlutfa lls af orlofs - og desemberuppbótum. Orlofsuppbót sé samkvæmt kjarasamningi árið 2020 51.000 krónur og miðist við 45 vikur. Stefnandi hafði samkvæmt útgefnum launaseðlum áunnið sér hlutfall af orlofsuppbót, 33 vikur, og sé gerð krafa um það að fjárhæð 37.4 00 krónur ((51.000/45) x 33). 5 Orlofsuppbót sé samkvæmt kjarasamningi árið 2021 52.000 krónur og miðist við 45 vikur. Stefnandi hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum áunnið sér hlutfall af orlofsuppbót, 11 vikur, og sé gerð krafa um það að fjárhæð 12.711 krón ur ((51.000/45) x 11). Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningi árið 2019 92.000 krónur og miðist við 45 vikur. Stefnandi hafi skv. útgefnum launaseðlum áunnið sér hlutfall af desemberuppbót, 31 viku, og sé gerð krafa um það að fjárhæð 63.378 krónur ((92.0 00/45) x 31). Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningi árið 2020 94.000 krónur og miðist við 45 vikur. Stefnandi hafi samkvæmt útgefnum launaseðlum áunnið sér hlutfall af desemberuppbót, 16 vikur, og er gerð krafa um það að fjárhæð 33.422 krónur ((94.000/4 5) x 16). Krafan sundurliðast sem hér segir: Samkvæmt gr. 1.9 í kjarasamningi VR og SA eiga laun að greiðast fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun séu greidd fyrir. Að auki skal vinnuveitandi greiða áunnið orlof til launþega við lok ráðningarsambands skv. 8. gr. orlofslaga nr. 30/1987. Þar sem innhe imtutilraunir, samanber bréf frá VR dags. 21. ágúst 2019 og ítrekunarbréf frá Guðmundi B. Ólafssyni hrl. dagsett 10. september 2019, hafa reynst árangurslausar sé málshöfðun nauðsynleg. Kröfur sínar styður stefnandi við lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaup s, lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, lög nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna, lög nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof, meginreglur kröfuréttar, meginreglur vinnuréttar, kjarasamning VR og SA og bókanir sem telja st hluti kjarasamninga. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 129. gr. 4. tl. um vexti af málskostnaði. Einnig e r krafist virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að fullkomlega löglega hafi verið að því staðið að stefnandi var látin hætta störfum hjá ste fnda að loknum reynslutíma hennar og hún hafi ekki fengið fastráðningu. Stefndi telur 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof alls ekki eiga við um starfslok stefnanda en stefnandi byggi eingöngu kröfur sínar á þeim lögum. Þá hafi stefnandi ekki gert athugasemdir við uppsögn hennar. Stefndi byggir á því að af 30. gr. laganna svo og frumvarpi sé ljóst að tilgangur þessa ákvæðis sé Mism. vegna júlí 2019 kr. 395.200, - Laun v. ágúst 2019 kr. 520.000, - Laun v. september 2019 kr. 520.000, - Laun v. október 2019 kr. 520.000, - Laun v. nóvember 2019 kr. 520.000, - Laun v. desember 2019 kr. 520.000, - Laun v. janúar 2020 kr. 520.000, - Laun til og með 6. febrúar 2020 kr. 104.000, - Orlof á laun 10,17% kr. 368.073, - Laun frá 7. ágúst 2020 kr. 430.400, - Orlof 10,17% á laun í ágúst 2020 kr. 43.772, - Laun í uppsagnarfresti v. september 2020 kr. 538.000, - Laun í uppsagnarfresti v. október 2020 kr. 538.000, - Laun í uppsagnarfresti v. desember 2020 kr. 538.000, - Orlof á uppsagnarfrest 10,17% kr. 164.144, - Orlofsuppbót 2020 kr. 37.400, - Orlofsuppbót 2021 kr. 12.711, - Desemberuppbót 2019 kr. 63.378, - Desemberuppbót 2020 kr. 33.422, - Höfuðstóll kr. 6.386.500, - Samtals kr. 6.386.500, - 6 að koma í veg fyrir að starfsmanni sé sagt upp störfum eingöngu vegna þess að starfsmaður sé ófrískur og ætli að h efja töku f æðingar - eða foreldraorlofs eða sé í fæðingar - eða foreldraorlofi. Ákvæðinu sé hvorki ætlað að útiloka uppsögn af öðrum ástæðum né að þvinga atvinnurekendur til að hafa á launaskrá starfsfólk sem alls ekki ræður við þau störf sem þeim eru falin. Þá sé samkvæmt greinargerðinni fortakslaust skilyrði að starfsmaður hafi tilkynnt skriflega um að hann ætli að nýta sér rétt til töku fæðingar - eða foreldraorlofs. Slík tilkynning hafi aldrei borist frá stefnanda né yfirhöfuð neinar upplýsingar um mögulega þungun hennar. Meira að segja lögmaður hennar sem ritar stefnuna viti það ekki. Þegar af þeirri ástæðu eigi ákvæði 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof ekki við í máli þessu og beri því að sýkna stefnda. Fari svo ólíklega að þrátt fyrir þessa vöntun á skriflegri tilkynningu, og raunar öllum upplýsingum um mögulega þungun stefnanda, telji dómstóll að 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof eigi við í máli þessu beri samt sem áður að sýkna stefnda vegna þess að ástæður uppsa gnarinnar séu fullkomlega réttar og málefnalegar og hafi ekkert með hugsanlega þungun stefnanda að gera. Ástæður uppsagnarinnar séu að stefnandi hafi ekki valdið starfinu. Frá upphafi hafi stefnanda virst skorta alla þekkingu og áhuga á að læra það starf sem hún var ráðin til. Hún hafi ekki leitað eftir leiðsögn heldur framkvæmt eitthvað. Yfirfara hefði þurft öll hennar verk og hún ekki tekið leiðsögn heldur reiðst vegna þess. Tvisvar á reynslutímanum hafi stefnandi fengið athugasemdir frá framkvæmdastjóra stefnda en þrátt fyrir það hafi vinnuframlag stefnanda ekki batnað. Stefnandi hafi gert mjög mörg mistök á starfstímanum og sum alvarleg. Hafi niðurstaða verið í lok reynslutímans að óska ekki eftir frekari framlagi frá stefnanda. Þá byggir stefndi á gre inargerð Tracy Leigh Cantrell en þar komi skýrt fram að stefnandi réði alls ekki við það starf sem hún var ráðin til, sýndi ekki neinn vilja eða áhuga til þess að bæta sig og reyna að læra starfið, en reiddist öllum leiðréttingum og leiðbeiningum sem hún f ékk. Þá kemur fram að samstarfsfólk hennar taldi deildina, Bookings & operations, betur mannaða án stefnanda en með henni. Stefnanda hafi verið sagt upp störfum hinn 27. júní 2019 með uppsagnarbréfinu. Af tillitssemi við stefnanda hafi ástæður uppsagnarin nar ekki verið tilgreindar í bréfinu en henni að sjálfsögðu skýrt frá þeim við uppsögnina. Þá hafi henni verið boðið að hafa þær skriflegar í uppsagnarbréfinu en hún ekki viljað það þar sem það gæti gert henni erfiðara fyrir með vinnu í framtíðinni. Stefnd i byggir varakröfu sína á sömu málsástæðum og lagarökum og aðalkröfu en auk þess sé byggt á því að telji dómstóllinn stefnanda eiga einhverja kröfu á hendur stefnda vegna starfs hennar þá beri að draga frá þeirri kröfu það tjón sem hún hafi valdið stefnda, bæði beint tjón með töpuðum viðskiptum og óbeint með því að skaða mannorð stefnda, með því að sinna ekki starfsskyldum sínum með þeim hætti að kröfur og væntingar viðskiptamanna hans hafi verið uppfylltar. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda sem allt o f hárri og ekki í samræmi við lög. Þá sé þess krafist að verði fallist á kröfur stefnanda að einhverju leyti verði vextir ekki reiknaðir fyrr en við dómsuppsögu. Málskostnaðarkrafa stefndu byggist á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skýrslu r fyrir dómi. Stefnandi og fyrirsvarsmaður stefnda, Kristinn Halldórsson, gáfu skýrslu fyrir dómi ásamt vitninu Ingibjörgu Hlínardóttur. Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þörf krefur við úrslausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Í máli þe ssu krefst stefnandi þess að stefndi greiði henni laun á uppsagnarfresti á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að segja henni upp störfum eftir að hún tilkynnti vinnuveitanda sínum um að hún væri barnshafandi. Stefndi kveðst hafa haft málefnalegar ástæ ður til uppsagnarinnar og krefst sýknu en til vara að krafa stefnanda verði lækkuð. Í máli þessu er ágreiningslaust að stefnandi hóf störf hjá stefnda 8. apríl 2019 og var sagt upp störfum með uppsagnarbréfi þann 27. júní 2019. Enginn ráðningarsamningur v ar gerður á milli aðila. 7 Þá er ágreiningslaust að stefnandi upplýsti fyrirsvarsmann stefnda um að hún væri þunguð um miðjan júnímánuð eða í beinu framhaldi þess að hún kom frá lækni. Staðfesti fyrirsvarsmaður stefnda það fyrir dóminum en taldi það vera trú naðarupplýsingar sem honum hefði verið óheimilt að fara með lengra. Fyrirsvarsmaður stefnda var yfirmaður stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefnda hafi verið óheimilt að segja stefnanda upp störfum eftir að hann fékk upplýsingar um að hún væri þunguð og krefst launa á grundvelli 30. og 31. gr. laga nr. 95/2000. Stefndi mótmælir því og vísar til þess að stefnandi hafi aldrei upplýst stefnda skriflega um að hún væri þunguð og því ættu lög nr. 95/2000 ekki við í þessu máli. Þá byggir stefndi e innig á því að stefnandi hafi verið á þriggja mánaða reynslutíma og hafi honum verið heimilt að segja henni upp með viku fyrirvara á þeim grundvelli að hún hafi ekki valdið starfinu. Hafi það verið forsenda uppsagnarinnar. Stefndi byggir á því að í fyrst a lagi hafi stefnandi verið ráðin til reynslu í þrjá mánuði auk þess sem hún hafi ekki valdið starfinu og því hafi uppsögnin verið málefnaleg. Vitnið Ingibjörg kvaðst fyrir dóminum hafa starfað samsíða stefnanda hjá stefnda um tíma. Aðspurð kvaðst hún hafa vitað til þess að einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við störf stefnanda og hafi vitnið tekið við verkefnum frá stefnanda sem voru í gangi eftir að stefnandi lét af störfum og kvað vitnið einhverjar smávillur hafa verið í vinnu hennar en mundi ekki í hverju þær hafi falist. Í gögnum málsins liggur fyrir uppsagnarbréf undirritað 27. júní 2019 þar sem segir að stefnanda sé sagt upp starfinu þar sem þriggja mánaða tímabili sé að ljúka og uppsagnarfresturinn sé ein vika. Er henni þakkað fyrir framlag hennar og henni óskað alls hins besta í framtíðinni. Stefndi byggir á því að tilkynning stefnanda um að hún væri þunguð hafi ekki verið skrifleg eins og segi í greinargerð með 30. gr. laga nr. 95/2000. Ekki er tekið fram í 30. gr. laganna að tilkynning þurfi að vera skrifleg. Þá staðfesti fyrirsvarsmaður stefnda að stefnandi hafi upplýst sig um að hún væri barnshafandi. Samkvæmt dómaframkvæmd hefur verið talið nægjanlegt að tilkynna næsta yfirmanni munnlega um þungun. Verður þeirri málsástæðu stefnda, að tilkynningin hafi ekki verið skrifleg, því hafnað. Í 30. gr. laga nr. 95/2000 segir að óheimilt sé að segja stafsmanni upp störfum vegna þess að hann hafi tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar - eða foreldraorlofs skv. 9. eða 26. gr. eða er í fæðingar - e ða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildi um uppsagnir þungaðrar konu og konu sem nýlega hefur alið barn. Í málinu byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki valdið starfinu sem sé krefjandi og megi ekkert út af bera. Í greinargerð sinni vísar stefndi til greinargerðar sem hann kveður stafa frá fyrirsvarsmanni stefnda og Tracy Leigh Cantrell. Nefnd Tracy kom ekki fyrir dóminn og er skjalið auk þess óundirritað og ekki koma nö fn höfunda fram í skjalinu. Fyrirsvarsmaður stefnda bar fyrir dómi að skjalið væri unnið upp úr tölvukerfi fyrirtækisins. Telur dómurinn að skjalið hafi lítið sönnunargildi en ekkert liggur fyrir í málinu um að sérstakar athugasemdir hafi verið gerðar við vinnu stefnanda af hálfu fyrirsvarsmanns stefnda. Með vísan til þessa hefur stefndi ekki fært sönnur á að hann hafi haft gildar ástæður fyrir uppsögn stefnanda í skilningi 30. gr. laga nr. 95/2000. Í uppsagnarbréfi til stefnanda þann 27. júní 2019 er ekki minnst á aðrar ástæður uppsagnarinnar en að þriggja mánaða reynslutíma sé að ljúka. Enginn ráðningarsamningur var gerður við stefnanda og ekkert er í gögnum málsins sem styður þá yfirlýsingu stefnda að stefnandi hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mán aða. Þá er í engu getið um orsök uppsagnar nema að reynslutíminn sé á enda runninn. Er því skilyrði 30. gr. laganna um að vinnuveitandi hafi látið skriflegan rökstuðning fylgja uppsögninni ekki uppfyllt né að stefndi hafi haft gild rök fyrir uppsögninni. Er stefndi því skaðabótaskyldur vegna uppsagnar stefnanda með vísan til 31. gr. laganna. Stefndi hefur ekki lagt fram nein gögn sem leiða líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna starfa stefnanda eins og varakrafa stefnda byggist á. Er þeirri d ómkröfu hafnað. Verða dómkröfur stefnanda því teknar til greina en ekki er tölulegur ágreiningur um fjárhæðir. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda í greinargerð sem allt of hárri. Enginn rökstuðningur liggur fyrir um þau mótmæli. Stefnandi gerir kröfu um vexti skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2019 til greiðsludags. Ekkert er fram komið af hálfu stefnda um að þessi vaxtakrafa sé of há. Verða því 8 dómkröfur stefnanda teknar til greina eins og segir í dómsorði. Með vísan til 130. gr., sb r. 129. gr., laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 700.000 krónur í málskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Nordic Luxury eh f., greiði stefnanda, Sintija Divra, 6.386.500 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1. ágúst 2019 til 1. september 2019 af 395.200 krónum og frá þeim degi af 915.200 krónum til 1. október 2019 og frá þeim degi af 1.435.200 krónum til 1. nóvember 2019 og frá þeim degi af 1.955.200 krónum til 1. desember 2019 og frá þeim degi af 2.475.200 krónum til 1. janúar 2020 og frá þeim degi af 2.995.200 krónum til 1. febrúar 2020 og frá þeim degi af 3.515.200 krónum til 1. mars 2020 og frá þeim degi af 3.619.200 krónum til 1 . september 2020 og frá þeim degi af 4.049.600 krónum til 1. október 2020 og frá þeim degi af 4.587.600 krónum til 1. nóvember 2020 og frá þeim degi af 5.125.600 krónum til 1. desember 2020 og frá þeim degi af 6.386.500 krónum til greiðsludags. Stefndi g reiði stefnanda 700.000 krónur í málskostnað.