LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 21. júní 2022. Mál nr. 335/2022 : Guðrún María Valgeirsdóttir, Sigurður Jónas Þorbergsson, Finnur Sigfús Illugason, R3 ehf., Bryndís Jónsdóttir, Sigurður Baldursson, Sólveig Ólöf Illugadóttir, Kristín Þ . Sverrisdóttir, Gísli Sverrisson, Garðar Finnsson, Hilmar Finnsson og Daði Lange Friðriksson (Guðmundur H. Pétursson lögmaður ) gegn Landsvirkjun og íslenska ríki nu ( Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Res judicata . Sakarefni. Réttaráhrif dóms. Lögvarðir hagsmunir. Aðild. Samaðild. Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli G o.fl. gegn L og Í var vísað frá dómi á grundvelli 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem með dómi Hæstaréttar í máli nr. 560/2009 hefði verið tekin bein afstaða til þess sakarefnis sem fælist í dómkröfum G o.fl. um viðurkenningu á því að G o.fl. teldust vera hlutfallslegir rétthafar jarðhitaréttinda sem L nýtti á svonefndu ríkissvæði á reitum merktum A og B og kröfur G o.fl. um endurgjald fyrir þá nýtingu. Í úrskurði Landsréttar kom fram að dómkröfur G o.fl. litu að rétti yfir jarðhitaréttindum sem stæðu utan hins svonefnda ríkissvæðis. D ómkröfur í nefndu h æstaréttarmáli hefðu ekki l o tið að réttindum yfir þessum svæðum, heldur einvörðungu að réttindum sem leidd hefðu verið af ríkissvæðinu sjálfu. Hefði því ekki áður verið dæmt um dómkröfur G o.fl. í málinu, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Úr því yrði ekki le yst nema með efnisdómi hvort tilvist nánar tilgreindra jarðhitageyma hafi verið leidd í ljós eða hvort unnt sé að skipta jarðhitaréttindunum. Þá yrði heldur ekki leyst úr nema með efnisdómi hvort G o.fl. hefðu nú þegar á grundvelli tilgreinds rammasamnings frá árinu 2005 ráðstafað svo skuldbindandi væri jarðhitaréttindum á því svæði sem skilgreint væri sem svæði C í kröfugerð G o.fl. Málatilbúnaður G o.fl. væri ekki í andstöðu við d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 þannig að frávísun varðaði og hefðu G o.fl . lögvarða hagsmuni af kröfum sínum í málinu. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að aðild til sóknar í málinu fullnæg ð i skilyrðum 2. 2 mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. H inn kærði úrskurður var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka máli ð til efnislegrar meðferðar . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar skut u málinu til Landsréttar með kæru 25. maí 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 15. næsta mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2022 í málinu nr. E - 4857/2021 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðil ar kre fja st þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaða r af þessum þætti fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðil ar kref ja st staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Með samningi um jarðhitaréttindi 1 8 . mars 1971 gerðu þáverandi eigendur jarðarinnar Reyk jahlíðar í Skútustaðahreppi og varnaraðilinn íslenska ríkið með sér samning um jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar. Með þeim samningi framseldu eigendur jarðarinnar varnaraðilanum íslenska ríkinu þau réttindi innan skilgreindra og afmarkaðra jarðhitarétti ndasvæða, sem tilgreind voru í 1. gr. samningsins. Voru réttindin framseld varnaraðilanum til frjálsra umráða og ráðstöfunar. Meðfylgandi samningnum var uppdráttur og inn á hann færð landamerkjalýsing um afmörkun svæðisins. E kki er uppi ágreiningur um land fræðilega afmörkun þess svæðis sem samningurinn frá 1971 náði til . 5 Sóknaraðilar höfðuðu mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 13. október 2021 á hendur varnaraðilum til viðurkenningar á tilteknum jarðhitaréttindum sér til handa í landi Reykjahlíðar, en s óknaraðilar eru eigendur 92,1875% óskipts lands Reykjahlíðar. Nánar tiltekið voru dómkröfur sóknaraðila á hendur varnaraðilum í tveimur hlutum. Fyrri hluti dómkrafnanna laut að því að viðurkennt yrði með dómi að sóknaraðilar skyldu með varnaraðilum teljast , hlutfallslega, rétthafar þess jarðhita sem ekki yrði aðskilinn í sameiginlegum svonefndum jarðhitageymum á skilgreindum og afmörkuðum jarðhitaréttindasvæðum sóknaraðila og varnaraðila, merktum A og C við Kröflu, Sandabotna og Hágöng annars vegar, og merk tum B og E við Námafjall í Bjarnarflagi hins vegar, allt í landi Reykjahlíðar, Skútustaðahreppi. Seinni hluti dómkrafnanna laut að því að viðurkennt yrði með dómi að varnaraðilinn Landsvirkjun, sem eini nýtingaraðili jarðhita úr hinum sameiginlegu jarðhita geymum 3 sem lýst væri í fyrri dómkröfunni, skyldi gjalda sóknaraðilum endurgjald fyrir þá nýtingu í réttu hlutfalli við hlutdeild sóknaraðila í þeim. 6 Sóknaraðilar hafa skýrt málsókn sína á þann veg að með matsgerðum dómkvaddra matsmanna frá árinu 2017 haf i verið sýnt fram á að undir svæði því sem samningur sóknaraðila og varnaraðilans íslenska ríkisins um jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar frá árinu 1971 nái til séu svokallaðir jarðhitageymar. Komið hafi í ljós að þessir jarðhitageymar nái út fyrir það landsvæði sem afmarkað hafi verið í samningnum frá 1971 og nefnt sé ríkissvæðið, inn undir eignarland sóknaraðila. Með dómkröfum sínum leiti sóknaraðilar viðurkenningar á því að varnaraðilum sé skylt að greiða sóknaraðilum hlutfallslegt endurgjald fyrir þe ssi jarðhitaréttindi sem séu utan ríkissvæðisins og komi undan þeirra landi. 7 Varnaraðilar kröfðust þess fyrir héraðsdómi að máli sóknaraðila á hendur sér yrði vísað frá dómi. Var í fyrsta lagi byggt á því að kröfugerð sóknaraðila væri ódómtæk í skilningi d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, í öðru lagi að sóknaraðilar hefðu ekki lögvarða hagsmuni af dómkröfum sínum, sbr. 1. mgr. 25. gr. sömu laga, í þriðja lagi að vísa bæri málinu frá dómi á þeim grundvelli að nauðsynlegt væri að allir eigendur óskipt s lands Reykjahlíðar í Mývatnssveit stæðu að málsókninni, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 og loks í fjórða lagi að búið væri að leysa úr sakarefni málsins, sbr. 116. gr. laganna. 8 Með hinum kærða úrskurði var því hafnað að vísa bæri málinu frá dómi á þeim grundvelli að atbeina tveggja sameigenda hafi þurft til að standa að málsókninni, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Var um þá niðurstöðu meðal annars vísað til dóms Landsréttar 19. desember 2019 í máli nr. 723/2019. H éraðsdómur vísaði málinu hin s vegar frá dómi á þeim grundvelli að með dómi Hæstaréttar 29. apríl 2010 í máli nr. 560/2009 hefði verið tekin bein afstaða til þess sakarefnis sem fælist í dómkröfum sóknaraðila um viðurkenningu á því að sóknaraðilar teldust vera hlutfallslegir rétthafar þess jarðhita sem ekki verði aðskilinn í sameiginlegum jarðhitageymum og sem varnaraðilinn Landsvirkjun nýtti á svæð unum sem málið varðar og kröfu sóknaraðila um endurgjald fyrir þá nýtingu. Ljóst þætti að þegar hefði verið dæmt um að varnaraðilar væru ei gendur þess jarðhita sem fyndist á svæðum A og B. Engu breytti um þá niðurstöðu þótt sóknaraðilar teldu nú að nýting jarðhitaréttinda frá þessum svæðum fæli í reynd í sér nýtingu jarðhitaréttinda frá öðrum svæðum, það er svæðum C og E. Með skírskotun til þ ess, sbr. 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, bæri að vísa málinu frá dómi. Í ljósi þessarar niðurstöðu leysti héraðsdómur ekki úr öðrum frávísunarmálsástæðum varnaraðila öðrum en þeim er lutu að 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða 9 Svo sem gögn málsins bera með sér hafa verið þreifingar með málsaðilum um nýtingu jarðhita á Kröflusvæðinu með tilliti til seinni tíma rannsókna á svæðinu. Þannig liggur fyrir að með samningi frá í nóvember 2005 gerðu eigendur jarðarinnar Reykjahlíðar, 4 í nafni ein kahlutafélags sem þeir stofnuðu og veittu umboð til að annast hagsmuni eigenda , og varnaraðilinn Landsvirkjun með sér rammasamning um nýtingu jarðhita, kaup á fasteignum og fleira. Í formála þess samning s kemur fram að frá því varnaraðilinn Landsvirkjun keypti Kröfluvirkjun og Jarðvarmaveitur ríkisins af varnaraðilanum íslenska ríkinu á árunum 1985 og 1986 hafi fyrirtækið stundað og kostað rannsóknir á jarðhita á svonefndu jarðhitaréttindasvæði við Kröflu og í Bjarna rflagi (Námafjall) sem afmarkað sé í samningi íslenska ríkisins við landeigendur Reykjahlíðar frá 18. mars 1971. Sé þetta landsvæði í samningnum nefnt jarðhitaréttindasvæðið. Samkvæmt efni sínu náði samningur þessi til viðbótar til rannsókna og forgangs að nýtingu á ,,svonefndum austur - og suðvestursvæðum, austan við jarðhitaréttindasvæðið, hér nefnd Hágangnasvæði annars vegar og hins sem svæði C í kröfugerð og málatilbúnaði sín um hér fyrir dómi . Samningur þessi kveður í kafla 1 á um greiðslu sérstaks umsýslugjalds af hálfu varnaraðilans Landsvirkjunar til einkahlutafélags sóknaraðila. Í kafla 2 er síðan kveðið á um nýtingu jarðhita og endurgjald fyrir þann jarðhita sem félag sók naraðila heimilar varnaraðilanum Landsvirkjun nýtingarrétt á. 10 Þá liggja fyrir í gögnum málsins skjöl sem varða samningaumleitanir um rannsóknir og nýtingu jarðhita á svæði því sem sóknaraðilar skilgreina sem svæði E í kröfugerð og málatilbúnaði sínum. Þa nnig liggja fyrir drög að samningum sem unnið hefur verið með á árunum 2012 og 2013 er varða þetta svæði og eru á milli áðurnefnds einkahlutafélags fyrir hönd sóknaraðila og varnaraðilans Landsvirkjunar. Bera samningsdrögin heitið Viðbótarjarðhitasvæði, a fnot lands undir mannvirki og fleira . Í formála þessara samningsdraga er sem fyrr vísað til samningsins frá 18. mars 1971 og gerð grein fyrir því að svæði það sem sá samningur nái til sé merkt bókstöfunum A og B samkvæmt fylgiskjali með samningnum. Í 3. k afla samningsdraganna er vísað til þess að hið tilgreinda einkahlutafélag veiti varnaraðilanum Landsvirkjun einkarétt til rannsókna á jarðhita og nýtingu hans á svæði sem skilgreint sé sem svæði E á fylgiskjali með samningnum. Samningsdrög þessi eru öll óu ndirrituð og bera með sér að vera vinnuskjöl. 11 Sem fyrr greinir reisa sóknaraðilar málatilbúnað sinn á því að matsgerðir frá árinu 201 7 hafi leitt í ljós jarðhitageyma sem nái annars vegar á milli svæða A og C í kröfugerðinni og hins vegar svæða B og E. Þ ar sem ekki liggi fyrir samningar á milli sóknaraðila og varnaraðila um þann hluta jarðhitageymanna sem nái inn á svæði C og E sé þeim nauðsyn á málshöfðun þessari til að fá viðurkenningu á því að teljast hlutfallslegir rétt h afar á jarðhitanum í jarðhitage ymunum. 12 Að því er áður tilvitnaðan dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009 og röksemdir héraðsdóms fyrir frávísun málsins varðar er til þess að líta að í þeim dómi höfðaði áðurnefnt einkahlutafélag mál gegn varnaraðilum til ógildingar á samningi aðilanna frá 18. mars 1971 þar sem mælt var fyrir um að jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar 5 væru varnaraðilanum íslenska ríkinu til frjálsra umráða og ráðstöfunar. Í dómi Hæstaréttar va r rakið að líta yrði svo á að samningurinn frá 1971 hefði með stoð í 1. mgr. 13. g r. þágildandi orkulaga nr. 58/1967 falið í sér fullnaðarafsal eigenda Reykjahlíðar til varnaraðilans íslenska ríkisins fyrir beinum eignarrétti að jarðhitaréttindum á svæðinu, jarðhita sem þar fyndist og aðstöðu til mannvirkjagerðar til nýtingar hans, án þ ess að önnur réttindi yfir landinu hefðu fylgt með í kaupunum. K om fram í dómi Hæstaréttar að ekki þætti fært að víkja samningnum til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986 , þa r sem samningsaðilar hefðu hvor fyrir sitt leyti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum þegar það lagaákvæði tók gildi. Voru varnaraðilar sýknaðir af kröfum einkahlutafélags sóknaraðila. 13 Dómkröfur sóknaraðila í máli því sem hér er til meðferðar lúta að rétti yfir jarðhitaréttindum sem standa utan hins svonefnda ríkissvæðis. Dómkröfur í Hæstaréttarmáli nr. 560/2009 lutu ekki að réttindum yfir þessum svæðum, heldur einvörðungu að réttindum sem leidd voru af ríkissvæðinu sjálfu . H efur því ekki áður veri ð dæmt um dómkröfur sóknaraðila í málinu , sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Úr því verður ekki leyst nema með efnisdómi h vort tilvist jarðhitageyma hafi verið leidd í ljós eða h vort unnt sé að skipta jarðhitaréttindu nu m. Þá verður heldur ekki leyst úr nem a í efnisdómi hvort sóknaraðilar hafi nú þegar á grundvelli rammasamningsins frá árinu 2005 ráðstafað svo skuldbindandi sé jarðhitaréttindum á því svæði sem skilgreint er sem svæði C í kröfugerðinni hér fyrir dómi. 14 Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verður ekki talið að málatilbúnaður sóknaraðila sé í andstöðu við d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 þannig að frávísun varði , en sóknaraðilar hafa lögvarða hagsmuni af kröfum sínum í málinu . Þá verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að aðild til sókna r í málinu fullnægi skilyrðum 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. 15 Með hliðsjón af því sem áður er komið fram, að ekki hefur áður verið dæmt um sakarefni þessa máls, v erður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnis legrar meðferða r. 16 V arnaraðil um verður gert að greiða sóknaraðil um kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir en ákvörðun málskostnaðar í héraði bíður efnisdóms í málin u. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, Landsvirkjun og íslenska ríkið, greiði sóknaraðilum, Guðrún u Marí u Valgeirsdótt u r, Sigurð i Jónas i Þorbergss y n i , Finn i Sigfús i Illugas y n i , R3 ehf., Bryndís i Jónsdótt u r, Sigurð i B aldurss y n i , Sólveig u Ólöf u Illugadótt u r, Kristín u Þ . 6 Sverrisdótt u r, Gísl a Sverriss y n i , Garðar i Finnss y n i , Hilmar i Finnss y n i og Dað a Lange Friðrikss y n i, sameiginlega 400.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2022 I Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 13. október 2021, var tekið til úrskurðar 8. apríl 2022. Stefnendur eru Guðrún María Valgeirsdóttir, Sigurður Jónas Þorbergsson, Finnur Sigfús Illugason, R3 ehf., Bryndís Jónsdóttir, Si gurður Baldursson, Sólveig Ólöf Illugadóttir, Kristín Þ. Sverrisdóttir, Gísli Sverrisson, Garðar Finnsson, Hilmar Finnsson og Daði Lange Friðriksson, en stefndu eru Landsvirkjun og íslenska ríkið. Dómkröfur stefnenda í efnisþætti málsins eru þær í fyrsta lagi að viðurkennt verði með dómi að stefnendur skuli, með báðum stefndu, teljast hlutfallslega rétthafar þess jarðhita sem ekki verði aðskilinn í sameiginlegum jarðhitageymum á skilgreindum og afmörkuðum jarðhitaréttindasvæðum stefnenda og stefndu, merktu m A og C við Kröflu, Sandabotna og Hágöng annars vegar og merktum B og E við Námafjall í Bjarnarflagi hins vegar, allt í landi Reykjahlíðar, Skútustaðahreppi. Stefnendur krefjast þess í öðru lagi að viðurkennt verði með dómi að stefndi Landsvirkjun, sem e ini nýtingaraðili jarðhita úr hinum sameiginlegu jarðhitageymum sem lýst er í dómkröfu, skuli gjalda stefnendum endurgjald fyrir þá nýtingu í réttu hlutfalli við hlutdeild stefnenda í þeim. Þá krefjast stefnendur greiðslu málskostnaðar. Stefndu krefjast þ ess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara krefjast stefndu sýknu. Þá krefjast stefndu að þeim verði hvorum fyrir sig dæmdur málskostnaður sameiginlega úr hendi stefnenda. Stefnendur eru eigendur 92,1875% óskipts lands Reykjahlíðar í Mývatns sveit. Fram kemur í stefnu að tveir landeigendur hafi ekki látið málið til sín taka, þ.e. Reynihlíð ehf. sem fari með 6,2500% og Landeigendafélag Geiteyjarstrandar ehf. sem fari með 1,5625%. II Stefnendur eru tólf af fjórtán eigendum jarðarinnar Reykjahl íðar í Suður - Þingeyjarsýslu. Er jörðin í óskiptri sameign landeigenda og fara stefnendur með 92,1875% eignarhlut í jörðinni. Aðrir landeigendur eru Reynihlíð ehf. og Laneigendafélag Geiteyjarstrandar ehf. Stefnendur framseldu íslenska ríkinu með samningi 18. mars 1971 nýtingarrétt á jarðhitaréttindum á afmörkuðu svæði í landi Reykjahlíðar sem í stefnu eru tilgreind með bókstöfunum A og B, svokölluð ríkissvæði. Stefnendur telja sig eigendur alls jarðhita, utan þessara svæða og allt um kring og þar á meðal á svæðum C og E og telja að jarðhitinn á svæðunum verði ekki aðskilinn. Með málsókn þessari krefjast þeir viðurkenningu réttar þess efnis að þeir skuli með báðum stefndu, teljast hlutfallslega rétthafar þess jarðhita sem ekki verður aðskilinn í jarðhitage ymum sem eru á umræddum jarðhitaréttindasvæðum. Þá krefjast þeir viðurkenningar á því að stefnda, Landsvirkjun beri að gjalda þeim réttmætt endurgjald fyrir hagnýtingu jarðhitans úr jarðhitageymunum. III 1. Helstu málsástæður og lagarök stefndu fyrir fráví sun málsins Stefndu byggja á því að kröfugerð stefnanda sé ódómhæf, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Stefnendur, er séu eigendur 92,1875% óskipts lands Reykjahlíðar, krefjist þess í I hluta dómkröfunnar að þess jarðhita sem ekki verði aðskilinn í afmörkuðum jarðhitaréttindasvæðum ... merktum A og C við Kröflu ... annars vegar og merktum B og E við Námafjall matsman na 29. október 2015. Þar hafi verið óskað mats á því hver hlutfallslegur réttur væri , en svar matsmanna hafi verið að frekari rannsókna þyrfti við til að ákvarða hvort einstakir hlutar jarðhita innan ig að meta mætti hvort skipting gæti farið fram eftir hlutfalli. 7 Stefndu taka fram að engin frekari rannsóknargögn hafi verið lögð fram og óljóst sé hvort stefnendur séu að byggja kröfu um hlutfallsskiptingu á fyrirliggjandi gögnum úr viðnámsmælingum þar sem munur er gerður á heitum kjarna, köldum kjarna og ókönnuðu ástandi kjarna neðanjarðar. Ekki sé tekið af skarið um það hvort stefnendur telji að miða eigi við nýtingu, mögulegrar orku úr hverju svæði fyrir sig, flatarmáli yfirborðs eða einhverjum öðrum mælikvarða. Ekki sé það heldur til að skýra hvor um sig njóti réttar að tiltölu sem rétthafar jarðhitaauðlindar sem fylgir jarðhitaréttindasvæðum hvors um Engar nánari skýringar eru á því í kröfugerðinni eftir hverju eigi að fara við mat á hlutfalli eða má það sem segir í stefnunni. Ef kröfug erðin snúist um að viðurkenna réttindi til að nýta auðlind, eins og 27. gr. auðlindalaga fjalli um, sé ljóst að það sé ekki í verkahring dómstóla að veita slík réttindi. Hvergi sé heldur fjallað um það hvaða hlutfalla sé krafist og á hvaða grunni þau skuli ákvörðuð . Kröfugerðin og tengsl við önnur gögn málsins séu algjörlega vanreifuð og myndi dómur aldrei þjóna þeim tilgangi að geta bundið enda á þann ágreining sem stefnendur telji tilefni málsóknarinnar. Þá sé ekki útskýrt á hvern hátt báðir stefndu geti verið eigendur hlutdeildar andspænis stefnendum enda hafi stefndi, íslenska ríkið, framselt réttindi sín, eins og rakið er að framan. Krafa sem merkt er II er tengd við fyrri liðinn og eiga öll krafa og algjörlega vanreifuð. Að mati stefndu hafa stefnendur heldur ekki lögvarða hagsmuni af viðurkenningarkröfu sinni vegna mögulegra sameiginlegra jarðhitaréttinda á svæði A og C þar sem óumdeilt sé að stefndi , Landsvirkjun, fari með nýtingarréttindi á svæði A á grundvelli samningsins frá 1971 , og síðari samninga, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009. Stefndi, Landsvirkjun, fari jafnframt með rannsóknar - og nýtingarrétt á svæði C á grundvelli rammasamnings við Landeigendafélag Reykjahlíðar frá 6. nóvember 2005. Samkvæmt rammasamningnum, gr. 1.3 og 2.1, veitti landeigendafélagið, sem stefnendur eru í, svæði C, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, og samkvæmt nánari hafi fengið einkaleyfi til rannsókna og nýtingar á séu Sandbotnasvæðið og Hágöng ( svæði C ), auk þess sem svæði við Gjástykki ( svæði D ) hafi einnig fallið undir samninginn. Sandbotnasvæðið og Hágöng ( svæði C ) sé sama svæði og stefnendur krefjist viðurkenningar á, auk þess sem stefnendur séu aðila r að rammasamningnum í gegnum Landeigendafélag Reykjahlíðar. Fyrir umsaminn rannsóknar - og nýtingarrétt greiði stefndi, Landsvirkjun, árlega 1.500.000 krónur í umsýslugjald án vsk. fyrir hvort svæði (C og D) á meðan rannsóknar - eða nýtingarleyfi eru í gild i, allt til þess tíma að orkusala hefst frá viðkomandi jarðhitavirkjun, sbr. gr. 1.7. Frá undirritun rammasamningsins hafi stefndi Landsvirkjun greitt landeigendafélaginu, og þar með stefnendum, umsýsluþóknanir fyrir hinn umsamda einkarétt sem stefnendur k refjist nú dóms um viðurkenningu á greiðsluskyldu. Aðilar hafi jafnframt samið um að ef kæmi til nýtingar á jarðhitaréttindum á umsömdum svæðum bæri stefnda, Landsvirkjun, að greiða landeigendafélagi stefnenda sérstakt endurgjald skv. gr. 2.3. Frá undirritun rammasamningsins hafi ekki komið til greiðsluskyldu á grundvelli gr. 2.3. Vegna framangreinds telja stefndu óumdeilt að landeigendafélag stefnenda, og þar með stefnendur, hafi framselt rannsóknar - og nýting arrétt á svæði C sem stefnendur krefjist nú dóms fyrir, auk þess sem stefndi, Landsvirkjun, greiði endurgjald fyrir hin framseldu réttindi sem stefnendur krefjist nú m.a. viðurkenningar á í dómkröfu II. Að mati stefndu felist í málatilbúnaði stefnenda kraf a um að dómstólar leggi mat á lögfræðilegt álitaefni í skilningi 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála á sama tíma og í gildi séu samningar á milli sömu aðila um þau álitaefni sem stefnendur krefjist dóms um. Stefndu telja einnig að vísa beri málinu fr á dómi þar sem aðeins sumir eigendur sameignar jarðarinnar séu aðilar málsins , sbr. 2. mgr. 18. gr. laga um meðferð einkamála. Byggja stefndu á því að krafa stefnenda og málatilbúnaður þeirra sé í andstöðu við ákvæði og efni rammasamnings stefnda, Landsvir kjunar, og Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf. sem sé í eigu allra landeigenda Reykjahlíðar. 8 Telur stefndi, Landsvirkjun að dómkrafa II, sem feli í sér viðurkenningu á greiðsluskyldu fyrir nýtingu jarðhita úr svæði C, sé í andstöðu við rammasamninginn frá 2006 og því kunni efnisdómur í málinu að hafa áhrif á gildi rammasamningsins, og þar með hugsanlega á greiðsluskyldu Landsvirkjunar, án þess þó að aðrir sameigendur jarðarinnar séu aðilar málsins. Vegna þessa kunni efnisdómur í málinu að hafa fjárhagsleg á hrif á eigendur sameignarlandsins sem ekki séu aðilar málsins. Stefndu byggja kröfu um frávísun jafnframt á því að búið sé að leysa úr sakarefni dómkröfu II með bindandi hætti með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 560/2009. Samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er dómur bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra sem koma að lögum í þeirra stað um þær kröfur sem dæmdar eru að efni til. Vegna þessa verði dæmd krafa ekki borin undir sama eða hliðsettan dómstól og beri því a ð vísa frá dómi máli um slíka kröfu, sbr. 2. mgr. 116. gr. laganna. Stefnendur séu sumir þeirra aðila sem veittu Landeigendum Reykjahlíðar ehf. málflutningsumboð í tengslum við dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 560/2009. Í málinu hafi landeigendafélagið k rafist þess að stefndu yrði gert að þola ógildingu á samningi eigenda jarðarinnar Reykjahlíðar við íslenska ríkið frá 18. mars 1971, þar sem kom fram að jarðhitaréttindi í landi jarðarinnar væru íslenska ríkinu til frjálsra umráða og ráðstöfunar. Í málinu hafi einnig verið gerð krafa um að samningnum yrði breytt með þeim hætti að jarðhitaréttindin sem íslenska ríkinu væru til frjálsra umráða og ráðstöfunar svöruðu að afli aðeins til jarðhitaorku allt að 70 MW til raforkuframleiðslu en einskis umfram það. Í dómi Hæstaréttar hafi komið beinum eignarrétti að jarðhitaréttindum á svæðinu, sem um ræðir, jarðhita sem þar fyndist og aðstöðu til mannvirkjagerðar t Um endurgjald fyrir jarðhitaréttindin hafi komið fram í dómi Hæstaréttar að stefndi íslenska ríkið hefði greitt endurgjald með tvenns konar hætti, þ.e. annars vegar með því að leggja til nánar tilgreind mannvirki í tengslum við hitaveitu fyrir byggðahverfi í landi Reykjahlíðar og greiða kostnað af öðrum tilteknum framkvæmdum við hitaveituna og hins vegar að afhenda endurgjaldslaust 20 sekúndulítra af heitu vatni til hitaveitunn ar. Í dómi Hæstaréttar sé sérstaklega vikið að því að stefndi Landsvirkjun hafi tekið við framangreindri skuldbindingu þegar félagið tók við réttindum ríkisins með kaupum á Kröfluvirkjun 1985 og Bjarnarflagi 1986 og hafi staðið við skuldbindingar sínar síð an þá. Byggja stefndu á því að í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 560/2009 felist að stefndu, í fyrstu íslenska ríkið og síðar Landsvirkjun, hafi greitt og greiði enn umsamið endurgjald fyrir þau jarðhitaréttindi sem landeigendur Reykjahlíðar framseldu 1971. Að mati stefndu séu stefnendur, og aðrir eigendur sameignarlandsins, bundnir af niðurstöðu Hæstaréttar og geti stefnendur ekki krafist frekara endurgjalds fyrir þau jarðhitaréttindi sem framseld voru árið 1971 þó svo að krafa um greiðslu sé sett fram með öðrum hætti en fjallað var um í dómi Hæstaréttar. 2. Helstu málsástæður stefndu um efnisþátt málsins. Stefndu byggja sýknukröfu sína á sömu sjónarmiðum og í frávísunarkröfu. Aðalatriðið sé að stefnendur hafi afsalað með fullu og öllu réttindum til n ýtingar á jarðhita innan þeirra svæða sem stefndi, Landsvirkjun, nýti í dag. Enginn fyrirvari hafi verið gerður af hálfu landeigenda við samningsgerð um að greiða ætti meira eða deila réttindum, þótt hluti jarðhitans komi úr geymi sem kunni að ná út fyrir hin landfræðilegu mörk. Þá telja stefndu að grundvöllur kröfu stefnenda verði ekki sóttur í matsgerð dómkvaddra matsmanna frá árinu 2017, en samkvæmt henni hafi matsmenn ekki talið sig bæra til að meta rétt einstakra eigenda og hafi bent á það sem þeir tö Þá veiti ákvæði 27. gr. laga nr. 57/1998 ekki stefnendum stoð, enda séu stefnendur hvorki hvernig há tta beri nýtingu. Að mati stefndu sé ljóst að stefndi, Landsvirkjun, sé eini rannsóknar - og/eða nýtingaraðili jarðhitans á svæðinu við Kröflu og í Bjarnarflagi á grundvelli framsals á jarðhitaréttindum frá árinu 1971 9 og rammasamnings Landsvirkjunar og lan deigendafélags Reykjahlíðar frá árinu 2006. Landsvirkjun sé þannig eini rétthafi að nýtingu jarðhitans í landi Reykjahlíðar í skilningi laga en stefnendur séu landeigendur sameignarlands sem háð sé einkarétti, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 57/1998. Vegna þess sé ekki fyrir hendi ágreiningur milli rétthafa um nýtingu auðlindar í skilningi 27. gr. laganna og því ekki lagaskilyrði fyrir kröfu stefnenda. 3. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda vegna kröfu stefndu um frávísun Stefnendur hafna kröfu stefndu um frávísun málsins. Er á því byggt að dómkröfur stefnenda séu skilgreindar og vel afmarkaðar. Áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 sé því fullnægt. Stefnendur taka fram að með málsókn sinni leiti þeir dóms um grundvallarniðurstöðu sem fram k omi í fyrirliggjandi matsgerð í máli nr. M - 10/2015, um að þeir teljist rétthafar í sameiginlegum jarðhitageymum sem verði ekki aðskildir, það er annars vegar á svæðum A og C á Kröflusvæði og svæðum B og E í Bjarnarflagi. Stefnendur leiti með málsókn sinni dóms um endurgjald sem leiði af niðurstöðum matsmanna. Taka stefnendur fram að svæði A og C og svæði B og E séu jafngild frá sjónarhóli jarðhitanýtingar og að engra frekari rannsókna þurfi við. Stefnendur taka fram að 27. gr. auðlindalaga vísi til landei ganda sem eigi jarðhitaréttindi og þeir séu því réttilega rétthafar í skilningi ákvæðisins. Telja stefnendur að nýtingarleyfi sé ekki skilyrði til að teljast rétthafi jarðhita. Í auðlindalögum séu þeir sem fái nýtingarleyfi kallaðir leyfishafar eða nýtinga notað um landeigendur. Stefnendur hafna því að þeir hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Um sé að ræða mikilsverð réttindi þeirra, eignarréttindi . Þeir séu rétthafar þess jarðhita er sé utan ríkissvæðanna A og B. Jarðhiti á svæðum stefnenda E og C falli inn í jarðhita á ríkissvæðunum og sé því sameiginlegur með þeim. Það hafi stefndu ekki viðurkennt. Í málinu sé deilt um það hvort greiðsluskylda ha fi stofnast og þess vegna hafi stefnendur lögvarða hagsmuni. Stefnendur mótmæla því að ákvæði 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 leiði til þess að vísa beri málinu frá dómi. Aðild allra landeigenda sé ekki nauðsynleg. Ekki sé nauðsyn á samaðild til sóknar ef sá sem sækir afmörkuð réttindi gerir það fyrir sitt leyti, enda hafi h ann ekki uppi kröfur sem varði hagsmuni þeirra sem ekki eigi aðild að málinu. Þá benda stefnendur á að aðeins lítið brot landeigenda láti málið ekki til sín taka. Stefnendur í máli þessu reyni ekki að fá sér tildæmdan rétt sem aðrir eigi. Þá muni þeir land eigendur sem ekki láti málið til sín taka njóta góðs af málsúrslitum sem falli þeim í hag. Stefnendur byggja á því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 560/2009 sé ekki bindandi um sakarefnið. Dómurinn fjalli um jarðhitaréttindi innan ríkissvæðanna A og B. Sa karefni þessa máls fjalli um það hvernig fara eigi með jarðhitaréttindi utan svæða A og B, þ.e.a.s. á svæðum E og C, sem samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð falli saman og verði ekki aðgreind. Úr því sakarefni hafi ekki verið leyst. 4. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda um efnishlið málsins Stefnendur byggja á því að þeir fari með öll jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar, önnur en þau sem þeir hafi framselt íslenska ríkinu með samningi 18. mars 1971. Jarðhitasvæði ríkisins séu tilgreind með bókstöfunum A og B (ríkissvæði). Stefnendur telja að þau séu eigendur alls jarðhita utan þessara ríkissvæða (A og B) og allt um kring. Sum þessara svæða, er séu utan ríkissvæða, hafi verið skilgreind með bókstöfunum C og E á uppdrætti sem máli þessu tengist. Byggja s tefnendur í máli þessu á því að jarðhitaréttindi á svæðum C og E tilheyri þeim. Íslenska ríkið sé því rétthafi á svæðum A og B en stefnendur á svæðum C og E. Jarðhitinn sem myndi jarðhitageyma svæðanna liggi um jarðhitaréttindasvæði hvorra tveggja og verði ekki aðskilinn. sé hins vegar eini nýtingaraðili jarðhitans úr hinum sameiginlegu geymum og sæki heimildir sínar til samninga við íslenska ríkið. St efnendur telja að stefndi, Landsvirkjun, hafi komið fyrir borholum á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á grundvelli samninga við stefnda, íslenska ríkið, frá árunum 1985 og 1986. Er á því byggt 10 með vísan til matsgerðar dómkvaddra matsmanna í máli nr. M - 10/20 15 að jarðvarminn úr holunum komi úr hinum sameiginlegu jarðhitageymum stefndu og stefnenda. Stefnendur leggja til grundvallar málsókn sinni að þeir fari sameiginlega með stefndu með jarðhitaréttindi og allan þann jarðhita sem myndi svokallaða jarðhitage yma annars vegar á Kröflusvæðinu og hins vegar á Námafjallssvæðinu (Bjarnarflag). Þeir séu því rétthafar með stefndu og eigi tilkall til sanngjarns endurgjalds úr hendi stefnda, Landsvirkjunar, vegna nýtingar jarðhitans úr þeim báðum. Líta stefnendur svo á að þeir skuli með hvorum tveggja stefndu teljast hlutfallslegir rétthafar þess jarðhita sem ekki verði aðskilinn í tveimur jarðhitageymum á fyrrgreindum svæðum. Kröfur sínar byggja stefnendur sem fyrr segir á niðurstöðum matsgerðar dómkvaddra matsmann a í máli nr. M - 10/2015 á milli málsaðila, sem þeir hafi aflað á grundvelli 27. gr. laga nr. 57/1998 og sérstöku samningsákvæði 2.9 í rammasamningi stefnda, Landsvirkjunar, og Landeigenda Reykjahlíðar ehf. Hafi matsmenn komist að þeirri niðurstöðu að jarðhi tasvæði stefnenda og stefndu verði ekki aðskilin, þ.e.a.s. annars vegar svæði A og C og hins vegar svæði B og E, en að hagkvæmast væri að nýting jarðhitans á þessum svæðum væri á einni hendi. Jafnframt hafi matsmennirnir gert grein fyrir því hvernig hlutde ild hvors rétthafa um sig innan jarðhitageymanna, í Kröflu annars vegar og Bjarnarflagi hins vegar, skiptist og hafi lagt til flatarmálsútreikninga í ferkílómetrum til grundvallar þar sem jarðhitageymarnir liggi innan jarðhitaréttindasvæða hvors um sig. Stefnendur telja að í matsgerðinni hafi verið staðfest að nýting jarðhitaréttinda frá ríkissvæðunum A og B feli í reynd í sér nýtingu jarðhitaréttinda úr svæðum C og E þar sem jarðhiti svæðanna sé óaðskiljanlegur og myndi saman þá jarðhitageyma sem um ræði r. Stefnendur telja að stefndi, Landsvirkjun, noti báða jarðhitageymana í heild sinni og þurfi því ekki að sækja um nýtingarleyfi, t.d. á svæði C, og telji sig ekki þurfa að semja við stefnendur um nýtingu á jarðhita á svæði E. Stefndi, íslenska ríkið, h afi síðan með tíð og tíma aukið heimildir Landsvirkjunar til raforkuframleiðslu af svæðum A og B samkvæmt þeim nýtingarleyfum. Af þessu leiði að enn meira sé tekið úr hinum sameiginlegu jarðhitageymum á kostnað stefnenda. Þá hafi stefndi einnig gengið svo langt að skábora yfir í svæði C og inn á svæði E án þess að gjalda nokkuð fyrir það. IV Í máli þessu krefjast stefnendur í fyrsta lagi viðurkenningar á því að þeir teljist vera hlutfallslegir rétthafar þess jarðhita sem ekki verði aðskilinn í jarðhitasvæ ðum annars vegar merktum A og C við Kröflu og hins vegar merktum B og E við Námafjall í Bjarnarflagi. Í öðru lagi er krafist viðurkenningar á því að stefndi, Landsvirkjun, skuli greiða stefnendum endurgjald fyrir þá nýtingu í réttu hlutfalli við hlutdeild stefnenda í þeim. Stefndu byggja frávísunarkröfur sínar m.a. á því að búið sé að leysa með bindandi hætti úr sakarefni málsins samkvæmt dómkröfu II í stefnu með dómi Hæstaréttar í máli nr. 560/2009. Er á því byggt að í dóminum komi fram að íslenska ríkið og síðar Landsvirkjun hafi greitt og greiði enn umsamið endurgjald fyrir þau jarðhitaréttindi sem landeigendur Reykjahlíðar hafi framselt árið 1971. Telja stefndu að stefnendur geti ekki krafist frekara endurgjalds fyrir þau jarðhitaréttindi sem þá voru framseld. Stefnendur hafna því að búið sé að leysa úr dómkröfu II í stefnu og taka fram að dómurinn hafi aðeins fjallað um jarðhitaréttindi innan rík issvæðanna A og B, en ekki svæða C og E. Sakarefni málsins fjalli um það hvernig fara eigi með jarðhitaréttindi utan svæða A og B, þ.e. á svæðum E og C, og ekki hafi verið leyst úr því sakarefni með umræddum dómi Hæstaréttar. Í samningi eigenda jarðarinn ar Reykjahlíðar og íslenska ríkisins 18. mars 1971 er mælt fyrir um í A - og landamerkjalýsingu, ásamt jarðhita þeim, sem þar er að finna, og aðstaða til mannvirkjagerðar til endurgjald fyrir þessi réttindi meðal annars heitt vatn, sbr. B - lið samningsins. Í dómi Hæstaréttar Íslands 29. apríl 2010 í máli nr. 560/2009, þar sem meðal annars var til meðferðar krafa landeigenda um ógildingu fyrrgreinds samnings, kom fram í forsendum að líta yrði svo á að samningurinn frá 1971 á milli eigenda Reykjahlíðar og íslenska ríkisins hefði falið í sér fullnaðarafsal 11 e igenda Reykjahlíðar til íslenska ríkisins fyrir beinum eignarrétti að jarðhitaréttindum á svæðinu, sem um ræðir, jarðhita sem þar fyndist og aðstöðu til mannvirkjagerðar til nýtingar hans. Um endurgjald fyrir þau afnot kemur fram í dóminum að það hafi ver ið tvíþætt. Annars vegar hafi íslenska ríkinu borið að leggja til nánar tilgreind mannvirki í tengslum við hitaveitu fyrir byggðahverfi í landi Reykjahlíðar og greiða kostnað af öðrum tilteknum framkvæmdum við hana. Hins vegar að láta endurgjaldslaust í té 20 sekúndulítra af heitu vatni til hitaveitunnar. Sé óumdeilt að þessar skuldbindingar hafi verið efndar. Aðilar að máli Hæstaréttar nr. 560/2009 voru annars vegar Landeigendur Reykjahlíðar ehf., en þáverandi eigendur jarðarinnar höfðu veitt félaginu mál sóknarumboð, og hins vegar stefndu í máli þessu. Stefnendur þessa máls eru flestallir núverandi eigenda Reykjahlíðar og því þeir sömu og áfrýjendur í máli Hæstaréttar nr. 560/2009 eða hafa komið í þeirra stað. Dómur Hæstaréttar og forsendur hans eru því bi ndandi til framtíðar fyrir stefnendur þessa máls um niðurstöðu í sakarefninu, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Óumdeilt er að þau svæði sem vísað er til í dómi Hæstaréttar afmarkast við svæði A og B, svokölluð ríkissvæði. Eins og áður greinir voru k röfur landeigenda í Hæstaréttarmáli nr. 560/2009 aðallega um ógildingu á umræddum samningi milli aðila frá árinu 1971, en til vara var þess krafist að skilmálum samningsins yrði breytt þannig að hann heimilaði aðeins tiltekin takmörkuð orkunýtingarréttindi . Voru þessar kröfur einkum studdar við 36. gr. laga nr. 7/1936 en einnig við óskráðar reglur um ógildingu samninga vegna brostinna eða rangra forsendna. Til þess að komast að þessari niðurstöðu fór m.a. fram greining í forsendum dómsins á því hverju hefði í raun verið afsalað til íslenska ríkisins og hvaða endurgjald hefði komið fyrir þau verðmæti. Slíkt var nauðsynlegt til að komast að niðurstöðu um ógild ingarkröfuna. Í niðurstöðum um fyrra atriðið sagði fullnaðarafsal eigenda Reykjahlíðar til stefnda íslenska ríkisins fyrir beinum eignarrétti að jarðhitarétt indum á svæðinu, sem um ræðir, jarðhita sem þar fyndist og aðstöðu til mannvirkjagerðar til verið dæmt að stefndu í máli þessu séu eigendur þess jarðhit a sem finnst á tilgreindum svæðum, merktum A og B. Engu breytir um þessa niðurstöðu þótt stefnendur telji nú að nýting jarðhitaréttinda frá þessum svæðum feli í reynd í sér nýtingu jarðhitaréttinda frá öðrum svæðum, þ.e. svæðum C og E. Eftir stendur samt s em áður óskertur réttur stefnda á svæðum A og B. Að mati dómsins hefur því með dómi Hæstaréttar í máli nr. 560/2009 verið tekin bein afstaða til þess sakarefnis sem felst í dómkröfum stefnenda um viðurkenningu á því að þau teljist vera hlutfallslegir r étthafar þess jarðhita sem stefndi, Landsvirkjun, nýtir á svæðinu og kröfu þeirra um endurgjald fyrir þá nýtingu. Með skírskotun til þess er að framan greinir ber þegar af þessari ástæðu að vísa málinu frá dómi með vísan til 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Það skal tekið fram að ekki verður talið að 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 sé því til fyrirstöðu að stefnendur, sem eiga samtals 92,1875% eignarhlut í jörðinni Reykjahlíð, sem er í óskiptri sameign, geti án atbeina tveggja sameigenda sinna sta ðið að málsókn þessari, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 19. desember 2019 í máli nr. 723/2019. Eftir útslitum málsins, og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, ber stefnendum að greiða stefndu málskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Gu ðmundur H. Pétursson lögmaður flutti málið af hálfu stefnenda. Sigurgeir Valsson lögmaður flutti málið af hálfu stefndu. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Málinu er vísað frá dómi. Stefnendur, Guðrún María Valgeirsdóttir, Sigurður Jónas Þorbergsson, Finnur Sigfús Illugason, R3 ehf., Bryndís Jónsdóttir, Sigurður Baldursson, Sólveig Ólöf Illugadóttir, Kristín Þ. Sverrisdóttir, Gísli 12 Sverrisson, Garðar Finnsson, Hilmar Finnsson og Daði Lange Friðri ksson, greiði stefndu, Landsvirkjun og íslenska ríkinu sameiginlega 800.000 krónur í málskostnað.