LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 667/2021 : Byggðasamlagið Oddi bs. (Sigurður Sigurjónsson lögmaður ) gegn Ew u Niecikowska ( Árni Pálsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Málskostnaður. Dómsátt. Kæruheimild. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Varnaraðili höfðaði mál á hendur sóknaraðila til greiðslu miskabóta að fjárhæð 950.000 krónur. Dómsátt var gerð í málinu um efnislegan ágreining aðila en í sáttinni var kveðið á um að leggja skyldi málskostnaðarkröfu varnaraðila í úrskurð dómara. Með hinum kærða úrskurði var málskostnaður ákveðinn 1.000.000 krónur. Í úrskurði Landsréttar kom fram að ef dómur hefði gengið í héraði um kröfu varnaraðila væri skilyrðum ekki fullnægt til að áfrýja þeim dómi nema með leyfi Landsréttar, sb r. 1., 2. og 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Eðli málsins samkvæmt yrði ákvæðinu jafnframt beitt um kæru varnaraðila til Landsréttar, sbr. og 4. mgr. 150. gr. sömu laga. Var málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. nóvember 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 11. nóvember 2021. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 22. október 2021 í málinu nr. E - 235/2021 þar sem áfrýjanda var gert að greiða stefndu 1.000.000 króna í málskostnað. Kæruheimild er í g - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðfe rð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og málskostnaður verði lækkaður verulega. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Varnaraðili höfðaði mál á hendur sóknaraðila ti l heimtu miskabóta að fjárhæð 950.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Var málið þingfest í héraði 2 19. maí 2021 en sátt gerð í því 15. september sama ár sem kvað á um að sóknaraðili skyldi greiða varnaraðila sem fullnaðargreiðslu 500.0 00 krónur eigi síðar en 28. september 2021. Var þar jafnframt kveðið á um að leggja skyldi málskostnaðarkröfu varnaraðila í úrskurð dómara sem var sem fyrr greinir kveðinn upp 22. október sama ár. 5 Ef dómur hefði gengið í héraði um kröfu varnaraðila væri sk ilyrðum ekki fullnægt til að áfrýja þeim dómi nema að fengnu leyfi Landsréttar, sbr. 1., 2. og 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991. Eins og slegið var föstu með dómi Hæstaréttar 14. nóvember 1994 í máli nr. 436/1994, sem birtur er í dómasafni réttarins það á r á bls. 2368, verður ákvæðinu eðli málsins samkvæmt jafnframt beitt um málskot þetta, sbr. og 4. mgr. 150. gr. sömu laga. Ber því að vísa málinu frá Landsrétti, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. ágúst 2014 í máli nr. 491/2014. 6 Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Sóknaraðili, Byggðasamlagið Oddi bs., greiði varnaraðila, Ewu Niecikowska, 100.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 22. október 2021 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um málskostnaðarkröfur stefnanda þann 20. október sl., er höfðað með stefnu birtri þann 24. apríl 2021. Stefnandi er Ewa Niecikowska, kt. , til heimilis að Hrafnskálum 2, Rangárþingi ytra. Stefndi er Byggðasamlagið Odda bs, kt. 621215 - 150, Suðurlandsvegi 1, Rangárþingi ytra. Dómkröfur stefnanda voru þær að stefnda yrði gert að greiða henni kr. 950.000 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38 /2001 um vexti og verðtryggingu, frá 18. janúar 2019 til 5. maí 2021, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krafðist stefnandi þess að stefnda yrði gert að greiða henni málsko stnað samkvæmt framlögðum málskotnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins að tekni tilliti til virðisaukaskatts. Við fyrirtöku málsins þann 15. september sl., var lögð fram dómssátt aðila, þar sem stefndi lofar að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 500.000 kr., eigi síðar en 28. september 2021, sem fullnaðargreiðslu á stefnufjárhæð málsins. Þá kemur þar fram að aðilar séu sammála um að leggja málskostnaðarkröfu stefnanda í úrskurð dómara. Samkvæmt framansögðu hafa aðilar náð sátt í málinu, sem felur í sér að stefndi fellst á að greiða rúmlega helming stefnufjárhæðar án vaxta, en eftir stendur ágreiningur aðila um málskostnað. Með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sem og með hliðsjón af málsatvikum öllum þykir rétt að stefnda verði g ert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1.000.000 að teknu tilliti til virðisaukaskatts, en málskostnaðarreikningur stefnanda er úr hófi miðað við umfang málsins. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. 3 Úrs kurðarorð: Stefndi, Byggðasamlag Odda bs., greiði stefnanda, Ewu Niecikowska, 1.000.000 kr. í málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts.