LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 13. maí 2022. Mál nr. 289/2022 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) gegn X og Y (Ólafur Örn Svansson lögmaður) Lykilorð Kærumál . Haldlagning . Leit. Rannsókn sakamáls. Útdráttur Fallist var á kröfu L um leit í verki X og Y sem lagt var hald á í þágu rannsóknar sakamáls. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Kristbjörg Stephensen og Kristinn Halldórsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 S óknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. maí 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 4. maí 2022 í málinu nr. R - /2022 þa r sem hafnað var kröfu lögreglustjórans á Vesturlandi um að lögreglu verði heimilað að framkvæma leit í , númer munar . Kæruheimild er í h - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fallist verði á framangreinda kröfu hans. 3 Varnaraði lar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur um annað en málskostnað og að þeim v erði úrskurðaður málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Svo sem þar greinir barst lögreglu tilkynning 7. apríl 2022 um að bronsstytta af A , sem staðið hefði við , væri horfin. Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að styttuna væri að finna inni í öðru verki sem staðsett væri við . Hinn 22. sama mánaðar lagði lögregla hald á 2 síðarnefnda verkið. Samkvæmt gögnum málsins er styttan af A sjáanleg inni í tunnu sem er hluti af hinu haldlagða verki. 5 Fram kemur í greinargerð varnaraðila til Landsréttar að hinn haldlagði munur sé verk verksins sé bronsstytta sú sem stóð við og fyrrgreind tilkynning til lögreglu 7. fyrri mánaðar laut að. Þá liggur fyrir samkvæmt endurriti þingbókar Héraðsdóms Vesturlands að varnaraðilar tóku til varna við fyrirtöku á kröfu sóknaraðila 2. þessa mánaðar og var þeim skipaður verjandi í þingh aldinu. Að öllu þessu gættu verður að telja að varnaraðilar hafi í máli þessu stöðu sakbornings í skilningi laga nr. 88/2008. 6 Í kæru sinni til Landsréttar vísar sóknaraðili til þess að samkvæmt 52. gr. laga nr. 88/2008 beri lögreglu skylda til þess að rann saka ætluð refsiver ð brot og sé það markmið rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna til að ákæruvaldinu sé fært að ákveða að rannsókn lokinni hvort sækja skuli mann til sakar , sbr. 53. gr. sömu laga . Sóknaraðili segir þátt í rannsókn máls þessa vera að rannsaka ummerki á hinni brottnumdu styttu enda geti mögulegar skemmdir á henni varðað við 177. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sóknaraðili vísar jafnframt til þess að þar sem ekki hafi fengist samþykki varnaraðila fyrir því að sækja styttuna inn í verk þeirra í því skyni að haldleggja hana þurfi sóknaraðili úrskurð dómara fyrir þeirri rannsóknaraðgerð. 7 Sóknaraðili reisir kröfu sína á 74. gr., sbr. 1. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. er heimilt að leita í húsum sakbornings, g eymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum hans í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem hald skal leggja á. Þá segir í 3. mgr. 74. gr. að það sé skilyrði fyrir húsleit a ð rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. 8 Upplýst er samkvæmt framansögðu að áðurnefnd bronsstytta er inni í hinu haldlagða verki var naraðila og að þeirra sögn hluti verksins. Eins og atvikum máls þessa er háttað verður að telja að jafna megi þeim mun er styttuna inniheldur og varnaraðilar segja vera til hirslu í skilningi 74. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt því og öðru framangreindu teljast vera uppfyllt skilyrði 74. gr., sbr. 1. mgr. 75. gr. laganna til þess að fallast á kröfu sóknaraðila með þeim hætti sem í úrskurðarorði greinir. 9 Krafa varnaraðila um málskostnað sér til handa fyrir héraðsdómi á sér ekki lagastoð. Þá er til þess að líta að þeim var samkvæmt áðursögðu skipaður verjandi við fyrirtöku á kröfu sóknaraðila 2. þessa mánaðar. Krafan tekur til munar sem lögregla haldlagði við rannsókn á máli lögreglu nr. . Verður málatilbúnaður sóknaraðila ekki skilinn á annan veg en þan n að krafa hans sé liður í rannsókn lögreglu á því máli. Málinu er ekki lokið og eru því ekki efni til þess að svo komnu máli að ákvarða verjandanum 3 þóknun, sbr. ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008. Þá úrskurðast kærumálskostnaður ekki, sb r. 3. mgr. 237. gr. laganna. Úrskurðarorð: Sóknaraðila, lögreglustjóranum á Vesturlandi, er heimilað að framkvæma leit í verki varnaraðila, X og Y lögreglumáls nr. , númer munar . Málsko stnaður í héraði og kærumálskostnaður úrskurðast ekki. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 4. maí 2022 Kröfugerð og málsmeðferð 1. Mál þetta barst dómnum með kröfuskjali sóknaraðila síðdegis föstudaginn 29. apríl 2022. Að höfðu samráði við sakflytjendur var ákveðið að fram færi munnlegur málflutningur um kröfuna mánudaginn 2. maí sl. í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur til hagræðis. 2. Í málinu krefst sóknaraðili þess að Lögreglustjóranum á Vesturlandi verði heimilað með úrskurði dómsins að fram kvæma leit í tunnu/verki (munur nr. [...] í munaskrá) sem lögregla haldlagði við rannsókn málsins. 3. Verjandi krefst þess að kröfunni verð i hafnað og jafnframt krefst hann þess að málskostnaður varnaraðila verði greiddur úr ríkissjóði. 4. Málið var munnlega flutt mánudaginn 2. maí sl. og tekið til úrskurðar að því búnu. Helstu málsatvik og málsástæður aðila 5. Sóknaraðili lýsir atvikum þ annig að þann 7. apríl sl. hafi lögreglu borist tilkynning um að bronsstytta af A við væri horfin. B , en þar er vafalaust vísað til , hafi tilkynnt um hvarf styttunnar f.h. , sem að sögn lögreglu mun hafa staðið fyrir kostnaði og uppsetningu styt tunnar árið 2000. B hafi greint frá því að hann teldi verðmæti styttunnar vera um það bil 3.000.000 kr. 6. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun styttan hafa horfið fyrir 10. mars sl. 7. Þann 9. apríl sl. hafi svo borist fréttir af því að styttuna væri að finn a fyrir framan inni í öðru listaverki eða gjörningi. Varnaraðilar hefðu opinberlega greint frá því að umrætt listaverk eða gjörningur væri á þeirra vegum. Styttunni hafði þá verið komið fyrir inni í tunnu sem muni vera hluti af lista - eða gjörningsverk i varnaraðila. 8. Þann 22. apríl sl. lagði lögregla hald á umræddan hlut eða verk sem hafði verið notaður sem geymslu - staður styttunnar en umrædd stytta af A sé sjáanleg inni í tunnu sem sé hluti af verki varnaraðila. Að mati lögreglu sé umrætt verk notað sem geymslustaður fyrir styttuna sem horfið hafi af stalli sínum við . Í ljósi þess að ekki liggi fyrir samþykki varnaraðila um að heimila lögreglu að opna umrætt 4 verk þeirra sé þessari kröfu um heimild til leitar á geymslustað styttunnar beint til héra ðsdóms í samræmi við ákvæði X. kafla laga um meðferð sakamálalaga nr. 88/2008. 9. Með vísan til framangreinds sé afar brýnt fyrir lögreglu í þágu rannsóknar málsins að leit verði heimiluð í nefndri tunnu eða verki, í því skyni að leggja hald á umrædda styttu af A og rannsaka ummerki. 10. Lögregla telur að brot það sem til rannsóknar sé varði við 177. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 11. Beiðnin er byggð á 74. gr., sbr. 1. mgr. 75. gr., laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 12. Verjandi varnaraðila krefst þess að kröfunni verði hafnað. Verjandi bendir helst á að verkið hafi nú þegar verið haldlagt og sé í vörslum lögreglu. Óumdeilt sé þannig að verkið sé í höndum lögreglu og bronsstyttan þar inni í. Jafnframt sé um listaverk varnaraðila að ræða sem óskynsamlegt og ónauðsynlegt sé að skemma í þágu rannsóknar á málinu og brjóta þa nnig gegn réttindum varnaraðila sem einnig njóti verndar. Engir rannsóknarhagsmunir séu enda í málinu og enginn hafi stöðu sakbornings í því. 13. Sá tilgangur lögreglu með aðgerðinni að skila verkinu í hendur réttra eigenda sé óskýr, þar sem ekki sé upplý st í málinu hver sá eigandi sé eða hvert eigi þá að skila verkinu. Ekki séu því fyrir hendi lagaskilyrði til að fallast á kröfu sóknaraðila í málinu. Telja varnaraðilar réttari farveg að leita leiða til að ná samkomulagi um hvernig með skuli fara og koma í veg fyrir skemmdir á verkinu. Niðurstaða 14. Dómari innti aðstoðarsaksóknara eftir því fyrir málflutning hvort skýrslur hefðu verið teknar af grunuðum í málinu. Upplýst var að engar skýrslur hefðu verið teknar af varnaraðilum. Aðild varnaraðila að máli þ essu er ljóslega byggð á því að varnaraðilar hafa viðurkennt að hafa komið umræddri styttu fyrir í þeim búningi sem nú blasir við. 15. Í málinu liggja þó fyrir opinberar yfirlýsingar varnaraðila þar sem þeir hafna því að hafa játað þjófnað á verkinu líkt og hafi komið fram í fjölmiðlum. 16. Þá er enginn ágreiningur um að lögregla hefur haldlagt umrætt verk varnaraðila. Aðstoðarsaksóknari hins vegar benti á að sú haldlagning næði í raun ekki til þess listaverks sem fest væri inn í það, þar sem það væri ekki aðgengilegt. 17. Sóknaraðili byggir kröfu sína á 74. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Það lagaákvæði er í X. kafla laganna, sem er ásamt nokkrum öðrum köflum laganna undir 2. þætti þeirra sem ber 18. Tilvísuð grein líkt og X. kafli laganna fjallar um leit. Í því felst eðli máls samkvæmt að eitthvað sé hulið eða ekki vitað með vissu hvar sé að finna. Því þurfi að leita að hlut, upplýsingum eða öðru sem rannsakandi telur að geti stuðlað að því að upplýsa mál sem til rannsó knar er hverju sinni. Ekki þarf að vera hafið yfir vafa að leit muni bera árangur heldur verður að vera hægt að sýna fram á með rökstuddum hætti að við leit þar sem hennar sé óskað geti leynst sakargögn sem stuðli að því að upplýsa mál. að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum hans í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem hald skal leggja 5 geymslustöðum, hirslum eða farartækjum annars manns en sakbornings þegar brot hefur verið framið þar eða sakb orningur handtekinn þar. Einnig ef rökstuddur grunur leikur á að sakborningur haldi sig 21. Almenn skilyrði fyrir húsleit samkvæmt framangreindu eru, samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, m.a. að rökstuddur gru nur leiki á um að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. 22. Dómari innti sóknaraðila einnig eftir því hvaða rannsóknarhagsmunir væru í húfi að hans mati, og v oru svör ekki skilin á annan hátt en að hagsmunir sóknaraðila af rannsóknargerðinni væru þeir einir að tryggja vörslur þess listaverks sem numið var á brott, og afhenda það réttum eiganda eða umráðamanni, því sem næst í þeirri mynd sem það var þegar það va r fjarlægt. Það væru í raun þeir hagsmunir sem tengdust rannsókn málsins í skilningi ákvæðisins. 23. Markmið rannsóknar samkvæmt 2. þætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 kemur fram í 1. mgr. 53. gr. laganna, sem er að afla allra nauðsynlegra gagna ti l þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli menn til saka, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi. Til að ná þessum markmiðum eru rannsakendum veittar heimildir í nokkrum tilteknum köflum laganna sem flokka ðar eru sem þvingunarráðstafanir, sem lögreglu er heimilt að grípa til við rannsókn sakamála, þar með í X. kafla um leit og líkamsrannsókn. Markmið með þvingunaraðgerðum getur þó vissulega verið annað og þeim á stundum beitt í réttarfars - og réttarvörslusk yni. Þvingunaraðgerðir lögreglu eiga þó sammerkt að þær fela í sér skerðingu á mannréttindum þeirra er þær beinast gegn, sem augljóslega leiðir til þröngrar skýringar á heimildum sem veittar eru í þessu skyni. 24. Af gögnum málsins og framkvæmd rannsóknar lögreglu verður sú ályktun væntanlega dregin að varnaraðilar málsins liggi undir einhverjum grun um þá háttsemi sem til rannsóknar er. Fyrirspurn dómara um hvort tekin hefði verið skýrsla af grunuðum í málinu var hins vegar svarað með eftirgreindum hætti: Því er til að svara að ekki hafa verið teknar skýrslur af þeim varnaraðilum, sem tilgreindar eru í framlagðri rannsóknarbeiðni, vegna brotthvarfs styttu frá málflutning var staðfestur sá skilningur dómara út frá þessu svari að enginn hefði til þessa haft réttarstöðu sakbornings í málinu. 25. Miðað við málatilbúnað sóknaraðila væri vissulega hægt að líta svo á að ekki væri fullnægt skilyrðinu um að rannsóknaraðgerð beindist að sakborningi í skilningi 74. gr. þar sem sóknaraðili sjálfur hefur lýst því að enginn hafi slíka réttarstöðu. Virðist meira að segja svo að sóknaraðili telji, líkt og fram kom við munnlegan málflutning, að þar sem hann byggi kröfu sína þá fremur á 2. mgr. 74. gr. um leit hjá öðrum en sakborningi þurfi engan slíkan. Það er hins vegar ekki tæk skýring miðað við orðalag ákvæðisins, sem gerir einnig ráð fyrir nauðsyn þess, eðli máls samkvæmt, að einhver hafi undir þeim kringumstæðum stöðu sakbornings í máli. 26. Burtséð frá þessari sýn sóknaraðila á málið og réttarstöð u varnaraðila verður þó miðað við gögn málsins að mati dómsins að líta svo á að varnaraðilar séu grunaðir um refsivert brot eða a.m.k einhverja aðild að því broti sem til rannsóknar er. Því verði með hliðsjón af 1. ml. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008 að t elja að skilyrði um að til staðar sé sakborningur sem rannsókn beinist að sé þrátt fyrir framangreint uppfyllt. 27. Dómurinn telur á hinn bóginn skilyrði um augljósa rannsóknarhagsmuni ekki uppfyllt. Ekkert bendir til þess í málinu að umræddri þvingunarað gerð lögreglu sé ætlað að varpa frekara ljósi á það brot sem til rannsóknar er, heldur sé krafan einvörðungu lögð fram til að koma verki C af A og syni hennar D athygl i á því að óupplýst væri í málinu hver væri eigandi verksins, án þess að það skipti máli við úrlausn hér. 6 28. Það virðist blasa við að markmið sóknaraðila er góðra gjalda vert og draga verður þá ályktun að flestöll rök, lagaleg sem önnur, mæli með því að umrætt listaverk C rati til réttmætra eigenda og verði þá væntanlega komið á þann stað þaðan sem hún var fjarlægð, sem ekkert bendir til annars miðað við gögn málsins en að hafi verið án heimildar og verði ekki réttlætt með öðrum hætti. Engin leið er til a ð sjá að höfnun á kröfu þessari girði með nokkru móti fyrir að sú niðurstaða geti orðið raunin fyrr en síðar, enda önnur ráð tiltæk hvort sem er fyrir þvingun eða ekki til að ná fram slíkri niðurstöðu. Í málinu liggja reyndar fyrir gögn sem gefa til kynna að viðræður um slíka lausn í sátt, hafi a.m.k. framan af, gengið ágætlega. 29. Því markmiði lögreglu eða öllu heldur eigenda, hvort sem er að verki eða öðru andlagi brots yfir höfuð, þ.e. að fá slíkt afhent sér að nýju, verður ekki náð undir því yfirskyni að um sé að ræða leit í einhverjum skilningi ef tilgangurinn er augljóslega ekki sá að rannsaka mál og fyrir rannsóknargerð séu augljósir rannsóknarhagsmunir. Andlag brotsins er nú þegar í tryggum vörslum lögreglu og verður það áfram a.m.k. eftir atvikum a llt þar til rannsókn málsins lýkur. Húsleit verður því að mati dómsins heldur ekki réttlætt með nauðsyn þess að haldleggja þurfi hlutinn. 30. Dómurinn telur þá heldur ekki óvarlegt að líta svo á að það verk sem varnaraðilar kveðast hafa búið til með aðgerð um sínum njóti einhverra höfundar - og sæmdarréttinda líkt og það verk sem fjarlægt var. Engu verður þó slegið föstu í máli þessu um hvernig sú réttarstaða er. Augljóst er þannig að verði gerður ágreiningur um þann þátt málsins verður ekki úr honum leyst í máli sem snýr að heimild lögreglu til þvingunarráðstafana í þágu rannsóknar sakamáls. Rétt er þó að halda því til haga vegna sjónarmiða sóknaraðila málsins, að tekið skal undir það að ef augljósir og brýnir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi myndi sú sta ða sem hér er uppi alla jafnan ekki útiloka leit þótt um væri að ræða gjörning sem flokkaður yrði sem listaverk. 31. Dómurinn telur því ekki efni til að fallast á kröfu sóknaraðila og verður henni hafnað. 32. Ekki verður séð að lagaskilyrði séu til að fal last að svo stöddu á greiðslu á málskostnaði varnaraðila úr ríkissjóði, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 603/2017. 33. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kröfu sóknaraðila er hafnað.