LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 17. september 2021. Mál nr. 525/2020 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir , settur saksóknari ) gegn Heiðari Má Sigurlaugarsyni (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir, lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Hótun. Miskabætur. Skilorð. Útdráttur H var sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með hennar. Til refsiþy ngingar var litið til þess að brot H hefði beinst gegn fyrrverandi sambúðarkonu hans og var refsing H ákveðin fangelsi í 45 daga en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var H dæmdur til að greiða A miskabætur. Við mat á fjárhæð miskabóta var litið til þess að brot H hefði falið í sér brot gegn friði og persónu A og verið til þess fallið að vekja hjá henni ótta um velferð sína. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 6. ágúst 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 7. júlí 2020 í málinu nr. S - [...] /2019 . 2 Ákæruvaldi ð krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða en að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að sú refsing verði bundin skilorði að öllu leyti. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara sýknu af henni en að því frágengnu að krafan verði læ kkuð. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 2 um vexti og verðtryggingu frá 30. maí 2017 til 13. janúar 2020 , en með dráttarvöxtum samk væmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða, refsingu hans, sakarkostnað og málskostnað brotaþola. 6 Staðfest er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að með refsiverðri háttsemi sinni hafi ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun fjárhæðar bótanna verður að líta til þess að hjá brotaþola ó tta um velferð sína. Á hinn bóginn verður ekki af sérfræðigögnum málsins ráðið með vissu hvort og þá að hve miklu leyti rekja má einkenni brotaþola, sem þar er lýst, til þeirrar háttsemi ákærða sem hann er sakfelldur fyrir. Að þessu gættu verður staðfest n iðurstaða hins áfrýjaða dóms um fjárhæð miskabóta. Krafa brotaþola um upphafstíma vaxta af fjárhæð miskabóta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 er ekki í samræmi við upphaflega bótakröfu hennar frá 24. október 2019 . Skal fjárhæð miskabóta samkvæmt ofangreind u því bera vexti og dráttarvexti svo sem nánar greinir í dómsorði, enda er slík breyting ákærða til hagsbóta, sbr. 208. gr. laga nr. 88/2008. 7 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda s íns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. 8 Ákærði verður dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008, sem ákveðst eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Staðfest er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða, Heiðars Más Sigurlaugarsonar , refsingu hans, sakarkostnað og málskostnað brotaþola. Ákærði greiði brotaþola, A , 300.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. maí 2017 til 13. janúar 2020, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 300.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétt i. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 852.096 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 824.600 krónur. 3 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 7. júlí 2020 Mál þetta, sem tekið var til dóms 9. júní 20 20, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 12. nóvember 2019 á hendur ákærða, Heiðari Má Sigurlaugarsyni af brotaþola fáklæddri til vinnuveitanda henn kja ótta hjá brotaþola um velferð hennar. M: 007 - 2017 - Telst brot þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: [Kolbrún greiða henni miskabætur samtals að fjárhæð kr. 800.000. - , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 30. maí 2017, þar til 30 dagar er u liðnir frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags . Kröfur ákærða í málinu: Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Til vara krefst ákærði þess að honum verði gerð sektarrefsing en til þrautavara að fangelsisrefsing verði ákveðin svo væg sem lög framast heimila og að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin. Hvað bótakröfu brotaþola varðar krefst ákærði þess aðallega að kröfunni verði ví sað frá dómi. Til vara krefst ákærði sýknu af bótakröfunni en til þrautavara að krafan verði lækkuð. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa, sem greidd verði úr ríkissjóði. I Hinn 1. desember 2017 lagði brotaþoli fram kæru á hendur ákærða vegna l íkamsárása, sem hún sagði hafa átt sér stað 29. febrúar og 4. júlí 2016, og hótunar sem ákærði hefði sent henni með smáskilaboðum í maí 2017. Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu kom fram að kynni hefðu tekist með henni og inn til hennar um haustið það ár. Samband brotaþola og ákærða sambandinu og flutt út. Fljótlega eftir það hefði ákærði viljað taka aftur upp samband og það hefð u þau gert, án þess þó að ákærði flytti inn til brotaþola að nýju. Áfram hefði gengið á ýmsu í sambandinu og 29. í júlí það ár hefði ákærði beitt br otþola ofbeldi að nýju. Eftir það atvik hefðu þau búið áfram saman í stuttan Í kæruskýrslu brotaþola kom fram að hún hefði fyrst leitað til lögreglu vegna meintra brota ákærða í janúar 2017. Hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Nokkru síðar, eða í júlí 2017, hefði ákærði sent brotaþola skilaboð þar sem hann hefði lýst yfir furðu sinni á því að hún hefði kært hann. Hann hefði síðan hótað að send a yfirmanni hennar hjá fram kæru heldur einungis látið bóka um málið. Í ágúst 2017 hefði brotaþoli gefið ákærða kost á að leita sér hjálpar hjá Heimil isfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem brotaþoli hefði ekki fengið neina staðfestingu á því að ákærði hefði orðið við þeim tilmælum hennar hefði hún ákveðið að leggja fram formlega kæru í málinu. Skýrsla var tekin af brotaþola að nýju 3. mars 2018 þar sem hún var spurð nánar út í framangreind tilvik. Skýrsla var síðan tekin af ákærða vegna málsins 27. ágúst 2018. Ákærði kannaðist við að hann og brotaþoli hefðu deilt á þeim tíma sem þau voru í sambandi en neitaði alfarið ásökunum brotaþola um að hann hefði beitt hana ofbeldi. Það sagði hann uppspuna af hálfu brotaþola. Ákærði kvað brotaþola hafa verið mjög afbrýðisama og hún borið út um hann óhróður, meðal annars við barnsmóður hans, eftir að 4 sambandinu lauk. Ákærði kannaðist við að hafa te kið nokkrar nektarmyndir af brotaþola á meðan þau voru í sambandi. Hann fullyrti hins vegar að þær myndir hefðu allar verið teknar með hennar samþykki. Þá hefði brotaþoli sjálf tekið myndir af sama toga. Ákærði viðurkenndi að hafa sent þau skilaboð sem fra m koma í ákæru til brotaþola en fullyrti að aldrei hefði staðið til af hans hálfu að senda myndirnar. Ákærði kvaðst fyrir löngu vera búinn að eyða myndunum og því ekki eiga þær lengur. Rannsókn málsins lauk í ágúst 2018. Hinn 23. apríl 2019 ákvað lögreglus tjórinn á höfuðborgarsvæðinu að fella málið niður þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Brotaþoli kærði ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara 20. maí 2019. Rí kissaksóknari staðfesti niðurstöðu lögreglustjóra 20. ágúst 2019 hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum ákærða sem tekin eru upp í ákæru máls þessa hefð i falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði 12. nóvember 2019 samkvæmt áðursögðu. II Í þinghaldi 7. febrúar 2020 neitaði ákærði sök og hafnaði bótakröfu brotaþola. Hann áréttaði þessa afstöðu sína við upphaf aðalmeðferðar málsins. Ákærði sagði þau brotaþola hafa verið í sambandi í um tvö ár. Staðfesti ákærði að hann hefði sent brotaþola þau skilaboð s em tekin eru upp í ákæru. Ákærði tók fram að brotaþoli hefði margoft verið búin að hóta að koma því til leiðar að börn ákærða yrðu tekin af honum vegna þess að hann hefði reykt i brotaþoli jafnframt talað við barnsmóður ákærða og logið mikilli neyslu og ofbeldi upp á ákærða. Brotaþola hefði tekist að koma aðkomu sýslumannsembættisins í k rýmkuð verulega. Þegar ákærði hefði síðan komist að því að brotaþoli hefði lagt fram kæru á hendur honum hefði hann séð ástæðu til þess að fá fram hjá henni hvort henni þætti þessi framganga v era sanngjörn í hans Ákærði sagðist ekki hafa sent myndirnar og aldrei hafa ætlað sér að gera það. Hann hefði einungis viljað benda brotaþola á þan n tvískinung sem hún sýndi með framgöngu sinni. Ákærði kvaðst ekki hafa trú á því að brotaþoli hefði í raun óttast að hann myndi senda myndirnar. Til þess þekkti hún ákærða of vel. Myndirnar sagðist ákærði ekki eiga lengur. Ákærði sagðist hafa verið mjög h issa, svekktur og reiður þegar hann sendi umrædd skilaboð. Hann hefði þá verið nýbúinn að fá fregnir af kæru brotaþola og ekkert áttað sig á því út á hvað kæran gæti mögulega gengið. III A, brotaþoli í málinu, sagði þau ákærða hafa verið í nánu sambandi í tvö ár. Meðan á sambandinu stóð hefði ákærði beitt brotaþola miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Brotaþoli sagðist hafa tilkynnt brot ákærða til lögreglu í upphafi árs 2017 eftir að hafa rætt við barnsmóður ákærða. Tilkynninguna hefði brotaþoli sett fram í fengið sálfræðiaðstoð vegna þess atviks. Ákærði hefði síðan fengið veður af tilkynningunni í tengslum við farið hefði ákærði sent brotaþola skilaboð, sem tekin séu upp í ákæru, með hótun um að senda yfirmanni brotaþola myndir af henni. Brotaþoli sagði ákærða mjög oft hafa verið með símann á lofti þegar hún var lítt eða ekkert klædd, jafnvel þegar þau voru í rú minu. Brotaþola hefði fallið þetta illa og hún gert ákærða grein fyrir því. Hann hefði hins vegar ekkert tillit tekið til óska hennar um að hann léti af þessum myndatökum. Brotaþoli sagði hótun ákærða hafa haft mikil áhrif á hana og hún óttast að hann léti verða af henni. Brotaþoli hefði því verið nauðbeygð til þess að ræða málið við yfirmenn sína. Framburð ákærða þess efnis að brotaþoli hefði margoft verið búin að hóta að koma því til leiðar að börn ákærða yrðu tekin af honum vegna þess að hann hefði reykt maríhúana sagði hún alrangan. 5 Í lok árs 2017 kvaðst brotaþoli hafa lagt fram formlega kæru á hendur ákærða. Hún sagði mjög erfitt að skilja afleiðingar hótunarbrotsins frá þeim afleiðingum sem framganga ákærða gagnvart henni í heild hefði valdið. Brotaþo kæruna. Hún hefði glímt við mikinn ótta vegna málsins og einangrað sig. Þá ætti hún mjög erfitt með að treysta fólki og væri greind með áfallastreituröskun á háu stigi. Brotaþoli hef ði fengið taugaáfall við - sértæka áfallastreituröskunarmeðferð. Hún hefði verið óvinnufær í marga mánuði og verið sett á þunglyndis - , svefn - og kvíðalyf. Brotaþoli kvað ákærða hafa hald ið áfram að áreita hana á árinu 2019 og hefði hún þá fengið árásarhnapp hjá lögreglu. IV Í málinu er ákærða gefin að sök hótun gegn brotaþola með því að hafa fimmtudaginn 4. maí 2017 hótað að senda myndir af henni fáklæddri til vinnuveitanda hennar með eft þess fallin að v ekja ótta hjá brotaþola um velferð sína. Brotaþoli bar fyrir dómi að ákærði hafi sent henni ofangreind skilaboð og staðfesti ákærði í skýrslu sinni að það hafi hann gert. Þær skýringar sem ákærði gaf á sendingu skilaboðanna fyrir dómi eru reifaðar í kafla II hér að framan. Ákærði sagðist ekki hafa sent myndirnar og aldrei hafa ætlað sér að gera það. Hann hefði einungis viljað benda brotaþola á þann tvískinung sem hún sýndi. Brotaþoli sagði hótun ákærða hafa haft mikil áhrif á sig og hefði hún óttast að hann gerði alvöru úr orðum sínum. Brotaþoli hefði því verið nauðbeygð til þess að ræða málið við yfirmenn sína. Í 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er á um það kveðið að h ver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Fyrir liggur að skilaboð þau sem ákærði sendi brotaþola sendi ákærði eftir að honum varð ljóst að brotaþo li hafði farið til lögreglu og látið bóka um ofbeldi sem hún kvaðst hafa sætt af hans hálfu. Að mati dómsins verður að skilja efni skilaboðanna svo að í þeim hafi falist hótun um sendingu mynda og myndskeiða af brotaþola, þar með talið myndar af henni hálf nakinni að reykja kannabisefni, til vinnuveitanda hennar. Ljóst er af framburði ákærða og brotaþola að brotaþoli gat búist við því að ákærði hefði í vörslum sínum myndefni af brotaþola lítt klæddri. Dómurinn telur þá háttsemi að senda myndefni af þeim toga af fyrrverandi sambúðarmaka til vinnuveitanda viðkomandi vera móðgun eða smánun sem feli í sér stórfellda ærumeiðingu í skilningi 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því fólst í skilaboðum ákærða hótun um að fremja refsiverðan verknað. Þá verður hótun um slíkt brot í ljósi þess sem fyrir liggur um atvik málsins talin fela í sér háttsemi sem fallin hafi verið til þess að vekja hjá brotaþola ótta um velferð sína. Við mat á því hvort ákærði hafi brotið gegn ákvæði 233. gr. skiptir engu hvort hann haf i í raun og veru ætlað sér að láta verða af hótunum sínum heldur var brot hans fullframið er hann ákvað að skrifa til brotaþola skilaboð sem honum hlaut að vera ljóst að innhélt hótun sem hlutlægt séð og í ljósi málsatvika allra var til þess fallin að vekj a hjá brotaþola ótta um velferð sína. Samkvæmt öllu þessu verður ákærði sakfelldur fyrir að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. V Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans í málinu. Hótun ákærða beindist gegn fyrrverandi sambúðarkonu hans og horfir það til refsiþyngingar. Ekki þykir koma til álita að gera ákærða sektarrefsingu. Með vísan til framangreinds og að bro ti ákærða virtu þykir refsing hans réttilega ákveðin fangelsi í 45 daga. Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940. VI Í málinu krefst brotaþoli miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. maí 2017, en dráttarvöxtum 6 samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9 . gr., sömu laga frá þeim degi er liðinn var mánuður frá birtingu bótakröfunnar. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði hafi brotið gegn brotaþola svo varði við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hinni refsiverðu hátts emi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsins , sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Telja verður að brot af því tagi sem hér um ræðir sé almennt til þess fallið að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Í málinu liggja frammi sérfræðigögn sem bera með sér að brotaþoli hefur síðustu misseri glímt við andleg veikindi og þurft að leita sér aðstoðar vegna þess. Af gögnunum verður hins vegar ekkert ráðið hvort og þá eftir atvikum að hve miklu leyti rekja megi veikindi brotaþola til þeirrar háttsemi sem ákærði er sakfelldur fyrir í málinu. Miskabætur til handa brotaþola þykja að þessu gættu og með vísan til þess sem að framan greinir réttilega ákvarðaðar 300.000 krónur. Um vexti og dráttarvexti af kröfunni fer svo sem í dómsorði greinir, en krafan var bir t ákærða 13. desember 2019. Undir rekstri málsins hafnaði dómari kröfu brotaþola um skipun réttargæslumanns. Í hinni skriflegu kröfu brotaþola er af hennar hálfu gerð krafa um málskostnað, sbr. ákvæði 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála o g verður ákærði því dæmdur til greiðslu málskostnaðar, sem hæfilega þykir ákveðinn svo sem í dómsorði greinir. VII Með vísan til úrslita málsins verður ákærða gert að greiða sakarkostnað, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði g reiði því þóknun skipaðs verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, en þóknunin þykir að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Heiðar Már Sigurlau garson , sæti fangelsi í 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði þóknun skip aðs verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 537.540 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ákærði greiði brotaþola, A, 300.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. maí 2017 til 13. janúar 2020, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 200.000 krónur í málskostnað.