LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 537/2020 : Vátryggingafélag Íslands hf. og Bolabás sf. ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður, Ólafur Lúther Einarsson lögmaður, 3. prófmál ) gegn A ( Agnar Þór Guðmundsson lögmaður , Guðmundur Sæmundsson lögmaður, 4. prófmál ) Lykilorð Umferðarslys. Líkamstjón. Sjúkrakostnaður. Sönnun. Skaðabætur. Vátrygging. Gjafsókn. Útdráttur Í málinu var deilt um hvort sjúkrakostnaður samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 væri að fullu upp gerður vegna tveggja umferðarslysa sem A lenti í. Ekki var deilt um bótaskyldu V hf. og B sf. sem höfðu þegar greitt A bætur á grundvelli matsgerðar. Ágreiningur aðila laut að því hvort V hf. og B sf. bæri jafnframt að bæta A kostnað vegna heilsunudds sem hún he fði sótt á nánar tilgreindu tímabili í kjölfar slysanna. Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að heimilislæknir A hefði ráðlagt henni nudd vegna einkenna hennar samhliða sjúkraþjálfun. Mati heimilislæknisins á gagnsemi slíkrar meðferðar fyrir A vegna a fleiðinga umferðarslysanna hefði ekki verið hnekkt. Þá væri um að ræða meðferð sem hafi verið afmörkuð í tíma og hefði þegar verið greidd að fullu af A. Yrði að meta það bæði nauðsynlegt og eðlilegt af hennar hálfu að hafa reynt þá meðferð sem heimilislækn ir hennar lagði til og stofna þannig til þess kostnaðar sem hún krefði V hf. og B sf. um í málinu. Taldi Landsréttur að skilyrðum fyrir því að hinn umdeildi kostnaður yrði bættur sem sjúkrakostnaður væri fullnægt. Engu breytti þótt kostnaðurinn hefði að hl uta til fallið til eftir batahvörf. Var krafa A því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjendur skutu málinu til Landsréttar 14. september 2020 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2020 í málinu nr. E - [...] /2019 . 2 2 Áfrýjendur krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefndu en til vara að kröfur hennar ve rði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Niðurstaða 4 Stefnda lenti í tve imur umferðarslysum 11. janúar 2016 sem áfrýjendur bera bótaábyrgð á. Hafa henni þegar verið greiddar bætur á grundvelli matsgerðar sem málsaðilar öfluðu sameiginlega, þar á meðal vegna tíu stiga varanlegs miska og 13% varanlegrar örorku. Málsaðilar deila á hinn bóginn um hvort sjúkrakostnaður samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé að fullu upp gerður. 5 Hefur stefndu þegar verið bættur kostnaður vegna sjúkraþjálfunar sem hún sótti í 90 skipti frá 12. febrúar 2016 til 25. ágúst 2017. Ágreiningu rinn lýtur að því hvort áfrýjendum beri jafnframt að bæta stefndu 604.000 króna kostnað vegna heilsunudds sem hún sótti í 59 skipti hjá heilsunuddara frá 17. febrúar 2016 til 28. maí 2018. 6 Í málinu liggja fyrir vottorð heimilislæknis stefndu, D , þar sem f ram kemur að hann áeggjan og tilmælum hefur [stefnda] frá í febrúar sl. sótt tíma hjá heilsunuddara ásamt því að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara vegna afleiðinga umferðaróhap pa þ. 11. janúar 2016. A kom strax til skoðunar 12. jan. 2016 og undirritaður sá hana svo 21. janúar september 2016 segir í tengslum við símtal við stefndu 24. febrúar 2016 a ð hann hafi hefur hvatt A til að nýta sér meðferð sjúkraþjálfara og nuddara m.a. enda hafa verkir af þessu tagi, tilkomnir með þessum hætti oft og iðulega svarað illa ann arri meðferð A var ráðlagt að fara til nuddara þar sem nudd er í þessum tilvikum góð meðferð samfara meðferð sjúkraþjálfara sem oft eru mjög tregir til að veita þannig meðferð. Oft á tíðum hafa sjúklingar haft mun meira gagn af meðfer ð nuddara en sjúkraþjálfara án þess að neitt verði fullyrt um það í tilviki A ég leggja áherslu á það sem læknir A að hún haldi áfram að sækja meðferð hjá bæði 7 Í skýrslu heimilisl æknisins fyrir héraðsdómi kom fram að hann hefði mælt með nuddi þar sem ástand stefndu hefði verið slæmt og hún búin að vera í sjúkraþjálfun lengi. Honum hafi þótt mjög eðlilegt að bæta við nuddi þar sem sjúkraþjálfarar væru ekki sérlega duglegir við að nu dda fólk því það væri bæði tímafrekt og mjög erfið vinna. Í skýrslu sinni nefndi læknirinn oftar en einu sinni að hann hefði ráðlagt sjúkranudd en spurður út í muninn á sjúkranuddi og heilsunuddi kvaðst hann ekki viss um hver munurinn væri. Hann kvaðst ekk i ráðleggja nudd mjög oft en það gerði hann fyrst og 3 fremst þegar einkennin væru bundin við háls, herðar og kannski bak. Honum þætti sjálfsagt að bæta við nuddi í svona tilvikum en hefði ekki gert neina úttekt á árangrinum af því. 8 Í skýrslu E heilsunuddar a kom meðal annars fram að það nudd sem hún veitti stefndu hafi fyrst og fremst beinst að efri hluta líkamans. Um hafi verið að ræða hefðbundna aðferð sem kennd væri við Nuddskóla Íslands þar sem hún stundaði nám. Með nuddinu hafi hún reynt að koma blóðflæ ði af stað, súrefni inn í vöðva og nudda burt vöðvabólgu sem stefnda hefði verið undirlögð af. Aðspurð um árangurinn bar hún hún talaði um að verkirnir væru minni og hún svæf i betur og, og henni liði betur dagana eftir nuddtímann og svona. En svona varanlega kannski ekki, hún þurfti að E andi spurningu um hvort hún teldi árangur hafa orðið af meðferðinni miðað við ástand stefndu við upphaf og 9 Í sk ýringum við 1. mgr. 1. gr. í greinargerð með því frumvarpi sem varð að útgjöld vegna eðlilegra og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Hér kemur einkum til kostnaður við læknishjálp, dvöl á sjúkrahúsi, endurhæfingu og tjónsatburð og ekki er greitt fyrir úr opinberum sjóðum ber að bæta sem sjúkrakostnað að gefnu því skilyrði að læknisfræ ðileg rök séu fyrir því að þessara úrræða sé leitað og að þau séu hluti af meðferð tjónþolans. Matið á því hvort nauðsyn standi til tiltekinnar meðferðar og hún teljist eðlileg ráðstöfun við lækningu tjónþola ræðst fyrst og fremst af læknisfræðilegum gögnu m. Þá verður við túlkun á 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga meðal annars að líta til þess markmiðs laganna að tjónþoli fái almennt fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hann hlýtur af völdum líkamsmeiðsla, með öðrum orðum að hann verði eins settur fjárha gslega og ef tjónsatvikið hefði ekki komið til. Ekki verða gerðar svo ríkar kröfur að liggja þurfi fyrir að tjónþoli hafi í reynd hlotið bata af tiltekinni meðferð svo að kostnaður við hana fáist bættur sem sjúkrakostnaður enda getur talist bæði nauðsynleg t og eðlilegt, meðal annars í ljósi tjónstakmörkunarskyldu tjónþola, að reyna meðferð sem læknir ráðleggur og stofna þannig til kostnaðar jafnvel þótt óvíst sé fyrir fram hvort hún skili sannanlegum bata. Tjónþoli þarf á hinn bóginn að sanna að það hafi ta list eðlileg og nauðsynleg ráðstöfun við lækningu hans að reyna meðferðina en matið á því ræðst sem fyrr segir fyrst og fremst af fyrirliggjandi læknisfræðilegum gögnum. 10 Líkt og áður greinir liggja fyrir vottorð heimilislæknis stefndu um að hann hafi ráðl agt henni nudd vegna einkenna hennar samhliða sjúkraþjálfun. Í skýrslu læknisins fyrir héraðsdómi kom fram að hann ráðlegði þetta aðeins í nánar tilteknum tilvikum, fyrst 4 og fremst þegar einkennin væru bundin við efri hluta líkamans. Af skýrslu heilsunudda rans fyrir dómi er ljóst að meðferð hennar, sem fólst í hefðbundnu nuddi, beindist einkum að því svæði. Mati heimilislæknisins á því að slík meðferð gæti gagnast stefndu vegna afleiðinga umferðarslysanna hefur ekki verið hnekkt. Þá er um að ræða meðferð se m var afmörkuð í tíma og hefur þegar verið að fullu greidd af stefndu. Verður að meta það bæði nauðsynlegt og eðlilegt af hálfu stefndu að reyna þá meðferð sem heimilislæknir hennar lagði til og að stofna þannig til þess kostnaðar sem hún krefur áfrýjendur um í málinu. Eins og atvikum og gögnum málsins er háttað verður því að telja að fyrrnefndum skilyrðum fyrir því að hinn umdeildi kostnaður verði bættur sem sjúkrakostnaður sé fullnægt. 11 Engu breytir um framangreint þótt kostnaðurinn hafi að hluta til fallið til eftir batahvörf enda er réttur til bóta vegna sjúkrakostnaðar ekki takmarkaður við tímabilið frá tjónsdegi til batahvarfa, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 8. október 2009 í máli nr. 35/2009 og 12. maí 2010 í máli nr. 449/2009 sem og þá staðre ynd að stefndu hefur þegar verið bættur sjúkrakostnaður vegna sjúkraþjálfunar eftir batahvörf. Þá verður ekki talið breyta niðurstöðunni þótt heimilislæknirinn vísi í einu vottorði til sjúkranudds fremur en heilsunudds og hafi jafnframt nefnt sjúkranudd fy rir dómi. Í því sambandi er til þess að líta að læknirinn ráðlagði nudd sem fram fór með fyrrnefndum hætti og virðist ekki hafa gert greinarmun á því hvort það færi fram hjá sjúkranuddara eða heilsunuddara enda kvaðst hann ekki viss um muninn á þessu tvenn u. Af sömu ástæðu eru ekki efni til að láta þann mun sem er á námi í sjúkranuddi og heilsunuddi og á lagalegri stöðu heilsunuddara og sjúkranuddara ráða úrslitum í málinu. Loks verður ekki fallist á að krafa stefndu gangi gegn reglum um tjónstakmörkunarsky ldu tjónþola en ljóst er að heimilislæknirinn ráðlagði nudd samhliða sjúkraþjálfun. Annað það sem áfrýjendur hafa fært fram getur ekki orðið til þess að skilyrði 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga verði ekki talin fyrir hendi eða að bætur verði lækkaðar en hvork i er deilt um tölulegar forsendur bótakröfunnar né um vexti. Samkvæmt því verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar á meðal ákvæði hans um málskostnað og gjafsóknarkostnað. 12 Eftir þessum úrslitum verður áfrýjendum gert að greiða málskostnað fyrir Landsrétt i sem rennur í ríkissjóð. Um þann kostnað og gjafsóknarkostnað stefndu fer eftir því sem greinir í dómsorði. 13 Það athugast að eins og mál þetta er vaxið var ekki þörf á sérfróðum meðdómanda í héraði samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkam ála. Þá er dagsetning umferðarslysanna ranglega tilgreind í hinum áfrýjaða dómi. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 5 Áfrýjendur, Vátryggingafélag Íslands hf. og Bolabás sf., greiði óskipt 570.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti sem renn i í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, A , greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Agnars Þórs Guðmundssonar, 570.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 3. júlí 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 15. júní sl., er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 25. október 2019 og þingfest 29. sama mánaðar. Stefnandi er A, [...], Reykjavík, en stefndu eru Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, og Bolabás sf., áður Ræst ingaþjónustan sf., Stjörnugróf 31, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir til þess að greiða henni óskipt (in solidum) 604.000 krónur ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 6. júlí 2018 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu samkvæmt málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Krafist er málskostnaðar úr hendi stefndu að mati dómsins í báðum tilvikum. I Málavextir Tildrög máls þessa eru þau að stefnandi lenti 8. janúar 2016 tvisvar í umferðarslysi. Í báðum tilvikum varð slysið með þeim hætti að bifreiðinni [...] var ekið aftan á bifreiðina [...], sem stefnandi ók. Stefnandi varð fyrir meiðslum af þessum sökum og 12. janúar 2016 leitaði hún á Heilsugæsluna í [...]. Í gögnum málsins segir m.a. um þá komu að stefnandi sé með þó nokkra bakverkjasögu. Hún hafi eftir tvær aftanákeyrslur nokkrum dögum áður verið með verki frá herðum og niður í mjóbak, meira hægra megin. Þá kvarti hún undan stökum verk sem leiði niður í handlegg og fótlegg hægra megin. Telur læknirinn sem skoðaði hana um fe stumein að ræða eftir aftanákeyrslu og tekur fram að henni eigi trúlega eftir að versna eitthvað á næstunni. Nokkrum dögum síðar, eða 21. janúar 2016, fer stefnandi til heimilislæknis síns á Heilsugæslustöðinni í [...]. Um þá komu segir m.a. í læknisvottor ði hans frá 13. september 2016 að hún sé aum í festum á hálsi og hnakkafestum. Telur læknirinn að um tognun í háls - , brjóst - og lendhrygg sé að ræða og tekur fram að einnig sé vöðvabólga áberandi. Stefnandi hefur samband við heimilislækni sinn símleiðis 24 . febrúar 2016. Um það samtal segir læknirinn að einkenni séu enn til staðar en að hún sé betri eftir að hafa heimsótt sjúkraþjálfara í fáein skipti. Hafi stefnandi fengið beiðni um frekari sjúkraþjálfunarmeðferð vegna tognunar í öllum hryggnum og vöðvaból gu. Einnig hafi hann áður ráðlagt sjúkranudd. Í vottorði heimilislæknisins kemur fram að hann hafi næst hitt stefnanda 1. apríl 2016. Þá hafði hún verið í þrjár vikur frá vinnu og mjög slæm af vöðvaverkjum í hálsi og herðum. Þá hafi hún verið aum á festum - C6 og C6 - vægar hrörnunarbreytingar í brjóskþófum milli 5. og 6. og 6. og 7. hálsliðar sem þrengja að taugarótum. Stefnandi kemur til heimilislæknisins 6. maí 2016 og ráðleggur hann henni lyfjatöku til að draga úr verkjum og bæta nætursvefn. Í símtali 20. maí 2016 kveðst hún finna til minni verkja á daginn og að sofa betur. Er henni ráðlagt áfram að taka verkjalyf. Stefnandi kemur svo á Heilsugæslustöðina í [...] 26. júlí 2016 og lýsir því þá að hún hafi verið mjög slæm í mjóbaki síðustu tvær vikur, verið með leiðni verk niður í vinstri fót, stundum alveg niður á framanverða rist en oftast bara rétt niður fyrir hné. Hún sé hjá sjúkraþjálfara, en hafi einnig verið í nuddi. Þá kemur einnig fram í lýsingu læknisins á heimsókninni að stefnandi sé með sögu um brjósklos. Hú n eigi 6 erfitt með hreyfingar og svefn. Hún fái verkjalyf og ráðleggingar vegna verkja í baki. Greint er á svipaðan hátt frá komu til heimilislæknis 15. ágúst 2016. Lýsir stefnandi þar verkjum sem aukist við hvers kyns álag, og þreytu. Fram kemur í gögnum málsins að stefnandi hafi verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara í 90 skipti frá 12. febrúar 2016 til 25. ágúst 2017. Þá var hún í meðferð hjá heilsunuddara frá 12. febrúar 2016 fram í maí 2018 í 59 skipti og hefur sótt slíka meðferð áfram eftir það. Stefnandi og hið stefnda félag óskuðu sameiginlega eftir mati á afleiðingum slyssins samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Matsgerð A læknis og C lögmanns lá fyrir 3. maí 2018. Varanleg örorka stefnanda var þar metin 13% og varanlegur miski 10 stig. Stefnanda voru greiddar bætur vegna líkamstjóns 16. júlí 2018 á grundvelli þeirrar matsgerðar. Við uppgjörið gerði stefnandi fyrirvara um ógreiddan sjúkrakostnað vegna sjúkranudds. Með tölvupósti 6. júní 2018 sendi lögmaður stefnanda stefnda reikninga vegna meðferð ar hennar hjá heilsunuddara frá slysdegi fram í maí 2018 og krafðist endur greiðslu á kostnaði við meðferðina sem nam samtals 604.000 krónum. Með tölvupóstinum fylgdi vottorð frá heimilislækni stefnanda frá 30. ágúst 2016. Í vottorðinu kemur fram að læknir inn hafi í janúar 2016 ráðlagt stefnanda að leita til heilsunuddara samhliða sjúkraþjálfunarmeðferð vegna slyssins. Lögmaður stefnanda sendi félaginu annað vottorð frá heimilislækninum 23. október 2018 og ítrekaði ósk um að kostnaðurinn yrði greiddur. Í vo ttorði heimilislæknisins, sem dagsett er 18. október 2018, kemur m.a. fram að stefnandi hafi átt í illvígum stoðkerfisverkjavanda eftir að hún lenti í tveimur umferðarslysum þann 8. janúar 2016 þar sem hún tognaði á hrygg, herðum og öxl. Læknirinn hafi hva tt stefnanda til að nýta sér meðferð sjúkraþjálfara og nuddara, enda hafi verkir af þessu tagi oft og iðulega svarað illa annarri meðferð, svo sem lyfjameðferð. Tekur læknirinn það fram að henni hafi verið ráðlagt að fara til nuddara þar sem nudd sé í þess um tilvikum góð meðferð samfara meðferð sjúkraþjálfara. Oft hafi sjúklingar haft mun meira gagn af meðferð nuddara en sjúkraþjálfara án þess að neitt sé unnt að fullyrða um það í tilviki stefnanda. Í lok vottorðsins leggur læknirinn áherslu á að hún haldi áfram að sækja meðferð bæði hjá sjúkraþjálfara og nuddara svo lengi sem af því sé ávinningur. Stefndi hafnaði kröfu stefnanda um greiðslu reikninga vegna meðferðar hjá heilsunuddara í tölvupósti 9. nóvember 2018. Þar kemur fram að félagið hafni greiðslunni vottorð D læknis verði ekki talið nægjanleg rök fyrir þessari meðferð að talið sé að nudd sé góð meðferð læknisfræðilegum sam anburðarrannsóknum og rökstuðningi sé talin lækna áverka af þeim toga sem stefnandi hafi hlotið í slysinu. Verði ekki bati af meðferð greiði félagið bætur fyrir varanlega örorku eins og hafi verið í tilviki stefnanda. Stefnandi skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 19. desember 2018. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 7. maí 2019 að stefnandi ætti rétt á bótum úr hendi stefnda vegna kostnaðar við meðferð hjá heilsunuddara í kjölfar slyssins. Taldi nefndin að sannað væri með vísan til gagna málsins að um nauðsynlegan sjúkrakostnað hefði verið að ræða og að kostnaðurinn hefði verið til kominn vegna umferðarslyssins. Félaginu væri því skylt að greiða henni bætur úr ábyrgðartryggingu vegna þessa sjúkrakostnaðar. Með bré fi 17. maí 2019 hafnaði félagið að hlíta úrskurði nefndarinnar þar sem meðferð heilsunuddara félli ekki undir nauðsynlega ráðstöfun við lækningu stefnanda. Vegna þessarar afstöðu stefnda kveður stefnandi að henni sé nauðugur sá kostur að höfða dómsmál til heimtu kröfu sinnar. Í máli þessu er ekki ágreiningur um atvik máls heldur eingöngu um rétt stefnanda til greiðslu úr hendi stefndu vegna kostnaðar við meðferð hjá heilsunuddara. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi vísar um bótaskyldu vegna líkamstjóns í umferðarslysi til ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987, nánar tiltekið 88., 90. og 91. gr. og XIII. kafla laganna um fébætur og vátryggingu. Á slysdegi hafi bifreiðin [...] verið tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá stefnda sem sé því greiðsluskyldur vegna afleiðinga 7 slyssins, sbr. 95. gr. og 1. mgr. 97. gr. laga nr. 50/1987. Bifreiðin hafi á slysdegi verið í eigu Ræstinga - þjónust unnar sf. sem nú heiti Bolabás sf. Kröfur stefnanda séu á því byggðar að stefnda beri að greiða he nni fullar skaðabætur fyrir það tjón sem hún hafi orðið fyrir vegna umferðarslyssins 8. janúar 2016. Í málinu sé ekki deilt um bótaskyldu vegna slyssins heldur einungis um þá afstöðu stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), að hafna greiðslu sjúkrakos tnaðar af meðferð stefnanda hjá heilsunuddara vegna afleiðinga þess. Nánar tiltekið sé um að ræða kostnað vegna meðferðar frá janúar 2016 fram í maí 2018 þegar matsgerð lá fyrir í málinu. Stefnandi byggir á því að stefnda VÍS beri að greiða henni fullar sk aðabætur vegna þess tjóns er hún varð fyrir vegna umferðarslyssins þann 8. janúar 2016, sbr. I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum, einkum 1. gr. laganna. Skaða bótalög eigi að tryggja að tjónþoli verði jafnsettur og hefði slysið ekki or ðið og verði skaðabætur m.a. að ná yfir kostnað tjónþola af því að sækja sér nauðsynlega endurhæfingu vegna slyss. Í 1. gr. laganna sé kveðið á um að sá sem bótaábyrgð beri á líkamstjóni skuli greiða skaðabætur fyrir atvinnutjón, sjúkrakostnað og annað fjá rtjón sem af því hljótist og enn fremur þjáningabætur. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem hafi orðið að skaðabótalögum sé nánari við útgjöld vegna eðlilegra og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Hér kemur einkum til Stefnandi byggir á því að sá kostnaður sem hún hafi þurft að bera vegna meðferðar hjá heilsunuddara, frá slysdegi og fram að þeim tíma þegar matsgerð lá fyrir í maí 2018, teljist til sjúkrakostnaðar samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993. Þegar tekin sé afstaða til þess hvort sá sem bótaábyrgð ber eigi að greiða slíkan kostnað þurfi m.a. að meta hvort kostnaðurinn hafi verið nauðsynlegur. Þennan kostnað sé stefndu skylt að greiða á grundvelli áðurnefnds ákvæðis og skýringa á því í greinargerð. Um sé að ræða kostnað sem hlaust af meðferð vegna afleiðinga umferðarslyssins. Stefnandi tekur fram að E, sem hún hafi sótt meðferð hjá, sé útskrifaður heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands. Hún hafi starfað sem heilsunuddari frá árinu 2008 og sé meðlimur í Félagi heilsunuddara á Íslandi. Á heimasíðu félagsins komi fram að starf heilsunuddara felist m.a. í því að meðhöndla bólgur, spennu og aðra kvilla í vöðvum og vefjum með nuddi. Byggir stefnandi á því að í ljósi þeirra einkenna sem hú n hafi glímt við eftir slysið hafi slík meðferð verið til þess fallin að draga úr einkennunum og hafi því verið bæði nauðsynleg og eðlileg. Stefnandi vísar til þess að í ritum fræðimanna komi fram að kostnaður við lækningu og endurhæfingu sé sjúkrakostnaðu r og eigi að fást bættur, að því gefnu að læknisfræðileg rök séu fyrir því að þessara úrræða sé leitað og þau séu hluti af meðferð tjónþolans. Stefnandi byggir á því að hvort tveggja eigi við í tilviki hennar. Um það vísist m.a. til læknisvottorða D heimil islæknis. Í vottorði hans frá 30. ágúst 2016 komi eftirfarandi fram: ,,Vottorð þetta er ritað að beiðni A til að fram komi að hún að minni áeggjan og tilmælum hefur frá því í febrúar sl. sótt tíma hjá heilsunuddara ásamt því að sækja tíma hjá sjúkraþjálfar a vegna afleiðinga umferðaróhappa þ. 11. janúar 2016. A kom strax til skoðunar þann 12. jan. vísist til vottorðs læknisins frá 18. október 2018 þar sem se gi m.a.: ,,A hefur átt í illvígum stoðkerfisverkjavanda eftir að hún lenti í tveimur umferðarslysum þann 8. janúar 2016 þar sem hún varð fyrir tognunum á hrygg, herðum og öxl. Undirritaður hefur hvatt A til að nýta sér meðferð sjúkraþjálfara og nuddara, en da hafa verkir af þessu tagi, tilkomnir með þessum hætti oft og iðulega svarað illa annarri meðferð s.s. lyfjameðferð. [...] vil ég taka fram að A var ráðlagt að fara til nuddara þar sem nudd er í þessum tilvikum góð meðferð samfara meðferð sjúkraþjálfara sem oft eru mjög tregir til að veita þannig meðferð. Oft á tíðum hafa sjúklingar haft mun meira gagn af meðferð nuddara en sjúkraþjálfara án þess að neitt verði fullyrt um það í tilviki A. [...] Því vil ég leggja áherslu á það sem læknir A að hún haldi áfr am Að mati stefnanda er óeðlilegt að tryggingafélagið greiði einungis fyrir meðferð hjá sjúkraþjálfara en neiti að greiða fyrir meðferð hjá heilsunuddara sem læknir st aðfesti að hafi verið nauðsynleg. Telji 8 stefnandi að meðferð hjá heilsunuddara hafi sama læknisfræðilega gildið og meðferð hjá sjúkraþjálfara, sérstaklega í hennar tilfelli þar sem heimilislæknir hennar hafi ráðlagt henni að sækja báðar meðferðir. Læknirin n hafi menntun, reynslu og þekkingu til þess að meta það hvort stefnandi hafi haft þörf fyrir heilsunudd. Sem heimilislæknir hennar hafi hann getað metið þörfina á slíkri meðferð út frá meiðslum hennar og heilsufarssögu. Hinu stefnda félagi hafi borið að t aka mark á því læknisfræðilega áliti hans að hún hefði þörf fyrir meðferð hjá heilsunuddara vegna afleiðinga slyssins. Þá kveðst stefnandi benda á að lítill munur sé á þessum meðferðum. Báðar gangi þær út á að bæta líkamlegt ástand tjónþola og draga úr ei nkennum í kjölfar slyss. Meðferðirnar séu þó ekki að öllu leyti eins og því gott að beita þeim samhliða, eins og fram komi í vottorði heimilislæknis frá 18. október 2018. Þegar metið sé hvort um nauðsynlegan sjúkrakostnað hafi verið að ræða beri einnig að líta til þess að með heilsunuddmeðferðinni hafi stefnandi verið að takmarka tjón sitt í kjölfar slyssins. Því sé óeðlilegt að hið bótaskylda tryggingafélag hafni greiðslu þess kostnaðar sem stefnandi hafi haft af því að takmarka tjón sitt. Læknisfræðileg gögn málsins sýni að í kjölfar slyssins hafi stefnandi glímt við alvarleg einkenni í stoðkerfi sem nú hafi verið metin til varanlegs miska og varanlegrar örorku. Hún hafi reynt að fá bót meina sinna með því að leita ítrekað til sjúkraþjálfara en án árangur s. Við mat á nauðsyn þess að hún leitaði til heilsunuddara þurfi að líta til þess að sjúkraþjálfun armeðferð bar ekki nógu mikinn árangur ein og sér. Í ljósi þessa hafi verið eðlilegt að hún leitaði til heilsunuddara til að fá bót meina sinna, eins og henn i hafi verið ráðlagt. Með vísan til alls framangreinds telur stefnandi að stefnda VÍS sé skylt að greiða þann kostnað sem hún hafi orðið fyrir vegna meðferðar hjá heilsunuddara eftir umrætt slys á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993. Stefnufjárhæð f eli í sér þennan kostnað og sé krafist dráttarvaxta frá 6. júlí 2018, þ.e. einum mánuði frá þeim degi sem gerð hafi verið krafa um greiðslu úr hendi stefnda, til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001. Þá krefst stefnandi málskost naðar úr hendi stefndu eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, sbr. 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt byggist á ákvæðum laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. III Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefndu byggja sýknukröfu sína á því að skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993 um bótaábyrgð á sjúkrakostnaði séu ekki uppfyllt og því hafi greiðsluskylda ekki skapast vegna kostnaðar stefnanda af meðferð hjá heilsunuddara vegna umferðarslyssins 8. janúa r 2016. Einnig sé á því byggt að stefnandi hafi ekki sinnt tjónstakmörkunarskyldu sinni, sem sé grundvallarregla í skaðabóta - og vátryggingarétti. Stefndu benda á að í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 1. gr. frumvarps sem orðið hafi að skaðabótalögum komi og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Hér kemur einkum til kostnaður við læknishjálp, dvöl á sjúkrahúsi, endurhæfingu og sjúkraflutning. Einnig má nefna t.d . hjólastól, smíði á sérstökum skóm og - semdum frumvarpsins um sjúkrakostnað. En út frá þessum skýringum, dómaframkvæmd og fræðiritum megi álykta um þau skilyrði sem þurfi að vera fyrir hendi til þess að útgjöld verði talin tengjast eðlilegum og nauðsynlegum ráðstöfunum við lækningu tjónþola. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993 skuli sjúkrakostnaður því aðeins greiddur að hann sé liður í lækningu tjón þola. Í athugasemdum með frumvarpinu sé talið upp það helsta sem komi til greina varðandi lækningu tjónþola; læknishjálp, dvöl á sjúkrahúsi, endurhæfing og sjúkraflutningur. Þó sé það ekki nægjanlegt skilyrði bótaskyldu hins bótaábyrga að kostnaður falli u ndir fyrrgreinda fjóra flokka, heldur þurfi, eins og fram komi í athugasemdum frumvarpsins, útgjöldin enn fremur að vera til komin vegna eðlilegra og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Stefndu telja ósannað að meðferð heilsunuddarans hafi í þes su máli verið eðlileg og nauðsynleg ráðstöfun til þess að ná fram lækningu stefnanda. 9 Í fyrsta lagi sé ósannað að meðferð heilsunuddarans hafi verið eðlileg og nauð synleg í læknisfræðilegu tilliti. Heilsunuddarar séu ekki heilbrigðisstarfsmenn sam kvæmt l ögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn eða lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og veiti því ekki heilbrigðisþjónustu samkvæmt þeim lögum. Stétt heilsunuddara sé ekki löggilt heilbrigðisstétt og ekki sé um lögverndað starfsheiti að ræða. Stefndu ben da á að heilsunuddarar séu ekki sjúkranuddarar, en það sé starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar samkvæmt lögum nr. 40/2007 og lögum nr. 34/2012, ásamt reglugerð nr. 1128/2012 um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara og skilyrði til að hljóta starf sleyfi. Heilsunuddarar þurfi ekki starfsleyfi frá landlækni eins og sjúkranuddarar. Heilsunudd sé nám á framhaldsskólastigi sem m.a. sé kennt í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sjúkranudd sé ekki kennt hér á landi heldur eingöngu í erlendum skólum sem viðurk enndir hafi verið af heilbrigðisráðuneytinu. Heilsunuddarar séu heldur ekki sjúkraþjálfarar. Stefndu hafni því að meðferð hjá heilsunuddara hafi sama læknisfræðilega gildi og meðferð hjá sjúkraþjálfara, eins og haldið sé fram í stefnu. Sjúkraþjálfunarnám s é nám á háskólastigi með klínískum náms greinum og því allsendis óviðeigandi að bera meðferð sjúkraþjálfara saman við meðferð heilsunuddara. Dugi meðferð sjúkraþjálfara ekki séu engar líkur á því að meðferð heilsunuddara beri varanlegan árangur. Teldi sjúk raþjálfari að nudd bæri árangur við meðferð myndi hann sjálfur sjá um nuddið og bæri jafnvel skylda til þess, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1127/2012 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraþjálfara og skilyrði til þess að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi. Þar komi fram að sjúkraþjálfari skuli sýna sjúklingi virðingu og sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku og í samræmi við þær faglegu kröfur sem gerðar séu til stéttarinnar á hverjum tíma. Gerður sé greinarmunur á meðferð sem annars vegar auki hæfni t jónþola tímabundið, eða láti honum líða betur tímabundið, og hins vegar meðferð sem leiði til varanlegs bata, þ.e. lækningar, raunverulegrar endurhæfingar. Markmið 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga hafi ekki verið þau að hinn bótaábyrgi bæti fyrir það fyrrnefnd a heldur beri honum einungis að greiða fyrir nauðsynlega meðferð sem leiði til lækningar, sbr. skýrt orðalag í athugasemdum frumvarpsins með ákvæðinu. Til þess að hægt sé að leggja þá skyldu á bótaskyldan aðila að greiða fyrir meðferðarkostnað tjónþola ver ði að vera hafið yfir allan vafa að líklegt sé að meðferðin muni bera árangur og bæta heilsu hans, þ.e. að fyrir hendi séu læknisfræðilegar forsendur fyrir meðferðinni. Meðferðin þurfi beinlínis að vera nauðsynleg. Ekki verði séð að meðferð heilsunuddarans hafi verið nauðsynleg fyrir varanlegan bata stefnanda. Engin gögn hafi verið lögð fram af hálfu stefnanda sem sýni fram á læknisfræðilega nauðsyn hennar á meðferð heilsunuddara, aðila sem standi utan hins almenna heilbrigðiskerfis. Stefnandi leggi fram læ knisvottorð frá heimilislækni hans þar sem fram komi að læknirinn hafi hvatt stefnanda til að nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara og nuddara og að ástæðan sé m.a. sú að sjúkraþjálfarar séu oft tregir til að veita nuddmeðferð. Einnig komi fram í læknisvottorði nu að oft hafi sjúklingar meira gagn af meðferð nuddara en sjúkraþjálfara án þess að það verði fullyrt í þessu tilviki. Stefndu hafni því að læknisvottorð heimilislæknis stefnanda frá 18. október 2018 geti talist fullnægja þeim ríku sönnunarkröfum sem hví li á stefnanda. Það sé álit stefndu að það geti ekki talist sanngjarnt að hinir bótaábyrgu séu, hvað sjúkrakostnað varðar, ofurseldir ráðleggingum heimilislæknis tjónþola um hvaða meðferð sem sem er, m.a. óhefðbundnar meðferðir. Þess vegna séu sett mörk í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993 sem felist m.a. í læknisfræðilegri nauðsyn. Sönnunarbyrði fyrir nauðsyn meðferðar hvíli á stefnanda sem tjónþola. Ráðlegging læknis eða tilvísun geti ekki ein og sér talist fullnægjandi til að leggja aukna og ólögmæta greiðs luskyldu á stefndu. Ríkari sönnunarkröfur hvíli á stefnanda en svo að hægt sé að vísa eingöngu til ráðleggingar heimilislæknis hennar. Engin matsgerð, álit eða skýrsla frá óhlutdrægum aðila hafi verið lögð fram í málinu til sönnunar á nauðsyn meðferðarinna r. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða meðferð aðila utan hins hefðbundna heilbrigðiskerfis. Þá liggi ekki fyrir skýrsla frá heilsunuddaranum sjálfum um það hvað hafi falist í meðferðinni. Það sé því algerlega á huldu hvað þar fór fram. Stefndu benda einnig á að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í kostnaði almennings vegna meðferðar heilsunuddara. Styðji það framangreind rök um að hafna beri kröfu stefnanda um greiðslu á kostnaði vegna meðferðar heilsunuddara. 10 Því sé enn fremur hafnað sem ó sönnuðu að hin sérstaka meðferð heilsunuddarans í þessu máli hafi yfirhöfuð getað bætt heilsu stefnanda varanlega. Í öðru lagi sé ósannað að meðferð heilsunuddarans hafi átt þátt í því að draga úr varanlegu líkamstjóni stefnanda. Hafi verið um lið í læknin gu stefnanda að ræða hefði það komið fram í lægri varanlegum miska samkvæmt mati á varanlegum afleiðingum slyssins. Ekki hafi verið sýnt fram á að meðferðin hafi leitt til lægri varanlegs miska, þ.e. átt þátt í því að bæta heilsu stefnanda varanlega. Þanni g hafi ekki verið sýnt fram á að meðferðin hafi verið liður í lækningu stefnanda en það sé skilyrði fyrir því að sá sem bótaábyrgð beri þurfi að greiða slíkan kostnað. Stefndu bendi á að tjónþoli hafi skyldum að gegna gagnvart hinum bótaskylda eftir tjónsa tburð. Þessar skyldur lúti að því að takmarka tjón sitt eftir fremsta megni. Þetta sé grundvallarregla í bæði skaðabóta - og vátryggingarétti, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, þótt grundvöllur hennar sé mismunandi á þessum tvei mur réttarsviðum. Sinni tjónþoli ekki þessum skyldum geti hann ekki krafið hinn bótaskylda um það tjón sem hafi orðið vegna vanrækslunnar. Tilgangur reglunnar sé að vernda hinn bótaskylda en ekki síður að koma í veg fyrir óhagkvæma nýtingu á innviðum þjóðf élagsins og almannagæðum. Meðal þessara skyldna sé að leita læknismeðferðar eftir líkamstjón en einnig að leita ekki meðferðar umfram það sem nauðsynlegt þyki læknisfræðilega þannig að óþarfa kostnaður verði til. Með öðrum orðum þurfi að vera beint orsakas amband milli kostnaðarins og slyssins. Það sé ekki fyrir hendi ef ekki eru læknisfræðilegar ástæður fyrir meðferðinni. Tjónþola sé ekki heimilt að stofna til þeirra útgjalda sem honum sýnist á kostnað hins bótaskylda. Honum beri til að mynda að leitast við að sækja meðferð hjá þeim aðilum sem séu með samning við hið opinbera um þátttöku í kostnaði sjúklinga, sbr. reglugerð nr. 1251/2018 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Skipti ekki máli hvað þetta varði að heimilislækn ir stefnanda hafi ráðlagt henni að fara í nudd. Stefnandi og læknir hans geti ekki ákveðið einhliða að stofna til hvaða útgjalda sem er á kostnað stefndu. Almennt eigi allar aðgerðir tjónþola að miða að því að lækna hann þannig að varanlegur skaði hans ver ði sem minnstur eftir slys. Til þess eigi að beita þeim aðferðum sem líklegastar séu til að ná þeim árangri. Stefndu beri ekki ábyrgð á tilraunastarfsemi stefnanda með það hvað virki og hvað ekki. Stefndu telja að stefnandi hafi að þessu leyti ekki sinnt s kyldu sinni til að takmarka tjón sitt hvað varði kostnað vegna meðferðar heilsunuddarans og hafni því að krafan eigi rétt á sér. Leiði af öllu framangreindu að sýkna beri stefndu af kröfum stefnanda. Varakrafa stefndu um verulega lækkun á dómkröfu stefna nda byggist á sömu málsástæðum og gerð hafi verið grein fyrir í aðalkröfu stefndu að breyttu breytanda. Stefndu mótmæli kröfu stefnanda sem allt of hárri. Samkvæmt matsgerð sem fyrir liggi í málinu hafi ekki verið að vænta frekari bata hjá stefnanda þann 2 0. mars 2017, eða 13 mánuðum eftir slysið og þremur mánuðum eftir axlaraðgerð sem gerð hafi verið þann 20. desember 2016. Batahvörf séu sá tímapunktur þegar heilsufar tjónþola sé orðið stöðugt og marki skilin milli tímabundinna og varanlegra afleiðinga lík amstjóns. Þegar stöðugleika sé náð, eða þegar ljóst sé að það verði ekki frekari bati, þrátt fyrir læknismeðferð, teljist sá kostnaður við læknismeðferð ekki til sjúkrakostnaðar. Sá kostnaður sé ekki lengur eðlilegur og nauðsynlegur í tengslum við lækningu tjónþola. Stefnandi hafi hafið meðferð hjá heilsunuddara 17. febrúar 2016 og farið samtals 59 sinnum fram til maí 2018. Batahvörf hafi verið metin þann 20. mars 2017 og liggi því fyrir að meðferðin hafi farið fram að einhverju leyti eftir batahvörf, þ.e. eftir að ekki hafi verið að vænta frekari bata. Hafi stefnandi farið til heilsunuddara í 30 skipti fyrir batahvörf og í 29 skipti eftir batahvörf. Stefnandi byggi m.a. á því að reglur skaðabótalaga eigi að tryggja að tjónþoli verði jafnsettur og hefði slys ið ekki orðið og að skaðabætur verði að ná yfir kostnað tjónþola af því að sækja sér nauðsynlega endurhæfingu vegna slyssins. Stefnandi hafi leitað til heilsunuddara í 59 skipti á um tveggja og hálfs árs tímabili. Það hljóti að hafa orðið ljóst snemma í me ðferð heilsunuddarans að hún myndi ekki leiða til varanlegs árangurs. Samkvæmt þessu beri stefndu að hámarki að greiða fyrir þann kostnað sem til hafi fallið fyrir 20. mars 2017. Sá kostnaður sé 276.000 krónur eða 604.000 krónur að frádregnum 328.000 krónu m. 11 Auk alls framangreinds vísa stefndu til meginreglna skaðabótaréttar og almennra reglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði. Stefndu mótmæla sérstaklega kröfu stefnanda um málskostnað. Um kröfu stefndu sé vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 129. gr. IV Niðurstaða Stefnandi lenti þann 8. janúar 2016 í því að tvisvar var ekið aftan á bifreið sem hún ók. Eftir þessar aftanákeyrslur var hún með verki í herðum, brjóstbaki og niður í mjóbak og auk þessu leiddu verkir út í hendur hennar og niður í fætur. Bótaskylda var vi ðurkennd af hálfu stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., vegna slyssins og 16. júlí 2018 greiddi félagið henni bætur vegna líkamstjóns á grundvelli matsgerðar sem aflað hafði verið samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðarinnar frá 3. maí 2018 töldu matsmenn ljóst að stefnandi hefði í slysinu/slysunum tognað á háls - , brjóst - og lendhrygg og hægri öxl og að orsakatengsl væru á milli atvikanna og einkenna hennar frá brjósthrygg og hluta einkenna hennar frá háls - og lendhrygg og hægri öxl . Við uppgjörið gerði stefnandi fyrirvara vegna ógreidds sjúkrakostnaðar vegna sjúkranudds sem stefndi hafði neitað að greiða. Í málinu liggur fyrir að stefnandi var í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna afleiðinga slyssins 8. janúar 2016. Af gögnum málsins verður ráðið að þar sem sú meðferð hafi ekki borið nægilega góðan árangur hafi heimilislæknir hennar ráðlagt henni að fara í nudd. Stefnandi fór í 90 skipti til sjúkraþjálfara frá 12. febrúar 2016 til 25. ágúst 2017 og í 59 skipti í heilsunudd frá 12. febr úar 2016 fram í maí 2018. Enginn ágreiningur er í málinu um bótaskyldu stefndu vegna líkamstjóns stefnanda sem hún varð fyrir 8. janúar 2016 og lýtur ágreiningur aðila eingöngu að því hvort kostnaður hennar vegna fyrrgreindrar nuddmeðferðar geti talist ti l sjúkrakostnaðar í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993 sem hún eigi rétt til greiðslu á úr hendi stefndu. Nemur krafa stefnanda í málinu þeim kostnaði sem hún hefur borið vegna meðferðar hjá heilsunuddara á fyrrgreindu tímabili. Stefnandi byggir á þ ví að þessi kostnaður teljist til sjúkrakostnaðar samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1993 þar sem heilsunuddið hafi verið nauðsynlegur þáttur í lækningu og endurhæfingu hennar og læknir hennar hafi ráðlagt henni að fara í það samhliða sjúkraþjálfunarmeðferð til f á bót meina sinna. Hið stefnda félag hefur hafnað greiðsluskyldu hvað þennan þátt meðferðar stefnanda varðar þar sem heilsunudd geti ekki talist til nauðsynlegrar og eðlilegrar meðferðar við lækningu stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993 ska l sá sem bótaábyrgð ber á líkamstjóni greiða skaðabætur fyrir atvinnutjón, sjúkrakostnað og annað fjártjón sem af því hlýst, og enn fremur þjáningabætur. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því er varð að lögum nr. 50/1993 segir nánar um hugtakið sjúkr akostnað að í fyrsta lagi sé átt við útgjöld vegna eðlilegra og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Hér komi einkum til kostnaður við læknishjálp, dvöl á sjúkrahúsi, endurhæfingu og sjúkraflutning. Eins og málum er hér háttað er álitaefnið hvort sá hluti meðferðar stefnanda vegna afleiðinga umferðarslyssins sem fólst í heilsunuddi geti talist til eðlilegrar og nauðsynlegrar ráðstöfunar við lækningu hennar og þáttur í endurhæfingu hennar vegna líkamstjóns sem hún hlaut 8. janúar 2016, í skilningi þessa ákvæðis. Heilsunudd er samheiti sem nær yfir margar mismunandi aðferðir við nudd. Hér undir fellur m.a. svokallað klassískt nudd (sænskt nudd), heildrænt nudd, svæðanudd, sogæðanudd og fleiri aðferðir. Mörkin milli heilsunudds og sjúkranudds eru óljó s. Réttur til að kalla sig sjúkranuddara er skilgreindur í reglugerð nr. 1128/2012 um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi sem sett er samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn. Starfsheitið heilsunudda ri er á hinn bóginn ekki formlega lögverndað en nám í heilsunuddi hefur farið fram á vegum Fjölbrautaskólans við Ármúla. Heilsunuddarar geta óskað eftir skráningu í skráningarkerfi á vegum Bandalags íslenskra græðara, sbr. lög nr. 34/2005 um græðara, og st arfa þá á grundvelli þeirra. Með nuddmeðferð er átt við meðhöndlun mjúkra vefja, grunnra og djúpra, og bandvefs þar sem beitt er höndum við þrýsting, tilfærslu og tog á þessi líffæri. Mismun andi aðferðum er beitt eftir því sem við á í tilviki hvers einst aklings. Gildi slíkrar meðferðar hefur lengstum verið dregið í efa en nýlegar rannsóknir, sérstaklega á vöðvafestum, vöðvahimnum og samspili vöðva, og rannsóknir á renniflötum 12 vöðva, sina og vöðvahimna, benda eindregið til þess að með þessum aðferðum megi bæta líðan þeirra sem þjást af kvillum frá stoðkerfi, þ.e. vöðvum, vöðvafestum og sinafestum. Almennt er viðurkennt að nudd, eins og lýst er hér að framan bæti líðan og geti aukið möguleika á virkari líkamsþjálfun þeirra sem glíma við stoðkerfiseinkenni. E innig er almennt viðurkennt að nudd dragi úr verkjum og geti bætt hreyfigetu. Nudd er því oft hluti meðferðar sjúkraþjálfara og annarra þeirra sem meðhöndla stoðkerfisvandamál. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á mjúkvefjameðferð eins og nuddi hafa sýnt fra m á virkni þessarar meðferðar og jákvæðan árangur. Cochrane - stofnunin er alþjóðlegt samstarf lækna og vísindamanna sem fer yfir rannsóknir og metur gildi hóprannsókna um skilgreint afmarkað efni. Hún birti árið 2015 álit sitt á rannsóknum á virkni nudds se m meðferð við bakverkjum. Niðurstaða þeirrar athugunar var að nudd gæfi betri árangur en hnykkingar eða hnykkmeðferð, rafmagnsmeðferð, nálastungumeðferð, tog og fleiri aðferðir. Með vísan til framangreinds er ekki unnt að fallast á að heilsunudd, eins og beitt var í tilviki stefnanda, falli undir það sem kallað hefur verið óhefðbundnar lækningar. Í málinu liggur fyrir að stefnandi var bæði í meðferð hjá sjúkraþjálfara og heilsu nuddara á sama tíma. Ráðið verður af gögnum málsins, og því sem fram er komið fyrir dóminum, að stefnandi glímdi við mikil einkenni frá stoðkerfi í kjölfar slyssins, sem háðu henni verulega við vinnu og dagleg störf. Líta verður svo á að með umræddri nuddmeðferð hafi stefnandi leitast við að bæta líðan sína og þar með takmarka heils ufarslegt tjón sitt eins og kostur var. Dómurinn bendir á að heimilislæknir stefnanda ráðlagði henni slíka meðferð samhliða meðferð hjá sjúkraþjálfara í því skyni að ná sem mestum heilsufarslegum árangri hjá stefnanda. Verður ekki séð að stefnandi sjálf h afi haft frumkvæði að þessari meðferð heldur fór hún að ráðleggingum læknisins og hélt auk þess áfram að vera í sjúkraþjálfun. Verður að líta svo á að það hafi verið faglegt mat læknisins að bæta við þessum meðferðarþætti til þess að freista þess að bæta á rangur endurhæfingar stefnanda og líðan hennar. Hefur því mati ekki verið hnekkt. Ráðlegging læknisins byggðist á faglegum og læknisfræðilegum sjónarmiðum enda þekkti hann sem læknir stefnanda til stoðkerfiseinkenna hennar og heilsufars. Telur dómurinn eng a ástæðu til að draga í efa þetta mat læknisins þegar horft er til læknisfræðilegra gagna málsins um líkamleg ein kenni stefnanda eftir slysið. Því verður að fallast á það með stefnanda, þegar litið er til stoðkerfiseinkenna hennar og þeirra verkja sem hú n glímdi við, að umrædd nuddmeðferð hafi talist nauðsynleg og eðlileg ráðstöfun við lækningu hennar og þáttur í endurhæfingu vegna afleiðinga líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir. Telst meðferðin því hluti sjúkrakostnaðar hennar í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1993. Dómurinn telur ekki unnt að fallast á varakröfu stefndu um lækkun kröfu stefnanda og miða við batahvörf eða stöðugleikapunkt sem samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð er talinn hafa verið 20. mars 2017. Ákvörðun um stöðugleikapunkt felur í s ér læknisfræðilegt mat á því hvenær heilsufar sé orðið stöðugt og óverulegra breytinga að vænta á heilsufari tjónþola eftir líkamstjón. Ákvörðunin er aftursýn þegar öll gögn máls hafa verið skoðuð. Á þeim tíma sem meðferðin fór fram var ekki ljóst hvenær þ etta tímamark yrði. Dómurinn telur ekki eðlilegt að miða rétt stefnanda til greiðslu sjúkrakostnaðar við það tímamark enda ljóst að hún sótti áfram sjúkraþjálfun eftir það og báðar meðferðir voru í tengslum við afleiðingar slyssins. Þá hafði stefnandi eink enni og verki frá stoðkerfi eftir þetta tímamark vegna þess líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir og var henni því nauðsynlegt að halda áfram að leita bóta á því. Dómurinn áréttar að í niðurstöðu fyrrgreindrar matsgerðar kemur fram að varanlegar heilsufars legar afleiðingar slyssins verði raktar til tognunar á brjósthrygg með álagsverkjum, eymslum og hreyfiskerðingu og tognunar á háls - og lendhrygg og hægri öxl og versnun einkenna þaðan. Verður að líta svo á að markmið nuddmeðferðarinnar, ásamt meðferð hjá s júkraþjálfara, hafi verið að draga sem mest úr afleiðingum slyssins fyrir stefnanda og bæta möguleika hennar til að ná sem mestum bata. Samkvæmt öllu framansögðu er krafa stefnanda studd fullnægjandi röksemdum og gögnum og verður hún því tekin til greina. Verður fallist á kröfu stefnanda eins og hún er sett fram í stefnu, eins og nánar greinir í dómsorði, en dráttarvaxtakröfu stefnanda hefur ekki verið sérstaklega mótmælt. Í samræmi við úrslit málsins verður stefndu gert að greiða stefnanda málskostnað, sbr . 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sem þykir hæfilega ákveðinn 850.000 krónur, þá að teknu tilliti til 13 virðisaukaskatts og renni í ríkissjóð, en í málinu liggur fyrir gjafsóknarleyfi stefnanda frá 23. ágúst 2019. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greið ist því úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar sem, með hliðsjón af tímaskýrslu, eðli og umfangi málsins, ákvarðast 850.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms mönnunum Ingiríði Lúðvíksdóttur héraðsdómara og Ragnari Jónssyni bæklunarlækni. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Vátryggingafélag Íslands hf. og Bolabás sf., greiði stefnanda, A, óskipt 604.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38 /2001 um vexti og verðtryggingu, frá 6. júlí 2018 til greiðsludags. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Hauks Freys Axelssonar, 850.000 krónur. Stefndu greiði stefnanda 850.000 krón ur í málskostnað sem renni í ríkissjóð.