LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 10. maí 2022. Mál nr. 277/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( enginn ) Lykilorð Kærumál. Kæra. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Kæra X til Landsréttar fullnægði ekki áskilnaði 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úr skurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. maí 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. maí 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 1. júní 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrsk urðar. Niðurstaða 3 Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 4. maí 2022 var bókað eftir varnaraðila að hann kærði úrskurðinn til Landsréttar. Ekki var bókað í þingbók í hvaða skyni kært væri eins og áskilið er í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Úr þessum annmarka var ekki bætt með skriflegri kæru til héraðsdóms innan kærufrests sem unnt hefði verið eftir sömu lagagrein, sbr. til hliðsjónar úrskurð Landsréttar 7. desember 2021 í máli nr. 742/2021. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Landsrétti. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. maí 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 4. maí 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X, kt. [...]. Dómkröfur Þess er krafist að X, kt. [...], sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til miðvikudagsins 1. júní 2022, kl. 16:00. Málsatvik Meðferð máls þessa hófst með tilkynningu til lögreglu þann 5. apríl 2022 um líkamsárás að [...] í Reykjavík. Höfðu kærði og brotaþoli, móðir kærða, verið að þegar kom til ágreinings. Að sögn brotaþola hafi kærði veist að henni með ofbeldi, tekið hana í trekað hálstaki svo hún missti andann, sparkað í bringu hennar og veitt henni högg víðs vegar um líkamann og höfuðið og hótað henni lífláti. Hafi atlagan staðið yfir í um klukkustund. Að sögn brotaþola hafi hún talið, þegar kærði tók hana kverkataki, að hú n væri að deyja og að þetta væri hennar síðasti dagur en kærði hafi haldið lengi fyrir öndun hjá henni. Hafi kærði hann sem svo að hún mætti ekki hringja eftir hjálp. Hafi kærði svo hringt í prest og hafi prestinn grunað að ekki væri allt með felldu og tilkynnt málið til lögreglu. Kom lögregla á vettvang og handtók kærða á vettvangi. Rætt var við brotaþola á vettvangi og kvaðst hún viss um að kærði hefði drepið hana hefði presturinn ekki hringt í lögregluna. Var brotaþoli með sýnilega áverka og sjóntruflanir og flutt á slysadeild með sjúkrabíl. Kærði hefur ítrekað sætt nálgunarbanni gagnvart foreldrum sínum. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður og hlotið dóm vegna ofbeldis, hótana og brots gegn nálgunarbanni gagnvart þeim. Árið 2006 hlaut kærði dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa veist að föður sínum með hnífi en varðaði brotið við 211., sbr. 20. gr. alm. hgl. Við skoðun í málaskrá lögreglu má sjá ítrekaðar tilkynningar um að kærði sé að áreita foreldra sína og beita þau ofbeldi. Tvö mál eru opin í kerfum lögreglu milli málsaðila en það eru mál - 2022 - [...] og - 2022 - [...] sem er frá 27. janúar sl. Í síðara málinu er kærði grunaður um að hafa veist með ofbeldi að móður sinni og kýlt hana í andlitið og hótað að drepa hana. Vísast nánar til meðfylgjandi rannsóknargagna. Lagarök Kröfu um að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi byggir lögreglustjóri á því að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til þess að verja brotaþola fyrir frekari árásum kærða. Brotaþoli er móðir kærða og í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart honum vegna þess, þá verður ekki litið fram hjá því að árásin sem til rannsóknar er var bæði alvarle g og ofsafengin, þá á kærði sögu um ítrekað líkamlegt ofbeldi í garð brotaþola í kerfum lögreglu. Fyrir liggur að nálgunarbann dugar ekki sem skyldi til að verja brotaþola fyrir kærða enda hefur hann ítrekað gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Þá liggu r fyrir að framkvæmt hefur verið áhættumat á kærða og benda niðurstöður matsins til þess að mjög mikil hætta sé á almennri ofbeldishegðun af hálfu varnaraðila og að líklegt sé að hann muni sýna af sér sams konar ofbeldishegðun og hann hafi þegar gert, með töluverðum líkum á stigmögnun í lífshættulegt ofbeldi, eru foreldrar kærða taldir meðal þeirra sem líklegir eru til þess að vera brotaþolar hans. 3 Kærði hefur í máli þessu sýnt af sér afar alvarlegt ofbeldi þar sem hann ræðst á sér nátengdan aðila og kunna brotin að varða við 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b eða 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga sem kann að leiða til fangelsis í allt að 16 ár með tilliti til refsiramma. Með vísan til framangreinds telur lögregla að skilyrðum d - liðar 1. mgr. 95. gr. lag a um meðferð sakamála sé fullnægt fyrir því að kærða verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna þess máls sem til meðferðar er en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 6. apríl á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - /2022 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar í máli nr. 208/2022. Krefst lögreglustjóri þess að framangreind krafa verði tekin til greina eins og hún er sett fram. Lögreglustjóri telur sakborning vera undir rökstuddum grun um að hafa gerst brotlegur við 211., s br. 20. gr. alm. hgl., 1. mgr., sbr. 2. mgr., 218 gr. b og 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brotin geta varðað allt að ævilöngu fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Niðurstaða Með vísan til þess sem að framan er rakið úr greinargerð lögreglustjóra liggur sakborningur undir grun um alvarlega og lífshættulega líkamsárás. Ætlað brot hans varðar við 211. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, en við broti skv. 211. gr . getur legið allt að ævilangt fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu þessa dómstóls í úrskurði sem kveðnum var upp 6. apríl sl. var fallist á að skilyrði 1, málsliðar 1. mgr. 95. gr. væru fyrir hendi til að sakborningi yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti þann úrskurð með úrskurði dagsettum 12. apríl sl. Ekkert í gögnum málsins gefur tilefni til að úrskurða á annan veg nú. Þá var í fyrrnefndum úrskurði sömuleiðis fallist á það með lögreglu í að skilyrði d - liðar 1. mgr. 95. gr. væru einnig uppfyll t. Í því efni var vísað til þess hve ofsafengin ætluð atlaga hafi verið sem og að hún hafi beinst að nánum ættingja auk þess sem áhættumat lögreglu benti til þess að sakborningur væri líklegur til að beita líku ofbeldi á ný. Úrskurðurinn var staðfestur í L andsrétti með vísan til þessara forsendna sem enn eru óbreyttar. Með vísan til framangreinds verður sakborningi áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi svo sem nánar er kveðið á um í úrskurðarorði. Úrskurðarorð Kærði, X, kt. [...], skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 1. júní 2022, kl. 16:00.